Fermingarfræðsla 2017-2018

Haldnir hafa verið upplýsingafundir fyrir foreldra og verðandi fermingarbörn.  Þau sem ekki komust á fundina og hafa ekki skráð barn sitt í fermingarfræðslu eru beðin að senda póst á prestana og fá sent skráningarblað.  Netföng þeirra eru gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og ninnasif@gmail.com.

Foreldrar fá tölvupóst með dagsetningum og öðrum upplýsingum.  Einnig verður stofnuð Facebook síða.

Upphaf fræðslunnar verður ágústnámskeið dagana 16., 17. og 18. ágúst frá 9-12:30.

Fermingardagar árið 2018 í Selfosskirkju eru eftirfarandi:
Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11:00
Skírdagur 29. mars kl. 11:00
Sunnudagur 15. apríl kl. 11:00
Sunnudagur 22. apríl kl. 11:00
Sunnudagur 6. maí kl. 11:00

Fermingardagar í Flóa:
Hvítasunnudagur 20. maí í Hraungerðiskirkju kl. 13:00
Annar hvítasunnudagur 21. maí í Villingaholtskirkju kl. 11:00.