Biblíulestur

BiblíanBiblíulestur er ein af grunnstoðum trúarlífsins.

Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur hefur haldið utan um biblílestra í Selfosskirkju og er starfið hugsað fyrir allt Suðurland, eru öll þau sem áhuga hafa á því að lesa Biblíuna með öðrum sem og að dýpka skilning sinn velkomin sama hvaða sókn þau tilheyra.

Fjóra þriðjudaga í marsmánuði 2017 verður blaðað í Biblíunni í Selfosskirkju.
Axel Á Njarðvík héraðsprestur leiðir samtal um Fake News og Good News (sem svo oft ber á góma), eða skröksögur og sannar sögur, fjórum lykilspurninginum svarað af Lúkasi guðspjallamanni.

Farið verður í afar ráhugaverða þætti Biblíunnar, um eðli textans, sögu hans og notkun. Í fjögur skipti koma þátttakendur sama að textum Biblíunnar til að lesa hann og hugleiða og fara síðan ríkari heim. Það hefst kl. 18:00 þriðjudaginn 7. mars og stendur yfir góða klukkustund.  Vinsamlega skráið ykkkur  með því að hringja skráningu í Axel  síma 856 1574. Þátttaka er ókeypis og verið velkomin.