Messufalla á gamlársdag 2022!!

Veðurviðvörun fyrir Suðurland á morgun, gamlársdag, er orðin appelsínugul og gildir fram eftir deginum. Vegna vondrar veðurspár og fyrirsjáanlegrar ófærðar er messan sem átti að vera kl. 17 í Selfosskirkju felld niður.

Við óskum öllum friðar og farsældar á komandi ári.

Messufall á jólanótt

Ég sneri við á leiðinni á Selfoss kl. 22:21 enda ekkert vit í að halda áfram niður Skeið eftir alla ófærðina sem runnið var í gegnum . Vindur fór vaxndi þær 20 mín sem eknar voru gegnum og snjór mikill. Var þó á jeppanum. Megi jólanóttin færa ykkur frið og fegurð í hjarta. Kveðja Axel prestur

Hátíðarguðsþjónustur í Árborgarprestakalli    Verið velkomin til kirkju á helgum jólum 2022

Aðfangadagur 24. desember 

Selfosskirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Stokkseyrarkirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Eyrarbakkakirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30
Selfosskirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30     

Jóladagur 25. desember 

Hraungerðiskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Laugardælakirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00 
Gaulverjabæjarkirka – Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:00   

Annar dagur jóla 26. desember 

Villingaholtskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Ljósheimar – Helgistund kl. 13
Móberg – Helgistund kl. 14  

Gamlársdagur 31. desember 

Selfosskirkja – Guðsþjónusta kl. 17:00   

Guð gefi öllum gleðilegra og friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár.

Appelsínugulur fáni við kirkjuna

Sumir hafa velt vöngum yfir appelsínugula fánanum sem blaktir við hún á fánastöng kirkjunnar.


Soroptimistasamband Evrópu hefur síðan 2009 hvatt borgir til að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit. Með því móti er vakin athygli á ofbeldi gegn konum.

– 35 prósent allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum allt að 7 af hverjum 10 konum.
– Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað.
– Allt að 50 prósent alls kynferðisofbeldis á sér stað gagnvart stúlkum undir 16 ára aldri.
– 250 milljónir kvenna í dag voru giftar áður en þær urðu 15 ára.
– 200 milljónir kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.

Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem
hefur áhrif á milljónir kvenna og enn fleiri milljónir barna.
Selfosskirkja tekur þátt í átakinu með því að flagga appelsínugulum fána
frá 25. nóvember til 10. desembers 2022.