Samtal um sorg í Selfosskirkju

Eftir páska verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju.  Um er að ræða 4 samverur sem hefjast á stuttu erindi en síðan er boðið um á samtal.  Samtalinu stýra prestar kirkjunnar þær Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.

Komið er saman á baðstofuloftinu í Selfosskirkju fimmtudagskvöldin 5., 12. og 26.apríl og svo miðvikudaginn 2.maí.  Samtalið hefst kl. 20 og stendur í um klukkustund.

Skráning fer fram hjá prestunum á netfangið gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 8654444 eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða í síma 8491321.

Helgihald í Dymbilviku og um páska

Skírdagur 29. mars:
Fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11:00.

Prestur Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.  Organisti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn og raddir úr Unglingakórnum syngja.
Messa í Laugardælakirkju kl. 13:30.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organisiti Ingi Heiðmar Jónsson, almennur safnaðarsöngur.
Helgistund með altarisgöngu kl. 20:00.
Helgistund með kórsöng og altarisgöngu og borðsamfélagi að stundinni lokinni.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir, Kirkjukórinn syngur, organisit Edit A. Molnár.

Föstudagurinn langi, 30. mars.
Lestur Passíusálma kl. 13:00.
Passíusálmar lesnir frá kl. 13:00-16:00.  Fulltrúar ýmissa félagasamtaka á Selfossi lesa Passíusálma.  Frískir Flóamenn koma að lestrinum og halda svo í föstuhlaup, áhugasamir hlauparar hvattir til að koma og taka þátt í hlaupinu.  Kaffispopi í Safnaðarheimlinu meðan á lestrinum stendur og hægt að koma og fara að vild.

Páskadagur 1. apríl
Hátíðarmessa kl. 08:00.
Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Morgunkaffi á eftir í boði sóknarnefndar.
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00.
Pestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur.

Annar páskadagur 2. apríl.
Hátíðarmessa kl. 11:00 í Villingaholtskirkju.
Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukórinn syngur.

Fermingarmessa á pálmasunnudag

Fyrsta ferming vorsins er á pálmasunnudag kl. 11:00.  Það er mikil tilhlökkun og eftirvænting í loftinu.  Prestar í fermingarmessunni eru Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir.  Organisiti Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur ásamt röddum úr Unglingakórnum.
Þegar það eru fermingarmessur er engin súpa í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskólinn verður þennan sunnudag í Sundhöll Selfoss kl. 11:00 í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur ásamt leiðtogum.

Helgihald í Selfosskirkju 11. mars

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir.

Batamessa kl. 17:00.
Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju næstkomandi sunnudag, þann 11. mars kl.17:00.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir mun þjóna, við fáum að heyra vitnisburð og kirkjugestum boðið að taka þátt í trúariðkun. Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu, þar gefst tækifæri á að spjalla og eiga samfélag. Hér á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag, það er alltaf gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni. Allir velkomnir

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Selfosskirkju

Fyrsti sunnudagur í mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.  Þann dag verða tvær messu í Selfosskirkju helgaðar unga fólkinu.  Kl. 11 verður fjölskyldumessa með þátttöku barna og unglinga úr æskulýðsstarfi kirkjunnar.  Söngur, gleði og gaman!  Umsjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr og sr. Ninna Sif.  Allir velkomnir, súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.  Kl. 12.30 hefst svo aðalsafnaðarfundur í safnaðarheimilinu.

Kl. 20 verður  Star Wars messa.  Þar leika nemendur Tónlistarskóla Árnesinga tónlist úr Star Wars kvikmyndunum á ýmis hljóðfæri og fjallað verður um stef og persónur í kvikmyndunum frá sjónarhóli trúarinnar.