Morgunbænir hefjast á ný 16.janúar 2018

Nú strax eftir áramót fær safnaðarheimili kirkjunnar andlitslyftingu þar sem það verður málað og parketið pússað.  Þess vegna falla morgunbænir í kirkjunni niður á meðan og þær hefjast á ný þriðjudaginn 16.janúar nk.  Þá falla hefðbundnir viðtalstímar presta einnig niður dagana 2.-5.janúar en prestarnir svara að sjálfsögðu í síma og allri þjónustu er sinnt.

Aðventuheimsóknir leik – og grunnskóla á Selfossi

Selfosskirkja hefur iðað af lífi alla morgna í desember.  Um 950 börn í leik – og grunnskólum á Selfossi hafa komið í aðventuheimsóknir ásamt starfsfólki skólanna og við starfsfólk kirkjunnar lögðum mikinn metnað í að taka vel á móti þessum góðu gestum.  Það var mikið stuð á okkur þegar sungum  hressileg lög saman, svo kveiktum við á aðventukransinum og rifjuðum þannig upp jólasöguna sem sögð er í kirkjunni um hver jól og sýndum leikrit þar sem umfjöllunarefnið var jólahald í gamla daga og í nútímanum og hvað það er sem gefur jólunum raunverulegt gildi.

Á myndinni hér að neðan sjást æskulýðsfulltrúi og prestar kirkjunnar í leikmynd og búningum leikritsins sem við sýndum börnunum.

Hjartans þakkir fyrir komuna!

Kær kveðja, starfsfólk Selfosskirkju.

Annar sunnudagur í aðventu í Selfossprestakalli

Sunnudaginn 10. desember verður nóg um að vera í Selfossprestakalli.
Messa verður í Selfosskirkju kl. 11:00 þar sem Barnakórinn kemur fram í Lúsíubúningum og syngja Lúsíusálm.
Kirkjukórinn syngur einnig aðventusálma. 
Organisti Edit A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir. 
Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð.

Aðventustund verður í Hraungerðiskirkju kl. 13:30.
Þar syngur Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna aðventu- og jólasálma.
Organisti Ingi Heiðmar Jónsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Hinir árlegu aðventutónleikar kirkjunnar verða kl. 16:00 og eru það þeir 40. í röðinni.
Fram koma kórar og tónlistarfólk úr héraði.  Aðgangseyrir er 3000 og rennur hann óskiptur til kaupa á nýjum flygli sem verður formlega afhentur á tónleikunum.

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Helgihald fyrsta sunnudags í aðventu í Selfossprestakalli verður með eftirfarandi hætti:

Í Selfosskirkju verður fjölskyldumessa kl. 11.  Unglingakór kirkjunnar syngur ásamt kirkjukór undir stjórn Edit Molnár.  Við heyrum jólasögu og kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum.  Að lokinni messu gefst kostur á að kaupa súpu og brauð í safnaðarheimilinu, og þar verður líka kökubasar unglingakórsins.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Í Villingaholtskirkju verður aðventukvöld kl.20.  Ræðumaður er Gunnlaug Hartmannsdóttir skólastjóri Flóaskóla.  Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Sunnudagurinn 26. nóvember

Sunnudaginn 26. nóvember verður sannarlega hægt að mæta í guðsþjónustu í prestakallinu.

Messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.  

Guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju kl. 13:30, Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Kvöldmessa í Selfosskirkju þar sér Regína Ósk Óskarsdóttir um tónlistina og aldrei að vita nema hún taki 1-2 jólalög.  Notaleg kvöldstund við kertaljós í rökkrinu.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Messa í Selfosskirkju sunnudag 19. nóvember kl. 11:00

„Guð í þinni hendi, hvíli ég í trú“ .. 

Messa í Selfosskirkju sunnudaginn 19. nóvember kl. 11:00

Organisti er Edit A. Molnár, Kirkjukórinn syngur og prestur er Jóhanna Magnúsdóttir.

Óttar Pétursson,  sem er nú í fermingarfræðslu í Selfosskirkju  spilar kafla úr fiðlukonsert eftir Vivaldi.


Sunnudagaskóli á sama tíma, umsjón hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir, gegn vægu gjaldi.

Verið öll hjartanlega velkomin!