Viðbrögð við áföllum

Í Árnessýslu er starfandi samráðshópur um viðbrögð við áföllum.  Í honum eru fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélaganna, lögreglunni, heilsugæslunni, kirkjunni og Rauða krossinum.  Hópurinn heldur reglulega samráðsfundi til að miðla upplýsinum og meta hvaða aðgerða gæti þurft að grípa til vegna aðstæðna eða stórra áfalla í samfélaginu.  Eitt af hlutverkum hópsins í Covid hefur m.a. verið að koma á framfæri hvar og hvernig fólk getur leitað eftir aðstoð hjá þeim stofnunum sem eiga fulltrúa í hópnum.

Nú í kjölfar þeirra jarðhræringa sem eiga sé stað á Reykjanesinu þykir okkur rétt að vekja athygli á eftirfarandi: 

Þegar náttúruhamfarir eiga sér stað eða þegar fjallað er um mögulegar náttúruhamfarir í fjölmiðlum er líklegt að það geti kallað fram minningar eða endurupplifun fólks af fyrri náttúruhamförum sem það hefur sjálft upplifað eða lent í.  Þetta getur eðlilega kallað fram kvíða og ótta hjá þeim sem upplifað hafa slík áföll.  Mikilvægt er að vera vakandi fyrir þeim tilfinnum sem upp kunna að koma við umfjöllunina eða við það að finna jarðskjálfta.  Það getur komið á óvart að þessar tilfinningar vakni þó jafnvel séu liðin ár eða áratugir frá fyrri reynslu.  Slíkt er mjög eðlilegt og þegar fólk upplifir þetta eða finnur fyrir tilfinningum sem vekja ótta eða kvíða við þessar aðstæður er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Ræða við aðra sem hafa sömu reynslu.  Það hjálpar við áföll sem verða við náttúruhamfarir að upplifunin er sameiginleg fleirum og fleiri geta sameinast í reynslu sinni og deilt henni.  Það er léttir að tala um það við aðra hvað viðkomandi er að upplifa og finna samhljóm og stuðning í reynslu annarra.

Láta nánustu fjölskyldu vita af þeim kvíða og ótta sem gerir vart við sig.  Oft léttir það strax á kvíða að láta vita af honum, fá sína nærfjölskyldu og vini til að hafa oftar samband þó ekki sé nema með stuttu innliti eða símtali.

Hafa samband við fagaðila.  Hjá stofnunum þeim sem eiga fulltrúa í þeim samráðshóp sem þetta ritar eru fagaðilar sem getur verið gott að panta tíma hjá eða ná símtali við til að létta á og ræða þann kvíða eða ótta sem vaknað hefur.

Hlúa vel að okkur.  Ef tilfinningar ótta og kvíða vera fyrirferðameiri en áður í þessum aðstæðum þarf janvel að hugsa enn betur um það að ná að sofa, fara út og hreyfa sig ef hægt er og forðast mat og drykki sem hafa örvandi áhrif eins og áfengi.

Eiga samtal við börnin.  Það er misjafnt hversu mikið börn upplifa ótta við þessar aðstæður, það er jafn eðlilegt fyrir þau að hugsa ekkert um þetta, verða spennt fyrir þessu eða finna mikinn ótta eða kvíða.  Þessi ótti eða kvíði getur helst komið upp ef einhverjir nákomnir eru að fara eitthvað í burtu eða eru ekki á staðnum eða þegar þau eru að fara að sofa.  Þá er mikilvægt að ræða þessar tilfinngar við þau, segja að þær séu eðlilegar.  Tryggja það svo að þau finna öryggi og láta vita að það sé ekkert að óttast og þau þurfi ekki að vera hrædd.  Sömuleiðis þarf að tryggja það að þau hafi réttar upplýsingar um það sem er að gerast.  Þau geta verið að fá rangar upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla eða annars staðar.

Hér eru símanúmer hjá þeim stofnunum sem eiga fulltrúa í hópnum:

Fjölskyldusvið Árborgar:  Þjónustuborð tekur við beiðni um samtal við ráðgjafa í síma 480 1900


Velferðarþjónusta Árnesþings:  
Tekið er við óskum um samtal við ráðgjafa í eftirfarandi númerum:
Hveragerði: 483 4000
Uppsveitir og Flói: 480 1180
Ölfus:  480 3800

Heilsugæslan: 432 2000

Kirkjan: samtal við presta sem sinna sálgæslu
Guðbjörg Arnardóttir 865 4444, Gunnar Jóhannesson 892 9115, Arnaldur Bárðarson 766 8344 í Árborgarprestakalli, Axel Árnason Njarðvík hérðasprestur 898 2935, Ninna Sif Svavarsdóttir  Hveragerðisprestakall 849 1321, Sigríður Munda Jónsdóttir Þorlákshafnarprestakall 894 1507
Óskar H. Óskarsson Hrunaprestakall 856 1572, Egill Hallgrímsson Skálholtsprestakall 894 6009.

Rauði krossinn: 1717 (opið allan sólarhringinn)
Upplýsingar um þjónustu Rauða krossins í Árnessýslu: 892 1743
Heimsóknavinur, símavinur eða gönguvinur Rauða krossins: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/

Lögreglan: 112

Tilkynningar til barnaverndar: 112 

Helgihald hefst á ný

Nú er okkur heimilt að hefja á ný helgihald í kirkjunni og verður guðsþjónusta í Selfosskirkju nk. sunnudag kl. 11:00. Guðsþjónustan er öllum opin og munu væntanleg fermingarbörn setja svip sinn á mætinguna en þau hafa verið sérstaklega boðuð enda ekki komist í neina messu síðan í október á síðasta ári. Edit A. Molnar organisti mun spila og raddir úr Kirkjukór Selfosskirkju leiða sönginn. Það verður sannarlega gott að hittast aftur og eiga samfélag í kirkjunni.
Að sjálfsögðu verður allra sóttvarna gætt, spritt er aðgengilegt, 2m metra fjarlægð tryggð og grímuskylda.

Það er okkur líka mikið gleðiefni að getað byrjað aftur með sunnudagaskólann sem verður ekki nk. sunnudag heldur sunnudaginn 21. febrúar.

Morgunbænirnar byrja sömuleiðis aftur nk. þriðjudag 16. febrúar kl. 9:15. Þetta er stuttar stundir byggðar upp með bæn, kyrrð og góðu samfélagi. Morgunbænir eru þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9:15

Barna- og unglingastarfið

Barna og unglingastarf selfosskirkju er komið á fullt með nýjum æskulýðsfulltrúa.
Sjöfn Þórarinsdóttir, tómstundafræðingur, tók við af Jóhönnu Ýr sem æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju núna í janúar. Sjöfn hefur komið víða við í barnastarfi og var sjálf viðriðin æskulýðsstarf kirkjunnar á sínum unglingsárum. 

Sunnudagaskólinn
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu er sunnudagaskólinn ekki starfandi sem stendur. Við hlökkum til þess tíma sem við getu tekið á móti ykkur í sunnudagaskólanum aftur.

6-9 ára starfið
6-9 ára starfið er alltaf á miðvikudögum frá kl. 13:30 til 14:30. Starfið einkennist af leikjum, söngvum og skemmtun, en inn í það fléttist fræðsla um kristin gildi og náungakærleik.
Allir krakkar í 1. – 4. bekk grunnskóla eru velkomnir.Athugið að frístundaakstur Árborgar stoppar við kirkjuna kl. 13:30, og svo aftur klukkan 14:30.
Skráning og frekari upplýsingar um 6-9 ára er að finna hér: 6-9 ára starf Selfosskirkju 

TTT starfið
TTT starfið er alla miðvikudaga frá 16:00-17:00. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára og er fyrir krakka í 5. – 7. bekk grunnskóla. Í TTT er margt skemmtilegt brallað, leikir, söngvar og skemmtun einkenna starfið. Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Skráning og frekari upplýsingar um TTT er að finna hér: TTT starf Selfosskirkju

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir
Æskulýðsfélagið er með fundi á þriðjudagskvöldum á milli klukkan 19:30 og 21:30. Starfið er fyrir krakka í elstu bekkjum grunnskóla. Fundir æskulýðsfélagsins einkennast af fjöri og skemmtun. Allir krakkar í 8. – 10. bekk grunnskóla eru velkomnir á fund og ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega.

Gleðilegt ár

Við í Selfosskirkju óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum samfylgd og samveru á liðnu ári.
Enn eru fjöldatakmarkanir og sóttvarnir með þeim hætti að ekki er unnt að bjóða upp á opið helgihald en á Facbook og Instagram síðum Selfosskirkju eru settar inn myndir, myndbönd og hugleiðingar.
Barna- og Unglinakórinn byrjuðu í vikunni að æfa á nýju ári.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir lét af störfum við áramót og þökkum við henni innilega fyrir störf sín hjá Selfosskirkju sl. ár.
Sjöfn Þórarinsdóttir var ráðinn til starfa sem nýr æskulýðsfulltrúi, við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.
Mun það barna- og unglingastarf sem heimilt er að halda úti hefjast undir hennar stjórn frá og með 18. janúar.
Meg Guðs blessun fylgja okkur inn í nýtt ár 2021.