Messa sunnudaginn 8. september og samverustund 10. september

Messa verður sunnudaginn 8. september kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Barn borið til skírnar og sunnudagaskóli / fjölskyldusamvera verður á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Samverustund verður þriðjudaginn 10. september í Selfosskirkju kl. 20:00 á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna.  Karítas Harpa Davíðsdóttir sér um tónlistina, fulltrúi frá Píeta kynnir samtökin, aðstandandi talar um eigin reynslu, bænastund og kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.  Prestar Selfoss-, Eyrarbakka-, og Hveragerðiskirkjuprestakalla annast stundina.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir. 

Æskulýðsstarf haustið 2019

Barna og unglingastarf Selfosskirkju er ýmist hafið eða að hefjast á næstu dögum.

Fjölskyldusamverur á sunnudögum hófust 1. sept.

Æskulýðsfundir á þriðjudögum eru farnir af stað.

TTT 10 -12 ára hefst miðvikudaginn 4. sept. kl. 16:00

Foreldramorgnar hófust 28. ágúst.

6 – 9 ára hefst í lok september og verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Kynning á æskulýðsstarfi Selfosskirkju verður í Frístundamessu Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla 6. og 7. september.

Fyrsta fjölskyldumessa vetrarins verður 15. september.

Nánari upplýsingar um æskulýðsstarfið gefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju aesko@selfosskirkja.is

Messa í Selfosskirkju og göngumessa í Hellisskógi

Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 28. júlí kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Elísa Elíasdóttir.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Katrín Birna Sigurðardóttir nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga spilar á Selló í athöfninni.

Um kvöldið kl. 20:00 verður göngumessa í Hellisskógi, byrjað verður við bílastæðin, gengið um og stoppað með ritningarlestri, prédikun og bæn.