Fermingarstörfin að hefjast

Fermingarstörfin hefjast með fræðslunámskeiði mánudaginn 18. ágúst kl. 9 í Selfosskirkju.  Fræðsluefnið er bókin Con Dios sem börnin þurfa að hafa með sér á námskeiðið.  Bókin fæst í Sunnlenska bókakaffinu og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31 í Reykjavík.  Námskeiðið stendur í fimm daga en því lýkur föstudaginn 22. ágúst.

Fermingarfræðslunámskeið verður 18.-22. ágúst

Fermingarfræðslunámskeið fyrir þau fermingarbörn sem fermast vorið 2015 verður haldið í Selfosskirkju dagana 18.-22. ágúst nk.  Mæting er kl. 9 á hverjum morgni og gert er ráð fyrir að vera til kl. 12:30 eða 13.  Um er að ræða margþætta fræðslu í umsjón prestanna, auk þess sem gestafyrirlesari kemur í heimsókn, farið verður í leiki og leiðsögn gefin í leikrænni tjáningu.  Á fræðslunámskeiðinu er byggt á bókinni Con Dios sem öll börn þurfa að hafa meðferðis á námskeiðið.  Boðið verður upp á létta morgunhressingu um kl. 10:30 á hverjum morgni.

Tvær messur á trinitatis í prestakallinu

Sunnudaginn 15. júní, sem er trinitatis skv. kirkjuárinu, verða tvær messur í Selfossprestakalli.  Sú fyrri kl. 11 í Selfosskirkju.  Prestur sr. Óskar og organisti Glúmur Gylfason.  Almennur safnaðarsöngur.  Súpa og brauð á eftir.  Hin síðari verður svo í Laugardælakirkju kl. 13.  Prestur sr. Óskar og organisti Ingi Heiðmar Jónsson.  Almennur safnaðarsöngur.  Allir velkomnir!

Vortónleikar tveggja kirkjukóra

Vortónleikar Kirkjukórs Selfoss 2014

Kirkjukór Selfoss og Kór Þorlákskirkju héldu saman vortónleika 22. maí í Selfosskirkju.  Efnisskráin var fjölbreytt og sungu kórarnir saman og hvor í sínu lagi.  Kirkjukór Selfoss flutti m.a. efni sem sungið verður í Finnlandsferð kórsins sem framundan er í byrjun júní.  Þann 21. maí héldu kórarnir tónleika í Þorlákskirkju.  Stjórnandi beggja kóranna er Jörg Sondermann.