Messuhald á nýju ári

Sunnudaginn 7. janúar verður Sunnudagaskóli kl 11, með Sjöfn og leiðogunum.

Einnig verður messa kl 11. Kirkjukórinn leiðir sönginn við undirleik Elísu Elíasdóttur. Séra Ása Björk þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir messuna verður boðið upp á dýrindis súpu og brauð í safnaðarheimilinu á 1500 krónur (reiðufé). Öll eru innilega velkomin!

  Almennt safnaðarstarf hefst 9. janúar; morgunbænir, kóra- og barnastarf.

Yfirlit yfir helgihald í Árborgarprestakalli yfir jól og áramót

Selfosskirkja
Hátíðarstund barna í Selfosskirkju Þorláksmessu 23. desember kl. 11:00; fyrir börn og fullorðna, ungmenni, afa og ömmur.  Umsjón Sjöfn og sr. Gunnar og Rebbi refur kíkir í heimsókn.  Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna.

Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir

Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30.  Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Aftansöngur á gamlársdag 31. desember kl. 17:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Ararndóttir.

Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag 24. desember kl. 18:00.  Kirkjukórinn syngur organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Gunnar Jóhannesson.  

Eyrarbakkakirkja
Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. desember kl. 23:30, Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Villingholtskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Laugardælakirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 13:00, almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

Gaulverjabæjarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. desember kl. 15:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Dagur Fannar Magnússon héraðsprestur.

Hraungerðiskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á öðrum degi jóla 26. desember kl. 11:00, Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Gunnar Jóhannesson.

2. sunnudagur í aðventu í Selfosskirkju og Eyrarbakkakirkju

Það er nóg framundan á öðrum sunnudegi í aðventu í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður stutt helgistund í kirkjunni kl. 11:00, strengjakvartett frá Tónlistarskóla Árnesinga spilar, síðan förum við yfir í safnaðarheimilið og þar verður dansað í kringum jólatréð og við fáum góða gesti í heimsókn.

Kl. 18:00 verður aðventukvöld Selfosskirkju. Þar syngja Kirkjukór Selfosskirkju og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju, einsöng syngur Guðbjörg Bjarnar Guðjónsdóttir. Ása Ninna Pétursdóttir fjölmiðlakona flytur hugvekju.

Í Eyrarbakkakirkju verður aðventusamkoma kl. 14:00. Þar syngur Kirkjukórinn, organisti er Pétur Nói Stefánsson.

1. sunnudagur í aðventu, 3. desember

Nú erum við tilbúin að ganga saman inn í aðventuna í Selfosskirkju. Messa klukkan 11 og sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni með okkur. Við kveikjum einu kerti á og börn eru hvött til að koma með jólaskraut til að setja á tréð okkar, sem einungis verður með ljósum á!

Ester of kirkjukórinn leiða sönginn og séra Ása Björk þjónar fyrir altari. Hlökkum til að sjá þig <3