Messa verður sunnudaginn 22. október kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón, Sjöfn, Dóra og Katrín.
Velkomin til kirkjunnar okkar
Messa verður sunnudaginn 22. október kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11:00, umsjón, Sjöfn, Dóra og Katrín.
Velkomin til kirkjunnar okkar
Sjáumst hress í næstu viku!
Sunnudagaskóli klukkan 11 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna. Öll eru innilega velkomin!
Bleik kvöldmessa verður í Selfosskirkju klukkan 20. Sérstakur gestur er Bryndís Guðmundsdóttir sem leiðir okkur á sinn jákvæða máta í gegnum það að greinast og vinna í gegnum krabbamein og einnig um það starf sem fram fer á vettvangi bleiku slaufunnar. Séra Ása Björk þjónar. Ester og kirkjukórinn leiða sönginn. Öll eru velkomin og ekki skemmir fyrir ef þið eigið eitthvað bleikt til að klæðast eða hafa með <3
.
Vegna veikinda starfsfólks falla morgunbænir niður miðvikudaginn 11. október og fimmtudaginn 12. október.
Sömuleiðis falla foreldramorgnar niður miðvikudaginn 11. október.
Nú í október fer að stað fræðsla og samtal um sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju. Það gerir mörgum gott sem gengið hafa í gegnum sorg eða önnur áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum. Við byrjum samverurnar á opnum fyrirlestri sem verður í Safnaðarheimili Selfosskirkju miðvikudaginn 18. október kl. 20:00. Til okkar kemur Jóhanna María Eyjólfsdóttir sem er fagstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni. Viku síðar förum við af stað með samtalshópa og í hópnum gefst þátttakendum færi á að ræða í einlægni og trúnaði um líðan sína, deila reynslu sinni og hlusta á aðra.
Umsjón með hópunum hefur Guðbjörg Arnardóttir, hægt að fá nánari upplýsingar í gegnum gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is . Dagsetningar fyrir samtalshópana eru: 25. október kl. 18:00, 2. nóvember kl. 18:00 (ath fimmtudagur), 8. nóvember kl. 18:00, 15. nóvember kl. 18:00 og 22. nóvember kl. 18:00.
Fyrirlesturinn og samtalið er öllum opinn óháð búsetu og styrkt af Hérðassjóði Suðurprófastdæmis
Fjölskylduguðsþjónusta verður í Selfosskirkju sunnudaginn 1. október kl. 11:00.
Dúkku- og bangsablessun, krakkar hvött til að koma með dúkkuna sína eða bangsann.
Barna- og Unglingakórinn syngur og leiðir söng. Hefðbundinn sunnudagaskóli fellur niður.
Eftir athöfnina verður boðið upp á hressingu og útifata-skiptimarkaður verður í Safnaðarheimilinu milli kl. 12-14.
Messa með altarisgöngu þar sem sköpunarþemað verður gegnumgangandi, klukkan 11.
Ester organisti og kór kirkjunnar leiða okkur í söngnum, en Guðmundur meðhjálpari og séra Ása Björk leiða messuna. Íris kirkjuvörður verður á staðnum og býður uppá kaffisopa eftir messuna. Fermingarbörn og fjölskyldur sérstaklega hvött til að ganga til altaris. Öll eru hjartanlega velkomin!
Á morgun fimmtudag kl. 20:00 er annar kynningarfundur á 12 spora starfinu sem boðið verður upp á í Selfosskirkju í vetur. Fundurinn er á safnaðarloftinu þar sem safnaðarheimilið er upptekið vegna kóræfingar.Endilega kynnið ykkur gefandi og nærandi starf 12 sporanna.
Stjörnukór Selfosskirkju er stutt kórnámskeið fyrir börn fædd 2017.
Eftir messu sunnudaginn 1. október verður útifata-skiptimarkaður í safnaðarheimili kirkjunnar. Markaðurinn er ætlaður útifötum í barnastærðum. Hver sem er getur komið með útiföt sem ekki nýtast á heimilinu og tekið með sér eitthvað nytsamlegt.
Umhverfisvænt, hagkvæmt og gott fyrir samfélagið.