Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 30. mars kl. 11:00. Sólveig Lára Guðmundsdóttir héraðsprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur og organisti verður Pétur Nói Stefánsson.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00.

Sunnudagurinn 16. mars er annar sunnudagur í föstu. Þá verður Messa klukkan 11:00. Unglingakórinn syngur okkur inn, Edit leikur á orgelið og kirkjukórinn leiðir sönginn. Séra Ása Björk þjónar.
Kökubasar Unglingakórsins verður eftir messuna.
Sunnudagaskólinn verður klukkan 11:00 í umsjá Sjafnar og leiðtoganna.
Öll eru innilega velkomin!
Þetta er frábært tækifæri fyrir yngstu söngvarana til að kynnast kórstarfi kirkjunnar.
Á þessu námskeiði er grunnurinn að framtíðar kórstarfi lagður í bland við leiki og skemmtun af ýmsu tagi. Krakkarnir fá líka tækifæri til að kynnast kirkjunni okkar á skemmtilegan máta.
Þátttaka er ókeypis og skráning fer fram hjá Edit organista kirkjunnar, edit@simnet.is.
Miðvikudaginn 5. mars falla morgubænir kl. 10:00 niður í kirkjunni.