Samtal um sorg í Selfosskirkju

Eftir páska verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju.  Um er að ræða 4 samverur sem hefjast á stuttu erindi en síðan er boðið um á samtal.  Samtalinu stýra prestar kirkjunnar þær Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.

Komið er saman á baðstofuloftinu í Selfosskirkju fimmtudagskvöldin 5., 12. og 26.apríl og svo miðvikudaginn 2.maí.  Samtalið hefst kl. 20 og stendur í um klukkustund.

Skráning fer fram hjá prestunum á netfangið gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 8654444 eða ninna.sif.svavarsdottir@kirkjan.is eða í síma 8491321.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *