Tilraunamessa!

Messa með nýja forminu ásamt altarisgöngu klukkan 11 sunnudaginn 2. febrúar.

Við erum búin að sitja yfir tillögum að nýju messuformi, sem miðar að því að sleppa þéringum og gera messuna aðgengilegri okkur sem byggjum Ísland í dag. Nú er loksins komið að tilraunamessunni og rúsínan í pylsuendanum er að við munum ræða saman eftir messuna yfir kaffibolla eða vatnssopa, til þess að sjá hvað mætti betur fara og hvað okkur líkar sérlega vel við! Prestur er Ása Björk, organisti er Adit Molnár og kirkjukórinn leiðir sönginn. Þú ert velkomin/n og allt þitt fólk.

Sunnudagaskóli klukkan 11 í safnaðarheimilinu. Umsjón hafa Sjöfn og leiðtogarnir. Öll eru innilega velkomin!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *