Á skírdag 17. apríl verður fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11:00. 25 börn verða fermd svo það er eftirvænting í loftinu enda hátíðleg og fallega stund í lífi þeirra.
Í Laugardælakirkju verður messa kl. 14:00. Organisti Guðmundur Eiríksson, almennur safnaðarsöngur og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Í Eyrarbakkakirkju verður messa kl. 20:00. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Guðný Alma Haraldsdóttir og prestur Ása Björk Ólafsdóttir.

