Kvöldmessan okkar hefst klukkan 20:00. Mæðgurnar Eyrún Huld Ingvarsdóttir og Magnea Gunnarsdóttir leika í messunni á fiðlu og flygil. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Séra Ása Björk Ólafsdóttir þjónar, prédikar og býður uppá smurningu að fornum sið. Öll eru innilega velkomin!
