Barnastarf

Í kirkjunni er hefðbundið barnastarf fyrir krakka á öllum aldri.

Núna í ár ætlum við að breyta til og hefja starfsveturinn á leikjanámskeiði í kirkjunni. Leikjanámskeiðin eru fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára (1. – 4. bekkur) og 10-12 ára (5. – 7. bekkur).
Í námskeiðunum verður farið í marga skemmtilega leiki, sungið, sprellað og haft gaman. Við leggjum áherslu á að mæta krökkunum, þeirra áhugasviði og leyfa þeim að njóta sín.

Eftirfarandi námskeið eru í boði:
6-9 ára – 9.-13. ágúst, frá 9:00-12:00
6-9 ára – 16.-20. ágúst, frá 9:00-12:00
10-12 ára – 9.-13. ágúst, frá 13:00-16:00
10-12 ára – 16.-20. ágúst, frá 13:00-16:00

Þátttökugjald er 2000 kr.
Krakkarnir þurfa að koma klæddir eftir veðri ef við skyldum fara út að leika. Eins þurfa þeir að koma með létt nesti með sér.

Umsjón með námskeiðunum hefur Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar.

 

Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn er haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju á sunnudögum. Í sunnudagaskólanum er sungið, sprellað og haft gaman. Allir eru velkomnir!

6-9 ára starfið
Í 6-9 ára starfinu tökum við á móti hressum krökkum í 1. – 4. bekk grunnskóla. Í starfinu er lögð áhersla á leiki og skemmtun, í bland við Biblíufræðslu.

Börnin geta nýtt frístundaakstur Árborgar en vagninn stoppar beint fyrir utan kirkjuna. Við erum einnig í samstarfi við frístundaheimilin Bifröst og Hóla sem senda þau börn sem eru skráð til okkar með frístundavagninum.

Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hér: 6-9 ára starf Selfosskirkju 

TTT – starfið
Í TTT tökum við á móti fjörugum krökkum í 5. – 7. Bekk grunnskóla. TTT vísar nefnilega í tíu til tólf ára starf kirkjunnar. Í TTT förum við í allskonar skemmtilega leiki sem ýta undir sjálfstraust og félagsfærni krakkanna. Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs undir yfirskriftinni; Trú, von og kærleikur.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér: TTT starf Selfosskirkju

Æskulýðsfélag Selfosskirkju
Æskulýðsfélag Selfosskirkju, sem í daglegu tali er bara kallað Æskó, er fyrir krakka í 8. – 10. Bekk grunnskóla. Í Æskó tökum við á móti kröftugum hóp af krökkum. Við förum í leiki sem reyna á félagsfærni og samskipti. Í starfinu er komið inn á það hvernig nýta megi boðskap biblíunnar í amstri dagsins. Einnig er reglulega farið á æskulýðsmót þar sem við hittum fyrir krakkar úr öðrum æskulýðsfélögum. 

Allir krakkar á aldrinum 13. – 16. Ára eru velkomnir, og það þarf ekki að skrá sig sérstaklega til að mæta. 

 

Markmið okkar í öllu barnastarfi er að börnin fái að njóta sín innan veggja kirkjunnar. Þess vegna er skemmtun og gleði í fyrirrúmi í öllu barnastarfinu. 

Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er í höndum Sjafnar Þórarinsdóttur tómstundafræðings. Hún hefur komið víða við á ferli sínum og unnið með börnum á öllum aldri með góðum árangri. Sjálf var hún þátttakandi og leiðtogi í barnastarfi kirkjunnar á sínum yngri árum og hefur því sterka tenginu við starfið. 

download