Vinavoðir

Vinavoðir er hópur sem hittist á þriðjudögum frá 10:30-13 á baðstofuloftinu í Selfosskirkju og prjónar eða heklar sjöl.  Sjölunum er pakkað inn ásamt bænaversi og verður síðan afhent einhverjum úr söfnuðinum með vinakveðju.

Svipað starf er unnið í Lindakirkju og hafa okkar konur sótt aðstoð við að koma þessu af stað þangað.

Það er óskandi að hópurinn geti gefið af sér bæði vináttu meðal þeirra sem voðirnar vinna og eins þeirra sem gefnar verða voðirnar.

Við þiggjum gjarnan garn ef einhver vill losa sig við afganga eða færa hópnum.