6-9 ára starf

Selfosskirkja býður öllum börnum í 1. – 4 . bekk velkomin í 6-9 ára starf kirkjunnar.

Í 6-9 ára starfinu er margt skemmtilegt brallað. Við föndrum, förum marga skemmtilega í leiki, syngjum saman og skoðum kirkjuna í krók og kima.

Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs undir yfirskriftinni; Trú, von og kærleikur.

6-9 ára er á hverjum miðvikudegi á milli 13:30 og 14:30.
Börnin geta nýtt frístundaakstur Árborgar en vagninn stoppar beint fyrir utan kirkjuna. Við erum einnig í samstarfi við frístundaheimilin Bifröst og Hóla sem senda þau börn sem eru skráð til okkar með frístundavagninum.

Starfið er börnunum að kostnaðarlausu en þau þurfa að vera skráð.

Hér fyrir neðan er hægt að skrá börnin í 6-9 ára starfið. Þátttaka er ekki bundin við ákveðið upphaf eða endi og öllum börnum er velkomið að byrja hvenær sem er.

Skráning í 6-9 ára starfið.

Sjöfn æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju heldur utanum starfið.
Netfangið hennar er sjofn@selfosskirkja.is.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *