Tilkynningar til kórfélaga

Þessi fréttatilkynning mun koma í næstu dagskrá.

 

Kirkjukór Selfosskirkju fagnar sjötíu ára afmæli þann 19. mars næstkomandi. Af því tilefni heldur kórinn hátíðartónleika í Selfosskirkju þann dag klukkan fjögur. Á tónleikunum verða meðal annars sungin verk sem kórinn flutti á sínum fyrstu tónleikum í Selfossbíó 22. mars 1946. Margir góðir gestir munu koma fram með kórnum á tónleikunum. Má þar nefna Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandar-, Þorlákshafnar-, Hraungerðis- og Villingaholtskirkju, auk þess sem Halla Dröfn Jónsdóttir syngur einsöng. Á milli söngatriða verða flutt stutt erindi og ágrip af sögu kórsins. Stjórnandi Kirkjukórs Selfosskirkju er Edit Anna Molnár og undirleikari á tónleikunum er Miklós Dalmay. Allir eru velkomnir á tónleikana og sérstaklega væri ánægjulegt að sjá sem flesta af fyrrum félögum kirkjukórsins. Aðgangur er ókeypis.
Hátíðarónleikar kirkjukórs Selfosskirkju er liður í afmælisviku Selfosskirkju. Auk sjötíu ára afmælis kórsins eru sextíu ár frá vígslu Selfosskirkju og fimmtíu ár frá stofnun Kvenfélags Selfosskirkju. Þessara tímamóta verður minnst með mikilli afmælisviku í kirkjunni frá 13. – 20. mars, þar sem fjölbreyttir viðburðir verða alla dagana. Dagskrá afmælisvikunnar verður kynnt síða

r.12744613_1744248139140726_3800753570091510641_n

 

 

jsb 23 02 2016

 

 

Varðandi 20. febrúar:

Sæl og blessuð öll. Mæting í Hveragerðiskirkju klukkan 10 í fyrramálið.

Við í stjórninni sjáum um að útvega einhverja hressingu yfir daginn.

jsb 19.02.2016

 

 

Varðandi 20. febrúar:

Mæting í Hveragerðiskirkju 10:00.  Æft verður til 16:00

Kórinn kaupir eitthvað með kaffinu.

 

Varðandi 18. febrúar:

Mæting 18:45 í kórbúningum fyrir myndatöku.