Sunnudagur 13. mars
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Selfosskirkju. Barna- og unglingakórar Selfosskirkju syngja, fram kemur einnig rythmiskur samspilshópur úr Tónlistarskóla Árnesinga, kennari þeirra er Vignir Ólafsson
Eftir messuna verður opnuð sýning á munum í eigu kirkjunnar og tengjast sögu hennar.
Kvöldmessa kl. 20:00. Um tónlistina sjá feðgar ættaðir frá Selfossi, það eru þeir Arngrímur Fannar Haraldsson og Haraldur Fannar Arngrímsson og verður þetta í fyrsta sinn sem þeir leika opinberlega saman.
Mánudagur 14. mars
Söguganga um kirkjugarðinn og kirkjuna. Leiðsögumenn eru Sigurjón Erlingsson og Valdimar Bragason. Mæting við kirkjuna kl. 17:00. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.
Þriðjudagur 15. mars
Skemmtikvöld Æskulýðsfélagsins, Kærleiksbjarnanna. Skemmtileg samvera þar sem fram koma: Hámenningin, Hrafnhildur Hanna handboltakona, Björgvin Karl Cross-Fit kappi og Sælan með Draumlandið o.fl. Nýbakaðar vöfflur og kakó í boði sem prestarnir sjá um að baka.
Samveran hefst kl. 19:30.
Miðvikudagur 16. mars
Samvera og málþing í Selfosskirkju um prestshjónin Sigurð Pálsson og Stefaníu Gissurardóttur kl. 20:00.
Framsögu hafa:
Páll Sigurðsson
Gunnlaugur A. Jónsson
Óli Þ. Guðbjartsson
Gissur Páll Gissurarson syngur.
Kaffisopi í safnaðarheimilinu í hléi.
Fimmtudagur 17. mars
Kvenfélag Selfosskirkju heldur upp á 50 ára afmæli sitt og býður öllum eldri borgurum í Árborg til kaffisamsætis í Hótel Selfoss. Þar koma fram Systurnar frá Byggðarhorni og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju. Samveran hefst kl. 14:00.
Föstudagur 18. mars
Föstuhádegi kl. 12:00 í Selfosskirkju. Einsöng syngur Halla Marinósdóttir. Fiskur í safnaðarheimilinu á eftir.
,,Þessi kór er alin upp við Ölfusá.“ Endurfundir fyrrum og núverandi félaga í Unglingakór Selfosskirkju. Endurfundirnir hefjast kl. 20:00 í Selfosskirkju þar sem fyrrum kórfélagar syngja. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.
Laugardagur 19. mars
Kirkjukórinn heldur upp á 70 ára afmæli sitt. Tónleikar í Selfosskirkju kl. 16:00. Með þeim koma einnig fram Kirkjukór Hveragerðiskirkju og Þorlákshafnar, Kirkjukór Villingaholts- og Hraungerðiskirkju og Unglingakór Selfosskirkju. Einsöngvari Halla Dröfn Jónsdóttir
Sunnudagur 20. mars
Hátíðarmessa kl. 14:00. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari á samt Halldóru J. Þorvarðardóttur prófasti. Kirkjukórinn og Unglinakórinn syngja, organisti Edit A. Molnár
Kirkjukaffi í Hótel Selfoss eftir messuna.