Vatnaskógur

Ferð í Vatnaskóg 

Farið verður í Vatnaskóg 3.-4. október og lagt af stað frá Selfosskirkju mánudaginn 3. október kl. 08:00 og komið tilbaka daginn eftir kl. 15:00.

Ferðin er ekki skylda en gaman væri ef þau komast sem flest.

Góðan daginn öll.
Eins og kunnugt er stendur til að halda í skemmti- og fræðsluferð í Vatnaskóg nú eftir helgi með fermingarbörnum Árborgarprestakalls.
Vatnaskógur er frábær staður sem hefur uppá margt að bjóða og er ferð þangað jafnan hápunktur fermingarfræðslunnar sem skilur eftir margar skemmtilegar minningar hjá krökkunum. Það er alls engin skylda að fara með en ferðin stendur til boða þeim krökkum sem skráð eru í fermingarfræðslu vetrarins og eru þau öll velkomin.
Farið verður með rútu frá Selfosskirkju kl. 8:00 að morgni 3. október og er heimkoma áætluð kl. 15 daginn eftir. Samkvæmt þessu þurfa foreldrar að sækja um tvo skólafrídaga fyrir sitt barn.
Sr. Gunnar og sr. Arnaldur fara með og í Vatnaskógi er starfsfólk sem hefur umsjón með krökkunum og annast gæslu.
Skráning í ferðina fer eingöngu fram á netfanginu vatnaskogur2023@gmail.comog er skráningarfrestur til laugardagsins 1. október kl. 18.
Setjið „skráning“ sem „efni“ tölvupóstsins. Skráningunni þarf að fylgja nafn fermingarbarns, nafn eins forráðamanns og símanúmer þar sem hægt er að ná í forráðamann sem og símanúmer hjá fermingarbarni. Þá óskum við eftir því að foreldrar/forráðamenn geti um það í skráningunni ef gæta þarf sérstaklega að líðan og heilsufari fermingarbarns, t.d. í tilfelli fæðuóþols, lyfja sem þarf að nota og þess háttar. Ef um alvarlegt ofnæmi er að ræða gæti verið hentugt að barnið komi með nesti og njóti á móti afsláttar af dvalargjaldi.
Þátttökugjald fyrir hvert barn er 10.200 kr. sem best er að leggja inn á reikning Selfosskirkju (152-26-2771 Kt. 560269-2269).
Vinsamlegast setjið þá nafn fermingarbarnsins sem skýringu á greiðslunni og sendið kvittun á vatnaskogur2023@gmail.comundir efninu „greiðsla“. Þau sem heldur vilja geta komið með pening og greitt fyrir ferðina við brottför. Ef einhver vill óska eftir öðru fyrirkomulagi á greiðslu ferðarinnar (t.d. skipta kostnaðinum á tvær greiðslur) má gjarnan hafa samband við sr. Gunnar.
Innifalið kostnaðinum er akstur fram og tilbaka, gisting og fæði. Raunkostnaður er umtalsvert hærri en hann er niðurgreiddur af Suðurprófastsdæmi og sóknum Árborgarprestakalls.

Meðferðis þarf að hafa;• Sængurföt eða svefnpoka, lak, kodda• Eitt sett af fötum til skiptanna• Inni- og útiskó• Skjólgóð útiföt, húfu, vettlinga, útibuxur• Íþróttaföt, snyrtidót og handklæði• Verðmæti eins og símar eða i-pad er alfarið á eigin ábyrgð og mælt eindregið með því að skilja eftir heima.• Muna eftir að merkja vel alla hluti• Nóg verður að borða og því algjör óþarfi að taka með neitt nesti eða peninga.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að geta þess á bréflega ef gæta þarf sérstaklega að líðan og heilsufari fermingarbarns, fæðuóþol lyf og þ.h.

Kynjaskipt er í skálana og eru nokkur saman í herbergi, þau hafa val um það með hverjum þau deila herbergi og reynt er að komast til móts við þau eins og hægt út frá því plássi sem er í herbergjunum. Endilega verið í sambandi ef það eru einhverjar spurningar.  Ef það eru einhverjir sem ekki teysta sér til að gista er velkomið að foreldrar sæki þau um kvöldið og komi þeim aftur um morguninn eða þau komi bara annan hvorn daginn.