Vatnaskógur

Ferð í Vatnaskóg 

Ferðin er ekki skylda en gaman væri ef þau komast sem flest.
Þau sem ekki ætla að fara þurfa að láta okkur vita síðasta lagi fimmtudaginn 1. október.
Foreldar þurfa að biðja um leyfi fyrir börnin í skólanum.
Við prestarnir í Selfosskirkju komum með þeim sömuleiðis presturinn í Eyrarbakkaprestakalli með sínum fermingarbörnum.  Í Vanskógi er starfsfólk sem hefur umsjón með fræðslunni og annast gæslu.

Lagt verður af stað í Vatnaskóg frá Selfosskirkju , gist verður í eina nótt og komið aftur á í kringum fjögurleytið.

Ferðin kostar amk. , styrkir hérðassjóður einnig ferðina.

Þau sem vilja geta komið með pening og borgað áður en við leggjum af stað.

Þau sem vilja geta lagt inn á reikning Selfosskirkju 152 26 2771 kt. 560269-2269.  Vinsamlegast setjið nafn fermingarbarnsins sem skýringu greiðslu og sendið kvittun í tölvupósti á gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða gunnar.johannesson@kirkjan.is

Ef einhverjir eiga erfitt með greiðsluna ekki hika við að hafa samband við okkur og sömuleiðis er hægt að óska eftir því að skipta greiðslunni í tvennt.

Meðferðis þarf að hafa;• Sængurföt eða svefnpoka, lak, kodda• Eitt sett af fötum til skiptanna• Inni- og útiskó• Skjólgóð útiföt, húfu, vettlinga, útibuxur• Íþróttaföt, snyrtidót og handklæði• Verðmæti eins og símar eða i-pad er alfarið á eigin ábyrgð og mælt eindregið með því að skilja eftir heima.• Muna eftir að merkja vel alla hluti• Nóg verður að borða og því algjör óþarfi að taka með neitt nesti eða peninga.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að geta þess á bréflega ef gæta þarf sérstaklega að líðan og heilsufari fermingarbarns, fæðuóþol lyf og þ.h.

Kynjaskipt er í skálana og sofa nokkrir eða nokkrar saman í herbergi, þau hafa að einhverju leyti val um það með hverjum þau deila herbergi en stjórna því alls ekki alfarið. Endilega verið í sambandi ef það eru einhverjar spurningar.  Ef það eru einhverjir sem ekki teysta sér til að gista er velkomið að foreldrar sæki þau um kvöldið og komi þeim aftur um morguninn eða þau komi bara annan hvorn daginn.