1 . Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25.feb. 2025. kl. 17.00
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll B. Ingimarsson, Örn Grétarsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadótir sem ritaði fundinn.
Dagskrá.
- Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn og bauð þær Elínborgu Gunnarsdóttur og Hafdísi Kristjánsdóttur velkomnar í sóknarnefnd.
- Verkaskipting stjórnar, röð varamanna.
Fundartíminn verður áfram kl. 17:00 fjórða þriðjudag í mánuði.
Formaður Björn Ingi Gíslason
Ritari Guðrún Tryggvadóttir
Gjaldkeri Guðmundur Búason
- Varaformaður Þórður G. Árnason
- Varaformaður Elínborg Gunnarsdóttir
- Varaformaður Jóhann Snorri Bjarnason
Meðstjórnendur, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll B. Ingimarsson, Eyjólfur Sturlaugsson og Hafdís Kristjánsdóttir.
Varamenn:
Jóhann Snorri Bjarnason, Örn Grétarsson, Arnar Guðmundsson, Hrjóbjartur Eyjólfsson, Petra Sigurðardóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Ólafur B. Haraldsson, Sigurður Jónsson og Sigurbjörn Kjartansson.
Safnaðarfulltrúi Þórður G. Árnason og til vara Páll B. Ingimarsson
- Önnur mál.
Hreinsunadagurinn verður 26. apríl kl. 10:00.
Afmælisnefndin verður í höndum sóknarnefndar, afmælisdagur kirkjunnar er 25. mars hátíðarmessa yrði 29. mars 2026 eftir hádegi.
Í afmælisritnefndinni verða Jóhann Snorri Bjarnasson, Fjóla Kristinsdóttir og Örn Grétarsson
Leitað hefur verið eftir tilboði í að laga og uppfæra heimasíðu Selfosskirkju. Pineapple ehf. bauð 527 þúsund með vsk. og ákveðið var að fá þá í verkið.
Guðmundur Búason hefur rætt við Gylfa hjá Slegið ehf sem sá um slátt og umhirðu hjá kirkjunni og kirkjugarðinum í fyrra, ákveðið var að semja við þá aftur því ánægja var með þjónustuna í fyrra.
Gera þarf við kirkjutröppurnar fyrir framan kirkju og safnaðarheimili í sumar og ætlar Guðmundur Búason að semja við Múr og Mál.
Björn upplýsti fundinn um að hluti af sóknarnefnd hitti Braga Bjarnason bæjarstjóra 13. febrúar þar sem aðal fundarefnið var nýr kirkjugarður. Björn ætlar að skrifa formlegt bréf til bæjarráðs vegn nýs kirkjugarðs.
- Fundargerð upplesin
Fundi slitið 18:10
Fundaritari Guðrún Tryggva
,
6 . Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. jan. 2025 kl. 17:00
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Jóhann S. Bjarnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll B. Ingimarsson, Örn Grétarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Tryggvadótir sem ritaði fundinn.
- Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn.
- Ákvörðun um aðalsafnaðarfund 2025.
Ákveðið að halda fundinn 19. febrúar kl. 20:00.
- Önnur mál.
- Guðný kirkjuvörður sagði frá heimsókn heilbrigðiseftilits Suðurlands allar athugasemdir sem gerðar voru eru í vinnslu,
- Guðmundur Búason kynnti fyrir okkur ársreikninga kirkjunnar og kirkjugarðs, engin athugasemd gerð.
- Héraðsnefndarfundur.
Verður í Vestmannaeyjum 29. mars ef ekki verður fært til Eyja þá er Selfosskirkja til vara.
- Kirkjugarðsþing.
Verður í Hveragerði 3. maí.
- Sóknarnefnd fékk jólakort frá nýjum biskupi Guðrúnu Karls Helgudóttir.
- Enn og aftur var rætt hvernig leiga á kirkjunni á að vera.
- 2026 er afmælisár kirkjunnar og kórsins.
Nefndin sem skipuð var til að athuga með skrif á sögu kirkjunnar er að vinna í málinu.
Á næsta fundi verður skipuð afmælisnefnd.
- Rædd var hugmynd um að byggja við kirkjuna sem myndi hýsa td. eldhús.
- Borist hefur bréf vegna dæluhúss sem Selfossbær hyggst byggja á bökkum Ölfusár, við gerum ekki athugasemd við þetta.
- Borist hefur umsókn um styrk frá unglingakórnum vegna untanlandsferðar sem var samþykkt.
- Við óskum eftir fundi við bæjarstjórn um nýjan kirkjugarð.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið 18:40
Fundaritari Guðrún Tryggva