Fundargerðir 2025

3. fundur sóknarnefndar Selfosskirkju haldin þriðjudaginn 22. Apríl kl. 17:00

Mætt voru:  Björn Ingi Gíslason, Þórður Grétar Árnason, Guðmundur Búason, Elínborg Gunnarsdóttir, Páll Ingimar Björgvinsson, Jóhann Snorri Bjarnason, Örn Grétarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir, Guðbjörg Arnardóttir.

1. Fundur settur

2. Hugmyndaflug að afmælisári.

Björn fór yfir nokkra hugmyndir varðandi 70 ára afmæli kirkjunnar.    

             Spurt hvort ætti að halda upp á þetta í einu viku eða dreifa yfir lengri tíma.
Hugmynd frá Edit að hafa sérstakar messur og ólíkar messur hverja helgi í mars.
Fá Biblíusafn Sigurðar Pálssonar og hafa það til sýnis.
Hafa ljósmyndasýningu af ólíkum myndum af kirkjunni.
Gera skrá yfir alla presta sem hafa þjónað í Selfosskirkju, myndir og upplýsingar.
Gera skrá yfir alla starfsmenn Selfosskirkju, myndir og upplýsingar.
Nafnalisti yfir alla sem átt hafa sæti í sóknarnefnd.
Byggingasaga Selfosskirkju í 70 ár, í máli og myndum.
Þróunarsaga kirkjugarðsins.
Kirkjukórinn, 80 ára saga í máli og myndum.
Unglingakórinn, saga hans í máli og myndum.
Barnakór Selfosskirkju, saga hans í máli og myndum.
Bjóða fyrrverandi söngfólki að koma og taka þátt, kalla fram tónlistarfólk sem er uppalið í Selfosskirkju-Selfossi og ná hefur frama.

Jóhann segir að kórinn sé að vinna með ýmsar hugmyndir af því að halda upp á afmælið.

Jóhann og Örn hafa hitt Guðmund Brynjólfsson og Lýð Pálsson á Eyrarbakka til að fara yfir möguleika á einhvers konar útgáfu varðandi sögu kirkjunnar.

Fólk almennt jákvætt fyrir að fara í vinnu við útgáfu af sögu kirkjunnar, það yrði ekki prentað í bók heldur gefið út í PDF og jákvætt ef hægt væri að opna aðgang að því í kringum afmælið.  Sóknarnefnd mun heyra í þeim aðilum sem talið er að eigi gögn um sögu kirkjunnar.

Gjaldkeri lagði til að gerð yrði kostnaðaráætlun.

Guðbjörg greindi frá því búið er að bjóða Biskupi Íslands að taka þátt í hátíðarmessu 29. mars kl. 14:00 2026 og hún þáði boðið.

3. Önnur mál

Örn og Guðbjörg fóru á hérðasfund í Vestmannaeyjum, Örn lagði fram skýrsluna sem lögð var fyrir fundinn.  Fundurinn gekk vel.  Guðbjörg greindi frá að prófastur ætli sér að kalla saman formenn og gjaldkera sóknanna í prófastdæminu til fundar. 

Björn sagði frá að Kirkjugarðaþing yrði haldið í Hveragerði 3. maí kirkjuvörður mun fara á fundinn.  Björn hvatti þau sem áhuga hafa að sækja fundinn.

Spurt var um hvernig heimasíðugerð stæði, Guðbjörg mun athuga það.  Bent var á að mikilvægt væri að á heimasíðunni yrðu m.a. reglur yfir hvernig minningarskildir eiga að líta út sem fara á minningarsteina í kirkjugarði.  Þórður hefur verið að kynna sér þetta.

Guðmundur ræddi um hugmynd af því að nútímavæða nótnasafn kirkjukórsins.  Organisti og einhverjir í kórnum eru farin að nota rafrænt nótnasafn.  Búið er að kaupa spjaldtölvu fyrir organista. 

Rætt um að reyna að finna varanlegan stað fyrir hreingerningavagninn.  Þórður mun kanna málið.

Guðmundur spurði eftir upplýsingum um stöðu mála á samskiptum við bæjaryfirvöld varðandi nýjan kirkjugarð.  Björn mun senda sóknarnefnd bréf sem honum hefur borist.  Ítrekað var um mikilvægi þess að málið verði látið ganga greiðar og þörf væri á skýrari svörum. 

Björn hefur rætt við byggingafulltrúa varðandi bílastæðin á túninu við Selfossbæina.  Vilji er fyrir því að klára þau fyrir mars á næsta ári.

Hreinsunardagurinn er nk. laugardag, mæting kl. 10:00.  Farið verður í að auglýsa og kynna daginn. 

Björn þakkaði þeim sem tóku þátt í morgunkaffinu á páskadagsmorgun.  Gekk allt saman vel og gerður góður rómur að.

Fundargerð upplesin og fundi slitið.

Guðbjörg Arnardóttir ritaði fundargerð.

2 .    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25.mars. 2025. kl. 17.00

Mætt voru:  Þórður G. Árnason, Guðmundur Búason, Elínborg Gunnarsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir, Örn Grétarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

  1. Fundur settur.

Þórður setti fundinn í forföllum Björns Inga.  Hann þakkaði fyrir ánægjulegt síðdegi í kirkjunni á sunnudag sl. á hátíð kóranna þar sem allir kórar kirkjunnar sungu ásamt Kristjönu Stefánsdóttur og Miklos Dalamy  undirleikara.

  • Upplýsingar um stöðu nýs kirkjugarðs.

Lóðareigendur Selfossbæjar hafa endanlega hafnað því að selja sveitarfélaginu Árborg land undir stækkun á kirkjugarðinum.

  • Önnur mál.

Búið er að panta nýjar flísar,  Múr og Mál munu sjá um að laga tröppurnar og leggja nýju flísarnar.

Páskamessan verður að vanda kl. 8:00 á páskadag, sóknarnefnd mun bjóða upp á kaffi að lokinni messu.

Hreinsunardagur verður 26. apríl, byrjum kl. 10:00 og boðið verður upp á veitingar í hádeginu.

Þórður hvetur til þess að vaxkertanotkun verði minnkuð í kirkjunni.

Örn og sr. Guðbjörg ætla að fara á héraðsnefndarfundinn í Vestmannaeyjum um næstu helgi.

Sóknarnefnd styrkti þátttöku krakka á Landsmót Æskulýðsfélaga sem haldið var í Vatnaskógi núna í mars. 17 krakkar fóru á mótið.

Það þarf að setja upp snjógildrur á vestur og norðurhlið safnaðarheimilis, Þórður ætlar að taka verkið að sér.

Eyjólfur hrósaði Instagramm síðu Selfosskirkju.

  • Fundargerð upplesin og samþykkt.

      Fundi slitið 18:00

                                                                      Fundaritari Guðrún Tryggva

1 .    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25.feb. 2025. kl. 17.00 
Mætt voru:  Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll B. Ingimarsson, Örn Grétarsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir,  sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadótir sem ritaði fundinn.
 Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn og bauð þær Elínborgu Gunnarsdóttur og Hafdísi Kristjánsdóttur  velkomnar í sóknarnefnd.

  • Verkaskipting stjórnar, röð varamanna.

Fundartíminn verður áfram kl. 17:00 fjórða þriðjudag í mánuði.

Formaður Björn Ingi Gíslason

Ritari Guðrún Tryggvadóttir

Gjaldkeri Guðmundur Búason

  1. Varaformaður Þórður G. Árnason
  2. Varaformaður Elínborg Gunnarsdóttir
  3. Varaformaður Jóhann Snorri Bjarnason

Meðstjórnendur, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll B. Ingimarsson, Eyjólfur Sturlaugsson og Hafdís Kristjánsdóttir.

Varamenn:

Jóhann Snorri Bjarnason, Örn Grétarsson, Arnar Guðmundsson, Hrjóbjartur Eyjólfsson, Petra Sigurðardóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Ólafur B. Haraldsson, Sigurður Jónsson og Sigurbjörn Kjartansson.

Safnaðarfulltrúi Þórður G. Árnason og til vara Páll B. Ingimarsson

  • Önnur mál.

          Hreinsunadagurinn verður 26. apríl kl. 10:00.

Afmælisnefndin verður í höndum sóknarnefndar, afmælisdagur kirkjunnar er 25. mars hátíðarmessa yrði 29. mars 2026 eftir hádegi.

Í afmælisritnefndinni verða Jóhann Snorri Bjarnasson, Fjóla Kristinsdóttir og Örn Grétarsson

Leitað hefur verið eftir tilboði í að laga og uppfæra heimasíðu Selfosskirkju.   Pineapple ehf. bauð 527 þúsund með vsk. og ákveðið var að fá þá í verkið.

Guðmundur Búason hefur rætt við Gylfa hjá Slegið ehf sem sá um slátt  og umhirðu hjá kirkjunni og kirkjugarðinum í fyrra, ákveðið var að semja við þá aftur því ánægja var með þjónustuna í fyrra.

Gera þarf við kirkjutröppurnar fyrir framan kirkju og safnaðarheimili í sumar og ætlar Guðmundur Búason að semja við Múr og Mál.

Björn upplýsti fundinn um að hluti af sóknarnefnd hitti Braga Bjarnason  bæjarstjóra 13. febrúar þar sem aðal fundarefnið var nýr kirkjugarður.  Björn ætlar að skrifa formlegt bréf til bæjarráðs vegn nýs kirkjugarðs.

  • Fundargerð upplesin

 Fundi slitið 18:10

Fundaritari Guðrún Tryggva

                        ,

6 .    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. jan. 2025 kl. 17:00    

Mætt voru:  Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Jóhann S. Bjarnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll B. Ingimarsson, Örn Grétarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir  og Guðrún Tryggvadótir sem ritaði fundinn.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.

  • Ákvörðun um aðalsafnaðarfund 2025.

Ákveðið að halda fundinn 19. febrúar kl. 20:00.

  • Önnur mál.
  • Guðný kirkjuvörður sagði frá heimsókn heilbrigðiseftilits Suðurlands allar athugasemdir sem gerðar voru eru í vinnslu,
  • Guðmundur Búason kynnti fyrir okkur ársreikninga kirkjunnar og kirkjugarðs, engin athugasemd gerð.
  • Héraðsnefndarfundur.

Verður í Vestmannaeyjum 29. mars ef ekki verður fært til Eyja þá er Selfosskirkja til vara.

  • Kirkjugarðsþing.

Verður í Hveragerði 3. maí.

  • Sóknarnefnd fékk jólakort frá nýjum biskupi Guðrúnu Karls Helgudóttir.
  • Enn og aftur var rætt hvernig leiga á kirkjunni á að vera.
  • 2026 er afmælisár kirkjunnar og kórsins.

Nefndin sem skipuð var til að athuga með skrif á  sögu kirkjunnar er að vinna í málinu.

Á næsta fundi verður skipuð afmælisnefnd.

  • Rædd var hugmynd um að byggja við kirkjuna sem myndi hýsa td. eldhús.
  • Borist hefur bréf vegna dæluhúss sem Selfossbær hyggst byggja á bökkum Ölfusár, við gerum ekki athugasemd við þetta.
  • Borist hefur umsókn um styrk frá unglingakórnum vegna untanlandsferðar sem var samþykkt.
  • Við óskum eftir fundi við bæjarstjórn um nýjan kirkjugarð.

      Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið 18:40

                                                              Fundaritari Guðrún Tryggva