Fundargerðir 1953-1976

Fundargerðarbók 1953-1976Athugið að við það viðamikla verk að tölvusetja allan þennan texta sem hér birtist úr  fjórum fundagerðarbókum Sóknarnefndar Selfosskirkju, var reynt að skrásetja hann eins og hann kom fyrir í bókunum og með þeim ritvenjum sem voru á hverjum tíma.

Óhjákvæmilega hljóta að leynast nokkuð af innsláttarvillum hér í ritinu og biðjum við lesendur sem verða varir við slíkt að koma til okkar upplýsingum um hvar þær liggi. Munum við með þeim hætti vonandi getað leiðrétt ritið á tiltölulega skömmum tíma.

Vinsamlegast sendið slíkar leiðréttingar á netfang sóknarprests sem mun um sinn sjá um að lagfæra slíkt á heimasíðunni.

Benda má áhugamönnum á að eldri fundargerðabækurnar eru nú í vörslu Héraðsskjalasafns Árnesinga · Austurvegi 2 á Selfossi.

 

Skoðuð 17. nóvember 1961: Sigurbjörn Einarsson

Skoðuð 1. janúar 1971 :         Sigurður Pálsson

 

Kvöldbænir.

Fyrsta helgiathöfn í selfosskirkju kl. 830 að kveldi þess 30. ágúst 1953. En á síðastliðnu hausti var húsinu komið undir þak, svo það taldist fokhelt. Nú var allt timbur borið út og gólfið sópað, þá vóru sett á smáhillu 6 kerti á hverja stoð í húsinu. Reistur laglegur kross við borð í kór innanverðum, þar á borðið settir 3 ljósastjakar svo og tveir blómvasar. Borðið var klætt hvítum dúk, þá var komið orgel og sæti svo og lítið ræðupúlt..

Keyptir höfðu verið nokkrir bekkir – í haust – sem rúma 6 menn hver og rúmast vel hvor móti öðrum. Komu þeir nú að góðu gagni. Þá vóru og settir stólar í kór 7 hvoru megin fyrir prestana.

Á tilsettri stund komu prestarnir í skrúðgöngu hempuklæddir inn kirkjugólfið til sæta sinna. Var þá komið fullt 100 manna í kirkjuna, auk presta.

Athöfnin hófst með því að prestar og söfnuður söng „Indælan blíðan blessaðan fríðan:“ Þá flutti ræðu sr. Hálfdán Helgason prófastur á Mosfelli. Þá töluðu þrír prestar aðrir og var sungin sálmur á milli. Einsöng söng sr. Þorsteinn Björnsson: „Kirkja vors Guðs er gamalt hús“. Athöfnin endaði með því að formaður sóknarnefndar sagði nokkur orð, þakkaði sóknarpresti og prestum fyrir að halda þessa athöfn í húsinu eins og það er. Benti á fjáröflunarkassa í húsinu og skuldabrjef kirkjunnar, sem nú eru tilbúin.Þá bauð hann prestum og sóknarnefnd til kaffidrykkju í Tryggvaskála.

Leist prestum mjög vel á húsið. Þótti það bera þegar í lagi og línum þann helgiblæ að í rauninni væri sjerstök skreyting alls ekki nauðsýnleg. Allir sem í húsið koma eins og það er nú, finna og sjá að þeir eru komnir í helgidóms hús. Þetta er helgur staður jafnvel þó húsið sje ekki hálfgjört. Að öllu óinnréttað.

Þá skal þess getið að í samskotastokkinn höfðu safnast 1.170 kr. Og athöfn þessi þótti að öllu hin ánægjulegasta. Merkur viðburður fyrir Selfosssöfnuð. Fyrir Selfosshrepp.

Þess ber að geta hjer að undirbúning þessarar kvöldbænar er getið í fundabók Laugardæla og Selfosssafnaði, sem þar með var útskrifuð og þessi bók tekur við.

Í byrjun september eru skuldabrjefin tilbúin og undirrituð af sóknarnefnd og oddvita hreppsins. Þann 5. eru þegar seld brjef fyrir um 40 þús. kr.

Unnið að kirkjunni í sumar. 1953

Um klæðning á þak kirkjunnar varð niðurstaðan að hafa bárujárn. Þegar er það var fáanlegt var þak kirkjunnar klætt með því. Þá var og sett skel á veggina, settar rennur og niðurföll. Svo er unnið inni. Kjallarinn klæddur vikurplötum, múraður í hólf og gólf, málaður og sett hljóðeinangrun í loftið. Leiddur inn hiti og ljós.

Í kirkjuhúsinu sjálfu eru útbyggingarnar klæddar vikurplötum, kór og framstafn. Korkklædd önnur hliðin.

Árið 1954, þann 1. febrúar komu sóknarnefndarmennirnir Dagur, Kristinn og Karl saman að skrifstofu hreppsins, svo og safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson og byggingarfulltrúi Bjarni Pálsson.     Þetta gjört:

Reikningshaldari Sigurður Óli Ólafsson gaf yfirlit yfir kostnað við það sem gjört hafði verið undanfarið ár. Var kostnaður rúmar 100 þús. og þó í sjóði rúmar 20 þús. Samkvæmt heimild sem nú er fengin til að hækka kirkjugjöldin má ætla tekjur á árinu allt að 90 þús. kr.   Til umræðu kemur fyrst upphitunin. Virðist ekki vafi að hentugast sje að nota heitavatnið og þá þannig að hafa geislahitun svonefnda. Samkvæmt því er Bjarni Pálsson beðinn að gjöra, eða láta gjöra, teikningu af hitalögn í gólfinu. Að því búnu leita tilboða í að leggja lögnina.

Ekki annað gjört í þetta sinn.

Dagur Brynjúlfsson, Karl Eiríksson, Sig. Óli Ólafsson, Kristinn Vigfússon og Bjarni Pálsson.

Ár 1954 þann 18. marz kom sóknarnefndin saman

ásamt Guðmundi smíðameistara og Bjarna Pálssyni byggingafulltrúa til umræðu er hitun kirkjunnar.

Nú hafði borist teikning af geislahitun frá h/f Geislahitun. Teikning þessi er til athugunar. Þarf þar lítilsháttar breytingar. Ákveðið að senda óskir um tilboð til fjögra rörlagnameistara. h/f Geislahitun, Helga Magnússyni, Sighvati Einarssyni og Kaupfjel. Árnesinga.

Fjelögum þessum sje sent sem fyrst teikning og tilskrif og beðnir að skila tilboðum fyrir 1. apríl n.k.

Tilboðið er samið og tekur Bjarni Pálsson að sjer að fjölrita það og útbúa til sendingar.

Fleira ekki ákveðið.                                       Karl Eiríksson
Dagur Brynjúlfsson
Kristinn Vigfússon.

 

Árið 1954, þann 25. apríl kom sóknarnefndin saman á skrifstofu Selfosshrepps

ásamt með safnaðarfulltrúa Sigurði Ó. Ólafssyni og Byggingarmeistara Guðmundi Sveinssyni.

Fyrir er tekið:
1.         Að opna tilboð þau er borist hafa um að leggja hitalögn í kirkjuna samkvæmt útboði sóknarnefndar frá 18. marz s.l.
Tilboð má segja að sje, eitt frá Geislahitun sem hljóðar uppá kr. 44.600 + millihitari kr. 9.500.
Annað tilboð frá Sighvati Einarssyni sem hljóðar uppá kr.28.850 kr. svo og milli- eða mótstraumshitara kr. 9.500 svo og flutningskostnað og uppihald.

Tilboði Geislahitunar fylgir og að hafa frítt uppihald.

Önnur tilboð hafa ekki boðist.

Ákveðið samhljóða að taka tilboði Sighvats Einarssonar.

Annað ekki gjört.   Dagur Brynjúlfsson, Karl Eiríksson, Kristinn Vigfússon
Sigurður Óli Ólafsson safnaðarfulltrúi.

Sunnudaginn 25. apr. 1954 var haldinn aðalsafnaðarfundur fyrir Laugardælasókn í Selfosskirkju að aflokinni guðsþjónustu.

            Dagur Brynjúlfsson formaður sóknarnefndar setti fundinn og kvaddi til fundarstjórn Sigurð Inga Sigurðsson og Ingúlf Þorsteinsson til að rita fundargerð.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Dagur Brynjúlfsson skýrði frá framkvæmdum á síðastliðnu ári, bæði hvað snertir framkvæmdir við kirkjuna og eins hvað varðar störf sóknarnefndar.

Gefin hafa verið út skuldabrjef að upphæð samtals kr. 200.000,- Hafa þau selst nokkuð og eru þau tryggð með ábyrgð hreppsn. Selfosshr.

Á síðasta ári var svo að segja lokið við að ganga frá kirkjunni að utan. Einnig er byrjað að setja einangrun á veggi að innan.

2. Sig. Ólafsson fjehirðir kirkjunnar las upp og skýrði kirkjureikninga Laugadælasóknar fyrir árið 1953. Hvað reikningana snertir sísast til reikningsbókar. Kostnaður við kirkjuna er nú orðinn 436.736,50
Var reikningurinn að umræðum loknum, borinn undir atkvæði og samþykktir í einu hljóði.

3. Rætt um kirkjugjöld næstu ár. Komin eru ný heimildarlög um að kirkjugjöld megi vera allt að 57 kr. Leggur sóknarnefnd fram svohljóðandi tillögu:
„Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi, er heimilt að leggja á allt að 57 krónur á ári á hvern gjaldskyldan safnaðarmann. Samkvæmt því leggur sóknarnefndin til að leggja 50 kr. gjald á hvern gjaldskyldan einstakling Laugardælasóknar þetta ár.“
Var tillagan samþykkt í einu hljóði.

4. Þá las Dagur Brynjúlfsson upp yfirlit yfir gjafir á síðasta ári.  Hann þakkaði fyrir unnin störf fjáröflunarnefndar og einnig alveg sjerstaklega kvenfjelaginu fyrir fyrir það sem það sem það hefur unnið fyrir kirkjumálið. Vill formaðurinn mælast til þess að kvenfjelagið taki að sjer fjáröflun fyrir kirkjuna næsta ár. Var sóknarnefnd falið að ræða þetta mál við stjórn kvenfjelagsins, en ef svo færi, að þær ekki treystust til þess, þá skipi sóknarnefnd 7 menn í fjáröflunarnefnd.

5. Guðm. Jónsson benti á og gerði að tillögu sinni að settur verði samskotabaukur í kirkjuna. Er þetta ábending til sóknarnefndar.

Fundi slitið.   Sigurður I. Sigurðsson,            Ingúlfur Þorsteinsson

Ár 1954, 2. maí kom sóknarnefndin saman á skrifstofu hreppsins.

Til umræðu:

1. að útnefna fjáröflunarnefnd þetta ár. Tilnefnt er þetta fólk.:

a. Einar Jónsson Skólateig 6

b. Regína Guðmundsdóttir Austurveg 21

c. Einar Sigurðsson Eyraveg 12

d. Unnur Þorgeirsdóttir   Fagurgerði 8   og

e. Kristján Guðmundsson Ártún 15

Þessu fólki skrifað svohljóðandi: (Sett í brjefasafn kirkjunnar)

2. Skipulagt hvernig vinna skal að innrjettingu, innmúrun og yfirhöfuð vinnu í kirkjunni. Múrarameistara Friðrik Sæmundssyni falið að stjórna múrverkinu.
Nokkuð rætt um tilhögun verksins. Hugsað að fá sand frá Baugstöðum.

Dagur Brynjúlfsson, Karl Eiríksson, Kristinn Vigfússon.

Ár 1955, þann 12. janúar komu saman að Eyravegi 8

sóknarnefndarmennirnir Dagur, Kristinn og Karl svo og safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson, Byggingarfulltrúi, Bjarni Pálsson svo og smiður kirkjunnar Guðmundur Sveinsson.

Til umræðu er sjerstaklega að taka ákvörðun um hvaða aðferð skuli hafa við að klæða innan hvelfingu kirkjunnar og hvaða efni verði hentugast að hafa inna á súðina.

Samkomulag verður um að stoppa með steinull, klæða þar yfir með ¾ tommu borðum og þar yfir innanhúsasbest. Þar innaná listar til prýði. Ákveðið að Bjarni teikni bekki með því formi sem er bæði fallegt og þægilegt. Samkvæmt þeirri teikningu sje smíðin boðin út sem fyrst. Samþykkt að fá Grétar Björnsson til að leiðbeina með litaval innaní í kirkjuna.

Fleira ekki fastgjört.

Dagur Brynjúlfsson,  Sig. Óli Ólafsson,       Kristinn Vigfússon,    Bjarni Pálsson,
Karl Eiríksson,            Guðmundur Sveinsson.

Ár 1955, sunnudag 20. febrúar kom sóknarnefndin saman í kapellu kirkjunnar

ásamt með sóknarpresti sr. Sigurði og safnaðarfulltrúa Sigurði Óla Ólafssyni byggingarmeistara, Bjarna Pálssyni og kirkjusmið Guðmundi Sveinssyni.

Til umræðu og athugunar er inventarinn kirkjunnar, bekkir, hurðir o.fl. sem taka skal nú fastar ákvarðanir um hvernin skuli vera. Liggja fyrir teikningar sem velja þarf um, svo og fyrirmynd af bekk, sem er hægur í setu og að flestu góður. Ákveðið að Bjarni gjöri teikningu af þessum bekk með ákveðnara lagi á gaflinum. Ákveðið að leita eftir því hvort K.Á. vilji taka að sjer að smíða bekkina og fyrir hvaða verð. Bjarna falið að leyta eftir þessu næstu daga. Nú þegar.
Sömuleiðis er ákveðið að fela K.Á. að smíða hurðir kirkjunnar.

Sitthvað rætt fleira. Lamir innihurðir o.fl.

Dagur Brynjúlfsson,   Kristinn Vigfússon,    Karl Eiríksson,            Sig. Óli Ólafsson,
Sigurður Pálsson,        Bjarni Pálsson,            Guðmundur Sveinsson.

Ár 1955, þann 8. marz kom sóknarnefnin saman í skrifstofu hreppsins

ásamt húsameistara Bjarna Pálssyni og kirkjusmið Guðmundi Sveinssyni.
Fundarefnið er það að nú er til þurrkuð eik, sem þá kemur til ákvörðunar hvort ekki sje rjett að hafa bekkina úr eik. Verðmismunur verður 14.000 kr. sem eikarbekkir verða dýrari.

Sóknarnefndin er sammála um að láta smíða bekkina úr eik þar sem hún er fáanleg þurrkuð og vönduð.
Er Kristinn Vigfússyni falið að skoða eikina og meta gæði hennar. Sömuleiðis fylgist Bjarni með efnismagni og smíði bekkjanna svo og Guðm. Sveinsson

Dagur Brynjúlfsson,   Kristinn Vigfússon,    Karl Eiríksson,            Guðmundur Sveinsson
Bjarni Pálsson.

 

Ár 1955, 19. júlí kom sóknarnefndin saman á skrifstofu hreppsins,

svo og safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson og byggingarmeistari Bjarni Pálsson.

Til umræðu er: Bjarni Pálsson leggur fram teikningu af bekkjum í kirkjuna. Felast í þeim smávegis viðbætur, sem verður samkomulag að telja til bóta. Ákveðið að smíða bekkina eftir fyrirliggjandi teikningu.

Dagur Brynjúlfsson,   Karl Eiríksson,            Kristinn Vigfússon,    Sig. Óli Ólafsson
Bjarni Pálsson.

Ár 1955, þann 28. júlí komu sóknarnefndarmenn saman á skrifstofu hreppsins

ásamt safnaðarfulltrúa Sigurði Ólafi Ólafssyni og byggingarmeistara Bjarna Pálssyni.

Til umræðu er:

1. Smíðasamningur við K.Á.
Fram er komið bréf frá K.Á. þar sem samningur á smíði á bekk er hækkaður úr 1.200 kr á bekk uppí kr. 1.700 á bekk fyrir viðbót þá sem samþykkt var að bæta á bekkina á síðasta fundi okkar 19. þ.m. Samþykkt að hlíta þessu tilboði kr. 1.700 á bekk.

2. Reikningshaldari gefur yfirlit um fjárhag kirkjunnar og framkominn kostnað.

3. Fjáröflunarnefnd stingur upp á þessum mönnum í fjáröflunar til eins árs:

a. Gísli Bjarnason Grænuvöllum 1

b   Lúðvík Guðnason Grænuvöllum 6

c   Jóna Guðlaugsdóttir Smáratúni 2

d. Auður Thóroddsen Ártún 4

e. Sigurði Guðmundssyni Smáratúni 12

4. Aðalfundur Selfosskirkjusafnaðar ákveðst föstudag 5. ágúst n.k. kl. 8½ í Iðnarmannahúsinu.

Fleira ekki gjört.

Dagur Brynjúlfsson.  Sigurður Óli Ólafsson,           Karl Eiríksson,            Bjarni Pálsson
Kristinn Vigfússon.

 

Ár 1955, laugardag 20. ág. var haldinn aðalsafnaðarfundur

laugardælasóknar í kapellunni í Selfosskirkju.

Formaður sóknarnefndar setti fundinn og kvaddi til fundarstjórnar S.Ó. Ólafsson og til að skrifa fundargerð Ingúlf Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. S.Ó. Ólafsson las upp og skýrði reikninga Laugardælakirkju og byggingarreikninga Selfosskirkju á liðnu ári. Samtals er búið að leggja í kirkjuna á Selfossi í árslok 1954 588.552,83 kr. Ennfremur skýrði hann frá kostnaði við framkvæmdir á þessu ári. Er hann í lok júlí rúmar 200 þús. eða alls í kirkjuna um 800 þús.

Eftir að reikningarnir höfðu verið ræddir voru þeir bornir undir atkvæði og samþ. í einu hljóði.

2. Formaður sóknarnefndar Dagur Brynjúlfsson las upp skrá yfir gjafir og áheit til Selfosskirkju 1954.

3. Kosin fjáröflunarnefnd: Eru þessi kosin:

a)    Gísli Bjarnason Grænuv. 1

b)    Sigurður Guðmundsson Smáratúni 12

c)    Lúðvík Guðnason Grænuvellir 6

d)    Jóna Guðlaugsdóttir Smáratúni 2

e)    Auður Torvaldsen Ártún 4

4. Kosinn einn maður í sóknarnefnd til 6 ára. Karl Eiríksson gengur úr og er hann endurkosinn.

5. Kosinn Safnaðarfulltrúi. Kosinn Sig. Ól. Ólafsson til næstu 6 ára.

6. Rædd kirkjumál á ýmsum sviðum. Einnig rætt um Laugardælakirkju og hvernig henni verði viðhafið (ath).

Fleira gerðist ekki

Sigurður Óli Ólafsson, Ingúlfur Þorsteinsson

 

 

Ár 1955, þann 8. seftinber komu sóknarnefnamennirnir saman á skrifstofu hreppsins,

ásamt sóknarprestinum sr. Sigurði Pálssyni svo og yfirsmið kirkjunnar Guðmundi Sveinssyni.

Verkefni fundarins er það, að taka ákvörðun um það að bíða ekki eftir lengur með að ferma börnin, því fyrirsjáanlegt er að Selfosskirkja verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um hátíðir næstu Nefndarmenn ásamt prestinum ákveða því að ferma börnin nú sem fyrst og þá í Laugardælakirkju.

Ákveðið að laga kringum kirkjuna.

Dagur Brynjúlfsson,   Sigurður Pálsson,        Karl Eiríksson,            Kristinn Vigfússon
Suðmundur Sveinsson.

Ár 1955, þann 22. október kom sóknarnefndin saman,

nema Karl Eiríksson sem er fjarstaddur, svo og safnaðarfulltrúi Sig. Óli Ólafsson, svo eru og mættir stjórnarmenn tónlistarfjelags Árnessýslu, þeir Ingólfur Þorsteinsson og Hjörtur Þórarinsson. Til umræðu er tekið:

Að semja um húnæði fyrir tónlistarskólakennslu, sem er ætlað,  kabellan undir kirkjukórnum. Um leigu fyrir húsið ákveðst kr. 200 kr. á mánuði enda annist tónlistarskólinn hreingjörning á kabellunni. Þann tíma sem skólinn starfar. Gildir þetta hvort tveggja. Þetta miðast við 1. nóvinber n.k.

Fleira ekki gjört:

Dagur Brynjúlfsson, Ingólfur Þorsteinsson, Kristinn Vigfússon, Hjörtur Þórarinsson.

Ár 1955, þann 3. desember komu saman á skrifsofu hreppsins, 

sóknarpresturinn sr. Sigurður Pálsson og sóknarnefndarmennirnir Dagur, Kristinn og Karl, svo og safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson svo og yfirsmiður kirkjunnar Guðmundur Sveinsson.

Byggingarfulltrúi Bjarni Pálsson, formaður tónlistarfjelagsins, Ingólfur Þorsteinsson og söngmálastjóri Guðmundur Gilsson.

Þessi mál voru tekin til umræðu:

1. Söngurinn í kirkjunni og kostnaður við sönginn. Eftir nokkrar umræður var þeim Ingólfi Þorsteinssyni, Guðmundi Gilssyni og Karli Eiríkssyni falið að semja reglur um þóknun fyrir söngsamkomur safnaðarins og leggi tillögur sínar fyrir sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa.

2. Tillaga sr. Sigurðar um það að framkvæma nú þegar vígslu kirkjunnar, eins og byggingu hennar er nú komið.

Ræddu fundarmenn þetta fram og aftur og urðu á einu máli um það að heppilegra yrði að fresta vígslunni að sinni. Hins vegar ákveður fundurinn að slá því föstu að kirkjuhúsið verði fullgjört í vetur, svo að fullkomin víxla geti farið fram fyrir næstu páska. Stingur söngstjóri uppá því að Pálmasunnudagur sje heppilegur víxludagur og fallast fundarmenn allir á það.

Og leggja það fyrir yfirsmið, Guðmund Sveinsson að hafa húsið fullbúið hvað smíði snertir fyrir næstu páskahátíð.
Presturinn lætur fundinn ráða þessari ákvörðun. Ætlar að messa í kirkjunni um jólin þó hún verði óvígð.

Fleira ekki gjört. Fundargerð lesin, fundi slitið.

Dagur Brynjúlfsson,   Kristinn Vigfússon,    Karl Eiríksson, Ingólfur Þorsteinsson,
Sigurður Óli Ólafsson,           Guðmundur Sveinsson,          Bjarni Pálsson

Ár 1956, þann 2. janúar

Kom sóknarnefndin saman ásamt með safnaðarfulltrúa.

Fundarefnið:

1. Að búa út og undirskrifa víxil bráðabyrðarlán að upphæð, óákveðið, en ákveðið að biðja um allt að 100 þús. kr.

2. Nefndin sem kosin var á síðasta fundi til að semja við söngmálastjórann um kaup hans fyrir söngstjórn í kirkjunni,. Hafa þeir samið um kr. 500 á mánuði, þar fyrir sjer hann um allan kirkjusöng, svo og söngstjórn við jarðarfarir, hvern venjulegan söng.

Nefndin fellst á þetta.

Dagur Brynjúlfsson,   Kristinn Vigfússon,    Karl Eiríksson,            Sig. Óli Ólafsson.

 

Ár 1956, þann 18. mars á skrifstofu hreppsins.

Komu sóknarnefndarmennirnir Dagur, Kristinn og Karl ásamt með safnaðarfulltrúa Sigurði Óla Ólafssyni og húsameistara Bjarna Pálssyni meðhjápari Guðmundur Jónsson svo og sóknarpresturinn sr. Sigurður Pálsson, sem komu saman á skrifstofu hreppsins.

Fyrir liggur að skipuleggja undirbúning vígslu kirkjunnar sem ákveðið er næsta sunnudag 25. mars n.k. Ræddur undirbúningur vígslunnar á víð og dreif. Ákveðið að þessir sömu menn sem hjer eru nú komi saman í kirkjunni á laugardaginn 24. marz kl. 8 að kveldi. Til að hringja á að biðja Magnús Jónasson að æfa hringingu með Ingólfi Þorst.

 

(Kl. 6, 24/3)

Til að leiðbeina fólkinu til sæta og yfirleitt stjórna fólkinu verða synir sr. Sigurðar, ásamt tveim öðrum.

Að embættisgjörðinni lokinni verður gengið til hótel Selfoss til kaffidrykkju, fyrir presta, gesti og heimamenn meðan húsrúm leyfir.

Klukkan 6 síðdegis verður hafin önnur messugjörð þar prjedikar vígslubiskup sr. Bjarni Jónsson og aðkomuprestar þjóna fyrir altari.

Útbúin auglýsing fyrir sóknarfólk í 3 útgáfum

Fyrirhugað að taka athöfnina á stálþráð. Einnig að fá ljósmyndara Gest Einarsson.

Dagur Brynjúlfsson,   Karl Eiríksson,            Sig. Óli Ólafsson,       Guðmundur Jónsson,
Kristinn Vigfússon.

Ár 1956, þann 24. mars í kirkjunni.

Næst er þess að geta að kl. 8 að kveldi 27. marz kemur sóknarnefndin ásamt Bjarna Pálssyni og Guðmundi Sveinssyni, Guðmundi Jónssyni og Ingólfi Þorstein, ásamt sr. Sigurði saman í kirkjunni.
Tilefni þess er að æfa menn þessa í skrúðgöngu sem hefja ber á morgun við kirkjuvígsluna. Nú voru konur að leggja síðustu hönd á hreingjörningu á gólfi og bekkjum. Fallegur dregill kominn á kirkjuganginn. Margir stólar komnir uppí kórinn og einnig í útskotin beggja vegna.

Við gegnum eina umferð alla leiðina, en tvær uppí kórinn til þess að vera öruggir um það hvet hver okkar ætti að venda og taka sæti er komið var að grátunum.

Magnús Jónasson Smáratúni hringdi í ákafa, einnig var Guðmundur Gilsson að æfa söngkórinn þessi kveld, sumt á latínu og sumt orgellaust. Allt þetta verður tekið á segulband. Var Kolbeinn Kristinsson með móttakara þarna, og ljet okkur svo heyra söng og tal sem við höfðum verið að hlýða á. Kom það ágætlega út aftur, þó aðeins daufara.

Þá afhenti stjórn kvenfjelagsins sóknarnefndinni skjal þar sem þær telja upp – gjafir þær er þær- Rjettara,  muni, þá er þær hafa útvegað og gefa kirkjunni. Mun það vera að verðmæti nær 30 þús. krónur.

Loks eru útvegaðir menn til að annast reglu bæði á mönnum við kirkjuna meðan skrúðgangan er svo og móttöku bíla á planinu við básinn.

 

Kirkjuvígslan.

 Sunnudagurinn 25. marz sem er Pálmasunnudagur rennur upp með glaða sólskyni og logni. Kl. 13 koma framantaldir menn ásamt fjölskyldum sínum saman í kapellu kirkjunnar. Þá koma og einnig prestar og frúr þeirra, og búast þar öllu sínu besta skrauti, sem nú er mjög fallegt á þeim öllum. Tveir einir vóru í hempum en ekki rikkilíni.

Stundvíslega kl. 1330 hófst hringing klukknanna og um leið tók yfirsmiður kirkjunnar, Guðmundur Sveinsson trjekross er hann hafði smíðað að fyrirsöng sr. Sigurðar um 2 álna hár. Gengur hann fyrstur þá ganga þeir samsíða á eftir Sigurður Óli Ólafsson og Kristinn Vigfússon hafa þeir sitt kertið hvor. Næstir ganga Guðm. Jónsson á eftir Sigurði og Dagur á eftir Kristni, þá Bjarni og Karl Eiríksson. Þá Páll sýslumaður í skrautlegu úníformi og Ingólfur Þorsteinsson, þar á eftir gengu prestar tveir og tveir samhliða höfðu þeir eitthvern hlut í höndum. Þessi halarófa ! Nei skrúðganga mjakaðist svo útúr kapelludyrunum suður með kirkjuhliðinni, en þar hafði safnast fjöldi fólks.  Fór fylkingin utan með fólkinu á móts við kirkjudyr. En þar var breitt hlið mannlaust upp að kirkjudyrum. Er inn úr dyrunum kom kveikti sonur sr. Sigurðar á kertum þeirra Sigurðar og Kristins. Var svo haldið inn eftir kirkjunni allt inn að grátum. Þá vikið til hliðar svo biskup, sem gegnið hafði aftastur í skrúðgöngunni, hafði nú rúman gang upp að altarinu. Tóku þá tveir prestar við kertunum og kveiktu á örðum kertum sem stóðu á altarinu, svo rjettu þeir biskupi það sem þeir höfðu borið. Að því búnu settust allir hver í sitt ákveðið rúm. Voru það tvær raðir hvoru megin í kornum. Fremst í kórnum vóru settir tveir stólar sinn hvoru megin, fínir hægindastólar annar fyrir biskupinn sr. Ásmund Guðmundsson en hinn fyrir Vígslubiskupinn sr. Bjarna Jónsson. Jafnframt þessu hafði kirkjan fyllst svo sem þjettast varð setið og staðið. Áætlað um 500 manns.

Þá hófst athöfnin í kirkjunni. Er hún tekin á selgulband. Sömuleiðis var skrúðgangan kvikmynduð. Margar ljósmyndir vóru teknar meðan athöfnin stóð yfir, sem var tæpa tvo tíma.

Til altaris vóru prestarnir og frúr þeirra, Guðni Þorsteinsson og sonur sr. Sigurðar í Hraungerði.

Þessir prestar mættu við vígsluathöfnina :

1.      Prófasturinn sr. Gunnar Jóhannesson í Skarði.
2.      sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Hruna
3.      sr. Guðmundur Óli Ólafsson Forfastöðum
4.      sr. Ingólfur Ástmarsson Mosfelli
5.      sr. Magnús Guðjónsson Eyrarbakka
6.      sr. Helgi Sveinsson Hveragerði
7.      sr. Sigurður Einarsson í Holti.
8.      sr. Hannes Guðmundsson Fellsmúla
9.      sr. Arngrímur Jónsson í Odda.
10.    sr. Sigurður Haukdal Bergþorshvoli
11.    sr. Björn Jónsson Keflavík
12.    sr. Lárus Halldórsson Flatey
13.    sr. Friðrik Friðriksson
14.    sr. Bjarni Jónsson Vígslubiskup
15.    biskupinn Ásmundur Guðmundsson
16.    sóknarpresturinn sr. Sigurður Pálsson

Mættir voru og, en hempulausir sr. Jóhann Hannesson á Þingvöllum og sr Jón Þorvarðarson úr Reykjavík.

Símskeyti bárust:

1.    Frá sr. Árelíusi Níelssyni svohljóðandi:
Óska sóknarnefnd, sóknarpresti og söfnuði hjartanlega allrar Guðsblessunar með hið nývígða musteri staðarins.

2.    Frá sóknarprestinum á Akranesi:
Sendi söfnuðinum kveðju safnaða minna og mína og hamingjuóskir í tilefni af vígsludegi Selfosskirkju.
Guð blessi yður öll.

3.    Frá Ólafi Ólafssyni kristniboða og konu hans.
Samfögnum og biðjum söfnuði og sóknarpresti ríkustu blessunar Guðs.

4.    Frá K.Á. Reykjavík:
Óska Guðsblessunar með vígsludaginn og alla framtíð.

5.    Frá Þorvaldi Kolbeinss. :
Öllum blessi yfir Drottinn,
unaðslegan dag.
Veglegt þá er vígt hans inni,
við svo ljúfan hag.
Megi hans andi sífellt signa,
sjerhvert klukkuslag.

͊    ͊    ͊

Eftir messu er öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju að Selfossbíói. Verður þar mikil þröng. Þar tala safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson, prófasturinn sr. Gunnar Jóhannesson, biskupinn sr. Ásmundur, sr. Sigurður Haukdal. Frú Sigríður Gilsdóttir og Jón Björnsson málarameistari og loks fom. sóknarnefndar Dagur Brynjúlfsson

Kl. 6 síðdegis var gegnið til hinnar nývígðu kirkju og hafin messugjörð. Var húsið þá jafnfullskipað og við vígsluna, svo sem fólkið gat þjettast setið og staðið. Sr. Gunnar þjónaði fyrir altari. Sr. Bjarni predikaði og tónaði eftir prjedikunn. Var það allt uppá venjulegan hátt, Latínulaust.

Eitt barn skírt.                                    Fleira ekki að frjetta.

D. Br.                                     Gjafir færðar í aðra bók.

 

Ár 1956, fimmtudag 24 maí komu saman í skrifstofu hreppsins

söngstjóri Guðmundur Gilsson, safnaðarfulltrúi, Sigurður Ól. Ólafsson, sóknarnefndarmenn Dagur Brynjúlfsson og Karl Eiríksson. En Kristinn Vigfússon er forfallaður. (lasinn).

Fyrir er tekið fjárhagur kirkjunnar.

1.         Ekkert ákveðið.

Fundarmálum frestað. D.Br.

Ár 1956, 1. október. Fundur Sóknarnefndar,

komu saman í skrifstofu hreppsins. Sóknarnefndarmennirnir Dagur, Kristinn og Karl, svo og safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson og sóknarpresturinn sr. Sigurður Pálsson.

Tilefni fundarins er undirbúningur fyrir almennan safnaðarfund. Þetta gjört:

1. Yfirskoðaður ársreikningur kirkjunnar árið 1956 og undirskrifaður.

2. Fjáröflunarnefnd:
Lúðvík Jónsson Ártúni 3
Magnús Sveinsson Tryggvagötu 1
Bjarni Dagsson Eyraveg 10
Aldís Bjarnadóttir Fagurgerði 4
Kristíana Guðmundsdóttir Tryggvagötu 4

3. Safnaðarfundur ákveðinn næst er messa ber í kirkjunni.

4. Rætt um sölu kirkjunnar. Ákveðið að gefa skátum á Selfossi kost á að fá Laugardælakirkju með mjög vægu verði.

Annað ekki gjört.

Dagur Brynjúlfsson,   Kristinn Vigfússon,    Karl Eiríksson,            Sig. Óli Ólafsson.

 

 

Ár 1956, safnaðarfundur í Selfosskirkju.

Sunnudaginn 14. október 1956 var haldinn safnaðarfundur fyrir laugardælasókn í Selfosskirkju að aflokinni guðsþjónustu.

Dagur Brynjúlfsson, formaður sóknarnefndar setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Guðmund Jónsson, en til fundarritara Bjarna Pálsson.

Þetta gjört á fundinum:

1. Sigurður Óli Ólafsson reikningshaldari las upp reikninga kirkjunnar fyrir árið 1955, byggingareikning, rekstursreikning og efnahagsreikning. Vísast þar að öðru leyti til reikningabókar. Einnig gerði reikningshaldari grein fyrir kostnaði við kirkjubygginguna á fyrri hluta þessa árs, en þá var kirkjan að mestu fullgerð. Kostnaðarverð hennar nú er um 1.190.000,- krónur. Nokkrar lausaskuldir vegna byggingarinnar eru enn óuppgerðar og þarf áframhaldandi fjársöfnun til að létta á þeim. Taldi reikningshaldari, að með sama framlagi frá hreppnum á næsta ári sem undanfarin ár, myndi takast að losna að mestu við lausaskuldir. Ennfremur taldi hann, að um 60.000,- kr. tekjur á ári myndi þurfa til að standa undir rekstri kirkjunnar.
Ekki urðu umræður um reikningana og voru þeir samþykktir með samhljóða atkvæðum.

2. Formaður sóknarnefndar las upp skrá yfir gjafir, sem gefnar hafa verið í orgelsjóð. Eru það samtals 7.100,- kr. Einnig las hann skrá yfir margvíslegar gjafir sem kirkjunni gáfust þegar hún var vígð, svo og ýmsar gjafir og háheit á árinu og hvað safnast hefur í samskotakassann í kirkjunni. Vísast varðandi þetta til sérstakrar bókar þar sem allt þetta er skráð.

3. Formaður las upp nöfn fólks, sem kosið hefur verið í fjáröflunarnefnd:

Lúðvík Jónsson, Ártúni 3
Magnús L. Sveinsson Tryggvagötu 1
Bjarni Dagsson Eyravegi 10
Aldís Bjarnardóttir Fagurgerði 4
Klara Jónatansdóttir Smáratúni 4

Er þessu fólki sérstaklega falið að sjá um undirbúning hlutaveltu til ágóða fyrir kirkjuna.

4.Formaður skýrði frá því, að tilbúnar væru ljósmyndir af kirkjunni, sem verða til sölu.

5. Formaður skýrði frá því, að athugaðir hafa verið möguleikar á að koma Laugardælakirkju í verð. Virðast vera litlir möguleikar á því. Til tals hefur komið, að kirkjan yrði seld skátafélögunum á Selfossi, en þau vantar nú húsnæði. Samþykkt var með samhljóða atkvæðum heimild til sóknarnefndar að ráðstafa kirkjunni.

6. Sr. Sigurður Pálsson kvaddi sér hljóðs og bar fram þakkir til kvenna þeirra sem sjá um hreingerningu kirkjunnar með miklum ágætum. Einnig þakkaði hann sóknarnefnd mikið og vel unnið starf.

Fleira gerðist ekki.

Bjarni Pálsson,            Guðm. Jónsson.

Fundur sóknarnefndar 20. jan. 1957

Ár 1957 þann 20. jan. komu sóknarnefndirnar og safnaðarfulltrúi saman að skrifstofu hreppsins, svo og sóknarpresturinn.

Fyrir er tekið:

1. Fjárhagur kirkjunnar. Lausaskuldir eru meiri en svo að hægt sje að borga þær upp nú um áramótin, því verður að framlengja ½ víxil sem er í bankanum er nú 30 þúsund. Er nú framlengd 20 þúsund.
Eins og við horfir fjárhag kirkjunnar með árlegan rekstur, eru nefndarmenn sammála um að fá hækkað kirkjugjaldið eins og lög leyfa og þá helst uppí 75 kr. ef það fæst.

2. Viðvíkjandi kaupum á pípuorgeli þá sér sóknarnefndin sér ekki fært að ráðast í þau kaup eins og sakir standa, vegna fjárhags kirkjunnar. En ákveðið var að leita upplýsinga hjá Kvenfélaginu hér hvort það legði fram kr. 10.000,- þegar hljóðfærið yrði pantað.

3. Með tilvísun til fyrri fundargjörðar um sölu á kirkjunni í Laugardælum og þar með heimild til sóknarnefndar að ráðstafa kirkjunni. Hefir orðið að samkomulagi að gefa kirkjuna Skátafjelaginu hjer á Selfossi, án annarra skilyrða en að þeir annist um flutning á húsinu og hafi hana til eigin nota.

Fleira ekki gjört.

Dagur Brynjúlfsson,   Karl Eiríksson,            Kristinn Vigfússon,    Sig. Óli Ólafsson.

Þegar til kom hafði komið sú breyting á hjá skátunum að þeir fengu húsið Nr. 10 á Austurvegi og þá gekk til baka að þeir fengju kirkjuna. Var hún þá seld til niðurrifs á kr. 8.000,-.
Kaupandi Sigurjón Sigurðsson Raftholti Holtum.

 

Ár 1957 8. september kom sóknarnefndin saman ásamt safnaðarfulltrúa sem jafnframt er reikningshaldari: Sigurður Óli Ólafsson.

Þetta gjört.

1.   Reikningshaldari Selfosskirkju las upp reikninga kirkjunnar 1956. Vísast til reiknings kirkju, reikningsbók kirkjunnar. Skrifaði sóknarnefndin undir reikninginn.

2.   Tilnefndir 5 menn í Fjáröflunarnefnd:

1.      Páll Sigurðsson Ártúni 2
2.      Einar Sigurgeirsson Tryggvagötu 18
3.      Ólafur Jónsson Austurvegi 22
4.      Þórunn Mogensen Reynivöllum
5.      Inga Bjarnadóttir Kirkjuvegi 21

3.   Ákveðið að laga umgjörð kirkjugarðsins í Laugardælum ofan á hlaðna garðinn. Síðar ákveðið um vandaða girðingu fyrir hlaðinu.

4.   Ákveðið að semja við Guðmund Jónsson að hafa yfirumsjón við jarðarfarir og fleira og umsjón grafreitsins. Er enn ósamið um endurgjald.

5.   Beðið að auglýsa almennan sóknarfund. Prestinn að auglýsa það í dag af stólnum.

Sunnudaginn 29. september 1957 var haldinn aðalsafnaðarfundur fyrir Laugardælasókn í Selfosskirkju, að lokinni guðsþjónustu.

Dagur Brynjólfsson, formaður sóknarnefndar setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Guðmund Jónsson, en til fundarritara Bjarna Pálsson.

Þetta gerðist á fundinum:

1.   Formaður sóknarnefndar las upp skrá yfir gjafir og áheit sem kirkjunni hafa borist árið 1956. Eru þessar gjafir skráðar í sérstaka bók og þar sundurliðað hvað gangi í orgelsjóð og hvað í turnsjóð og hvað til kirkjunnar án frekari skilgreiningar.

2.   Sigurður Óli Ólafsson, reikningshaldari las upp reikninga kirkjunnar fyrir árið 1956, byggingarreikning, rekstursreikning og efnahagsreikning. Byggingarkostnað taldi hann vera í árslok 1956 kr. (eiða í bók). Taldi hann söfnuðinn nú kominn yfir erfiðasta hjallann með bygginguna. Þar sem lausaskuldir væru nú að mestu greiddar. Að vísu væru framundan óunnin mikil verkefni þar sem er turnbygging og orgelkaup, og að því beri að stefna að hrinda þeim málum áfram. Ennfremur las reikningshaldari reikninga kirkjugarðs. Vísast til reikninga bókar um nánari skýringar á þessum reikningum.

3.   Fundarstjóri las um nöfn fólks sem sóknarnefnd hefur kosið í fjáröflunarnefnd og var það þetta fólk, samanber síðustu fundargerð sóknarnefndar:

Páll Sigurðsson, Ártúni 2
Einar Sigurjónsson, Tryggvagötu 18
Ólafur Jónsson, Austurvegi 22
Þórunn Mogensen, Reynivöllum 8
Inga Bjarnadóttir, Kirkjuvegi 21

4.   Kirkjugjöldin. Sóknarnefndin óskar eftir heimild til að gjöldin verði hækkuð úr 50,-kr. í 75,-kr. á hvern gjaldskyldan mann, væri það nauðsynlegt, þar sem mörg verkefni kalla að, bæði í sambandi við kirkjuna sjálfa eins og drepið hefur veið á og eins við kirkjugarðinn í Laugardælum, sem þarf að girða með góðri girðingu og sýna fullan sóma nú þegar kirkjan er farin þaðan. Var tillaga sóknarnefndar um þessa hækkun samþykkt.

5.   Önnur mál: Kristinn Vigfússon vakti athygli á því að nú þegar telja mætti að fjárhagur kirkjunnar væri kominn í gott horf, mætti ekki hjá líða að þakka oddvita hreppsins, Sig. Óla Ólafssyni og hreppsnefnd fyrir þann mikla stuðning, sem hreppurinn hefur veitt kirkjubyggingunni.

6.   Fundarstjóri skýrði frá að nú væru til myndir af kirkjunni til sölu.
Fleira ekki gjört.

Bjarni Pálsson, Guðmundur Jónsson.

15. febrúar 1958

Hjeraðsprófasturinn biður um upplýst hverjir sjeu í sóknarnefnd Selfosskirkju. og hvenær kosnir.

Þá færi jeg það hjer inn til athugunar fyrir framtíðina.:

Árið 1952 eru kosnir: Þann 6. apríl
Dagur Brynjúlfsson Eyraveg 10
sama dag, Kristinn Vigfússon Bankaveg 4, sama ár og dag
1955 kosinn Karl Eiríksson Ártún 17, 20/8
Ár 1955 20. ágúst. Allar kosningar til 6 ára.
Kosinn safnaðarfulltrúi, Sigurður Óli Ólafsson Hafnartúni. Hann er og jafnframt reikningshaldari frá byggingarbyrjun kirkjunnar.

15/2 1958, Dagur Brynjúlfsson.

Árið 1958, þann 5. október komu saman í kirkjunni þeir safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson, Dagur Brynjúlfsson og Karl Eiríksson svo og sr. Sigurður Pálsson.

Til umræðu er tekið:
1.      Sigurður Óli Ólafsson lagði fram reikning kirkjunnar fyrir árið 1957. Endurskoðar reikninginn sr. Sigurður Pálsson.

2.mál: Fjáröflunarnefnd ákveðin:
Guðmundur Kristinsson Bankaveg 4
Gísli Sigurðsson rakari Kirkjuveg 17 ?
Bergur Þórmundsson við MBF.
Guðbjörg Sveinsdóttir Ártún 6
Ólöf Sigurðardóttir Tryggvagötu 5

3.   Kosningar: Úr ganga Dagur og Kristinn

4.   Kirkjugarðsvörður.

5.   Önnur mál: Tillaga : (ekkert skráð í fundargerðarbók).

 

Sunnudaginn 12. október 1958 var haldinn aðalsafnaðarfundur fyrir Laugardælasókn í Selfosskirkju að aflokinn guðsþjónustu.

Dagur Brynjúlfsson formaður sóknarnefndar setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Guðmund Jónsson, en til fundarritara Bjarna Pálsson.

Þetta gerðist á fundinum:

1.   Sigurður Óli Ólafsson, reikningshaldari las upp reikninga kirkjunnar fyrir árið 1957, rekstursreikning og efnahagsreikning. Skuldir vegna kirkjubyggingarinnar eru nú eingöngu fastar umsamdar skuldir, að upphæð tæp ½ milljón. Sóknargjöld taldi hann að gerðu lítið betur en að standa straum af skuldum kirkjunnar og öðrum reksturskostnaði. Alltaf væru nokkrir erfiðleikar á innheimtu sóknargjaldanna og hefur formaður sóknarnefndar lagt mikla vinnu í að ná þeim inn. Nokkrar umræður urðu um reikningana og voru þeir síðan samþykktir einróma.

2.   Kosning sóknarnefndarmanna: Úr sóknarnefnd gegnu að þessu sinni Dagur Brynjólfsson og Kristinn Vigfússon. Var stungið uppá þeim báðum til endurkjörs. Ekki var stungið upp á fleiri mönnum og voru þeir því sjálfkjörnir.

3.   Tilkynnt var hverja sóknarnefnd hefur kosið í fjáröflunarnefnd, samanber bókun hennar hér á undan.

4.   Önnur mál: Formaður sóknarnefndar taldi aðkallandi að lokið verði byggingu kirkjunnar, með því að reisa við hana turn og ganga frá umhverfi hennar. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu:
Aðalsafnaðarfundur Selfosssafnaðar, haldinn í Selfosskirkju sunnudaginn 12. október 1958 lítur svo á, að ekki sé viðunandi, að lengi dragist úr þessu að lokið verði við byggingu kirkjunnar, þ.e. að turn hennar verði reistur. En ljóst er að fjárhag kirkjunnar er þannig háttað, að árlegar tekjur hennar gera ekki betur en standa straum af umsömdum skuldum og óhjákvæmilegum árlegum reksturskostnaði. Veður því að afla fjár til framhaldsbyggingar á annan hátt.
Undanfarin ár hefur Selfosshreppur veitt til kirkjubyggingarinnar kr. 50.000,- á ári, eða samtals kr. 250.000,-. Um leið og fundurinn þakkar þetta nauðsynlega framlag til kirkjubyggingarinnar undanfarin á, leyfir hann sér að vænta þess, að núverandi hreppsnefnd sjái sér fært að veita ríflegan styrk til kirkjunnar á næsta ári og áfram, þar til byggingunni er lokið. Fundurinn vill ekki á þessu stigi málsins tiltaka neina ákveðna upphæð, en felur sóknarnefnd að ræða við hreppsnefndina um málið.
Var tillaga þessi samþykkt einróma. Sr. Sigurður Pálsson tók til máls. Taldi hann að okkur bæri að þakka það sem áunnist hefur við byggingu kirkjunnar og sem gengið hefur betur en búast hefði mátt við í upphafi.

Fleira ekki gjört. Bjarni Pálsson

Fjáröflunarnefnd var ákveðin einróma:
Karl Eiríksson Ártúni 17
Kristján Finnbogason Reynivelli 6
Gísli Sigurðsson Kirkjuveg 17
Guðbjörg Sveinsdóttir Ártún 6
Ólöf Sigurðardóttir Tryggvagötu 5

                Guðmundur Jónsson fundarstjóri.

 

7/12 1958

Prófastur vísistjerar, þarf helst að lýsa kirkjunni. Sóknarmenn eru viðstaddir. En gjöra ekkert nema votta gott samlíf prest og safnaðar. Allt í góðu lagi nema kirkjan á lítið innbú, nema hökla.

Ekki meira að segja. Dagur Brynjúlfsson.

12. janúar 1959

komu saman að Eyaveg10, sr. Sigurður Pálsson, Sigmundur Ámundason og Dagur Brynjúlfsson. Taka þeir til athugunar tilfærslu bænda í Hraungerðishreppi frá Laugardælasókn yfir í Hraungerðissókn.

Þessi býli er um að ræða:

1.      Langholt I.

2.      Langholt II.

3.      Langholtspartur.

4.      Hallandi.

5.      Halakot og

6.      Litlaármót = 6 býli

Tilfærslu þessa hefur Kirkjumálaráðuneytið samþykkt með brjefi d. (engin dagsetning skráð).

Samkvæmt viðkomandi sóknarmanna.

Yfirfærsla þessi gengur í gegn frá 1. janúar 1959. Fyrir þessa gjaldendur greiðir Hraungerðissókn til Laugardælasóknar upphæð sem nemur þriggja ára kirkjugjald fyrir árin 1958, 1957 og 1956
75 krónur 1958 og 75 kr. 1957 en 50 kr. árið 1956. Upphæð þessi greiðist smamsaman á 5 næstu árum og er gjalddagi 30. mars ár hvert.

Dagur Brynjúlfsson,                                       Sigmundur Ámundason
f.h. Laugardælasókn                                     f.h. Hraungerðissókn

1. borgun frá Hraungerðissöfnuði til Selfosssöfnuði.

Gjaldaskildir 22 menn 1959.

Upphæðinsamt. kr. 4.400,oo

Samkv. samningi
kirkjugjöldin:
1958      kr. 75
1957      kr. 75                    200 kr. á ári
1956      kr. 50

Skift í 5 ár = 40 kr. * 22 = 880,oo

Greitt kr. 880

Dagur Brynjúlfsson                                        Svavar Sigmundsson

27/3. 1959

D.Br.

 

Ár 1959, þann 19. apríl

Koma saman í kirkjunni sóknarmenn kirkjunnar og safnaðarfulltrúi Sigurður Óli, Bjarni Pálsson húsameistari og söngstjóri Guðm. Gilsson.

Fyrir er tekið að ræða undirbúning til að skrifa hreppsnefnd hreppsins að fara hennar á leit að hún veiti fje til kirkjunnar. Það sem kallar mest að er að byggja turn við kirkjuna, mun það kosta um 250.000 kr. Þar næst er að kaupa pípuorgel fyrir rúmar 100.000 kr. Eru pípurnar keyptar og eru á hrakningi. Svo það liggur á að smíða unir þær. Svo vantar almennilega klukkur, marga stóla í kirkjuna. Má ætla að þetta kosti um 500.000 kr. alls til kirkjunnar og er hreppsnefndin beðin um þessa upphæð með brjefi frá 19. apríl 1959.

Dagur Brynjúlfsson
Kristinn Vigfússon.

Árið 1959, þann 2. maí.

Komin saman í kirkjuna stjórn kvennfjelags Selfossþorps svo og sóknarpresturinn og formaður sóknarnefndar.

Tilefni samkomunnar er það að kvennfjelagið leggur fram gjafabrjef til Selfosskirkju:

Svo hljóðandi:                  Gjafabrjef. :

Undirrituð stjórn kvennfjelagsins á Selfossi lýsir því hjer með yfir fyrir hönd fjelagsins að það gefur hjer með og afhendir Selfosskirkju til fullrar eignar og umráða eftirtalda muni :

1.            Messuhökul, stóla, handlín, vélum og mappa.

2.            Altarisbrík.

Selfossi, 25. apríl, 1959

Lovísa Þórðardóttir formaður.

Sigurður Pálsson, Dagur Brynjúlfsson.

 

 

Árið 1959, hinn 4. júlí

kom sóknarnefnd saman í kirkjunni, ásamt Bjarna Pálssyni.

Formaður lagði fram bréf frá hreppsnefnd Selfosshrepps svohljóðandi:

Á fundi hreppsnefndar Selfosshrepps, sem haldinn var 27. maí 1959, var samþykkt, að veita á þessu ári kr. 50.000,- úr hreppssjóði til framkvæmda þeirra, sem um getur í bréfi yðar frá 20. apríl 1959. Vér teljum líklegt að sama upphæð verði veitt árlega næstu ár.

Formaður lagði einnig fram fjárfestingarleyfi, sem veitt hefir verið til að gera turn fokheldan. – Ákveðið var að hefja þó ekki framkvæmdir í sumar, en hefjast handa, ef fært reynist, næsta vor.

Selfossi, 4. júlí 1959

Dagur Brynjúlfsson,       Kristinn Vigfússon,         Karl Eiríksson,    Bjarni Pálsson.

Árið 1960 20. janúar

kom sóknarnefndin saman í Selfosskirkju ásamt safnaðarfulltrúa Sig. Ó. Ólafssyni og Bjarna Pálssyni.

Lagðir voru fram reikningar kirkjunnar árið 1958. Voru niðurstöðutölur þeirra kr. 136.546,22 en skuldir kirkjunnar í árslok ‚58 kr. 460 þús.

Reikningarnir voru samþykktir athugasemdalaust.

Fleira ekki tekið fyrir.

Selfossi 20. jan. 1960

Karl Eiríksson, Kristinn Vigfússon, Dagur Brynjúlfsson.

 

 

Ár 1960, 24. apríl,

hélt sóknarnefndin fund í Selfosskirkju. Mættir voru, auk sóknarnefndarmanna; Bjarni Pálsson og Sigurður Ó. Ólafsson.

Tekið var fyrir:

1.         Guðm. Gilsson hafði farið fram á að fá kauphækkun, allt að 1.200,00 kr. á mánuði, eða helmingshækkun rúmlega – kaupið nú kr. 6.000,00 (hér er átt við árslaun)
Samþykkt var að bjóða honum kr. 9.000,- um árið.

2.         Samþykkt var að láta smíða 4 kirkjubekki – 2 í kór og 2 í kirkju.

3.         Rætt um turnbygginguna. Ýmsra hluta vegna álíst ekki tök á að ráðast í þá framkvæmd á þessu sumri, en stefnt skuli að því að byggja hann á næsta ári – 1961 – .

4.         Umhverfi kirkjunnar: Bjarna Pálssyni falið að gera skipulagsuppdrátt af lóð kirkjunnar, með það fyrir augum að koma lóðinni í það horf sem fyrirhugað er.

Fleira ekki tekið fyrir.        Dagur Brynjúlfsson,       Kristinn Vigfússon,         Karl Eiríksson.

Árið 1960, 18. september

var haldinn aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar. Kristinn Vigfússon setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Guðm. Jónsson skósmið.

Þetta gerðist:

1.         Lesið bréf frá Degi Brynjúlfssyni, þar sem hann segir af sér starfi í sóknarnefnd Selfosskirkju sökum lasleika. Kristinn þakkaði Degi langt og gott samstarf í þágu kirkjunnar.

2.         Kosning sóknarnefndarmanns í stað Dags Brynjúlfssonar.
Uppástungur komu fram um Guðmund Gilsson og Jón Gunnlaugsson lækni. Kosning fór svo að kosinn var Guðm. Gilsson m. 18 atkv. Jón Gunnlaugsson hlaut 7 atkvæði.

3.         Sig. Óli Ólafsson las reikninga kirkjunnar árið 1959 og skýrði þá.
Skuldir kirkjunnar í árslok 1959, voru rúmlega kr. 441 þúsund. Reikningar samþ. einróma. Sr. Sigurður Pálsson þakkaði Degi Brynjúlfssyni og Sigurði Ó. Ólafssyni fyrir gott samstarf á undanförnum árum. Ennfremur stakk hann uppá að kjörin yrði nefnd til að vinna með sóknarnefnd að undirbúningi orgelkaupa. Stakk hann uppá frú Áslaugu Símonardóttur, Matthíasi Ingibergssyni og Jóni Gunnlaugssyni.

4.         Kosin hlutaveltunefnd f. árið 1960. Kosningu hlutu:
Sig. Ólafsson Snælandi, Hjalti Þórðarson Sunnuvegi, Jón Pálsson frá Austurkoti, Halldóra Bjarnadóttir Tryggvagötu 2, Regína Guðmundsdóttir Ártúni 12.

5.         Rætt um orgelkaup.
Guðm. Gilsson ræddi um þörf á pípuorgeli í kirkjuna, lagði hann fram eftirfarandi tillögu:
Safnaðarfundur felur sóknarnefnd að hefjast þegar handa um tekjuöflun og annan nauðsynlegan undirbúning til þess að kaupa pípuorgel í kirkjuna. Orgelið verði vandað eftir föngum og gerð þess ákveðin eftir að fengin hefur verið þar að lútandi tillaga kirkjuorgelleikarans og umsögn um hana frá örðum kunnáttumönnum um það efni.
Var tillagan samþ. einróma. Ennfremur var samþ. fyrrnefnt fólk í nefnd til að starfa með sóknarnefnd að þessum málum.

Kristinn Vigfússon Vigfússon ræddi um málefni kirkjunnar á íð og dreif og benti á mörg verkefni sem fyrir lægju.
Guðmundur Jónsson ræddi einnig um þessi mál, vildi sérstaklega láta lagfæra veginn heim að kirkjunni
Bjarni Pálsson ræddi um kirkjugarðinn og uppdrátt af honum.
Upplýstist að ekki væri til uppdráttur með áteiknuðum leiðum.
Ennfremur tók til máls Matthías Ingibergsson og ræddi um nauðsyn á skipulagningu umhverfi kirkjunnar ofl.

Fundi slitið:        Karl Eiríksson,    Guðmundur Gilsson,     Kristinn Vigfússon,
Guðmundur Jónsson fundarstjóri.

Fimmtudag 22. sept. 1960

kom sóknarnefnd saman á heimili Guðm. Gilssonar, ásamt orgelsjóðsnefnd að undanskyldum Jóni lækni, sem var forfallaður, – og sóknarpresti sr. Sig. Pálssyni. Til umræðu er orgelkaup í kirkjuna, kosning formanns ofl.

Samþykkt var einróma að Kristinn Vigfússon væri kjörinn formaður sóknarnefndar. Rætt á víð og dreif um möguleika á fjáröflun til orgelkaupa.

Samþykkt að leita tilboða í orgel í Þýskalandi. Ennfremur að ræða við oddvita hreppsins um greiðslu á áður samþ. framlögum til kirkjunnar og að fara framá hærra tillag næstu ár, með tilliti til orgelkaupanna.

Kristinn Vigfússon,         Guðmundur Gilsson og Karl Eiríksson.

Þriðjudag 11. okt. 1960 kl. 22

kom sóknarnefnd saman í Selfosskirkju ásamt sr. Láarusi Halldórssyni, sem mun þjóna prestakallinu í vetur.

Rætt á víð og dreif um kirkjumálin. Sóknarnefnd er sammála um að leggja framvegis á sönggjald, þannig að sóknargjöld verði kr. 100.oo

Samþykkt að greiða Guðm. Gilssyni organl. kr. 12.000,oo í laun þetta ár.

Karl Eiríksson,                   Kristinn Vigfússon.

 

Fimmtudaginn 11. maí 1961 kl. 5 e.h.

kom sóknarnefnd saman ásamt fjáröflunarnefnd kirkjunnar í Selfosskirkju. Samþykkt var að gefa Guðmundi Gilsson organleikara umboð til að festa kaup á orgeli í kirkjuna í utanferð sinni sem hann fer nú á næstunni. Safnaðarfulltrúi Sigurður Óli Ólafsson mætti á fundinn og veitti upplýsingar um fjárhag kirkjugarðssjóða. Var samþykkt að taka að láni úr kirkjugarðssjóði til bráðabirgðar allt að 70. þús. krónur sem rynni í orgelsjóð, svo unnt yrði að greiða fyrstu afborgun 200 þús. krónur. Samþykkt var að veita organista 10 þúsund krónur í ferðastyrk til að vinna þessu máli framgang í Þýzkalandi. Sóknarnefndin lýsir ánægju sinni yfir að Selfosshreppur hefur látið skólabörn hlynna að gróðri í kirkjugarðinum og tjáir oddvita Selfosshrepps sínar fyllstu þakkir.

Guðm. Gilsson,                                Kristinn Vigfússon,         Karl Eiríksson.

Mánudaginn 30. okt. kl. 9

kom sóknarnefndin saman á heimili Guðmundar Gilssonar til undirbúnings aðalsafnaðarundar sem halda skal 5. nóv. n.k.

Rætt um orgelkaup, sem eru nú ákveðin frá Þýzku fyrirtæki Steinmeyer & Co.

Gerðar tillögur um menn í fjáröflunarnefnd kirkjunnar, sem annist um framkvæmd hlutaveltu. Fjárhagur kirkjunnar talinn ekki slæmur. Rætt um væntanlega lýsingu í kirkjuna.

G.Gilsson

Sunnudag 6. nóvember, ár 1961

var haldinn safnaðarfundur í Selfosskirkju, að lokinni guðsþjónustu. Guðmundur Gilsson setti fundinn og kvaddi sem fundarstjóra Guðmund Jónsson og fundarritara Árna Guðmundsson. Um leið þakkaði hann f.h. safnaðarins Guðmundi Jónssyni fyrir starf hans sem meðhjálpara, en hann lét af því starfi fyrir skömmu.

Þetta gerðist á fundinum:

1.   Gjaldkeri, Karl Eiríksson las reikninga kirkjunnar og skýrði frá, og voru þeir samþykktir samhljóða.

2.   Kosning 1 manns í sóknarnefnd til 6 ára, í stað Karls Eiríkssonar, sem átti að ganga úr, og var hann einróma endurkjörinn.

3.   Kosning safnaðarfulltrúa til næstu 6 ára í stað Sig. Óla Ólafssonar, og var hann einnig einróma endurkjörinn.

 

4.   Kosning í fjáröflunarnefnd fyrir kirkjuna. Eftirtalið fólk hlaut kosningu eftir uppástung sóknarnefndar:

Gísli Sigurðsson
Guðmundur Gilsson
Óskar Jónsson
Kristjana Guðmundsdóttir
Margrét Þorgrímsdóttir

5.   Rætt var um og talið nauðsynlegt að fjáröflunarnefnd vegna orgelkaupa kirkjunnar væri starfandi og í því sambandi kvaddi læknir Jón Gunnlaugsson sér hljóðs, en hann hefur verið í þessari nefnd og kvað þessa nefnd sála lítið hafa gert. Hækkanir væru miklar og samkomuhald hrykki skammt enda vafasamur hagnaður af þeim. Hann taldi réttast að hreppsnefnd Selfosshrepps legði fram mestan hluta þess fjár sem með þyrfti til orgelkaupanna og þakkaði henni jafnframt fyrir hennar fjárframlög til þessa.

6.   Þá tók Guðmundur Gilsson til máls og skýrði frá því að s.l. vor fór hann utan og athugaði þá verð og annað í sambandi við væntanleg orgelkaup og varð að ráði að orgel verður keypt hjá firma Steinmeyer. Firmað hefur sent menn hingað til athugunar á aðstæðum, staðsetningu orgels ofl. Jafnframt skoðuðu þessir menn pípur þær er keyptar voru á sínum tíma frá Ísafjarðarkirkju og töldu þær mjög góðar. Verða þær sendar út og notaðar í hið nýja orgel. Guðmundur upplýsti að skipafélag nokkurt myndi flytja þessar pípur út, svo og orgelið upp hingað, á sínum tíma, endurgjaldslaust og það yrði um 2 á í smíðum. Hann ræddi enn fremur um leiðir til fjáröflunar í orgelsjóðinn og kvað þegar til reiðu nálega helming verðs. Sr. Sigurður Pálsson taldi sjálfsagt að áfram starfaði nefnd til fjáröflunar fyrir þennan sjóð (sjá 5. lið) og var sama fólk endurkjörið í hana, þau:
Áslaug Símonardóttir
Matthías Ingibergsson
Jón Gunnlaugsson.

7.   Sr. Sigurður Pálsson vakti athygli fólks á því að laugardag 18. Nóv. N.K. kæmi Biskup Íslands til Selfosskirkju á yfirreið. Jafnframt skýrði hann frá því að forseti Íslands yrði viðstaddur guðsþjónustu þessa, sem endurgjald fyrir heimsókn prests og kirkjukórs til Bessastaða á s.l. vetri. Hann hvatti söfnuðinn til að taka vel og virðulega á móti þessum tignu mönnum. Þá var lögð fram til sýnis teikning af hinu væntanlega orgeli og rætt á víð og dreif um turnbyggingu, staðsetningu orgelsins á söngpalli og þessi mál skýrð, sem kostur var á.
Að lokum þakkaði Guðmundur Jónsson söfnuði fyrir starf síðasta árs og bauð sóknarprest Sr. Sigurð Pálsson velkominn til starfa eftir árleyfi það, sem hann var nýkominn úr.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Árni Guðmundsson
(f. ritari).

 

Sunnudaginn 28. október

kom sóknarnefndin saman á heimili formannsins Kristins Vigfússonar. Rætt var um reikninga liðins árs. Einnig var minnst á kirkjugarðsframkvæmdir á Laugardælum. Er nú kominn steyptur undirstöðuveggur sem ráðgert er að leggja á steinrimlagirðingu og smíða járnhlið í opið. Rætt um kapelluna og smíði hennar. Klukkur og búnað hennar. Undirbúningur að safnaðarfundi, minnst á sönggjald.

G.Gilsson            Kristinn Vigfússon           Karl Eiríksson.

Sunnudaginn 11. nóvember 1961

var haldinn safnaðarfundur í Selfosskirkju að lokinni guðsþjónustu.

Formaður sóknarnefndar Kristinn Vigfússon setti fundinn. Kvaddi hann til ritara Bj. Dagsson.

Þetta gerðist á fundinum:
Karl Eiríksson las upp reikninga kirkjunnar 1961 og skýrði þá.
Guðmundur Gilsson skýrði frá gangi orgelmálsins. Taldi hann að orgelið mundi koma hingað árið 1964. – Er nú búið að greiða um helming orgelsverðsins. Orgel þetta mun verða með tveimur hljómborðum og 27 röddum.
Guðmundur Jónsson mæltist til þess að safnaðarfundir verði auglýstir í útvarpi framvegis.
Jón Gunnlaugsson kvartaði undan kulda í kirkjunni við messur.
Daníel Þorsteinsson lagði áherslu á að laga þurfi og fegra lóð kirkjunnar og umhverfi, nefndi hann og líka lagfæringu á biluðum rennum á kirkjuhúsinu og betri hirðingu og skipulagi á kirkjugarðinum.
Guðmundur Jónsson minntist á að sóknarnefndin athugaði með nýjan predikunarstól. Einnig vill hann láta athuga með magnarakerfi í kirkjuna.
Sr. Sigurður vill síður hátalarakerfi, en óskar eftir nokkrum heyrnartækjum í kirkjuna.
Kristinn Vigfússon minntist á Kirkjugarðinn í Laugardælum. Sagði hann frá framkvæmdum þar og hvað þarf að gera fyrir hann til þess að til frambúðar verði.

Fundi slitið.

Bjarni Dagsson (f. ritari),              Karl Eiríksson,    Kristinn Vigfússon,         Guðmundur Gilsson.

Fimmtudaginn 14. júní ´63

kom sóknarnefndin saman til fundar í Selfosskirkju ásamt Bjarna Pálssyni.

Fyrir var tekið: Framkvæmdir í Laugardælum. Var það einróma álit sóknarnefndarmanna að ganga beri frá kirkjugarðinum samkvæmt fyrri samþykktum, en það er að hlaða veggi upp með torfi og grjóti svo fljótt sem unnt er og gera steingarð á þeirri hlið garðsins, sem snýr að fordyrum kapellu þeirrar sem verið er að byggja í kirkjugarðinum að laugardælum. Karl Eiríksson lagði fram til formanns eintak laga um kirkjugarða frá apríl s.l.   Vakti hann athygli á skyldu hreppsfélaga um að gera akfæran veg að kirkjugarðshliði og útvega efni í gangstíga.

Bréf barst frá Hreppsnefnd ritað í Marz með tillögu um að skipta framlagi hreppsins milli turnbyggingar og orgelkaupa og farið á leit að sóknarnefnd útvegi lán til turnbyggingar úr kirkjubyggingarsjóði. Sóknarnefndin óskar eftir að hreppsframlagið renni í orgelsjóð þar til orgelið er uppsett í kirkjunni, síðan sé næsta verkefni að byggja turn.

Fundi slitið.   Guðmundur Gilsson (ritari),            Kristinn Vigfússon,         Karl Eiríksson.

 

Miðvikudaginn 9. okt. 1963 

kom sóknarnefndin saman á heimili formannsins. Rætt um kirkjureikninga ársins 1962 sem voru undirritaðir, var reikningshaldara þakkað gott starf. Fyrir tekið og rætt um bréf frá nokkrum bændum í Laugardælum og nágrenni um að bregða sóknarböndum við Selfosssókn og mynda nýjan söfnuð utanum hina nýreistu kirkju að Laugardælum. Samþykkt að leggja fram bréf þetta á væntanlegan aðalsafnaðarfund Selfosssafnaðar og mæla með að ritendur þess verði leystir úr sóknarböndum við Selfosssöfnuð og taki við kirkjugarðinum til forsjár og varðveizlu. Sóknarnefndin lýsir ánægju sinni yfir þeim framkvæmdum í kringum kirkjuna sem Selfosshreppur hefir látið gera í sumar. Samþykkt að greiða organleikara 7 ½ % uppbót á laun árið 1963.

Fundi slitið,        Kristinn Vigfússon,         Guðmundur Gilsson,     Karl Eiríksson.

Aðalsafnaðarfundur 1963

Haldinn í Selfosskirkju að aflokinni messu sunnudagsins. Formaður setti fundinn og stjórnaði.

Gjaldkeri lag og skýrði reikning kirkjunnar fyrir árið 1962. Niðurstöðutölur kr. 375.060.33
Guðmundur Gilsson sagði fréttir frá orgelsmíðinni og svarði fyrirspurnum.
Kosið í fjáröflunarnefnd fyrir orgelið: Guðmundur Gilsson, Gísli Sigurðsson, Kristjana Guðmundsdóttir, Arndís Þorbjarnardóttir, Bergur Þórmundsson.

Sóknarskipting: Bréf barst frá 40 bændum í kring um Laugardæli um úrsögn úr Selfosssókn þar sem þeir óskuðu að mynda nýja sókn um kirkju þá sem systkinin frá Þorleifskoti hafa byggt þar og gefið. Nokkrar umræður urðu um þetta mál. Matthías Ingibergsson spurði hvort Selfosssöfnuði hefði eigi verið gefinn kostur á að annast um þessa kirkju. Prestur taldi eðlilegra að fólkið í Laugardælum hafi kirkjuna þar sem stytzt er að sækja til messu. Miklar umræður urðu um málið. Samþykkt var að leysa þessa bændur úr sóknarböndum og sóknarnefndinni falið að leiða það mál til lykta. Hreppsnefnd Selfoss þökkuð fegrun á umhverfi kirkjunnar og lagning stígar út að kirkjugarðinum.

Aukasafnaðarfundur í Selfosssókn var haldinn í Selfosskirkju 5. ágúst 1964.

Fyrir var tekið hækkun sóknargjalda í kr. 200,-

Formaður sóknarnefndar Kristinn Vigfússon reifaði málið. Kom í ljós nauðsyn á auknum tekjum til að greiða kaup á kirkjuorgeli sem er nú væntanlegt, auk þess sem reksturskostnaður fer hækkandi. Til máls tóku sr. Sigurður Pálsson, Karl Eiríksson, Guðmundur Gilsson og Guðni Þorsteinsson. Samþykkt var eftirfarandi tillaga með mótatkvæði meðhjálparans.

„Með því að reksturskostnaður kirkjunnar hefur hækkað stórlega í aukinni dýrtíð og söfnuðurinn er að kaupa vandað kirkjuorgel, samþykkir safnaðarfundur Selfosssóknar haldinn í Selfosskirkju 5. ágúst ´64 að sóknargjaldið verði hækkað í kr. 200,- á hvern gjaldanda.“

Fyrir tekið bréf Guðmundar Jónssonar um að keypt verði hátalarakerfi í kirkjuna. Til máls tók sr. Sigurður Pálsson sem mælti með að reynt yrði að fá heyrnartæki fyrir heyrnardauft fólk. Guðni Þorsteinsson mælti í sömu átt. Daníel Þorsteinsson, klæðskeri leggur til að athugað yrði um kostnað á hátalarakerfi í kirkjuna, tekur fram að heyrnardauft fólk muni fara hjá sér um notkun á sérstökum heyrnartólum. Þakkar þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið umhverfis kirkjuna. Presturinn leggur áherzlu á að heyrnardauft fólk njóti ekki hátalara kerfis heldur þurfi auk þess að hafa heyrnartól. Telur að breyta þurfi gangstíg að kirkjunni þannig að stefnt sé að kirkjudyrum. Til máls tóku Karl Eiríksson, Guðm. Gilsson og Guðni Þorsteinsson.

 

Sóknarnefndin kom saman þriðjudaginn 14. október (´64)

á Landsbankaloftinu Selfossi ásamt presti safnaðarins. Rætt var um fyrirkomulag á vígslu hins nýja kirkjuorgels, sem 2 þýskir orgelsmiðir Steinmeyers höfðu unnið við að koma fyrir á sönglofti kirkjunnar um sex vikna skeið.

Samþykkt var að hafa hátíðarmessu með miklum viðbúnaði. Skyldi biskub Íslands fenginn til að vígja orgelið með sérstökum hætti, en sóknarprestur annast messugjörð að öðru leyti. Kirkjukórinn hefur búið sig undir söngþáttinn í rúman mánuð og notið sérþjálfunar Einars Sturlusonar söngkennara um einnar viku skeið.

Auk þess var ákveðið að bjóða nokkrum gestum til samdrykkju í Hótel Selfoss til að gera daginn hátíðlegri og eftirminnilegri. Skyldi biðja kvenfélagið að standa fyrir því hófi.

Samþykkt að prenta boðsmiða og messuskrá, sem yrði til minningar um þennan merka atburð. Rætt var um að fá söngmálastjóra Róbert A. Ottóson til að stýra söng, en Mána Sigurjónsson til að aðstoða organleikarann við orgeleinleik á vígsludaginn.

Bréf barst frá kirkjumálaráðherra svohljóðandi:

„Eftir viðtöku bréfs yðar, hr. sóknarnefndarformaður dags. 6. ágúst sl. varðandi umsókn um leyfi til hækkunar á sóknargjöldum í kr. 200,- á hvern einstakling, tekur ráðuneytið það fram, með skírskotun til 2. mgr. 1. gr. laga um sóknargjöld, að það samþykkir framangreint erindi.“

Fh.r

e.u.

Ólafur Björnsson.

Sóknarnefnd Selfosssafnaðar kom saman til fundar við sóknarnefnd hinnar nýju Laugardælasóknar á heimili Þórarins Sigurjónssonar þriðjudagskvöldið 3. nóv. 1964.

Tilefni þess var að ganga frá sóknarskiptum skv. ályktun aðalsafnaðarfundar Selfosssafnaðar 1963. Samkomulag varð um að engar fjárkröfur skyldu gerðar í tilefni sóknarskiptanna, en að Selfosssöfnuður skyldi taka nokkurn þátt í kostnaði við girðingu utan um Laugardælakirkjugarð. Skal framlag Selfosssafnaðar til kirkjugarðsins vera kr. 20 þúsundir í eitt skipti fyrir öll og framkvæmdir þessar síðan vera eign Laugardælasafnaðar eins.

Með þessu eru öll skipti sóknanna að fullu gerð og samþykkt af undirrituðum sóknarnefndum.

f. Laugardælasókn:

Þórarinn Sigurjónsson

Þórður Jónsson

Rósa Haraldsdóttir.

f. Selfosssókn:

Kristinn Vigfússon

Karl Eiríksson

Guðmundur Gilsson.

 

Sunnudaginn 1. nóv. 1964 á Allra heilaga messu

fór fram vígsla hins nýja kirkjuorgels að viðstöddu miklu fjölmenni þ.a.m. kirkjuþings.

Biskup Íslands framkvæmdi athöfnina á fallegan og virðulega hátt, lýsti blessun yfir orgelinu og sá sem við það eiga að starfa. Fór svo fram hátíðarmessa. Söngmálastjóri stjórnaði kórnum, organleikari lék Preludíu og fúgu í Es-dúr eftir Bach og Ciacona í F eftir Pacelbel  en kórinn söng Þitt lof eftir Beethoven og Ave Verum Corpus eftir Mozart.

Að messu lokinni bauð sóknarnefndin til kafi veizlu í Hótel Selfoss. Voru þar um 100 manns og margar ræður fluttar. Aðalræðuna flutti form. sóknarnefndar Kristinn Vigfússon og rakti sögu orgelanna austan fjalls. Kom fyrst orgel hingað 1875 í Arnarbæli.

Almenn ánægja ríkti um hið veglega nýja orgel, sem verður stærst og best hér austanfjalls um langa framtíð.

Sunnudaginn 6. desember 1964

var haldinn safnaðarfundur að lokinni messu í Selfosskirkju kl. 2 e.h.

Formaður setti fundinn og bað gjaldkera, Karl Eiríksson, að lesa og skýra reikninga kirkjunnar.
Niðurstöðutölur voru á rekstrarreikningi kr. 409.336,25 , á efnahagsreikningi kr. 1.354.024,88 og orgelsjóði kr. 139.047,84 .

Guðmundur Gilsson talaði um orgelið og fjárhagsmál í sambandi við það.
Formaður talaði um hátalarakerfi og framtíðar lýsingu í kirkjunni.
Guðmundur Jónsson tók til máls um fjármálaástandið, sem hann taldi eftir vonum fremur gott. Lýsti hann ánægju sinni yfir hinu vandaða orgeli, sem komið væri í kirkjuna og mætti búast við heimsóknum frægra orgelleikara, sem vissulega væri fengur í. Guðmundur minntist enn fremur á hátalarakerfið og taldi þurfa endurbóta á hljómum kirkjunnar við fjölmennari jarðarfarir og messur og vakti athygli á að sími þyrfti að koma í kirkjuna til að geta útvarpað frá kirkjunni messum og tónleikum.. Upplýst var að öll þessi mál væru í athugun.

Í fjáröflunarnefnd voru kosin: Matthías Ingibergsson, Elínborg Sigurðardóttir, Guðmundur Gilsson, Kristjana Guðmundsdóttir og Gísli Sigurðsson.
Guðmundur Gilsson gekk úr sóknarnefnd – í stað hans var kosinn Hjalti Þórðarson skrifst.stj., en auk hans var stungið upp á Páli Jónssyni tannl.
Kristinn Vigfússon formaður sóknarnefndar átti að ganga úr nefndinni, en var fyrir eindregin tilmæli allra viðstaddra fús að starfa áfram í nefndinni um sinn.

Formaður þakkaði Guðmundi Gilssyni fyrir störf hans í sóknarnefndinni og bauð Hjalta Þórðarson velkominn til starfa þar. Að lokum var rætt um safnaðarmál almennt.
Safnaðarfólki voru þökkuð framlög í orgelsjóð, sem kirkjukórmeðlimir önnuðust söfnun á að lokinni víxlu orgelsins. Söfnuðust þannig rúmar 60 þús. krónur. Kvenfélaginu voru færðar þakkir fyrir rausn sína á orgelvíxlu-daginn, og oddvita fyrir umhirðu um kirkjugarðinn og lóðarstandsetningu.
Sóknarskilum í Laugardælum er nú lokið og hefur Selfoss – söfnuður kostað til 30 þúsundum í girðingu og hlið, en greiddi 20 þús. aukalega uppí kostnað við girðingu utanum kirkjugarðinn, eru öll þau sóknarskipti þar með gerð og full frá gengin.
Guðmundur Jónsson þakkaði fegrun kirkjulóðarinnar en telur árbakkann vera mjög hættulegan og þurfi að girða árbakkann úr básnum upp í kirkjugarð. Mælist til að sóknarnefndin riti hreppsnefndinni um að þessi kafli verði girtur vel heldri girðingu. Guðmundur Gilsson tók í sama streng.
Sr. Sigurður Pálsson bað sóknarnefnd að þakka Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra gjöf hans á 20 sálmabókum til kirkjunnar í sumar.
Ennfremur var ákveðið að senda Eimskipafélagi Íslands h.f. , Samvinnutryggingum og Kaupfélagi Árnesinga o.fl. sérstakar þakkir fyrir framlög þessara aðila og fyrirgreiðslu í sambandi við kaup á orgelinu og flutningi þess frá Þýzkalandi til landsins og svo frá Reykjavík til Selfoss.
Formaður minntist á hættustaði við ána í nánd við kirkjuna og vörn við þeim.

Fundi slitið.                        Guðmundur Gilsson.

Sóknarnefnd Selfosskirkjusafnaðar hélt fund í Selfosskirkju

fimmtudaginn 9. september 1965.

Auk sóknarnefndarmanna voru á fundinum, sóknarpresturinn sr. Sigurður Pálsson og organisti kirkjunnar Guðmundur Gilsson.
Sóknarnefndarformaður, Kristinn Vigfússon skýrði frá því, að nýlega hefðu sérfróðir menn í radíótækni komið og athugað aðstöðu til að setja upp hátalara – eða magnarakerfi í kirkjuna. Menn þessir voru frá fyrirtækinu Radio- og raftækjastofunni Óðinsgötu 2 Reykjavík og ákváðu þeir að skila tilboði í lögn á slíku kerfi að athugun sinni lokinni, sem væntanlega yrði innan skamms.
Rætt var um launakjör organista kirkjunnar. Organisti gerði tilboð um að fá kr. 3.500,- á mánuði fyrir að annast organleik við messur, sem yrðu reglulega þriðja hvern sunnudag svo og messur á stórhátíðum og yrðu það sem næst 22 – 23 messur á ári, auk þess myndi hann annasst nauðsynlegar æfingar kirkjukórsins. Sóknarprestur lýsti yfir að þetta tilboð bryti ekki á bága við þær föstu messugerðir, sem hann hefði ákveðið eða hugsað sér að hafa að öllum jafnaði í kirkjunni.
Sóknarnefndin frestaði að taka ákvörðun um hvort hún tæki áðurnefndu tilboði organistans.

Fundi slitið.

Hjalti Þórðarson (ritari)                 Karl Eiríksson,  Kristinn Vigfússon.

Samkomulag milli sóknarnefndar Selfosssafnaðar og Guðmundar Gilssonar organista um starfs og launakjör hans við Selfosskirkju:

1. gr.   Organisti skal annast organleik við messugerðir, sem eru reglulega 3. hvern sunnudag og um hátíðir – aðfangadagskvöld, gamlárskvöld og páskadagsmorgun. Ennfremur skal organistinn annast æfingar kirkjukórsins a.m.k. einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina svo og stjórn hans. Á miðvikudögum ber organistanum ekki að annast neinar athafnir í kirkjunni, en sé í annan tíma en á miðvikudögum og hinum tveim sunnudögum milli reglulegra messugjörða um kirkjulegar athafnir að ræða, aðrar en jarðarfarir, er organista skylt að annast organleik við þær og er honum þá heimilt að fella niður eina æfingu kirkjukórsins næstu á eftir hverri slíkri athöfn. Auk þessa ber organleikaranum að sjá um að nákvæm mætingaskrá söngfólksins verði haldin og ef ástæða þykir til að greiða fyrir söng kirkjukórsins, þá verði það gert í samræmi við þá mætingaskrá.

2.gr.    Forfallist organleikari frá störfum ber honum að tryggja organleik í kirkjunni á sinn kostnað. Einnig skal organleikari hafa rétt til fjögurra vikna orlofs á tímabilinu 1. júní til 1. september.

3.gr.    Fyrir þetta starf lætur söfnuðurinn organista í té frítt húsnæði.

4.gr.    Samkomulag þetta gildir frá 1. jan. 1966 til 30. sept. 1966, en framlengist eftir það um eitt ár í senn, sé því ekki sagt upp með 3gja mánaða fyrirvara af öðrum hvorum aðilanum.

Selfossi 6. nóv. 1965

Sóknarnefnd Selfosssafnaðar.

 

Aðalfundur Selfosssafnaðar var haldinn 24. október 1965.

Formaður sóknarnefndar Kristinn Vigfússon setti fundinn og stjórnaði honum. Þetta gerðist:

I.          Karl Eiríksson gjaldkeri kirkjunnar las reikninga kirkjunnar fyrir árið 1964. Gjaldendur kirkjugjalda árið 1964 voru 1053 á Selfossi og 24 utan Selfoss.
Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi voru 1,008 þús. og á eignareikningi kr. 2,580 milljónir. Skuldir voru 823 þús. og eignir umfram skuldir 1,757 millj. – Endanlegt verð hins nýja orgels var kr. 1,223 millj.
Formaður þakkaði framlag hreppsins til kirkjunnar og sagði að ekki hefði verið unnt að kaupa orgelið án þess. Guðmundur Gilsson tók í sama streng og þakkaði jafnframt öllum, sem þátt áttu í að orgelkaupin voru möguleg. Karl Eiríksson taldi upp alla helstu aðila, sem lögðu fram gjafir til orgelkaupanna.

II.         Formaður talaði um framkvæmdir í að fá framtíðar lýsingu í kirkjuna og ganga þyrfti endanlega frá því máli og kæmi sennilega helzt til greina að fá ljósahjálma. Athugandi væri að fá ljóstæknifræðing til að setja upp fullkomna lýsingu. Guðmundur Jónsson taldi að einfaldast væri að hafa samráð við sóknarprestinn, sem væri vel að sér í öllum kirkjubúnaði.
Guðmundur Gilsson ráðlagði sóknarnefnd að fara til R.víkur að skoða ljósahjálminn í Hallgrímskirkju því hann væri að hans dómi mjög álitlegur og keypti hann ef hann væri falur, eða annan slíkan. Sóknarnefnd var falið að hafa málið áfram til athugunar.

III.       Leitað var tilboða í lagningu hátalarakerfis í kirkjuna. 5 hátalara – tæki og nokkur heyrnartæki og útbúnaður fyrir hátalara úti mundi kosta 28 – 30 þús. samkv. tilboði Radio- & raftækjastofunnar Óðinsgötu 2 Reykjavík skv. gildandi verðlagi.
Sr. Sigurður Pálsson taldi að æskilegt væri að fá heyrnartæki þótt hátalarakerfi væri ekki tekið líka. Guðmundur Jónsson taldi æskilegt að fá hátalarakerfi vegna allra þeirra, sem hefðu gallaða heyrn.
Guðmundur Gilsson upplýsti að ekki væri nauðsynlegt að koma þessu upp vegna söngs eða organleiks. Sóknarnefnd var falið að hafa málið til frekari athugunar og ákvörðunar.

IV.       Formaður sagði frá bréfi sem borist hefði frá biskupi þar sem óskað er eftir framlagi safnaðarins til Hins almenna biblíufélags, sem væri 150 ára um þessar mundir. Stakk hann uppá að söfnuðurinn legði fram 1000 krónur úr kirkjusjóði árlega næstu 3 – 4 árin.
Sóknarprestur taldi æskilegt að fela sóknarnefnd ákvörðun í þessu máli og hafa tillagið frekast í samræmi við það sem aðrir söfnuðir hefðu það og var samþ. að fela sóknarnefnd framkvæmdir í þessu máli.

V.        Formaður sagði að farið hefði verið fram á við oddvita eftir ósk seinasta safnaðarfundar, að girt væri með ánni á móts við kirkjuna og hreppurinn sæi um það. Sig. I. Sigurðsson oddviti sagði að sér fyndist æskilegt að girða með ánni þótt skiptar skoðanir væru annars um það. Alveg eins gæti komið til greina að aðrir en hreppurinn framkvæmdu verkið þótt hann kannski borgaði kostnaðinn að einhverju eða öllu leyti að því er tæki til girðingar móts við kirkjuna.

VI.       Guðmundur Gilsson bar fram munnlega tillögu um að sóknargjöldin yrðu hækkuð um 50 kr. á gjaldanda í kr. 250,- . Kristinn Vigfússon mælti því heldur í móti á meðan kirkjan nyti jafn ríflegra framlaga frá hreppnum, sem raun væri á. Tillagan kom ekki til afgreiðslu.
Guðmundur Jónsson spurðist fyrir um það hvað liði gerð prédikunarstóls og upplýstist það að gerð hans væri skammt komin.
Sr. Sigurður Pálsson vakti máls á því að nauðsynlegt væri orðið að byggja sérstakt líkhús á staðnum. Lagði hann til að sóknarnefnd færi að athuga þet6ta mál og henni falið að kanna hvað væri hægt að framkvæma í því og var það samþykkt.

Fleira gerðist ekki á fundinum.

Hjalti Þórðarson fundarritari.

Sóknarnefnd kom saman til fundar 11. nóv. 1966 .

Ákveðið var að greiða kirkjukórnum 20 þús. fyrir kirkjusönginn í stað 14 þú. áður.
Þá var ákveðið að leggja fyrir safnaðarfund að hækka kirkjugjöldin um 50 krónur í kr. 250,- á hvern gjaldanda.
Talað var um að fá ljóshjálma í kirkjuna og reyna að koma þeim upp á næsta ári og ennfremur að koma því í kring að setja upp hátalarakerfið.
Aðalsafnaðarfundur var ákveðinn 20. nóv. n.k. að lokinni messu.

Hjalti Þórðarson.

Aðalsafnaðarfundur Selfosssafnaðar var haldinn í Selfosskirkju að lokinni messu kl. 2 hinn 20. nóv. 1966 .

Formaður sóknarnefndar setti fundinn og stjórnaði honum. Þetta gerðist á fundinum:

I.       Lesin fundargerð frá seinasta aðalsafnaðarfundi.

II.     Gjaldkeri Karl Eiríksson las reikninga fyrir árið 1965. Tekjur voru samtals kr. 569.433,57 þar af sóknargjöld 222.800,- og framlag frá Selfosshreppi kr. 150.000,-
Af gjöldum voru afborganir lána kr. 238.824,15 og vextir 21.733,20 .
Tekjur umfram gjöld voru 181.306,59
Niðurstöður á efnahagsreikningi voru 2.581.578,34 – eignir umfram skuldir voru 1.997.126,34 .
Tekjur kirkjugarðssjóðs voru 84.884,19 – tekjur umfram gjöld kr. 71.127,64 .

III.    Kosin safnaðarfulltrúi til eins árs í stað Sig. Ó. Ólafssonar a.þm.
Guðmundur Jónsson skósmiður var kosinn með 14 atkv. Guðmundur Jóhannsson fékk 6 atkv.

IV.    Lögð var fram tillaga frá sóknarnefnd um að hækka sóknargjöld í 250 krónur á hvern gjaldanda og gerði formaður grein fyrir tillögunni. Sóknarpresturinn sr. Sig. Pálsson óskaði eftir í þessu sambandi að lögð yrði fram fjárhagsáætlun og gerð yrði grein fyrir hvað ætti að gera við þær hækkanir kirkjugjalda, sem farið væri fram á. Frú Stefanía Gissurardóttir mælti með hækkun sóknargjalda en upplýsti að Kvenfélag safnaðarins mundi leggja fram fé til lýsingar í kirkjunni. Hún vildi að Fr. Gréta Björnsson yrði fengin ásamt ljóstæknifræðingi til að ákveða lýsingu kirkjunnar. Hún benti ennfremur á að gott væri að stofna bræðrafélag innan safnaðarins til að starfa með kvenfélagi kirkjunnar.
Frú Anna Eiríksdóttir benti á að sjálfsagt og eðlilegt væri að byggingafulltrúi staðarins, Bjarni Pálsson, sem teiknað hefði kirkjuna væri hafður með í ráðum þegar framtíðarlýsing hennar yrði ákveðin. Guðmundur Gilsson mælti með hækkun sóknargjalda. – Það væri svo margt sem gera þyrfti kirkjunni til eflingar.
Formaður Kr. Vigfússon, reifaði tillöguna um hækkun sóknargjalda að nýju og taldi ekki nauðsynlegt að gera fjárhagsáætlun t.d. væri flestum ljóst að turnbygginguna við kirkjuna þyrfti að hefja hið fyrsta með fleiru.
Tillagan var að lokum samþykkt en hún var þannig:   Aðalsafnaðarfundur Selfosssafnaðar haldinn í Selfosskirkju 20. nóv. 1966 samþykkir að sóknargjöld skuli vera kr. 250,- á hvern gjaldanda.

V.     Önnur mál:
Sr. Sigurður Pálsson áréttaði tillögu sína frá í fyrra um byggingu líkhúss. Þörf fyrir slíkt hús væri orðin mjög brýn. Hann beindi því til formanns að hann fylgdi þessu máli eftir. Formaður sagði að á næsta ári yrði undinn bugur að því að fá hátalara og lýsingu í kirkjuna. Þá upplýsti hann að gengið yrði frá leiðslu fyrir raflýsingu í kirkjugarðinn því allmargir óskuðu eftir að slíkt væri hægt um jól og nýár.
Helgi Ágústsson talaði næstur og benti á að gera þyrfti meira til að hirða kirkjugarðinn – slá hann oftar en gert er að sumrinu. Þannig að alltaf væri gott að komast um hann.
Formaður viðurkenndi þörfina á þessu, en sagði að erfitt væri að fá menn til að vinna verkið nógu oft. Í frekari umræðum sem urðu var talin þörf á að fá betri sæti meðfram veggjum kirkjunnar og ennfremur að fjölga sætum ef mögulegt væri.
Þá var ennfremur tekið undir tillöguna um líkhúsbygginguna og var sóknarnefnd falið að koma því máli á rekspöl.

Fundi slitið . Hjalti Þórðarson (ritari)      Karl Eiríksson,                   Kristinn Vigfússon.

Sóknarnefnd kom saman til fundar sunnudaginn 18. júní 1967.

Ákveðið var að mála skyldi öll gólf í kirkjunni. Keyptir skyldu 2 eða 3 ljósahjálmar í kirkjuna og þeir strax settir upp, er þeir væru komnir – ennfremur skyldi lagfærður annar ljósabúnaður eftir þörfum. Að frágangi á lýsingu lokinni skyldi gengið í að setja upp hátalarakerfi á þessu ári, ef fjárhagur leyfði.
Þá skyldi gengið í að fá teikningu hjá arkitekt, Bjarna Pálssyni af turni við kirkjuna og hefja framkvæmdir við hana eins fljótt og fjárhagur leyfði og teikning væri fengin – og ennfremur fá teikningu af prédikunarstól í kirkjuna – smíði á honum er löngu tryggð.

Ákveðið var að leggja framlag Selfosshrepps til kirkjunnar á árinu 1967 í turnbyggingarsjóð. Þá var rætt um byggingu líkhúss athugað yrði, til að byrja með, um staðsetningu þess og fyrirkomulag og því næst fengin teikning og framkvæmdir hafnar svo fljótt sem aðstæður leyfðu.

Ákveðið var að láta slá kirkjugarðinn a.m.k. tvisvar á sumrinu ef hægt væri að fá menn til þess, en formaður upplýsti að það gengi illa, skyldi borga fyrir sláttinn, ef með þyrfti.

Hjalti Þórðarson (ritari)                 Karl Eiríksson,                   Kristinn Vigfússon.

Sóknarnefndarfundur var haldinn í Selfosskirkju 7. júlí 1967.

Mættir voru á fundi, sóknarnefndin, sóknarprestur, safnaðarfulltrúi, organisti, kirkjuvörður og arkitekt, Bjarni Pálsson.

Fundarefni var að undirbúa nýja lýsingu í kirkjuna. Skoðaðar voru myndir af ljóshjálmum úr kristalli og kopar. Í framhaldi af því var arkitektinum Bjarna Pálssyni falið að gera tillögu að nýrri lýsingu í kirkjuna, eftir einn mánuð. Þá var Bjarna Pálssyni einnig falið að gera teikningu að turni við kirkjuna og yrði hún tilbúin fyrir næsta vor, þannig að hægt yrði að byrja þá, á komandi vori.

Hjalti Þórðarson, ritari.

Sóknarnefndarfundur var haldinn 25. apríl 1968.

Gerð var áætlun um hvað mikið af peningum væri til eða möguleikar að leggja fram til byggingar á turni við kirkjuna. Eftirtaldir möguleikar virtust fyrir hendi: Úr turnsjóði 110 þús., úr rekstrarsjóði 100, úr kirkjugarðssjóði 320 þús. (lán) og óinnheimt í kirkjugarðssjóð 120 þús. ca. – samtals 650 þús. Álitið var að möguleikar væru á að hefja turnbygginguna til þess að hægt væri að ganga frá henni að utan fyrir þessa upphæð, ef hún yrði tekin til þessarar ráðstöfunar.
Nefndin óskaði þess við Bjarna Pálsson, sem staddur var á fundinum, að hann gerði teikningu af kirkjuturninum sem fyrst, þannig að hægt væri að hefja byggingu í júní eða júlí á þessu ári.

Hjalti Þórðarson fundarritari,                     Kristinn Vigfússon,                         Karl Eiríksson.

 

Aðalfundur Selfosssafnaðar var haldinn í Selfosskirkju 15. júní 1968 kl. 5.

Kristinn Vigfússon form. sóknarnefndar setti fundinn og tilnefndi Guðmund Jónsson fundarstjóra:

Gerðir fundarins:

I.       Lesnir reikningar kirkjunnar og kirkjugarðsins fyrir 1967 af Karli Eiríkssyni, gjaldkera kirkjunnar.

                               (…hér var óútfyllt bil sem ætlunin hefur verið að setja inn niðurstöðutölur).

Kristinn Vigfússon sagði fjárhag kirkjunnar vera góðan enda notið fjárframlaga frá hreppnum um mörg ár og þessu ári 75 þús. Hann sagði að leyfilegt væri að innheimta 12% kirkjugarðsgjald af álögðum útsvörum og aðstöðugjöldum í hreppnum en 1% hefði verið innh. að undanförnu og taldi hann sjálfsagt5 að nota heimildina um hámarksálagninu.
Sig. I. Sigurðsson oddviti, hvatti til þess að farið yrði að drífa í að ljúka við byggingu kirkjunnar og ganga frá turnbyggingu við hana.

II.     Kosningar: Kosið í sóknarnefnd til 6 ára í stað Karls Eiríkssonar og var hann endurkosinn.
Kosning safnaðarfulltrúa til 6 ára. Kosinn var Guðmundur Jónsson.

III:    Önnur mál:
Sóknarpresturinn, sr. Sigurður Pálsson gerði fyrirspurn um hvað liði athugun á byggingu líkhúss, sem sóknarnefnd væri falið að gera fyrir um tveim árum. Kristinn Vigfússon upplýsti að til athugunar væri að koma slíkri aðstöðu upp fyrir kirkjuna í sambandi við væntanlega sjúkrahúsbyggingu.
Guðmundur Jónsson og sóknarprestur lögðu áherslu á að málið væri aðkallandi og var því vísað til sóknarnefndar til frekari athugunar og framkvæmda.
Karl Eiríksson sagði að ofarlega á bugi hefði verið að hefja framkvæmdir við turnbygginguna þar sem fjárhagur mundi nú leyfa það.
Kristinn Vigfússon sagði að framkvæmdir nú strönduðu á því, að teikning af honum væri ekki enn fyrir hendi, en arkitekt, Bjarni Pálsson, sem teiknaði kirkjuna hefði ekki enn komið því í verk, en siðferðilega yrði fyrst að leita til hans með að teikna turninn.
Sóknarprestur sagði að ef Bj. Pálsson gæfi frá sér að teikna turninn yrði að leita til annars arkitekts með það verk.
Guðmundur Jónsson tók í sama streng.
Sig. I. Sigurðsson sagðist treysta því að Kristinn Vigfússon hefði áfram forystu um byggingu kirkjunnar og annað, er kemur málum safnaðarins við, enn um sinn, en Kristinn hafði orð á að hætta störfum í sóknarnefnd að svo komnu máli en fundurinn tók undir ósk Sigurðar um að halda áfram störfum og formennsku í sóknarnefnd og varð Kristinn við þeirri beiðni.
Sóknarprestur benti á að ráða þyrfti umsjónarmann við kirkjuna – það mundi m.a. létta á störfum formanns. Sig. I. Sigurðsson tók undir það. Séra Sigurður bar fram svohljóðandi tillögu:

„Safnaðarfundur haldinn 15. júní 1968 felur sóknarnefnd að finna mann, sem getur tekið að sér ýmis störf viðvíkjandi rekstri og hirðingu kirkjunnar gegn þeirri greiðslu, sem um semst“.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Guðmundur Jónsson spurði um hvort borgað væri legkaup eða fyrir afnot af kirkjunni, þegar jarðað væri fólk, sem væri utan safnaðarins.
Sóknarprestur upplýsti að þetta mál hefði verið rætt við sóknarnefnd, formann hennar á sínum tíma, en ákveðið að taka ekki slíkar greiðslur. Sóknarprestur óskaði eftir að safnaðarfundurinn léti í ljós ósk um að sett væri einhver vörn fyrir kirkjugarðinn og kirkjuna gegn flóðum líkum þeim sem, sem urðu s.l. vetur. Sóknarnefnd var falið að gera athuganir á því.
Oddviti, Sig. I. Sigurðsson, upplýsti að það landbrot, sem varð við kirkjugarðinn í flóðunum s.l. vetur, mundi Selfosshreppur sjá um að lagfæra eftirföngum.

Eftirfarandi tillaga var borin fram af Karli Eiríkssyni og Guðmundi Jónssyni:
„Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar haldinn 115. júní 1968 skorar á sóknarnefnd að sjá um að hafist verði handa við byggingu kirkjuturnsins á næsta vori með því að ýta af krafti á undirbúning verksins nú í sumar.“
Tillagan var samþykkt samhljóða. Kristinn Vigfússon þakkaði oddvita fyrir alla fyrirgreiðslu og fjárframlög sem hann og hreppurinn hefðu veitt kirkjunni og tóku fundarmenn undir það.
Sig. I. Sigurðsson spurði um hvernig ráðningu organleikara væri nú háttað við kirkjuna. Þar sem hann hefði ekki unnið við organleikinn s.l. vetur.
Kristinn Vigfússon upplýsti, að Guðmundur Gilsson væri enn ráðinn við kirkjuna sem organleikari, en um framhaldið færi eftir því hvort hann yrði áfram ráðinn við Tónlistarskólann.

Fundi slitið.                        Hjalti Þórðarson ritari.

Sóknarnefndarfundur var haldinn að loknum safnaðarfundi 15. júní 1968.

Ákveðið var að leggja fram úr kirkjusjóðnum kr. 5.000,- á þessu ári til íslenska prestsins í Danmörku. Gengið var frá ráðningu umsjónarmanns við kirkjuna. Ráðinn var Magnús Jónasson, Smáratúni 11, sem verið hefur hringjari við kirkjuna lengi. Umsamin greiðsla við Magnús fyrir starfið var kr. 2.500,- á mánuði.

Fundi slitið.                        Hjalti Þórðarson ritari.

Á fundi sem Kvenfélag Selfosskirkju boðaði sóknarnefnd á 20. nóvember 1968

afhenti formaður félagsins, frú Stefanía Gissurardóttir kirkjunni skáp að gjöf fyrir fermingarkirtla sem kirkjan á, og ennfremur 12 fermingarkirtla til viðbótar.
Á sama fundi lagði Bjarni Pálsson, byggingafulltrúi að Selfossi fram tillöguuppdrátt að viðbótarbyggingu við kirkjuna. Það er lengingu kirkjuhússins, turn, safnaðarheimili og líkhús.
Hjalti Þórðarson átaldi þau vinnubrögð, sem hér væru við höfð af byggingafulltrúa, eðlilegast hefði verið að leggja tillögu – uppdrátt þennan fyrst fyrir sóknarnefnd, enda margbúið að ganga eftir teikningu hjá byggingafulltrúa af turni með kirkjuna, en hinsvegar hefði aldrei neitt verið um byggingu safnaðarheimilis talað. Lýsti hann sig andvígan tillögunni að því er tæki til byggingar safnaðarheimilis, enda horfði mjög illa við að gera tillögur um slíkt þar sem hreppurinn styrkti kirkjuna árlega með fjárframlögum o.fl., en félagsheimilismálin í hreppnum væri algerlega óleyst.
Kristinn Vegfússon, sóknarnefndarformaður tók í sama streng, lýsti sig andvígan teikningunni og þeirri aðferð sem notuð væri við að koma henni á framfæri.
Nokkrar umræður urðu um málið m.a. tók til máls sóknarpresturinn sr. Sig. Pálsson og nokkrar kvenfél.konur , sem á fundinum voru og lýstu sig fylgjandi tillöguuppdrættinum.
Ekki fékkst samstaða um þetta mál á fundinum.
Kristinn Vigfússon þakkaði kvenfélagi kirkjunnar fyrir hinar ágætu gjafir til hennar, sem getið er um í fundargerð hér að framan.

Fundi slitið.        Hjalti Þórðarson ritari.

 

(Ódagsett):

Guðmundur Gilsson, organleikari, sagði upp störfum sem organleikari við Selfosskirkju frá og með 1. október 1968. Í hans stað var ráðinn mexikanskur maður að nafni Abel Rodriguez Loretto, undur maður, sem nýbúinn var að ljúka námi í organleik á Ítalíu   – hjá Germani – .

12.11.1968

Sóknarnefndin gerði eftirfarandi starfs- og launasamning við hinn nýja organleikara:

Sóknarnefnd Selfosskirkju og Abel Rodriguez Loretto gera með sér svofelldan samning:
Abel Rodriguez Loretto tekur að sér að annast orgelleik í Selfosskirkju við allar venjulegar kirkjuathafnir sem þar fara fram og viðhalda þjálfun kirkjukórsins frá og með 1. nóv. 1968 til 31. okt. 1969. Fyrir þessi störf greiðir sóknarnefnd Selfosskirkju viðsemjanda kr. 3.000,- -þrjúþúsund krónur- á mánuði, er gjaldfalla 15. hvers mánaðar. Sé óskað orgel- og/eða þjónustu kórsins við aðrar athafnir í Selfosskirkju, kemur sú greiðsla fyrir er greiðist af þjónustubeiðanda.
Samningur þessi framlengist af sjálfu sér verði honum ekki sagt 3 mánuðum fyrir 1. nóv. 1969, með gagnkvæmum rétti, en þá er þó heimilt að endurskoða launaupphæð hans.
Samningur þessi er gerður í tveim eintökum og heldur hvor aðili sínu eintaki.

Selfossi 12/11 1968 (undirskriftir).

Hinn 8. febrúar 1969 kom sóknarnefnd saman til fundar.

Ákveðið var á þeim fundi að gefa frú Stefaníu Gissurardóttur, vígslubiskupsfrú á Selfossi í tilefni sextugsafmælis hennar 9. febrúar 1969, kr. 5000,- úr kirkjusjóði Selfosskirkju, sem þakklætisvott fyrir unnin störf í þágu safnaðarins.

Hjalti Þórðarson ritari.

 

Aðalfundur Selfosssafnaðar var haldinn í kirkjunni að lokinni messu 22. júní 1969.

Fundarstjóri var Guðmundur Jónsson.   Gerðir fundarins:

I.       Karl Eiríksson, gjaldkeri kirkjunnar lagði fram endurskoðaða reikninga hennar fyrir árið 1968. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi fr. árið 1968 voru Kr. 752.535,77
álögð kirkjugjöld Kr. 252.400,- , niðurfelld kirkjugjöld og greidd öðrum Kr. 2.800,- og
útistandandi kirkjugjöld voru Kr. 17.330,-
Hrein eign kirkjunnar skv. brunabótamati var Kr. 5.165.712,97 .

II       Ýmis mál: Kristinn Vigfússon skýrði frá því, að ráðnir hefðu verið tveir menn til að slá kirkjugarðinn og snyrta til, þeir Magnús Jónasson og Sigurður Grímsson. Sá háttur hefur nú verið tekinn upp nokkuð almennt að taka grafir með vélgröfu og moka ofaní með þeim, en þetta hefur skapað nokkurn vanda, þar sem gröfurnar skemma jarðveginn þegar hann er þíður og blautur. Sr. Sig. Pálsson, Bjarni Pálmason og Guðm. Jónsson töluðu allir um þetta mál og töldu ófært að nota vélgröfur til þessara hluta og benti einn ræðumaður á að raunar væri ekki fært að koma vélgröfu við í framtíðinni, þegar grafreitum fjölgar í garðinum.
Samþykkt var tillaga þess efnis að banna að moka ofaní grafir með vélskóflu og sóknarnefnd falið að fylgjast með þessum atriðum.
Líkhús-málið: Form. sóknarnefndar Kr. Vigfússon skýrði frá því, að sóknarnefnd hefði leitað eftir því að hafa samvinnu við sjúkrahúsnefnd og sjúkrahúslækni um að Selfosssöfnuður hefði samvinnu við hana um byggingu líkhúss við væntanlegt sjúkrahús, sem ætlunin er að hefja byggingu á á næsta vori, ef fjárhagur leyfir. Sjúkrahúslæknir tók vel í það mál. Sig. I. Sigurðsson oddviti, sem er í sjúkrahúss nefndinni tók fram að hann mundi styðja að þessu máli í sjúkrahúss nefndinni. Sóknarnefnd var falið að vinna að málinu á framangreindum grundvelli.
Kristinn Vigfússon sagði frá því að fara þyrfti að mála glugga kirkjunnar að utan, gera við þakrennu, mála þakið og lagfæra annað smávegis, yrði látið vinna að því þegar tíð leyfði.
Karl Eiríksson vakti athygli á að lög væru fyrir því, að söfnuðir sem voru 1000 að fjölda eða meira mættu hafa 5 sóknarnefndarmenn. Hann bar fram tillögu um að sóknarnefnd yrði fjölgað úr þrem í fimm og var það samþykkt.
Kosin voru í sóknarnefnd samkv. því þau Guðbjörg Sigurðardóttir og Jón Hjálmarsson.
Guðmundur Jónsson spurði um hvað liði framkvæmdum til að fullgera lýsingu í kirkjunni, smíð predikunarstóls, uppsetningu hátalarakerfis og turnbyggingu. Það eina, sem gerst hafði í þessum málum á.s.l. ári var að lögð var fram teikning að safnaðarheimili og turni við kirkjuna, sem sóknarnefnd hafnaði að sínu leyti.
Karl Eiríksson lagði fram svofellda tillögu: „Aðalfundur Selfosssafnaðar haldinn 22/6 1969 samþykkir að sóknarnefnd sjái um að þegar á þessu ári verði lagt hátalarakerfi í kirkjuna.“ Tillagan var samþykkt samhljóða.
Sig. I. Sigurðsson lagði til að sóknarnefnd boðaði til sérstaks fundar um turnbyggingarmálið.
Bjarni Pálsson skýrði frá, að hann hefði gert tillöguuppdrátt með það fyrir augum að skapa heildarmynd af kirkjubyggingunni og umhverfi hennar ef til safnaðarheimilisbyggingar kæmi síðar.   Um þetta mál töluðu ennfremur Kristinn Vigfússon, Daníel Þorsteinsson og Hjalti Þórðarson.
Svofelld tillaga var samþykkt borin fram af Hjalta Þórðarsyni:
„Aðalfundur Selfosssafnaðar haldinn 22/6 1969 samþykkir að fela arkitekt, Bjarna Pálssyni að gera tillöguuppdrátt aða uppdrætti að turni við kirkjuna þannig að hægt sé að leggja hann eða þá uppdrætti fyrir almennan safnaðarfund til að fjalla um, og sé stefnt að því að byrja byggingu hans næsta vor, enda liggi tillöguuppdrættir fyrir ekki síðar en í nóvember þessa árs.“

Fleira gerðist ekki á fundinum. Fundi slitið. Hjalti Þórðarson fundarritari.

 

Fundur var haldinn í sóknarnefnd 10/9 1969 .

Öll nefndin var mætt. Búið er að setja hátalarakerfi í kirkjuna. Verkið framkvæmdi fyrirtækið Radio- og raftækjastofan Óðinsgötu 2 Rvk.
Tveir hátalarar eru staðsettir í kirkjusalnum sjálfum, aftan til á hvorum hliðarvegg og einn hátalari er í forstofu og hægt er að setja einn upp úti. Kostnaður við þetta mun vera milli 50 og 60 þús. krónur. Búið er að mála glugga og þak og gera við þakrennur.
Formanni sóknarnefndar var falið að sjá um framkvæmdir við frekari lýsingu í kirkjunni (setja upp hjálma) sem allra fyrst.

Fleira gerðist ekki.                          Hjalti Þórðarson fundarritari.

Sóknarnefndarfundur var haldinn á heimili formanns fimmtudaginn 9. apríl 1970

Lagt fram og lesið bréf frá Hjalta Þórðarsyni þar sem hann segir af sér störfum í sóknarnefnd.
Samþ. að veita Guðmundi sem annast hefur sunnudagaskóla við kirkjuna í vetur kr. 15.000,00 .
Lagt fram bréf frá Organistafélagi Íslands, þar sem farið er fram á 10 þúsund krónur til að styrkja ferð Fernando Germani orgelleikara til Íslands næsta haust. Mun hann þá koma hér að halda orgeltónleika í Selfosskirkju.
Samþykkt að verða við þessari ósk.
Ýmis málefni kirkjunnar rædd en fleiri samþ. ekki gerðar.

Karl Eiríksson.

Sóknarnefndarfundur 5/6 1970 .

Fundur var haldinn í sóknarnefnd Selfosskirkju föstudaginn 5.6. 1970. Formaður Kristinn Vigfússon setti fund og stýrði. Til umræðu voru ýmis mál kirkjunnar, s.s. lýsing kirkjunnar, fjármál, turnmál og fleira. Fundur þessi var einkum haldinn til undirbúnings aðalsafnaðarfundi n.k. sunnudag.
Var samþykkt dagsskrá í sex liðum fyrir fundinn. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.

Kristinn Vigfússon,                         Jón R. Hjálmarsson.

Aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 7. júní 1970

var haldinn aðalsafnaðarfundur í Selfosskirkju að lokinni messu. Formaður sóknarnefndar, Kristinn Vigfússon, setti fund og tilnefndi Guðmund Jónsson sem fundarstjóra. Gaf hann þvínæst Karli Eiríkssyni gjaldkera orðið og flutti hann yfirlit yfir fjárhag kirkjunnar og las reikninga. Einnig las hann reikningsyfirlit yfir kirkjugarðinn, er einnig birtist hér á eftir. Engar athugasemdir komu fram við reikningana.
Næsta mál á dagsskrá var kirkjuhúsið og lýsing kirkjunnar. Fyrstur tók til máls Kristinn Vigfússon. Rakti hann einkum gang lýsingarmálsins. Arkitekt frá ljóstækni félaginu hafði tekið að sér ásamt Bjarna Pálssyni að gera tillögur. Talaði Kristinn um að lýsingin þyrfti að vera komin í gott horf. Einnig ræddi Kristinn nokkuð um kirkjuhúsið og framkvæmdir við það á liðnu ári.
Bjarni Pálsson ræddi um ljósamálið og taldi að þar stefndi í rétta átt. Jón R. Hjálmarsson og Karl Eiríksson báru fram tillögu í ljósamálinu og var hún samþykkt samhljóða. Tillagan var á þessa leið: „Almennur safnaðarfundur 7.6.1970 skorar á sóknarnefnd og aðra aðila sem um málið fjalla, að sjá til þess að lýsingin í Selfosskirkju verði komin í viðunandi og varanlegt horf fyrir næsta haust og eigi síðar en fyrir næstu jól.“
Guðmundur Jónsson ber fram fyrirspurn um predikunarstól, er lofað hafði verið.
Björn Pálsson svaraði og skýrði málið.   Einar Sigurðsson ræddi um turn á kirkjuna. Bjarni Pálsson taldi um nauðsyn þess að auka húsrými við kirkjuna með viðbyggingu. Séra Sigurður Pálsson ræddi um byggingamál kirkjunnar og taldi heppilegra að undirbúa það mál betur og auglýsa síðan sérstakan fund um það. Guðmundur Jónsson sagði nokkur orð um málið og tók það síðan út af dagskrá um sinn.
Næst var rætt um kirkjugarðinn og tók Kristinn Vigfússon til máls og skýrði frá því, sem unnið hafði verið við garðinn s.l. sumar. Einkum ræddi hann um ágang búfjár á gróður, lerkiraðir, meðfram girðingum. Bjarni Pálsson og Guðmundur Jónsson ræddu sama mál. Var sóknarnefnd falið að gera ráðstafanir gegn þessum ágangi.
Þá var komið að kosningu tveggja manna í sóknarnefnd. Sóknarnefnd stakk upp á Jakobi Hafstein í stað Hjalta Þórðarsonar. Samþykkt samhljóða. Í stað Kristins Vigfússonar var stungið uppá Leifi Eyjólfssyni og Hugborgu Benediktsdóttur. Fór fram kosning milli þeirra tveggja. Kosning fór svo að Hugborg var kjörin með 27 atkvæðum, en Leifur fékk 6 atkvæði.
Þá tók séra Sigurður Pálsson til máls, rakti störf Kristins Vigfússonar fyrir kirkju og safnaðarlíf á Selfossi um langt árabil og færði honum þakkir. Tóku fundarmenn undir orð hans og þökkuðu Kristni með því að rísa úr sætum honum til heiðurs. Kristinn sagði nokkur orð og þakkaði.
Karl Eiríksson tók til máls og þakkaði Kristni ágætt samstarf í nefndinni. Guðmundur Jónsson rakti nokkuð sögu kirkjubyggingarinnar og viðskiptin við fjárhagsráð.
Daníel Þorsteinsson bar fram fyrirspurn um kort með mynd af kirkju með turni og undir var prentað nafnið Selfosskirkja. Séra Sigurður Pálsson skýrði frá því að prentuð hefði verið kort með teikningu Bjarna Pálssonar af kirkjunni. Hugmyndin var að það skyldi selt til ágóða fyrir starf kirkjunnar.
Einar Sigurðsson ræddi um orgelið og afskipti Guðmundar Gilssonar af því að fá þetta góða orgel og þakkaði honum. Guðmundur Jónsson tók í sama streng.
Til reikninga vísast í sjóðbækur.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.                 Kristinn Vigfússon,         Jón R. Hjálmarsson

Sóknarnefndarfundur var haldinn í Selfosskirkju þann 16. ágúst 1970 .

Mættir nefndarmenn voru: Karl Eiríksson, Jakob Havsteen, Guðbjörg Sigurðardóttir, Hugborg Benediktsdóttir.
Karl Eiríksson setti fundinn. Fyrir fundinum lág að kjósa formann sóknarnefndar í stað Kristins Vigfússonar, sem að eigin ósk er ekki lengur í sóknarnefndinni, í hans stað var kosinn formaður sóknarnefndar Jakob Havsteen.
Þá lág einnig fyrir að kjósa ritara í stað Jón R. Hjálmarssonar sem fluttur var úr sókninni. Í hans stað var kosin Guðbjörg Sigurðardóttir.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið.                    Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Sóknarnefndarfundur 28/6 1971

Þann 28. júní 1971 kom sóknarnefndin saman í Selfosskirkju. Tilefni þessa fundar var að ræða hvernig bæri að heiðra sóknarprestinn sr. Sigurð Pálsson á sjötugsafmæli hans hinn 8. júlí 1971 .

Ákveðið var að færa honum málverk frá sóknarbörnum hans í tilefni þessa merkisafmælis, eftir ákvörðun þessa var fundi slitið.

Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

 

Aðalsafnaðarfundur 1971.

Sunnudaginn 19. sept. var haldinn aðalsafnaðarfundur í Selfosskirkju að lokinni messu.

Formaður sóknarnefndar Jakob Hafstein setti fundinn og tilnefndi safnaðarformann Guðmund Jónsson sem fundarstjóra. Fundarstjóri gaf síðan Karli Eiríkssyni orðið og flutti hann yfirlit yfir fjárhag kirkjunnar og las reikninga hennar, einnig las hann reikningsyfirlit kirkjugarðsins.. Engar athugasemdir komu fram við reikningana.
Næsta mál á dagskrá var kosning eins fulltrúa í sóknarnefnd í stað Jóns R. Hjálmarssonar, er flutti burt úr sókninni á síðastliðnu ári. Stungið var upp á Daníel Þorsteinssyni, var það samþykkt samhljóða og var Daníel því réttkjörinn sem fimmti maður í sóknarnefnd.

Næst á dagskrá voru önnur mál.
Eins og fram kom á síðasta safnaðarfundi var flutt tillaga frá Karli Eiríkssyni og Jóni R. Hjálmarssyni að fela sóknarnefnd og þeim aðilum sem um málið kunna að fjalla, að sjá til þess að lýsing verði komin í kirkjuna eigi síðar en fyrir jól 1970. Þar sem af þessu gat ekki orðið fyrir þennan tíma vegna margra örðugleika, kom fram tillaga frá safnaðarformanni Guðmundi Jónssyni þess efnis.:
„Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar haldinn 19. sept. 1971 telur að ekki sé við það unandi lengur að ófullkomin bráðabyrðarlýsing sé í kirkjunni.
Þess vegna samþykki fundurinn að fela sóknarnefndinni að sjá um að varanleg lýsing verði komin í kirkjuna svo fljótt sem verða má t.d. fyrir páska 1972. Guðm. Jónsson „

Næst tók til máls frú Stefanía Gissurardóttir og lagði ríka áherslu á þá miklu nauðsyn, sem líkhúsbygging er, Þar sem alls er óviðunandi er að geyma lík í kirkjunni. Í framhaldi af því lagði hún fram svohljóðandi tillögu.:

„Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar skorar á sóknarnefnd og aðra þá sem um málið kunna að fjalla, að bygging líkhúss geti hafist sem allra fyrst.“

Næstur kvað sér hljóðs séra Sigurður Pálsson sóknarprestur og þakkaði sérstaklega gjöf, sem söfnuður Selfosskirkju færði honum í tilefni af 70 ára afmælisdegi hans 8. júlí (1971).
Var málverk þetta frá Mývatni málað af Sveini Þórarinssyni.

Guðmundur Jónsson safnaðarfulltrúi þakkaði séra Sigurði fyrir hönd sóknarbarna góða og dygga þjónustu og gat þess um leið að hann hefði þjónað þessum sama söfnuði í yfir 40 ár, en á þessu ári hættir séra Sigurður prestskap.

Fleira gerðist ekki á fundinum. Fundi slitið.                        Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Sóknarnefndarfundur.

Fundur var haldinn í Selfosskirkju 24. sept. 1971. Hinn nýkjörni sóknarnefndarmaður Daníel Þorsteinsson var boðinn velkominn. Rædd var á fundinum tillaga aðalsafnaðarfundar um lýsingu í kirkjuna og vinna að því sem allra fyrst.

Fleira var ekki rætt, fundi slitið.               Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

 

Sóknarnefndarfundur.

Sóknarnefnd Selfosskirkju kom saman 2. nóv. 1971 að Eyrarvegi 8. Tilefni fundarins var lýsing Selfosskirkju. Mættur var á fundinn Ólafur Björnsson frá ljóstæknifélagi Íslands, sem að beiðni sóknarnefndar lagði fram uppdrátt að lýsingu í Selfosskirkju. Auk hans voru mættir Séra Sigurður Pálsson sóknarprestur og Bjarni Pálsson er teiknaði kirkjuna.

Samþykkt var á fundinum að leita tilboða í ljósateikningu þá er Ólafur Björnsson lagði fram.
Fram kom einnig á fundinum orðsending frá frú Stefaníu Gissurardóttur til sóknarnefndar um að styrkja ungan pilt sem hefur haft samkomur fyrir börn í Selfosskirkju hvern sunnudag vetrarlangt, var það einróma samþykkt.

Fundi slitið.                        Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Sóknarnefnd Selfosskirkju kom saman 15. nóv. 1971

í húsnæði Selfosshrepps á Eyrarvegi 8 . Tilefni fundarins var að yfirfara kjörskrá fyrir væntanlega prestkosningu í Selfosssókn. Kjörnefnd skal skipuð þrem mönnum sem sæti eiga í sóknarnefnd. Formaður sóknarnefndar er sjálfkjörinn í kjörnefnd, voru þessir kosnir.

Formaður sóknarn.                                     Jakob Havsteen
Karl Eiríksson
Hugborg Benediktsd.
Til vara:                                                            Daníel Þorsteinsson
Guðbjörg Sigurðardóttir.

Séra Sigurður Pálsson víxlubiskup

boðaði sóknarnefnd í Selfosskirkju til fundar við sig í kirkjunni 1. des. 1971 . Tilefni þess var Visitasía, sem felst í því að biskup telur alla muni er kirkjan á og færir þá í bækur að viðstaddri sóknarnefnd, sem eru vottar.

Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

 

Sóknarnefndarfundur.

Föstudaginn 3. des. (´71) kom sóknarnefnd Selfosssóknar saman á fund í húsnæði Selfosshrepps á Eyrarvegi 8 til þess að úrskurða um kærur og leiðréttingar á kjörskrá við prestkosningar, sem fram eiga að fara í sókninni n.k. sunnudag.

Karl hafði farið yfir að eftirgreindir hefðu ekki verið færðir á kjörskrá, svo sem hún hafði verið lögð fram:

Ingveldur Sigurðardóttir                           Ártún 2

Halldór Helgason                                         Ártún 2

Guðrún Olga Clausen                                 Ártún 12

Jóhann Þórisson                                          Austurvegi 25

Finnbogi Hermannsson                             Austurvegi 33

Patrioia Hermannson                                 Austurvegi 33

Guðlaugur Ægir Magnússon                    Eyrarvegi 10

Jóhann Ragnarsson                                    Engjavegi 1

Halla Þórsteinsdóttir                                  Engjavegi 1

Nanna Þorláksdóttir                                   Engjavegi 55

Jónas Jónsson                                               Engjavegi 79

Guðríður Káradóttir                                    Engjavegi 79

Steingerður Jónsdóttir                              Fagurgerði 5

Kristján Einarsson                                        Fagurgerði 6

Grétar Páll Ólafsson                                   Fagurgerði 8

Gyða Kristófersdóttir                                 Fagurgerði 8

Guðmundur Jón Guðjónsson                 Grænuvöllum 5

Guðrún Vigdís Sverrisdóttir                     Grænuvöllum 5

Guðrún Marelsdóttir                                 Heiðarvegi 2

Vigdís Hansdóttir                                         Hjarðarholti 11

Guðmundur Þorsteinsson                       Kirkjuvegi 5

Anna Hjaltadóttir                                         Kirkjuvegi 5

Kristinn Ólafsson                                         Mánavegi 2

Helgi Vigfússon                                            Miðtúni 5

Jónína Aldís Þórðardóttir                          Miðtúni 5

Már Ingólfur Ingólfsson                            Skólavöllum 11

Bryndís Tryggvadóttir                                Skólavöllum 11

Sigríður Guðmundsdóttir                         Skólavöllum 12

Magnús Steindórsson                               Smáratúni 1

Þóra Jóhanna Ragnarsdóttir                    Smáratúni 1

Högni Guðmundsson                                 Smáratúni 15

Ingunn Óskarsdóttir                                   Smáratúni 15

Svava Kjartansdóttir                                   Sólvellir 7

Þorkell Hólm                                                  Stekkholti 23

Guðlaug Hjartadóttir                                  Stekkholti 23

Sigrún Gerður Bogadóttir                         Sunnuvegi 3

Jakop Guðnason                                          Sunnuvegi 11

Oddný Ríkharðsdóttir                                Sunnuvegi 11

Guðni Chr. Andreasen                              Sunnuvegi 14

Guðmundur Baldursson                           Tryggvagötu 1

Anna Guðmundsdóttir                              Tryggvagötu 4

Jón Dagbjartsson                                         Tryggvagötu 5

Guðrún Guðnadóttir                                  Tryggvagötu 5

Vigdís Guðmundsdóttir                            Víðivöllum 3

Guðmundur Magnússon                          Víðivöllum 19

Helga Einarsdóttir                                        Víðivöllum 19

Sverrir Gunnar Benediktsson                 Þóristúni 19

Sigríður Herdís Leósdóttir                        Þóristúni 19

Sigurður Jónsson                                         Þórsmörk 7

Ólafur E. Ragnarsson                                  Austurvegi 7

Magnús Óskarsson                                     Austurvegi 21

Þuríður Jónsdóttir                                       Austurvegi 21

Herdís Guðmundsdóttir                           Austurvegi 24

Guðrún María Finnbogadóttir                Austurvegi 33

Óskar Sigurþór Ólafsson                           Birkivöllum 20

Lovísa Ingvarsdóttir                                    Birkivöllum 20

Katrín Jónasdóttir                                        Selfossvegi 9

Þóroddur Kristjánsson                              Smáratúni 8

Elín Tómasdóttir                                           Smáratúni 8

Edda Tryggvadóttir                                     Sunnuvegi 13

Bogi Nikulásson                                            Sunnuvegi 18

Ragnhildur Sigurðardóttir                         Sunnuvegi 18

Anna Margrét Franklínsdóttir                 Stekkholti 3

Þorsteinn Árnason                                      Tryggvagötu 14

Sóknarnefnd hefur kannað réttmæti þess að framangreind nöfn eigi að standa í kjörskránni og komist samhljóða að þeirri niðurstöðu að svo skuli vera.
Á fundi þessum var varpað hlutkesti um hverjir úr sóknarnefnd skyldu skipa kjörstjórn og kom upp hlutur Karls Eiríkssonar og Hugborgar Benediktsdóttur.
Nefndarmenn voru sammála um, með tilliti til þess að kjörfundur á að standa í þrettán klukkutíma, að aðrir nefndarmenn yrðu til vara og afleysinga.

Fundi slitið. Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Safnaðarfundur.

Sóknarnefnd Selfosskirkju kom saman ásamt safnaðarfulltrúa 19. jan. (´72) í Selfosskirkju. Á fundi sóknarnefndar sem haldinn var 2. nóv. 1971 var ákveðið að leitað yrði tilboða í smíði ljósahjálma, sem teiknuð voru af Ólafi Björnssyni arkitekt. Tilboð það er Ámundi Guðmundsson lagði fram var einróma samþykkt. Tilboðið hljóðaði upp á tæp 100 þús. krónur, og er það smíði sjálfra ljósa hjálmanna. Ekki er enn vitað hvað sjálf uppsetning ljósanna muni kosta og eins lýsing í kór, svo erfitt er að svo komnu máli að segja um heildarkostnað á lýsingu í kirkjuna.

Rætt var um nauðsynlegar endurbætur á kirkjunni og kom margt til greina. T.d. bókageymsla, sem er mjög aðkallandi. eins að sett yrði gler í hliðarherbergi kirkjunnar og síðast en ekki síst, Predikunarstóll, þar sem sá sem fyrir er átti aðeins að vera til bráðabirgða.

Sóknarnefndin lagði ríka áherslu á að nýr predikunarstóll yrði kominn í kirkjuna fyrir páska á þessu ári.

Fleira var rætt, sem þykir ekki ástæða til að bóka.

Fundi slitið.        Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

 

Sóknarnefndarfundur.

Sóknarnefndin kom saman í Selfosskirkju 23. febrúar 1972. Auk nefndarinnar sjálfrar var mættur séra Sigurður Sigurðarson og safnaðarfulltrúi Guðm. Jónsson. Var þetta fyrsti fundur er hinn nývígði prestur Selfosssafnaðar sat.

Nokkur mál voru til umræðu, fyrst og fremst ljósin í kirkjuna. Upplýsti Karl Eiríksson gjaldkeri að ljósin yrðu komin upp fyrir páska sömuleiðis Predikunarstóll er Guðm. Sveinsson var með í smíðum.
Einnig var rætt um að setja teppi á gólf í skrúðhús og tvo hentuga stóla. Var sóknarnefndin einhuga um að þetta væri nauðsynlegt.
Einnig var rætt um að brýn þörf væri að sími kæmi í kirkjuna, og með tilliti til þess að séra Sigurður skýrði nefndinni frá því að hann hefði áhuga á að koma því á að hafa vissa viðtalstíma í kirkjunni.
Á síðastliðnu ári fór stjórn kirkjukórsins þess á leit við sóknarnefndina að saumaðir yrði sérstakur klæðnaður á kórmeðlimi, sem notaður yrði við viss tækifæri. Eru þetta kirtlar svokallaðir líkir fermingarkirtlum í sniði og á Selfosskirkja einmitt marga slíka, er Kvenfélag Selfoss gaf á sínum tíma. Samþykkti sóknarnefndin, að fela stjórn kirkjukórsins að sjá um að þessir kirtlar yrðu komnir fyrir páska og skyldu notast þá í fyrsta sinni.

Af framangreindum áætluðum framkvæmdum, þótti sýnt að kirkjusjóður einn myndi ekki ráða við kostnaðarhliðina a.m.k. ekki á þessu ári, þess vegna samþykkti sóknarnefndin að tekið yrði lán úr kirkjugarðssjóði, fyrst um sinn.

Að síðustu var rætt um líkhúsbyggingu hefur það mál oft verið rætt áður, án þess að endanleg niðurstaða fengist. Fram kom tillaga frá Daníel Þorsteinssyni þess efnis hvort ekki væri athugandi að tryggð yrði aðstaða til líkgeymslu í hinu fyrirhugaða Sjúkrahúsi Suðurlands, og þá að sjálfsögðu með fjárframlögum frá Selfosssöfnuði.

Varð séra Sigurður Sigurðarson góðfúslega við þeirri beiðni nefndarmanna að skrifa sjúkrahúsnefnd suðurlands um þetta áhugamál okkar.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.           Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Sóknarnefndarfundur haldinn í Selfosskirkju 29. sept. 1972.

Sóknarnefndarmenn voru allir mættir, nema Guðbjörg Sigurðardóttir, sem var erlendis, og auk þess var mættur á fundinum Glúmur Gylfason, en við hann var gert svofellt samkomulag.:
Glúmur Gylfason tekur að sér að leika á orgel við guðsþjónustur í Selfosskirkju eftir því sem þær eru haldnar, en miðað er við að messað verði í Selfosskirkju annan hvern sunnudag.
Ennfremur tekur Glúmur að sér að annast undirleik við æfingar kirkjukórsins á Selfossi og er þá gert ráð fyrir að æfingar með kórnum verði ekki færri en 20 á ári. Laun Glúms skulu miðast við samkomulag Organistafélagsins við Reykjavíkurprófastsdæmi þannig að honum skulu greidd. 85. 32% af 51. 84% af launum skv. 22. launaflokki skv. núgildandi kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Framanskráð samþykkt á fundi sóknarnefndar Selfosssóknar 29. sept. 1972.

 

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar haldinn að lokinni messu

í Selfosskirkju sunnudaginn 8. okt. 1972

Formaður sóknarnefndar setti fundinn og ræddi lauslega starf nefndarinnar á árinu. Þakkaði Guðmundi Sveinssyni byggingameistara örlæti hans í garð kirkjunnar fyrr og síðar og afhenti honum skjal þar að lútandi, en á það hafði Ól. Th. Ólafsson skrautritað þakkir sérstaklega með tilliti til þess, að á árinu smíðaði Guðm. Predikunarstól og gaf kirkjunni.
Safnaðarfulltrúi Guðm. Jónsson var kvaddur til fundarstjórnar og síðan var gengið til dagskrár, en á dagskrá voru aðeins reikningar kirkjunnar og kirkjugarðsins, svo og önnur mál ef um þau væri að ræða.
Gjaldkeri sóknarnefndar Karl Eiríksson, tók til máls og las hann upp endurskoðaða reikninga kirkjunnar og kirkjugarðsins, og skýrði þá. Umræður um reikninga engar og engar athugasemdir við þá gerðar.
Fundarstjóri þakkaði gjaldkera ágætt starf. Fundarstjóri kvaddi sér hljóðs undir dagsskrárlið „Önnur mál“ og þakkaði fyrir störf sóknarnefndar á árinu. Ræddi hann um nauðsyn þess að turn verði reistur við kirkjuna og taldi heppilegast að honum verði þannig fyrir komið að verði til stækkunar á kirkjunni þar eð hún sé síst of stór á stundum.
Séra Sigurður Sigurðarson tók til máls og tók undir orð fundarstjóra að nauðsyn væri að ljúka við kirkjuna. Taldi hann kirkjuna miðað við núverandi aðstæður þegar of litla þar eð hún væri full á hverjum sunnudegi í sambandi við æskulýðsstarfsemi, væri það notkun sem óheppileg sé í kirkjunni sjálfri og ákaflega slítandi, en sem stæði ekki annarra kosta völ, og þegar af þeirri ástæðu þörf fyrir safnaðarheimili.
Taldi séra Sigurður ekki eðlilegt að fundur sem þessi ákvæði um fyrirkomulag væntanlegs turns, heldur væri það verkefni arkitekts´.
Glúmur Gylfason tók til máls og ræddi nauðsyn og kosti þess að hljómburður sé góður í kirkjunni, sagði hann að hljómburður stór batnaði ef dregill af kirkjugólfi væri fjarlægður. Beindi því til sóknarnefndar að teppi í kirkjunni helst fjarlægð eða a.m.k. ekki endurnýjuð.
Form. sóknarnefndar svaraði Glúmi Gylfasyni og kvað nefndina skyldi taka ábendingu hans til athugunar.
Bjarni Pálsson tók til máls og tók undir orð Glúms G.
Séra Sigurður Sig. upplýsti að hann hefði ákveðið að hafa fastan viðtalstíma í vetur, mánud. og þriðjud. 5 – 7 , föstud. 5 – 8 . Skýrði hann frá því að biskup hefði haft við sig samband og talið algjört lámark að messað verði a.m.k annan hvern sunnudag og væri ákveðið að svo skuli vera í vetur a.m.k
Gat hann þess að hann myndi gefa út „messuskrá“ og skýrði frá því að fyrirhugað væri að hafa mismunandi form á messum ( Sitt hvort tónið notað við aðra hverja messu.
Fundarstj. gat þess að Selfossprestur þyrfti að þjóna fjórum kirkjum og yrði að taka tillit til þess, en hvað að annars vera sammála því að messum þyrfti að fjölga. Upplýsti hann að margt eldra fólk hefði komið að máli við sig sem safnaðarfulltrúa, og rætt um að það felldi sig við „gregoríanska tónið“. Taldi rétt að taka tillit til þessar óska og fullyrti að kirkjusókn hefði ekki aukist síðan „grallarasöngur“ var upp tekinn, enda væri það ekki ráð að leita aftur í tímann eftir ráðum til að auka kirkjusókn.

Séra Sig. Sigurðsson taldi það ekki ráða úrslitum um kirkjusókn hver „tóntegund“ væri notuð. Gat hann þess að þróunin inna kirkjunnar stefndi í þessa átt og væri ekki rétt að segja að leitað væri aftur í tímann hvað þetta snerti. Allavega hefði hann upplifað að sama „tóntegund“ yrði ekki notuð nema við aðra hverja messu og taldi líklegt að menn gætu flestir sætt sig við það fyrirkomulag.

Frekari umræður urðu ekki og var fundi slitið.
Ritari fundarins var Jakob Havsteen.

 

Sóknarnefndarfundur var haldinn í Selfosskirkju 21. Júní 1973.

Nefndarmenn voru allir mættir auk safnaðarfulltrúa Guðm. Jónssonar.

Nefndinni hafði borist til eyrna að sóknarpresturinn okkar Sigurður Sigurðarson hygðist ganga í hjónaband á næstunni. Allir nefndarmenn voru einhuga um að sýna sóknarprestinum og tilkomandi eiginkonu hans virðingu í tilefni af deginum. Var samþykkt að senda þeim blómakörfu frá sóknarbörnum Selfosskirkju.

Á þessum fundi var rætt fram og aftur um nauðsyn þess að byggður yrði turn við kirkjuna, það mál hefur legið niðri um langan tíma annarsvegar vegna fjárskorts, og hinsvegar að ekki hefur fengist nógu góð samstaða um teikningu þá sem fyrir liggur.
Daníel Þorsteinsson kvaddi sér hljóðs og kvað brýna nauðsyn að lagfæra kirkjuna að utan, og mætti það varla lengur bíða. Tók Daníel að sér að athuga með möguleika á að fá menn til að vinn það verk.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.           Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Aðal-safnaðarfundur Selfosssóknar haldinn að lokinni messu í Selfosskirkju

sunnudaginn 4. nóvember 1973.

Jakob Havsteen formaður sóknarnefndar setti fundinn og skipaði Guðm. Jónsson fundarstjóra.

1.   Gjaldkeri las upp reikninga kirkjunnar og kirkjugarðsins og skírði þá. Gjaldkeri sagði að keypt hefðu verið ný ljós í kirkjuna og taldi að vel hefði tekist val þeirra.
Glúmur Gylfason sagði að brunatrygging á orgeli væri of lá, en Karl Eiríksson upplýsti að það væri búið að hækka trygginguna í 8. miljónir
Engar umræður urðu um reikningana og voru þeir samþykktir.

2.   Jakob Havsteen taldi brýna þörf á því að hækka sóknargjöldin, sem væru í dag 250,00kr á mann.

Séra Sigurður Sigurðarson sagði að þetta væri lágmarksgjald, en það væri búið að hækka það í 450,00 krónur.

Guðmundur Jónsson lagði til að þau væru hækkuð í 500,00 krónur.
Halldór Helgason taldi það ekki of mikið þó þau væri 1.000,00 krónur.
Eftirfarandi tillaga var borin upp: Aðalfundur Selfosssafnaðar haldinn í Selfosskirkju sunnudaginn 4. nóv. 1973 ályktar að sóknargjöld fyrir árið 1973 skuli vera kr. 400,00 .
Jakob Havsteen, Karl Eiríksson

Var tillaga þeirra samþykkt samhljóða.

Sigurjón Valdimarsson taldi það brýna nauðsyn að bólstra kirkjubekkina og fá nýjar kirkjuklukkur, bar hann fram eftirfarandi tillögu.: „Aðalfundur Selfosssafnaðar haldinn 4. nóv. 1973 felur sóknarnefnd að leita eftir kaupum á nýjum kirkjuklukkum sem betur væru með hæfi kirkjunnar, en þær sem nú eru notaðar og heimilar fundinum, nefndinni, að verja nauðsynlegu fé til kaupanna, ef hún – að fengnum upplýsingum um verð á klukkum – telur fjárhagslega fært að ráðast í kaup á hæfilega stórum klukkum.“
Tillagan var ekki borin undir atkvæði.
Töluverðar umræður urðu um tillöguna.

Guðmundur Jónsson, sagði að fyrst yrði að byggja nýjan turn. Jakob Havsteen tók undir tillögu Sigurjóns. Hann sagðist ekki hafa athugað nákvæmlega um verð á kirkjuklukkum en hann taldi að það væri nauðsynlegt að vinna að því að fá nýjar klukkur þegar aðstæður væru að koma þeim fyrir.

Séra Sigurður Sigurðarson tók undir það að gaman væri að fá nýjar kirkjuklukkur. En ekki taldi hann það tímabært að setja sessur eða bólstra kirkjubekkina meðan það væri ekki til safnaðarheimili því á meðan það væri ekki til yrði að halda sunnudagaskólann í kirkjunni og taldi hann að áklæðið yrði skemmt, þar sem það væri mjög algengt að börnin gengju uppi í bekkjunum.

Glúmur Gylfason taldi að það gæti breitt hljómburði í kirkjunni væru bekkir bólstraðir og vildi hann láta athuga það hvaða áhrif það hefði á hljómburðinn.

Guðmundur Jónsson vildi láta athuga með hliðarbekkina og tók að öðru leyti undir tillögu Sigurjóns.

Gunnar Gunnarsson bar fram fyrirspurn um kirkjuturnsbygginguna, hvað henni liði.

Bjarni Pálsson upplýsti að það væri aðeins búið að gera skissur að turni við kirkjuna, eins sagði hann að það hægt að hafa bekkina meðfram veggjunum á ýmsa vegu.

Sigurjón Valdimarsson taldi að það mætti kaupa kirkjuklukkur og koma þeim fyrir áður en turn væri byggður.

Karl Eiríksson sagði að það væri búið að gera lauslega kostnaðaráætlun um nýja hliðarbekki og sagði hann að efni í þá kostaði 40 þúsund krónur og áætlað verð á þeim full tilbúnum 50 þúsund krónur. *

Halldór Helgason spurði um teikningar af safnaðarheimilinu.

Bjarni Pálsson sagði að það hefðu verið gerðir lauslegir frumdrættir. Sr. Sigurður Sigurðarson taldi að það væri ekki hægt né æskilegt að gera teikningu að safnaðarheimili fyrr en endanleg ákvörðun yrði tekin um bygginguna.

Daníel Þorsteinsson taldi það heppilegast að fela sóknarnefnd að vinna með prestinum og Bjarna Pálssyni að hraða sem auðið er byggingu safnaðarheimilis.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið.                           Ólafur Ólafsson fundarritari.

Ár 1974, laugardaginn 9. marz, hélt sóknarnefnd Selfoss fund í Selfosskirkju.

Í upphafi fundarins skýrði form. nefndarinnar frá því, að vegna fyrirspurnar frá kirkjumálaráðuneytinu um það, hvort Selfosskirkja ætti kost á lóð, er hentaði fyrir prestsbústað, hefði hann farið að aðgæta hvernig háttað væri lóðarréttindum kirkjunnar.
Þá hafi komið í ljós, að ekki hafi verið þinglýst neinum heimildarskjölum, hvorki varðandi kirkjuna sjálfa, lóðina er hún stendur á, eða kirkjugarðinum.

Arnbjörn Sigurgeirsson hafi þó haft undir höndum lóðarafsal, ásamt uppdrætti og mælingarbréfi, frá Magnúsi Arnbjarnarsyni til Sandvíkurhrepps, dags. 6.10. 1944, en skv. upplýsingum Lýðs Guðmundssonar, hreppsstjóra í Sandv.hr. samdist svo um milli Selfoss – og Sandv.hr., er gengið var frá skiptum þeirra í millum, að lóð þessi skyldi falla til Selfosskirkju en ekki Selfosshrepps. Frá þessu hafi þó ekki verið gengið og formlega sé því Sandv.hr. eigandi umræddrar lóðar.

Samþykkt var að fela form. nefndarinnar að ganga frá málum þessum eftir því sem hann teldi hentugast.

Í tilefni af fyrirspurn kirkjumálaráðuneytisins samþykkti sóknarnefnd fyrir sitt leyti, að spilda merkt III á framangreindum uppdrætti skyldi lögð undir prestsbústað.

Upplýst var á fundinum að tilraunir til að fá fellda niður tolla af varahlutum í kirkjuorgelið hefðu misheppnast og afhenti form. gjaldkera bréf fjármálaráðuneytisins þar að lútandi.

Þá var rætt um sóknargjöld og samþykkt að þau skyldu vera kr. 500,- fyrir árið 1974.

Gjaldkeri skýrði frá því að sýslum. Árnessýslu hefði boðist til að innheimta sóknargjöld með opinberum gjöldum og var sú meðferð þegar í stað samþykkt samhljóða.

Magnús Jónasson gekkst inn á að tak að sér að innheimta sóknargjöld fyrir árið 1973 og skiptu nefndarmenn með sér að skrifa út gjaldseðla.

Nokkrar umræður urðu um byggingarmál og var nefndin sammála um að gera þyrfti gangskör að því að ljúka byggingarmálum kirkjunnar í samræmi viðfyrri ályktanir sóknarnefndar og safnaðarfunda. Var ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar fimmtudaginn 18. apríl og óska eftir því við Bjarna Pálsson að hann kæmi á þann fund og ræddi mál þetta við og með nefndinni.

Fundi var síðan slitið, en ritari var Jakob Havsteen í forföllum Guðbjargar Sigurðardóttur. Aðrir nefndarmenn voru mættir.

Jakob Havsteen.

Þriðjudaginn 30. apríl 1974 hélt sóknarnefnd Selfoss fund

í fundarsal Selfosshrepps að Eyrarvegi 8. Mættir voru allir nefndarmenn auk þeirra sóknarpresturinn Sigurður Sigurðarson, Bjarni Pálsson arkitekt og sóknarnefndarform. Guðmundur Jónsson.

Aðalefni fundarins voru byggingarmál Selfosskirkju. Eins og fram kom á síðasta nefndarfundi var lögð rík áhersla á að hraða sem mest framkvæmdum í þessum málum.

Aðalumræðuefnið var stækkun kirkjunnar, og hvernig hægt væri að samræma sem best, að byggður yrði turn og safnaðarheimil við kirkjuna.

Að sjálfsögðu var engin endanleg ákvörðun tekin um það.

Fundurinn samþykkti að fela Bjarna Pálssyni arkitekt að gera tillöguuppdrátt að framkvæmdum þessum.

Bjarni Pálsson kvaðst fús til þess, en vegna mikilla anna, taldi hann sig ekki geta verið tilbúinn með uppdrátt þennan fyrr en í fyrsta lagi í byrjun júní 1974 og mun formaður þá kalla saman fund af því tilefni.

Samþykkt var einróma á fundi þessum að styrkja ungan mann Guðmund ….. úr Reykjavík sem hefur haft barnasamkomur í kirkjunni hvern sunnudag vetrarlangt, og er þetta þriðji veturinn í röð, er hann heldur þessar samkomur við miklar vinsældir og góða aðsókn.

Fram kom tillaga frá Karli Eiríkssyni og Jakobi Havsteen að Selfosskirkja keypti verðtryggð ríkisskuldabréf að upphæð 500.000 kr. Ríkisskuldabréf þessi eru gefin út af ríkissjóði til lagningar hringvegar sem á að ljúka um miðjan Júní. Var tillaga þessi einróma samþykkt.

Fleira kom ekki fram á fundi þessum.                    Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Fundur var haldinn í sóknarnefnd Selfoss 29/10 1974 í skrifstofu Selfosshrepps.

Tveir sóknarnefndarmenn gátu ekki mætt á fundinn vegna skyndilegra forfalla og var því ákveðið að halda annan fund 12. nóv. til áréttingar, sem gerðist á þessum fundi.

Bjarni Pálsson skóastjóri kom á fundinn og sýndi fundarmönnum uppkast að viðbyggingu við kirkjuna.

Nokkuð var rætt um byggingarmál og voru fundarmenn sammála um að rétt væri að hefjast handa um þær framkvæmdir hið fyrsta.

Fundi var slitið og boðaður annar fundur 12. nóv. (G.S)

 

Fundur haldinn í sóknarnefnd Selfoss 12. nóv. 1974.

Allir nefndarmenn voru mættir auk safnaðarfulltrúa. Fyrir fundinum lá eftirfarandi erindi frá séra Sigurði Sigurðarsyni sem hann óskaði eftir að sóknarnefndin taki afstöðu til.

Afrit af bréfi frá sr. Sigurði.:

 Eftirfarandi er það sem ég óska eftir að sóknarnefndin taki afstöðu til.I.    Hvernig boða skuli messu. Að undanförnu hefur þetta verið nokkuð á reiki, en þarf að vera með ákveðnu formi. Ýmsir sakna þess að ekki er alltaf auglýst á búðargluggum og
aðrir vilja láta auglýsa í útvarpi og blöðum.
Boðun messu er í verkahring sóknarnefndar og
því nauðsynlegt að skýrt liggi fyrir hvernig nefndin hugsar sér að hafa þetta.II.   Einu sinni hef ég dreift messuáætlun fyrir veturinn og virtist það hafa haft góð áhrif á kirkjusókn. Nú vil ég gjarnan vita hver
afstaða nefndarinnar er til slíks dreifibréfs og hvort hún vill standa straum af kostnaði við þau. Kostnaður við slíkt er um tvö til þrjú þúsund krónu.III. Í ráði er að kaupa nýtt hjálparefni til sunnudagaskólans. Þessi gögn kosta 250 krónur fyrir hvert barn og ætlast ég til að þau borgi það sjálf. Hins vegar hagar svo til í sumum fjölskyldum að þrjú eða fjögur börn sækja samkomurnar og verður þetta þá nokkur fjárhæð. Víða borga söfnuðurnir allt slíkt efni en annarsstaðar tíðkast að greiða það niður að hluta. Nú vil ég fara þess á leit að nefndin annaðhvort greiði niður um ákveðna upphæð á barn eða borgi fyrir þriðja barn og úr því.

I.       Hvernig boða skuli messu.

II.     Útgáfu messuáætlunar fyrir veturinn.

III.    Kaup á hjálparefni fyrir sunnudagaskólann.

 

Ákveðið var að:

I.       Leita eftir því við nokkrar helstu verzlanir hér á staðnum, hvort ekki mætti koma til þerra óútfylltum auglýsingum, sem síðan yrðu fylltar út og þá væntanlega eftir samtali við sóknarprest hverju sinni.

II.     Samþykkt var að verja allt að kr. 5000,00 – til útgáfu messuáætlunar, ef sóknarprestur teldi slíkt æskilegt, enda sjái hann þá um útgáfuna.

III.    Samþykkt var að styrkja kaup á hjálpargögnum til sunnudagaskólans með fjárhæð er næmi kr. 100 á hver barn, en sóknarpresti falið að sjá um dreifingu styrksins, þannig að hann komi réttilega niður ef fleiri en eitt barn úr fjölskyldu þarf að kaupa gögn þessi.

Þá var samþykkt að halda aðal – safnaðarfund fyrir lok nóvember mánaðar.

Fundi var síðan slitið.                     (G.S.)

Aðalsafnaðarfundur haldinn í Selfosskirkju 27. nóv. 1974.

Dagskrá fundarins:

I.       Reikningar kirkjunnar og kirkjugarðssjóðs.

II.     Kosning gjaldkera í sóknarnefnd.

III.    Umræður og ákvarðanir um stækkun kirkjunnar.

Jakob Havsteen form. sóknarnefndar setti fundinn og skipaði Guðmund Jónsson safnaðarfulltrúa fundarstjóra.

Fyrstur tók til máls Karl Eiríksson gjaldkeri og útskýrði hann reikninga kirkjunnar og kirkjugarðssjóðs.
Engar athugasemdir voru gerðar við reikningana.

Næsta mál var kosning gjaldkera. Karl Eiríksson er búinn að vera yfir 20 ár í Sóknarnefnd Selfosskirkju, og var hann einróma endurkjörinn, um leið og honum voru þökkuð vel unnin störf.

Næstur tók til máls form. Jakob Havsteen, og ræddi hann um fyrirhugaða stækkun kirkjunnar. Fyrir fundinum lá teikning Bjarna Pálssonar um stækkun hennar. Hvatti formaður sóknarnefndar fundarmenn eindregið um álit og umræður um teikningu þess.

Óli Þ. Guðbjartsson tók fyrstur til máls, og bað Bjarna Pálsson um að útskýra í stórum dráttum hvað stækkun kirkjunnar yrði miðað við sætafjölda.

Bjarni Pálsson upplýsti að um 150 sæti bættust við kirkjuna og þá meðtalin í safnaðarheimili. Einnig kom fyrirspurn frá Óla Þ. Guðbjartssyni um fjárhag í sambandi við byggingarframkvæmdir.

Næstur tók til máls sóknarpresturinn Sigurður Sigurðarson og upplýsti að eitthvað fengist úr kirkjubyggingarsjóði. Séra Sigurður sagði einnig að best fengist með því að byrja á verkinu, en frá sínum bæjardyrum séð væri brýnna að safnaðarheimili kæmi á undan turninum.

Óli Þ. Guðbjartsson kom með fyrirspurn hvort hugsanlegt væri byggja í áföngum, eða byrja á öllu í einu.

Bjarni Pálsson svaraði því til einn möguleiki væri turn og framhluti, það er lenging kirkjunnar, hinn möguleiki að byggja allt fokhelt.

Séra Sigurður Pálsson fyrrverandi sóknarprestur var mættu á þessum fundi. Tók hann til máls og lýsti sérstakri ánægju sinni að hafa haft tækifæri til að sitja fund þennan, sagðist hann fagna því ef hægt væri að byggja allt í einu og mælti að lokum. „Ég trúi ekki öðru með guðs hjálp og góðra manna.“

Hugmynd sóknarnefndar var að kalla þennan fund saman sérstaklega til að útskýra þessa teikningu og síðan að láta gera líkan að kirkjunni og einnig að sóknarnefnd hefði áhuga á að kjósa 3 menn í byggingarnefnd.

Þessir 3 menn sem tilnefndir voru eru:

Gunnar Jónsson
Sverrir Andrésson
Sigurður Ingimundarson

voru þeir kosnir einróma, en síðan kjósa þeir hver um sig sína varamenn, er þeir hafa skipt með sér verkum.

Fleira var ekki rætt á fundinum.

Fundi slitið.        Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Sóknarnefndarfundur var haldinn í fundarsal Selfosshrepps að Eyravegi 8
7. jan. 1975

Boðuð til þessa fyrsta fundar hins nýbyrjaða árs, var hin nýkjörna bygginganefnd Selfosskirkju, en hana skipa.

Sverrir Andrésson húsgagnasmiður                     Eyravegi 22
Gunnar Jónsson mjólkurfræðingur                     Birkivöllum 8
Sigurður Ingimundarson húsgagnasmiður       Smáratúni 19

Bauð form. sóknarnefndar Jakob Havsteen hina nýkjörnu nefnd velkomna.

Rætt var vítt og breitt um hina fyrirhuguðu stækkun kirkjunnar og lá þar fyrir hin nýja teikn. Bjarna Pálssonar.
Óskaði sóknarnefndin eftir því að fela byggingarnefndinni að láta gera líkan eftir teikningu þessari, er síðar skyldi höfð til sýnis sóknarbörnum Selfosskirkju. Þá skeði það einnig á fundi þessum að hin nýskipaða byggingarnefnd skipti með sér verkum þannig:

Sverrir Andrésson formaður
Sigurður Ingimundarson ritari
Gunnar Jónsson meðstjórnandi.

Er fundi með byggingarnefndinni lauk kom á fund sóknarnefndar Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju. Glúmur tjáði sóknarnefndinni að kirkjukórinn hefði í hyggju að halda tónleika, sem hafa verið í undirbúningi í vetur. Eru þetta tvær kantötur eftir Diderich Buxtehude.
Til að flutningur geti verið fullkominn þarf þrjá einsöngvara og strengjasveit.

Eins og gefur að skilja hefur þetta töluverðan kostnað í för með sér, þó svo kór og organleikari taki ekkert fyrir sína vinnu auk sóknarprests Selfosskirkju sem leikur á fiðlu.

Á tónleika þess verður að sjálfsögðu selt inn eins og á aðra tónleika. En það sem ekki er fyrirfram vitað um ágóða, var það sem vakti fyrir Glúmi, hvort sóknarnefndin myndi ekki greiða kostnað ef einhver yrði, svo af þessu gæti orðið.

Sóknarnefndin tók mjög vel í þessa málaleitan organistans fyrir hönd kirkju sinnar og safnaðar og var einróma samþykkt að styrkja þessa tónleika ef með þyrfti.

Fleira kom svo ekki fram á þessum fyrsta fundi ársins 1975. Þess skal að lokum getið að einn nefndarmaður Daníel Þorsteinsson og safnaðarform. Guðmundur Jónsson forfölluðust skyndilega og gátu því ekki mætt á fundi þessum.

Fundi slitið.   Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.

Sóknarnefndarfundur.

Formaður sóknarnefndar Jakob Havsteen boðaði sóknarnefnd á fund 10. des 1975 í fundarsal Selfosshrepps að Eyrarvegi. Glúmur Gylfason organisti kirkjukórs Selfoss mætti á fundi þessum, til að ræða væntanlega tónleika kirkjukórsins, sem halda átti í byrjun Janúar.
Rætt var um hugsanlegan kostnað í sambandi við tónleikana. Rétt er að geta þess, að hin nýstofnaða sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur undir stjórn Garðars Cortes ásamt einsöngvurunum, Sigríði E. Magnúsdóttur, Halldóri Vilhelmssyni og stjórnandanum Garðari Cortes aðstoða við þessa tónleika.

Sóknarnefndin samþykkti einróma að greiddur yrði úr safnaðarsjóði sá halli er kynni að verða af þessum tónleikum.

Næst var rætt að hækka kaup kirkjuvarðar Magnúsar Jónassonar, var samþykkt að það hækkaði í 10.000 á mánuði.

Samþykkt var á fundi þessum að færa ungum pilti Sigdóri Vilhjálmssyni 10.000 kr. sem viðurkenningu fyrir dugnað og ástundun í organleik, hefur hann um alllangt skeið leikið á orgel Selfosskirkju við barnaguðsþjónustur.               (G.S)

Aðalfundur Selfosssafnaðar.

Aðalsafnaðarfundur var haldinn í Selfosskirkju 14. des 1975. Formaður sóknarnefndar Jakob Havsteen setti fundinn og tilnefndi Guðmund Jónsson safnaðarfulltrúa fundarstjóra.

Fundarstjóri gaf því næst Karli Eiríkssyni orðið og flutti hann yfirlit yfir fjármál kirkjunnar, og las reikninga. Einnig las hann reikningsyfirlit yfir kirkjugarðinn.
Engar athugasemdir komu fram við reikningana og voru þeir samþykktir einróma.

Jakob Havsteen kvaddi sér hljóðs og leitaði álits fundarmanna um hækkun sóknargjalda. Nokkrar umræður urðu um mál þetta. Var einróma samþykkt af öllum fundarmönnum að hækka sóknargjöldin úr 500 kr. í 750 kr.

Næsta mál fundarins voru kosningar. Safnaðarfulltrúa og tveggja manna í sóknarnefnd.

Guðmundur Jónsson sem búinn er að starfa fyrir kirkjuna um ártugaskeið, bæði sem meðhjálpari og safnaðarfulltrúi baðst eindregið undan endurkosningu. Í hans stað var kosinn Gunnar Jónsson mjólkurfræðingur. Að lokinni þeirri kosningu kvaddi Séra Sigurður Sigurðarson sóknarprestur sér hljóðs og þakkaði Guðmundi hjartanlega allt hans óeigingjarna starf í þágu kirkju sinnar. Bað hann þess að kirkjan mætti eignast fleiri slíka fulltrúa kristninnar.

Næst fór fram kosning í sóknarnefnd. Úr stjórn áttu að ganga Guðbjörg Sigurðardóttir ritari og Daníel Þorsteinsson meðstjórnandi. Daníel Þorsteinsson baðst eindregið undan endurkosningu.

Fundarstjóri bað fundarmenn að koma með uppástungu í stað Daníels. Tveir voru tilnefndir:
Bjarni Dagsson og María Kjartansdóttir.

Kosningu hlutu Guðbjörg Sigurðardóttir ritari, Bjarni Dagsson meðstjórnandi, María Kjartansdóttir varamaður.

Að lokinni kosningu var ekki fleira sem fyrir fundinum lá og var því fundi slitið.
Guðbjörg Sigurðardóttir ritari.