Minnispunktar

Fermingarfræðsla í Árborgarprestakalli 2024-2025

Hér er lokuð Facebook síða fyrir fermingarfræðsluna, endilega bætið ykkur í hópinn:

Fermingarbörn í Árborgarprestakalli 2024-2025 | Facebook

Fyrirkomulag í október, nóvember og desember 2024

Hefðbundnar fræðslustundir, 22. október í Villingaholtskirkju, 29. okt. í Eyrarbakkakirkju og 23. og 24. október í Selfosskirkju verða ekki. Í staðinn verðum við með sameiginlega fræðslu og skemmtun fyrir allan hópinn okkar í Selfosskirkju laugardaginn 26. október frá 16-18:30 og sunnudaginn 27. október eiga fermingarbörnin að taka þátt í Halloween messu í Selfosskirkju kl. 11:00.

Í nóvember munum við fá fermingarbörnin til þess að safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar eins og undanfarin ár. Við kynnum það betur í tölvupósti þegar nær dregur en vegna þess er breyting á hefðbundnu fræðslunni. Og verður skipulagið svona:

  1. nóvember fermingarfræðsla í Villingaholtskirkju á kl. 14:00. Kynning í Hjálparstarfinu og í messu í Hraungerðiskirkju sunnudaginn 10. nóvember verða fermingarbörnin með bauka frá Hjálparstarfinu í messunni.
    6. nóvember mæta hópar 1, 2, 3 í Selfosskirkju kl. 16:00, fá fræðslu um Hjálparstarfið og fara svo að safna.
    7. nóvember mæta hópar 4 og 5 í Selfosskirkju kl. 16:00, fá fræðslu um Hjálparstarfið og fara svo að safna.
    12. nóvember mæta börn búsett á Eyrarbakka í Eyrarbakkakirkju kl. 17:00, fá fræðslu um Hjálparstarfið og fara svo að safna.
    Börn búsett á Stokkseyri mæta á sama tíma í Stokkseyrarkirkju, fá fræðslu um Hjálparstarfið og fara svo að safna.
  2. og 21. nóvember og 4. og 5. desember verður fræðsla í hópunum í hefðbundum tíma í Selfosskirkju.
    19. nóvember og 3. desember verður fræðsla í Villingaholtskirkju kl. 14:00
    26. nóvember og 10. desember verður fræðsla í Eyrarbakkakirkju kl. 14:00.

Eftir þessa tíma er komið jólafrí, áfram minnum við á messurnar og sendum út póst þegar komnar verða dagsetningar og skipulag fræðslunnar eftir áramót.

Almennt fyrirkomulag yfir vetrartímann
Fermingarfræðslan fer almennt fram aðra hverja viku. Fræðslan verður hópaskipt og fer fram annan hvern miðvikudag og fimmtudag í Selfosskirkju.  Hér má finna upplýsingar um skráningu í hópa og dagsetningr fræðslustundanna.
Fræðslustundir | Selfosskirkja  
Fermingarbörn í Flóaskóla verða í fermingarfræðslu í Villingaholtskirkju og fermingarbörn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verða í Eyrarbakkakirkju.  

Gert er ráð fyrir því tíminn nýtist vel, að mæting verði góð og að foreldrar styðji við börnin sín í því að sinna fermingarfræðslunni sinni. Ekki er hægt að taka tillit til tómstunda og íþróttaiðkunar yfir hundrað fermingarbarna.

Markmið fermingarfræðslunnar
Markmið okkar í vetur er að bjóða upp á gefandi og skemmtilegan tíma í kirkjunni sem skilur eftir sig góðar minningar.

Fyrir utan hinn eiginlega fræðsluhluta, sem verður fyrst og fremst í samtalsformi, munum við einnig fá góða gesti til okkar sem munu halda áhugaverða fyrirlestra á fræðslukvöldum ætluð fermingarbörnunum og foreldrum þeirra. Einnig verður fræðsla síðasta laugardag í október og gert er ráð fyrir þátttöku allra fermingarbarna í Halloween messu sunnudaginn eftir.

Messur og annað
Meðfram fermingarfræðslunni sækja fermingarbörnin 10 messur yfir vetrartímann. Það er góð leið til þess að upplifa og kynnast kirkjunni sem lifandi samfélagi fólks.

Engin próf eru haldin í tengslum við fermingarfræðsluna. Gert er ráð fyrir því að á fræðslutímanum læri börnin trúarjátninguna utan að sem og faðir vor, tvöfalda kærleiksboðorðið og gullnu regluna. Einnig velja þau sér ritningarvers fyrir fermingarathöfnina sína.

Fræðsluefni
Allt efni sem notað er í fræðslunni fá börnin í kirkjunni. Einnig munum við styðjast við efni á netinu.

Fræðslugjald
Fermingarfræðslugjald er 23.388.- og kemur greiðsluseðill í heimabanka í september.

Upplýsingagjöf og facebook hópur
Foreldrum verður haldið upplýstum jöfnum höndum og sendur verður reglulega út tölvupóstur til að minna á fræðslusamverur og annað sem lýtur að fermingarfræðslunni.