Minnispunktar

Minnispunktar fyrir mars 2021
Fermingarferð í Skálholt
Við förum með fermingarbörnin dagsferð í Skálholt í mars.
15. mars Vallaskóli, Barnaskólinn á Stokkseyri á Eyrarbakka og Flóaskóli.
Brottför frá Eyrarbakka (skólanum) kl. 8:45, Selfosskirkju 9:00 og Flóaskóla 9:20, brottför frá Skálholti kl. 16:00 og börnunum skilað á sömu staði.
22. mars Sunnulækjarskóli.
Brottför frá Selfosskirkju kl. 9:00 og brottför frá Skálholti kl. 16:00.
í Skálholti verður fræðsla, staðarskoðun, ratleikur og nóg að borða.
Þau sem eru með fæðuóþol sendið póst á gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is svo eldhúsið í Skálholti verði tilbúið með mat sem er í lagi.
Ferðin kostar 2500 og mega þau borga í rútunni, þau sem vilja geta lagt inn 152 26 2771 kt. 560269-2269.  Vinsamlegast setjið nafn fermingarbarnsins sem skýringu greiðslu og sendið kvittun í tölvupósti á gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is

Það þarf ekki að skrá sig en ef þau komast ekki eða forfallast vinsamlegast láta okkur vita.

Athugið að þið þurfið að senda skólanum póst og óska eftir því að þau verði í leyfi þennan dag

Fermingarfræðsla
Síðustu fermingarfræðslutímarnir í mars verða á þessum dögum.
Þriðjudaginn 16. mars í Selfosskirkju, sama tíma og þau hafa áður mætt
Miðvikudaginn 17. mars í Selfosskirkju, sama tíma og þau hafa áður mætt
Þriðjudaginn 9. mars í BES, eftir skóla
Miðvikudagur 10. mars í Flóaskóla kl. 14:00 

Fermingarathafnir og æfingar
Fermingarathafnirnar taka eðlilega mið af þeim sóttvörnum sem gildandi eru hverju sinni, það skipulag sem hér er gæti því tekið breytingar ef létt verður enn frekar á takmörkunum eða þær hertar aftur.  Núna mega 200 vera við athafnir í kirkunni en skrifa þar niður nafn, símanúmer og kennitölu þeirra sem koma.  Sömuleiðis er grímuskylda og 1m á að vera milli ótengdra aðila.  Þegar við þurfum að hafa tvær athafnir sama daginn miðast það við að koma öllum fyrir inni í kirkjunni og í sumum athöfnum getur ekki nema ákveðinn fjöldi fylgt, við reynum að hafa það þannig að það sé alltaf amk. 12.  Ef barn er ekki skráð á réttan dag eða þið óskið eftir að gera breytingar endilega hafa samband. 

Selfosskirkja
Laugardagur 27. mars kl. 11:00 – Æfing föstudaginn 26. mars kl. 16:00

Pálmasunnudagur 28. mars kl. 11:00 – æfing föstudaginn 26. mars kl. 16:30

Skírdagur 1. apríl kl. 10:00 – Æfing miðvikudaginn 31. mars kl. 16:00

Skírdagur 1. apríl kl. 11:30 – Æfing miðvikudaginn 31. mars kl. 16:30

Sunnudagur 11. apríl kl. 11:00 – æfing föstudaginn 9. apríl kl. 16:00

Laugardagur 8. maí kl. 10:00 – æfing föstudaginn 7. maí kl. 16:00

Laugardagur 8. maí kl. 11:30 – æfing föstudaginn 7. maí kl. 16:30

Sunnudagur 9. maí kl. 10:00 – æfing föstudaginn 7. maí kl. 17:00

Sunnudagur 9. maí kl. 11:30 – æfing föstudaginn 7. maí kl. 17:30

Hraungerðiskirkja annar hvítasunnudagur 24. maí kl. 13:30 – æfing föstudaginn 21. maí kl. 17:30

Gaulverjabæjarkirkja hvítasunnudagur 23. maí kl. 13:00 – æfing föstudaginn 21. maí kl. 16:00

Stokkseyrarkirkja sunnudaginn 2. maí kl. 11:00 -æfing föstudaginn 30. apríl kl. 16:00

Eyrarbakkakirkja sunnudaginn 9. maí kl. 11:00 – æfing föstudaginn 7. maí kl. 16:00

Hlekkur til að skrá í fræðsluna og á fermingardag:
https://selfosskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Fermingardagar í Selfossprestakalli 2021
Selfosskirkja:
27. mars, laugardagur fyrir pálmasunnudag kl. 11:00
28. mars, pálmasunnudagur kl. 11:00
1. apríl, skírdagur kl. 11:00
11. apríl, 1. sunnnudagur eftir páska kl. 11:00
8. maí, laugardagur kl. 11:00
9. maí, sunnudagur kl. 11:00
Laugardælakirkja:
1. apríl, skírdagur kl. 13:30
Villingaholtskirkja:
23. maí, hvítasunnudagur kl. 13:30
Hraungerðiskirkja:
24. maí, annar hvítasunnudagur kl. 13:30

Fermingarfræðslan byrjar í ágúst og verður nánara fyrirkomulag kynnt á næstu vikum.

Farið verður í Vatnaskóg 5.-6. október.  Gist eina nótt og verður þar fræðsla, farið í leiki og margt fleira skemmtilegt.
Reikna má með því að ferðin kosti amk. 15.000.-
Allar upplýsingar um Vatnaskóg er að finna undir liðnum Vatnaskógur hér á síðunni.

Fermingarbörn þurfa að mæta í 10 messur.

Gjald fyrir fermingarfræðslu veturinn 2018-2019 er 19.146 og verður innheimt með greiðsluseðlum á kennitölu Selfosskirkju í lok ágúst eða byrjun september.  Reikna má með að gjaldið get hækkað.

Fermingarbörn þurfa að læra ákveðin atriðu utanbókar, það er finna undir utanbókarlærdómur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *