Fermingarfræðsla í Árborgarprestakalli 2025-2026
Hér er lokuð Facbook síða fyrir hópinn:
(1) Fermingarfræðsla í Árborgarprestakalli 2025-2026 | Facebook
Sæl og blessuð!
Þessi póstur er sendur á foreldra þeirra barna sem skráð eru í fermingarfræðslu í Árborgarprestakalli næsta vetur og munu fermast vorið 2026. Við bjóðum ykkur velkomin í starfið okkar og við hlökkum til að kynnast nýjum hópi verðandi fermingarbarna.
Við hefjum fræðsluna í ágúst og byrjum með fundi með ykkur foreldrum og fermingarbörnunum þriðjudaginn 26. ágúst kl. 18:00 í Selfosskirkju. Í framhaldinu verðum við með fermingarfræðslu í Selfosskirkju fimmtudaginn 28. ágúst, þar sem við skiptum í tvo hópa. Börn í Vallaskóla og Stekkjaskóla verða frá 14:30-16:00 og börn í Sunnulækjarskóla, Flóaskóla og Barnaskólanum Eyrarbakka og Stokkseyri verða frá 16:30-18. Þetta er upphafið af fræðslunni okkar. Í vetur munum við svo hitta þau í minni hópum reglulega yfir veturinn, fermingarbörn á Selfossi hittum við í Selfosskirkju, fermingarbörn í Flóaskóla hittum við í Villingaholtskirkju og fermingarbörn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hittum við í Eyrarbakkakirkju.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við okkur.
Ef þið þurfið að breyta fermingardegi þá sendið þið á okkur póst og við breytum deginum fyrir ykkur.
Við hlökkum til samstarfsins og vonum að þið njótið sumarsins.
Kær kveðja
Guðbjörg Arnardóttir, gudbjorg.arndottir@kirkjan.is
Ása Björk Ólafsdóttir, asa.bjork.olafsdottir@kirkjan.is
Gunnar Jóhannesson, gunnar.johannesson@kirkjan.is
Almennt fyrirkomulag yfir vetrartímann
Fermingarfræðslan fer almennt fram aðra hverja viku. Fræðslan verður hópaskipt og fer fram annan hvern miðvikudag og fimmtudag í Selfosskirkju. Hér má finna upplýsingar um skráningu í hópa og dagsetningr fræðslustundanna.
Fræðslustundir | Selfosskirkja
Fermingarbörn í Flóaskóla verða í fermingarfræðslu í Villingaholtskirkju og fermingarbörn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verða í Eyrarbakkakirkju.
Gert er ráð fyrir því tíminn nýtist vel, að mæting verði góð og að foreldrar styðji við börnin sín í því að sinna fermingarfræðslunni sinni. Ekki er hægt að taka tillit til tómstunda og íþróttaiðkunar yfir hundrað fermingarbarna.
Markmið fermingarfræðslunnar
Markmið okkar í vetur er að bjóða upp á gefandi og skemmtilegan tíma í kirkjunni sem skilur eftir sig góðar minningar.
Fyrir utan hinn eiginlega fræðsluhluta, sem verður fyrst og fremst í samtalsformi, munum við einnig fá góða gesti til okkar sem munu halda áhugaverða fyrirlestra á fræðslukvöldum ætluð fermingarbörnunum og foreldrum þeirra. Einnig verður fræðsla síðasta laugardag í október og gert er ráð fyrir þátttöku allra fermingarbarna í Halloween messu sunnudaginn eftir.
Messur og annað
Meðfram fermingarfræðslunni sækja fermingarbörnin 10 messur yfir vetrartímann. Það er góð leið til þess að upplifa og kynnast kirkjunni sem lifandi samfélagi fólks.
Engin próf eru haldin í tengslum við fermingarfræðsluna. Gert er ráð fyrir því að á fræðslutímanum læri börnin trúarjátninguna utan að sem og faðir vor, tvöfalda kærleiksboðorðið og gullnu regluna. Einnig velja þau sér ritningarvers fyrir fermingarathöfnina sína.
Fræðsluefni
Allt efni sem notað er í fræðslunni fá börnin í kirkjunni. Einnig munum við styðjast við efni á netinu.
Fræðslugjald
Fermingarfræðslugjald er 23.388.- og kemur greiðsluseðill í heimabanka í september.
Upplýsingagjöf og facebook hópur
Foreldrum verður haldið upplýstum jöfnum höndum og sendur verður reglulega út tölvupóstur til að minna á fræðslusamverur og annað sem lýtur að fermingarfræðslunni.