Fundargerðir 2014

1.fundur sóknarnefndar 2014, haldinn 21.janúar í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl.17:30.

Varaformaður

Björn Ingi Gíslason setti fundinn.

1.Viðhaldsóskir

Gunnþór
Gíslason, kirkjuvörður, kynnti viðhaldsóskir í Selfosskirkju. Kirkuvörður lagði
fram minnisblað þar sem talin eru upp þau átta atriði sem hann telur brýnast að
farið verði í.

2. Safnaðarstarf

Sr. Axel Njarðvík kynnti nýtt verkefni,
biblíulestur, sem er unnið í samfloti við írsku kirkjuna. Biblíulesturinn er samstarfsverkefni
selfossprestakalls og og tveggja annarra prestakalla. Axel talaði jafnframt um
að huga þyrfti að því að uppfæra og gera heimasíðu kirkjunnar aðgengilegri.

3. Staða reikninga

Guðmundur
Búason, gjaldkeri, kynnti drög af ársreikningi Selfosskirkju árið 2013.

4. Aðalsafnaðarfundur

Ákveðið
var að aðalsafnaðarfundur færi fram 9.mars. nk. kl. 12.30 í safnaðarheimili
Selfosskirku.

 

Fundi slitið kl.19:10.  Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur
undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina:Björn Ingi Gíslason, Margrét
Sverrisdóttir,Sr. Axel Njarðvík, Þórður Stefánsson, Bára Kristbjörg
Gísladóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðmundur Búason og Guðný Ingvarsdóttir. Grímur
Hergeirsson, Þórður Stefánsson og Ragna Gunnarsdóttir forfölluðust. 

 

 

2. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldin 18. Febrúar 2014 kl: 17:30.

 

1. Farið yfir tilboð í malbikun stíga í kirkjugarði. Ákvörðun frestað.

Gunnþór kom með tilögu að setja upp skilti við kirkjuna um að banna aðgang hunda. Ákveðið að athuga málið. Gunnþór vék af fundi eftir sitt innlegg.

2. Farið yfir undirbúning fyrir Aðalsafnaðarfund Selfosskirkju sem haldin verður sunnudaginn 9. Mars 2014 stax að lokinni messu sem lýkur um kl.12:00.

Guðmundur Búason kynnti ársreikninga sem lagðir verða fyrir á Aðalsafnaðarfundi Selfosskirkju.

3. Farið yfir áætlun fyrir Barna- og Unglingakór Selfosskirkju vor 2014. Samþykkt að greiða rútukosnað fyrir kórana vegna æfinga og tónleika í Hörpu með Sinfóniuhljómsveit Íslands sem verður 22. og 26. apríl 2014.

4. Prestarnir sr. Óskar og sr. Ninna Sif fóru yfir kirkjustarfið. Fara á af stað með námskeið um sorg og sorgarviðbrögð seinnipart dags í fjögur skipti eina og hálfa klukkustund hvert skipti. Ninna Sif sagði t.d. frá æskulýðsferð í Vatnaskóg með ungmenni í æskulýðsstarfi Selfosskirkju. Fréttabréf Selfosskirkju verður gefið út í lok mars.

Minnisblað frá prestum lagt fram um hugmynd að sofna hollvinasamtök Selfosskirkju.

5. Heimasíða Selfosskirkju er í vinnslu. Samþykkt að ganga til samninga við Tölvu og rafeindaþjónustu Suðurlands (Trs) á Selfossi á grundvelli tilboðs þeirra í hýsingu á vef Selfosskirkju. Hugmynd að athuga að taka upp netfang fyrir Selfosskirkju, ákveðið að athuga það nánar.

6. Rætt að huga þarf að kosningu í valnefnd prestakallsins.

7. Önnur mál

Fundi slitið 19:30. Auk fundarritara Báru Kristbjargar Gísladóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Margrét Sverrisdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðmundur Búason, Ragna Gunnarsdóttir, Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Grímur Hergeirsson og Þórður Stefánsson. Björn Ingi Gíslason og Halla Dröfn Jónsdóttir forfölluðust.

 

3.fundur sóknarnefndar 2014, haldinn 18.mars í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl.17:35.

Formaður, Grímur Hergeirsson setti fundinn.

1.Verkaskipting sóknarnefndar
Sóknarnefnd skipti með sér verkum, verkaskipting er óbreytt frá fyrra ári. Formaður, Grímur Hergeirsson. Ritari, Halla Dröfn Jónsdóttir. Gjaldkeri, Guðmundur Búason. 1.varaformaður, Björn Gíslason.  2.varaformaður, Bára Gísladóttir. Safnaðarfulltrúi, Þórður Stefánsson. Varasafnaðarfulltrúi, Jóhann Snorri Bjarnason. Varamenn í sóknarnefnd 1.Guðný Ingvarsdóttir 2.Sigurður Sigurjónsson 3.Sigríður Bergsteinsdóttir 4.Þórður Árnason 5.Guðrún Tryggvadóttir 6.Sigurður Jónsson 7. Erla Rúna Kristjánsdóttir 8. Páll B. Ingimarsson 9. Hjörtur Þórarinsson. Samþykkt samhljóða.

2. Starfið í Selfosskirkju

Sr. Axel sagði frá safnaðarstarfi og viðburðum framundan m.a. fjögurra miðvikudaga fundarröð um sorg og sorgarviðbrögð sem fer af stað miðvikudaginn 18.mars en einnig sjálfstæðum fyrirlestri þriðjudaginn 25.mars þar sem Margrét Blöndal fer með erindi um áfallastreyturöskun (PTSD). Safnaðarblaðið kemur út að hálfum mánuði liðnum.

 3. Malbikun stíga í nýja kirkjugarði

Á sóknarnefndarfundi þann 18.febrúar sl. kynnti Gunnþór Gíslason, kirkjuvörður, tilboð um malbikun stíga í kirkjugarði. Tekin var ákvörðun um að ganga til samninga á grundvelli lægsta tilboðs, Gröfuþjónustu Steins. Jóhanni Snorra og Grími Hergeirsyni var falið að vera tengiliðir kirkjugarðs við verktaka vegna framkvæmdar.

 4. Ný heimasíða Selfosskirkju og kaup á ipad til afnota v.heimasíðu o.fl.

Tekin var ákvörðun um kaup á ipad mini m.a. til afnota vegna heimasíðu kirkjunnar. Sr. Axeli var falið að sjá um kaup á tækinu. Axel sagði frá því að uppsetning heimasíðunnar gengi vel. Grímur Hergeirsson færði Axeli þakkir fyrir framlag hans við gerð síðunnar.

5.Kosning sex fulltrúa í valnefnd f.h. Selfosssóknar og sex til vara

Sóknarnefnd valdi eftirtalda í valnefnd prestakallsins.

Aðalmenn: Grímur Hergeirsson, Margrét Sverrisdóttir, Bára Kr. Gísladóttir , Sigrún Magnúsdóttir,Torfi Sigurðsson og Guðmundur Búason.

Varamenn: Eysteinn Jónasson, Ragna Gunnarsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Garðar Einarsson, Björn Ingi Gíslason og Kristín Vilhjálmsdóttir.

 6.Lóðarmörk/lóðarblað

Ákveðið að ganga frá lóðarblaði í samræmi við fyrri hugmyndir um lóðarmörk í suðvesturhluta kirkjulóðarinnar.

 7. Aðgengi fatlaðra

Bréf biskups Íslands varðandi aðgengi fatlaðra tekið fyrir og farið yfir mikilvægi góðs aðgengis fyrir fatlaða í Selfosskirkju.

 8. Önnur mál

Sóknarnefnd bárust margar ágætar hugmyndir, um bætta jörð, frá krökkum í æskulýðsfélagi Selfosskirkju.

Guðmundur Búason ræddi mikilvægi þess að bæta netsamband í kirkjunni, bæði á kirkjulofti og í safnaðarheimili.

Tekin var ákvörðun um breyttan fundartíma sóknarnefndar sem verður í framhaldinu 4. Þriðjudag í mánuði en næsti fundur er áætlaður 22. apríl 2014.

Samþykkt að veita Margréti Arnardóttur 50.000- króna styrk til að sækja ráðstefnu tengda æskulýðsstarfi í Birmingham. Margrét er æskulýðsfulltrúi í Selfosskirkju.

Sr. Axel sagði frá því að árið 2017 yrði gefin út ný sálmabók en hann lagði til að lagt væri til hliðar í sjóð sem notaður yrði til að greiða fyrir bókina í framhaldinu.

 Fundi slitið kl.19:20.  Þórður Stefánsson, Björn Ingi Gíslason, og Bára Kristbjörg Gísladóttir forfölluðust.  Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina Sr. Axel Njarðvík, Guðmundur Búason, Margrét Sverrisdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason,Guðný Ingvarsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir og Grímur Hergeirsson. Sr. Óskar H. Óskarsson þurfti að yfirgefa fundinn að lokinni afgreiðslu 7.liðar.  

 

 4.fundur sóknarnefndar 2014, haldinn 22.apríl í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl.17:30.

Formaður, Grímur Hergeirsson, setti fundinn.

1. Fundur sóknarnefndar með biskupi 25. mars sl.

Umræður voru um það helsta sem bar á góma á fundi með biskupi Íslands og biskupsritara.

3. Starfsmannamál

Samningar við Ninnu Sif og Edit Molnár renna út á næstu mánuðum. Grími Hergeirssyni og Höllu Dröfn Jónsdóttur var falið að ræða við  Ninnu Sif og Edit um framhaldið.

 4. Kirkjustarfið

Séra Óskar sagði frá því helsta sem framundan er í kirkjustarfinu.  Sunnudaginn 4. maí verður hin árlega krossamessa sem er  uppskeruhátíð allra kóra kirkjunnar en síðustu fermingar eru 10. og 11. mai nk.  Einnig greindi sr. Óskar frá kvöldmessu með KK 11. mai  nk.

5. Héraðsfundur

Farið  var yfir helstu mál héraðsfundar 29.mars 2014

 6. Önnur mál 

Ninna Sif sendi þakkir til sóknarnefndar vegna styrks sem sóknarnefnd veitti Margréti Arnardóttur leiðtoga í æskulýðsstarfi kirjunnar.  Grímur las upp tölvupóst frá starfsmanni Símans sem innihélt tilboðsgerð vegna síma. Símavist – Centrex

  

Fundi slitið kl.19:10.  Þórður Stefánsson forfallaðist.  Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Bára Kristbjörg Gísladóttir, Margrét Sverrisdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason , Ragna Gunnarsdóttir og Grímur Hergeirsson. 

 

 

5.fundur sóknarnefndar 2014,  haldinn 29.apríl í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl.17:30.

 

1.Sr. Axel Njarðvík

Sr.Axel Njarðvík las upp tölvupóst frá Sjöfn Þórarinsdóttur, nema í tómstundar og félagsmálafræði en Sjöfn óskaði eftir afnotum af safnaðarheimili kirkjunnar undir námskeið á hennar vegum fyrir börn og ungmenni. Ákveðið var að skoða þyrfti málið frekar m.a. með hliðsjón af sumarleifum kirkjuvarðar og annars starfsfólks.

 2. Þátttaka barna og unglingakóra í verkefninu Maxímús músíkús

Sóknarnefnd fagnar þátttöku barna og unglingakóranna í tónlistarverkefninu Maxímús músíkús. Guðmundur Búason tók að sér að ræða við Edit um stöðu verkefnisins.

 3.Krossamessa 4.mai nk.

Sóknarnefnd samþykkti að greiða fyrir veitingar sem boðnar verða að lokinni krossamessu nk. sunnudag 4. mai.

 

Fundi slitið kl.18:45

Þórður Stefánsson og Bára Kristbjörg Gísladóttir forfölluðust. 

Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina  Sr. Axel Njarðvík, Jóhann Snorri Bjarnason, Ragna Gunnarsdóttir, Grímur Hergeirsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason og Margrét Sverrisdóttir.

 

6.fundur sóknarnefndar 2014,  haldinn 20.mai í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl.17:30.

 

Grímur Hergeirsson formaður sóknarnefndar setti fundinn                                                                                        

 

1.      Fundur með biskupi

Grímur Hergeirsson greindi frá því helsta af fundi hans og tveggja annarra fulltrúa  sóknarnefndar með Biskupi þann 6.mai sl.

 

2.      Viðhald

Gunnþór Gíslason kirkjuvörður hefur fengið tilboð í viðgerðir á parketi í safnaðarheimili kirkjunnar. Samþykkt var að farið yrði í verkefnið.

 

3.      Starfsmannamál

Grímur Hergeirsson ræddi við sr.Ninnu Sif og Edit Molnár stjórnanda barna og unglingakórs Selfosskirkju um endurnýjum ráðningasamninga.

 

4.      Séra Óskar H. Óskarsson

Sr. Óskar H. Óskarsson sagði frá ýmsum þáttum í kirkjustarfinu að undanförnu

 

5.      Önnur mál

Ýmsar hugleiðingar um kirkjustarfið komu fram

Þann 20.mai var undirritaður samningur milli Selfosssóknar og Sveitarfélagsins Árborgar. Með samningnum er kveðið á um áherslur í  æskulýðsstarfi á vegum Selfosssóknar og gagnkvæmar skyldur samingsaðila varðandi skipulag og framkvæmd á barna – og    æskulýðsstarfi. Með samningnum er einnig verið að festa í sessi samstarf sem verið hefur á milli kirkjunnar og fleiri stofnanna/félaga í  bæjarfélaginu. Sveitarfélagið mun styrkja æskulýðs og barna og unglingakórastaf sóknarinnar um 450.000 kr. árlega á gildistíma samnings  en samningurinn gildir út árið 2016. Sóknarnefnd Selfosskirkju fagnar samningnum sem er miklvægur liður í að efla barna og  æskulýðsstarf á svæðinu.

 

Fundi slitið kl.18:05

Þórður Stefánsson og Margrét Sverrisdóttir forfölluðust.

Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina Jóhann Snorri Bjarnason, Ragna Gunnarsdóttir, Grímur Hergeirsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Bára Kristbjörg Gísladóttir og Óskar Hafsteinn Óskarsson

 

 7. Fundur Sóknarnefndar 2014. Haldinn 26.ágúst á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju

Fundur hófst 17:30

 

1. Farið yfir stöðu starfsmannamála og breytingar sem framundan eru.  Fyrir liggur að auglýsa í afleysingu vegna barna og æskulýðs starfs.

 

2. Fyrir liggur að sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson lætur af embætti prests Selfosskirkju 31. ágúst 2014. Sóknarnefnd þakkar sr. Óskari fyrir farsælt og gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju embætti.

 

3. Sr. Axel Njarðvík fór yfir vetrarstarfið sem framundan er í Selfosskirkju. Vetrarstarfið hefst 21. september 2014. Upphaf fermingarstarfanna hófst með námskeiði fyrir fermingarbörnin vikuna 18 – 22. ágúst.

 

4. Umræða um malbiksframkvæmdir í kirkjugarði. Ákveðið að ráðfæra sig við hönnuð nýja kirkjugarðsins varðandi framhald framkvæmda.

 

5. Önnur mál.

 

6. Grímur Hergeirsson formaður hefur ákveðið að láta af störfum í sóknarnefnd Selfosskirkju frá og með 26. ágúst 2014. Björn Gíslason varaformaður tekur við starfi formanns sóknarnefndar.

Fundi slitið: 19:15

 

Halla Dröfn Jónsdóttir og Þórður Stefánsson  forfölluðust.

Auk fundarritara Báru Kristbjargar Gísladóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina Jóhann Snorri Bjarnason, Ragna Gunnarsdóttir, Grímur Hergeirsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Margrét Sverrisdóttir, sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr. Axel Njarðvík.  

 

8. sóknarnefndarfundur haldin á rislofti safnaðarheimilis 23. September 2014. Fundur settur 17:30

Björn I Gíslason formaður setti fundinn

 1. Umræða um stöðu mála í kirkjunni. Ákveðið að sækjast eftir fundi með prófasti og óska eftir betri upplýsingum um stöðu mála í Selfosskirkju.
 1. Farið yfir kirkjustarfið í vetur sr. Axel og sr Ninna Sif segja frá því.
 1. Umræða um framkvæmdir við göngustíga í nýja kirkjugarðinum. Framkvæmdir hafa tafist vegna skekkju í mælingum á göngustígum. Stefnd verður á að leggja malbik á stígana í haust.
 1. Aðstandendur Karls Eiríkssonar fyrrverandi starfsmanni og velunnara Selfosskirkju, færðu kirkjunni til eigna muni sem tengdust kirkjunni úr eigu Karls. Sóknarnefnd vill færa aðstandendum kærar þakkir.
 1. Næsta fréttabréf Selfosskirkju kemur út í lok nóvember.
 1. Hugmynd að halda kirkjuþing í Selfosskirkju um sókn Selfosssóknar. Umræðuvettvangur fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða Selfosskirkju. 9. Október 2014 kl: 17:00 – 19:00. Elín Elísabet Jóhannsdóttir frá fræðslusviði biskupsstofu heldur erindi.
 1. Önnur mál.

Borist hafa nokkrar fyrirspurnir um starf æskulýðsfulltrúa sem vonandi leiða til umsókna.

Sr. Axel Njarðvík bar upp ósk um að Selfosskirkja stofni reikning fyrir Sjóðinn góða. Málinu vísað til Guðmundar Búasonar gjaldkera.

Fundi slitið kl:19:00

Halla Dröfn Jónsdóttir og Þórður Stefánsson forfölluðust.

Auk fundarritara Báru Kristbjargar Gísladóttur rituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Björn Ingi Gíslason, sr. Axel Njarðvík, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Guðný Ingvarsdóttir og Jóhann Snorri Bjarnason.

 

 

9. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldin 7. oktober 2014 kl: 18:15.

 

Aukafundur haldinn vegna ráðningar æskulýðsfulltrúa

Björn I Gíslason formaður setti fundinn

 

 1. Guðný Ingvarsdóttur, Jóhanni Snorra Bjarnasyni og Birni Inga Gíslasyni var falið var að fara yfir mál tengd ráðningu æskulýðsflltrúa.

 

Fundi slitið 19:15.

Margrét Sverrisdóttir, Bára Kristbjörg Gísladóttir og Þórður Stefánsson  forfölluðust. 

Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur, undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Jóhann Snorri Bjarnason, Guðmundur Búason, Ragna Gunnarsdóttir, Björn Ingi Gíslason og Guðný Ingvarsdóttir.

 

 

10. sóknarnefndarfundur haldin á rislofti safnaðarheimilis 29. október 2014. Fundur settur 17:30.

Björn I Gíslason formaður setti fundinn

 

 1. Formaður sóknarnefndar, Björn Ingi Gíslason, setti fundinn.

 

 1. Formaður sóknarnefndar tilkynnti að Þorvaldur Karl Helgason muni sinna starfi sóknarprests Selfosskirkju fram til vors við hlið Sr.Axels Njarvík en þá mun staða sóknarprest og prest vera auglýst. Þorvaldur Karl mun hefja störf 1.nóvember. Sóknarnefnd býður Þorvald velkominn til starfa við kirkjuna.

 

 1. Hugrún Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju í barneignarleyfi Ninnu Sifjar Svavarsdóttur næstu sex mánuði. Við bjóðum Hugrúnu velkomna til starfa en Hugrún hóf störf 18.október sl.

 

 1. Rætt var um skipulag nýja kirkjugarðsins en Gunnþór Gíslason kirkjuvörður tók til máls og sagði frá stöðu mála varðandi framkvæmdir í garðinum.

 

 1. Axel sagði frá kirkjustarfinu framundan en Axel lagði fram dagskrá kirkjustarfs Selfosskirkju þar sem talið er fram það sem framundan er í kirkjustarfi og helgihaldi í nóvember. Sr. Axel minntist sérstaklega á fyrirhugaða landssöfnun fermingabarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar 5. nóvember nk. ásamt fjölskylduguðþjónustu sem framundan er 2.nóvember nk.

 

 1. Fréttabréf Selfosskirkju kemur út í lok nóvember.

 

 

 1. Önnur mál:.

 

 • Björn Ingi þakkaði fyrir vel heppnað Kirkjuþing 9.október sl.

 

 • Fjallað var um hugmynd af upplýsingatöflu sem þörf er á að setja upp í kirkjunni, þar sem mögulegt væri að setja fram helstu upplýsingar um dagskrá kirkjustarfsins. Gunnþór Gíslason tók að sér að skoða málið.
 • Kirkjuþing Þjóðkirkjunar stendur yfir
 • Samþykkt var að eftirláta Sjóðnum góða reikning þar sem unt væri að leggja inn framlög til Sjóðsins.
 • Guðmundur Búason kom á framfæri óskum sem Edith lagði fyrir hann og snúa að starfi hennar við krikjuna.
 • Rætt var um þörf á að endurnýja tölvu á skrifstofu æskulýðsfulltrúa
 • Rætt var um hlut kirkjunnar í tengslum við endurnýjun á skrifstofubúnaði á skrifstofum sóknarprests og persts krirkjunnar.
 • Samþykkt að greiða kostnað vegna málþings 9. október sl.
 • Gunnþór Gíslason fór yfir viðhaldsmál og kostnað í tengslum við þau.
 • Gunnþór mun láta af störfum 1.apríl nk. vegna aldurs.

 

Fundi slitið kl:19:00

Þórður Stefánsson forfallaðist.

Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur rituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Björn Ingi Gíslason, sr. Axel Njarðvík, Guðmundur Búason,Ragna Gunnarsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Bára Kristbjörg Gísladóttir.

 

 

     11. sóknarnefndarfundur haldin á rislofti safnaðarheimilis 25. nóvember 2014. Fundur settur kl. 17:30.

 

Björn I. Gíslason formaður setti fundinn

 

 1. Formaður sóknarnefndar, Björn Ingi Gíslason bauð sr. Þorvald Karl og Hugrúnu Kristínu æskulýðsfulltrúa velkomin til starfa.

 

 1. Sr. Þorvaldur Karl Helgason tók til máls en hann er settur sóknarprestur til 31. mai nk. Þorvaldur kynnti sig og sagði frá því hvernig starfið hefði farið af stað og hvað væri framundan.

 

 1. Sr. Axel Njarðvík sagði frá því sem framundan er í kirkjustarfinu.

 

 

 1. Jörg Sonderman organisti tók til máls og sagði frá menningarstarfi í Selfosskirkju. Jörg lagði fram starfsáætlun fyrir árið 2015 og ræddi um það helsta sem framundan er en þar ber hæst listafoss, orgelstund,ferðamannakirkja, septembertónleikar, sálmafoss og aðventutónleikar.

 

 1. Hugrún Kristín nýkjörin æskulýðsfulltrúi tók til máls og sagði frá æskulýðsstarfinu; starfi kirkjuskólans , æskulýðshópum, TTT starfi fyrir 10-12 ára ásamt sunnudagaskóla.

 

 1. Gunnþór Gíslason kirkjuvörður tók til máls. Gunnþór lagði fram skjal að beiðni sóknarnefndar þar sem hann hafði tekið saman áhöld og tæki í eigu kirkjunnar í tengslum við hugsanlega þörf á endurnýjun búnaðar. Gunnþór greindi einnig frá því að fréttabréf kirkjunnar væri komið úr prentun.

 

 1. Björn Ingi Gíslason greindi frá því að fréttabréf kirkjunnar færi í dreifingu 1.des nk.

 

 1. Rætt um að boða fulltrúa fjögurra sókna til fundar í tengslum við það að prestakallið verður auglýst laust með vorinu.

 

 1. Önnur mál:

 

 • Björn Ingi lagði til að farið væri yfir skipulag vegna varðveislu skjala.

 

 • Björn Ingi hafði samband við Odd Hermannson landslagsarkitekt vegna skipulagsmála í krikjugarði.

 

 • Guðmundur Búason lagði fram fyrirspurn um stöðu Sjóðsins Góða

 

Fundi slitið kl:19:00

 

Margrét Sverrisdóttir, Bára Kristbjörg Gísladóttir og Þórður Stefánsson forfölluðust.

 Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur rituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Björn Ingi Gíslason, sr. Axel Njarðvík, Guðmundur Búason,Ragna Gunnarsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Þórður Grétar Árnason, Gunnþór Gislason, Jörg E. Sonderman, Hugrún Helgadóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir og sr. Þorvaldur Karl Helgason.