2020

4.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 24. nóv. 2020. kl. 17.30
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Petra Sigurðardóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir, sr. Gunnar Jóhannesson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn
Dagskrá.
Fundur settur. Björn setti fundinn.

Æskulýðsfulltrúi, tillaga til afgreiðslu. 
Prestar hafa gert starfslýsingu fyrir æskulýðsfulltrúa sem auglýsa þarf eftir. Er starfshlutfallið 60%.  Auglýst verður fljótlega eftir nýjum æskulýðsfulltrúa sem þarf að byrja í jan. 2021.

Umhirða á kirkjulóð.
Ýmsar vangaveltur voru ræddar hvernig þessu verði háttað næsta sumar.  Skoða þarf nokkra hluti betur.

Fjárhagsáætlun 2021, til kynningar.
Guðmundur fór yfir þau verkefni sem þarf að gera í viðhaldi við kirkjuna og í kirkjugarðinum.  Kanna á hvað ýmsir hlutir kosta áður en ákvörðun verður tekin í hvaða verkefni verður farið í. Endanleg ákvörðurn verður tekin í janúar.

 • Önnur mál.
 • Björn sagði frá fundinum sem hann átti með formönnum allra sóknarnefnda í nýja prestakallinu.  Ekki var samstaða um að breyta nafni Árborgarprestakalls. 
 • Hjálparstarf kirkjunar sendi bréf þar sem óskað er eftir aðstoð.
 • Helgihald um jólin er allt í óvissu.  Kirkjan hefur fengið styrk frá Héraðssjóði til að kaupa myndavél sem nota á við upptökur á helgihaldsmessum.
  Búið er að semja við Prómynd um að taka upp hátíðamessur sem sendar verða út á aðfangadag, jóladag og gamlárskvöld. Þessar messur verða teknar upp í samstarfi við Hveragerðis- og Þorlákshafnarprestaköll.
 • Á nýju ári þarf að taka umræðu um nýjan kirkjugarð.

  Fundargerð upplesin. Fundi slitið kl 19:00. Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

3.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 27. okt. 2020, kl. 17.30
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Fjóla Kristinsdóttir, Petra Sigurðardóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir, og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.
 Dagskrá.
Fundur settur. Björn Ingi Gíslason setti fundinn.

Barna- og unglingakórastarf. Edit kynnir.
Síðustu vikuna í ágúst var haldið kóranámskeið fyrir krakka, 45 komu á námskeiðið en núna eru 25 krakkar í kórunum.  17 krakkar eru í Unglingakórnum núna í haust
Kolbrún Berglind Grétarsdóttir aðstoðar hana með barnakórinn, samstarf er við kórinn á Stokkseyri.
Eyjólfur Eyjólfsson kennari við Tónlistaskólann hefur komið einu sinni á æfingu og kynnti fyrir krökkunum langspil sem notað er í þjóðlagatónlist, vonast er til að samstarf.  Reynt er að gera það besta í Covid ásandinu.

Trúnaðarmál.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri fræðslumála og samfélagsmiðla hefur sagt upp starfi sínu, fer í 50% frá 1. nóv og hættir 31. desember 2020.
 
Framtíð æskulýðsmála, næstu skref.
Ýmislegt var rætt um framhaldið, öll sammála að það þurfi að halda áfram að hugsa vel um æskulýðsmálin hjá kirkjunni. Prestarnir ætla að koma með tillögu að starfslýsingu fyrir næsta fund og auglýsa starfið eftir þann fund.

Önnur mál.
Biskup Íslands sendi bréf dagsett 25. september um hvernig starfsfólk eigi að vinna í covid. Allir fara eftir þessu.
Kirkjuráð sendi bréf dagsett 14. okt um breytingar á prestaköllum.
Björn hefur boðað formenn alla sókna í nýja prestakallinum til fundar í næstu viku, skila þarf nafnabreytingum fyrir 7. nóv og allir þurfa að vera sammála.  Birni falið að fá niðurstöðu.
Enn ræddum við um umhirðu á kirkjugarðinum yfir sumarið.  Ýmsar hugmyndir ræddar sem safnað verður saman fyrir næsta fund.
Ummræða var um öryggismál.
Brunnurinn í kirkjugarðinum er tilbúinn og búið er að setja keðju meðfram ánni. Ennþá er eftir að athuga holuna fyrir framan kirkjuna.
Mynda þarf sóknarnefndina, bíða þarf með það þangað til Covid leifir.

Fundargerð upplesin. Fundi slitið kl. 18:50. Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

2.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 22. sept. 2020. kl. 17:30 
Mætt voru: Börn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir, sr. Gunnar Jóhannesson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundargerð.   Dagskrá.
Fundur settur.
Björn setti fundinn, allir sammála að hafa áfram sama fundartíma.
Stjórnin skiptir með sér verkum.Stjórn verður áfram óbreytt og einnig varamenn.
Jóhanna Ýr kynnir breytta skipan
Jóhanna Ýr verkefnastjóri fræðslumála og samfélagsmiðla, kynnti breytingar sem orðið hafa.
Núna koma  krakkarnir 6 til 9 ára í kirkjuna í staðinn fyrir hitting í báðum skólunum. Krakkarnir geta nýtt sér tómstundarútuna. Komið er samstarf við Árborg, skráning fer í gegnum Nóra. Skráning í TTT starfið fer einnig í gegnum Nóra.  Æskulýðstarfið fer mjög vel af stað.
Búið að auka kynningar og auglýsingar inn á Fecabook og Innstagram.  Búið að færa sunnudagsskólann frá kl. 11 til 13 og heitir núna fjölskyldusamvera.
Kirkjuvörður ræðir breytta tilhögun umhirðu.
Guðný fór yfir umhirðu á garðinum í sumar, einhverjar breytingar þurfum við að gera fyrir næsta sumar.  Hugmyndir ræddar sem betur verða útfærðar fyrir næsta fund.
Önnur mál.
Þórður er að laga rennurnar, vinna við að koma rafmagninu í kirkjugarðinum upp úr jörðu er hafin. JÁ verk lagaði plötur á turninum til bráðabirgða núna í haust.  Austan við kirkju á að skipta um dren og laga keðjuna á árbakkanum núna í haust. Búið er að kaupa nýjar gardínur í safnaðarheimilið og eldhúsið.
Bréf frá Halldóru J. Þorvarðardóttur prófasti um að búið er að fresta héraðsfundi fram í mars 2021.
4. okt kl. 11 verður sr. Gunnar settur formlega inn í enbættið, boðið verður upp á veitingar eftir messu.
Kirkjuþing er búið að samþykkja að sameina Selfossprestakall og Eyrabakkaprestakall sem tekur gildi 1. okt. sem Árborgarprestakall.
Prestar hafa þegar byrjað að vinna saman. Þessi sameinig hefur ýmsar breytingar í  för með sér.
Kirkjugarðasambandið KGSÍ verður með aðalfund 17. okt. nk.
Kirkjufréttir verða ekki gefnar út þetta haustið heldur verður efnið sett inn á heimasíðuna.
Hlutfall sóknarbarna í Selfosssókn er 76% af íbúafjölda, með því hæsta á landinu sem er vitnisburður um öflugt starf.
Fundargerð upplesin og samþykkt.                                           
Fundi slitið kl. 19:04. Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

1.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 26. maí. 2020 kl. 17.30. Mætt voru: Börn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Jóhann S. Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Petra Sigurðardóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, sr.Guðbjörg Arnardóttir, sr Gunnar Jóhannesson og Guðrún Tryggvadóttir
Fundur settur.
Börn Ingi setti fundinn, sem er fyrsti fundur eftir aðalfund vegna covid. Sóknarnefnd bauð sr. Gunnar velkominn til starfa. Gunnar þakkaði fyrir sig.
2.    Kirkjuvörður fer yfir stöðuna.
Guðný leggur áherslu á að hún ætli að halda áfram að spara.
Sóknarnefnd og kirkjukór tóku til í kirkjugarði svo kom Eiríkur Sæland ásamnt öðrum og klipptu öll tré.  Búið er að ráða Ingvar Karlsson til að sjá um slátt í kirkjugarðinum og í kring um kirkjuna.  Þórður ætlar í samtarfi við Árvirkjann að laga rafmagið í kirkjugarðinum í sumar. Skoða þarf að setja dren þar sem kjallari er í kirkjunni vegna rakaskmeda.  Eitthvað þarf að gera til að verja vatnskranana í nýja garðinum.
Þórður ætlar að skipta um eitthvað af rennum í sumar.
Sóknarnefnd þakkar öllum þeim sem gáfu vinnu sína við vortiltekt í kikjugarðinum og svæðinu í kringum kirkjuna og garðinn.
3.     Prestarnir greina frá.
Sr. Guðbjörg sagði okkur hvernig starfið var í covid og núna eftir að samgöngubanni lauk. Fermingar verða í ágúst og byrjun september.  Ekki er ennþá búið að ákveða hvenær sr Gunnar verður settur inn í enbættið.
4.     Afstaða tekin til niðurskurðar.
Mikil umræða var um kostnað kikjunnar, niðurstaðan var sú að allir leggist á eitt að minnka allan   þann kostnað sem hægt er.
5.    Önnur mál.

 1. Bréf barst frá formanni Sóknasambands Íslands
 2. Bréf frá Uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar
 3. Bréf frá ritnefnd Kirkjuritsins
 4. Athuga þarf hljóðkerfið í safnaðarheimilunum.

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2020
Haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju 2.mars kl.20:00
Fundur settur af formanni. Björn Ingi Gíslason setti fundinn.
Starfsmenn fundarins skipaðir. Jóhann Snorri Bjarnason skipaður fundarstjóri og Guðrún Tryggvadóttir ritari.
Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sl. ár.
a) Skýrsla formanns
Björn Gíslason formaður, flutti skýrsluna en prentuð ársskýrsla lá fyrir fundinum og var dreift til fundarmanna.
Stjórn og verkaskipting: Björn Ingi Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Guðrún Tryggvadóttir ritari, Þórður G. Árnason 1.varaformaður, Fjóla Kristinsdóttir 2.varaformaður, Meðstjórnendur: Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann S. Bjarnason, Páll B. Ingimarsson og Petra Sigurðardóttir.
Varastjórn: Ragna Gunnarsdóttir 3.varaformaður, Sigurður Sigurjónsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, Sigurður Jónsson, Erla Rún Kristjánsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir.
Prestar: sr .Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir prestur og sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur.
Starfsfólk: Guðný Sigurðardóttir kirkjuvörður, Anna Jakobína Hilmarsdóttir aðstoðarkirkjuvörður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi, Ester Ólafsdóttir stjórnandi kirkjukórs, Eyrún Jónasdóttir stjórnandi barna- og unglingakórs, Vilhjálmur Eggertsson, Ágústa Rúnarsdóttir og Rebekka Kristinsdóttir meðhjálparar, Ína Stefánsdóttir ræstitæknir. Umsjón með safnaðarheimili Hugrún Kistín Helgadóttir.
Safnaðarfulltrúi: Þórður G. Árnason.
Fundir:  Sóknarnefnd fundaði reglulega fjórða þriðjudag í mánuði samtals 8 stjórnarfundi ásamt nokkrum aukafundum.
Edit komin úr leyfi: Edit Anna Molnár stjórnandi kirkjukórs, barna- og unglingakórs er komin til starfa að loknu ársleyfi, en þær Ester Ólafsdóttir og Eyrún Jónasdóttir hafa látið af störfum.
Starfsmannaviðtöl:  Haldið var áfram að taka starfsmannaviðtöl.
Samstöðufundur: Sóknarnefnd aðal-og varamenn og allt starfsfólk kirkjunnar komu saman 10.sept.sl. og fræddust um siðareglur þjóðkirkjunnar og vinnureglur Selfosskirkju vegna kynferðisbrota.
Umhirða lóðar: Fyrirtækið Snælandsgarðar hafa séð um umhirðu og frágang lóðar og kirkjugarðs sl. tvö ár.
Kirkjufréttir: Kom út aðeins einu sinni á árinu í breyttu útliti.
Páskakaffi:  Sóknarnefnd bauð kirkjugestum í morgunverð á páskadagsmorgun eins og undanfarin ár, um 100 manns mættu.
Héraðsnefndarfundur í Suðurprófastsdæmi var haldinn í Vík í Mýrdal 23. mars sl. fulltrúi Selfosssóknar var Björn Ingi Gíslason.
Umsókn í jöfnunarsjóð: Tekin var ákvörðun um að sækja um framlag úr jöfnunarsjóð  Þjóðkirkjunnar vegna kostnaðar við neyðar- og leiðarlýsingu.
Sameining prestakalla: Á fundi sóknarnefndar var samþykkt tillaga frá biskupafundi um sameiningu Selfossprestakalls og Eyrabakkaprestakalls.
Sóknasamband stofnað: Selfosskirkja átti tvo fulltrúa (Þórð og Pál) á undirbúningsfundi 26.okt. að stofnun Sóknasambands Þjóðkirkjunnar.
Ársfundur kirkjugarða: Guðný kirkjuvörður mætti fyrir okkar hönd á ársfund kirkjugarðasambandsins sem haldinn var á Egilstaðum 8. júní sl.
Heimsókn til Keflavíkur: Sóknarnefnd, prestar og allt starfsfólk Selfosskirkju fóru í heimsókn 28. maí til sóknarnefndar Keflavíkurkirkju. Von er á sóknarnefnd Keflavíkurkirkju til okkar í maí nk.
Sr. Ninna Sif hættir: Þann 1.des. sl. var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir ráðin sóknarprestur til Hveragerðisprestakalls. Kveðjumessa fór fram 8. des. þar sem sóknarnefnd færði henni gjöf og bauð kirkjugestum til kaffisamsætis af því tilefni.
Afleysingaprestur: Þann 1. des. var sr. Gunnar Jóhannesson settur prestur í Selfossprestakalli þar til prestur verður ráðinn.
Viðgerðir og viðhald: Lýsing í safnaðarheimili bætt, lokið við neyðar- og leiðarlýsingu, brunavarnir að verða fullkomnar. Gert var við kirkjuorgelið þegar belgurinn sprakk í sumar.
Kirkjugarðurinn: Kirkjuvörður heldur garðinum snyrtilegum, Valdimar Friðriksson hefur sett upp merkingar í nýjasta hlutanum.
Mál sem voru rædd: Umsókn um djáknastarf, eflingu barna- og unglingastarfs með sérstakri kynningu, barna- og unglingakórastarfið, hugmynd til að endurvekja samstarf kóra vegna aðventutónleika, stofnun hollvinafélags, úrbætur vegna rakaskemmda, viðgerðir á rennum, lagfæra girðingu við göngustíg, skimun starfsfólks og sóknarnefndar, nýjan kirkjugarð, fund með þingmönnum Suðurlands og aðhaldsaðgerðir í rekstri kirkjunnar.
Að lokum þetta: Ég get með góðri samvisku sagt að allt samstarf innan sóknarnefndar, við presta og starfsfólk kirkjunnar sé með miklum ágætum. Ég tel að allir leggi sig fram um að gera sitt besta og að starfið sem fram fer í Selfosskirkju sé til fyrirmyndar. Það skiptir máli að hafa góða presta, gott starfsfólk, góðan kirkjukór, barna- og unglingakór og gott æskulýðsstarf, það gerir kirkjuna áhugaverða. Sóknarnefndin er þakklát  því fólki sem þessu skilar. Að lokum þakka ég samstarfsfólki mínu, þ.e. sóknarnefnd, prestum og öðrum gott samstarf. Höldum áfram farsælu starfi fyrir kirkjuna okkar.
b) Sr. Guðbjörg Arnardóttir flutti skýslu presta.
Safnaðarstarf hefur verið með hefðbundnum hætti eins og undanfarin ár.  Það er hið hefbundna helgihald og messan hvern sunnudag, einu sinni í mánuði yfir vetrartímann fjölskyldumessa með æskulýðsfulltrúa og iðulega barna- eða unglingakór.  Eftir áramót hafa ekki verið neinar kvöldmessur og má segja að það sé liður í sparnaði en eitthvað sem þarf að skoða og jafnvel hugsa upp á nýtt.  Helgihald í Selfosskirkju er vel mótað enda á það sér sína löngu sögu og hefð og sannarlega tilefni til að halda áfram hinni klassísku messu á lofti en um leið fullt tilefni til að opna á endurskoðun eða bæta við þeim messum þar sem við bregðum út af hefðinni með þemamessum eða öðru slíku eins og messan sem var hér sl. konudag og þótti afar vel heppnuð.  Súpan er á sínum stað yfir vetrartímann, Hugrún K. Helgadóttir sem einnig sér um útleigu á Safnaðarheimilinu hefur yfirumsjón með súpunni og er ákveðinn súpuhóur sem skiptir því á milli sín að sjá um súpuna.  Það er pláss fyrir fleiri áhugasama að slást í þann hóp. Fermingarstörfin eru mikilvæg nú sem áður.  Hlutfall þeirra barna sem velja að fermast í kirkjunni er hátt í Selfossprestakalli en við verðum vör við að það er ekki lengur eins sjálfgefið að fermast í kirkju eins og var og hlutfall borgaralegra ferminga fjölgar á hverju ári bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu.  Það er er því fullt tilefni til þess að vera á tánum og vanda vel til fermingarfræðslunnar sem er ekki síður það sem kalla á skírnarfræðsla og því hluti af því barna- og æskulýðsstarfi sem standa þarf vörð um.  Við vorum með námskeið í ágúst í þrjá daga og við fórum einnig í Vatnaskóg.  Við þökkum sóknarnefnd fyrir þann styrk að greiða rútuna fyrir þau.  Ferðin er einnig styrkt af Héraðssjóði Suðurprófastdæmis.  Ferðin í Vatnaskóg var vel heppnað og góð upplifun fyrir fermingarbörnin oft er ferðin það sem stendur upp úr fræðslunni. Prestar fara með reglubundnum hætti að lesa og ræða við heimilisfólk á Ljósheimum og Fossheimum.  Einnig er farið mánaðarlega í heimsókn í Vinaminni og Árblik sem er dagvistun aldaðra og koma þau fyrsta fimmtudag í mánuði í tíðasöng og kaffisopa á eftir.  Það er starfsfólk Selfosskirkju sem hefur veg og vanda af kaffinu ásamt því að njóta aðstoðar Eyglóar Jónu Gunnarsdóttur. Í haust breyttum við tímanum á morgunbænunum, þær eru nú kl. 9:15,  þrisvar sinnum í viku, þriðjudaga til fimmtudaga.  Er alltaf svipaður fjöldi sem mæta í þessar stundir en gaman væri að sjá þar stærri hóp. Eins og heyra má af skýrslum starfsfólks fer mikið starf fram í kirkjunni og líklega meira en fólk almennt telur.  Það er jákvæður og góður andi í samstarfi og samvinnu allra sem koma hér að starfinu hvort sem það er launað starfsfólk eða sjálfboðið starf og skipta hér allir máli, sem mikilvægir hlekkir í þeirri keðju sem starfið er í heild sinni, allt unnið fyrir kirkjuna og í þjónustu við fólkið.  Í gildi er samstarfssamningur við Sveitarfélagið Árborg, sem greiðir árlega upphæð til kirkjunnar sem stuðning við barna- og æskulýðsstarf. Í vetur urðu breytingar þegar Ninna Sif Svavarsdóttir hætti hér störum 1. desember.  Það er ekki spurning að það er söknuður að henni fyrir okkur öll en bæn okkar og vissa að henni farnist vel á nýjum stað.  Sú afleysing sem fyrir hana kom strax með Gunnar Jóhannessyni hefur gengið mjög vel og samstarfið gekk strax upp.  Axel höfum við einnig haft en starf hans hjá okkur er ekki fest nema eitt ár í senn.  Ég vil þakka sóknarnefnd og öllu samstarfsfólki fyrir gott samstarfs og hlakka til komandi tíma í starfi sóknarinnar.  Það er góður og hlýr andi í þeim hópi sem hér starfar og gleði og er það þakkarvert.
Tölulegar upplýsingar um helgihald og úr kirkjubókum.
Messur og fjölskylduguðsþjónustur í Selfosskirkju:
2019:  64                     2018:  66
Messugestir:
2019:  7627                 2018:  6937
Tíðasöngur 150 samverur og samtals mætt 1804
Sunnudagaskóli 23 samverur mætt 465
Altarisgestir 2154
Útfarir skráðar í prestsþjónustubók:  52
Skírnir skráðar í prestsþjónustubók:  78
Hjónavígslur skráðar í prestsþjónustubók:  19
Börn fermd:  115
c) Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi flutti sína skýrslu.
Það sem heyrir undir æskulýðsstarf í Selfosskirkju er sunnudagskóli, kirkjuskóli, TTT (10-12 ára starf), æskulýðsfélag, foreldramorgnar, fjölskyldumessur, umsjón með leiðtogum kirkjunnar, kirkjubrall og aðventuheimsóknir leik og grunnskóla.
Sunnudagaskólinn fór mjög vel af stað í haust og var fín mæting fyrir áramót. Mæting á það til að dala ögn þegar hann hefst aftur á nýju ári og er því nauðsynlegt að augýsa starfið vel til að minna á það sem í boði er. Auglýst hefur verið á Facebook sem og Instragram. Nú í febrúar og mars hefur verið gefin út sunnudagaskóla dagskrá mánaðarins og virðist það hafa góð áhrif á mætinguna sem og að vera með fjölbreyttar uppákomur í bland við fasta liði.
Kirkjuskóli er í báðum skólum sveitarfélagsins. Í Sunnulækjarskóla á þriðjudögum kl. 13:10 og á fimmtudögum kl. 13:00 í Vallaskóla.  Kirkjuskóli er fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára. Ný persónuverndarlög hafa þau áhrif að nú að netfangalisti fæst ekki lengur hjá skólunum og því var kirkjuskóli auglýstur á Facebook eins og annað starf kirkjunnar. Þeir foreldar sem skráðu börnin sín síðasta vetur fengu þó tölvupóst um fyrirhugaðan kirkjuskóla í haust þar sem þeirra netföng voru tiltæk. Í kirkjuskólann mæta um 30 -40 börn á viku í báðum skólum er það örlítil fækkun frá síðasta vetri. Anna Rut Hilmarsdóttir aðstoðar í kirkjuskóla í Sunnulækjarskóla eins og síðasta vetur.
10 – 12 ára starfið
Fór mjög vel af stað í haust eða um 40 – 50 börn þegar mest var. Ákveðið jafnvægi kemst á mætinguna þegar líður á haustið og mætir góður kjarni í starfið í dag eða um 15 börn.  
Farið er í leiki, spuna, sungið og endað á bænastundum inni í kirkju og er þetta dýrmætur hluti af fundinum og góð stund með börnunum en þarna gefst oft tækifæri til að spjalla um líðandi stund. Framundan hjá TTT er flutiningur á frumsömdu leikriti í fjölskyldumessu 3. mars og TTT mót í Vatnaskógi 16. – 17. mars.
Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnir hittist á þriðjudögum kl. 19:30. Að þessu sinni hófust fundir hjá æskulýðsfélaginu rétt eftir miðjan ágúst eða töluvert fyrr en síðustu ár. Mætingin hefur verið einstaklega góð og varð mikil endurnýjun í hópnum. Áttundi bekkur er þar í stærstum hluta. Æskulýðsfélagið fór á landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum í lok okóber, hópurinn fjáraflaði fyrir mótinu með Biblíumaraþoni sem er hefð er orðin fyrir. Hópurinn frá Selfossi var stærsti hópurinn á mótinu. Þema mótsins var „Leikandi landsmót“ en markmiðið var að rjúfa félagslega einangrun. Krakkarnir fengu fræðslu, lærðu nýja leiki í stöðvum vítt og breytt um Egilsstaði, tóku þátt í ratleik, hæfileikakeppni, sundlaugardiskói, helgistundum og balli. Æskulýðsfélagið er ný komið af febrúar móti í Vatnaskógi sem er mjög afslappað mót á vegum ÆSKR. Þar gefst krökkunum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá ásamt því að fá nægan frjálsan tíma tíma. Þar var hópurinn frá Selfossi einnig sá stærsti og með flestu drengina með í för. Það er gaman að segja frá því að á hverju ári er atriðakeppni í Vatnaskógi og var það Viktor Kári Garðarsson frá æskulýðsfélaginu Kærleiksbirnunum sem bar sigur úr bítum með því að syngja lagið Rósina!
Fastir liðir æskulýðsstarfsins eru vöfflukvöld, Biblíumaraþon, Jól í skókassa, Landsmót, febrúarmót í Vatnaskógi og ómissandi æskulýðsfundir þar sem farið er í leiki, borðaður matur, fíflast, hlegið og verið sem er nú það mikilvægasta. Að unglingar fái tækifæri til að mæta á öruggan stað og verið þau sjálf. Það er gott að hafa metnaðarfulla dagskrá á æskulýsfundum en það er jafnframt mikilvægt að geta bara komið og hangið. Til að hægt sé að hanga þá er einnig mikilvægt að geta boðið upp á góða aðstöðu til þess.
d) Jóhann Snorri Bjarnason formaður kirkjukórs sagði frá starfi kórsins.
Starf Kirkjukórs Selfosskirkju árið 2019 var hefðbundið.  Meginhlutverk  kórsins er að syngja við athafnir og helgihald kirkjunnar.  Að auki stendur kórinn fyrir viðburðum, ýmist einn eða í samstarfi við aðra hópa.  Félagslíf er einnig öflugt og stendur kórinn fyrir ýmsum uppákomum og skemmtunum. Edit Molnár kom úr árs leyfi í sumarlok og tók við sínu starfi við kirkjuna sem organisti og söngstjóri allra kóra.
Tímatal kirkjukórsins miðast við kirkjuárið og er því frá 1. Í aðventu.
Athafnir og mætingar kórfélaga eru sem hér segir:
Messur            tæplega 50
Útfarir             um 35
Æfingar           um 40
Í hönd fer mikill anna- og skemmtitími hjá kórnum sem eru páskar og fermingar.
Fyrirhuguð er söngferð til norður Ítalíu í júní.  Sem stendur er nokkur óvissa með ferðalög á þetta svæði en vonandi verður allt um garð gengið í sumar byrjun. Eins og sjá má er kórstarfið öflugt og þörfin fyrir þjónustu hans mikil.  Undanfarin ár hefur fjöldi jarðarfara  tvöfaldast þar sem þjónustu kórsins er óskað. Endurnýjun söngfólks er stöðug og losar nú fjöldi kórfélaga fjórða tuginn.
e) Edit Anna Molnár kórstjóri fór yfir starf barna og unglingakórs
            Allar skýrslur voru samþykktar samhljóða.
Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs.
Guðmundur Búason, gjaldkeri, greindi frá ársreikningum Selfosskirkju, Hjálparsjóðs Selfosskirkju og Kirkjugarði Selfoss. Niðurstöðutölur reikninga eru sem hér segir:

Selfosskirkja   Rekstrarreikningur Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
62.586.526 59.662.984 2.923.542
Efnahagsreikningur   Fastafjármunir Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
466.991.660 21.753.336 488.744.996
  Kirkjugarður   Rekstrarreikningur Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
13.129.435 13.486.952 – 357.517
Efnahagsreikningur Eigið fé Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
7.831.280 10.878.359 10.878.359
       
     

Reikningarnir voru bornir upp hver fyrir sig og voru allir samþykktir samhljóða.
Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfunda
Björn fór á fundinn sem haldin var í Vík í Mýrdal 23. mars sl.og sagði frá. Vígslubiskup var með hvatningarræðu og hvatti fólk að koma í heimssókn í Skálholt.  Formaður sóknarnefndar Hruna vill opna umræðu um starf sóknarnefndar.  Umræða var um persónuverndarlögin sem eru mismunandi túlkuð og flókin að fylgja.
Ákvörðun um framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar,
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 var lögð fram.
Guðmundur fór yfir áætlun fyrir bæði kirkju og kirkjugarðinn.  Hjá Selfosskirkju eru tekjur áætlaðar 60,5 m.kr. en gjöld 58,3 m.kr. og tekjuafgangur 2,2 m.kr. Hjá Kirkjugarði Selfoss eru áætlaðar tekjur kr. 14,3 m.kr., gjöld 11,7 m.kr. og tekjuafgangur 2,6 m.kr.
Guðmundur nefndi að nú væri komin ný lagaheimild um að kirkjan megi sjálf reyna að afla sér tekna td. hvort ætti að senda út greiðsluseðla á bæjarbúa.
Björn sagðist ekki vera viss hvort þetta væri rétta.
Báðar áætlanirnar voru samþykktar samþykktar.
Kosningar sóknarnefndar- og varamenn til 4ára
Engin kosning í ár.
Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara
Kristín Péturdóttir og Guðmundur Theodórsson voru endurkosin sem skoðunarmenn. Varamenn voru einnig endurkjörnir, þeir Halldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.
Kosningar í aðrar nefndir og ráð
Erla Guðrún Kristjánsdóttir óskar eftir að ganga úr kjörnefnd og inn í hennar stað var kosinn Guðmundur Björgvin Gylfason.
Önnur mál
Björn sagði frá bréfinu sem barst í dag frá Sr. Halldóru prófasti um fyrirhugaðar prestkostningar.
Fundi slitið kl. 22:00

 8.  Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25. feb. 2020. kl. 17.30 
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir,Ragna Gunnarsdóttir, Eyjólfur Sturlaugsson,  sr. Gunnar Jóhannsesson, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir.
Fundur settur.
Björn setti fundinn.
2. Aðalsafnaðarfundur 2. mars nk.
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn mánudaginn 2. mars kl. 20:00.  Engar kosningar verða í ár. Boðið verður upp á kaffi og konfekt á fundinum.
Guðmundur kynnti fyrir okkur ársreikning 2019 fyrir kirkjuna og  kirkjugarðinn og undirritaði sóknarnefnd reikningana.
Starfið framundan.
Umræða var um slátt og umhirðu í kirkjugarðinum og svæðið í kringum kirkjuna, Guðmundur ætlar setja auglýsingu í Dagskrána og leita eftir tilboði í verkið.
Jóhann stefnir á að halda fund með tónlistafólki á Selfossi til að ræða hugmyndina sem rædd var þegar aðventutónleikarnar voru lagði niður.
Þórður kom með hugmynd að lausn vegna rafmagns vandamálsins í kirkjugarðinum.
Yfir 100 börn verða fermd í vor.
3. mars verður héraðsfundur Suðurprófastdæmis haldinn í Skálholti.
Umsóknir um starf prests í Selfosskirkju.
Sex umsóknir bárust:
Sr. Anna Eiríksdóttir
Sr. Bára Friðriksdóttir
Erna Kristín Stefánsdóttir mag.theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Guðrún Eggertsdóttir mag.theol.
Sr. Sveinn Alfreðsson
Matsnefnd er að fara yfir umsóknir og þegar því lýkur verður boðaður fundur
Önnur mál.
Selfosskirkja fékk styrk úr Jöfnunarsjóði sókna fyrir árið 2020 að fjárhæð 4.000.000    
Fundargerð upplesin
.  Fundi slitið kl. 18:55
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

7.  Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. jan. 2020. kl. 17.30  
Mætt voru: Börn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Fjóla Kristinsdóttir,Jóhann S. Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Petra Sigurðardóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, sr.Guðbjörg Arnardóttir, sr Gunnar Jóhannesson og Guðrún Tryggvadóttir.
Dagskrá.
1.  Fundur settur.
Börn Ingi setti fundinn
2.  Kirkjuvörður v/heimsóknar heilbrigðiseftirlits.
Guðný sagði frá heimsóskn heilbrigðiseftilitsins, athugasemd var gerð að laga þurfi drenið við kirkjuna.  Guðný ætlar að ath hjá GBS hvaða kostnaður yrði við verkið. Eins að ath hvað rennur myndu kosta sem þarf að skipta um og vinnan við það.
Brunavarnir komu í heimsókn og er kirkjan núna í nokkuð góðum málum. Til fyrirmyndar.
3.  Greint frá aðhaldsaðgerðum.
Guðmundur sýndi okkur drög að rekstrarreikningi fyrir 2020.  Einnig er búið að taka saman kostnað sundurliðiðað á ýmsa liði í kirkjustarfinu. Ýmsar hugmydir voru ræddar til að lækka kosnað í rekstri fyrir næsta vetur.
4.  Ráðning prests.
Börn Ingi sagði umsóknarfrestur vera til 6. febrúar.
5.  Önnur mál.
Guðný ætlar að fá kostnaðaráætlun frá Árvirkjanum vegna viðhalds á rafmagni í kirkjugarðinum sem þarf að fara í vegna leiðalýsingar.
Ósk frá Keflavíkursókn um að koma í heimsókn.
Ákveðið að halda aðalsafnarfund mánudaginn 2. mars kl. 20:00.
6.  Fundargerð upplesin.
7.  Fundi slitið.