Fundargerðir 2024

6.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn   

       þriðjudaginn 23. jan. 2024. kl. 17.00      

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn 

   Dagskrá. 

  1. Fundur settur. 

Björn Ingi setti fundinn. 

  1. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 

Guðmundur Búason fór yfir drög að ársreikning fyrir kirkjuna og kirkjugarðinn. Einnig kynnti hann fjárhagsáætlun fyrir 2024 bæði fyrir kirkuna og garðinn.  Ánægja er með reikningana. 

  1. Önnur mál. 

Ákveðið hefur verðið að gefa út kynningarbækling fyrir Selfosskirkju sem verður á íslensku og ensku. Frágangsnefnd var skipuð sr. Guðbjörg, Jóhann og Örn en markmiðið er að gefa bæklinginn út á þessu ári. 

Sr. Guðbjörg fór yfir mætingu í messur á sunnudögum sl ár, fjölgun er á milli 2022 og 2023.  Rætt var um fjölbreytileika í messuhaldi. 

Starfsmannafundir eru haldnir einu sinni í viku, ákveðið var að safnaðarfulltrúinn Þórður G. Árnason myndi mæta inn á fund einu sinni í mánuði í það minnsta. 

Fyrirhugaður er fundur með Garðlist. 

Þórður spurði hvernig fyrirkomulag væri á  öryggiskerfinu, kirkjuverði falið að skoða. 

Guðmundur Búason sýndi okkur mynd af kirkjunni sem Sigurjón Erlingsson málaði eftir mynd sem tekin var 1984.  Hann hefur fært kirkjunni myndina að gjöf með ósk um að myndin verði hengd upp í safnaðarheimilinu og verður henni komið fyrir á góðum stað. Er honum þakkað fyrir myndina. 

Gengið var frá staðfestingu á makaskiptum á landi fyrir bílastæðið á Selfosstúninu. 

  1. Fundargerð upplesin. 

Fundi slitið kl. 19:05 

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir