Fundargerðir 2024

3. fundur sóknarnefndar Selfosskirkju haldin fimmtudaginn 26. September kl. 17:00.

Mætt voru:  Guðmundur Búason, Þórður Grétar Árnason, Páll Ingimarsson, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Fjóla Kristinsdóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason, Guðbjörg Arnardóttir sem ritaði fundargerð.

Fundur settur
Björn setti fund.  Ræddi fundartíma og samþykkt var að halda sig við það að funda fjórða þriðjudag í mánuði kl. 17:00.

Staða fjármála eftir framkvæmdir sumarsins
Gjaldkeri fór yfir fjármálin.  Í sumar var ákveðið að fara í það að mála alla kirkjuna, bæði þök, útveggi og glugga, áður hafði verið fyrirhugað að gera þetta í tvennu lagi.  Ódýrara var að gera þetta allt í einu lagi fyrst öll tæki og aðbúnaður var að kominn á staðinn.  Einnig hefur verið skipt um gler í gluggum.  Kostnaður við þessar framkvæmdir sem og aðrar fyrr á árinu er í kringum 15.000.000.  Er kostnaðurinn innan þeirra marka sem búið að var að áætla í samþykktri fjárhagsáætlun.  Framundan er að laga tröppur við kirkjuna.

Hugmynd að ráðningu vegna barna- og unglingakóra
Edit, kórstjóri barna- og unglingakórs hefur óskað eftir því að sóknin ráði við hlið hennar Bergþóru Kristínardóttir til þess að starfa með henni við kórstjórn Barnakórsins.  Ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður vegna þess.  Sóknarnefnd er sammála að styðja við kórastarfið með þessum hætti og gjaldkeri falið að ganga til samninga við hana.

Önnur mál
Þórður hafði orð á því að kirkjuvörður óskaði eftir því að fá fleiri stóla í safnaðarheimilið.

Rætt um borðin í safnaðarheimilinu, sem eru mjög óhentug, þung og erfitt fyrir eina manneskju að forfæra.  Gjaldkeri sýndi mynd af felliborðum, sem eru mjög meðfærileg.  Hann er búin að óska eftir tilboði í 30 borð, kostnaður er um 2.700.000.  Samþykkt að kanna verð á stólum sem og borðum.  Einnig verður reynt að sækja um styrk í Héraðssjóð.

Gjaldkeri óskaði eftir umboði til þess að ræða við sóknarnefnd Laugardælasóknar.  Þar myndi hann ræða breytingu á sóknarmörkum þannig að ný íbúabyggð í Árborg muni tilheyri Selfosssókn. 

Björn hefur átt samtal við bæjarstjóra Árborgar vegna kirkjugarðsins til þess að halda umræðunni áfram um nýjan kirkjugarð.  Brýnt að halda áfram viðræðum. 

Rætt um styrk sem sóknarnefnd hefur fengið frá sveitafélaginu vegna barna- og æskulýðsstarfs.  Styrkurinn hefur ekki borist fyrir síðasta ár og ekki þetta.  Verður farið í að kanna það betur.

Björn lagði fram Árbók kirkjunnar þar kemur fram að í Selfosssókn búa 10.124, í Þjóðkirkjunni eru 7.063 og gjaldendur eru 5.605.

Í kirkjuviku Þjóðkirkjunnar sem haldin var í september tók Kirkjukór Selfosskirkju þátt í sálmafossi og hluti af kórfélögum voru heiðraðir fyrir starf í kórnum í 30 ár eða lengur.

Björn lagði til að skipuð yrði nefnd til að fara yfir hvort gefa ætti út blað í tilefni af afmæli kirkjunnar og kirkjukórsins árið 2026.  Jóhann Bjarni, Fjóla og Guðmundur Björgvin. sett í nefndina.

Þórður sem safnaðarfulltrúi hefur mætt á tvo starfmannafundi hjá starfsfólki sóknarinnar.

Á þriðjudagssamveru nk. þriðjudag sem er hluti af safnaðarstarfi sóknarinnar verður næsti gestur nývígður biskup Guðrún Karls- Helgudóttir. 

Búið er að ráða nýjan aðstoðarkirkjuvörð, Hreinn Þorkelsson hefur verið ráðinn og búið að gera við hann samning.

Fundargerð upplesin

Fundi slitið     

2 .    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 23. apríl 2024 kl. 17.00    
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Guðný Sigurðardóttir,  sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

   Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn

  • Tilhögun að afnotum kirkjunnar.

Rædd var gjaldskrá og gjaldtaka fyrrir kirkju og safnaðarheimilið.

  • Önnur mál. m.a. hreinsunardagurinn, vorhittingur ofl.

Þrír sóttu um aðstoðarkirkjuvörð, öll voru teknir í viðtal.  Tekin var ákvörðun að semja við einn umsækjanda.  Guðmundur Búa og Guðný tóku að sér að semja við  hann.

Hreinsunardagurinn verður næsta laugardag hefst kl. 10:00. Grillaðar verða pyslur.

Starfsmanna hittingur verður í haust.

Önnur umferð biskupskosninga verða í byrjun maí.

Fimm tilboð komu í málingavinnu á þökum kirkjunnar og safnaðarheimilinu. Guðmundur Búason og Þórður Árnason ætla að byrja að ræða við þann sem bauð lægst í verkið.

Búið er að semja við Sláttuþjónustu Suðurlands um slátt og umhirðu á kirkjugarði og umhverfi kirkjunnar.

  • Fundargerð upplesin.

          Fundi slitið kl. 18:10

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

1 . Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 26. mars 2024 kl. 17.00
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Eyjólfur Sturlaugsson, Guðný Sigurðardóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.
Dagskrá.
1. Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn.
2. Uppsögn aðstoðarkirkjuvarðar.
Íris Mjöll Valdimarssdóttir hefur sagð upp starfi aðstoðarkirkjuvarðar. Auglýst verður eftir nýjum aðstoðarkirkjuverði.
3. Önnur mál. m.a. tilboð í garðslátt, vorhittingur ofl.
Guðmundur Búason hefur fengið tilboð í garðsláttinn frá Sláttuþjónustu Suðurlands, Helgi Hermannsson er þar í forsvari. Samþykkt var að semja við hann.
Hreinsunardagurinn 27.apríl ræddur.
Páskakaffið rætt, mæting kl. 7:00.
Umræða var um hitting sóknarnefndar og starfsfólks, ákveðið var að skipa sr. Guðbjörgu, Guðnýju og Guðrúnu Tr. í skemmtinefnd.
Guðmundur Búason sagði að áhugi væri á að mála þökin. Hann kom auglýsingu inn á síðu hjá málarameistarafélaginu.
Héraðsfunur Suðurprófstdæmis verður hanldinn á Hellu 6. apríl frá kl. 11 til kl. 15 allir velkomnir, sr Halldóra mun hætta sem prófastur í nóv.
4. Fundargerð upplesin.
Fundi slitið kl. 18:15
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

7. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 27. feb. 2024 kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Arnar Guðmundsson, Elínborg Gunnarsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn
Dagskrá.
1. Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn.
2. Ákvörðun um Aðalsafnaðarfund.
Aðalsafnaðarfundurinn verður haldinn 21. mars kl. 17:00. Fundarstjóri verður Elínborg Gunnarsdóttir og ritari Guðrún Tryggvadóttir. Guðmundur Búason kom með endurskoðaða reikninga, þeir voru samþykktir og undirritaðir.
3. Önnur mál.
Kynningarfundur vegna biskupskjörs hefur verið boðaður 18. mars frá kl 17:00 til 19:00, kostningar fara fram 11. til 16. apríl
Búið er að óska eftir tilboði frá Garðlist fyrir sláttinn næsta sumar, Guðmundur Búason ætlar að athuga fleiri fyrirtæki.
Búið er að boða Héraðsfund 6. apríl.
Hreinsunardagurinn verður 27. apríl og byrjar kl. 10:00
Laga þarf heimasíðu kirkjunnar, kirkjukórinn vill vera með undirsíðu.
Guðmundur Búason ætlar að athuga hvað kostar að auglýsa messur á Rás 1.
Páskamessa verður 31. mars kl. 08:00 boðið verður upp á morgunkaffi að messu lokinni.
Birni Inga falið að skrifa grein til að kynna skattaafsláttinn Almannaheillaskrá.
Guðmundur Búason hefur kannað verð á að mála þökin á Selfosskirkju, turninum og safnaðarheimilinu svo að þökin veri öll í sama lit. Auglýsa þarf eftir áhugasömum málurum
4. Fundargerð upplesin.
Fundi slitið kl. 18:15
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

6.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn   

       þriðjudaginn 23. jan. 2024. kl. 17.00      

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn 

   Dagskrá. 

  1. Fundur settur. 

Björn Ingi setti fundinn. 

  1. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 

Guðmundur Búason fór yfir drög að ársreikning fyrir kirkjuna og kirkjugarðinn. Einnig kynnti hann fjárhagsáætlun fyrir 2024 bæði fyrir kirkuna og garðinn.  Ánægja er með reikningana. 

  1. Önnur mál. 

Ákveðið hefur verðið að gefa út kynningarbækling fyrir Selfosskirkju sem verður á íslensku og ensku. Frágangsnefnd var skipuð sr. Guðbjörg, Jóhann og Örn en markmiðið er að gefa bæklinginn út á þessu ári. 

Sr. Guðbjörg fór yfir mætingu í messur á sunnudögum sl ár, fjölgun er á milli 2022 og 2023.  Rætt var um fjölbreytileika í messuhaldi. 

Starfsmannafundir eru haldnir einu sinni í viku, ákveðið var að safnaðarfulltrúinn Þórður G. Árnason myndi mæta inn á fund einu sinni í mánuði í það minnsta. 

Fyrirhugaður er fundur með Garðlist. 

Þórður spurði hvernig fyrirkomulag væri á  öryggiskerfinu, kirkjuverði falið að skoða. 

Guðmundur Búason sýndi okkur mynd af kirkjunni sem Sigurjón Erlingsson málaði eftir mynd sem tekin var 1984.  Hann hefur fært kirkjunni myndina að gjöf með ósk um að myndin verði hengd upp í safnaðarheimilinu og verður henni komið fyrir á góðum stað. Er honum þakkað fyrir myndina. 

Gengið var frá staðfestingu á makaskiptum á landi fyrir bílastæðið á Selfosstúninu. 

  1. Fundargerð upplesin. 

Fundi slitið kl. 19:05 

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir