Fundargerðir 2024

1 . Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 26. mars 2024 kl. 17.00
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Eyjólfur Sturlaugsson, Guðný Sigurðardóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.
Dagskrá.
1. Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn.
2. Uppsögn aðstoðarkirkjuvarðar.
Íris Mjöll Valdimarssdóttir hefur sagð upp starfi aðstoðarkirkjuvarðar. Auglýst verður eftir nýjum aðstoðarkirkjuverði.
3. Önnur mál. m.a. tilboð í garðslátt, vorhittingur ofl.
Guðmundur Búason hefur fengið tilboð í garðsláttinn frá Sláttuþjónustu Suðurlands, Helgi Hermannsson er þar í forsvari. Samþykkt var að semja við hann.
Hreinsunardagurinn 27.apríl ræddur.
Páskakaffið rætt, mæting kl. 7:00.
Umræða var um hitting sóknarnefndar og starfsfólks, ákveðið var að skipa sr. Guðbjörgu, Guðnýju og Guðrúnu Tr. í skemmtinefnd.
Guðmundur Búason sagði að áhugi væri á að mála þökin. Hann kom auglýsingu inn á síðu hjá málarameistarafélaginu.
Héraðsfunur Suðurprófstdæmis verður hanldinn á Hellu 6. apríl frá kl. 11 til kl. 15 allir velkomnir, sr Halldóra mun hætta sem prófastur í nóv.
4. Fundargerð upplesin.
Fundi slitið kl. 18:15
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

7. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 27. feb. 2024 kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Arnar Guðmundsson, Elínborg Gunnarsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn
Dagskrá.
1. Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn.
2. Ákvörðun um Aðalsafnaðarfund.
Aðalsafnaðarfundurinn verður haldinn 21. mars kl. 17:00. Fundarstjóri verður Elínborg Gunnarsdóttir og ritari Guðrún Tryggvadóttir. Guðmundur Búason kom með endurskoðaða reikninga, þeir voru samþykktir og undirritaðir.
3. Önnur mál.
Kynningarfundur vegna biskupskjörs hefur verið boðaður 18. mars frá kl 17:00 til 19:00, kostningar fara fram 11. til 16. apríl
Búið er að óska eftir tilboði frá Garðlist fyrir sláttinn næsta sumar, Guðmundur Búason ætlar að athuga fleiri fyrirtæki.
Búið er að boða Héraðsfund 6. apríl.
Hreinsunardagurinn verður 27. apríl og byrjar kl. 10:00
Laga þarf heimasíðu kirkjunnar, kirkjukórinn vill vera með undirsíðu.
Guðmundur Búason ætlar að athuga hvað kostar að auglýsa messur á Rás 1.
Páskamessa verður 31. mars kl. 08:00 boðið verður upp á morgunkaffi að messu lokinni.
Birni Inga falið að skrifa grein til að kynna skattaafsláttinn Almannaheillaskrá.
Guðmundur Búason hefur kannað verð á að mála þökin á Selfosskirkju, turninum og safnaðarheimilinu svo að þökin veri öll í sama lit. Auglýsa þarf eftir áhugasömum málurum
4. Fundargerð upplesin.
Fundi slitið kl. 18:15
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

6.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn   

       þriðjudaginn 23. jan. 2024. kl. 17.00      

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn 

   Dagskrá. 

  1. Fundur settur. 

Björn Ingi setti fundinn. 

  1. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 

Guðmundur Búason fór yfir drög að ársreikning fyrir kirkjuna og kirkjugarðinn. Einnig kynnti hann fjárhagsáætlun fyrir 2024 bæði fyrir kirkuna og garðinn.  Ánægja er með reikningana. 

  1. Önnur mál. 

Ákveðið hefur verðið að gefa út kynningarbækling fyrir Selfosskirkju sem verður á íslensku og ensku. Frágangsnefnd var skipuð sr. Guðbjörg, Jóhann og Örn en markmiðið er að gefa bæklinginn út á þessu ári. 

Sr. Guðbjörg fór yfir mætingu í messur á sunnudögum sl ár, fjölgun er á milli 2022 og 2023.  Rætt var um fjölbreytileika í messuhaldi. 

Starfsmannafundir eru haldnir einu sinni í viku, ákveðið var að safnaðarfulltrúinn Þórður G. Árnason myndi mæta inn á fund einu sinni í mánuði í það minnsta. 

Fyrirhugaður er fundur með Garðlist. 

Þórður spurði hvernig fyrirkomulag væri á  öryggiskerfinu, kirkjuverði falið að skoða. 

Guðmundur Búason sýndi okkur mynd af kirkjunni sem Sigurjón Erlingsson málaði eftir mynd sem tekin var 1984.  Hann hefur fært kirkjunni myndina að gjöf með ósk um að myndin verði hengd upp í safnaðarheimilinu og verður henni komið fyrir á góðum stað. Er honum þakkað fyrir myndina. 

Gengið var frá staðfestingu á makaskiptum á landi fyrir bílastæðið á Selfosstúninu. 

  1. Fundargerð upplesin. 

Fundi slitið kl. 19:05 

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir