Í vikunni fór hópurinn sem mætt hefur á foreldramorgna í vetur í vel heppnaða vorferð í Þorlákshöfn. Nokkrar mæður og börn nutu þess að fara í sundlaugina í Þorlákshöfn og eftir sundið sameinaðist hópurinn í góðu yfirlæti á veitingastaðnum Hendur í Höfn.
Margir foreldrar hafa nýtt sér að mæta í vetur og höfum við fengið ákaflega góðar heimsóknir frá fjölmörgum fyrirlesurum og er það seint full þakkað hvað fólk í samfélaginu er tilbúið að gefa af sér fyrir þennan ágæta hóp.
Markmið foreldramorgna er að vera samkomustaður fyrir foreldra með ung börn og er það mikilvægt fyrir foreldra í fæðingarorlofi að hafa stað til að hittast á spjalla, fræðast, byggja sig upp og drekka kaffi.
Formleg dagskrá foreldramorgna er nú komin í sumarfrí en við hefjum starfið aftur að nýju um miðjan ágúst.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi