Æskulýðsfélag Selfosskirkju
Æskulýðsfélag Selfosskirkju, sem í daglegu tali er bara kallað Æskó, er fyrir krakka í 8. – 10. Bekk grunnskóla. Í Æskó tökum við á móti kröftugum hóp af krökkum. Við förum í leiki sem reyna á félagsfærni og samskipti. Í starfinu er komið inn á það hvernig nýta megi boðskap biblíunnar í amstri dagsins. Einnig er reglulega farið á æskulýðsmót þar sem við hittum fyrir krakkar úr öðrum æskulýðsfélögum.
Æskó er á mánudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30.
