Helgihald helgarinnar í Selfossprestakalli

Föstudaginn 9. október fáum við heimsókn í kirkjuna frá Kvenfélagasambandi Íslands sem heldur landsþing sitt á Selfossi þessa helgi.  Setningarathöfn þingsins fer fram í kirkjunni og mun Unglingakór Selfosskirkju syngja og sr. Guðbjörg Arnardóttir ávarpar hópinn.  Það er heiður fyrir okkur í Selfosskirkju að fá að taka á móti þessum góðum kvenfélagskonum sem margar kirkjur um allt land eiga margt að þakka.

Sunnudaginn 11. október verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00.  Organisti verður Edit Molnár en hún hefur tekið við því organista og kórstjóra Kirkjukórs Selfosskirkju, hún verður einnig áfram með barna- og unglingakórinn.  Barn verður borið til skírnar í messunni.  Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að athöfn lokinni.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma kl. 11:00, umsjónarmaður er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.  Það er alltaf gaman og gott að fara í sunnudagaskólann og fá nýjan límmiða á veggpsjaldið sem öllum börnum er afhent.

Guðsþjónusta verður í Villingaholtskirkju í Flóa á sunnudaginn einnig kl. 13:30, organisti er Ingi Heiðmar Jónsson.

Velkomin í kirkjuna okkar

 

 

Helgihald og tilbeiðsla fram yfir páska

Við krossins helga tréSelfosskirkja

Laugardagur, 28. mars. Fermingarmessa, kl. 11.

Pálmasunnudagur, 29. mars. Fermingarmessa, kl. 11. – Sunnudagssskóli á sama tíma á baðstofulofti.

Skírdagur, 2. apríl. Fermingarmessa, kl. 11.

Föstudagurinn langi, 3. apríl. Lestur Passíusálma, kl. 13-17,30. Fólk úr söfnuðinum les. – Kyrrðarstund við krossinn, kl. 20. Píslarsagan lesin og sjö orð Krists á krossinum, við kertaljós og sálmasöng.

Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarmessa kl. 8. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason. Sóknarnefnd býður til morgunverðar að lokinni messu.

Laugardælakirkja

Skírdagur 2. apríl. Guðsþjónusta kl. 13,30. Altarisganga. Almennur söngur. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Villingaholtskirkja

Páskadagur, 5. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Hraungerðiskirkja

Annar í páskum, 6. apríl. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngja. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur Axel Árnason Njarðvík.

Jól og áramót í prestakallinu


Horft til jólaSelfosskirkja
24. des. 2014, Aðfangadagur jóla.
–          Aftansöngur kl. 18. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Axel Á. Njarðvík.
–          Helgistund á jólanótt, kl. 23:30. Ritningarlestur, almennur söngur. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
25. des. 2014, Jóladagur.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestur Axel Á. Njarðvík.
31. des. 2014, Gamlársdagur.
–          Aftansöngur kl. 17. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukórinn syngur.     Organisti Jörg Sondermann. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Villingaholtskirkja
25. des. 2014, Jóladagur.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Axel Á. Njarðvík.
Hraungerðiskirkja
26. des. Annar dagur jóla.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.
Laugardælakirkja
26. des. Annar dagur jóla.
–          Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Organisti Guðmundur Eiríksson. Prestur Þorvaldur Karl Helgason.

Þriðji sunnudagur í aðventu

IMG_0489Messa kl. 11. Prestur Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermenn. Raddir úr unglngakór syngja með kór og söfnuði. Súpa í hádegi gegn vægu gjaldi. Jólastund sunnudagsskólans verður næsta sunnudag, þann 21. desember en ekki eins og misritaðist í Kirkjufréttunum útgefnu.

Orgelstund kl. 16 (ath: breytt tíma!). Jörg E. Sondermann, organisti kirkjunnar leikur jólatónlist eftir Johann Sebastian Bach, Gustav Merkel og Johann Gottfried Walther. Aðgangur er ókeypis.

Villingaholtskirkja
Aðventustund kl. 16.

Hraungerðiskirkja
Aðventustund kl. 20:30

Breyting í Villingaholtssókn

Úr VillingaholtskirkjuÁ fundi sóknarnefndar Villingaholtssóknar 10. nóvember 2014í varð sú breyting á sóknarnefnd að Anna Fía Ólafsdóttir sem verið hefur formaður sóknarnefndar sagði af sér vegna flutnings úr hreppnum. Ákveðið var að Sólveig Þórðardóttir tæki að sér starfsskyldur sóknarnefndarmanns. Ennfremur var ákveðið að Sólveig tæki að sér pöntunum á kirkju vegna viðburða, sjái um bókhald vegna grafa og leiðbeini við val á grafreitum á samt því að panta grafara og skrá inn á gardur.is.

Þórunn Kristjánsdóttir tók að sér að sjá um þrif á kirkju og stjórna hitastigi.
Albert Sigurjónsson varamaður tekur að sér að mæla fyrir gröfum.

Meðhjálpari, Kristín Stefánsdóttir,  mun sjá um að flagga og opna kirkju ásamt sínum hefðbundnu störfum.

Þessi skipan mála mun verða fram að aðalsafnaðarfundi sem haldinn verður í vor.

Önnu Fíu vorðu færðar alúðarþakkir fyrir mikið og gott starf, en hún hefur alfarið séð um kirkju og kirkjugarð s.l. 4 ár.

Villingaholtskirkja

Guðsþjónusta sunnudaginn 9. mars kl. 13:30. Prestur sr. Axel Njarðvík. Aðalsafnaðarfundur haldinn að lokinni guðsþjónustu.
Dagskrá aðalsafnaðarfundar:

Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.

 

Dagskrá fundarins er með þessum hætti (sbr Starfsreglur um sóknarnefndir http://www2.kirkjan.is/node/11364):

1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.

3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.

4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.

5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.

6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.

7. Önnur mál.