Fundargerðir 2016

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 2. febrúar 2016
  1. Björn setur fund kl 17:35 og býður fólk velkomið.
  2. Starfið í kirkjunni

Sr Guðbjörg, starfið í föstum skorðum. Nýtt námskeið var haldið í kirkjunni, sjálfstyrkinganámskeið f. konur, konur eru konum bestar og mættu 18 konur. Mikil ánægja með námskeiðið og von um áframhald þar á.

Helgihald gengur vel og kirkjusókn góð. Grunnsskólar 1. – 6. bekkur og flestir leikskólar komu í heimsókn í desember. Æskulýðsstarfið gengur vel og mæting með ágætum. TTT komið á laggirnar aftur og góður stígandi í starfinu.  Sóknarnefnd er ánægð með kvöldmessurnar. Hjörtur lýsir ánægju með aðventutónleikana og þá upphæð sem safnaðist. Kórfélagar í sóknarnefnd lýsa ánægju með störf Editar með kirkjukórinn.

  1. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 6. mars kl 12:30 að lokinni messu. Engar kosningar til sóknarnefndar eru þetta árið.

Ársreikningur – Guðmundur Búason kynnir drög að ársreikningi fyrir árið 2015. Þórður gerir athugasemd við að færa viðhald orgelsins í sérlið en ekki undir viðhaldi kirkjunnar. Ákveðið að færa það undir rekstri kirkjunnar.

Guðmundur ætlar að talar við ráðamenn hjá Selfossbæ vegna samtarfssamnings sem á eftir að uppfylla frá bæjarins hálfu. Umræður um lýsingu í kirkjugarði, tímalengd fram á kvöld og fjölda daga.

Farið yfir ábendingar frá kirkjuverði um komandi verkefni, m. a. nýjan forhitara og stilliloka sem vantar á hitaveituna. Einnig farið yfir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti með ábendingum um sitthvað sem má betur fara og þarf að laga.

Hlutir sem hefur verið rætt um að fjárfesta í

-Brúðkaupsstólar, plast undir bæklinga, hjólagrindur undir stóla, tappa undir stólana í safnaðarheimilinu. Samþykkt að kaupa hjólagrindur undir stóla sem fyrst.

Áæltaður kostnaður við afmælishátíð er 600-800.000 kr.

Virkilega þarf að gera bragabót á hljóðkerfi kirkjunnar. Talið nauðsynlegt að byrja á að skipta um magnara og svo í framhaldi hljóðkerfið í heild sinni.

Beðið eftir verðáætlun í hreinsun og málun á kirkjunni.

Nefndin sammála um að fara varlega í fjárfestingar þar sem reksturinn sé erfiður.

En er óskráð bókasafn kirkjunnar. Skv eldri fundagerðum er til bókun um að skráningu sé lokið, en sú skráning finnst ekki. Til boða stendur að fá starfsmann frá Héraðsbókasafninu til að sjá um skráninguna, gegn gjaldi. Til er þónokkuð af bókum sem bæði hafa verið keyptar og eins borist sem gjafir. Umræða um til hvers og hvernig eigi að hátta málum við geymslu og flokkun.

Athuga þarf að sækja um um stuðning í héraðssjóð fyrir æskulýðs- og kórastarfinu. Eitthvað sem prestarnir eru beðnir um að fylgja eftir ásamt formanni kirkjukórsins.

Afmælisundirbúningur – Jóhann kynnir dagskrá 60 ára afmælisviku Selfosskirkju13. – 20. mars.

13. Fjölskyldumessa kl 11 og kvöldmessa ásamt sýningu á munum kirkjunnar.

14. Tileinkaður kirkjunni og kirkjugarði, saga kirkjunnar, Valdimar Bragason. Saga kirkjugarðsins Sigurjón Erlingsson.

15. Æskulýðsdagskrá – Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

16. Dagskrá til heiðurs Sr Sigurði Pálssyni og frú Stefaníu Gissuradóttur. Erindi Óli Þ. Guðbjartsson, Gunnlaugur Jónsson, Gissur Sigurðsson og Gissur Páll söngvari.

17. Tileinkaður eldri borgurum, kvenfélagið býður í kaffi í Hótel Selfoss í tilefni 50 ára afmælis kvenfélagsins.

18. Tileinkaður barna- og unglingakór Selfosskirkju frá upphafi til dagsins í dag

19. Tileinkaður kirkjukórnum 70 ára. Tónleikar með þátttöku sjö kirkjukóra úr nágrannabyggð, Eyrabakka-, Stokkseyrar-, Gaulverjabæjar-, Villingaholts-, Hraungerðis-, Hveragerðis- og Þorlákshafnarkirkju.

29Ferming kl 11 og svo hátíðarmessa kl 14 og hátíðarkaffi kl 15:30

  1. Önnur mál

Borist hefur fyrirspurn frá Organistafélagi Íslanda vegna þess að ekki var auglýst eftir nýjum organista í haust. Búið var að svara því til að sóknarnefnd var með 2 kórstjóra í vinnu og ákveðið var að hægræða og færa starfið á eina hendi með breytingum á starfshlutfalli. Gjörningur sem var gerður í samráði við Guðmund Þór Guðmundsson lögfræðing Biskupstofu.

-Kirkjufréttir verða gefnar út í hátíðarútgáfu í byrjun mars með nöfnum fermingarbarna og dagskrá afmælisvikunnar.

-Björn hafði samband við Biskupstofu vegna jöfnunarsjóðs sókna. Þangað er hægt að sækja um styrki.

-sóknargjöld hækkuðu úr 824 kr í 894 kr.

-Prestarnir hafa áhuga á að bæta við fermingarfræðsluna. Hafa hug á að fara í 1 sólarhring í Vatnaskóg. Kostnaður er 12.500 á barn fyrir utan rútu. Beiðni til sóknarnefndar að styrkja fermingarbörnin til fararinnar!

  1. Fundargerð lesin, fundaritari Ragna Gunnarsdóttir les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 20:25

Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason,         Margrét Sverrisdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Ingvarsdóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Páll Ingimundarson, Sr Ninna Sif Svavarsdóttir og Jóhann Snorri Bjarnason

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju fimmtudaginn 11. Febrúrar 2016
    1. Fundur settur kl 17, haldin til að fara yfir stöðu mála
    2. Bruni í Selfosskirkju 5. Febrúar sl. Kviknaði í út frá þétti utan á mótor í loftræstikerfi. Er töluvert sót um alla kirkju og einkum á orgellofti.

    Hefur Valdimar Bragason í forföllum kirkjuvarðar verið í sambandi við Tryggingafyrirtæki sem vill láta þrífa áður en nokkuð verður gert og þannig verður sótið bundið.  Verða tyryggingamál gerð upp í þrennu lagi,

    1. stokkurinn og loftræstikerfið
    2. orgelið
    3. þrif á lausamunum og kirkju.

    Mun söluskrifstofan á Selfossi ekki taka að sér málið heldur aðalskrifstofan í Reykjavík.

    Guðmundur Búason hefur verið í sambandi við blikksmiði sem munu fara í að endurnýja það sem skemmdist ásamt nýrri einangrun og verður Þórður Árnason með þeim.  Verður gengið í að þessi viðgerð fari af stað um leið og leyfi gefst fyrir því.

    Björgvin Tómasson hefur skoðað orgelið og er þörf á að þrífa það allt, mun hann láta Tryggingafélagið vita af kostnaði við það og fara í þrif þegar hann er laus og heppilegt er að hefja þrifin.

    Búið er að hafa samband við hreingerningafyrirtæki sem Tryggingafélagið er í samvinnu við sem kæmi að þrifum á kirkjunni.  Talið er mikilvægt að fagfólk komi að þrifunum enda um mikið verk að ræða og mikil verðmæti í húfi m.a. í málverkum á veggjum kirkjunnar.

    Í dag hafa fulltrúar á vegum sóknarinnar komið að þrifum og munu þær halda því áfram.

    Þarf í framhaldinu að taka brunavarnir í kirkjunni í gegn og verður farið í það síðar.

    Fundargerð ritaði Guðbjörg Arnardóttir.

    Fundagerð rituðu ásamt fundarritara, Margrét Sverrisdóttir, Guðmundur Búason, Þórður Árnason, Hjörtur Þórarinsson, Gunnþór Gíslason, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason og Guðbjörg Arnardóttir.

 

13. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 1. mars 2016
1. Björn setur fund kl 18:00 og býður fólk velkomið
2. Brunavarnir og öryggismál. Fyrir liggur skýrsla frá tryggingafélagi, ekki er inn í henni hreinsun á orgeli. Ljóst er að þarf að ganga í þessi mál til að tryggja öryggi fólks og verðmæta. Guðmundur átti samtal við Björgvin orgelsmið til að fá faglegt mat vegna orgelsins. Er það hans mat að ekki sé annað hægt en að hreinsa allt orgelið. Árvikjamenn komu til að leggja mat á brunaviðvörunarkerfi. Ekkert er komið út úr því, en er í vinnslu. Þórður setti sig í samband við Einar Frey hjá VÍS og fékk frekari skilgreiningu á matinu. Erfitt að gera sér grein fyrir kostnaði varðandi hreinsun og endurgerð og nauðsynlegt að halda vel utanum það.
Spurning um að hagræða og setja upp brunavarnakerfi og þrífa á sama tíma til að nýta tól og tæki.
Fyrir liggur skýrsla frá Brunavörnum Árnessýslu um úrbætur, sem þarf að svara fyrir 4 mars. Guðný kirkjuvörður ætlar að biðja um frestun fram í næstu viku til að hitta þá og ræða aðgerðir.
3. Aðalsafnaðarfundur. Hann er boðaður á nk sunnudag kl 12:30, eftir messu. Björn er að vinna í að fá fundarstjóra. Hefðbundin aðalfundarstörf með pistlum starfsmanna. Engar kosningar til safnaðarnefndar þetta árið.
Áætlanir fyrir næsta ár þarf að endurskoða í ljósi þess að nauðsynlegt er að setja upp brunaviðvörunarkerfi og endurbótum tengdum brunavörnum.
Ársreikningur 2015 skoðaður og undirritaður.
4. Afmælisundirbúningur. Kirkjufréttir verða gefnar út með afmælisdagskrá, nöfnum fermingarbarna ofl. Gissur Páll kemur til að syngja og gert ráð fyrir að allir Sigurðssynir, Páll, Gissur og Ólafur mæti.
Allar kynningar og auglýsingar komnar í ferli. Einnig á að heyra í fréttamönnum til frekari kynningar á afmælinu.
Spurning um staðsetningu á skildinum sem er verið að útbúa. Þarf að skoða staðsetningar á honum og hinum ýmsu verkum, laga og breyta.
Efnistök og umsjón er í öruggum höndum afmælisnefndar og presta. Fá ljósmyndara til að taka ábyrgð á myndatöku á öllum viðburðum.
5. Önnur mál.
-Ákveðið að bjóða áfram upp á kaffi eftir messu á páskadagsmorgun, Ragna hefur umsjón með því.
-Lesið kort frá kærleiksbjörnunum, með þakklæti fyrir æskulýðsstarfið.
-Ína er að halda upp á 40 ára starfsafmæli við ræstingar í kirkjunni.
-Sr. Guðbjörg fór á kvenfélagsfund, þar sem ýmsar hugmyndar komu upp. Ýmsar hugmyndir reifaðar um framtíð félagsins. Í gegnum árin hefur félagið stutt kirkjustarfið á margan hátt og verið mjög mikilvægur hlekkur.
-Þórður leggur fram tilboð frá Múrþjónusta Helga Þ vegna viðhalds á múrverki á kirkjunni að utan. Tilboðið hljóðar upp á 2.219.000. Innifalið er allt efni og vinna til að fullgera verkið. Þarf að skoðast með tilliti til kostnaðar vegna brunavarnaverkefna.
-Næsti héraðsnefndarfundur verður að öllum líkindum á Höfn.
-2 vagnar undir stóla komnir í hús.
-Fyrir fund var sóknarnefnd og starfsfólk myndað og öllum réttar dagbækur.

6. Fundargerð lesin.
7. Fundi slitið kl 20:00
Ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu fundargerð, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Margrét Sverrisdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Ingvarsdóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Gunnþór Gíslason, Sr Ninna Sif Svavarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnasonn og Guðný Sigurðardóttir

 

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 22. mars 2016

 

  1. Fundur settur, Björn formaður setur fund kl 17:35 og þakkar fyrir síðustu viku, afmælisvikuna. Einar Sigurðsson fv. organisti Selfosskirkju og söngstjóri var jarðsettur í dag og vottar sóknarnefnd aðstandendum samúð.
  2. Brunavarnir og öryggismál – Nú stendur yfir könnun á hugsanlegum kostnaði á uppsetningu á brunavarna- og öryggiskerfi f. kirkjuna. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir um miðjan apríl

Stefnt á að hitta Brunarvarnir Árnessýslu e. páska og fara yfir brunavarnaáætlun fyrir kirkjuna. Björn, Guðný kirkjuvörður og Þórður taka að sér að fara á fundinn.

Tjónaskoðunarmaður kom í kirkjuna og skoðaði með Þórði og Guðmundi. Einnig kom Björgvin orgelsmiður og mat viðgerð á orgelinu. Frummat hljóðaði upp á rúml 7.2. milljónir. Ljóst er að kostnaður er eitthvað hærri. Lokið er viðgerðum á loftræstikerfi og loftræstirými. Björgvin mat að viðgerð á orgelinu væri upp á 5.5 milljónir. Búið er að þrífa kirkjuna sjálfa, en margt eftir.

  1. Héraðsfundur á Höfn – Hann verður haldinn 9. apríl nk á Höfn í Hornafirði. Upp er komin sú hugmynd frá Prófasti, sr Halldóru Þorvarðardóttur að taka rútu á föstudegi 8. apríl og koma aftur á laugardagskvöldi 9. apríl. Óskað eftir fólki til fararinnar. Sett í nefnd hjá sóknarnefndarmönnum.
  2. Önnur mál –

-Guðný kirkjuvörður óskar eftir nýjum sjúkrakassa. Hún hefur umboð til að skoða málið. – Afmælisgjafir sem bárust voru

Hjartastuðtæki frá Oddfellowstúkunni Þóru og þarf að finna því stað og fá leiðsögn um notkun á því.

200.000 kr frá Héraðssjóði

Gjafabréf upp á snúningsdisk í kór frá ´46 árganginum á Selfossi

Einnig fékk afmælisnefnd góða hjálp frá MS, Nóa Síríus, Íslandsbanka, Sjóvá, Landsbankanum, Karli R Guðmundssyni og Ingimundi Marelssyni.

-Þakkir frá Jóhanni og Birni til allra sem komu að afmælisvikunni sem tókst vel og var þátttaka mjög góð. Vonir til að kostnaðaráætlun standist að mestu.

-Búið að fjölga kórmöppum í 50 stk sökum fjölgunar í kórnum, sem er mjög jákvætt.

-Ragna ítrekar að allir mæti kl 7 á páskadagsmorgun eða sendi fyrir sig staðgengil til að standa vaktina.

-Guðmundur spyr um slátturþjónustu fyrir garðin. Hvort eigi að taka það upp að ráða unglinga til vinnu eða kaupa þjónustu. Kirkjuvörður fær það verkefni að athuga málið.

-Hjalti Helgason frá Múrþjónustu Helga hafði samband við Þórð um hvort hann ætti að gera ráð fyrir vinnu f. kirkjuna í sumar. Gert ráð fyrir að kæla öll verkefni og setja brunamálin í forgang.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari Ragna Gunnarsdóttir les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 19:20

Ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu fundargerð, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Margrét Sverrisdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Gunnþór Gíslason og Jóhann Snorri Bjarnason

 

 

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 26. apríl 2016

 

  1. Fundur settur kl 17:30
  2. Brunavarnir og öryggismál. Komin eru 2 tilboð í uppsetningu á öryggis- og brunakerfi. Samþykkt að ganga að tilboði Árvirkjans sem er hagstæðara.

Björn og Þórður heimsóttu Brunavarnir Árnessýslu og fóru yfir málin, hvað þarf að gera og hvað þarf að laga. Áhersla á að sett verði upp brunavarnakerfi sem fyrst. Síðan þarf að breyta hurðum og laga merkingar og skoða hvernig hægt sé að útfæra neyðarstiga af kórloftinu. Einnig þarf að athuga gler í brunahólfum, þannig að hólfin haldi. Stefnt að því að setja vinnuna af stað sem fyrst.

  1. Önnur mál

-Þórður og Sr Guðbjörg fóru á héraðsfund á Höfn í Hornafirði. Farið í rútu og vel tekið á móti fólki. Fundað um morguninn og unnin hefðbundin fundarstörf. Víglsubiskup væntanlegur í júní að vísitera hér.

-Unnið í að gera upp afmælisvikuna, einhverjir reikningar komnir og annað á eftir að berast. Stefnt að því að uppgjör liggi fyrir á næsta fundi.

-Hugmynd frá starfsfólki kirkjunnar að koma skýrara formi á útleigu kirkjunnar. Jafnvel að útbúa einhversskonar samning til að nota. Einnig er hugmynd að endurskoða leiguverð á kirkjunni eða amk gera formið skýrt, bæði hvað varðar gjald og hvað er inní því gjaldi.

Einnig þarf að vera skýrt að föst starfsemi í kirkjunni gangi fyrir. Guðný kirkjuvörður fengin til að athuga málið ásamt Gunnþóri og Guðnýju.

-Gunnþór spyr um hljóðkerfi. Guðmundur ræddi við EB kerfi að setja af stað vinnu við að setja upp hljóðkerfi. Áætlaður kostanður við fyrsta hluta er í kringum milljón. Björn sat hjá við þessa umræðu.

-Nk sunnudag er krossamessa og óskað eftir sóknarnefndarfulltrúa til að afhenda menin. Ragna sett í verkið.

-Liggur fyrir að ganga frá ráðningasamningum við Edit og Guðnýju. Guðmundur skoðar það mál.

-Páskakaffi sóknarnefndar tókst vel og þáðu um 85 manns kaffi og meðlæti og sóknarnefndin stóð sig vel í uppvaski og frágangi.

-Ársfundur kirkjugarðasambandsins er í maí og er vaninn að kirkjuvörður fari á þann fund.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 19:00

Ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu fundargerð, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Sr Ninna Sif Svavarsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Gunnþór Gíslason og Jóhann Snorri Bjarnason

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 24. maí 2016

 

  1. Fundur settur kl 17:30 Björn setur fund og leggur til að þetta sé síðasti fundur f. sumarfrí ef ekkert sérstakt komi uppá.
  2. Tillaga að verðskrá vegna útleigu. Guðný kirkjuvörður og Guðný Ingvarsd hafa kannað verðlag á útleigu á kirkjum og safnaðarheimilum. Mjög algengt verð er 40.000 og allt upp í 90.000 og þá fyrir utan kostnað vegna starfsmanna. Talsverðar umræður um útfærslu á leigu. Þær lögðu fram drög að leigusamningi til að vinna eftir. Samþykkt að hækka leigu í 50.000 fast gjald + laun starfsmanns. Gæta þarf þess við útleigu að almennt kirkjustarf gangi alltaf fyrir útleigu.

Einnig þarf að fá á hreint hver beri ábyrgð á uppgjöri stefgjalda. Guðný kirkjuvörður athugar málið. Skoða þarf gjaldtöku vegna útfara þar sem                jarðsungið er í Selfosskirkju en jarðsett annarsstaðar.

  1. Önnur mál

        –Björn segir frá því að Ingimundur Marelsson gefur vinnu við að smíða umgjörð utan um ruslatunnurnar. Hann er búin að smíða kassann og er                 hann tilbúinn til afhendingar.

         –Edit biður um leyfi til að ráða raddþjálfara í tímabundið verkefni fyrir kórana. Sóknarnefnd kemur þá að greiðslu fyrir barna- og unglingakórinn.

         –Guðný I. minnir sóknarnefnd á að senda þakkarbréf vegna afmælisgjafa. Farið verður í málið.

         – Kirkjukórinn ætlar að gefa kirkjunni rafmagnsorgel og lítið hljóðkerfi sem nýtist í kórastarfinu öllu.

          –Hjartastuðtækið er ekki komið upp, en kennari er væntanlegur til að kenna á það og leiðbeina með staðsetningu

          –Þórður spyr um niðurstöður í tryggingagreiðslum vegna hreinsunr á orgelinu. Samkomulag er um uppgjörið.

Söngloftið er enn óhreinsað.

-Guðný kirkjuvörður biður um að fá að setja upp BANNAÐ AÐ TJALDA skilti. Þar sem fólk er ítrekað að búa um sig í kirkjugarðinum, leyfi veitt.

-Vísitasía biskups og prófasts er áætluð 12 júní nk. Áætluð messa hér kl 11 og súpa á eftir. Síðan er kirkjan skoðuð og fundað og farið yfir eignir             og breytingar á kirkjunni og kirkjugarðinum.

-Valnenfndarfyrirkomulaginu hefur verið breytt og þarf að kjósa kjörnefnd á aðalsafnaðarfundi. Miðað við okkar sókn þarf að kjósa 17 manns í                 kjörnefnd( 14 á Selfossi og 1 úr Villinga- og 1 úr Hraungerðis- og 1 í Laugardælasókn og 11 varamenn.. Samþykkt að boða til aukafundar í haust           til að kjósa í kjörnefnd.

-Þórður er búinn að fara yfir hvað er brýnast að gera í breytingum vegna brunavarna. Það verður skoðað í haust þegar brunavarnakerfið er komið            upp.

-Björn stingur upp á vinnudegi við kirkjuna, með háþrýstidælur og gúmmístígvél.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 19:25                                                                                                                                                                                             Ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu fundargerð, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Sr Ninna Sif Svavarsdóttir  Guðný Ingvarsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Gunnþór Gíslason,  Jóhann Snorri Bjarnason og Þórður G. Árnason

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 27. september 2016

 

  1. Fundur settur kl 17:35 Björn setur fund og býður velkomnar fulltrúa Kvenfélags Selfosskirkju, Eygló Gunnarsdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir og Valgerður Gísladóttir. Eygló segir frá því að kvenfélagið hélt aðalfund í vor, þar sem lagt var til að leggja kvenfélag Selfosskirkju niður. Fundi var frestað til haustsins, þar sem það var samþykkt. Stungið uppá að áfram yrðu súpuvinir. Félagið stendur vel og ætlar að gefa barna- og unglinga kór Selfosskirkju 1.000.000 kr, æskulýðsstarfi í Selfosskirkju 1.000.000, sjóðnum góða 2.000.000 og kirkjunni það sem eftir stendur, allan búnað í eldhúsi, fermingarkirtla og það sem eftir verður í sjóði félagsins eða um 1.000.000 kr. Björn þakkar frábært starf og rausnarlegar gjafir. Finna þarf lausnir á þeim verkefnum sem félagið hefur sinnt og mega ekki niður falla.
  2. Afhending handbókar sóknarnefndar. Björn búinn að útbúa möppur með helstu upplýsingum sem sóknarnefnd þarf að hafa. Allir sóknarnefndarmeðlimir fá möppu til varðveislu sem þeir svo skila af sér ef þeir ganga úr sóknarnefnd.
  3. Yfirlit starfsmanna kirkjunnar:

Organisti, Edit segir frá sínu starfi. Er að verða búin að sinna þessu starfi í eitt ár. Þ.e. umsjón með öllu kórastarfi í Selfosskirkju. Hefur gengið vel og er hún sátt með starfið. Nk laugardag verða tónleikar með norskum gestum. Í okt verður bleik messa þar sem brotið verður upp hefðbundið messuform. 7. nóvember verður kórinn í Skálholti og lok nóvember á afmælishátíð í Hveragerði. Stefnt að áframhaldandi samstarfi með tónlistarskóla, tónlistarmönnum og listamönnum eins og verið hefur. Félagar úr barna- og unglingakór taka áfram þátt í messuhaldi.

Gestakórar koma, karlakór Hreppamanna og Hörpukórinn og eins er áhugi að halda áfram samstarfi með kórum í Selfosssókn.

Halla Marionsdóttir sér um raddþjálfun hjá barna- og unglingakór 2 x í viku. Í fyrra var haldið námskeið fyrir yngri börn (1., 2. og 3. bekk) til að kynna þeim kórinn. Ef það á að vera þarf að fá fjárhagsaðstoð við að halda námskeið. Nauðsynlegt til að kynna börnum kórinn og starfið til að fá endurnýjun í kórinn. Sóknarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja námskeiðið þannig að það sé hægt að halda það.

Jóhann segir mikinn kraft hafa verið í kórastarfinu og það hafi verið mjög skemmtilegt að starfa síðasta ár og almenn ánægja sé með starfið innan kórsins. Edit vék af fundi.

Æskulýðsfulltrúi Jóhanna Ýr er búin að starfa í ár hjá kirkjunni og er mjög ánægð með umhverfið og samstarfsfólk. Jóhanna er búin að fara á námskeið í haust með leiðtogum og annað í SSkálholti með prestum. Búin að halda fund með leiðtogum sem starfa innan Selfosskirkju þar sem farið var yfir vinnubrögð og siðareglur. Sunnudagaskólinn er byrjaður og er aðsókn framar vonum. Hugmynd að fá gítarleikara til aðstoða, jafnvel einu sinni í mánuði og er það mál í ferli. TTT æskulýðsstarf er farið af stað. Kirkjuskólinn farin af stað í Vallaskóla og Sunnulæk og fer vel af stað með talsverðri fjölgun frá síðasta ári. Gæti vantað aðstoð þar inn og er það í skoðun. Biblíumarathon framundan nk föstudag 19-7 þar sem safnað er áheitum vegna landsmóts á Akureyri 21.-23 okt nk. Góð aðsókn er í foreldramorgna, búið að setja upp dagskrá fram að áramótum, m.a. 2 erindi frá heilsugæslunni, erindi frá Velferð, ofl. Guðnabakarí gefur rúnstykki síðasta miðvikudag í mánuði á foreldramorgna. Skólaheimsóknir í desember, þar sem Jóhanna Ýr, Sr. Ninna Sif og Sr.Guðbjörg fara í skólana. Jóhanna vék af fundi.

Kirkjuvörður Guðný segir frá. Verið er að vinna í hljóðkerfi. Búið er að setja upp bruna og öryggskerfið. Bætt var inn í öryggiskerfið nema vegna vatnsleka. Settar ristar fyrir glugga í kjallara til að varna dýrum inngöngu. Íslenski fáninn hvarf af stönginni í sumar og þurfti því að kaupa nýjan.

Búið að sækja um frest hjá Brunavörnum fram að áramótum á endurbótum. Hugmynd að kaupa þvottavél, þar sem kvenfélagsins nýtur ekki lengur við og þarf að þvo það sem þær hafa hingað til þvegið. Búið er að skipta um hitaveitumæla. Þarf að kaupa tæki til að stilla blöndun á heita vatninu í vöskum á snyrtingarnar, samþykkt að Guðný gangi frá því. Byrjað að smíða nýja kassa fyrir rafmagn í nýja kirkjugarðinum.

Kirkjunni var gefið hjartastuðtæki sem þarf að kenna á og finna stað fyrir. Stefnt á að halda námskeið sem fyrst. Ína er komin í veikindaleyfi. Komin afleysing í 2 vikur, þarf að manna rest. Þörf er á þriðja kirkjuverði þar sem upp geta komið þær stundir að þess sé þörf, það mál er í skoðun. Kirkjuvörður þarf aðstoð við að tæma kjallarann sem flæddi. Guðný kirkjuvörður og Guðný Ingvars eru komnar með útfærslu á leigusamningi fyrir kirkjuna og safnaðarheimili.

Umræða um hvernig eiga að koma heim og saman tónleikahaldi og föstu kirkjustarfi. Á þessu þarf að finna flöt, þar sem kirkjan er fólksins og þarf að reyna að gera svo sem flestum líki. Erfitt getur verið að koma þessu heim og saman þar sem mikið starf er unnið í kirkjunni og erfitt að koma þessu heim og saman. Þarf að ræða það áfram og finna lausn á þessu máli.

Gunnþór spyr um frágang við stíga í nýja garði, þar þarf að ganga frá. Snúa þarf nokkrum hurðum við og er það í ferli. Öryggiskerfið er tilbúið til að nota og er ekkert annað en að virkja það og verður það gert 1. okt. Eftir að ákveðja hvað verður gert með glugga í safnaðarheimili v/brunavarna. Guðný kirkjuvörður víkur af fundi.

 

  1. Sóknarprestur flytur yfirlit um kirkjulegt starf. Sr Guðbjörg. Fermingarfræðsla fór af stað í ágúst, 112 börn verða fermd. Í næstu viku verður farið með þau yfir eina nótt í Vatnaskóg. Börnin eru dugleg að mæta í messur sem er hluti af fermingarfræðslunni.

Svipuð mæting er í tíðarsöngin og verið hefur síðustu ár. Hópur kvenna kemur saman og prjónar og heklar vinavoðir. En síðan deila prestar þeim út þangað sem þörf er á.  Helgihaldið á sunnudögum hefur gengið vel og í sumar söng kórinn niðri og var það skemmtilegt tilbreyting. Fyrsta kvöldmessan var vel sótt og í næstu kvöldmessu kemur Kristjana Aradóttir fram.

Í nóvember verður sr. Axel með biblíulestur og einnig sorgarhópa ásamt prestunum. Eins og áður hefur komið fram er búið að samþykkja að leggja niður Kvenfélag Selfosskirkju. Hugrún tók að sér að leiða súpuhópa amk fyrst um sinn, þannig að gott ef einhverjir hafa áhuga á að starfa með hópnum þá eru allir velkomnir

  1. Önnur mál

-Björn biður Sr. Guðbjörgu að setja sig í samband við Sr Óskar til að skipuleggja heimsókn til þeirra hjóna í Hruna með sóknarnefnd og presta.

-Björn stingur upp á að bjóða ALLTA sem starfa innan Selfosskirkju, sóknarnefnd, varamenn, kór, meðhjálpara, presta og annað starfsfólk á fund sem markaði upphaf vetrarstarfsins.

-Hefð er fyrir haustfagnaði sóknarnefndar, presta, æskulýðsfulltrúa, meðhjálpara og kirkjuvarða. Finna þarf dagsetningu fyrir þennan gjörning.

-Þarf að taka afstöðu um leigu á safnaðarheimili og þá starfsmann til að sjá um það. Samþykkt að finna lausn á því að halda áfram leigu á salnum.

-Ragna leggur fram hugmyndir af þakkarbréfi til fyrirtækja og félaga vegna 60 ára afmælissins í vor. Samþykkt að ganga frá því með smá breytingum.

-Jóhann þakkar fyrir möppuna, gott framtak

-Þórður bendir á að láta þá sem gera tilboð vita ef þeirra tilboði sé hafnað.

-Þórður segir frá sinni upplifun í messu í Rvk þar sem messuþjónar buðu upp á kaffi fyrir og eftir messu og skapaðist þar skemmtileg stemming. Einnig sinna þeir að hluta til starfi kirkjuvarðar og meðhjálpara.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 19:40

Fundargerð rita ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Jóhann Snorri Bjarnason, Þórður G. Árnason       , Guðný Ingvarsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Gunnþór Gíslason

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 25. september 2016

 

  1. Fundur settur kl 17:30 Þórður setur og stjórnar fundi í fjarveru Björns.
  2. Kirkjufréttir, spurning hvort ekki eigi að gefa út kirkjufréttir skv venju. Talsvert efni er til, afmæli kórsins, æskulýðsferð, fréttir af daglegu starfi, þakkir til kvenfélagsins ofl. Prestar og formaður sóknarnefndar sjá um útgáfuna. Hugmynd að blaðið komi út um 22. nóvember, til að auglýsa helgihaldið á aðventunni. Efni skilað eigi síðar en 11. nóv. Útgáfa samþykkt í lit.
  3. Tillaga að samstarfssamningi kirkjunnar og Hugrúnar Kristínar Helgadóttur. Hugrún hefur áhuga á að taka að sér umsjón með eldhúsi og safnaðarheimili Selfosskirkju. Rætt um kosti og galla. Sóknarnefnd samþykk að gera tilraun með þetta til áramóta og endurskoða málið þá. Gjaldkeri og formaður ganga frá málinu við hana.
  4. Önnur mál. Þórður þakkar kirkjukórnum og þeim sem komu að fyrir frábæra bleika messu sl sunnudag.

Biskup sendir tilmæli til kirkna að hringja kirkjuklukkum í 3 mínútur daglega, kl 17 til 31. okt til að sýna fólkinu í Aleppo, lífs og liðnu virðingu og samkennd og vekja athygli á ástandinu.

Borist hefur bréf frá mannvirkjastofnum varðandi úttekt á neysluveitu.

Jóhanna Ýr kom fram með þá hugmynd við gjaldkera að stofna sér reikning f. æskulýðsstarfið. Eins hafa borist óskir frá Edit vegna flygilssjóðs og Hugrúnu vegna safnaðarheimilis, um sér reikninga vegna þeirra starfa. Guðmundur er komin með 3 bankareikninga til að samþykktar sem eru undirritaðir af sóknarnefnd

Ragna leggur fram lokaútgáfu að þakkarbréfi vegna afmælisgjafa og styrkja sem er samþykkt.

Vinavoðahópurnn fékk styrk frá Högum, 100.000 kr úttekt í Hagkaupum á garni sem vakti mikla ánægju.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð
  2. Fundi slitið kl 18:25

Ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu fundargerð, Páll B. Ingimarsson, Jóhann Snorri Bjarnason, Þórður G. Árnason, Guðný Ingvarsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Margrét Sverrisdóttir, Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir  og Guðmundur Búason

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 22. nóvember 2016
  1. Fundur settur kl 17:30. Björn setur fund.
  2. Staða fjármála. Guðmundur leggur fram 10 mánaða uppgjör Ekki er uppgjör fullgert þar sem enn eiga eftir að koma inn bæði tekjur og kostnaður. Útlit fyrir að niðurstaðan verði svipuð og síðast ár. Einnig leggur Guðmundur fram 10 mánaða uppgjör kirkjugarðsins. Þar liggur fyrir að gjöld verði heldur meiri en tekjur.

Samningur kirkjunnar við Árborg er að renna út um áramót og er áhugi beggja aðila að endurnýja hann. Prestarnir og                    kirkjuvörður taka að sér að sjá um það.

  1. Staða öryggismála. Öryggiskerfið er komið í fulla virkni, bæði bruna og þjófavörn. Þörf er á að forgangsraða því sem eftir er að gera til að uppfylla þær kröfur sem Brunavarnir gerðu. Sóknarnefnd sammála um að klára að uppfylla kröfur um opnanir á útidyrahurð og hurðinni úr kirkju og fram í anddyri. Einnig þarf að athuga með neyðarlýsingu og ljósmerki á útgönguleiðum. Sækja þarf síðan um frest á því sem eftir er að gera.

Búið er að sækja um afslátt af tryggingum í ljósi þess að öryggiskerfið er orðið virkt.

Breyta þarf palli f utan safnaðarheimili við neyðarútgang, þar sem þar safnast snjór. Taka þarf timbur og setja rist.

  1. Önnur mál.

-Búið er að halda námskeið um meðhöndlun hjartastuðtækisins og verður það sett upp í anddyri ásamt skilti.

-Björn kynnir erindi frá Gideonfélaginu um ósk um lán á safnaðarheimilinu fyrir aðalfund á næsta ári. Sóknarnefnd tekur                   jákvætt í það.

-Björn leggur fram beiðni um styrk frá Hjálparstarfi Kirkjunnar. Prestarnir benda á að sóknarbörn héðan eru að þiggja                     aðstoð frá þessu hjálparstarfi. Sóknarnefnd sammála um að leggja þessu starfi lið og greiða sem nemur 1% af                                 sóknargjöldum ársins til sjóðsins og verða þessir peningar teknir úr Hjálparsjóð Selfosskirkju.

-Eygló Gunnarsdóttir sendir inn beiðni um styrk vegna djáknaráðstefnu í Finnlandi. Er það samþykkt samhljóða.

-Hugrún er byrjuð að starfa við safnaðarheimilið og fer það vel af stað.

-Heimild veitt til að prenta þakkarbréf í Prentmeti.

-Rögnu og Þórði veitt heimild til að kaupa glaðning fyrir starfsmenn um jólin.

-Þórður spyr um hvort hann eigi að fá endurnýjun á tilboði hjá Hjalta Helgasyni í sprunguviðgerðir á kirkjunni að utan. Er það          samþykkt.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð
  2. Fundi slitið kl 19

Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Hjörtur Þórarinsson,            Margrét Sverrisdóttir, Þórður G. Árnason, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Sr. Ninna Sif Svavardóttir og Páll B.          Ingimarsson.

 

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 24. Janúar 2017

 

  1. Fundur settur kl 17:30.
  2. Ninna biður um orðið og færir kærar þakkir frá Eygló djákna vegna styrks sem Eygló fékk vegna ferðar til Finnlands á norrænt djáknaþing. Færir hún sóknarnefnd konfekt að því tilefni.
  3. Jóhanna Ýr segir frá því að til stendur að fá Ebbu Guðnýju til að vera með fyrirlestur á foreldramorgni í kirkjunni í fyrramálið. Jóhanna biður um styrk frá Sóknarnefnd til að greiða niður kostnað við fyrirlesturinn. Sóknarnefnd samþykkir að hver þáttakandi greiði 1.000 kr og sóknarnefnd borgi það sem upp á vantar til að greiða Ebbu Guðnýju.

Einnig hefur Jóhanna áhuga á að fá að auglýsa TTT og unglingastarfið. Hugmynd að senda bréf á foreldra barna 10-12 ára             og unglingana til að kynna starf kirkjunnar. Jóhanna vék af fundi.

  1. Hugmyndir að framkvæmdum 2017. Búið var að leita tilboða snemma árs vegna viðgerða á ytra byrði kirkjunnar. Þórður búinn að fá staðfestingu á að tilboðið standi. Taka þarf ákvörðun um hvort eigi að fara í verkið í sumar. Guðmundur telur ljóst að það þarf að fara í viðgerð. En spyr um útlit kirkjunnar á eftir. Tryggt þarf að vera að það sé lagað sem þarf að laga. Samþykkt að taka tilboði frá Múrþjónustu Helga Þ. og verkið verði framkvæmt í sumar.

Í framhaldi af múrviðgerðum þarf að mála þarf veggi kirkjunnar. Ákveðið að senda málningaverktökum ósk um tilboð í                  málningu í sumar á útveggjum. Þórður, Guðmundur og Guðný kirkjuvörður taka málið að sér.

Guðný tilkynnir að setja þurfi snjógildrur og rennur, það vantar ljós í forstofuna þar sem þau sem fyrir eru, eru orðin léleg. Er          búin að fá tilboð frá Árvirkjanum í ný ljós. Er einnig búin að fá áætlun um verð á málun í forstofu ef skipt verður um ljós.                Samþykkt að laga þetta.

Með vorinu þarf að fara í lagfæringar á nýja garðinum og hækka hann upp. Þarf að skoða hvernig garðvinnu verður sinnt í            sumar. Athuga þarf með garðaþjónustu, hvort hún sé til staðar og hver kostnaðurinn væri. Guðný kirkjuvörður víkur af fundi.

Áfram unnið að lagfæringum varðandi brunavarnir, búið að forgangsraða og unnið verður eftir því plaggi.

  1. Ákvörðun tekin um Aðalsafnaðarfund. Ákveðið hefur verið að halda Aðalsafnaðarfund 5. mars að lokinni messu. Ljóst er að þarf að kjósa um 4 fulltrúa í sóknarnefnd.

Einnig þarf að skipa kjörnefnd sem er samþykkt á aðalsafnaðarfundi.

 

  1. Reikningar 2016 kynntir. Guðmundur kynnir drög að ársreikningi 2016 og fær þá samþykkta til endurskoðunar.
  2. Önnur mál

-Hjörtur segir frá árlegri fjársöfnun á aðventutónleikum en þar söfnuðust 300.000 kr.

-Sr Guðbjörg spyr um hvernig eigi að snúa sér í innheimtu vegna messuhalds hjá kaþólskum. Stingur hún upp á að sé rukkað         fyrir hverja messu innan ákveðins tímaramma, þannig að það dekki laun kirkjuvarðar og þrif á kirkjunni.  Ákveðið að bjóða             þeim kirkjuna í 2 tíma f. 30.000 kr og svo 10.000 á hvern klukkutíma umfram það.

-Rebekka Kristinsdóttir hefur hafið störf sem meðhjálpari og er boðin velkomin til starfa.

-Árshátíð kirkjukórs Selfosskirkju verður haldin 11. mars nk í Þingborg.

-Jóhann kynnir verkefnið kvennaraddir á Suðurlandi. Í því felst að fá Kristjönu Stefánsdóttur til starfa. En hún er búin að                  útsetja verk fyrir kvenraddir þar sem hún syngur einsöng með kvenakór og rythmasveit.

Búið að bjóða kvenröddum kirkjukórs Hveragerðiskirkju til að vera með kvenröddum kirkjukórs Selfosskirkju, barna og                    unglingakór. Endað verður á tvennum tónleikum 19. og 20. febrúar. Samþykkt að styrkja verkefnið um amk 200.000 kr

-Misvel gengur að innheimta kröfur vegna kórastarfs, fermingarfræðslu og annars starfs. Ákveðið að hringja út og í                          framhaldi að skoða aðrar innheimtuleiðir.

-Gunnþór spyr hvort ekki sé komið að því að kaupa stóla í safnarðarheimilið, þar sem þeir gömlu séu orðnir lúnir. Þetta er              eitthvað sem þarf að skoða, þar sem stólarnir eru orðnir gamlir og skemma gólfið. Gunnþór var búinn að skoða þetta á                  sínum tíma. Tekið til athugunar.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð
  2. Fundi slitið kl 19:59

Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Hjörtur Þórarinsson,             Jóhann Bjarnason, Þórður G. Árnason, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Sr. Ninna Sif Svavardóttir, Páll B.                   Ingimarsson, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Gunnþór Gíslason

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 14. janúar 2017
  1. Fundur settur kl 17:30. Björn býður fólk velkomið. Fundi flýtt vegna aðalfundar.
  2. Umræða um væntanlegt stjórnarkjör (4). Fjórir aðalmenn í sóknarnefnd hafa lokið kjörtímabili sínu. Það er Ragna Gunnarsdóttir, Þórður Stefánsson, Jóhann Bjarnason og Margrét Sverrisdóttir. Ragna, Margrét og Þórður hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Jóhann er tilbúinn til áframhaldandi setu sé krafta hans óskað. Í varastjórn hafa fjórir lokið kjörtímabili sínu, Hjörtur Þórarinsson, Sigurður Sigurjónsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir og Örn Grétarsson (kom inn sem varamaður fyrir Þórð G. Árnason). Ekki liggur fyrir hverjir gefa kost á sér til áframhaldandi setu þar, en verður það skoðað.
  3. Hugmyndir að fólki í kjörnefnd (14) Frá Sóknarnefnd Selfosskirkju eiga að vera 14 aðilar, nú þegar eru í kjörnefnd, Guðmundur Búason, Kristín Vilhjálmsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Björn Ingi Gíslason, Margrét Sverrisdóttir og Guðmundur Torfi Sigurðsson. Varamenn voru Garðar Einarsson, Ragna Gunnarsdóttir, Eysteinn Jónason og Guðný Ingvarsdóttir.
  4. Önnur mál
  • Lionsklúbbur Selfoss býðst til að styrkja Selfosskirkju um 500.000 til kaupa á skjávarpa í safnaðarheimili. Verður það til mikilla bóta fyrir kirkjustarfið.
  • Laga þarf að beiðni biskupsstofu upplýsingar á heimasíðunni og uppfæra upplýsingar um sóknarnefnd. Einnig þarf að uppfæra upplýsingar á vef kirkjunnar.
  • Steinþór Haraldsson, Skagaströnd hafði samband vegna áhuga á stofnun Sambands sókna. Hann hafði áður komið þessari hugmynd í loftið á Kirkjuþingi þar sem þessi hugmynd var samþykkt. Hann vill efla samstarf sóknarnefnda um landið, þannig að þær geti betur haft áhrif.
  • Búa þarf til auglýsingu vegna tilboðs í málningavinnuna á kirkjunni.
  • Bæta þarf sandi í kirkjugarðinn til að hefta vatn. Fá Odd Hermannsson til að yfirfara málið.
  • Gunnþór bendir á að það breyti öllu að setja sand þar sem vatn er mikið í garðinum, það sé komin reynsla á það.
  • Guðmundur fer yfir greiðslur til kirkjukórsins. Síðast voru greiðslur hækkaðar 2012 í 2.000.000. Skv vísitöluútreikningi ætti þetta að vera í 2.700.000 fyrir 2017. Kirkjukórsfólk gengur af fundi meðan málið er rætt. Allir sammála um að ganga að þessum óskum kórsins.
  • Þórður þakkar frábæra messu á sl sunnudagskvöld, þar sem bæði prestur og tónlistarflutningur var skemmtilegur og til sóma.
  • Boðað er til kynningarfundar um frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga nk fimmtudag í Safnaðarheimili Selfosskirkju.
  • Enn eru uppi skilti í minningarreit sem voru sett upp án leyfis og hafa annað útlit en lagt var upp með. Þarf að hnykkja á því máli við kirkjuvörð.
  • Þórður er búin að fá tilboð í rennur og snjógildrur. Hljóðar það upp á 160.000 efni og vinna. Er samþykkt að setja það í gang.
  • Ragna og Margrét þakka samstarfið og ánægjuleg kynni.
  • Björn þakkar þeim sem hafa lokið störfum góð störf.
  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 18:50

 

Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Jóhann Bjarnason,           Gunnþór Gíslason, Þórður G. Árnason, Guðný Ingvarsdóttir,  Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Margrét Sverrisdóttir