Fundargerðir sóknarnefndar Selfosssóknar árið 2023

8. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 24. jan. 2023. kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, Guðný Siguðardóttir,  sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Arnaldur Bárðarson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn

Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn og óskaði sr. Arnaldi til hamingju nýja embættið.

  • Kosin valnefnd.

Sóknarnefnd vill hafa 7 í valnefndinni og sendir beiðni um það til prófasts. Þeir sem tilnefndir eru í valnefndina eru Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll B. Ingimarsson, Fjóla Kristinsdóttir, Guðmundur B. Gylfason og Guðrún Tryggvadóttir

  • Staða fjármála.

Guðmundur Búason fór yfir ársreikninga 2022 fyrir Selfosskirkju og kirkjugarðinn.

  • Viðhald og framkvæmdir.

Það þarf að bæta lýsingu fyrir framan kirkjuna og norðan við kirkjuna allt  það sem núna er orðið ónýtt.  Búið er að sækja um framkvæmdaleyfi til að útbúa bílastæði inn á Selfosstúnið, sem við eigum.  Skipta þarf um gler í nokkrum gluggum og setja eldvarnargler í staðin.

Færa þarf einn krana úti kirkjugarði sem oft er keyrður niður.

  • Önnur mál. Kirkjugarðurinn,Sameining sókna?Aðalsafnaðarfundur.
  • Finna þarf einnhvern til að sjá um sláttinn í kirkjugarðinum næsta sumar.
  • Ákveðið var að óska eftir fundi með sóknarnefnd Laugardæla til að ræða hugsanlega sameiningu.
  • Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þriðjudaginn 14. mars kl. 17:00
  • Fundargerð upplesin

Fundi slitið kl. 18:35.
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

9. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. feb. 2023. kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Fjóla Kristinsdóttir Eyjólfur Sturlaugsson, Elínborg Gunnarsdóttir, sr Axel Árnason Njarðvík og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn

Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.

  • Fjárhagsáætlun 2023.

Guðmundur Búason dreifði fjárhagsáætlun fyrir 2023, hann fór yfir helstu atriðin og svo samþykkti fundurinn áætlunina.

  • Aðalsafnaðarfundur 14. mars n.k.

Fundurinn verður haldinn kl 17:00, allir sem verið hafa í stjórn sl 4 ár og eiga að ganga úr stjórn gefa kost á sér áfram til endurkjörs.

  • Viðhald og framkvæmdir.

Guðný kirkjuvörður lagði fram ýmsar óskir sem reynt verður að uppfylla.

  • Önnur mál.
  • Guðmundur Búason hefur fengið ársreikningana endurskoðaða og sóknarnefndin þurfti að skrifa undir reikningana.
  • Guðmundur Búason benti á að endurnýja þarf æskulýðssamninginn við Árborg.
  • Guðmundur Búason vill hækka leiguna á safnaðarheimilinu upp í 75.000 en leigan hefur ekki hækkað sl. 5. ár.
  • Fjóla kynnti fyrir okkur hugmynd um að setja upp hleðslustöðvar á svæði kirkjunnar.  Sóknarnefnd lýst vel á þessa hugmynd.
  • Sr Axel kom með áhugaverða hugmynd sem hann ætlar að kynna betur á næsta fundi.
  • Björn Ingi sagði að 12. mars verði kveðjumessa sr. Arnaldar.
  • Björn Ingi bauð nýjan prest sr. Ásu Björk Ólafsdóttur velkomna í Árborgarprestakall.
  • Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 18:35.
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

1.  Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25. apríl. 2023. kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, Vilhjálmur E. Eggertsson fulltrúi í Hjálparstarfi kirkjunnar og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

   Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.

  • Verkaskipting stjórnar.

       Lagt var til óbreytt verkaskipting:

            Formaður Björn Ingi Gíslason

            Gjaldkeri Guðmundur Búason

            Ritari Guðrún Tryggvadóttir

  1. Varaformaður  Þórður G. Árnason
  2. Varaformaður Fjóla Kristinsdóttir

Guðrún Guðbjartsdóttir

Jóhann S. Bjarnason

Páll B. Ingimarsson

Guðmundur B. Gylfason

Varmenn:

Eyjólfur Sturlaugsson

Örn Grétarsson

Elínborg Gunnarsdóttir

Arnar Guðmundsson

Ólafur Bachmann

Ragna Gunnarsdóttir

Sigurður Jónsson

Petra Sigurðardóttir

Sigurbjörn Kjartansson

  • Önnur mál.

Innsetning sr. Ástu Bjarkar sem prests verður sunnudaginn 30. apríl kl. 11:00, boðið verður upp á kaffi og veitingar.

Garðsláttur og lóð, Guðmundur Búason fær umboð til að semja við verktaka sem hann hefur verið í sambandi við um slátt og umhirðu við kirkjuna og kirkjugarðinn.

Vilhjálmur E. Eggertsson sem er fulltrúi Selfosskirkju í Hjálpastarfi kirkjunnar sagði frá þeim verkefnum sem hjálparstarfið styður innanlands og erlendis.

Gjöf sem gefur er aðalfjáröflun þessa starfs.

Anna Jakobína Hilmarsdóttir aðstoðarkirkjuvörður hefur sagt starfi sínu lausu.

Auglýsa þarf eftir aðstoðarkirkjuverði.

Kirkjugarðsþing verður haldið á Akureyri 6. maí.

Sóknarnefnd þakkar öllum þeim sem hjálpuðu til við kaffið á páskadagsmorgun og einnig þeim sem tóku þátti hreinsunardeginum laugardaginn 22. apríl

Rætt var hvort og þá hvernig ætti að skrifa sögu kirkjunnar og sögu kirkjukórsins, öll samála um að það væri nauðsynlegt.

Fundi slitið kl. 18:40.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

  • Fundargerð upplesin.