Fundargerðir sóknarnefndar Selfosssóknar árið 2023

8. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 24. jan. 2023. kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, Guðný Siguðardóttir,  sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Arnaldur Bárðarson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn

Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn og óskaði sr. Arnaldi til hamingju nýja embættið.

  • Kosin valnefnd.

Sóknarnefnd vill hafa 7 í valnefndinni og sendir beiðni um það til prófasts. Þeir sem tilnefndir eru í valnefndina eru Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll B. Ingimarsson, Fjóla Kristinsdóttir, Guðmundur B. Gylfason og Guðrún Tryggvadóttir

  • Staða fjármála.

Guðmundur Búason fór yfir ársreikninga 2022 fyrir Selfosskirkju og kirkjugarðinn.

  • Viðhald og framkvæmdir.

Það þarf að bæta lýsingu fyrir framan kirkjuna og norðan við kirkjuna allt  það sem núna er orðið ónýtt.  Búið er að sækja um framkvæmdaleyfi til að útbúa bílastæði inn á Selfosstúnið, sem við eigum.  Skipta þarf um gler í nokkrum gluggum og setja eldvarnargler í staðin.

Færa þarf einn krana úti kirkjugarði sem oft er keyrður niður.

  • Önnur mál. Kirkjugarðurinn,Sameining sókna?Aðalsafnaðarfundur.
  • Finna þarf einnhvern til að sjá um sláttinn í kirkjugarðinum næsta sumar.
  • Ákveðið var að óska eftir fundi með sóknarnefnd Laugardæla til að ræða hugsanlega sameiningu.
  • Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þriðjudaginn 14. mars kl. 17:00
  • Fundargerð upplesin

Fundi slitið kl. 18:35.
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

9. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. feb. 2023. kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Fjóla Kristinsdóttir Eyjólfur Sturlaugsson, Elínborg Gunnarsdóttir, sr Axel Árnason Njarðvík og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn

Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.

  • Fjárhagsáætlun 2023.

Guðmundur Búason dreifði fjárhagsáætlun fyrir 2023, hann fór yfir helstu atriðin og svo samþykkti fundurinn áætlunina.

  • Aðalsafnaðarfundur 14. mars n.k.

Fundurinn verður haldinn kl 17:00, allir sem verið hafa í stjórn sl 4 ár og eiga að ganga úr stjórn gefa kost á sér áfram til endurkjörs.

  • Viðhald og framkvæmdir.

Guðný kirkjuvörður lagði fram ýmsar óskir sem reynt verður að uppfylla.

  • Önnur mál.
  • Guðmundur Búason hefur fengið ársreikningana endurskoðaða og sóknarnefndin þurfti að skrifa undir reikningana.
  • Guðmundur Búason benti á að endurnýja þarf æskulýðssamninginn við Árborg.
  • Guðmundur Búason vill hækka leiguna á safnaðarheimilinu upp í 75.000 en leigan hefur ekki hækkað sl. 5. ár.
  • Fjóla kynnti fyrir okkur hugmynd um að setja upp hleðslustöðvar á svæði kirkjunnar.  Sóknarnefnd lýst vel á þessa hugmynd.
  • Sr Axel kom með áhugaverða hugmynd sem hann ætlar að kynna betur á næsta fundi.
  • Björn Ingi sagði að 12. mars verði kveðjumessa sr. Arnaldar.
  • Björn Ingi bauð nýjan prest sr. Ásu Björk Ólafsdóttur velkomna í Árborgarprestakall.
  • Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 18:35.
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2023

fyrir starfsárið 2022

Haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju þriðjudaginn         11. Apríl  kl. 17.00  20 mættu á fundinn.

  1.   Fundur settur af formanni.

Björn Ingi Gíslason formaður setti fundinn, hann bar fundarboðið undir fundargesti og var engin athugasemd gerð. Hann gerði grein fyrir að hér væri um að ræða endurtekinn fund þar sem fyrri aðalsafnaðarfundur hafði reynst ómerkur þar sem hann var ekki boðaður með tilskildum hætti.

  •   Starfsmenn fundarins skipaðir.

Björn Ingi lagði til að Örn Grétarsson yrði fundarstjóri og Guðrún Tryggvadóttur fundaritari.  Ekki komu fram aðrar tillögur og tóku þau til starfa.

  •   Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sl. ár.

Formaður sóknarnefndar Björn Ingi Gíslason las skýslu sína og vísaði að hluta til flutnings hennar á fyrri fundi.

Sr. Gunnar Jóhannesson las skýslu presta og vísaði til yfirferðar á fyrri fundi um smáatriði.  Þar sagði sr. Axel Árnason Njarðvík frá tilrauna verkefni  sem hann og Guðmundur Brynjólfsson djákni sjá um en þetta er í fyrsta sinn sem svona samvera er hér í kirkjunni. Tekin verður fyrir glíma karla við sorg og áföll í tali og samtali.  Hópurinn hittist fjögur kvöld í mars.

Vísað var til fyrri skýrslu æskulýðsfulltrúa Sjafnar Þórarinsdóttir.

Vísað var til skýrslu kórstjóra, Edit A Molnár sem hafði verið með myndir úr starfinu samhliða upp á breiðtjaldi sem var mjög skemmtilegt.

Vísað var til flutnings formanns kirkjukórs Jóhanns Snorra Bjarnasonar á skýrslu um starf kirkjukórsins.

Framangreindar skýrslur fylgja fundargerðinni sem fylgiskjöl.

  •   Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs.

Gjaldkeri Guðmundur Búason gerði grein fyrir reikningum.  Reikningar Selfosskirkju voru samþykktir samhljóða. Reikningar kirkjugarðsins voru samþykktir samhljóða. 

Selfosskirkja   RekstrarreikningurTekjurGjöldTekjuafgangur
74.355.56060.644.46813.711.092
Efnahagsreikningur  FastafjármunirVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
606.191.66057.352.449663.544.109
Kirkjugarður   RekstrarreikningurTekjurGjöldTekjuafgangur
 15.797.71814.306.0651.491.653
EfnahagsreikningurEigið féVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
 14.874.56917.014.94417.014.944
Hjálparsjóður SelfosskirkjuTekjurGjöldTekjuafgangur
 100.479500.000(399.521)
EfnahagsreikningurEigið féVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
 3.604.0183.604.0183.604.018
  •   Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfunda.

Ekkert

  • Ákvörðun um framtíðarskuldbindingar og

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

Gjaldkeri Guðmundur Búason fór yfir áætlanir fyrir bæði kirkjuna og kirkjugarðinn

Enginn gerði athugasemd og voru þeir samþykktir samhljóða.

  • Kosning sóknarnefndar og varamanna í sóknarnefnd til 4ra ára.

Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll Ingimarsson og Guðrún Guðbjartsdóttir áttu að ganga úr stjórn, þau gáfu öll kost á sér til endurkjörs. Fleiri framboð bárust ekki og voru þau endurkjörin með lófaklappi.

Úr varastjórn áttu  að ganga Eyjólfur Sturlaugsson, Ragna Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Óskarsdóttir og Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir.  Eyjólfur, Ragna og Sigurður gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn.  Auk þeirra gáfu kost á sér til varastjórnar: Arnar Guðmundsson og Ólafur Backmann.  Fleiri framboð bárust ekki til setu í varastjórn og voru þau kosin með lófaklappi.

  •   Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

Skoðunarmenn voru kosin þau Kristín Pétursdóttir og Guðmundur Theodórsson og til vara   Leifur Guðmundsson og Sigríður Erlingsdóttir.

  •   Kosning í aðrar nefndir og ráð.

Engar kosningar

  1. Önnur mál. 

Björn Ingi minnti á að innan 3 ára verður kirkjan 70 ára og kirkjukórinn 80 ára

Hann sagði frá mögnuðum tónleikum sem haldnir voru hér í Selfosskirkju laugardaginn 8.apríl

Einnig sagði hann frá óvæntum fundi  af upptöku vígslu kirkjunnar sem voru á leiðinni á haugana

Frá fyrri fundi var bókað eftirtalið:

Sigurbjörn Kjartansson spurði hvernig staðan væri með nýjan kirkjugarð.

Hann sagði líka frá starfi vinir í bata.

Björn Ingi upplýsti að ekki er ennþá vitað hvar nýr kirkjugarður verður.

Björn Ingi upplýsti einnig að ekki væri búið að ráða einhvern til að sjá um umhirðuna í kringum kirkjuna og kirkjugarðinn

22. apríl verður hreinsunardagur kringum kirkjuna og í kirkjugarðinum

Fundi slitið kl. 17:35.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

1.  Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25. apríl. 2023. kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, Vilhjálmur E. Eggertsson fulltrúi í Hjálparstarfi kirkjunnar og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

   Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.

  • Verkaskipting stjórnar.

       Lagt var til óbreytt verkaskipting:

            Formaður Björn Ingi Gíslason

            Gjaldkeri Guðmundur Búason

            Ritari Guðrún Tryggvadóttir

  1. Varaformaður  Þórður G. Árnason
  2. Varaformaður Fjóla Kristinsdóttir

Guðrún Guðbjartsdóttir

Jóhann S. Bjarnason

Páll B. Ingimarsson

Guðmundur B. Gylfason

Varmenn:

Eyjólfur Sturlaugsson

Örn Grétarsson

Elínborg Gunnarsdóttir

Arnar Guðmundsson

Ólafur Bachmann

Ragna Gunnarsdóttir

Sigurður Jónsson

Petra Sigurðardóttir

Sigurbjörn Kjartansson

  • Önnur mál.

Innsetning sr. Ástu Bjarkar sem prests verður sunnudaginn 30. apríl kl. 11:00, boðið verður upp á kaffi og veitingar.

Garðsláttur og lóð, Guðmundur Búason fær umboð til að semja við verktaka sem hann hefur verið í sambandi við um slátt og umhirðu við kirkjuna og kirkjugarðinn.

Vilhjálmur E. Eggertsson sem er fulltrúi Selfosskirkju í Hjálpastarfi kirkjunnar sagði frá þeim verkefnum sem hjálparstarfið styður innanlands og erlendis.

Gjöf sem gefur er aðalfjáröflun þessa starfs.

Anna Jakobína Hilmarsdóttir aðstoðarkirkjuvörður hefur sagt starfi sínu lausu.

Auglýsa þarf eftir aðstoðarkirkjuverði.

Kirkjugarðsþing verður haldið á Akureyri 6. maí.

Sóknarnefnd þakkar öllum þeim sem hjálpuðu til við kaffið á páskadagsmorgun og einnig þeim sem tóku þátti hreinsunardeginum laugardaginn 22. apríl

Rætt var hvort og þá hvernig ætti að skrifa sögu kirkjunnar og sögu kirkjukórsins, öll samála um að það væri nauðsynlegt.

Fundi slitið kl. 18:40.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

  • Fundargerð upplesin.   

2.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn

þriðjudaginn 23. maí. 2023. kl. 17.00    

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, sr. Gunnar Jóhannesson, Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

   Dagskrá.

  1. Fundur settur.
  • Verkefni sumarsins.

Tvær umsóknir hafa þegar borist í starf aðstoðarkirkjuvarðar en umsóknarfestur er til 25.maí.

Búið er að semja við Garðlist um slátt á kirkjugarðinum og svæðið í kringum kirkjuna.

Ennþá vantar einhverja til að sjáum að hreinsa beðin. Þórður hefur tekið að sér nokkur beð.

Árvirkinn  ætlar að yfirfara ljós og rafmagn allt í kringum kirkjuna og í kirkjugarðinu.

Selfossveitur klára hitalagnir sem byrjað var á í vetur.

Þórður ætlar að skipta um nokkrar rúður.

Græja þarf ný ruslaskýli leita á tilboða.

Bera þarf á útihurðir og ætlar Guðný að sjá um það.

Stefnt er á að stækka bílastæðin.

  • Önnur mál.

Endurgera þarf kynningarbækling um Selfosskirkju sem gefinn var út á nokkrum tungumálum.  Guðný ætlar að leita tilboða.

Kjósa þarf vígslubiskup í sumar 6 til 12 júní.

Hugmynd að hafa tónleika með öllum kórum á Selfossi í október

Kjarasamningur organista var sendur til sóknarnefndar og við staðfestum samninginn.

Ritari sendi fundargerð á alla sem eru í sóknarnefnd og varamenn líka

  • Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 18:20.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

3.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  

       þriðjudaginn 26. sept. 2023. kl. 17.00    

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Guðmundur B. Gylfason, Arnar Guðmundsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

   Dagskrá.

  1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.

  • Ákvörðun um fundardag.

Fundartími verður áfram 4. þriðjudagur í mánuði kl. 17:00

  • Yfirlit yfir starfið fram undan:

          Sóknarprestur, æskulýðsfulltrúi, organisti, kirkjuvörður.

Guðný kirkjuvörður fór yfir það sem búið er að gera í sumar.  Óánægja er með sláttinn á kirkjugarðinum í sumar.

Sr. Guðbjörg sagði að kirkjustarfið væri allt farið á fullt aftur.

Íris Mjöll Valdimarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarkirkjuvörður.

Sjöfn Þórarinsdóttir æskulýðsfulltrúi upplýsti okkur um barnastarfið sem er komið á fullt, breyting hefur verið á skipulagi t.d. krakkar í kirkjukrakkastarfinu fara beint af fundi á kóræfingu barnakórsins. Ýmislegt spennandi er framundan t.d. útifata skiptifatamarkaður

Edit organisti fræddi okkur um hvað væri framundan, kirkjukórinn hefur vaxið, þá hefur líka fjölgað í  ungingakórnum.  Kolbrún Hulda mun aðstoða hana amk. fram að jólum.

  • Önnur mál.

Björn Ingi er búin að fara í heimsókn til Þóru Valdísar núverandi ábúanda á Selfossi 2 til að fá samþykki hennar um að gera bílastæðið sem Sigurgeir gaf kirkjunni. Hún ætlar að vera búin að svara fyrir næsta fund sem haldinn verður 24. okt.

Sóknarnefnd hefur borist bréf frá afkomendum Bjarna Pálssonar sem teiknaði kikjun þar sem þau hafa áhyggur hvað það eru margir litir á þökunum.  Björn ætlar að svara bréfinu.

Valdimar Bragason er að vinna í nýjum upplýsingabæklingi um kirkjuna.

Sóknarnefnd mun styrkja þau sem fara á landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem haldið verður á Egilsstöðum.

  • Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 18:20.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

4.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 24. okt. 2023 kl. 17.00    

Mætt voru: Þórður G. Árnason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll B. Ingimarson, Örn Grétarsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

Dagskrá.

  1. Fundur settur

Þórður G. Árnason setti fundinn í forföllum Björns Inga.

  • Staða bílastæða við kirkjuna

Ekkert hefur gerst frá síðasta fundi, Þóra Valdís hefur ekkert svarað.

  • Umhirða kirkjugarðs 2024

Óánægja var með umhirðuna sl sumar.

Eftir að búið var að ganga frá samningum við Garðlist sl. vor höfðu tvö önnur fyrirtæki samband við Guðmund gjaldkera og voru með áhuga á að slá garðinn.

Hvernig við leysum þetta næsta sumar þarf að ræða.

  • Framkvæmdir 2024

Huga þarf að því að mála þök og veggi að utan, setja okkur markmið að klára fyrir afmæli kirkjunnar 2026.  Breyta þarf klósettunum sem eru í anddyri safnaðarheimilisins og nútímavæða þau. Þórður, Guðmundur Búa og Björn munu setja saman verkefnalista fyrir næsta fund.

  • Önnur mál

Sóknarnefndin þarf að velja auka fulltrúa fyrir  biskupskjör, sr Guðbjörg ætlar að kanna málð.

Umræða var um leigu á kirkjunni og var vitnað í samþykktir og nýverandi leigusamninga.

  • Fundargerð upplesin

Fundi slitið kl. 18:15.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

5. fundur sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. nóvember kl. 17:00.

Mætt voru:  Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll B. Ingimarsson, Guðmundur Björgvin, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Örn Grétarsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir

Dagskrá

Fundur settur

Framkvæmda- og viðhaldsáætlun kirkjunnar til ársins 2026

Búið er að undirrita samning um fjölgun 16 bílastæða við kirkjuna.  Farið verður í að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæðin.

Áhersla verður lögð á að lagfæra útlit kirkjunnar.

Guðmundur hafði fyrir fund samband við verkfræðiskrifstofu um mögulegan kostnað vegna málningu á þaki kirkjunnar. 

Nauðsynlegt er samhliða málun að meta ástand á þakinu.

Meta þarf ástand á útveggjum kirkjunnar.

Undirbúningsvinna við breytingu á salernisaðtöðu í anddyri safnaðarheimilis er hafin.  Þórður hefur fengið tilboð frá tveimur aðilum vegna skilrúma.  Stefnt er hefja vinnuna í janúar. 

Fyrirhugað er að massa og lakka gólfið í safnaðarheimilinu í janúar.

Búið er að fá tilboð í upplýsingabæklinga um Selfosskirkju, ákveðið að láta prenta bæklinga á íslensku og ensku.

Ákveðið að Björn, Guðmundur og Þórður skipi nefnd til gera kostnaðaráætlun og hafa yfirumsjón með stærstu framkvæmdunum.  Til vara verður Jóhann.

Vinnu við að skipta um gler kirkjunnar er að mestu lokið.

Önnur mál

Björn og Guðmundur fóru á fund Sjafnar Þórarinsdóttur æskulýðsfulltrúa til að ræða hennar starfskjör.  Samþykkt að auka starfshlutfall æskulýðsfulltrúa í 80%.

Samþykkt að hafa óbreytt gjald vegna leiðislýsinga í kirkjugarði 5.500.-

Velja þarf kjörmann úr Selfosssókn vegna kjörs til biskups, ákveðið að velja Sjöfn Þórarinsdóttur.

Selfosskirkja mun fagna 70 ára afmæli 2026, hugmyndir ræddar hvernig halda mætti upp á afmæli kirkjunnar og verður umræðunni framhaldið á nýju ári.

Samþykkt að Hjálparsjóður Selfosskirkju styrki heimasíðugerð fyrir Sjóðinn góða.

Fundargerð upplesin og samþykkt

Fundi slitið

Fundargerð ritaði Guðbjörg Arnardóttir