TTT (10-12 ára)

Selfosskirkja býður öllum börnum í 5.-7. bekk velkomin í TTT starf kirkjunnar. 

TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára. Í TTT er margt skemmtilegt brallað. Við förum marga skemmtilega í leiki, föndrum, syngjum saman og skoðum kirkjuna í krók og kima. Hver veit nema við förum í lengri eða styttri ferðir og hittum krakka úr öðrum kirkjum.

Í starfinu er einnig fræðsla þar sem við skoðum hvernig nýta megi boðskap Biblíunnar við að takast á við áskoranir daglegs lífs undir yfirskriftinni; Trú, von og kærleikur.

TTT er á fimmtudögum á milli 16:00 og 17:30.
Starfið er börnunum að kostnaðarlausu en það þarf að skrá börnin í starfið. Þátttaka er ekki bundin við ákveðið upphaf eða endi og öllum börnum er velkomið að byrja í TTT hvenær sem er.
Hér fyrir neðan er hægt að skrá börnin í TTT.

Skráning í TTT

Sjöfn æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju heldur utanum TTT.
Netfangið hennar er sjofn@selfosskirkja.is.