2019

  1. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 26. nóv. 2019. kl. 17.30  
    Mætt voru: Börn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Fjóla Kristinsdóttir,Jóhann S. Bjarnason, Petra Sigurðardóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, sr.Guðbjörg Arnardóttir, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

Fundargerð.
1.  Fundur settur
Börn Ingi setti fundinn og óskaði Ninnu Sif innilega til hamingju með nýja enbættið sem sóknarprestur í Hveragerðiskirkju og þakkaði henni kærlega fyrir vel unnin störf.

2.  Sóknasamband stofnað.
Þórður og Páll  fóru á undirbúningsfund 26. okt sl.en stofnfundur verður formlega í mars eða apríl 2020. Þórður sagði okkur frá umræðu sem fram fór á fundinum.

3.  Ný afstaðið Kirkjuþing.
Guðbjörg sat Kikjuþing sem haldið var  á Biskupsstofu í Katrínartúni. Hún sagði okkur frá því sem rætt var á þinginu.

4.  Prestamiðstöð á Selfossi ?
Ýmsar hugmyndir ræddar.

5.  Önnur mál.
Ninna Sif muna láta af störfum við kirkjuna 1. des og kveðjumessa verður þann 8.des.  Sr. Gunnar Jóhannsesson mun koma til kirkjunnar í afleysingar þar til nýr pestur verður ráðinn.  Auglýst verður í janúar eftir nýjum presti.

Guðmundur sýndi okkur tölulegar upplýsingar um stöðu reikninga.

Jólamatur verður miðvikudaginn 11.des kl. 19:00 fyrir strarfsfólk kirkjunnar, sóknarnefnd og maka.

Kirkjufréttir voru gefnar út og fóru með póstinum inn á öll heimili á Selfossi.

6.  Fundargerð upplesin.
Fundi slitið kl. 19:20.
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

  1. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 22. okt. 2019. kl. 17.30  

Mætt voru: Þórður G. Árnason, Guðmundur Búason, Fjóla Kristinsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll Björgvin Ingimarsson, Ragna Gunnarsdóttir, Petra Sigurðardóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

Fundargerð.

  1. Fundur settur.
    Þórður setti fundinn í fjarveru Björns
  1.    Málefni barna-og unglingakóra.
    Edit mætti á fundinn, sagði frá starfi kóranna núna í vetur, 20 krakkar eru í barnakórnum og 14 í unglingakórnum. Nú í vetur eru þau í samstarfi við Kolbrúnu Huldu tónmentakennara sem er með nokkra krakka á Stokkseyri í söng. Starfið rætt fram og til baka.
  1. Stofnfundur sambands sóknarnefnda.
    Verður núna 26.okt. Á síðasta fundi var ákveðið að Þórður fari og ætlar Páll Björvin að fara með honum.
  1. Önnur mál.
    Kannað hefur verið verð á rennum sem skipta þarf um á kirkjunni, kostnaður við þetta verkefni er ansi hár, ákveðið að nota veturinn i undirbúning og skipta svo um í vor. Skipta þarf um járnið á safnaðarheimilinu, ætlum að setja það á fjárhagsáætlun næsta árs.
    Fjóla og Guðrún eru búnar að taka fyrsta starfsmannaviðtalið.
    Jóhann Snorri ræddi hugmynd um samstarf kóra á Selfossi í stað aðventutónleika.
  1. Fundargerð upplesin.

                                                                Fundi slitið kl. 18:45

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

 

4.  Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 24. sept. 2019. kl. 17.30 Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Þórður G. Árnason, Fjóla Kristinsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll Björgvin Ingimarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Tryggvadóttir
  Dagskrá.
1.  Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn, Eyjólfur og Örn sem sitja í fyrsta sinn sóknarnefndarfund eru boðnir velkomnir

2.  Staða framkvæmda.
Guðný sagði okkur frá stöðu framkvæmda. Vinnu við neyðar og leiðarlýsingu er nánast lokið. Búið er að setja led-perur í öll ljósin í safnaðarheimilnu, ásamt nýjum dimmerum, sáluhliðið er orðið mjög fúið. Valdimar Friðriksson er að gera merki fyrir stíga í nýja kirkjugarðinum, belgurinn í orgelinu fór í sumar og hefur hann verið lagaður. Skoða á lautina sem er fyrir framan kirkju.

3.  Umsókn um djáknastarf.
Umsókn um djáknastarf barst Selfosskirkju í sumar. Sóknin hefur ekki að svo stöddu burði til að ráða djákna til kirkjunnar, enda þótt verkefnin væru næg.

4.  Vetrarstarfið.
Jóhanna Ýr óskar eftir því að fá að búa til auglýsingu á A5 blað með upplýsingum um æskulýðstarf og barnakórsstarf, sóknarnefnd samþykkti þessa ósk.
Rædd var framtíð Kirkjufrétta, munu þær komu út í byrjun nóv.
Hefðbundið kirkjustrarf er komið á fullt.

5.  Önnur mál.
Búið er að brjóta spýtur sem eru meðfram ánni á móts við skrúðshúsið, spurning hvort setja ætti keðju þar í staðinn, kirkjuvörður ætlar að athuga hvað keðja kostar og eins þarf að skipta um tvær rennur á kirkjunni og ætlar Þórður að skoða það.

Bréf barst frá biskupi með tilmælum um að æskulýðsfulltrúar og leiðtogar séu launþegar en ekki verktakar og allir sem ráðnir eru samþykki að vera skimaðir úr sakaskrá. Það er enginn verktaki og allir starfsmenn kirkjunnar eru skimaðir.

Stofna á sóknarsamband 26. okt og ákveðið að Þórður ásamt einhverjum úr sóknarnefnd fari á fundinn.

Helgina 8. – 10. okt. verður málstofa í Skálholti um Trú og umhverfismál
Rætt var hvort við ættum að fara í að senda út messur, allir voru jákæðir um að kynna okkur málið.

6.  Fundargerð upplesin.
Fundi slitið kl. 19:05.  Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

3.  Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 4. júní 2019. kl. 17.30     Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Fjóla Kristinsdóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, Páll Björgvin Ingimarsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Tryggvadóttir  
Dagskrá
1.  Fundur settur.  Björn setti fundinn.
2.    Ársfundur kirkjugarða.
Guðný ætlar að fara á fundinn sem haldin verður á Egilsstöðum laugardaginn 8. júní.
3.  Tilboð Árvirkjans v. Neyðar- og leiðarlýsingu.
Árvirkinn hefur gefið okkur tilboð/kostnaðaráætlun í þrennu lagi sem hljóðar upp á samtals 2 milljónir og tekin var ákvörðun að taka tilboðinu.
4.  Önnur mál. t.d. tillaga að sameiningu prestakalla.
Borist hefur bréf frá biskupsstofu um að sameina Selfossprestakall og Eyrabakkaprestakall á kirkjuþingi í haust. Einnig er lagt til í bréfinu að prestakallið myndi heita Árborgarprestakall. Sóknarnefndin er ekki sátt við nafnið á prestakallinu og ætlum við að senda bréf með athugasemd við því og leggur sóknarnefndin til að nýja prestakallið heiti Selfossprestakall.
Byrjum haustið á að halda fund með þingmönum kjördæmsins um stöðu kirkjunnar.
Samstöðufundur verður haldinn í Selfosskirkju þriðjudaginn 10. sept. kl.17:00
Guðmundur er að leggja lokahönd á umsókn í Jöfnunarsjóð sókna.
Ræddum nýjan kirkjugarð.
5.  Fundargerð upplesin.
6.  Fundi slitið kl. 18:55
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

2.  Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 23. apríl 2019 kl. 17.30   Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Fjóla Kristinsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir
  Dagskrá.
1.  Fundur settur.  Björn Ingi setti fundinn.
2.  Starfið í kirkjunni.
Guðbjörg sagði okkur frá starfinu að undanförnu og hvað er framundan núna í vor.  Undirbúningur fyrir næsta vetur er byrjaður, á einhverju að breyta eða ekki?  Kirkjufréttir verða gefnar út í haust.
3.  Ýmis verkefni yfirfarin.
Brunavarnir Árnessýslu hafa ítrekað að kirkjan þurfi að koma upp neyðarlýsingu og leiðarlýsingu. Fara skal í verkið og tekin var ákvörðun að Jóhann Snorri yrði tengiliður sóknarnefndar með Guðnýju kirkjuverði að velja lýsingu. 
Þórður ætlar að ath hvað annað sem Brunarvarnir hafa sett út á sé hægt að gera í ár.
Ferð til sóknarnefndar Keflavíkur 28. maí, lagt verður af stað kl 16:30, makar hvattir til að koma með.
Endurskoða símaáskriftir.
Stefnum á fyrirlestur fyrir starfsfólk, sóknarnefnd og fleiri.
Stofnun Hollvinafélags Selfosskirkju.  Ninna, Fjóla og Guðrún ætla að skoða málið.
4.  Önnur mál.
Guðrún ætlar að ath hvað sýruþolnir kassar kostar undir biblíusafnið.
Þórður vill að holan fyrir framan kirkjuna verði skoðuð.
Sóknarnefndin vill þakka þeim sem komu að kaffinu á páskadagsmorgun, sem tókst mjög vel en um 100 manns drukku morgunkaffi.
5.  Fundurgerð upplesin.
6.  Fundi slitið kl. 19:05 

 

  1. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 26.mars 2019. kl. 17:30.   
    Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Ragna Gunnarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Fjóla Kristinsdóttir, Petra Sigurðardóttir,  sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Tryggvadóttir.
    Dagskrá.
    1.  Fundur settur.  Björn Ingi setti fundinn.
    2.  Verkaskipting stjórnar.
    Börn Ingi Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Guðrún Tryggvadóttir ritari, Þórður G. Árnason 1. varaformaður, Fjóla Kristinsdóttir 2. varaformaður
    Meðstjórnendur: Jóhann S. Bjarnason, Petra Sigurðardóttir, Páll B. Ingimarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir
    Varastjórn: Ragna Gunnarsdóttir 3.varaformaður, Sigurður Sigurjónsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Sigurður Jónsson, Hjörtur Þórarinsson, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir.
    3.  Umsóknarbeiðni til Biskupsstofu.
    Sækja um í  jöfnunarsjóður sóknar fyrir árið 2020, Axel útskýrði fyrir okkur ferlið og hvað þarf að fylgja umsókn.  Margt sem þarf að gera innan og utandyra og umsókn þarf að  skila inn fyrir 15. júní.  Guðmundi, Jóhanni, Þórði og Guðnýju falið að fara yfir það sem talið er brýnt að gera.
    4.  Önnur mál.
    Björn Ingi og Axel fóru á Héraðsnefndarfund sem haldinn var í Vík í Mýrdal 23. mars.M.a. kom fram að héraðssjóður hvetur sóknir til að vera dugleg að sækja í sjóðinn og Vígslubiskup hvatti til að prestar, kórar og sóknarnefndir kæmu í Skálholt.Tekin var ákvörðun að gefa ekki út Kirkjufréttir núna í mars meðal annars vegna nýrra persónuverndarlaga en ekki má birta nöfn fermingarbarna í blaðinu.  Blaðið verður gefið út snemma í haust í staðinn.Páskakaffi verður að vanda á páskadagsmorgun.Guðmundur sagði frá reikning sem kirkjan hefur fengið frá HS veitum sem upphaflega var 2.5 miljónir.  Unnið er í því að lækka reikninginn.Ræddum athugasemdir brunavarna, Guðný ætlað að skoða á hverju skal byrjað en frestur er til 19. apríl að skila inn áætlun um úrbætur.5.  Fundurgerð upplesin.
    Fundi slitið kl. 18:55
    Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

 

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2019 fyrir starfsárið 2018
Haldinn í Selfosskirkju þriðjudaginn 26. feb. 2019 kl. 20.

  1. Fundur settur af formanni.
    Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar setti fundinn og voru 31 mættir. 
  1. Starfsmenn fundarins skipaðir.
    Björn formaður lagði fram tillögu um starfsmenn fundarins; Valdimar Bragason yrði fundarstjóri og Guðrún Tryggvadóttir fundarritari og var hún samþykkt.
  1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sl. ár.
  2. a) Skýrsla formanns
    Björn Gíslason,formaður, flutti skýrsluna::
    Prentuð ársskýrsla lá fyrir fundinum og var dreift til fundarmanna.
    Stjórn og verkaskipting: Björn Ingi Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Guðrún Tryggvadóttir ritari, Þórður G. Árnason 1.varaformaður, Fjóla Kristinsdóttir 2.varaformaður, Meðstjórnendur: Gunnþór Gíslason, Jóhann S. Bjarnason, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir og Petra Sigurðardóttir.Varastjórn: Páll B. Ingimarsson 3.varaformaður, Hjörtur Þórarinsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Sigurður Sigurjónsson, Sigríður Bergsteinsdóttir, Sigurður Jónsson, Örn Grétarsson, Erla Rún Kristjánsdóttir, Margrét Óskarsdóttir.

Prestar: sr.Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur, sr.Ninna Sif Svavarsdóttir prestur og sr.Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur.

Starfsfólk: Guðný Sigurðardóttir kirkjuvörður, Anna Jakobína Hilmarsdóttir aðstoðarkirkjuvörður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi, Ester Ólafsdóttir stjórnandi kirkjukórs, Eyrún Jónasdóttir stjórnandi barna- og unglingakór, Vilhjálmur Eggertsson, Ágústa Rúnarsdóttir og Rebekka Kristinsdóttir meðhjálparar, Ína Stefánsdóttir ræstitæknir. Umsjón með safnaðarheimili Hugrún Kistín Helgadóttir. Safnaðarfulltrúi: Þórður G. Árnason.

Fundir:  Sóknarnefnd fundaði reglulega fjórða þriðjudag í mánuði samtals 8 stjórnarfundi ásamt nokkrum aukafundum.

Edit í leyfi: Edit Anna Molnár stjórnandi kirkjukórsins fékk ársleyfi og voru þær Ester Ólafsdóttir og Eyrún Jónasdóttir ráðnar í hennar stað.

Biblíusafnið:  Ólafi Sigurðssyni kom að máli við sóknarnefnd 10. sept. sl. þar sem hann lýsti áhuga afkomenda sr. Sigurðar Pálssonar og Stefaníu Gissurardóttur að Selfosskirkja hýsti og varðveitti Biblíusafn sr. Sigurðar Pálssonar, 11 bækur(útgáfur) frá árinu 1540. Sóknarnefnd tók jákvætt í málið.

Starfsmannaviðtöl:  Samþykkt var að fara í starfsmannaviðtöl. Unnið verður að þeim áfram.

Umhirða lóðar:  Auglýst var eftir aðila til að annast umhirðu og frágang lóðar og kirkjugarðs. Gengið var til samninga við Snælandsgarða.

Vígslubiskupskandídatar:  Fundað var með frambjóðendum til vígslubiskupsembættisins í Skálholti.

Aðstoðarkirkjuvörður: Valdimar Bragason sem starfað hefur við kirkjunna á annan áratug óskaði eftir að láta af störfum um áramótin. Auglýst var eftir nýjum starfsmanni alls bárust 3. umsóknir. Anna Jakobína Hilmarsdóttir var ráðin frá 1. jan. 2019.

Páskakaffi:  Sóknarnefnd bauð kirkjugestum í morgunverð á páskadagsmorgun eins og undanfarin ár.

Skráning bóka: Lokið er skráningu allra bóka kirkjunnar sem verður varðveitt  og geymd í heimildarskrá.

35 ný bílastæði: Gengið hefur verið frá 35 nýjum bílastæðum á árbakkanum við Selfossveg sem nýtast kirkjunni á álagstímum.

Héraðsnefndarfundur:  Í suðurprófastsdæmi haldinn í Skálholti 24. mars, fulltrúi Selfosssóknar var sr.Guðbjörg Arnardóttir.

  1. Axel: Frá 1. júní kom sr. Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur aftur til starfa í Selfosskirkju í 50% starfshlutfall.

Aðventutónleikar: Í 40 ár hafa farið fram tónleikar í Selfosskirkju þar sem kórar og hljómsveitir hafa komið fram. Nú brá svo við að menn töldu rétt að hvíla þessa hugmynd og endurskoða.

Nýskipan prestakalla: Haldinn var fundur á Hellu 30.okt. um sameiningu prestakalla. Fyrir fundinum var tillaga um sameiningu 4. prestakalla. Sóknarnefndin lagðist gegn þessari hugmynd þá vegna formgalla.

Nýjar sálmabækur: Pantaðar hafa verið nýjar sálmabækur sem eru væntanlegar innan tíðar.

Gjafir: Málningaþjónusta Selfoss gaf málningu og vinnu þegar bílastæðin við kirkjunna voru máluð. Þorbjörg Sigurðardóttir gaf bikara til kirkjunnar.

Kirkjufréttir: Eins og sl. tíu ár voru Kirkjufréttir bornar í hvert hús á Selfossi, gefin voru út tvö blöð.

Viðgerðir og viðhald: Lítið fór í þennan lið á árinu vegna mikilla framkvæmda og fjárfestinga árinu á undan. Í undirbúningi er vinna við leiðarlýsingu í kirkjunni.

Stjórn Barna-og unglingakórs: Kosin var ný stjórn yfir barna-og unglingakór Selfosskirkju, sr.Guðbjörg sr. Ninna Sif og Fjóla Kristinsdóttir skipa stjórnina.

Kirkjugarðurinn: Kirkjuvörður hefur markvist unnið að lagfæringum ýmisskonar og unnið að því að gera hann eins vel úr garði og unnt er.

Að lokum þetta: Fyrir hönd sóknarnefndar er öllum færðar bestu þakkir fyrir þátttöku og starf innan kirkjunnar, ég tel að gott starf fari framm innan Selfosskirkju og við getum verið stolt af því. Góðir prestar og gott starfsfólk, góður kirkjukór, barn- og unglingakór og gott æskulýðsstarf. Ég þreytist ekki að segja frá því að 78% íbúa Selfosssóknar eru í þjóðkirkjunni. Þakka samstarfsfólki mínu, sóknarnefnd,prestum og öðrum gott samstarf. Höldum áfram góðu starfi fyrir kirkjuna okkar. 

  1. b) Skýrsla sóknarprests.
    Sóknarprestur, sr. Guðbjörg Arnardóttir flutti skýrslu um sarfsemina á síðasta ári sem hér fer á eftir:
    Ég mun fara yfir það sem hvað mest hefur borið á í starfi safnaðarins á liðnu ári.  Verður hér ekki upptalið það sem æskulýðsfulltrúi og kórstjóri og organisti greina frá í sínum skýrslum.
    Á þriðjudögum hittist hér á baðstofuloftinu hópur sem kallar sig Vinavoðir, hugmynd þess starfs er komið frá Lindakirkju og eru í þessum hópi konur sem prjóna sjöl og trefla handa konum og körlum, hafa þær afhent okkur prestunum töluvert magn sem við megum svo gefa þeim sem við húsvitjum eða viljum sýna vinavott fyrir hönd kirkjunnar og fylgir flíkunum bæn og kveðja frá Selfosskirkju.  Sýna það.  Nú hafa þær bætt við að hekla, prjóna smekki sem við færum þeim börnum sem við skírum.
    Á miðvikudagskvöldum sér Hugrún Helgadóttir um Tólf sporin, andlegt ferðalag.  Vil ég færa hennir þakkir fyrir hennar góða starf.
    Í vor og haust voru sorgarhópar í fjögur skipti og sáum við prestarnir um það.
    Í ágúst var fermingarnámskeiðið okkar og var það eins og fyrra í þrjá daga við fórum einnig í Vatnaskóg.  Við þökkum sóknarnefnd fyrir þann styrk að greiða rútuna fyrir þau.  Ferðin er einnig styrkt af Héraðssjóði Suðurprófastdæmis.  Ferðin í Vatnaskóg var vel heppnað og góð upplifun fyrir fermingarbörnin.  Í dag velta fermingarbörn því raunverulega fyrir hvort þau vilji fermast og af hverju.  Það skiptir miklu máli að við vöndum til verka og bjóðum upp á vandaða og eftirminnilega fermingarfræðslu.  Síðan eru hefðbundar mánaðarlegar samverur með fermingarbörnum og í nóvember söfnuðu fermingarbörnin fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Ótalið er og erfitt er að greina frá þeim tíma sem fer í sálgæsluviðtöl presta við þau sem til þeirra leita.  Prestar fara með reglubundnum hætti að lesa og ræða við heimilisfólk á Ljósheimum og Fossheimum.  Einnig er farið mánaðarlega í heimsókn í Vinaminna og Árblik sem er dagvistun aldaðra og koma þau fyrsta fimmtudag í mánuði í tíðasöng og kaffisopa á eftir.  Það er starfsfólk Selfosskirkju sem hefur veg og vanda af kaffinu ásamt því að njóta aðstoðar Eyglóar Jónu Gunnarsdóttur. Morgunbænirnar eru fjórum sinnum í viku, þriðjudaga til föstudaga.  Er alltaf svipaður fjöldi sem mæta í þessar stundir. Tölulegar upplýsingar um helgihald og úr kirkjubókum.
    Messur og fjölskylduguðsþjónustur í Selfosskirkju 66 og messugestir 6937.
    Tíðasöngur 166 samverur og samtals mætt 1794
    Sunnudagaskóli 20 samverur mætt 501
    Altarisgestir 1861
    Útfarir skráðar í prestsþjónustubók:  46

Skírnir skráðar í prestsþjónustubók:  88

Hjónavígslur skráðar í prestsþjónustubók:  32

Börn fermd:  92

Mjög svipaðar tölur og í fyrra.

Alla jafna er á sunnudögum kl. 11 hefðbundin messa með altarisgöngu.  Við höfum þó eins og undanfarin ár breytt út frá þessum amk. 1 sinni í mánuði með fjölskylduguðsþjónustu, stundum eru einhvers konar þemamessu, vorum við sem dæmi í október með bleika messu í samstarfi við Krabbameinsfélag Árnessýslu.  Það er metnaður okkar prestanna ásamt organista að vanda vel til helgihaldsins, það er unnið skipulega og gott að koma að því.  Það er ómetnalegt og verður aldrei of oft sagt hversu dýrmætur kirkjukórinn er, þar sem í messunum við fáum einmitt að njóta fallegra kórverka sem þau hafa unnið á milli þess sem þau leiða almennan safnaðarsöng en þess er alltaf gætt að þarna sé jafnvægi á milli.  Kvöldmessurnar hafa gengið vel og verið undanfarið vel sóttar og þá einkum þegar kallað er til nöfn sem fólk þekkir og trekkir að.  Í þessu felst vissulega auka kostnaður fyrir sóknina en það teljum við allt þess virði, þarna sjáum við fólk sem ekki kemur í hinar hefðbundnu messur og með kvöldmessunum er því breiðari hópur fólks þjónustaður. Eftir messu yfir vetrartímann er súpa sem Hugrún K. Helgadóttir hefur skipulagt og stýrt og Jóhanna Hafdís það er dýrmætt að eiga þetta samfélag eftir messuna en sannarlega mættu fleiri koma að því.  Það var upphaflega von að fleiri kæmu að en svo hefur ekki orðið raunin. Eins og heyra má af þessari skýrslu sem og skýrslum æskulýðsfulltrúa og kórstjóra og organista fer mikið starf fram í kirkjunni og líklega meira en fólk almennt telur.  Það er jákvæður og góður andi í samstarfi og samvinnu allra sem koma hér að starfinu hvort sem það er launað starfsfólk eða sjálfboðið starf og skipta hér allir máli, sem mikilvægir hlekkir í þeirri keðju sem starfi er í heild sinni, allt unnið fyrir kirkjuna og í þjónustu við fólkið.  Í gildi er samstarfssamningur við Sveitarfélagið Árborg, sem greiðir árlega upphæð til kirkjunnar sem stuðning við barna- og æskulýðsstarf.Í vetur höfum verið fast þrír prestar við kirkjuna en auk okkar Ninnu Sifar sem erum í fullu starfi hefur eins og þið þekkið líklega flest Axel Árnason Njarðvík verði í 50% starfi við kirkjuna.  Er ákveðin verkaskipting okkar á milli og hefur Axel að jafnaði messað eina helgi í mánuði ásamt því að annast þær athafnir sem óskað er eftir.  Það hefur í svo stóru prestakalli sem Selfossprestakall er verið nauðsynlegt að hafa hérðsprestinn í þessu fasta starfshlutfalli við kirkjuna, ekki síst ef þörf er á inngripi vegna veikinda.  Það er gott að vinna í svo góðu teymi og eiga þetta samstarf.  Ekki síst er það dýrmætt þegar kemur að sumarafleysingum.  Ég vil þakka sóknarnefnd og öllu samstarfsfólki fyrir gott samstarfs og hlakka til komandi tíma í starfi sóknarinnar.  Það er góður og hlýr andi í þeim hópi sem hér starfar og gleði og er það þakkarvert.                                                

     

  1. Skýrsla æskulýðsfulltrúa.
    Sr. Guðbjörg Arnardóttir las líka  í forföllum Jóhönnu Ýr  Jóhannsdóttur   skýrslu æskulýðsfulltrúa. Það sem heyrir undir æskulýðsstarf í Selfosskirkju er sunnudagskóli, kirkjuskóli, TTT (10-12 ára starf), æskulýðsfélag, foreldramorgnar, fjölskyldumessur, umsjón með leiðtogum kirkjunnar, kirkjubrall og aðventuheimsóknir leik og grunnskóla.
    Sunnudagaskólinn fór mjög vel af stað í haust og var fín mæting fyrir áramót. Mæting á það til að dala ögn þegar hann hefst aftur á nýju ári og er því nauðsynlegt að augýsa starfið vel til að minna á það sem í boði er. Auglýst hefur verið á Facebook sem og Instragram. Nú í febrúar og mars hefur verið gefin út sunnudagaskóla dagskrá mánaðarins og virðist það hafa góð áhrif á mætinguna sem og að vera með fjölbreyttar uppákomur í bland við fasta liði.
    Kirkjuskóli er í báðum skólum sveitarfélagsins. Í Sunnulækjarskóla á þriðjudögum kl. 13:10 og á fimmtudögum kl. 13:00 í Vallaskóla.  Kirkjuskóli er fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára. Ný persónuverndarlög hafa þau áhrif að nú að netfangalisti fæst ekki lengur hjá skólunum og því var kirkjuskóli auglýstur á Facebook eins og annað starf kirkjunnar. Þeir foreldar sem skráðu börnin sín síðasta vetur fengu þó tölvupóst um fyrirhugaðan kirkjuskóla í haust þar sem þeirra netföng voru tiltæk.
    Í kirkjuskólann mæta um 30 -40 börn á viku í báðum skólum er það örlítil fækkun frá síðasta vetri.
    Anna Rut Hilmarsdóttir aðstoðar í kirkjuskóla í Sunnulækjarskóla eins og síðasta vetur.
    10 – 12 ára starfið.  Fór mjög vel af stað í haust eða um 40 – 50 börn þegar mest var. Ákveðið jafnvægi kemst á mætinguna þegar líður á haustið og mætir góður kjarni í starfið í dag eða um 15 börn. Farið er í leiki, spuna, sungið og endað á bænastundum inni í kirkju og er þetta dýrmætur hluti af fundinum og góð stund með börnunum en þarna gefst oft tækifæri til að spjalla um líðandi stund. Framundan hjá TTT er flutiningur á frumsömdu leikriti í fjölskyldumessu 3. mars og TTT mót í Vatnaskógi 16. – 17. mars.
    Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnir hittist á þriðjudögum kl. 19:30. Að þessu sinni hófust fundir hjá æskulýðsfélaginu rétt eftir miðjan ágúst eða töluvert fyrr en síðustu ár. Mætingin hefur verið einstaklega góð og varð mikil endurnýjun í hópnum. Áttundi bekkur er þar í stærstum hluta. Æskulýðsfélagið fór á landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum í lok okóber, hópurinn fjáraflaði fyrir mótinu með Biblíumaraþoni sem er hefð er orðin fyrir. Hópurinn frá Selfossi var stærsti hópurinn á mótinu. Þema mótsins var „Leikandi landsmót“ en markmiðið var að rjúfa félagslega einangrun. Krakkarnir fengu fræðslu, lærðu nýja leiki í stöðvum vítt og breytt um Egilsstaði, tóku þátt í ratleik, hæfileikakeppni, sundlaugardiskói, helgistundum og balli. Æskulýðsfélagið er ný komið af febrúar móti í Vatnaskógi sem er mjög afslappað mót á vegum ÆSKR. Þar gefst krökkunum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá ásamt því að fá nægan frjálsan tíma tíma. Þar var hópurinn frá Selfossi einnig sá stærsti og með flestu drengina með í för. Það er gaman að segja frá því að á hverju ári er atriðakeppni í Vatnaskógi og var það Viktor Kári Garðarsson frá æskulýðsfélaginu Kærleiksbirnunum sem bar sigur úr bítum með því að syngja lagið Rósina!
    Fastir liðir æskulýðsstarfsins eru vöfflukvöld, Biblíumaraþon, Jól í skókassa, Landsmót, febrúarmót í Vatnaskógi og ómissandi æskulýðsfundir þar sem farið er í leiki, borðaður matur, fíflast, hlegið og verið sem er nú það mikilvægasta. Að unglingar fái tækifæri til að mæta á öruggan stað og verið þau sjálf. Það er gott að hafa metnaðarfulla dagskrá á æskulýsfundum en það er jafnframt mikilvægt að geta bara komið og hangið. Til að hægt sé að hanga þá er einnig mikilvægt að geta boðið upp á góða aðstöðu til þess.
    Foreldramorgnar hafa verið mjög vel sóttir þannan vetur. Á foreldramorgnum gefst foreldrum ungra barna gott tækifæri til þess að hittast.  Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 11 – 12:30. Fastir liðir eru fræðsluerindi frá hjúkrunarfræðingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og eru þau erindi alltaf vel sótt. Í haust voru fyrirlestrar um “Tengslamyndun og tákn ungbarna”,  “Næringu ungbarna” og nú í janúar fræðsla um “Svefn og svefnvanda ungbarna”. Á haustönninni höfum við fengið fleiri góðar heimsóknir. Í september kom Gunna Stella heilsumarkþjálfi og fræddi hópinn um Frumnæringu, í október kom Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og hélt fyrirlesturinn: “Að láta drauma sína og markmið rætast”. Í nóvember kom Svanhildur Inga Ólafsdóttir, fjölskyldufræðingur hjá Velferð og fræddi hópinn um Samskipti. Í desember fengum við heimsókn frá Bókasafninu á Selfossi þar sem kynntar voru nokkrar bækur úr jólabókaflóðinu ásamt kynningu á góðum og gagnlegum fræðlsubókum fyrir foreldra ungra barna. Síðasta miðvikudaginn í hverjum mánuði eru rúnstykki á boðstólum í boði Guðna bakara en það frábæra samstarf hefur verið í gangi síðastliðin þrjú ár. Framundan er áhugaverð dagskrá m.a heimsókn frá Yoga sálum, skyndihjálparnámskeið, fræðsla um líðan mæðra á meðgöngu og eftir barnsburð og erindi frá Ernu Kristínu um jákvæða líkamsímynd. Það má vekja athygli á að nánast öll þessi erindi eru unnin í sjálfboðavinnu þeirra sem flytja.
    Fjölskyldumessur eru einu sinni í mánuði og eru þær skipulagðar í samstarfi við presta Selfosskirkju og organista. Þær eru uppbrot frá hefðbundinni messu, áhersla lögð á efni fyrir börnin og unglingana í kirkjunni. Brúðurnar úr sunnudagaskólanum koma fram og lesin eða leikin biblíusaga. Góð stund fyrir alla fjölskylduna og hafa þær verið vel sóttar í vetur.
    Leiðtogar Selfosskirkju eru þær Katrín Ragna Jóhannsdóttir, Brynhildur Ágústsdóttir, Kolbrún Edda Jensen, Bjarki Birgisson og Díana Ösp Davíðsdóttir. Þær hafa allar farið í Farskóla leiðtogaefna en það er tveggja ára nám. Anna Rut Hilmarsdóttir aðstoðar í kirkjuskóla og Sigurður Einar Guðjónsson sér um undirspil í sunnudagaskóla. Nemendur í leiðtogaskólanum hafa einnig létt undir í æskulýðsstarfinu.
    Farskóli leiðtogaefna.  Farskólinn hófst í haust og kenndur á mánudögum. Kennari er Magnea Sverrisdóttir kennari og djákni Daníel Ágúst Gautason guðfræðinemi. Farskólinn var haldinn í Selfosskirkju 19. janúar en staðsetning hans ræðst af því hvaðan nemendurnir koma. Þær Elín María Eiríksdóttir, Sigurbjörg Steinarsdóttir, Aþena Sól og Sara Líf Ármannsdætur sóknarbörn Selfosskirkju eru nemendur farskólans. Hér er á ferðinni mikill mannauður sem Selfosskirkja er heppin að hafa í sínu starfi. Án þeirra væri ekkert æskulýðsstarf.
    Aðventuheimsóknir skólanna. Aðventuheimsóknirnar voru einstaklega ánægjulegar og vel nýttar en 1. – 4. bekkingar í báðum skólum bæjarins nýttu þetta boð sem og allir leikskólarnir nema einn. Nokkrir eldri bekkir nýttu boðið einnig og voru það um 1000 nemendur sem heimsóttu kirkjuna þessa aðventuna. Eins og síðustu ár fengu krakkarnir að sjá frumsamið leikrit eftir sóknarprest Selfosskirkju. Ferðamaður kemur í heimsókn í kirkjuna og hefur hann ekki komið í kirkju áður. Starfsmaður kirkjunnar fræðir hann um helstu athafnir kirkjunnar og fær hjálp ferðamannsins til að segja krökkunum söguna af Jesúbarninu þar sem hann þekkti til sögunnar. Það var ánægulegt að fréttamaður Stöðvar 2 á suðurlandi sá ástæðu til þess að flytja frétt af þessum heimsóknum í Íslandi í dag.
    Facebook.  Selfosskirkja er bæði með facebooksíðu og heimasíðu þar sem allt starfið er auglýst. Foreldramorgnar,æskulýðsfélagið og TTT eru með lokaða hópa þar sem starfið er kynnt hverju sinni. Sunnudagskólinn er með sér síðu fyrir tilkynningar. Ný persónuverndarlög hafa haft þó nokkur áhrif á hvernig starfið er auglýst og nú eru ekki birtar myndir af þátttakendum í æskulýðsstarfinu á samfélagsmiðlum þar sem trú flokkast undir mikilvægar persónuupplýsingar. Heimilt er að birta myndir á heimasíðu kirkjunnar.
    Námskeið, ráðstefnur og fundir.  Æskulýðsfulltrúi sækir ýmis námskeið svo sem haustnámskeið bisupsstofu en á námskeiðinu er námsefni sunnudagaskólans kynnt og stótti ráðstefnu á vegum áhugafélags um Guðfræðiráðstefnur. Æskulýðsfélag Selfosskirkju er félagi í ÆSKÞ og hefur atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins sem verður annað kvöld.
    Að lokum vil ég þakka skólayfirvöldum á Selfossi fyrir afar gott samstarf og jákvætt viðmót í garð kirkjustarfsins.
  1. d) Skýrsla kirkjukórs.
    Ester Ólafsdóttir organisti og kórstjóri sagðist vera mjög ánægð með kórinn en bað Jóhann Snorra Bjarnason formann kórsins að lesa skýrslu Kirkjukórsins.
               Starf Kirkjukórs Selfosskirkju árið 2018 var hefðbundið.  Meginhlutverk  kórsins er að syngja við athafnir og helgihald kirkjunnar.  Að auki stendur kórinn fyrir viðburðum, ýmist einn eða í samstarfi við aðra hópa.  Sú breyting er nú, að fastráðinn organisti kirkjunnar og stjórnandi kórsins, Edit Molnár er í árs leyfi frá og með ágúst 2018.  Kirkjan var svo heppin að fá Ester Ólafsdóttir til að sinna starfi hennar á meðan og hefur henni farnast það afar vel.  Auk þess að syngja við athafnir tók kórinn þátt í viðburðum og verða nokkrir þeirra taldir upp hér:
  1. mars. Syngjandi stúlkur – Unglinga- og barnakórar kirkjunnar ásamt konum úr kirkjukórnum, Kristjönu Stefánsdóttur og hljómsveit.
  2. apríl. Krossamessa – Sungið ásamt barna- og unglingakórum þar sem elstu unglinum er afhentur kross að gjöf frá sóknarnefnd sem viðurkenningu fyrir góð störf og ástundun.
  3. maí. Sameiginleg söngstund – Sameiginlegir tónleikar kirkjukórsins, kórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna, kórs Villingaholts- og Hraungerðissókna og kórs Þorlákskirkju.
  4. október. Danskur gestakór – kórinn tók á móti kórnum Euphonia frá Kaupmannahöfn. Kórarnir sungu saman við messu og síðan var sameiginlegur hádegisverður.
  5. nóvember. Minning Jóns Arasonar – Samvinnuverkefni kirkjukóranna í suðurprófastdæmi. Kirkjukór Selfosskirkju hefur tekið þátt í þessu verkefni frá upphafi.
  6. desember. Aðventukvöld Selfosskirkju – Sú breyting var nú fyrir jólin að kirkjan var með sína eigin aðventustund þar sem fram komu kórar kirkjunnar. Ekki voru sameiginlegir aðventutónleikar tónlistarfólks á Selfossi að þessu sinni.

Framundan er undirbúningur fyrir páska og fermingar en það er jafnan mikill annatími í kirkjunni.  Á næstunni hefst  samstarf Tónlistaskóla Árnesinga og kirkjunnar þar sem nemendur skólans munu koma að tónlistarflutningi í messum.

Athafnir og mætingar kórfélaga eru sem hér segir:

Messur            48

Útfarir             30       

Æfingar           40

Samtals           118 

Samanlögð mæting kórfélaga við athafnir kirkjunnar, ekki tónleika eða auka viðburði, er 2.536.  Virkir kórfélagar eru í dag 38.  Þetta þýðir að hver kórfélagi er að mæta til athafna eða æfinga tæplega 67 sinnum á ári að meðaltali.  Á þessu sést að framlag kórsins til okkar samfélags er verulegt og mikilvægt. Þá er og vinna organista mikil að við skipulag og undirbúning. 

 

  1. e) Skýrsla Barna- og unglingakórs.
    Eyrún Jónasdóttir stjórnandi barna- og unglingakórs sagði frá starfinu.
    Barnakór Selfosskirkju
    Kórinn æfir einu sinni í viku 60 min í senn.  Á haustönn 2018 kom kórinn fram við Fjölskyldumessur kirkjunnar auk þess að syngja á aðventukvöldi kirkjunnar í byrjun desember.  Þá fór kórinn í Grænumörk og söng á aðventusamkomu eldri borgara um miðjan desember.
    Nú á vorönn mun kórinn syngja við fjölskyldumessur, syngja á Fossheimum og Ljósheimum.  Stærsta verkefni kórsins er að undirbúa og syngja tónleika sem verða þann 8. maí n.k.
    Unglingakór Selfosskirkju
    Unglingakórinn æfir tvisvar í viku samtals 2 1/2 klst.  Líkt og Barnakórinn þá hefur Unglingakórinn leitt safnaðarsöng og sungið við Fjölskyldumessur kirkjunnar.  Þegar jólaljósin voru tendurð kom kórinn fram og söng og við sama tækifæri í Húsasmiðjunni. Þá söng kórinn á Aðventukvöld kirkjunnnar í byrjun desember.  Um miðjan desember var sungið á Ljósheimum og Fossheimum.
    Vortónleikar kórsins verða haldnir í samstarfi við leiklistarnema í FSu og kennara þeirra Guðfinnu Gunnarsdóttur  þar sem sungin verða lög íslensk og erlend er fjalla um mismunandi tilfinningar okkar og líðan.  Samstarfsverkefnið kallast “Styrkur sunnlennskra ungmenna” og  hlaut verkefnið styrk frá SASS á haustdögum.
    Þá mun kórinn halda utan í maí 2019 og verður farið til Noregs.  Mikill undirbúningur fylgir för sem þessari og hefur kórinn unnið að fjáröflun allt þetta starfsár. Í Noregi mun kórnn halda tónleika í samstarfi við norskan kór og svo mun kórinn syngja við messu í Osló.       

 

  1. Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs.

Guðmundur Búason, gjaldkeri, greindi frá ársreikningum Selfosskirkju, Hjálparsjóðs Selfosskirkju og Kirkjugarði Selfoss. Niðurstöðutölur reikninga eru sem hér segir:

Rekstrarreikningur

 

Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
57.496.839 58.207.401 – 485.789
Efnahagsreikningur

 

Fastafjármunir Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
448.641.660 19.242.055 467.883.715
Hjálparsjóður Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
42.476 450.000 -338.102
Rekstrarreikningur

Kirkjugarður

Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
11.727.733 12.619.346 – 727.691
Efnahagsreikningur

Kirkjugarður

Eigið fé Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
8.014.993 9.674.057 9.674.057

 

Reikningarnir samþykktir samhljóða.

  1. Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundir.

            Sr. Guðbjörg Arnardóttir stiklaði á því helsta, fínir fundir til að bera saman bækur sínar.  Fundurinn haldinn í mars ár hvert.

  1. Ákvörðun um framkvæmdir, framtíðarskuldbindingar,

      Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

Guðmundur Búason gjaldkeri fór  yfir fjárhagsáætlun fyrir Selfosskirkju og Kirkjugarð Selfoss fyrir árið 2019. 

Tilllaga kom úr sal hvort mætti ekki benda fólki á að setja mætti duftker ofan á td. afa og ömmu.  Ninna sagði að það mætti setja 7 duftker ofan á eina gröf,

Umræða var um þetta og einnig um nýjan kirkjugarð.

Fjárhagsáætlanir voru samþykktar samhljóða.

  1. 7. Kosning sóknarnefndar- og varamanna til 4 ára

      Björn Ingi Gíslason,  Guðmundur Búason, Þórður Grétar Árnason, Páll Ingimarsson  og Guðrún Guðbjartsdóttir kosin í sóknarnefnd. Varamenn kosnir Sigurður Jónsson, Margrét Óskarsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Eyjólfur Sturlaugsson og Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir.

  1. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

            Kristín Péturdóttir og Guðmundur Theodórsson voru endurkosin sem skoðunarmenn. Varamenn voru einnig endurkjörnir þeirHalldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.

  1. Kosning í aðrar nefndir og ráð.

            Aðalmenn í kjörnefnd og varmenn öll endurkosin.

Aðalmen:                                                       Varamenn:

  1. Margrét Sverrisdóttir                         1. Páll B. Ingimarsson,

margrét@vallarskoli.is                       stora@simnet.is

  1. Guðmundur Búason                           2. Þórður Stefánsson

hagabok@hagabok.is                         thordurst@simnet.is

  1. Sigrún Magnúsdóttir                         3. Vilhjálmur Eggertsson

sigrunm@simnet.is                             vee@simnet.is

  1. Torfi G. Sigurðsson                           4. Ágústa Rúnarsdóttir

torfigs@mannvit.is                            agustarun@gmail.com

  1. Eysteinn Jónasson                              5. Örn Grétarsson

eysteinn@gmail.com                         orn@prentmet.is

  1. Ragna Gunnarsdótir                          6. Jóhann S. Bjarnason

ragnagunn@simnet.is                        johannb@lv.is

  1. Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir            7. Fjóla Kristinsdóttir

gudny@festa.is                                  fjoladora@gmail.com

  1. Björn Ingi Gíslason                            8. Petra Sigurðardóttir

bjossirak@simnet.is                           petra@tanalfur.is

  1. Kristín Vilhjálmsdóttir                       9. Hjörtur Þórarinsson

kristinvil@vallaskoli.is                       lourimi15@internet.is

  1. Þórður G. Árnason                             10. Eyjólfur Sturlaugsson

reyrhagi@simnet.is                            eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

  1. Gunnþór Gíslason                              11. Sigurður Sigurjónsson

gunnthor.gisla@gmail.com                sigsig@log.is

  1. Guðrún Tryggvadóttir                                   12. Erla Rún Kristjánsdóttir

grenigrund@islandia.is                      erlarun@torg.is

  1. Margrét Óskarsdóttir                         13. Guðný Sigurðardóttir

m.oskarsdottir@hotmail.com            selfosskirkja@selfosskirkja.is

  1. Valdimar Bragason                            14. Sigurbjörn Kjartansson

valdibraga@prentmet.is                     sigurbjorn69@gmail.com

  1. 10. Tillaga lögð fram vegna sameiningar prestakalla:

      A  Selfoss- Eyrarbakka,

      B  Selfoss- Eyrarbakka- Þorlákshafnar- Hveragerðis.

Björn Ingi sagði frá þessum hugmyndum og voru þær ræddar. Fundarstjóri bar tillögurnar upp hvor á móti annarri og greiddu 21 atkvæði með tillögu B en 2 greiddu atkvæði með tillögu A.

Vonar að á okkur verði hlustað,

  1. Önnur mál.

Björn Ingi þakkar Gunnþóri Gíslasyni fyrir góð störf í sóknarnefnd.
Formaður vakti athygli á að ársskýrsla lægi nú fyrir prentuð í fyrsta sinn á aðalfundi. 

Gunnþór Gíslason þakkaði kærlega fyrir samveruna í sóknarnefnd.

  1. Fundi slitið.

Fundi slitið kl.22:35

                                                                    

 

5. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 22.jan. 2019. kl. 17.30    

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Grétar Árnason, Fjóla Kristinsdóttir, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Gunnþór Gíslason, Petra  Sigurðardóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir, sr Ninna Sif Svavarsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

   Dagskrá.

  1. Fundur settur.  Björn Ingi setti fundinn kl. 17:30
  1. Ráðning aðstoðarkirkjuvarðar staðfest.
    Guðmundur, Þórður og Fjóla tóku að sér að ráða aðstoðarkirkjuvörð. Anna Jakobína Hilmarsdóttir var ráðin frá og með 1.janúar 2019.
  1. Staða fjármála yfirfarin.
    Guðmundur fór yfir fyrstu drög að ársreikningum Selfosskirkju og kirkjugarðs. Reikningarnir ræddir og Guðmundi falið að klára reikningana.
    Farið var yfir nokkra hluti sem setja þarf inn í fjárhagsáætlun, t.d. úrbætur fyrir brunavarnir, viðhald úti bæði við kirkju og í kirkjugarði og svo ýmislegt inni í kirkjunni.
    Jóhanna Ýr kynnti fyrir okkur hugmynd af dreifibréfi fyrir sunnudagskólann og baranakór kirkjunnar sem dreift yrði í hvert hús á Selfossi í haust.
  1. Fundur með prófasti vegna sameiningar.
    Prófastur hefur boða til fundar fimmtudaginn 31. janúar kl. 17:30 í Selfosskirkju.  Á fundinn eru boðaðar prestar og sóknanefndir Selfossprestakalls og Eyrabakkaprestakalls, víglubiskup og kirkjufulltrúar Suðurprófastdæmis.  Einnig mæta á fundinn Guðmundur Þór lögfræðingur og skrifstofustjóri Biskupsstofu.  Sóknarnefnd hvött til að mæta.
  1. Önnur mál.
    Aðalsafnaðarfundur ákveðinn 10. mars eftir messu.
    Guðmundur tekur að sér að svara fyrirspurninni frá sr. Axel um kostnað vegna viðhalds frá 2011.
    Sælandsgarðar sem sáu um umhirðu í kirkjugarðinum og umhverfi kirkjunnar 2018 hafa sent inn tilboð fyrir 2019 og hefur það aðeins hækkað.  Ákveðið að Guðmundur gangi til samninga við þá.
    Björn hefur sent þakkarbréf  fyrir hönd sóknarnefndar til allra fyrirtækja og stofnana fyrir aðstoð á árinu 2018.
  1. Fundargerð upplesin.
    Fundi slitið kl. 19:10.
    Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

 

  1. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 26.feb. 2019. kl. 17.30
    Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Grétar Árnason, Fjóla Kristinsdóttir, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Ingimarsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir, sr. Axel Árnason Njarðvík, Guðný Sigurðardóttir og Guðrún Tryggvadóttir.
    Dagskrá.
    1. 
    Fundur settur.
    Björn Ingi setti fundinn, Erna Kristín Stefánsdóttir nemi situr fundinn.
    2.  Aðalsafnaðarfundurinn.
    Farið var yfir dagskrá fundarinns.
    Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir  gefur ekki kost á sér  í sóknarnefnd.
    Guðmundur fór yfir reikninga og fjárhagsáætlun kirkju og kirkjugarðs.
    3.  Önnur mál.
    Í fyrsta sinn er búið að prenta út árskýsrslu  fyrir aðalfundinn.Bjön þakkaði Sigurlín Guðnýju fyrir samstarfið.Kirkjufréttir verða gefnar út í mars.
    4.  Fundargerð upp lesin                                                                                   Fundi slitið kl. 18:35
    Fundarritari GuðrúnTryggvadóttir