Sunnudagurinn 14. maí 2023

Selfosskirkja

Sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn alltaf velkomin.

Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kirkjukór syngur.

Minnum á morgunbænir þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 9:15.

Uppstigningadagur 18.maí- og dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 11. Hörpukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.

Eyrarbakkakirkja

Fermingarmessa kl. 11. Kirkjukór leiðir söng. Haukur Arnarr Gíslason organisti.

Messa og sunnudagsskóli á öðrum sunnudegi eftir páska. Og súpa.

Messa og sunnudagsskóli verður í Selfosskirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 11. Prestsþjónustu sinnir sr. Gunnar Jóhannesson. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng og Ester Ólafsdóttir spilar á orgelið. Sunnudagsskólinn í umsjá Sjafnar Þórarinsdóttur æskulýðsfulltrúa.
Súpa verður í safnaðarheimilinu eftir messuna og þá gegn vægu gjaldi. Verið velkomin.

Helgihald um bænadaga og páska í Árborgarprestakalli

6. apríl – skírdagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11 og 13.
Messa í Laugardælakirkju kl. 15:00. Að messu lokinni fer aðalsafnaðarfundur sóknarinnar fram í kirkjunni.

7. apríl – föstudagurinn langi
Pílagrímaganga kl. 9:45. Gengið verður frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju. Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju og verður staldrað við á leiðinni til stuttra hugleiðinga.

8. apríl – Laugardagur fyrir páska
Magnificat – Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju kl. 16 (miðasala á tix.is).

9. apríl – páskadagur
Hátíðarmessa í Selfosskirkja kl. 08:00. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum til morgunverðarborðs í safnaðarheimilinu.
Hátíðarmessa í Eyrarbakkakirkja kl. 08:00
Hátíðarmessa í Stokkseyrarkirkja kl. 11:00
Hátíðarmessa í Villingaholtskirkja kl. 11:00

10. apríl – annar páskadagur
Messa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00
Messa í Gaulverjabæjarkirkja kl. 14:00

Gleðilega páska og verið öll hjartanlega velkomin til góðra og gefandi kirkjustunda yfir páskanna.

Pílagrímaganga á föstudaginn langa – Golgataganga 2023

Föstudaginn langa, föstudaginn 7. apríl nk, verður gengin pílagrímaganga frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju.

Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju kl. 9:45.  Gengnir verður síðan þessi 3 km áleiðis að Selfosskirkju. Staldrað verður víða við á leiðinni til stuttra hugleiðinga. Stundum verður gengið í þögn og stundum ekki. Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og dr. Guðmundur Brynjólfsson, djákni.  

Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni.  Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nestisbita. Þessi ganga gæti hent öllum og ekki síst börnum. Verið velkomin.

mynd frá föstudeginum langa 2019 er gengin var svipuð pílagrímaganga

Hátíðarguðsþjónustur í Árborgarprestakalli    Verið velkomin til kirkju á helgum jólum 2022

Aðfangadagur 24. desember 

Selfosskirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Stokkseyrarkirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Eyrarbakkakirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30
Selfosskirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30     

Jóladagur 25. desember 

Hraungerðiskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Laugardælakirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00 
Gaulverjabæjarkirka – Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:00   

Annar dagur jóla 26. desember 

Villingaholtskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Ljósheimar – Helgistund kl. 13
Móberg – Helgistund kl. 14  

Gamlársdagur 31. desember 

Selfosskirkja – Guðsþjónusta kl. 17:00   

Guð gefi öllum gleðilegra og friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár.

Dagur breytinga

Fiskurinn er eitt af elstu táknum kristninnar.

Sunnudaginn 26. janúar 2020 munum við gera breytingar á tímasetningu fjölskyldusamverunnar og sunnudagaskólans og hefst stundin kl. 13:00. Þetta er tilraunaverkefni fram að vori og hugsað til að þjónusta sóknarbörn Selfosskirkju og Selfossprestakalls enn betur. Söngur, biblíusögur, leikir, föndur, brúður og margt fleira.

Hins vegar heldur 11. messan sér og verður á sínum stað og sinni stund. Þann dag þjónar sr. Axel Njarðvík, héraðsprestur fyrir altari og Edit Molnár, organsti leiðir kór og söfnuð í söng og svörum. Súpa í safnaðarheimili í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Verið ávallt velkomin í Selfosskirkju!

Messa á degi heilbrigðisþjónustunnar

Messa er í Selfosskirku sunnudaginn 20. október 2019 kl. 11. Dagur heilbrigðisþjónustunnar er þann dag í þjóðkirkjunni. En hvað er að vera heilbrigður og hvaða þjónusta snýr að þessu atriði? Margt fólk fólk sinnir heilbrigðisþjónustu en hvernig sinnir þú þínu eigin heilbrigði?

Kirkjukórinn syngur, organisti er Stefán Þorleifsson og Axel Á Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari.
Sunnudagaskóli / Fjölskyldusamvera á sama tíma, umsjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Súpa og brauð eftir samveruna gegn vægu gjaldi.

Verið velkomin.