Fundargerðir sóknarnefndar Selfosssóknar árið 2022

1.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. mars. 2022 kl. 17:30

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Eyjólfur Sturlaugsson, Örn Grétarsson, Petra Sigurðardóttir, Elínborg Gunnarsdóttir, sr. Arnaldur Bárðarson  og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

Dagskrá.
Fundur settur. Björn Ingi setti fundinn.

 • Verkaskipting stjórnar.

Björn Ingi Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Guðrún Tryggvadóttir ritari, Þórður G. Árnason 1. varaformaður, Fjóla Kristinsdóttir 2. varaformaður. Meðstjórnendur: Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann S. Bjarnason, Páll B. Ingimarsson og Guðmundur Björgvin Gylfason.

Varastjórn: Eyjólfur Sturlaugsson 3.varaformaður, Örn Grétarsson, Petra Siguðardóttir, Sigurður Jónsson, Elínborg Gunnarsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Sigurbjörn Kjartansson, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Margrét Óskarsdóttir.

         Þórður G. Árnason verður áfram safnaðarfulltrúi.

 • Önnur mál.

Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju ætlar að koma í heimsókn 8. maí, eftir hádegi, tekið verður vel á móti þeim.

Páskamessa verður haldin í ár 17. apríl kl 8:00 eins og var fyrir Covid.   Boðið verður upp á morgunkaffi að messu lokinni.

Sóknarmörk Selfosskirkju þarf að skoða en nýjasta byggðin á Selfossi er ekki öll undir Selfosssókn.  Ákveððið var að Björn, Guðmundur og Guðrún myndu vera fulltrúar sóknarnefndar að ræða þetta við viðkomandi sókn.

Hreinsunardagur Selfosskirkju verður laugardaginn 23. apríl mæting verður kl 10:00, boðið verður upp á veitingar .

Aðeins var farið yfir viðhaldsverkefni sem framundan eru.

Danskur kór hefur óskað eftir því að fá að halda tónleika í kirkjunni 1. júlí nk.

Fundi slitið kl 18:55

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2022

fyrir starfsárið 2021

Haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju þriðjudaginn         15. mars 2022 kl. 17.30

  14 voru mættir á fundinn.

 1.   Fundur settur af formanni.

Björn Ingi setti fundinn

 •   Starfsmenn fundarins skipaðir.

Formaður lagði til að Fjóla Kristinsdóttir yrði fundarstjóri og ritari Guðrún Tryggvadóttir og var það samþykkt.

Gjaldkeri óskai eftir því að dagskrá yrði breytt að fyrst yrðu teknir fyrir dagskrárliðir sem hann hefði framsögu um og var það samþykkt samhljóða.

 •   Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs.

Guðmundur Búason gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum Selfosskirkju, Hjálparsjóðs Selfosskirkju og Kirkjugarðs Selfoss. Allir reikningar voru samþykktir samhljóða.

Selfosskirkja   RekstrarreikningurTekjurGjöldTekjuafgangur
73.421.21766.369.9327.051.285
Efnahagsreikningur  FastafjármunirVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
519.767.66040.585.332560.352.992
Kirkjugarður   RekstrarreikningurTekjurGjöldTekjuafgangur
 15.473.25411.409.6074.063.647
EfnahagsreikningurEigið féVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
 13.382.91615.062.65515.061.655
Hjálparsjóður SelfosskirkjuTekjurGjöldTekjuafgangur
 68.182077.123
EfnahagsreikningurEigið féVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
 3.604.0183.604.0183.604.018
 • Ákvörðun um framtíðarskuldbindingar og

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

Guðmundur kynnti rekstraráæltun fyrir 2022. Hún var samþykkt.

 •   Gerð grein fyrir starfsemi ársins 2021.

Formaður, prestar, æskulýðsfulltrúi, kórstjórar.

Björn Ingi formaður las skýrslu sóknarnefndar

Sr. Guðbjörg las skýslu sóknarprests

Skýrsla æskulýðsfulltrúa lá frammi

      Edit A. Molnar kórstjóra fór yfir starf kóranna.

            Allir fundarmenn fengu prentaðar skýslur

 •   Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfunda.

Sr. Guðbjörg sagði frá fundunum

 •   Kosning sóknarnefndar-og varamanna til 4ra ára.

Engin kosning fór fram, kosið er annaðhvert ár.

 •   Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

Skoðunarmenn voru kosin þau Kristín Pétursdóttir og Guðmundur Theodórsson og til vara   Leifur Guðmundsson og Sigríður Erlingsdóttir.

 •   Kosning í aðrar nefndir og ráð.

Engin kosning í ár.

 1. Önnur mál.

Engin umræða var     

 1. Fundi slitið.

Formaður sleit fundi kl. 18:35

2.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 17.30.    
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Fjóla Kristinsdóttir, Páll Björgvinsson, Guðmundur Björgvin Gylfsson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn

   Dagskrá.

 1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn kl. 17:50.

 • Sóknarmörk Selfosskirkju.

Björn Ingi upplýsti fundinn hvaða leiðir sé hægt sé að fara, umræðan heldur áfram í haust.

 • Önnur mál.

Sóknarnefnd og starfsfólk Keflavíkurkírkja er væntanleg í heimsókn 8. maí.  Sóknarnefnd mun sýna þeim kirkjuna og kirkjugarðinn. Einnig munum við bjóða þeim upp á kaffi.  Að lokum mun Valdimar Bragason fara með hópinn í leiðsögn  um nýja miðbæjinn.

Aðalfundur KGSÍ verður 14. maí á hótel Natura kl. 9:00 allir velkomnir á fundinn, Guðný kirkjuvörður ætlar að fara.

Viðhaldsverkefnin fyrir sumarið voru rædd.

Hreinsunardagurinn 23. apríl gekk vel og öllum sem unnu við verkið eru færðar þakkir fyrir daginn.

Stefnt er á fund í maí.

4.     Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 18:30.
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

3. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 23. ágúst 2022. kl. 17.30

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvinsson, Guðmundur Björgvin Gylfsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir, sr Arnaldur Bárðarson, sr. Gunnar Jóhanesson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn

Dagskrá.

 1. Fundur settur.

Björn Ingi  setti fundinn.

 • Hvernig eflum við starfið í Selfosskirkju.

Fjölskyldumessa verður haldin næts sunnudag 28. ágúst og þar verður starf vetrarins kynnt. Búin verður til auglýsing sem kynnir allt starf kirkjunnar í vetur sem sett verður í Dagskrána.

Ýmsar hugmyndir voru ræddar hvernig efla á starfið í vetur.

 • Önnur mál.
 • Páll Imsland jarðfræðingur er tilbúinn að skoða hvort hægt sé að stækka núverandikirkjugarð til vestur.  Gera þarf ransókn með jarðsjá til að ath hvernig landið   Björn, Guðmundur Búa og Guðrún Tryggva falið að ræða við bæjarstjórn.
 • JÁ verk ætlar að sjá um að laga turninn í haust.
 • Guðmundur B. Sigurðsson hefur gefið okkur að tilboð í að gera bílastæði frá Þóristúni að kirkjunni á Selfosstúninu sem við eigum, stefnt á að gera það núna í haust
 • Gróðasetja þarf nýjarplöntur við Þóristúnið í staðin fyrir þær sem teknar voru upp í vor á kirkjulóðinn.
 • Næsti fundur 27. Sep þá verður reynt að taka mynd af sóknarnefnd.
 • Mikil ánægja var með sláttin og umhirðu á kirkjugarðinum og umhverfið í kringum kirkjuna.
 • Samþykkt var í sumar að að BFÁ fengi að hafa flugeldasýningu á bílastæðinu við kirkjugarðinn
 • Sóknarnefnd Keflavíkur þakkaði fyrir móttökunra sem þau fengu í maí þegar þau komu í heimsókn til okkar.
 • Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 18:55
Fundaritari Guðrún Tryggva

4. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 27. sept. 2022 kl. 17.30    

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvinsson, Guðmundur Björgvin Gylfason, Elínborg Gunnarsdóttir, Örn Grétarsson, sr Arnaldur Bárðarson, sr. Gunnar Jóhannesson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

   Dagskrá.

 1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.  Sr. Guðbjörg er komin í 2. mánaða veikindaleyfi, sr Axel Njarðvík kemur inn. Óskum henni góðs bata.

 • Vísitasía biskupsembættisins.

Sunnudaginn 16. okt kemur biskup í Selfosskirkju kl. 9:30 byrjað verður á samtali við sóknarnefnd, messa verður kl. 11:00 og að henni lokinni verður öllum kirkjugestum  boðið upp á súpu.

 • Önnur mál.
 • Hjördís Traustadóttir hefur tekið að sér umsjón með eldhúsinu.
 • Edit kórstjóri fór yfir stöðuna hjá kórunum.  

Núna í haust verður gefin út ný sálmabók og af því tilefni verður Rúv með beina útsendingu um Hvítasunnuhelgina næsta vor frá fjórum stöðum á landinu.  Kirkjunni verða gefnar100 stk. en við þurfum að kaupa ca 200 stk.

Stórtónleikar verða hér í kirkjunni 10. des með Sinfóníusveit Suðurlands ásamt  einsöngvurum og öllum kórum kirkjunnar.

Ýmislegt spennandi er á döfinni hjá kórunum sem auglýst verður mjög vel þegar nær dregur.

 • Nauðsynlegt er að kaupa kórpalla fyrir kirkjuna. Jóhann ætlar að kanna málið.
 • Sjöfn æskulýðsfulltrúi fór yfir starfið, þar er margt spennandi að gerast. Hún hefur með sér öfluga leiðtoga.  Hana langar til að gera stefnu kirkjunar í æskulýðsmálum.
 • Guðný kirkjuvörður skilaði inn á fundinn ýmsum upplýsingum.  Td þarf að óska eftir leyfi aðstenda til að saga niður tré í gamla garðinum og laga þarf hurðir vegna brunavarna.
 • JÁ er búið að laga það sem laga þurfti á turninum.
 • Guðmundur Búason hefur verið í sambandi við Harald Þórarinsson fórmann Laugardælasóknar  um að breyta sóknarmörkum milli Selfoss og Laugardælasóknar. Guðmundi falið að klára málið.
 • Rætt var  hvernig fólk er  skráð í þjóðkirkjuna, td. þurfa fermingarbörn ekki að vera skráð í þjóðkirkjuna þegar þau eru fermd.
 • Sr. Gunnar sagði að fermingarbörn væru að fara í Vatnaskóg, sóknarnefnd mun styrkja þessa ferð. Góð mæting er á mömmumorgnum.  Þriðjudags samvera fór vel af stað. Vel var mætt í síðustu messu.
 • Björn og Guðrún fóru á fund Fjólu Kristinsdóttur bæjarstjóra vegna nýs kirkjugarðs og eftir þann fund þurfum við að skila inn formlegri beiðni til að fá rannsókn á svæðinu með jarðsjá en áður þarf að gera prufuholur sem Guðmundur B. Sigurðsson sér um til að kanna hvað er langt niður á fast,  mun hann gera það þegar hann kemur úr sumarfríi. 

4.     Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl 19:25
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

5. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25. okt. 2022. kl. 17.30

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Guðmundur Björgvin Gylfsson, Eyjólfur Sturlaugsson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

   Dagskrá.

 1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn.

 • Samverustund vegna 65 ára afmælis kirkjunnar.

Björn Ingi leitaði eftir hugmyndum þar sem sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar kæmi saman eina kvöldstund ásamt mökum.  Tekin var ákvöðun að borga ekki fyrir maka.

Guðmundur Björgvin, Guðrún, Guðrún og Guðný sett í nefnd.

 • Önnur mál.  

Guðný kikrkjuvörður upplýsti okkur um nokkra hluti sem hún vill að verði farið í að laga.  Þórður og Guðný ætla að skoða málið.

Jóhann Snorri er að skoða kaup á söngpöllum.

Skoða á hvort byrja ætti aftur að bjóða upp á súpu eftir messu á sunnudögum eins og gert var fyrir Covid. 

Finna þarf einhvern til að ráðleggja um nýjar plöntur í staðinn fyrir þær sem fjarlægðar voru í sumar.

Sóknarnefnd skrifaði undir Samkomulag um nú sóknarmörk milli Selfoss- og Laugardælasókna.  Samkomulagið verður sent til biskupsstofu sem sér um að tilkynna það til Þjóðskrár.

Ákveðið var að hækka úr 5.000 í 5.500 gjaldið fyrir ljósakrossa í kirkjugarðinum fyrir jólin.

Ákveðið að færa fundartímann fram til kl. 17:00

4.     Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 19:00.
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

6. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 22. nóv. 2022. kl. 17.00

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Fjóla Kristinsdóttir, Páll Björgvinsson, Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Arnaldur Bárðarson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn

   Dagskrá.

 1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn á nýjum fundartíma kl 17:00

 • Saga Selfosskirkju!

Selfosskirkja og kirkjukórinn eiga stórafmæli eftir fjögur ár.   Sigurjón Erlingsson er byrjaður að skrá fundargerðir kirkjunnar.  Rætt var hvort gefa ætti út bók á þessum tímamótum. Björn, Guðmundur og Jóhann fengnir til að kanna málið betur

 • Önnur mál.  

Engar líkur er á að stækkun kirkjugarðsins verði við núverandi garð.  Senda þarf bæjarstjórn Árborgar formlega beiðni um nýja staðsetningu kirkjugarðs.

Veikindaleyfi sr. Guðbjargar hefur verið framlengt til 13. Janúar,  mun séra Gunnar gegna starfi sóknarprests á meðan

Næsti aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands verður á Akureyri 6.maí 2023

Ríkisendurskoðandi óskaði eftir staðfestingu á hverjir væru prókúrhafar kirkjugarðs Selfoss og Selfosskirkju.

Guðmundur ætlar að ræða við Hjördís Traustadóttur um að bjóða upp á súpu eftir messu á sunnudögum  kl. 11.

Ákveðið að fresta jólahlaðboðinu vegna lítillar þátttöku.

15 kössum af gömlum sálmabókum þarf að farga.

Þórður er að vinna í að skipta um nokkra glugga og einnig er hann að vinna í bæta brunavarnir kirkjunnar. Hann taldi upp nokkra hluti sem setja ætti á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

4.     Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl. 18:35.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

6.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 25. jan. 2022. kl. 17.30    

Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Fjóla Kristinsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Eyjólfur Sturlaugsson,  sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

      Dagskrá.

 1. Fundur settur.

Björn Ingi setti fundinn og óskaði öllum gleðilegs árs.

 • Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

Guðmundur fór yfir óskir kirkjuvarðar bæði fyrir kirkju og kirkjugarð.  Þórður fór yfir það sem hann telur þörf á að gera.

Allar óksir kirkjuvarðar er varða kirkjugarðinn teljum við hægt að gera.

Guðmundur fór yfir Ársreikninga fyrir árið 2021 sem líta vel út.  Staðan er góð til framkvæmda á árinu 2022.  Guðmundur fær leyfi til að láta endurskoða reikningana.  Fyrir næsta fund verður búið að fá verðhugmyndir í ýmsa hluti. Einnig þarf að huga að kynningarstrarfi þegar  að Covid lýkur til að auka og efla starfið aftur.

 • Önnur mál.  
 • Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 17:00
 • Bréf frá Þjóðkirkjunni dagsett 16. janúar barst okkur nýlega þar sem kirkjunni er veittur styrkur úr jöfnunarsjóði sókna uppá 1.500.000 vegna viðgerðar á þaki sem greiddur verður út í ágúst.
 • Selfosskirkja hefur fengið skráningu sem félag til almannaheilla og getur sem slík tekið við styrkjum frá einstaklingum og félögum sem fá styrki sína dregna frá tekjuskattsstofni.

4.     Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl 19:35
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

7.    Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 22. feb. 2022 kl. 17.30    
Mætt voru
: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Páll Björgvin Ingimarsson, Þórður Grétar Árnason,  Fjóla Kristinsdóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðmundur Björgvin Gylfason,  Eyjólfur Sturlaugsson, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn.

Dagskrá.

 1. Fundur settur. Björn Ingi setti fundinn.
 • Verkefni framundan.

Biskup íslands mun vísitera Árborgar prestakall 12 -13 mars. 

Messa verður á hefðbundnum tíma sunnudaginn 13. mars kl. 11:00 í Selfosskirkju þar sem biskup og prestar þjóna fyrir altari.

Aðalfundur Selfosssóknar verður haldinn þriðjudaginn 15.mars kl. 17:00.

Hreinsunardagur kirkjunnar verður haldinn 23. apríl kl 10.00

Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju hefur óskað eftir því að koma í heimsókn til okkar í maí, bjóðum við þau velkomin.

Ákveðið var að athuga kostnað við viðgerð á turni kirkjunnar áður en ákveðið verður endanlega hvað verður framkvæmt á árinu.

 • Önnur mál.

Björn Ingi hefur sent bréf á Bæjarstjórn Árborgar til að andmæla tillögu þeirra á staðsetningu á nýjum kirkjugarði.

Huga þarf að kynningu á starfi kirkjunnar í sumar og haust eftir þessar löngu  Covid hömlur.

Sóknarnefnd ætlar að styrkja unglingakórinn sem er að fara erlendis í maí.

Rætt var um sóknarmörk innan Árborgar prestakalls, sr Guðbjörg ætlar að athuga málið.

4.     Fundargerð upplesin.

Fundi slitið kl 18:40
Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir