Fundargerðir 2017

  1. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 28. nóv. 2017. kl. 17.30 Mætt voru, Björn Ingi Gíslason, Þórður Grétar Árnason, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Gunnþór Gíslason, Fjóla Kristinsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Edit Molnar, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Sr. Ninna Sif Sigfúsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir

   Dagskrá
1. Fundur settur.  Björn Ingi setti fundinn

2. Yfirlit starfsmanna: Æskulýðsfulltrúi, Organisti, Kirkjuvörður.
Jóhanna Ýr sagði okkur frá Landsmóti Æskulýðsfélaga sem haldið var hér á Selfossi í lok okt. Allir mjög ánægðir sem hingað komu, 220 krakkar komu en heildarhópurinn var 275. Næsta landsmót verður haldið á Egilsstöðum.  15 hópar hafa boðað komu sína í heimsókn í kirkjuna á aðventunni.  Hafinn er undirbúningur fyrir ferð leiðtoga til Þýskalands í september á næsta ári.  Búið er að sækja um styrk fyrir ferðinni en hver leiðtogi þarf að borga flugfargjaldið sjálfur.

Guðný er með mörg verk í gangi,  verið er að vinna í að setja upp snjógildrur, búið er að laga rafmagn, verið er að laga rakatækið en það vantar varahlut. Snúa á einni hurð í janúar að ósk brunaeftirlitsins. Verið að vinna í rafmagnsmálum í garðinum, allt klárt fyrir uppsetningu á ljósum um helgina.  Byrjað er að vinna í að finna nýja aðila til að sjá um garðinn og umhverfi kirkjunnar næsta sumar.  Pússa á parketið í janúar og þegar það er búið verður hugað að kaupum á nýjum stólum.

Edit fór með 36 krakka úr unglingakórnum og elsta árgangi barnakórsins á kóramót 10. -12. nóvember sl., hún færði sóknarnefnd þakkarbréf fyrir að gera hópnum kleift að fara.  Það er mikið um að vera að syngja út um allt, bæði í kirkjunni og annarstaðar. Hún hefur fengið útlutað úr  Uppbyggingarsjóð hjá SASS í verkefnið syngjandi stúlkur, stefnt er að tónleikum fyrir pálmasunnudag.  1. des verður píanóhátið í kirkjunni, 150 Hendur, í samstarfi við Tónlistaskólanum.

3. Starfið framundan.
Guðbjörg sagði okkur starfinu í desember,  jólaball verður 3. sunnudag í aðventu 17.des. 

4. Önnur mál.
Bréf barst frá Biskupsstofu, dagsett 31. október 2017, varðandi innsetningu séra Jóhönnu Magnúsdóttur í stöðu prests við Selfosskirkju 27/10 – 24/11 2017 í leyfi prests.  Afleysingu er lokið og Ninna Sif komin aftur til starfa.

Minningarreitur:  Í reglum um minningarreit í kirkjugarði, sem sóknarnefnd samþykkti 11. júlí 2000, eru skýrar línur frá hönnuði varðandi minningaskildi sem settir eru upp í reitnum.    Rétt er að aðilar sem vilja setja upp skjöld í reitnum hafi samband við kirkjuvörð varðandi útlit og uppsetningu.

Rætt um endurskoðun á starfssamningi æskulýðsfulltrúa.  Gjaldkera falið að skoða málið.

Rætt um jólasamveru sóknarnefndar og starfsfólks kirkjunna.  Tillaga um að hún verði 11. desember n.k.

6. Fundi slitið kl. 19:45

 

6. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn  þriðjudaginn 24. okt. 2017. kl. 17.30   Mætt voru, Björn Ingi Gíslason, Þórður Grétar Árnason, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Gunnþór Gíslason, Petra Sigurðardóttir, Guðný Sigurðardóttir Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

Dagskrá.
1.  Fundur settur.
Björn Ingi setti fundinn, þakkaði fyrir þátttöku í myndtöku sem var áður en fundur byrjaði.  Jóhanna Magnúsdóttir mun leysa Ninnu Sif af í forföllum næstu fjórar vikur.

2.  Styrkur vegna stólakaupa.
Héraðsnend Suðurprófastdæmis hefur styrkt Selfosskirkju um 400.000 til stólakaupa. Sóknarnefnd þakkar fyrir þennan styrk. Búið er að fá  tilboð hjá Pennanum, Fastus og Stálsmiðjunni í 100 stóla.  Skoða á betur hvað stóla á að kaupa og á næsta fundi verður tekin endanleg ákvörðun.

3.  Starfið framundan.
Guðbjörg sagði frá landsmóti æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem haldið var um liðna helgi og vill þakka Jóhönnu Ýr sérstaklega fyrir hennar þátt. Góð þátttaka var á landsmótinu.  Vetrarstarfið fer vel af stað.

4.  Önnur mál.
Leita þarf eftir aðilum til að sjá um slátt og umhirðu á garði og umhverfi kirkjunnar næsta sumar.  Ákveðið var að kirkjuvörður skuli skoða málið, td. auglýsa eftir fólki og ath hjá sveitafélaginu hvort hægt sé að fá unglingavinnuna í verkið.

Beiðni kom frá Jóhönnu Ýr um að fá styrk fyrir æskulíðfélaga skipti – leiðtogar Ísland/Þýskaland, sóknarnefnd tók vel í þetta.

Bréf hefur borist frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að sóknarnefndin þurfi að tilnefna fulltrúa og varmann í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar. Björn ætlar að ath málið.

Múrþjónusta Helga ætlar að taka að sér að laga það sem féll fyrir utan tilboð td. tröppur.

5.  Fundargerð upplesin.

6.  Fundi slitið. Kl 19:00

 

  1. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 26. sept. 2017. kl. 17.30 Mætt voru, Þórður Grétar Árnason, Fjóla Kristinsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Björgvin Ingimarsson, Gunnþór Gíslason, Hjörtur Þórarinnsson, Petra Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir
    Dagskrá1.  Fundur settur.
    Þórður setti fundinn í forföllum Björns Inga2.  Flygill + fjáröflun.
    Jóhann er á fullu í fjáröflun, búin að semja bréf sem hann ætlar senda á hinar ýmsu nefndir. Ágóði af aðventutónleikunum mun allur renna í kaupin á flyglinum.

    3.  Kirkjufréttir.
    Sr. Guðbjörg og Björn Ingi sjá um að skrifa, áætlað að gefa út fyrir aðventuna

    4.  Önnur mál.
    Ræddum kostnað sem leggst á kirkjuna vegna útfara annarra en sóknarbarna.
    Ræddum um lagfæringu á skiltum sem ekki eru eins og upphaflega var ákveðið í minningarreit kirkjugarðsins.  Lagt til að formaður og varformaður taki að sér að ganga í málið.
    Kosning vígslubiskups rædd sem fer fram 28. sept til 9. okt.
    Sr. Guðbjörg sagði frá því að ákveðið hefur verið að ekki verði messa í Selfosskirkju á jóladag í ár en messur verða í hinum kirkjum prestakallsins.  Tvær á jóladag, önnur í Hraungerðiskirkju og hin í Laugardælum.  Á annan dag jóla er messa í Villingholti og á Ljósheimum.  Messum í prestkallinu mun ekki með þessu fækka heldur þjóna breiðari hópin innan prestakallsins.

    5.  Fundargerð upp lesin.

    6. Fundi slitið.  Kl. 18:40

Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 22. ágúst. 2017. kl. 17.30    

Mætt voru, Björn Ingi Gíslason, Fjóla Kristinsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Páll Ingimarsson, Gunnþór Gíslason,  Þórður Árnason, Guðmundur Búason, og Guðrún Tryggvadóttir
1.  Fundur settur.
Björn setti fundinn
2.  Staða fræmkvæmda og fjárfestinga.
Farið yfir hvað búið er að gera. Hörður málari hefur óskað eftir því að haldinn verði verkfundur sem Guðmundur ætlar að hafa umsjón með. Skipta þarf um einhverjar rennur og samhliða því setja upp snjógildrur sem Þórður ætlar að gera.  Málarinn hefur verið beðinn um að bera á hurðirnar.  Þórður ætlar að setja upp paniklæsingu á nokkrar hurðir í kirkjunni. 
Búið er að fá tilboð í uppþvottavél frá Fastus og Þröstur í ÞH blikk er búinn að gera útfærslu og tilboð á blikborðum báðum megin við uppþvottavélina og verður þetta gert á næstu dögum.  Rætt að sækja um til Héraðssjóðs Suðurprófastdæmis um kaup á nýjum stólum því kirkjan er oft notuð fyrir stórar jarðarfarir.  
Komin er þörf á að slípa og lakka ( olíubera) gólfið á safnaðarheimilinu.  Fela á kirkjuverði að fá tölu í verkið.  
Búið er að fá tilboð í nýjan flygil hjá Hljóðfærahúsinu upp á upp á 4.950.000.  Til stendur að hafa vígslu og fjáröflunartónleika fyrir fjáröflun á flyglinum en kaupin voru bráðnauðsynleg.
Valdimar Friðriksson er búin að smíða snúningsdisk fyrir líkkistur en eftir á að sauma ábreiðu yfir.
Vinna við uppsetningu skjávarpa í safnaðarheimilið gengur vel.
3.  Samstöðufundur 31. ágúst.
Á fundinn verða allir boðaðir sem vinna við kirkjuna ásamt aðal og varamönnum í  sóknarnefnd.
4. Önnur mál.
 Þórður kom með ábendingu um að betur mætti fara þegar gömul leiði eru löguð.
5.  Fundargerð upplesin
6.  Fundi slitið kl. 19:10.

 

Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn miðvikudaginn 23. maí. 2017. kl. 17.30

Mætt voru: Þórður Árnason, Guðmundur Búason, Fjóla Kristinsdóttir, Petra Sigurðardóttir, Guðný Ingvarsdóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

Dagskrá.

  1. Fundur settur. Þórður setti fundinn en hann stýrir fundi í forföllum Björns Inga
  2. Heimsókn í Hruna. Ætlum að fara í heimsókn til Óskars í Hruna 31. maí.  Stefnum á að leggja af stað kl. 17:30.
  3. Skipa fólk í vinnuhóp Ninna Sif er til í að leiða hópinn, Fjóla og Guðrún ætla að vera með henni.  Mun hópurinn kanna möguleika og áhuga fyrir því að stofnað verði Vina- eða safnaðarfélag sem myndi halda utan um ýmislegt sem Kvenfélag kirkjunnar hafði áður umsjón með.
  4. Önnur mál. Kaup á nýjum flygli.  Edit hefur verið beðin um að kanna hvað nýr kostar.  Ekki er til í sjóði nóg fyrir nýju hljóðfæri og því þarf í haust að biðla til fyrirtækja og félagsamtaka ofl. Merkingar í minningarreitnum. Sammþykkt var fyrir nokkru að fela kirkjuverði að gangast í að laga platta sem ekki eru í samræmi við þær reglur sem settar voru í upphafi.  Guðbjörg ætlar að ræða við Guðnýju. Uppþvottavél í eldhúsinu. Uppþvottavélin er orðin léleg og eitthvað farin að skemma út frá sér.  Guðmundur ætlar að skoða verð á nýrri vél og ath með hugmyndir að vinnuaðstöðu og Þórður er svo til í að vinna að breytingunum. Kynning á safnaðarstarfi og samvera. Ákveðið að hafa hittinginn 1. september kl 17:00 fyrir sókanarnefnd, varamenn og starfsfólk kirkjunnar Fundargerð lesin upp. Fundi slitið kl. 18:30

 

Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á Baðstofulofti safnaðarheimilis Selfosskirkju miðvikudaginn 24. apríl 2017.

Mætt voru, Björn Ingi Gíslason, Fjóla Kristinsdóttir, Gunnþór Gíslason, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðný Ingvarsdóttir, Petra Sigurðardóttir, Páll Ingimarsson, Guðmundur Búason, Guðný Sigurðardóttir kirkjuvörður, Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir

  1. Fundur settur kl. 17:30.

Björn setti fundinn. Guðrún las fundargerð síðasta fundar

  1. Fyrirhugaðar framkvæmdir.

Múrarar gera ráð fyrir að vera búnir í júli lok og þá taka málarar við.  Eðalmálun Suðurlands bauð í verkið.  Háþrýstiþvo þarf allt húsið og svo mála allt að utan, hús og glugga tilboðið var upp á 5,9 m. og inni í því efni og vinna.  Samþykkt var að ganga að tilboðinu og Guðmundi og Þórði falið að ganga frá þeim samningi. 

Ath þarf drenlögnina ármegin við kirkjuna, Guðný kirkjuvörður ætlar að tala við Guðmund B. Sigurðsson og fá hann til að skoða þetta.

Framkvæmdum við þakið verður frestað.     

  1. Vinnureglur sóknarnefndar.

Sr. Ninna lagði fram endurskoðaðar vinnureglur, töluverð umræða var og niðurstaðan var að fá lögfræðing Þjóðkirkjunnar til að funda með okkur.

  1. Önnur mál.
  2. Kaffið á páskadag. Formaður færði þakkir til þeirra sem sáu um kaffið á páskadagsmorgun
  3. Uppþvottavél Vélin er orðin lúin en ekki er fjárveiting til að endurnýja hana því þá þarf að ráðast í miklar framkvæmdir.
  4. Brunavarnir. Búið er að sækja um frest til haustsins til að klára það.
  5. Bréf frá Edit Málið rætt og ákveðið að taka á málinu
  6. Námskeið fyrir meðhjálpara og kirkjuvörð Áhugi er að fara, samþykkt
  7. Námskeið fyrir presta og æskulýðsfulltrúa í lok ágúst Samþykkt
  8. Tilboð í viðgerð á flygli 800 þús. kostar að gera við það sem þarf að laga með varahlutum og vinnu. Ákveðið var notast við flygilinn  eins og hann er þangað til fjárfest verður í nýjum.  Skoða þarf  ýmsa hluti varðandi kostnað og hvað er búið að safna í sjóð fyrir næsta fund.
  9. Námskeið fyrir börn í 2 -4 bekk Til kynningar á kórastarfi.  Samþykkt að kosta þetta, kr. 40.000
  10. Ræstingar. Rætt var um fyrirkomulag ræstinga í kirkjunni
  11. Reykingar. Rætt var um að búa til skilti em bendir á að reykingar séu bannaðar við húsið og á lóð kirkjunnar samkvæmt lögum.

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

 

Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju miðvikudaginn 29. mars 2017.

Mætt voru, Björn Ingi Gíslason, Þórður G. Árnason, Fjóla Kristinsdóttir, Hjörtur Þórarinson, Gunnþór Gíslason, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðný Ingvarsdóttir,Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir 

  1. Fundur settur kl. 17:30. Björn býður fólk velkomið.
  2. Verkaskipting stjórnar. Björn Ingi Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Guðrún Tryggvadóttir ritari, 1. Varaformaður Þórður G. Árnason 2.      Varaformaður Fjóla Kristinsdóttir 3.      Varaformaður Páll Ingimarsson Varamenn voru dregnir í þessari röð 1.      Páll Ingimarsson 2.      Hjörtur Þórarinsson 3.      Eyjólfur Sturlaugsson 4.      Sigurður Sigurjónsson 5.      Sigríður Bergsveinsdóttir 6.      Sigurður Jónsson 7.      Örn Grétarsson 8.      Erla Rún Kistjánsdóttir 9.      Margrét Óskardóttir

 Safnaðarfulltrúi verður Þórður Árnason      

  1. Hlutverk sóknarnefndar.

Björn fór yfir helstu atriði.

  1. Önnur mál.
  2. Héraðsfundur. Ninna Sif, Þórður og Gunnþór fóru á fundinn.  Ninna Sif sagði frá því sem rætt var og voru fundarmenn ánægðir með fundinn. b. Nýjar vinnureglur fyrir Selfosskirkju Kynntar voru nýjar vinnureglur sem prestarnir hafa farið yfir og lagað. Aðeins þarf að laga orðalag og ákveðið var að fresta athvæðagreiðslu til næsta fundar. c.       Hugmynd að stofnun Vinafélgs Selfosskirkju. Ákveðið var að fara í það að finna fólk til að undirbúa verkefnið d.      Bréf frá Edit Málið rætt og ákveðið að taka á málinu e.       Málninga vinna Aðeins eitt tilboð barst í málun á kirkjunni að utan.  Þórður og Guðmundur ætla að ræða við tilboðsgjafa. f.        Uppfærsla á heimasíðunni um nýja sóknarnefnd g.      Kirkjufréttir Komnar úr prentun og farnar í dreifingu. h.      Sóknarnefnd færði þremur einstaklingum gjafir á árshátið kirkjukórsins, Guðbjörg sóknarprestur varð fertug 2016, Eygló Gunnarsdóttur fyrir stórf í kirkjunni og Hjörtur Þórarinnsson varð níræður í byrjun árs.

 Fundi slitið kl. 19:30. Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

 

Fundargerð

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar fyrir árið 2016

Haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju 5. mars 2017 kl. 12:30

Dagskrá:

  1. Fundur settur af formanni. Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar setti fundinn.
  2. Starfsmenn fundarins skipaðir. Björn tilnefndi starfsmenn fundarins, fundarstjóra og fundarritara og var það samþykkt samhljóða.

2.1.    Fundarstjóri var kjörinn Valdimar Bragason.

2.2.    Fundarritari var kjörinn Jóhann Snorri Bjarnason.

  1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri síðasta árs:

3.1.    Björn Ingi Gíslason formaður flutti skýrslu sóknarnefndar fyrir árið 2016 og gerði þar grein fyrir starfi nefndarinnar.  Verkaskipting stjórnar var þannig:  Björn Ingi Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Ragna Gunnarsdóttir ritari, Þórður Árnason 1. varaformaður, Margrét Sverrisdóttir 2. varaformaður.  Meðstjórnendur voru þau: Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Gunnþór Gíslason, Þórður Stefánsson og Jóhann Snorri Bjarnason.  Í varastjórn sátu í þessari röð: Hjörtur Þórarinsson, Páll B. Ingimarsson, Sigurður Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Erla Rún Kristjánsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Örn Grétarsson, Sigríður Bergsteinsdóttir og Margrét Óskarsdóttir.  Hjörtur Þórarinsson sat sem aðalfulltrúi árið 2016 í fjarveru Þórðar Stefánssonar. Stjórnarfundir sóknarnefndar voru 8 en nefndin hélt einnig nokkra aukafundi.

Haldið var upp á afmæli kirkjunnar með afmælisviku 13. – 20. mars. Í afmælisvikunni var einnig haldið upp á 70 ára afmæli kirkjukórsins, 50 ára afmæli kvenfélags kirkjunnar auk 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar.  Ætla má að um 1.500 manns hafi sótt hina ýmsu viðburði í afmælisvikunni. Skipuð var afmælisnefnd.  Í nefndinni sátu:  Björn Ingi Gíslason og Hjörtur Þórarinsson fyrir sóknarnefnd.  Eygló Gunnarsdóttir og Guðbjörg Ólafsdóttir fyrir kennfélagið. Jóhann Snorri Bjarnason og Ollý Smáradóttir fyrir kirkjukórinn.  Að auki komu  allir starfsmenn kirkjunnar að undirbúningi og framkvæmd afmælisins.  Í tilefni afmælis bárust kirkjunni góðar gjafir og styrkir.  Landsbankinn, Íslandsbanki, Héraðssjóður, MS, Nói Síríus, Sjóvá, VíS, og Karl úrsmiður lögðu til fé eða gáfu vörur og vinnu.  Oddfellowstúkan Þóra gaf hjartastuðtæki og árgangur 1946 gaf snúningsdisk fyrir kistur. Þá smíðaði Ingimundur Marelsson skýli fyrir sorptunnur kirkjunnar.  Kirkjukórinn gaf rafmagnspíanó og lítið söngkerfi.

Eldur kom upp í Selfosskirkju 5. febrúar. Betur fór en á horfðist og varð ekki varanlegt tjón af.  Í kjölfarið voru gerðar úrbætur á brunavörnum og meðal annars sett upp bruna- og öryggiskerfi.  Unnið verður áfram að brunavörnum og öryggismálum í samráði við Brunavarnir Árnessýslu.

Kvenfélag Selfosskirkju var lagt niður á fundi 27. september 2016.  Stjórnin ráðstafaði í kjölfarið eigum félagsins sem voru all nokkrar.  Kirkjunni var afhent allt innanstokks í eldhúsi.  Einnig deildi kvenfélagið út fjárupphæð sem skiptist svo: Æskulýðsfélagið, unglingakórinn og sóknarnefnd fengu 1 milljón kr. hver. Sjóðurinn góði fékk 2 milljónir kr.  Kvenfélaginu voru færðar sérstakar þakkir fyrir þessar rausnarlegu gjafir og all sitt góða starf undanfarin 50 ár.

Gerðar voru löngu tímabærar lagfæringar á hljóðkerfi kirkjunnar.  Lionsfélagar á Selfossi gáfu skjávarpa.  Sóknarnefnd færði kirkjukórnum að gjöf nýjar kórmöppur fyrir kórfélaga.  Þá var útbúin handbók fyrir sóknarnefndarfólk.

Kirkjufréttir eru gefnar út tvisvar á ári og borin í öll hús. Þetta var í níunda sinn sem það er gert.  Sóknarnefnd samþykkti nýtt útleiguform fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið og gerði í kjölfarið samstarfssamning við Hugrúnu Helgadóttir um rekstur og umsjón með safnaðarheimilinu og eldhúsnu.

Að venju bauð sóknarnefnd til kirkjukaffis að lokinni morgunmessu á páskadag þar sem 85 manns mættu.

Guðbjörg Arnardóttir og Þórður Árnason fóru sem fulltrúar Selfsosssóknar á héraðsfund suðurprófastsdæmis.  Fundurinn var haldi á Hornafirði 9. apríl.  Þar er farið yfir rekstur sókna og ýmis önnur mál er varða sóknarnefndir.

Meðhjálpararnir Sólrún Guðjónsdóttir og Magnús Jónsson sem starfað hafa lengi við Selfosskirkju létu af störfum á árinu.  Nýr meðhjálpari, Rebekka Kristinsdóttir er komin til starfa og var hún boðin velkomin.

Sú breyting hefur orðið að valnefnd hefur verið lögð af en kjörnefnd tekið við.  Í valnefnd sátu 9 fulltrúar frá Selfosssókn en verður fjölgað í 14 með tilkomu nýju nefndarinnar.  Hlutverk kjörstjórnar er að kjósa prest, vígslubiskup og fulltrúa á kirkjuþing.

Til stendur að fara í viðgerðir á múrhúð og mála kirkjuna að utan sumarið 2017.

Að lokum þakkaði Björn Ingi Gíslason fyrir hönd sóknarnefndar öllum sem hafa lagt sig fram um að efla og bæta starf kirkjunnar.  Við getum verið ánægð með starfið og þátttöku fólks.

3.2.    Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur flutti skýrslu prestanna og fór yfir starfið. Öflugt starf er í Selfosskirkju og er einhver starfsemi er í kirkjunni alla daga vikunnar.

Á mánudögum er kyrrðarstund sem Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson sjá um. Hópur kvenna sem kallar sig Vinarvoðir kemur saman á baðstofuloftinu á þriðjudögum og prjónar trefla og sjöl fyrir prestana að gefa við húsvitjanir.  Þá er æskulýðsfélagið einnig með sínar samkomur á þriðjudagskvöldum.

Á miðvikudögum sér Hugrún Helgadóttir um tólfsporin. Þessu fólki eru færðar þakkir fyrir all sitt góða starf.

Í október var Axel Árnason Njarðvík með biblíuleshóp og í maí og nóvember voru sorgarhópar.  Í ágúst hófst svo fermingarfræðslan með þriggja daga fermingarnámskeiði.

Í fyrsta skipti var farið var með fermingarbörnin í Vatnaskóg, sem gafst mjög vel.  Mikilvægt er að vanda til verka í fermingarfræðslunni því sú spurning verður æ áleitnari hjá unglingum hvort þau vilji fermast og af hverju. Yfir veturinn eru svo reglulegar samverustundir með fermingarbörnum auk funda með aðstandendum.  Í nóvember söfnuðu fermingarbörnin fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Í haust og aftur í janúar voru prestarnir með sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur, sem gekk mjög vel. Þetta er langt því frá tæmandi upptalning því auk þessa eru heimsóknir af ýmsu tagi og húsvitjanir.

Alla jafna er messa með altarisgöngu alla sunnudaga klukkan 11.  Þó er brugðið út af þessu einn sunnudag í mánuði yfir veturinn með fjölskyldu- eða þemamessu.  Kvöldmessur eru einnig reglulega yfir veturinn.  Þessar messur eru vel sóttar einkum ef þekkt nöfn eru fengin til að annast tónlistarflutning.  Þessu fylgir óneitanlega kostnaður fyrir sóknina sem þó er talinn fyllilega þess virði.  Með þessum messum nær kirkjan til breiðari hóps fólks í sókninni.

Guðbjörg nefndi að mikill missir væri fyrir kirkjuna að kvenfélagið skildi lagt niður.  Hún nefndi þann möguleika að stofna vinafélag Selfosskirkju í staðin. Einhverjar konur ú kvenfélaginu hafa tekið sig til og staðið fyrir súpu eftir messu á sunnudögum.  Þessu stýrir Hugrún Helgadóttir ásamt fleirum og var þeim þakkað sérstaklega fyrir sitt mikilvæga framlag. Athafnir: Messur og fjölskylduguðþónustur          67           Messugestir       7.044 Tíðasöngur                                                      184         Samtals mætt    2.868 Sunnudagaskóli                                             22           Samtals mætt    632 Útfarir skr. í prestþjónustubók                 39 Skírnir skr. í prestþjónustubók                 73 Hjónavígslur skr. í prestþjónustubók    29 Fermingarbörn                                                              84

Að lokum þakkaði Guðbjörg öllu samstarfsfólki og sóknarnefnd fyrir gott samstarf og sagði góðan og hlýjan anda ríkja í þessum hópi.

3.3.    Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir æskuklýðsfulltrúi kirkjunnar fór yfir starfið síðasta ár. Sunnudagaskóli er samhliða messu á sunnudögum yfir veturinn.  Mæting er ágæt eða allt að fjörtíu börn í hvert sinn.  Þá sagði Jóhanna það kennsluefniefni sem notað er í sunnudagaskólanum, sem gefið er út af biskupsstofu mjög gott. Kirkjuskóli er í báðum grunnskólum Selfoss. Á þriðjudögum í Sunnulækjarskóla og fimmtudögum í Vallaskóla.  Anna Rut hefur starfað með Jóhönnu sem sjálfboðaliði og er það mjög gott fyrirkomulag. Um fjörtíu börn sækja kirkjuskólann. Tíu til tólfára starf (TTT) er á miðvikudögum og fer aðsókn vaxandi.

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir hittast og í kirkjunni öll þriðjudagskvöld.  Fastir liðir félagsins eru Jól í skókassa, biblíumaraþon og landsmót.  Næsta landsmót æskulýðsfélaga verður haldið á Selfossi.  Þá var farið á mót í Vatnaskóg.

Á miðvikudögum eru foreldramorgnar.  Þar koma saman foreldrar og drekka kaffi og hlíða á fræðsluerindi eða spjalla saman.  Aðsókn er góð og fer vaxandi.

Nokkrir félagar æskulýðsfélagsins hafa sótt farskóla leiðtogaefna.  Núna eru þrír við nám í skólanum.  Leiðtogarnir eru mikill mannauður og starfið væri dauflegt á þeirra.

Á aðventunni heimsækja 1. – 4. bekkingar kirkjuna.  Báðir grunnskólar bæjarins nýttu sér þetta.  Tekið er á móti börnunum og flutt stutt erindi.  Þá er sungið og jólaguðspjallið flutt með nýju sniði eða frumsömdu leikriti eftir sóknarprestinn.  Að lokum þakkaði Jóhanna kvenfélaginu fyrir styrkinn sem kemur til með nýtast mjög vel.

3.4.     Edit Anna Molnár tónlistarstjóri kirkjunnar og organisti fór yfir starf kóranna.

Í barnakórnum æfa tuttugu börn að staðaldri.  Kórinn syngur reglulega í fjölskyldumessum í kirkjunni og einnig við sérstök tækifæri víða um bæinn samkvæmt samstarfssamningi við Árborg. Kórinn syngur reglulega á Ljósaheimum og Fossheimum. Í desember var settur upp  helgileikur og þá komu þau fram með Syngjandi konum ásamt Kristjönu Stefánsdóttur nú í febrúar.  Nú er kórinn að undirbúa vortónleikana sína sem verða í apríl.

Unglingakór Selfosskirkju hefur starfað með hefðbundnu sniði síðasta ár.  Kórinn kom fram hélt sína vortónleika 1. maí ásamt kirkjukórnum. Þá tók kórinn þátt í Syngjandi konur verkefninu.  Í lok apríl fór kórinn í vel heppnaða söngferð ferð til Prag. Félagar í Unglingakór Selfosskirkju eru 26 félagar.

Síðasta ár var 70 ára afmælisár kirkjukórsins og einkenndi það starfið að mestu.  Haldnir voru afmælistónleikar 19. mars þar sem boðið var kórum nágrannasókna og varð það upphafið að auknu samstarfi kóranna í nágrenninu. Kirkjukórinn söng í 52 messum og við 32 jarðarfarir.

Fjöldi tónlistarfólks, söngvarar og hljóðfæraleikarar komu fram með kórnum á árinu við ýmis tækifæri. Konur í kirkjukórnum tóku þátt í Syngjandi konur nú í febrúar. Kórinn söng útvarpsmessu í Skálholti og árstíð Jóns Arasonar. Á uppstigningardag, degi eldri borgara, söng Hörpukórinn við messu.  Ætlunin er að það verði árvisst. Þá söng Karlakór Hreppamanna við messu á konudaginn.  Að lokum þakkaði Edit gott samstarf við presta og annað starfsfólk kirkjunnar.

Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs.

Guðmundur Búason lagði fram og kynnti reikninga fyrir sóknina, nefndir og kirkjugarð. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

Helstu tölur úr reikningum ársins 2016 eru þessar:

Rekstrarreikningur

 

Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
58.962.189 53.331.652 6.113.870
Efnahagsreikningur

 

Fastafjármunir Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
377.450.000 25.372.485 413.414.145
Hjálparsjóður Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
161.366 450.000 -176.442
Rekstrarreikningur

Kirkjugarður

Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
10.835.598 11.444.593 -300.322
Efnahagsreikningur

Kirkjugarður

Eigið fé Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
9.347.272 11.443.534 11.443.534

 

  1. Starfsemi hérðasnefndar og hérðasfunda.

Þórður Árnason og Guðbjörg Arnardóttir sátu fund hérðasnefndar og fluttu þau  skýrslu af fundinum.  Farið var yfir reikninga héraðssjóðs en í hann er greitt samkvæmt stærð sókna.  Einnig voru fluttar skýrslur sókna og kynntar tölulegar upplýsingar um fækkun í þjóðkirkjunni, sem er áhyggjuefni.  Fram kom, að mikill vandi er víða við rekstur minni sókna.  Næsti fundur hérðasnefndar verðu 25. mars.

  1. Ákvörðun um framkvæmdir, framtíðarskuldbindingar. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Guðmundur Búason, gjaldkeri sóknarnefndar fór yfir fjárhagsáætlun 2017.  All nokkrar framkvæmdir eru fyrirhugaðar og ber þar hæst viðgerð á kirkjunni þar sem gert er ráð fyrir 9 milj. Kr.  Reiknað er með að rekstrarkostnaður hækki almennt um 5%.  Áætlunin var samþykkt samhljóða.

  1. Kosning sóknarnefndar- og varamanna til 4ra ára.

Eftirtaldir aðilar hafa lokið 4ra ára setu sem aðalfulltrúar í sóknarnefnd: Þórður Stefánsson, Ragna Gunnarsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Jóhann Snorri Bjarnason. Þórður, Ragna og Margrét gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sóknarnefnd.

Björn Ingi Gíslason flutti tillögu stjórnar að fólki til kjörs í sóknarnefnd til næstu 4ra ára: Jóhann Snorri Bjarnason, Guðrún Tryggvadóttir, Fjóla Kristinsdóttir og Petra Sigurðardóttir.  Að auki kom fram á fundinum um Eyjólfi Sturlaugsson.  Gengið var til atkvæðagreiðslu sem fór þannig fram að úthlutað var miðum til fundarmanna sem þeir áttu að rita á fjögur nöfn.

Atkvæði féllu þannig: Fjóla Kristinsdóttir                  26 atkvæði Jóhann Snorri Bjarnason      25 atkvæði Petra Sigurðardóttir                              23 atkvæði Guðrún Tryggvadóttir            22 atkvæði Eyjólfur Sturlaugsson             10 atkvæði Tuttugu og níu greiddu athvæði.  Einn seðill var auður.

Sóknarnefnd Selfosssóknar er því þannig skipuð:

Björn Ingi Gíslason Guðmundur Búason Gunnþór Gíslason Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir Þórður Árnason Fjóla Kristinsdóttir Petra Sigurðardóttir Guðrún Tryggvadóttir Jóhann Snorri Bjarnason

Fjórir varamenn hafa lokið 4ra ára setu:  Hjörtur Þórarinsson, Sigurður Sigurjónsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir og Örn Grétarsson.  Að auki þurfti að kjós varamann fyrir Guðrúnu Tryggvadóttir sem fluttist á aðalstjórn. Gerð var eftirfarandi tillaga:  Örn Grétarsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Hjörtur Þórarinsson og Sigurður Sigurjónsson.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Varamenn í sóknarnends Selfosssóknar eru þá:

Hjörtur Þórarinsson Páll B Ingimarsson Sigurður Jónsson Sigurður Sigurjónsson Erla Rúna Kristjánsdóttir Eyjólfur Sturlaugsson Örn Grétarsson Sigríður Bergsteinsdóttir Margrét Óskarsdóttir 

  1. Kosning tvegga skoðunarmann og tveggja til vara. Skoðunarmenn reikninga voru: Kristín Pétursdóttir og Guðmundur Theódórsson. Til vara: Halldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.

Þau gáfu öll kost á sér áfram og voru kosin einróma til næsta árs.

  1. Kosning í aðrar nefndir og ráð. Vegna breytinga sem gerðar voru á fyrirkomulagi á vali til embætta innan kirkjunnar varð að kjósa 14 fulltrúa í kjörstjórn og 6 til vara. Eftirfarandi tillaga var lögð fram og samþykkt einróma:

Margrét Sverrisdóttir Guðmundur Búason Sigrún Magnúsdóttir Torfi G Sigurðsson Eysteinn Jónasson Ragna Gunnarsdóttir Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir Björn Ingi Gíslason Kristín Vilhjálmsdóttir Þórður G Árnason Gunnþór Gíslason Guðrún Tryggvadóttir Margrét Óskarsdóttir Valdimar Bragason

Til vara: Páll B Ingimarsson Þórður Stefánsson Vilhjálmur E Eggertsson Ágústa Rúnarsdóttir Örn Grétarsson Jóhann Snorri Bjarnason

  1. Önnur mál. Guðmundur Búason gjaldkeri þakkaði starfsfólki kirkjunnar ráðdeild og góða fjármálastjórn sem er hluti þess að skapa góða fjárhagsstöðu safnaðarins.

Kjartan Björnsson kvað sér hljóðs og greindi frá hugmyndavinnu hjá Árborg er varðar skipulag við árbakkann.  Hluti af því er að fjölga bílastæðum við kirkjuna. Kjartan þakkaði prestum og sóknarnefnd fyrir gott og öflugt kirkjustarf.  Þá lýsti hann áhyggjum af fækkun fólks í þjóðkirkjunni.

Valdimar Bragason las minnismiða sem hann fann í kirkjunni þar sem fram kom fyrsti sálmurinn sem sunginn var í Selfosskirkju.

  1. Fundi slitið. Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar sleit fundi um klukkan 14:30.

JSB

 

Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 14. febrúar 2017

  1. Fundur settur kl 17:30. Björn býður fólk velkomið. Fundi flýtt vegna aðalfundar.
  2. Umræða um væntanlegt stjórnarkjör (4). Fjórir aðalmenn í sóknarnefnd hafa lokið kjörtímabili sínu. Það er Ragna Gunnarsdóttir, Þórður Stefánsson, Jóhann Bjarnason og Margrét Sverrisdóttir. Ragna, Margrét og Þórður hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Jóhann er tilbúinn til áframhaldandi setu sé krafta hans óskað. Í varastjórn hafa fjórir lokið kjörtímabili sínu, Hjörtur Þórarinsson, Sigurður Sigurjónsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir og Örn Grétarsson (kom inn sem varamaður fyrir Þórð G. Árnason). Ekki liggur fyrir hverjir gefa kost á sér til áframhaldandi setu þar, en verður það skoðað.
  3. Hugmyndir að fólki í kjörnefnd (14) Frá Sóknarnefnd Selfosskirkju eiga að vera 14 aðilar, nú þegar eru í kjörnefnd, Guðmundur Búason, Kristín Vilhjálmsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Björn Ingi Gíslason, Margrét Sverrisdóttir og Guðmundur Torfi Sigurðsson. Varamenn voru Garðar Einarsson, Ragna Gunnarsdóttir, Eysteinn Jónason og Guðný Ingvarsdóttir.
  4. Önnur mál
  • Lionsklúbbur Selfoss býðst til að styrkja Selfosskirkju um 500.000 til kaupa á skjávarpa í safnaðarheimili. Verður það til mikilla bóta fyrir kirkjustarfið.
  • Laga þarf að beiðni biskupsstofu upplýsingar á heimasíðunni og uppfæra upplýsingar um sóknarnefnd. Einnig þarf að uppfæra upplýsingar á vef kirkjunnar.
  • Steinþór Haraldsson, Skagaströnd hafði samband vegna áhuga á stofnun Sambands sókna. Hann hafði áður komið þessari hugmynd í loftið á Kirkjuþingi þar sem þessi hugmynd var samþykkt. Hann vill efla samstarf sóknarnefnda um landið, þannig að þær geti betur haft áhrif.
  • Búa þarf til auglýsingu vegna tilboðs í málningavinnuna á kirkjunni.
  • Bæta þarf sandi í kirkjugarðinn til að hefta vatn. Fá Odd Hermannsson til að yfirfara málið.
  • Gunnþór bendir á að það breyti öllu að setja sand þar sem vatn er mikið í garðinum, það sé komin reynsla á það.
  • Guðmundur fer yfir greiðslur til kirkjukórsins. Síðast voru greiðslur hækkaðar 2012 í 2.000.000. Skv vísitöluútreikningi ætti þetta að vera í 2.700.000 fyrir 2017. Kirkjukórsfólk gengur af fundi meðan málið er rætt. Allir sammála um að ganga að þessum óskum kórsins.
  • Þórður þakkar frábæra messu á sl sunnudagskvöld, þar sem bæði prestur og tónlistarflutningur var skemmtilegur og til sóma.
  • Boðað er til kynningarfundar um frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga nk fimmtudag í Safnaðarheimili Selfosskirkju.
  • Enn eru uppi skilti í minningarreit sem voru sett upp án leyfis og hafa annað útlit en lagt var upp með. Þarf að hnykkja á því máli við kirkjuvörð.
  • Þórður er búin að fá tilboð í rennur og snjógildrur. Hljóðar það upp á 160.000 efni og vinna. Er samþykkt að setja það í gang.
  • Ragna og Margrét þakka samstarfið og ánægjuleg kynni.
  • Björn þakkar þeim sem hafa lokið störfum góð störf.
  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 18:50

 

Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Jóhann Bjarnason,           Gunnþór Gíslason, Þórður G. Árnason, Guðný Ingvarsdóttir,  Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Margrét Sverrisdóttir

 

Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 24. Janúar 2017

  1. Fundur settur kl 17:30.
  2. Ninna biður um orðið og færir kærar þakkir frá Eygló djákna vegna styrks sem Eygló fékk vegna ferðar til Finnlands á norrænt djáknaþing. Færir hún sóknarnefnd konfekt að því tilefni.
  3. Jóhanna Ýr segir frá því að til stendur að fá Ebbu Guðnýju til að vera með fyrirlestur á foreldramorgni í kirkjunni í fyrramálið. Jóhanna biður um styrk frá Sóknarnefnd til að greiða niður kostnað við fyrirlesturinn. Sóknarnefnd samþykkir að hver þáttakandi greiði 1.000 kr og sóknarnefnd borgi það sem upp á vantar til að greiða Ebbu Guðnýju.

Einnig hefur Jóhanna áhuga á að fá að auglýsa TTT og unglingastarfið. Hugmynd að senda bréf á foreldra barna 10-12 ára             og unglingana til að kynna starf kirkjunnar. Jóhanna vék af fundi.

  1. Hugmyndir að framkvæmdum 2017. Búið var að leita tilboða snemma árs vegna viðgerða á ytra byrði kirkjunnar. Þórður búinn að fá staðfestingu á að tilboðið standi. Taka þarf ákvörðun um hvort eigi að fara í verkið í sumar. Guðmundur telur ljóst að það þarf að fara í viðgerð. En spyr um útlit kirkjunnar á eftir. Tryggt þarf að vera að það sé lagað sem þarf að laga. Samþykkt að taka tilboði frá Múrþjónustu Helga Þ. og verkið verði framkvæmt í sumar.

Í framhaldi af múrviðgerðum þarf að mála þarf veggi kirkjunnar. Ákveðið að senda málningaverktökum ósk um tilboð í                  málningu í sumar á útveggjum. Þórður, Guðmundur og Guðný kirkjuvörður taka málið að sér.

Guðný tilkynnir að setja þurfi snjógildrur og rennur, það vantar ljós í forstofuna þar sem þau sem fyrir eru, eru orðin léleg. Er          búin að fá tilboð frá Árvirkjanum í ný ljós. Er einnig búin að fá áætlun um verð á málun í forstofu ef skipt verður um ljós.                Samþykkt að laga þetta.

Með vorinu þarf að fara í lagfæringar á nýja garðinum og hækka hann upp. Þarf að skoða hvernig garðvinnu verður sinnt í            sumar. Athuga þarf með garðaþjónustu, hvort hún sé til staðar og hver kostnaðurinn væri. Guðný kirkjuvörður víkur af fundi.

Áfram unnið að lagfæringum varðandi brunavarnir, búið að forgangsraða og unnið verður eftir því plaggi.

  1. Ákvörðun tekin um Aðalsafnaðarfund. Ákveðið hefur verið að halda Aðalsafnaðarfund 5. mars að lokinni messu. Ljóst er að þarf að kjósa um 4 fulltrúa í sóknarnefnd.

Einnig þarf að skipa kjörnefnd sem er samþykkt á aðalsafnaðarfundi.

Reikningar 2016 kynntir. Guðmundur kynnir drög að ársreikningi 2016 og fær þá samþykkta til endurskoðunar.

  1. Önnur mál

-Hjörtur segir frá árlegri fjársöfnun á aðventutónleikum en þar söfnuðust 300.000 kr.

-Sr Guðbjörg spyr um hvernig eigi að snúa sér í innheimtu vegna messuhalds hjá kaþólskum. Stingur hún upp á að sé rukkað         fyrir hverja messu innan ákveðins tímaramma, þannig að það dekki laun kirkjuvarðar og þrif á kirkjunni.  Ákveðið að bjóða             þeim kirkjuna í 2 tíma f. 30.000 kr og svo 10.000 á hvern klukkutíma umfram það.

-Rebekka Kristinsdóttir hefur hafið störf sem meðhjálpari og er boðin velkomin til starfa.

-Árshátíð kirkjukórs Selfosskirkju verður haldin 11. mars nk í Þingborg.

-Jóhann kynnir verkefnið kvennaraddir á Suðurlandi. Í því felst að fá Kristjönu Stefánsdóttur til starfa. En hún er búin að                  útsetja verk fyrir kvenraddir þar sem hún syngur einsöng með kvenakór og rythmasveit.

Búið að bjóða kvenröddum kirkjukórs Hveragerðiskirkju til að vera með kvenröddum kirkjukórs Selfosskirkju, barna og                    unglingakór. Endað verður á tvennum tónleikum 19. og 20. febrúar. Samþykkt að styrkja verkefnið um amk 200.000 kr

-Misvel gengur að innheimta kröfur vegna kórastarfs, fermingarfræðslu og annars starfs. Ákveðið að hringja út og í                          framhaldi að skoða aðrar innheimtuleiðir.

-Gunnþór spyr hvort ekki sé komið að því að kaupa stóla í safnarðarheimilið, þar sem þeir gömlu séu orðnir lúnir. Þetta er              eitthvað sem þarf að skoða, þar sem stólarnir eru orðnir gamlir og skemma gólfið. Gunnþór var búinn að skoða þetta á                  sínum tíma. Tekið til athugunar.

  1. Fundargerð lesin, fundaritari les upp fundargerð
  2. Fundi slitið kl 19:59

Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Hjörtur Þórarinsson,             Jóhann Bjarnason, Þórður G. Árnason, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Sr. Ninna Sif Svavardóttir, Páll B.                   Ingimarsson, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Gunnþór Gíslason