Boðið verður upp á 12 spora starf í Selfosskirkju 2022-2023
Sporafundir verða á mánudögum frá 18:00-20:00.
Fyrsti kynningarfundur verður mánudaginn 12. september, 19. og 26. september verða einnig kynningarundir en eftir það verður starfið lokað og unnið í hópum yrfir veturinn á mánudögum frá 18:00-20:00.
12 sporin – Andlegt ferðalag
Selfosskirkja býður upp á sjálfstyrkingarprógrammið 12. sporin –Andlegt ferðalag.
Vinir í bata, munu leiða starfið og er fyrsti kynningarfundur mánudaginn 12. september og verða vikulegir fundir í vetur á mánudögum frá kl. 18:00-20:00. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir kynningarfundir en eftir þá verður hópunum lokað og ekki hægt að koma inn í starfið eftir það.
Vinir í bata er hópur fólks sem hefur farið sjálft í gegnum prógrammið og tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl og hefur það að markmiði að gefa öðrum kost á því að kynnast þessu prógrammi. Þetta starf hefur gefið mörgum mjög mikið og orðið fólki til blessunar. Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu þar sem leitað er styrks í kristinni trú. Starfið er þáttakendum að kostnaðarlausu.
Frekari upplýsingar veita prestar Selfosskirkju.
Vinir í bata (VIB) eru með heimasíðu, viniribata.is, þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um 12.sporin –Andlegt ferðalag.
Margvíslegt kynningarefni er á heimasíðu Vina í bata:
Vinir í bata er hópur fólks – karla og kvenna – sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl – Vinir í bata (viniribata.is)
Hér má finna nýtt efni, hér er hægt að hlusta á fræðslu um 12 sporin:
Tólf sporin – Andlegt ferðalag – Vinir í bata (viniribata.is)
