Aðalfundur Selfosssóknar 2024

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2024 fyrir starfsárið 2023

Haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju fimmtudaginn         21. mars 2024 kl. 17.00    16 mættu á fundinn.

  1. Fundur settur af formanni.

Björn Ingi Gíslason formaður setti fundinn, hann bar fundarboðið undir fundargesti og var engin athugasemd gerð.

  • Starfsmenn fundarins skipaðir.

Björn Ingi lagði til að Elínborg Gunnarsdóttir yrði fundarstjóri og Guðrún Tryggvadóttur fundaritari.  Ekki komu fram aðrar tillögur og tóku þær til starfa.

  • Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sl. ár.

Formaður sóknarnefndar Björn Ingi Gíslason las sína skýslu

Sr. Guðbjög Arnardóttir fór yfir sína skýslu

Edit A Molnár fór yfir skýslu kórstjóra

Jóhann Snorri  Bjarnason formaður kirkjukórsins bætti aðeins við upplýsingar um kórastafið með sinni skýslu.

Sjöfn Þórarinsdóttir æskulýðsfulltrúi las sína skýslu

   Framangreindar skýrslur fylgja fundargerðinni sem fylgiskjöl.

  • Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs.

Gjaldkeri Guðmundur Búason gerði grein fyrir reikningum.  Reikningarnir voru bornir upp og allir samþykktir samhljóða.   

Selfosskirkja   RekstrarreikningurTekjurGjöldTekjuafgangur
87.310.16360.146.34318.164.820
Efnahagsreikningur  FastafjármunirVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
637.741.66072.628.095710.369.755
Kirkjugarður   RekstrarreikningurTekjurGjöldTekjuafgangur
 15.810.77314.996.776813.997
EfnahagsreikningurEigið féVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
 15.688.56620.193.70220.193.702
Hjálparsjóður SelfosskirkjuTekjurGjöldTekjuafgangur
 419.019310.000109.019
EfnahagsreikningurEigið féVeltufjármunirSkuldir og eigið fé
 3.313.5163.623.5163.623.516
  •  Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfunda.

Björn Ingi formaður sóknarnefndar fór á síðasta héraðsfund sem haldinn var á Klaustri og næsti fundur verður haldinn á Hellu 6. apríl nk.

  • Ákvörðun um framtíðarskuldbindingar og

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

Gjaldkeri Guðmundur Búason fór yfir áætlanir fyrir bæði kirkjuna og kirkjugarðinn.  Helstu útgjöldin eru að það stendur til að mála öll þök á húsnæði kirkjunnar.

Fjárhagsáætlanir voru samþykktir samhljóða.

  • Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara.

Skoðunarmenn voru kosin þau Kristín Pétursdóttir og Sigríður Erlingsdóttir og til vara Krístín Traustadóttir og Guðbjörg Guðjónsdóttir.

  • Kosning í aðrar nefndir og ráð.

Engar kosningar

  • Önnur mál. 

Björn Ingi færði Vilhjálmi E. Eggertssyni þakklætisvott  fyrir gott starf en hann starfði sem meðhjálpari hjá kirkjunni í 10ár en hann lét af störfum á síðasta ári

Vilhjálmi þakkaði fyrir sig.

Björn ræddi afmæli kirkjunnar og kirkjukórsins sem verður 2026.  Kórinn verður 80ára og kirkjan 70 ára.

Fundi slitið kl. 18:25

Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir

Skýrsla sóknarprests:

Aðalsafnaðarfundur í Selfosskirkju haldinn 21. mars

Það væri áhugavert að spyrja fólk sem ekki veltir safnaðarstarfi almennt fyrir sér hvað það haldi að fari fram í kirkjunni.  Margir telja að hér sé ekki mikið um að vera nema á sunnudögum og þegar það eru útfarir eða aðrar kirkjulegar athafnir.  Þó tel ég að við séum öll sem komum að starfinu og sóknarnefnd sömuleiðis dugleg að auglýsa allt það góða starf sem hér fer fram.  Oft skynja ég að fólki finnst gott og vænt um að vita af því að það er unnið gott starf í kirkjunni, umhverfi henni og húsbyggingu vel viðhaldið  og messað er reglulega.  Þó fólkið finni sig ekki í því að mæta þá veit það af kirkjunni sinni, á sínum fallega stað, er stolt af henni og þykir vænt um að þar sé unnið gott starf, um hana ríki sátt og friður og það geti leitað þangað þegar það þarf á því að halda eða langar til.  Allt þetta er okkur öllum dýrmætt.

Hvern þriðjudag kl. 10:00 er starfmannafundur, það er mikilvægt að eiga þennan fund, því oft er hér nóg um að vera í margvíslegum húsakynnum kirkjunnar og mikilvægt að ekki verði árekstrar sem þó er ekki alfarið hægt að koma í veg fyrir.  Það hefur aukist á milli ára að leitað er eftir því að fá rými í kirkjunni fyrir ýmislegt sem ekki flokkast undir safnaðarstarf, meira menningarviðburði, heimsóknir eða móttökur.  Allt er það spennandi og góður hugur en því getur fylgt aukin vinna og iðulega er reynt að óska eftir því að fá aðstöðuna að kostnaðarlausu.  Þá hefur einnig aukist að kirkjan er lánuð fyrir t.d. stærri útfarir fólks sem ekki er búsett í Selfosssókn.  Það er sjálfsagt en sannarlega getur það reynt á þegar rými kirkjunnar eru notuð af öðrum en okkar starfsfólki sem ber ábyrgð á, þekkir og notar sitt rými sem vinnusvæði.

Safnaðarstarf hefur verið með hefðbundnum hætti.  Skýrsla þessi miðast að miklu leyti við líðandi vetur og hér er ekki talið upp það sem fram kemur í skýrslu æskulýðsfulltrúa og organista.  Fyrst skal nefna morgunbænirnar sem eru þrisvar í viku yfir vetrartímann kl. 9:15.  Næst vil ég nefna þriðjudagssamverurnar sem eru annan hvern þriðjudag kl. 14:00.  Við fáum góðan gest í heimsókn, tökum lagið, drekkum kaffi og spjöllum.  Þetta eru skemmtilegar stundir og nokkuð vel sóttar.  Fermingarstarf hefur gengið vel, við hittum fermingarbörn í Selfosskirkju á tveggja vikna fresti í minni hópum.  Fræðslan hófst á námskeiði í ágúst, við vorum með langan laugardag í kirkjunni og sunnudaginn eftir var fjölmenn halloween messa, við fengum fyrirlestur á miðjum vetri um samskipti og enduðum á dagsferð í Skálholt.  Prestar kirkjunnar heimsækja með reglubundnum hætti hjúkrunarheimilin og aðrar stofnanir í Sveitarfélaginu en þetta eru Fossheimar, Ljósheimar, Móberg, Sólvellir, Árblik og Vinaminni.  Í desember tókum við á móti börnum úr leik- og grunnskólum á Selfossi og fengum þau í heimsókn í kirkjuna á aðventunni.  Þetta eru alltaf góðar stundir hjá okkur.  Sorgarmiðstöðin kom og var með fyrirlestur um Sorg og sorgarviðbrögð í október og í framhaldinu var boðið upp á fimm skipti í samtalshópum um sorg og áföll.  Á miðvikudögum eru foreldramorgnar, góð samvera fyrir börn og foreldra og einhver skipti yfir veturinn hefur verið boðið upp á fræðslu.  Við prestarnir eru í samstarfshópi um Sjóðurinn góði ásamt fleiri kirkjum, samtökum og stofnunum í Árnessýslu, úr Sjóðnum góða er veittur fjárhagsstyrkur fyrir jólin og fermingar.  Þá erum við einnig í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar vegna fjárhagsaðstoðar, sótt er um aðstoð rafrænt í gegnum heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar en fólk nálgast svo Bónus kort hjá okkur.  Hefur umfang þessarar aðstoðar aukist mikið á milli ára.  Í haust náðist að koma saman tveimur hópum í 12 spora starfið, andlegt ferðalag.  Umsjón með starfinu hafa Sigurbjörn Sævar Kjartansson og Jenný Magnúsdóttir og vil ég þakka þeim kærlega fyrir að leiða þetta mikilvæga starf.

Hvern sunnudag er messa í Selfosskirkju kl. 11:00 fyrir utan einn sunnudag í mánuði en þá er kvöldmessa.  Við reynum að hafa fjölbreytni í messuhaldi, að viðhalda og vera reglulega með hina hefðbundnu klassísku messu en um leið breyta út af hefðinni inn á milli.  Ég vil þakka Edit og kirkjukórunum kærlega fyrir gott samstarf og vera opin fyrir breytingum.  Við erum heppin með það að Edit hefur tengsl við Tónlistarskólann og hefur reglulega fengið nemendur þaðan til að koma fram í messunum.  Helgihaldið er í stöðugri endurskoðun og allar góðar hugmyndir eða athugasemdir vel þegnar.  Tímasetningar á messunum er unnar í samstarfi við aðrar sóknir innan Árborgarpestakalls.  Prestarnir í prestakallinu skipta á milli sín nokkur konar helgarvöktum og hafa þá að jafnaði þriðju hverju viku umsjón með helgihaldi og öðrum athöfnum sem óskað er eftir í prestakallinu.  Þó riðlast þetta skipulag í kringum stórhátíðir, fermingar og sumarfrí.  Prestarnir hafa einnig sín á milli skipulag um útfarir, þannig að viku hverja eru tveir prestar sem taka að sér útfarir og einn prestur er bundin öðrum störfum.  Ótalið er og erfitt að greina frá þeim tíma sem fer í sálgæsluviðtöl presta við þau sem til þeirra leita.

Tölulegar upplýsingar um helgihald og úr kirkjubókum.

Messur og fjölskylduguðsþjónustur í Selfosskirkju 58 og messugestir 6604.

Morgunbænir í Selfosskirkju 116 og viðstaddir samtals 950

Útfarir skráðar í prestsþjónustubók:  61

Skírnir skráðar í prestsþjónustubók:  61

Hjónavígslur skráðar í prestsþjónustubók: 25

Börn fermd 114

Ég vil fyrir hönd okkar prestanna þakka sóknarnefnd fyrir gott samstarfs og sömuleiðis öllu samstarfsfólki kirkjunnar.  Hjá okkur ríkir góður andi og hér er gott að starfa, við eigum gott samtal og samstarf um allt starfið og í eldhúsinu er líka oft líf og fjör sem er mjög mikilvægt.  Við hlökkum til komandi tíma í starfi sóknarinnar.