Fundargerðir 1989-2005

 

Gerðarbók sóknarnefndar

Gerðarbók sóknarnefndar

Sóknarnefndarfundur haldinn í Selfosskirkju 3. júlí 1989.

Form. Bjarni Dagsson setti fundinn. Skýrði hann frá því, þar sem flísalögn á gólf kirkjunnar er senn að ljúka, var fenginn hljómburðarsérfræðingur til að meta og mæla hljómburði kirkjunnar eftir þessar breytingar. Niðurstaðan varð sú að mati sérfræðingsins að þykkja þyrfti loft kirkjunnar.

Rætt var um hvaða efni yrði hentugast að nota. Að mati byggingarnefndarmanna, er mættir voru á fundinn, var talið að svokallaðar MDF plötur, sem eru nýjar á markaðnum í dag, væru það besta. Var það einróma samþykkt, ásamt því að breytingar á lofti kirkjunnar verði þannig að útlitið breytist ekki frá því sem áður var.

Að þessu loknu fóru fundarmenn að skoða breytinguna sem orðið höfðu á gólfi við flísalögnina og voru allir sammála að þar var mikil breyting til batnaðar.

Mættir á fundinn voru:

Byggingarnefnd.Steingrímur Ingvarsson

Sigurður Ingimundarson

Valdimar Þórðarson

Guðmundur Sveinsson kirkjusmiður.

Sóknarnefnd.Bjarni Dagsson

Friðsemd Eiríksdóttir

Guðbjörg Sigurðardóttir

Einnig sat fundinn Séra Sigurður Sigurðarson.

Sóknarnefndarfundur 20. des. 1989

Fundurinn haldinn samkv. ósk Sr. Sigurðar Sigurðarsonar.
Hann færði fyrir hönd systkina sinna Selfosskirkju gjafir úr dánarbúi sr. Sigurðar Pálssonar vígslubiskups og frú Stefaníu Gissurardóttur.

Í fyrsta lagi: sk. ósk frú Stefaníu, talsvert magn af fermingarkortum og kortum án áletrunar, öllum með mynd eftir Höllu Haraldsdóttur, sem táknar altarissakramenti og er í einum glugganum í kór kirkjunnar.
Frú Stefanía hafði látið gera kortin til ágóða fyrir gluggasjóð kirkjunnar.
Í öðru lagi, Sk. ósk sr. Sigurðar Pálssonar, mikið safn af Liturgiskum (?) helgisiðabókum jafnvel því stærsta af þessu taki á landinu, sem gæti verið mjög áhugavert fyrir guðfræðinga og fræðimenn.

Sr. Sigurður sagðist hafa hugsað sér, ef að fundarmenn væru því samþykkir, að setja upp hillur fyrir bækurnar á auðan vegg í fundarstofunni. Fékk það góðar undirtektir fundarmanna.

Í þriðja lagi kom sr. Sigurður með ljósakrónu með kertum, sem sr. Sigurður Pálsson hafði óskað eftir að gengi til kirkjunnar. Lagði séra Sigurður Sigurðarson til að þessi kertakróna yrði hengd upp þannig að hún yrði yfir miðju fundarborðinu og er það til athugunar.
Fundarmenn voru því yfirleitt samþykkir.
Í fjórða lagi sagði séra Sigurður að faðir sinn hafi átt margar verðmætar biblíur. Ekki hafði hann minnst á að þær gengju til kirkjunnar og ekki hefðu erfingjar verið sammála um það, þó það hefði komist til tals. Hefðu erfingjar ákveðið, að láta óvilhallan mann meta biblíurnar til fjár.   Ef kirkjan keypti þær eftir mati mundi hann gefa sinn hlut.

Form. Bjarni Dagsson þakkaði f.h. sóknarnefndar sér Sigurði Sigurðarsyni og fjölskyldunni allri þessar rausnarlegu gjafir til kirkjunnar og væri vissulega ástæða til fyrir kirkjuna að reyna að eignast biblíurnar, svo þær gætu fylgt bókagjöfinni frá sr. Sigurði Pálssyni. Tóku fundarmenn undir það og óskuðu eftir að mega fylgjast með þeim.
Þá voru allir sammála um að láta sem fyrst smíða bókahillur í fundarstofuna.

Sr. Sigurður mynntist á Vígsluhátíð Safnaðarheimilisins. Voru menn sammála því, en ekki var hægt að ákveða frekar um tímasetningu, enda þyrfti þá að vera búið að setja parketið á gólf í safnaðarheimili og setja upp handrið meðfram stigum í Turni.

Fundi slitið. Mættir á fundinn.: Sr. Sigurður Sigurðarson, Jakob Havsteen, Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, Bjarni Dagsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson,
Guðbjörg Sigurðardóttir og Sigurjón Erlingsson.

Aðalsafnaðarfundur haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju
sunnudaginn 25. mars 1990 að aflokinni guðsþjónustu.

Steingrímur Ingvarsson setti fund í veikindaforföllum formanns Bjarna Dagssonar. Fundarstjóri var tilnefndur Hjörtur Þórarinsson, en fundarritari Sigurjón Erlingsson.

1. Steingrímur flutti ársskýrslu formanns Bjarna Dagssonar í fjarveru hans, þar sem gerð var grein fyrir framkvæmdum við kirkju og safnaðarheimili á liðnu ári.

2. Karl Eiríksson gjaldkeri flutti reikn.   Reikningur kirkjugarðs. Niðurstöðutölur 4.837.865,kr. Reikningur kirkju niðurstöðutölur 14.051.570,- kr.
Efnahagsreikningur kirkju: Eignir 87.665.829,- kr.

Halldór Magnússon las reikn. Hjálparsjóðs kirkjunnar með niðurstöðutölum 494.575,- kr.

Steingrímur Ingvarsson las byggingareikninga kirkjunnar með niðurstöðutölum 6.935.154,- kr.

Steingrímur kynnti efni bréfa sem borist höfðu sóknarnefnd.   Annað frá kirkjukór Selfoss, þar sem þakkaður er stuðningur vegna söngferðar og lýstu ánægju með endurbætur á kirkjuskipi.
Hitt bréfið var frá Krabbameinsfélaginu vegna fyrirhugaðrar fjársöfnunar og skipulagningar hennar.

Almennar umræður: Sr. Sigurður Sigurðarson flutti þakkir fyrir unnin störf á liðnu ári og ræddi um skipulagsteikningu þá sem fyrir liggur og gert hefur Reynir Vilhjálmsson arkitekt og spurði hvort teikningin hefði fengið fullnaðarafgreiðslu.

Steingrímur Ingvarsson hvað það vera og væri áformað að vinna eitthvað samkvæmt henni á komandi sumri. Glúmur Gylfason ræddi um endurbætur á orgeli.

Halldór Magnússon spurðist fyrir um hvort fyrirhugað væri að setja sessur í kirkjubekki.
Fram kom að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um það.

Jóhanna Þórðardóttir vakti athygli á því að íþróttaæfingar á sunnudögum rækjust á við kirkjuathafnir.

Hjörtur Þórarinsson ræddi um ýmsa þætti í kirkju og söngstarfi og flutti þakkir fyrir það.

Halldór Magnússon sagði frá Héraðsfundi Árnessýsluprófastsdæmis.

Steingrímur Ingvarsson þakkaði að lokum öllum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Fundi slitið. Sigurjón Erlingsson fundarritari,   Hjörtu Þórarinsson fundarstjóri. (Framhald)

Formaður Bjarni Dagsson sendi skýrslu á Aðalsafnaðarfundinn 25. mars 1990 þar sem áður segir í fundargerð gat hann ekki mætt vegna veikinda.

Fer skýrslan hér á eftir.

Góðir fundarmenn, ég býð ykkur velkomin á aðal – safnaðarfund.
Haldið hefur verið áfram framkvæmdum við kirkjuna, skal fyrst nefna að Sigurjón Erlingsson múrari lagði síðastliðið sumar steinflísar á allt gólf kirkjunnar og kórinn þar með undir altarið, sem samkvæmt ósk prestsins var fært fram svo hægt er að standa bak við það og snúa móti söfnuðinum. Þá var tekin 16 sm. hár pallur sem var undir altarinu og framan við það og til að auka rýmið fyrir framan gráturnar voru þær færðar fram um 50 sm. svo var róðukrossinn hækkaður um 40 sm.
Guðmundur Sveinsson annaðist þessar framkvæmdir í samráði við séra Sigurð Sigurðarson.

Einnig endurbætti Guðm. útlit altaris, lakkaði það og spónlagði að ofan uppá nýtt.

Áður en flísarnar voru lagðar á gólfið í kirkjunni var það tekið lárétt, en gólfið hafði sigið nokkuð, mest um 1,5 sm. aftan til við miðju, þar var komin leiðindasprunga sem hafði stækkað nokkuð á síðustu árum. 

Sigurjón lagði einnig steinflísar á gólfið neðst í turninum og á tröppurnar niður í kjallara safnaðarheimilis.

Önnur framkvæmd og ekki lítil var smíði og uppsetning eldtraustu hurðarinnar milli kirkju og safnaðarheimilis. Er hurðin sérlega falleg og góður vitnisburður um vandað handbragð Guðmundar Sveinssonar og manna hans. Þá er komið að þriðju stóru framkvæmdinni s.l. sumar, hún var sú að settar voru nýjar plötur milli sperra í loft kirkjunnar utanyfir asbestplöturnar í loftinu.

Nýju plöturnar eru bæði þykkar og þungar og bæta samkvæmt mælingum hljómburð kirkjunnar. Áður en plöturnar voru settar upp tvímálaði Herbert Grans þær aðeins ljósari en loftið var áður, en það var með grænum blæ.

Þá voru allir listarnir í loftinu málaðir upp á nýtt. Verkið unnu menn frá Guðm. Sveinssyni og tók um ½ mánuð.

Um leið og plöturnar voru settar upp næst orgelinu voru lamparnir fjórir sem hengju yfir söngloftinu teknir og færðir niður í kirkju. Tveir þeirra hengdir upp sitt hvoru megin aftan við hliðarlampana þar sem kirkjan var lengd. Hinir tveir settir í útbyggingar í stað ljósakróna, annar í skrúðhús hinn við safnaðarheimilis dyr. Um leið voru allir hliðarlampar hækkaðir um 30 sm. svo þeir skyggi ekki á væntanlegar steindar rúður. Þá voru útbúin 2 sálmanúmeraspjöld og þau hengd sitt hvoru megin í miðju kirkju.

Herbert Grans málaði mikið í kirkjunni fyrir utan loftplöturnar, þar má nefna að hann málaði allan turninn að inna jafnt stiga sem veggi og loft.

Nú vil ég minnast á gólf Safnaðarheimilisins. Ákveðið var að setja á það parket sem Guðmundur Sveinsson valdi og sá um að leggja á gólfið og Kvenfélag kirkjunnar borgaði ásamt tilheyrandi lími alls. 354.860(efnað). Þetta er svokallað enda – parket úr eik sérlega sterkt efni og fallegt einsog sjá má. Parketið er allt í smákubbum, sem límir eru á gólfið. Það gerði fagmaðurinn Sigurfinnur Þorssteinsson frá Borgastöðum og kona hans.
Þegar þau voru búin að leggja parketið var það vandlega slípað með sérstakri vél og síðan lakkað.
Þetta var seinlegt verk og vel til þess vandað. Síðan er Guðmundur Sveinsson búinn að smíða og setja upp vandaðar bókahillur í skrifstofu prestsins, þar sem fyrir er komið bókagjöf erfingja Sr. Sigurðar Pálssonar til kirkjunnar, er þar hillupláss fyrir fleiri bækur, sem kirkjan kynni að eignast í framtíðinni.
Einnig smíðaði Guðmundur Sveinsson vandað borð undir ljósritunarvélina og það sem henni tilheyrir. Sömuleiðis er hann búinn að smíða skáp undir neðsta stigann í turninum fyrir ræstingarvagn og fl.   Var ræstingarvagninn keyptur í haust af umboðsmanni Glópus hér á Selfossi. Þá voru í haust keyptir hjá Stálhúsgagnagerð Steinars 20 bláir stakko – stólar til viðbótar í salnum, 3 borð í herbergi Kvenfélagsins yfir eldhúsinu.

Keyptar hafa verið 50 sálmabækur í kirkjuna.

Þá sá sóknarnefndin sér fært að styrkja kirkjukórinn með 200.000,- kr. til söngferðar sem kórinn fór ásamt presti og einsöngvara og mökum til Þýskalands, Ungverjalands og Danmerkur síðastliðið sumar. Velheppnuð ferð og ógleymanleg.

Sóknarnefnd þakkar presti, organista og öðrum starfsmönnum kirkjunnar starfið á liðnu ári, sömuleiðis iðnaðarmönnum vönduð og góð störf. Og að síðustu kærar þakkir fyrir gjafir og áheit til kirkjunnar.

(Engar  undirritanir).

Sóknarnefndarfundur haldinn í Selfosskirkju 25. sept. 1990.

Tilefni fundarins var að nýtt tilboð var lagt fram á fundinum um breytingar og viðhaldsvinnu á kirkjuorgeli Selfosskirkju, sem samþykkt var af sóknarnefnd.

⅓ greiðist við undirritun samnings, eða c.a. 3.100.000,- ísl. króna, þar upp í kemur 1 greiðsla 1988   148.850,- D.kr.

Mættir voru á fundinn.: Bjarni Dagsson, Hjörtur Þórarinsson, Karl Eiríksson,
Ketill Sigurjónsson, Steingrímur Ingvarsson, Guðbjörg Sigurðardóttir,
sr. Sigurður Sigurðarson, Friðsemd Eiríksdóttir, Glúmur Gylfason, Bruno Christensen og Edvard Christensen.                         (Vantar undirskriftir)

Sóknarnefndarfundur haldinn í Selfosskirkju 17. okt. 1990.

Tilefni fundarins var að Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt var mættur á fundinn með teikn. að skipulagi umhverfis kirkjuna. Lagði Reynir fram tvær teikningar og var önnur þeirra samþykkt.

Mættir á fundinn.:   Bjarni Dagsson form.,   Karl Eiríksson, Steingrímur Ingvarsson,
Guðbjörg Sigurðardóttir og sr. Sigurður sigurðarson.

Valgerður Guðmundsdóttir bauð upp á kaffi og gómsætar kökur í lok fundar.

(Vantar undirskriftir)


Aðalsafnaðarfundur haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju
sunnud. 14. apríl 1991 að aflokinni guðsþjónustu.

Bjarni Dagsson formaður safnaðarstjórnar setti fund og var Hjörtur Þórarinsson settur fundarstjóri, en Sigurjón Erlingsson ritaði fundargerð.

Bjarni Dagsson flutti síðan skýrslu stjórnar og gat ýmissa framkvæmda við kirkjuna. Verður skýrsla formanns í heild færð í fundargerðabók hér næst á eftir þessari fundargerð.

Karl Eiríksson gjaldkeri flutti ársreikninga:
Reikningur kirkjugarðs.:              Niðurstöðutölur                 5.725.606,- kr.
Reikningur kirkju.                        Niðurstöðutölur.              16.324.021,- kr.
Efnahagsreikningur.                    Niðurstöðutölur               96.519.809,- kr.

Þvínæst gerði Steingrímur Ingvarsson grein fyrir byggingarreikningum kirkjunnar, en þeim framkvæmdum, sem staðið hafa yfir sl. 13 ár er nú lokið. Unnið var fyrir rúmar 5 millj. kr. á árinu.

Bjarni Dagsson gerði grein fyrir Hjálparsjóði kirkjunnar. Niðurstöðutölur kr. 558.101,- kr.

Umræður um skýrslu og reikninga. Hjörtu Þórarinsson spurði um fjármögnun til orgelviðgerðar. Bjarni Dagsson svaraði og sagði að viðgerðir myndu kosta um 9 millj. kr. og þegar væru greiddar um 6 millj. og hægt væri að greiða eftirstöðvar.

Jóhanna Þórðardóttir spurði um hversu mikið væri ætlunin að setja af steindum gluggum í kirkjuna. Sr. Sigurður svaraði og sagði að ætlunin væri að setja slíka glugga í nær alla kirkjuna.

Aldís Jónsdóttir ræddi um þörf á því að breyta lit á predikunarstól til samræmis. Hún lagði einnig til að hliðarbekkir væru fjarlægðir og stólar yrðu til taks í staðinn.

Gunnar Á. Jónsson taldi að bæta þyrfti aðstöðu þeirra sem hafa skerta heyrn.

Steingrímur Ingvarsson ræddi um fyrirhugaðar lóðarframkvæmdir, en teikningar og kostnaðaráætlun liggja nú fyrir. Fyrirhugað er að byrja þessar framkvæmdir á sumri komanda og væntanlega bjóða út einhverja verkþætti. Til greina kæmi að taka lán vegna verksins.

Bjarni Dagsson taldi að taka mætti lán til lóðarframkvæmda.

Hjörtur Þórarinsson bar síðan upp reikninga og voru þeir samþykktir samhljóða.

Þvínæst fór fram stjórnarkjör til 4. ára. Úr stjórn gengu: Bjarni Dagsson,
Guðbjörg Sigurðardóttir og Jakob Havsteen.

Í stjórn voru kjörin: Gunnar Á. Jónsson Skólavöllum 6, Sigurjón Erlingsson Kirkjuvegi 37 og Eysteinn Jónasson Spóarima 27.

Sem varamenn voru kjörnir Þóra Grétarsdóttir Grashaga 2,
Sigurður Sigurjónsson Tunguvegi 9 og Sigurður Jónsson Heiðmörk 1A
Safnaðarfulltrúi var kjörinn Halldór Magnússon Engjavegi 26. Til vara Guðmundur Búason Stekkholti 12.
Þessar framantaldar kosningar eru allar til 4. ára.

Sr. Sigurður Sigurðarson flutti þakkir til Bjarna Dagssonar, Guðbjargar Sigurðardóttur og Jakobs Havsteen sem öll ganga úr sóknarnefnd.

Þvínæst las fundarstjóri bréf frá bæjarstjórn Selfoss vegna styrks að upphæð 60 þús. kr. til gluggasjóðs og kr. 250 þús. til byggingaframkvæmda.

Fundarstjóri las einnig bréf frá Sigurði Árna Þórðarsyni rektor Skálholtsskóla dags. 4.4.´91, þar sem kynnt er ráðstefna í Skálholti um safnaðar – og kirkjuleg störf þann 26. – 27. apríl n.k.

Hjörtur Þórarinsson flutti sérstakar þakkir til Glúms Gylfasonar fyrir mikið og gott starf að kórstjórn við kirkjuna og þá sérstaklega barnakórsstarfið.

Glúmur þakkaði vinsamleg orð og ræddi síðan um ýmsa þætti sem kórstarfið snerta.

Þvínæst sleit fundarstjóri fundi.

Fundarritari: Sigurjón Erlingsson.            (Skýrsla formanns hér á eftir.)

Ársskýrsla form. safnaðarstjórnar Bjarna Dagssonar
flutt á aðalsafnaðarfundi 14/4. ´91.

Góðir fundarmenn. Á aðalsafnaðarfundi fyrir rúmlega ári var nýlokið við að setja parketið á gólf safnaðarheimilis svo að nú er komin á það eins árs reynsla. Þykir gólfið fallegt og vonandi endist það lengi. Þá var næsta verkefni að smíða og setja upp handrið meðfram tröppum upp í turninn. var ákveðið að hafa það samskonar og handriðið hér uppá loftið í safnaðarheimilinu. Smíðaði Guðmundur Sveinsson því handriðið og setti upp. Er það vandað og gott í alla staði.
Svo málaði Herbert Gräns tröppurnar í turninum af sinni alkunnu snilld. Á efsta loftið í turninum var að tillögu Herberts sett skífa sem sýnir 4 höfuðáttirnar, til glöggvunar fyrir þá sem þar skoða útsýnið.
Þá var næst að smiðir tóku burt panelinn sem var í loftinu yfir orgelinu og settu í staðinn samskonar plötur og áður höfðu verið setta í loft kirkjunnar og bættu mjög hljómburð.

Í júlí voru gluggar kirkjunnar teknir til viðgerðar.Allir litlu póstarnir og lituðu glerin tekin burt og í staðinn settir 2 þverpóstar og 4.m.m. tvöfalt gler. Þannig að nú eru gluggarnir tilbúnir fyrir steint gler, þegar að því kemur að setja það í kirkjuna.

Í sept. og okt. settu smiðir Guðmundur Sveinssonar, undir forustu Þórðar Árnasonar smiðs, nýtt Garðastál á þak kirkjunnar í sama lit og sett hafði verið á framlengingu kirkjunnar og á safnaðarheimilið, svo nú er allt þakið orðið í sama lit. Þakplöturnar voru í einni lengd, frá kjöl niður að þakbrún. Undir þær var settur nýr þakpappi. Sögðu smiðir þakið í góðu lagi undir járninu. Einnig voru sett ný niðurföll þar sem þeirra var þörf.

Þá er að minnast á orgelið. Vorið 1988 var danska fyrirtækið Bruno Christeinsen og sønner að setja upp nýtt orgel á Akranesi. Fékk Glúmur organisti okkar þá feðga hingað til að skoða orgelið. Gerðu þeir tilboð að upphæð tæplega 450 þús. danskar kr. í breytingar og lagfæringar á því. Var tilboðinu tekið og þeim greiddar kr. 1.033.000,- ísl. sem var ⅓ tilboðsins. Fljótlega sendu þeir efni til viðgerðar sem mikil þörf var á. Vann Ketill í Forsæti úr efninu og kom orgelinu í nothæft stand. Ekki höfðu orgelmiðirnir tíma fyrir okkar orgel þá þegar og dróst það þar til nú að ákveðið er að þeir komi um næstu mánaðarmót og verði hér í maí og júní í vor. Til að flýta fyrir tók Ketill allar pípur úr orgelinu í sumar og rykhreinsaði þær. Einnig lökkuðu smiðir Guðmundar Sveinssonar orgelið því að tréverkið var orðið býsna óhreint. Þótti fallegra að dekkja það nokkuð frá því sem áður var.

Þann 25. sept. sl. komu þeir feðgar Bruno og Edvard. Voru nú ákveðnar meiri breytingar, svo sem þrjú hljómborð tölvustýrð, fleiri pípur, nýr hljóðlaus mótor, tæki til að létta áslátt ofl. Nýtt tilboð þeirra var nú 970.450,- danskar, eða tæplega 10 millj. kr. ísl.
Skyldi ⅓ greiðast við undirskrift samnings, ⅓ við byrjun verks og ⅓ mánuði eftir verkslok. Hefur fyrirtækinu nú verið greiddar nokkuð á sjöttu milljón ef með er talin greiðslan frá 1988.

20. nóvember í haust sendi Bruno svo samninginn og skrifuðu form. ritari og gjaldkeri undir hann.
Helst vilja Danirnir fá Ketil í Forsæti með sér til verksins og mun það afráðið, enda mjög gott með viðhald á orgelinu í huga.
Steinþór Kristjánsson frá Geirakoti ætlar að taka Danina í sitt hús meðan þeir eru hér.

Þegar herberi kirkjukórsins var tekið til notkunar var séð að eitthvað þurfti að gera gluggunum þar. Glúmur hafði haft viðskipti við fyrirtækið Listgler í Kópavogi og líkað vel.
Fengum við prufur af gleri frá því. Af því leiddi að keypt var gler af fyrirtækinu, sem Guðmundur Sveinsson setti inná gluggana. Tekur það sig vel út og kostaði 134.360,- kr. 

Að venju voru haldnir jólatónleikar kóranna á Selfossi ásamt lúðrasveitinni í kirkjunni fyrir jólin – 16. des.   Mjög margt fólk tók þátt í tónleikunum. Var aðsókn með besta móti. Ágóði kr. 165.250,- kr. var lagður í orgelsjóð kirkjunnar. Þakkar sóknarnefnd það stóra framlag.

Síðastliðið sumar fengum við heimsókn frá Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson og Hörður Áskellsson organisti ásamt hluta af kirkjukór ofl. um 45 manns, messuðu hér með aðstoð heimamanna. Á eftir bauð sóknarnefnd í kaffi 50 – 60 manns drukku. Konur úr kvenfélagi kirkjunnar sáu um veitingarnar af myndarskap að venju.

Þann 13. febr. sl. var að frumkvæði Glúms Gylfasonar stofnað Foreldrafélag Barnakórs Selfosskirkju. Er tilgangur félagsins að sjálfsögðu aðallega sá að aðstoða organistann og börnin við kórstarfið.
Stjórn foreldrafélagsins skipar.:

Formaður.    Margrét Sigurðardóttir            Eiravegi 16                         s. 22416
varaform.     Guðrún Ágústsdóttir                 Starengi 3                           s. 22323
Ritari.           Gylfi Guðmundsson                  Lyngheiði 16                       s. 22109
Féhirðir         Hulda Gunnlaugsdóttir             Stekkholti 20                       s. 21744
Meðstj.         Helga Björk Birgisdóttir           Starengi 5                           s. 22382
Varamenn:   Valgerður Fried                        Hjarðarholti 6                     s. 21566
Varamenn:  Ingileif Auðunsdóttir                 Reyrhaga 3                         s. 22066
Fundargerðarbók geymd á skrifstofu prest í neðstu bókahillu.

1. júlí sl. tilkynnti sr. Sigurður af stólnum í messu að Hraungerðisprestakall sé þann dag 1.7.1990 stofnað aftur, en þegar Selfossprestakall var stofnað fyrir 20 árum var Hraungerðisprestakall sameinað því. Í hinu nýja Hraungerðisprestakalli eru Hraungerðis – Villingaholts og Laugardælasöfnuðir. Færði presturinn Ólaf Þ. Guðbjartssyni dóms – og kirkjumálaráðherra þakkir fyrir gott starf að þessari breytingu og Guðna Ágústssyni alþingismanni fyrir veittan stuðning á Alþingi að málinu. Þetta léttir mikið á Selfossprestinum sem hefir ærið verkefni að þjóna sínum 4 þús. manna Selfosssöfnuði.
Ég vil fyrir hönd sóknarnefndar þakka presti, organista og öðrum starfsmönnum kirkjunnar góð störf. Einngi9 kirkjukór og barnakórnum fyrir góðan söng.

Smiðum og málara góð og vönduð vinnubrögð. Að síðustu – kærar þakkir fyrir gjafir og áheit til kirkjunnar.

Og nú er Guðmundur Sveinsson búinn að setja upp vönduð handrið sitt hvoru megin við aðaltröppur kirkjunnar. Eru þau til mikilla bóta. Þau eru smíðuð af Skúla Magnússyni járnsmiði og bæði traust og falleg.

Kærar þakkir fyrir handriðin.                             Bjarni Dagsson (sign)

Fundur sóknarnefndar 14. apríl ´91

Haldinn strax að loknum aðalsafnaðarfundi.
Mættir voru: Karl Eiríksson, Steingrímur Ingvarsson, Friðsemd Eiríksdóttir,
Gunnar Á Jónsson,og Sigurjón Erlingsson

Skipt var verkum í stjórn:
Formaður:         Steingrímur Ingvarsson
Ritari:                Sigurjón Erlingsson
Einnig var rætt um fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir.
Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 27. maí 1991.

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund og kynnti dagskrá.

Sr. Sigurður Sigurðarson sagði frá því að nú stæðu yfir viðgerðir á orgelinu og væri því við hæfi að halda samkomu til að fagna því að nú væri lokið byggingaframkvæmdum og orgelviðgerð, og væri hugmyndin að gera það ummiðjan ágúst n.k. eða sunnudaginn 11. ágúst.                                      Samþykkt.

Þá sagði sr. Sigurður að hann væri að undirbúa útgáfu á kirkjuskipan Kristjáns 3. – um siðaskiptin, sem gilt hefir sl. 450 ár á Íslandi, en hann hefir verið að skrifa upp textann í Fornbréfasafni. Samþykkt var að styrkja þessa útgáfu með kr. 50 þús.

Formaður las tvö bréf frá Glúmi Gylfasyni organista dags. 16. apríl ´91. Í fyrra bréfinu leggur hann til að sóknarnefnd tilnefni einn til þrjá fulltrúa í tónlistarráð „sem vinni með organista í samvinnu við sóknarprest“ – eftir því sem Glúmur gerið nánar grein fyrir í bréfinu.
Tillaga Glúms samþykkt.

Í síðara bréfinu frá Glúmi óskar hann eftir ýmsum lagfæringum í kirkju s.s. bætta loftræstingu í kórherbergi og betri rakagjöf, ásamt fleiri atriðum sem hann gerir grein fyrir í bréfinu.
Samþykkt að fela formanni að athuga þessi atriði og framkvæma eftir ástæðum.

Þá lagði Glúmur fram þriðja bréf þar sem hann óskar staðfestingu frá sóknarnefnd um að hann megi semja við Barnaskólann á Selfossi um tilhögun á barnakórastafi eftir því sem hann greinir nánar frá í bréfinu.    Samþykkt.

Formaður Steingrímur Ingvarsson lagði fram teikningar af lóð kirkjunnar ásamt kostnaðaráætlun frá landslagsarkitektunum Reyni Vilhjálmssyni og Þráni Haukssyni. Kostnaðaráætlun dags. 30.05.´91 þar sem skipt er í 3 áfanga sem yrði að fullu lokið sumarið 1993.
Samþykkt að leita eftir láni, 5 millj. kr. og bjóða út að því tilskildu að fjármagn fáist.

Útboð yrði lokað – til aðila á Selfossi sem taka að sér verk af þessu tagi.

Sigurjón Erlingsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson,
María Kjartansdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Sigurður Guðnason og Halldór Magnússon.

 

Fundur sóknarnefndar 28. sept. 1991.

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund.

1. mál. Formaður ræddi um þá hugmynd að kirkjugarðurinn tæki á sig kostnað við jarðarfarir sem mun vera nálægt 30. þús. kr. fyrir hverja athöfn nú.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða eftir umræður.
„Sóknarnefnd samþykkir að kirkjugarður Selfosskirkju greiði kostnað vegna prest, organista, kórs og umsjónar við útfarir sóknarbarna frá Selfosskirkju.“

2. mál. Vormaður kynnti bréf varðandi nám fyrir safnaðarstarfsmenn sem fram fer á tímabilinu sept. ´91 til maí ´92, alls um 8 dagar, bæði í Skálholti og Reykjavík.

3. Samþykkt var sú tillaga formanns að barnakór kirkjunnar yrði styrktur vegna ferðar í æfingabúðir. Þetta erindi kæmi frá Glúmi Gylfasyni.

4. Ósk um styrk til fræðslumyndar um safnaðarstarfið, kr. 15.000,-. Frestað í bili.

5. Rætt um útboðið á lóð kirkjunnar. Samþykkt að fresta fyrirhuguðu útboði fram á næsta vetur, þannig að vinna geti hafist með vori á 1. áfanga útboðs.

Fundi slitið.        Sigurjón Erlingsson,   Gunnar Á. Jónsson, Steingrímur Ingvarsson,
María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Halldór Magnússon.

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 1991,
haldinn í Safnaðarheimili Selfosskirkju 5/4 1992

Formaður sóknarnefndar Steingrímur Ingvarsson setti fund og skipaði Gunnar Á. Jónsson fundarstjóra, en Sigurjón Erlingsson ritaði fundargerð.

1. Steingrímur flutti síðan ársskýrslu. Hann gat þess í upphafi að nú væri lokið framkvæmdum við kirkjuna þ.e. endurbætur á sönglofti og endurbygging orgelsins, sem var stærsta verkefnið. Þá var nýi kirkjugarðurinn vígður í byrjun þessa árs, um leið og fyrsta jarðsetning fór þar fram, jarðarför Aldísar Bjarnardóttur Grænuvöllum 3 á Selfossi.
Þá er fyrirhugað að bjóða út lóðarframkvæmdir við kirkjuna nú á næstunni.

2. Karl Eiríksson las þvínæst reikninga.
Reikninga kirkjugarðs, með niðurstöðutölu:                  7.714.418,- kr.
Rekstrarreikningur kirkjunnar: niðurstöðutölur:          18.277.572,- kr.

3. Gunnar Á. Jónsson ræddi um starfið á vegum kirkjunnar, hversu mikið það væri og þyrfti að auglýsa það betur.

Arndís Jónsdóttir tók undir það og taldi að kirkjan gæti vel borið kostnað af því.

Glúmur Gylfason þakkaði hversu vel hefði tekist með endurbyggingu orgelsins. Hann taldi að bæta þyrfti loftræstingu í kirkjunni. Þá taldi hann að nýráðinn starfsmaður, Stefán Þorleifsson, sem ráðinn er í ½ starf, hefði áhuga á að vinna að kynningu á kirkjustarfinu.

Gunnar Einarsson formaður foreldrafélags barnakórsins ræddi um kórstarfið og taldi að vel hefði til tekist. Hann þakkaði stuðning við kórinn frá ýmsum aðilum.

Halldór Magnússon meðhjálpari beindi því til safnaðarstjórnar að fá þyrfti aðstoðarmann í meðhjálparastarfið þegar annar þeirra tveggja sem nú eru, eru fjarverandi. Halldór las síðan reikninga styrktarsjóðs. Niðurstöðutölur eru kr. 690.790,- kr.

Steingrímur Ingvarsson las síðan þvínæst reikninga kirkjubyggingarsjóðs. Niðurstöðutölur eru kr. 2.361.929,-

Karl Eiríksson ræddi um það hvernig hægt væri að koma fyrir loftræstingarbúnaði í kirkjunni.

Steingrímur Ingvarsson sagði frá fyrirhuguðum lóðarframkvæmdum, útboð yrði lokað og miðað við heimamenn. Yrði gögnum dreift sem fyrst. Áfangar verksins yrðu þrír og dreift á 3 ár.

Arndís Jónsdóttir minntist á að samþykkt hefði verið að lita predikunarstól til samræmis við lit á bekkjum.

Gunnþór Gíslason setti fram þá hugmynd sem hann beindi til safnaðarstjórnar, hvort hægt væri að hafa messutíma kl. 11. f.h. í stað þess tíma, sem nú er.
Ýmsir fleiri tóku til máls og veltu fyrir sér kostum þess að breyta messutíma þannig.

Fundarstjóri flutti þeim sem starfað hafa fyrir kirkjuna bestu þakkir og sleit síðan fundi.

Sigurjón Erlingsson fundarritari.

Fundur sóknarnefndar að afloknum aðalsafnaðarfundi 5. apríl 1992.

1. Formaður Steingrímur Ingvarsson ræddi um ráðningu Stefáns Þorleifssonar í ½ starf hjá kirkjunni við æskulýðs og kynningarstarf svo og önnur þau störf er sinna þarf. Ráðning Stefáns samþ. samhljóða.

2. Rætt var um breytingu á messutíma til kl. 11 f.h. Samþykkt að athuga það betur í samráði við sr. Sigurð og aðra sem málið varðar.

3. Umræður voru um að fá helst tvo aðila til viðbótar tveimur, sem nú eru meðhjálparar.

4. Rætt var um þrif á kirkju og safnaðarheimili og hvort ástæða væri til að þrifið verði strax eftir helgar, eða jafnvel tvisvar í viku.

Formaður sleit síðan fundi.                Sigurjón Erlingsson fundarritari.


 

Fundur sóknarnefndar haldinn í skrifstofu sóknarprests
í Safnaðarheimili Selfosskirkju 20. ágúst 1992

1. Formaður sóknarnefndar Steingrímur Ingvarsson setti fundinn og kynnti 1. mál á dagskrá sem var „Opnun tilboða í jarðvegsskipti á lóð Selfosskirkju, mánudaginn 17. ágúst 1992.“
Boðið var út eingöngu hjá heimaaðilum og bárust eftirfarandi fjögur tilboð:

Árvélar                                               kr. 3.859.100,-
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða     kr. 4.223.850,-
Dalverk                                               kr. 4.922.650,-
Vélgrafan                                           kr. 3.060.200,-
Kostnaðaráætlun var                          kr. 6.190.250,-

 

Steingrímur skýrði frá því að í samráði við hönnuði hefði verið ákveðið að breyta upphaflegri tilhögun útboðs þannig að jarðvinna á allri lóðinni er nú boðin út, en síðan er fyrirhugað að bjóða út allan yfirborðsfrágang í einu útboði snemma á næsta ári. Samþykkt samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Vélgröfunnar.

2. Steingrímur ræddi þvínæst um gangstíg sem hellulagður var á sl. vori þvert yfir kirkjugarðinn frá sáluhliði. Lagði hann til að rætt yrði við verktakann – Vélgröfuna, um jarðvegsskipi á stígnum ásamt hellulögn. „Samþykkt samhljóða að þetta verði rætt við verktakann.“

3. Formaður las bréf frá Glúmi Gylfasyni organista varðandi kaup á nótnabókum fyrir kirkjuna. Tekið var jákvætt í þær hugmyndir, sem Glúmur setur fram í bréfinu og formanni falið að ræða það við hann.

4. rætt var um þörfina á að fá aðstoðarmann meðhjálpara og formanni falið að ræða við aðila sem hugsanlega væri fáanlegur.
Þá var rætt um ýmis framkvæmdaatriði sem þörf er á í kirkjunni, þrif á ljósahjálmum, lökkun á gólfi safnaðarheimilis ofl.

Gestur fundarins var sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson en hann gegnir störfum sóknarprests á Selfossi um stundarsakir í fjarveru sr. Sigurðar Sigurðarsonar sem er erlendis.

Steingrímur Ingvarsson (sign),   Halldór Magnússon (sign), Karl Eiríksson (sign),
Kristinn Á. Friðfinnsson (sign), María Kjartansdóttir (sign), Sigurjón Erlingsson fundarritari,

Friðsemd Eiríksdóttir (sign).


 

Fundur sóknarnefndar 27. nóv. 1992 í safnaðarheimili.

     Form. Steingrímur setti fund og sagði frá dagskrá.

1. Hann ræddi um lóðarframkvæmdir. Athugasemdir hafa komið fram. Bæði frá Bjarna Sigurgeirssyni og Sigrúnu Arnbjarnardóttur eigendum Selfossjarða. Þá hefir borist bréf frá lögmanni eigenda Tryggva Gunnarssyni en málið snýst um veginn sem liggur út að Selfossbæjum en skv. skipulagi af lóð kirkjunnar sem fyrir liggur og samþykkt hefir verið liggur hluti af veginum innan marka kirkjulóðar, eða ca. 320 m2 . Í bréfi lögmanns er boðið upp á samkomulag. Samþ. að fela Steingrími að leysa málið á þann veg. Þá kom fram að verktakinn við lóðina hefir nær lokið jarðvegsskiptum.

2. Rætt var um ýmislegt varðandi lóðarfrágang, svo sem að setja skábraut fyrir fatlaða við aðalinngang ofl.

3. Rætt var um steinda glugga í langhliðar kirkju. Fyrir fundinum lágu teikningar Höllu Haraldsdóttur listakonu af 10 gluggum. Samþykkt var að leita samninga við fyrirtækið Oidtman í Þýskalandi um verkið. Sr. Sigurði falið að hafa samband við Höllu um málið.

4. Sr. Sigurður Skýrði frá ýmsu starfi á vegum kirkjunnar, svo sem æskulýðsstarfi ofl.

5. Glúmur Gylfason organisti ræddi um barnakórsstarfið og setti fram hugmyndir um að byrja að æfa yngri hóp barna.

6. Gunnar Á. Jónsson vakti máls á því að þörf væri á að hafa einhver sjúkragögn í kirkjunni.

7. Sr. Sigurður ræddi um fræðslu unglinga varðandi fíkniefni.

8. Halldór Magnússon safnaðarfulltrúi skýrði frá því að Sigríður Karlsdóttir hefði hafið störf sem meðhjálpari.

Fundinn sátu: Steingrímur Ingvarsson, Sr. Sigurður Sigurðarson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Gunnar Á. Jónsson, Halldór Magnússon, Glúmur Gylfason, Karl Eiríksson og Sigurjón Erlingsson, sem ritaði fundargerð.

Fundur sóknarnefndar 20. apríl 1993 haldin í safnaðarheimil

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund og var síðan rætt um væntanlegt stjórnarkjör á aðalsafnaðarfundi nk. sunnudag.

Stefán Þorleifsson æskulýðs- og kynningarfulltrúi vakti máls á því að keypt yrði tölva Mackintosh með prentara og tónlistarforriti. Eftir umræður um gagnsemi tölvunnar voru kaupin samþykkt samhljóða.

Rætt um innheimtu fermingargjalda og að tekið yrði upp það fyrirkomulag að kirkjan sæi um innheimtu þeirra eftirleiðis í stað sóknarprests og gerði síðan upp við hann. Samþykkt.

Þá skýrði Steingrímur frá því að þeir Glúmur og Stefán óskuðu eftir að fá til umráða herbergi það undir súð, sem er yfir herbergi kirkjuvarðar. Yrðu þá sagaðar dyr frá stigagangi. Samþ. að heimila þær framkvæmdir sem til þarf.

Rætt var um að gerðar yrðu dyr úr safnaðarheimili út í9 garðinn sunnan við þannig að hægt sé að ganga beint milli safnaðarheimilis og anddyris kirkjunnar.   Samþykkt.

Steingrímur skýrði frá því að væntanlegir væru steindu gluggarnir í kirkjuna.

lagður var fram uppdráttur Páls Bjarnasonar verkfræðing af lóð kirkjunnar eins og Pall telur hana vera. Eigendur Selfossjarðar hafa gert athugasemdir um lóðamörk kirkjunnar og er það mál ekki enn komið á hreint og þarfnast frekari athugunar. Steingrímur hefir unnið að því máli með fleirum. Samþykkt að reyna að ljúka málinu sem fyrst.

Glúmur Gylfason ræddi um þörfina á lofræstingu á sönglofti kirkjunnar, en þar hitnar um of.

Rætt var um óheppilegt væri að leigja sal safnaðarheimilis á fermingardögum, þar sem þörf er á honum vegna fermingarathafnar í kirkjunni.

Steingrímur Ingvarsson, Eysteinn Ó. Jónasson,   Gunnar Á. Jónsson, María Kjartansdóttir, Glúmur Gylfason, Sigurður Sigurðarson, Halldór Magnússon, Karl Eiríksson
Sigurjón Erlingsson fundarritari.

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 1992 haldinn í safnaðarheimili
sunnudaginn 25. apríl ´93 að aflokinni guðsþjónustu.

Formaður sóknarnefndar Steingrímur Ingvarsson setti fund og gerði tillögu um Sigurð Jónsson fundarstjóra, en Sigurjón Erlingsson fundarritara.

Þvínæst flutti formaður ársskýrslu sóknarnefndar og gat um helstu þætti í starfinu, svo sem ráðningu æskulýðsfulltrúa, Stefán Þorleifssonar, ráðningu Sigríðar Karlsdóttur sem meðhjálpara, kórastarfs, framkvæmdir við kirkjulóð ofl.

Þvínæst las Karl Eiríksson reikninga ársins ´92.
Rekstrarreikningur Selfosskirkju.

Niðurstöðutölur:                                                                        17.758.944,-
Efnahagsreikningur Selfosskirkju Niðurstöðutölur:               120.257.127,-
Reikningur Kirkjugarðs. Niðurstöðutölur:                                  7.364.361,-

Fundarstjóri gaf síðan orðið laust um skýrslu og reikninga. Hjörtur Þórarinsson lýsti ánægju með söngdaga sem haldnir voru í kirkjunni og spurðist fyrir um kostnað. Glúmur Gylfason organisti svaraði fyrirspurn Hjartar.

Þvínæst fór fram kjör sóknarnefndar í stað þeirra sem úr stjórn eiga að ganga. Þau sem áttu að ganga úr stjórn voru öll endurkjörin til næstu 4. ára en þau eru :

Aðalmenn: María Kjartansdóttir,                              Varamaður: Jón Ólafsson Lágengi
Karl Eiríksson                                                                  Hjörtur Þórarinsson
Friðsemd Eiríksdóttir                                                      Ólafur Ólafsson
Steingrímur Ingvarsson                                                  Sigríður Bergsteinsdóttir.

Gunnar Á. Jónsson flutti skýrslu safnaðarfulltrúa, Halldórs Magnússonar, en hann var fjarverandi. Skýrslan var um síðasta héraðsfund Árnesprófastsdæmis.

Arndís Jónsdóttir spurðist fyrir um litinn á prédikunarstól, en áður var samþykkt að hann skyldi litaður dekkri en hann er. Þá benti hún á að koma þyrfti upp hillum eða skáp til að geyma bækur, s.s. sálmabækur á aðgengilegum stað fyrir kirkjugesti.
Þá benti hún á að hátalarar í safnaðarheimili væru of áberandi og dökkir og þyrfti það athugunar við.


Steingrímur svaraði þessum ábendingum.

Þá þakkaði sr. Sigurður Sigurðarson samstarfsfólki fyrir gott samstarf á liðnu ári.

Fundarstjóri sleit síðan fundi.                                      Sigurjón Erlingsson fundarritari..

Fundur sóknarnefndar 27/4 1994. kl. 20:30

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund sem haldinn var á heimili Gunnars Á. Jónssonar sóknarnefndarmanns.

1.    mál:     Formaður lagði fram tillögu um samkomulag sem borist hefir frá lögmanni fh. eigenda Selfossjarða um lóðamál kirkjunnar. Formanni falið að ræða við aðila með nokkrar breytingar í huga.

2.    Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna breytinga á hita- og loftræstikerfi kirkjunnar. Hönnuður hefir verið ráðinn.

3.    Sr. Sigurður lagði fram bréf og tillögur frá Snorra Sv. Friðrikssyni myndlistarmanni um listaverk sem hugsað er framan á turni kirkjunnar. Hugmynd Snorra er sú að verkið yrði úr ryðfríu stáli og yrði með ýmsum trúarlegum táknum, sem hann skýrir nánar í bréfinu dagsettu í júlí 1993. Samþ. að fresta ákvörðun um sinn.

4.    Glúmur Gylfason þakkaði fyrir afmælisgjöf – hljómflutningstæki sem honum var fært á 50 ára afmæli hans frá sóknarnefnd fh. kirkjunnar.

5.    Þá ræddi Glúmur þá hugmynd að keypt yrði lítið orgel sem notað yrði niðri í kirkjunni, t.d. við söng barnakórs og önnur tækifæri sem hentaði. Ákvörðun frestað.

6.    Samþykkt var að fela Guðmundi Sveinssyni að smíða skáp fyrir sálmabækurnar sem ætlaðar eru til notkunar fyrir kirkjugesti. Skáp þessum yrði síðan komið fyrir annað hvort aftast í kirkju eða í anddyri hennar.

7.    Rætt var um þörfina á að bólstra kirkjubekkina. Samþykkt að fela formanni að ræða við innanhússarkitekt.

8.    Formaður kynnti bréf frá biskupsstofu með ósk um að þrjú skuldabréf kirkjubyggingarsjóðs sem ekki eru að fullu greidd verði nú sameinuð í eitt bréf. Samþ. að fela gjaldkera að greiða bréfin að fullu, en eftirstöðvar eru nú alls um 161 þús. kr.

9.    Formaður kynnti bréf frá Skálholtsútgáfunni um fyrirhugaða bók ætlaða yngri börnum til kynningar á kirkjunni og starfi hennar. Óskað er eftir að sóknarnefnd gefi 5 ára börnum eintak af bókinni. Ákvörðun frestað. Þá kynnti formaður einnig póstkort sem boðin eru til sölu. Útgefandi er fyrirtækið „Nýjar víddir“. Engin ákvörðun tekin.

10. Bréf frá Þórhalli Höskuldssyni fh. Þjóðmálanefndar þjóðkirkjunnar ásamt bæklingi til kynningar og sölu. Bæklingurinn ber heitið „Berið hver annars byrðar“ og er um málefni atvinnulausra. Samþ. að kaupa 10 eintök.

Fundinn sátu: Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, Halldór Magnússon, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Glúmur Gylfason, Eysteinn Ó. Jónasson,
Gunnar Á. Jónsson, sr. Sigurður Sigurðarson og Sigurjón Erlingsson sem ritaði fundargerð.

Fundi slitið kl. 23:45

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 1993 haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju að aflokinni guðsþjónustu sunnudaginn 8. maí 1994.

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund og tilnefndi Hjört Þórarinsson fundarstjóra. Hjörtur lýsti síðan dagskrá.

1. Skýrsla formanns. Hann ræddi fyrst um æskulýðsstarfið en í því er um 20 – 25 manna kjarni. Hann þakkaði sérstaklega Stefáni Þorleifssyni fyrir gott starf við umsjón æskulýðsstarfsins. Þá sagði formaður frá kórastarfinu, en 3 kórar starfa á vegum kirkjunnar, kirkjukórinn unglingakór og barnakór og er sú starfsemi með miklum blóma. Þá gat formaður um steindu gluggana sem settir voru í á sl. ári. Ýmsar framkvæmdir hafa verið gerða á kirkju og safnaðarheimili. Innréttað var herbergi á kirkjulofti og settar dyr á sal safnaðarheimilis. Þá gat hann þess að fyrirhugaðar væru endurbætur á miðstöðvarkerfi og loftræstingu. Einnig væri fyrirhugað að láta bólstra kirkjubekki.

2. Karl Eiríksson las síðan reikninga:
Reikningur kirkjugarðs:                   Niðurstöðutölur              kr. 12.611.809,-
Rekstrarreikningur kirkju                Niðurstöðutölur              kr. 20.057.308,-
Efnahagsreikningur kirkju               Niðurstöðutölur              kr.125.803.127,-

Halldór Magnússon safnaðarfulltrúi las síðan reikning hjálparsjóðs kirkjunnar:
Niðurstöðutölur                    kr. 863.045,-

Fundarstjóri gaf síðan orðið laust.
Sigurjón Erlingsson ræddi um að þörf væri á að ná sem fyrst samkomulagi við eigendur Selfossjarða varðandi lóð kirkjunnar svo hægt væri að hefja framkvæmdir við fullnaðarfrágang.
Bjarni Dagsson lýsti góðum samskiptum kirkjunnar við þessa aðila og tók undir að leysa ætti málið.
Steingrímur skýrði síðan lóðamálið frekar en hann mun eiga viðræður við lögmann eigenda Selfossjarða fljótlega.
Glúmur Gylfason sagði frá ýmsu varðandi kórastarfið.
Arndís Jónsdóttir
ræddi um lóð kirkju og kirkjugarðs. M.a. þyrfti að hugsa betur um snjómokstur ofl. Hún lagði áherslu á að samið yrði um lóðina og farið í framkvæmdir.
Hjörtur Þórarinsson spurðist fyrir um starf kirkjukvenfélagsins. Arndís Jónsdóttir varð fyrir svörum, en hún hefir nú tekið við formennsku í félaginu.
Hjörtur  bar síðan upp reikninga og voru þeir samþykktir.
Halldór Magnússon sagði frá héraðsfundi Árnesprófastsdæmis fyrir árið 1993, sem haldinn var 25. okt. sl. í Skálholtsskóla.
Stefán Þorleifsson sagði að rafmagnstruflanir hefðu komið fram í kirkjunni. Athuga þyrfti raflögn vegna útsláttar af of miklu álagi á vissum stöðum.
Glúmur Gylfason tók undir þetta og sagði að spennufall væri sérstaklega á kirkjulofti.
Valgerður Fried flutti þakkir fh. foreldrafélags kóranna fyrir fjárstuðning og aðstoð við kórastarfið.
Hjörtur Þórarinsson  taldi þörf á að tekinn yrði saman kynningarbæklingur um þá fjölþættu starfsemi sem fram fer á vegum kirkjunnar. Bæklingur þessi yrði síðan sendur á hvert heimili á Selfossi.
Gunnar Á. Jónsson ræddi ýmsa þætti í starfsemi kirkjunnar, m.a. um hvernig best væri að taka á móti gestum sem koma til að skoða kirkjuna. Hafa þyrfti kirkjuna opna í þessu skyni.
Sr. Sigurður Sigurðarson sagði að þetta mál þyrfti að athuga betur og beindi því til sóknarnefndar. Hann flutti síðan þakkir öllum sem borið hafa uppi starfsemi kirkjunnar.

Fundarstjóri sleit síðan fundi.                             Sigurjón Erlingsson ritari.

Fundur sóknarnefndar í Safnaðarheimili 20. júní 1994.

Fundinn sátu allir aðal- og varamenn í sóknarnefnd.

Aðalmenn: Steingrímur Ingvarsson, Gunnar Á. Jónsson, Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir, Karl Eiríksson, Friðsemd Eiríksdóttir og Sigurjón Erlingsson

Varamenn: Þóra Grétarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigurður Jónsson, Jón Ólafsson, Hjörtur Þórarinsson, Sigríður Bergsteinsdóttir og Ólafur Ólafsson.
Auk þess sátu fundinn Halldór Magnússon safnaðarfulltrúi, varamaður hans Guðmundur Búason og sr. Sigurður Sigurðarson sóknarprestur.

1. Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund og lýsti fundarefni, sem er vegna þess að sr. Sigurður Sigurðarson hefir nú verið kjörinn vígslubiskup í Skálholti og mun flytjast þangað og láta af embætti í Selfosssókn. Steingrímur flutti sr. Sigurði hamingjuóskir vegna vígslubiskupskjörs.
Sr. Sigurður þakkaði fyrir afmælisgjöf sem sóknarnefnd færði honum fh. sóknarbarna í tilefni af fimmtugsafmæli hans nú nýlega. Var það málverk – Þingvallamynd eftir Jón Þorleifsson. Sr. Sigurður skýrði síðan lög um veitingu prestakalla, sem dreift var á fundinum, en almennar prestskosningar hafa nú verið niður lagðar skv. þessum lögum frá 1987 og kýs nú sóknarnefnd aðal- og varamenn, prest – alls 14 manns.
Biskup hefir þegar auglýst Selfossprestakall laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 15. júlí n.k.
Þá gat sr. Sigurður þess að hann myndi gegna störfum sóknarprests á Selfossi til 31. júlí nk.
Fundarmenn ræddu síðan ýmis atriði varðandi kynningu umsækjenda og framkvæmd kosningar.   Samþ. var að fela Steingrími, Eysteini, Sigríði og Hirti að móta hugmyndir um kynningu umsækjenda og leggja þær síðan fyrir fund sóknarnefndar 12. júlí nk.

2. Steingrímur skýrði frá því að samningar hefðu náðst við eigendur Selfossjarðar varðandi lóðarmál kirkjunnar. Að vísu vantaði ennþá undirskrift Sigrúnar Arnbjarnardóttur. Verið er að vinna útboðsgögn að fullnaðarfrágangi kirkjulóðarinnar og stefnt ákveðið að framkvæmdum í sumar.

Fundi slitið.                                      Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 12. júlí 1994 í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Fundinn sátu.: Steingrímur Ingvarsson, Sigríður Bergsteinsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir,
Jón Ólafsson, Þóra Grétarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Karl Eiríksson, Gunnar Á. Jónsson, Sigurjón Erlingsson, Ólafur Ólafsson, Hjörtur Þórarinsson, María Kjartansdóttir og Eysteinn Jónasson.

1. Steingrímur skýrði frá opnun tilboða í lóðarfrágang v. kirkju.
3 tilboð bárust:             1. Dalverk H/F                                             kr. 11.451.335,-
2. Sigurður Karsson                                     kr. 11.604.965,-
3. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða         kr. 12.164.780,-

Kostnaðaráætlun var kr. 11.888.380,-
Verki skal að meginhluta lokið fyrir 1. nóv. 1994 að undanskilinni gróðursetningu og endurgrassáningu sem lokið skal fyrir 1. júní 1995.
Samþykkt var að taka tilboði lægstbjóðanda Dalverks H/F.

2. Fyrir liggur nú að umsækjendur eru 6 um prestsembættið. Eru þeir að heimsækja kjörmenn þessa dagana.
Stefnt er að kjörfundi þann 28. júlí nk. kl. 8 e.h.

Fundarritari   Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 25. júlí 1994

í safnaðarheimili. Mættir.: Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir, Sigurður Jónsson, Eysteinn Jónasson, Þóra Grétarsdóttir, Jón Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Karl Eiríksson, Sigurjón Erlingsson og Tómas Guðmundsson prófastur.

1. Prófastur lagði fram eintök af umsóknum um prestsembættið, en þær eru 6 að tölu.

2. Ákveðið var að kjörfundur verði 28. júlí nk. kl. 20 í safnaðarheimili.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 28. júlí 1994 kl. 20

í safnaðarheimili. Mættir eru allir aðal- og varamenn, 14 að tölu sem kosningarrétt hafa í kjöri sóknarprests. Fundur þessi er kjörfundur í þeirri kosningu. Kjörstjórn skipa sr. Tómas Guðmundsson prófastur og þeir Halldór Magnússon og Guðmundur Búason aðal og varamaður safnaðarfulltrúa.

Á kjörseðli eru eftirtaldir í stafrófsröð:

Sr. Eiríkur Jóhannsson                     Skinnastaðir
–   Guðmundur Guðmundsson         Reykjavík
–   Gunnar Sigurjónsson                   Skeggjastöðum
–  Haraldur Kristjánsson                 Vík í Mýrdal
–   Jón Ragnarsson                           Reykjavík
–   Þórir Jökull Þorsteinsson             Grenjaðarstað

Í fyrstu umferð féllu atkvæði þannig:
Sr. Haraldur                                     5 atkv.
–  Gunnar                                        4 atkv.
–  Þórir                                            4 atkv.
–   Jón                                               1 atkv.

Aðrir fengu ekki atkvæði.

Skv. lögum verður þá kosið í annarri umferð um eftirtalda, sr. Harald, sr. Gunnar og sr. Þóri.

Í þeirri umferð féllu atkvæði þannig : sr. Gunnar 5 atkv., sr Haraldur 5 atkv. og sr. Þórir 4 atkv.

Fór þá fram þriðja umferð milli þeirra sr. Gunnars og sr. Haralds. Atkvæði féllu þannig að
sr. Gunnar fékk 7 atkv. og sr. Haraldur 7 atkv.

Sóknarnefnd lítur svo á að í framhaldi af þessari niðurstöðu þá kynni sóknarnefnd, skv. 4. gr. laga um veitingu prestakalla – hverjir tveir hafa hlotið flest atkvæði í kosningunni.

Eftirtaldir skrifuðu svo undir fundargerðina:

Steingrímur Ingvarsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Halldór Magnússon,
Ólafur Ólafsson, Þóra Grétarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Hjörtur Þórarinsson,
Eysteinn Ó. Jónasson, Karl Eiríksson, Sigríður Bergsteinsdóttir, Jón Ólafsson,
María Kjartansdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar í safnaðarheimili 8. ágúst 1994.

Fundinn sátu: María Kjartansdóttir, Karl Eiríksson, Eysteinn Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Sigurjón Erlingsson, Gunnar Á. Jónsson, Steingrímur Ingvarsson, Halldór Magnússon safnaðarfulltrúi og sr. Tómas Guðmundsson prófastur.

Sr. Tómas skýrði frá því að innan tilskilins frests hefðu borist undirskriftalistar með nöfnum 855 aðila sem óskuðu eftir almennri prestskosningu. Auk þess listi með 15 nöfnum sem óskuðu eftir að vera strikaðir út af listanum. 840 gildar undirskriftir liggja því fyrir sem er meir en 25% atkvæðisbærra aðila. Almenn kosning fer því fram.

Kosning í kjörstjórn.
Aðalmenn:      Gunnar Á. Jónsson               formaður
Halldór Magnússon
Sigurður Sigurjónsson

Varamenn:      Hjörtur Þórarinsson
Þóra Grétarsdóttir
María Kjartansdóttir.

Ákveðið að tvær kjördeildir verði – önnur í Sandvíkurskóla, en hin í Sólvallaskóla eins og tíðkast hefir í öðrum kosningum. Kjörfundur verði frá kl. 9 fh. til 22 eh.

Óskað verður eftir að kjörskrá liggi frammi á bæjarskrifstofu.   Utankjörfundar-atkvæðagreiðsla fari fram í umsjá sóknarnefndar í safnaðarheimili.

Gengið var frá greinargerð frá sóknarnefnd til birtingar í héraðsblöðum. Greinargerðin er um kjörfund sóknarnefndar og afgreiðslu hennar.

Prófastur skýrði frá því að þeir sr. Eiríkur Jóhannesson og sr. Jón Ragnarsson hefðu dregið umsóknir sínar til baka. Verða því 4 í kjöri.
Prófastur hefir ákveðið í samráði við þá að þeir messi í kirkjunni sem hér segir:

sr. Þórir Jökull Þorsteinsson            föstudaginn 12. ágúst kl. 20:30
–  Haraldur Kristjánsson                 miðvikudaginn 17. ágúst 20:30
–   Gunnar Sigurjónsson                   fimmtudaginn 18. ágúst 20:30
–   Guðmundur Guðmundsson         mánudaginn 22. ágúst     20:30

Eftirtaldir skrifuðu svo undir fundargerðina:

Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Karl Eiríksson,
Eysteinn Ó. Jónasson, Halldór Magnússon, Gunnar Á. Jónsson og
fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 8. ágúst 1994 í safnaðarheimili kl. 20:oo.

Mættir eru: Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir,
Ólafur Ólafsson, Gunnar Á. Jónsson og Sigurjón Erlingsson.

1. Formaður Steingrímur setti fund og lagði fram teikningar frá Gunnari Gerssyni tæknifr. af loftræstikerfi í kirkjuna og einnig teikningu af ofanhitakerfi í kirkjuna, en hitaspírall í gólfi hennar er að verða ónýtur. Áætlað verð – reiknað út af Gunnari, er um 3 millj. kr. fyrir bæði kerfin uppsett.
„Samþykkt samhljóða heimild til formanns að fá lán í Landsbankanum á Selfossi til ca 2.ja ára allt að 4 millj. kr. til framkvæmda við lóð, loftræsti- og hitakerfi og bólstrun kirkjubekkja“. Handbært fér er nú í sjóði kirkju og kirkjugarðs um 14 millj. kr. en framantaldar framkvæmdir gætu numið allt að 18 millj. kr.

2. Bólstrun á kirkjubekkjum. „Samþykkt að fela Steingrími að leita til Guðmundar Sveinssonar og Harðar Guðjónssonar bólstrara um verkið“.

3. Gunnar Á. Jónsson formaður kjörstjórnar ræddi um undirbúning kjörstjórnar fyrir prestskosningar 10. sept. nk.

4. Kosin undirkjörstjórn til viðbótar þeim sem áður voru kjörnir: „Samþ. að þeir verði : Eysteinn Jónasson, Ólafur Ólafsson, Sigurjón Erlingsson, Sigurður Jónsson, Sigríður Bergsteinsdóttir og Steingrímur Ingvarsson.“

Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 14. sept. 1994 í safnaðarheimili kl. 20.oo

Mættir eru.: Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Karl Eiríksson,
Eysteinn Ó. Jónasson, Gunnar Á. Jónsson og Sigurjón Erlingsson.

Niðurstöður prestskosninga 10. sept. sl.
Á kjörskrá voru 2.898. Greidd atkvæði voru 2027 eða um 70%.
Úrslit urðu sem hér segir:

Gunnar Sigurjónsson                   502 atkv. eða 24,77%
Haraldur M. Kristjánsson            536 atkv. eða 26,44%
Þórir Jökull Þorsteinsson             972 atkv. eða 47,95%
Auðir seðlar voru 12 og ógildir 5 eða 0,84%

1. Innsetning sr. Þóris í embættið: Stefnt er að því að hún verði sunnudaginn 9. okt. nk. við messu í Selfosskirkju kl. 14. Á eftir verður boðið til kaffidrykkju í Hótel Selfoss, þar sem sr. Þórir verður boðinn velkominn.

2. „Samþykkt að færa þeim sr. Gunnari og sr. Haraldi bókina Hvítá að gjöf.“

3. „Samþykkt að greiða vinnu við kosningarnar“.

4. Bréf frá Glúmi Gylfasyni þar sem hann fer fram á að húsnæði kirkjunnar verði reyklaus vinnustaður. Sóknarnefnd telur það sjálfsagðan hlut enda er henni ekki kunnugt um að reykt sé í kirkjunni.

5. Rætt um efni greinar sem sóknarnefnd mun senda til birtingar í MBL sem svar til biskups vegna ummæla hans í útvarpi sl. sunnudag 11. sept.                                 Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar í safnaðarheimili 10. nóv. ´94 kl. 21.

Mættir: Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Karl Eiríksson, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Eysteinn Jónasson og Sigurjón Erlingsson.
Auk þess sátu fundinn nýkjörinn sóknarprestur sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, Glúmur Gylfason organisti og Halldór Magnússon safnaðarfulltrúi.

Formaður Steingrímur Ingvarsson tók á dagskrá fyrsta mál – eftir að hafa boðið sóknarprest sérstaklega velkominn – en það var starfsaðstaða í kirkjunni.

1. mál. Sr. Þórir reifaði það mál og ræddi um áhuga sinn á því að opna kirkjuna meir en verið hefir og ráðinn verði starfskraftur til þess sem þá gæti hugsanlega séð einnig um símavörslu sem nauðsynlegt væri að koma á. Þá þyrfti þessi starfsmaður einnig að hafa starfsaðstöðu í kirkjunni. Einnig taldi hann að koma þyrfti upp aðstöðu fyrir meðhjálpara.
Glúmur Gylfason sagði að nú æfðu 110 manns söng 6 sinnum í viku í kirkjunni og væri aðstoð starfsmanns vel þegin við ýmiskonar verk í tengslum við það.
Samþykkt að fela Steingrími að ræða við Andrés Narfa Andrésson arkitekt.

2.mál. Framkvæmdir við kirkjuna: Steingrímur skýrði frá lóðarframkvæmdum en þær eru mjög langt komnar. Þá er lokið bólstrun á bekkjum en þeir voru bólstraðir með leðri.
Þá benti sr. Þórir á að bæta þyrfti aðstöðu fyrir heyrnarskerta í kirkjunni. Rætt var um að bæta við hátölurum. Samþ. að fá Gunnar Óskarsson til að bæta hér úr. Þá vakti sr. Þórir máls á því hvort kirkjan myndi taka þátt í aksturskostnaði við ferðir aldraðs fólks til kirkju í samráði við félag eldriborgara. Samþ.
Rætt um þörfina á því að kaupa tvær nýjar ljósritunarvélar í stað þeirra sem nú eru og eru líklega ónýtar.

3. mál. Mannahald: Steingrímur taldi að gera þyrfti ráð fyrir til framtíðar að tveir starfsmenn bættust við. Þar yrði fyrsta skrefið umsjónarmaður. Rætt var um að stefna að þessu í byrjun næsta árs.

4. mál. Steingrímur sagði frá ýmsum málum sem fram komu á nýlega afstöðnu kirkjuþingi.
Þá var rætt um beiðni frá Hjálparstofnun kirkjunnar um að 1% tekna árlega rynnu til Hjálparstofnunar. Vísað til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

5. Önnur mál: Sr. Þórir kynnti nýtt fermingarkver og einnig „Litlu messubókina“.
Einnig vildi hann að gerður yrði stimpill fyrir kirkjuna. Þá ræddi hann um barnastarfið.

Fundi slitið kl. 24:oo                                                       Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 10/11 ´94.

1.    Sr. Þórir Jökull sagðist mikinn áhuga hafa á að hafa kirkjuna opna, sérstaklega yfir sumartímann fyrir ferðamenn og aðra sem áhuga hefðu á að skoða húsið utan athafna. Sagði að margir hringdu vegna þessa. Þetta kallar á aukið starfsmannahald.

2.    Fram kom að framkvæmdum við lóð átti að ljúka 1. nóvember, en þyrfti u.þ.b. einn mánuð í viðbót. Fram kom að hlustunartæki í kirkju væru í ólestri og samþ. að gera bragabót á og ætlar Steingrímur að hafa samband við útvarpsvirkja varðandi hátalara.

3.    Hugmynd kom fram um að styrkja akstur aldraðra í messu með einhverjum hætti.

5.    Beiðni Hjálparstofnunar kirkjunnar um 1% framlag af kirkjutekjum var rædd. Ákveðið að athuga greiðslubyrgði. Í framhaldi af því var samþykkt að gera fjárhagsáætlun.

Önnur mál.: Ákveðin dagsetning á árlegum „kúplaþvotti“.

fundarritari Eysteinn Ó. Jónasson.

Fundur sóknarnefndar 12. janúar 1995 í safnaðarheimili kl. 21:30.

Fundinn sátu: Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, María Kjartansdóttir,
Friðsemd Eiríksdóttir, Eysteinn Jónasson, Glúmur Gylfason, Halldór Magnússon,
Gunnar Á. Jónsson og Sigurjón Erlingsson.

1.    Steingrímur Ingvarsson formaður setti fund og stýrði honum. Hann lagði fram tillögu að ráðningarsamningi, eða „Erindisbréf – fyrir stöðu kirkjuvarðar – drög að ráðningarsamningi“.
Umræður voru um væntanlega ráðningu skv. þessu erindisbréfi, verksvið og launakjör. Reiknað er með starfsmanni í fullu starfi með einhverri yfirvinnu.

2.    Gengið frá auglýsingu eftir umsókn um stöðu kirkjuvarðar, sem miðast við að umsóknir berist fyrir 1. febr. nk.

Fundi slitið kl. 2400                      Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 2. febrúar 1995 í safnaðarheimili.

Fundinn sátu Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, Friðsemd Eiríksdóttir, María Kjartansdóttir, Eysteinn Jónasson, Halldór Magnússon safnaðarfulltrúi, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, Glúmur Gylfason organisti, Gunnar á Jónsson og Sigurjón Erlingsson.

Steingrímur formaður setti fund og las upp umsóknir um stöðu kirkjuvarðar en 15 umsóknir hafa borist. Eftir langar umræður um umsóknir var samþ. að tala við 6 umsækjendur og eftirtöldum falið að ræða við þá.: Steingrími, sr. Þóri, Glúmi og Maríu.
Þau leggi síðan álit sitt fyrir fund sóknarnefndar sem stefnt er að eftir u.þ.b. viku.

Sr. Þórir kynnti tillögu frá Óla Th. Ólafssyni um stimpil fyrir kirkjuna. Stimpiltillagan samþ. samhljóða.
Halldór Magnússon ræddi um hljóðkerfi fyrir heyrnarskerta. Magnari ásamt 8 heyrnartækjum gæti kostað ca. 400 þús.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 12. febr. 1995 í safnaðarheimili.

Fundur hófs kl. 2030. Hann sátu: Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson,
María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Eysteinn Jónasson, Gunnar Á. Jónsson,
sr. Þórir Jökull Þorsteinsson og Sigurjón Erlingsson.

Form. Steingrímur setti fund og gerði grein fyrir viðræðum við umsækjendur um stöðu kirkjuvarðar. Rætt var við 7 umsækjendur. Eftir umræður varð sóknarnefnd sammála um að ráða Garðar Einarsson. Gengið var frá bréfi til umsækjenda og þeim þökkuð þátttakan.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson

Fundur sóknarnefndar 30/3 1995 í safnaðarheimili.

Fundur hófst kl. 2130. Fundinn sátu: Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir,
Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, Glúmur Gylfason, Stefán Þorleifsson, nýráðinn umsjónarmaður Garðar Einarsson, Eysteinn Jónasson kom síðar á fundinn.

1.    Steingrímur setti fund og bauð sérstaklega velkominn nýráðinn kirkjuvörð Garðar Einarsson.

2.    Steingrímur skýrði frá því að hann hefði tekið lán að upphæð 3 millj. kr. hjá Landsbréfum/ Landsbanka með bæjarábyrgð og 6,2% vöxtum.

3.    Hann ræddi um framkvæmdir og stöðu þeirra, utan húss og innan.

4.    Þá sagði Steingrímur að ákveðin væri söngför eldri barnakórsins til Skotlands. Samþ. var að kirkjan tæki þátt í kostnaði vegna fararstjórnar.
Þá liggur fyrir að Stefán Þorleifsson er að láta af starfi við kirkjuna vegna brottfarar – til dvalar erlendis, þann 1. júlí nk. Stefán sagði frá starfi sínu og reynslu.
Umræður voru síðan um hvernig fyllt yrði í það skarð sem brottför Stefáns skapar.

5.    Rætt um að aðalsafnaðarfundur verði 28. maí nk.   Samþykkt að styrkja Stefán Þorleifsson um 50 þús. kr. v. utanferðar. Samþykkt að styrkja félagið „Geisla“ um 10 þús. kr.
Garðar umsjónarmaður ræddi um ýmsa þætti sem snerta starf hans.

Fundi slitið kl. 2400
Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar í safnaðarheimili 11. maí 1995.

Fundur hófst kl. 2130 .
Fundinn sátu: Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir,
Garðar Einarsson umsjónarmaður, Halldór Magnússon, Glúmur Gylfason, Gunnar Á. Jónsson, Karl Eiríksson, Sigurjón Erlingsson og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson.

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund.

1.    Steingrímur lagði fram rekstraráætlun – tillögu – fyrir Selfosskirkju 1995, sem hann hefir samið í samráði við Karl Eiríksson gjaldkera. Þar eru tekjur áætlaðar 12.800.þús.kr. en gjöld 10.800 þús. kr. Við umræður var liðurinn „viðhald og endurbætur“ hækkaður um 1 millj. en rekstrarafgangur fer úr 2 millj. í 1 millj.

2.    Sr. Þórir kynnti undirbúning sinn að bæklingi um kirkjuna.

3.    Glúmur Gylfason lagði fram drög að verkefnalista fyrir tvo unglinga í sumarstarfi við kirkjuna við að sýna hana ferðafólki ofl.

4.    Sigurjón Erlingsson taldi þörf á að gerð yrðu nokkur bílastæði við kirkjugarðshlið.

5.    Gunnar Á. Jónsson vakti máls á því að þörf væri á að huga að endurnýjun á messuklæðum og búnaði honum tengd svo sem altarisklæðum.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Aðalsafnaðarfundur Selfosskirkju fyrir árið 1994 haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni guðsþjónustu sunnud. 28. maí 1995

Fundurinn hófs kl. 1145 . Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund og bauð fundargestum að þiggja kaffi og meðlæti. Hjörtur Þórarinsson var tilnefndur fundarstjóri.

1.    Steingrímur flutti síðan ársskýrslu liðins árs. Minntist hann brottfarar sr. Sigurðar Sigurðarsonar sem varð vígslubiskup í Skálholti. Hann sagði síðan frá kjöri sóknarprests á sl. sumri þegar sr. Þórir Jökull Þorsteinsson hlaut flest atkvæði í almennum prestskosningum. Þá gat Steingrímur um ráðningu Garðars Einarssonar í starf kirkjuvarðar. Hann ræddi einnig um kórastarfið sem verið hefir mikið og öflugt. Þá hefir verið ákveðið að hafa kirkjuna opna fyrir gesti í sumar og ráðnar tvær stúlkur í þann starfa. Steingrímur sagði síðan frá framkvæmdum á lóð kirkjunnar sem nú er nær lokið, sagði frá nýrri miðstöðvarlögn sem lokið er og verið að undirbúa loftræstikerfi sem lagt verður bráðlega.

2.    Karl Eiríksson las síðan reikninga.
Reikningar Selfosskirkjugarðs,                                Niðurstöðutölur                  15.797.457,08
Rekstrarreikningur Selfosskirkju:                            Niðurstöðutölur                  29.770.289,93
Efnahagsreikningur                                                 eignir                                120.707.693,00
Hjálparsjóður kirkjunnar                                         Niðurstöðutölur                       983.948,99

Steingrímur flutti Karli Eiríkssyni sérstakar þakkir fyrir reikningshald um langa tíð og umsjón með kirkjunni en Garðar Einarsson hefir nú tekið við því starfi.
Glúmur Gylfason sagði frá kórastarfinu.
Halldór Magnússon ræddi um meðhjálparastörfin og fagnaði Sólrúnu Guðjónsdóttur í starfið.
Rósa B. Blöndals gerði athugasemdir við þá ákvörðun einhverra ráðamanna að tileinka uppstigningardag eldri borgurum, það taldi hún ekki við hæfi frekar en t.d. að tileinka Hvítasunnudag hestamönnum.
sr. Þórir flutti þakkir öllum þeim sem starfa að málefnum Selfosskirkju.
Guðbjörg    taldi vanta betra aðgengi fatlaðra bæði að aðaldyrum og kór kirkjunnar.
Sr. Þórir tók undir þetta og lagði til að þetta yrði athugað betur.
Halldór Magnússon safnaðarfulltrúi sagði frá Héraðsfundi Árnesprófastsdæmis.

Kosningar:   Sóknarnefnd:

Endurkjörnir aðalmenn til 4. ára:   Gunnar Á. Jónsson, Eysteinn Jónasson, Sigurjón Erlingsson.

Til vara: Þóra Grétarsdóttir, Sigurður Jónsson Heiðmörk 1, Sigurður Sigurjónsson.

Endurskoðendur: Aðalmenn: Kristín Pétursdóttir, Sigfús Þórðarson

Til vara: Garðar Eiríksson, Halldór Magnússon.

Safnaðarfulltrúi.: Guðmundur Búason

Til vara:    Ingunn Guðmundsdóttir (frá Loftsstöðum)

Allir framantaldir eru kjörnir til 4. ára

Guðmundur Búason þakkaði traustið.
Steingrímur þakkaði kirkjukvenfélaginu sérstaklega.
Hjörtur fundarstjóri lagði til að sr. Sigurði Sigurðarsyni og frú yrðu sendar sérstakar þakkarkveðjur frá fundinum. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 1312 . Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 12. okt. 1995 í safnaðarheimili.

Mættir eru Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Garðar Einarsson, Eysteinn Jónasson, Glúmur Gylfason, Sigurjón Erlingsson og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson.

Formaður Steingrímur setti fund kl. 2130.

1.    Steingrímur skýrði frá lokaúttekt á lóðarvinnu við kirkjuna. Verktaki vann fyrir 16,4 millj. og er heildarkostnaður talinn nú um 22 millj. kr.

2.    Formaður Steingrímur lagði fram stöðu á rekstraráætlun kirkjunnar miðað við 1. okt. sl. en þá tók Garðar við af Karli.

3.    Glúmur Gylfason las bréf sem hann hefir samið ásamt Steingrími Ingvarssyni til biskups og kirkjuráðs. Efni bréfsins er um það að búið er að vinna undirbúningsvinnu að sálmabókinni með nótum. Er hún nú tilbúin til prentunar. Glúmur Gylfason hefir haft umsjón með verki þessu. Í bréfinu er boðist til að afhenda Kirkjuráði handritið til útgáfu en búið er að tölvuvinna bókina. Í bréfinu er sótt um fjárframlag til Jöfnunarsjóðs vegna þessa verks.
Lagt var fram handritið til skoðunar.

4.    Steingrímur rifjaði upp beiðni Kirkjuþings um að 1% tekna (sóknargjalda) kirkjunnar rynnu til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Samþ. samhlj.

5.    Sr. Þórir reifaði þá hugmynd að ráðið yrði í hlutastarf aðstoðarmanns við kirkjuna. Rætt um að athuga málið betur.

6.    Lagður fram litprentaður tvíblöðungur um Selfosskirkju – Kynningarbæklingur sem sr. Þórir hefir unnið að.

7.    Sr. Þórir sagði frá fyrirhuguðu vetrarstarfi.

8.    Garðar Einarsson ræddi um tryggingarmál kirkjunnar. Skrifaðar hefðu verið upp allar eignir kirkjunnar og munir innanstokks. Hinsvegar, vantaði mat á bókasafni því sem sr. Sigurður Pálsson átti og gefið var kirkjunni og er í skrifstofu sóknarprests.
Einnig vantaði mat á myndir Grétu Björnsson í kirkjunni.
Samþykkt að fá sr. Ragnar Fjalar Lárusson til að líta á bækurnar en sr. Gunnar Kristjánsson að meta myndirnar.
Í ráði að kaupa heildartryggingu.

9.    Steingrímur lagði fram frumtillögur frá embætti húsameistara ríkisins um hugsanlegar breytingar á kirkjunni, t.d. millibyggingu milli turns og safnaðarheimilis.
Lagt fram til kynningar.                                          Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 27. mars 1996 í safnaðarheimili.

Mættir: Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Glúmur Gylfason, Garðar Einarsson og sr. Þórir Jökull Þorsteinsson ásamt undirrituðum sem ritar fundargerð. Fundur hófst kl. 2145 .
Formaður Steingrímur setti fundinn.

1.    Rætt um fyrirhugað vígsluafmæli Selfosskirkju þann 31. mars nk., en þá eru 40 ár frá vígslu kirkjunnar. Sr. Þórir ræddi ýmis atriði sem undirbúin hafa verið. Messað verður í kirkjunni og boðið til kaffidrykkju í Hótel Selfoss. Gerðir hafa verið 100 númeraðir veggskildir ætlaðir til gjafa – postulínsskildir með mynd af merki kirkjunnar. Verða nokkrir skildir afhentir í kirkjunni. Gengið var frá nokkrum atriðum varðandi afmælið.

2.    Samþykkt að heimild til kaupa á ljósritunarvél þannig að gamla vélin yrði tekin uppí og greiddar 35 þús. kr. í milli.

3.    Rætt var um nýafstaðinn úrskurð sr. Bolla Gústafssonar vígslubiskups vegna svonefndrar Langholsdeilu – í Langholtssókn í Reykjavík. Í úrskurðinum er m.a. leitast við að skerpa línur í stjórn kirkjulegra málefna og afmarka verksvið í þeim efnum, m.a. sóknarnefnda.

4.    Stefnt að aðalsafnaðarfundi 5. maí eftir messu sem hefst kl. 1030.

Fundi slitið kl. 2300
Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 2. maí 1996 í safnaðarheimili.

Fundur hófst kl. (ekki skráð, en trúlega kl. 2130)

Fundinn sátu, Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, Friðsemd Eiríksdóttir,
Gunnar Á. Jónsson, Guðmundur Búason, María Kjartansdóttir, Garðar Einarsson,
sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, Sigurjón Erlingsson og Glúmur Gylfason. Eysteinn Jónasson mætti síðar á fundinn.

1.    Formaður Steingrímur setti fund og ræddi um væntanlegan aðalsafnaðarfund nk. sunnudag 5. maí

2.    Lögð var fram rekstraráætlun Selfosskirkju fyrir 1996 og einnig rekstraráætlun kirkjugarðs.
Eftir umræður var samþ. að leggja þessar áætlanir fyrir aðalsafnaðarfund.

3.    Samþ. samhljóða að kirkjan kaupi lítið orgel sem ætlað yrði til notkunar niðri í kirkjunni. Til greina kemur að kaupa orgelið frá Hollandi. Glúmi Gylfasyni falið að annast kaupin í samráði við sóknarnefnd.

4.    Samþ. samhljóða að selja helming þeirra veggskjalda sem gerð voru 100 eintök af vegna 40 ára afmælis kirkjunnar. Fyrstu 50 eintökin verða höfð til gjafa, en eintökin nr. 51 – 100 verði seld á kr. 1.200,- pr. stk.

5.    Samþykkt að fela Garðari að sjá um að gerð verði kortlagning á barnaleiðum í kirkjugarði, nákvæmari en nú er.

Fundi slitið kl. 2230.
Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Aðalsafnaðarfundur að lokinni guðsþjónustu í Selfosskirkju þann 5. maí 1996.

Fundur hófst kl. 1200. Fundarstjóri var Hjörtur Þórarinsson.

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund og fyrsta mál á dagskrá var ársskýrsla sem hann flutti. Rakti hann starfsemina á liðnu ári og er margt um hana skráð í fundargerðir liðins starfsárs.
Steingrímur minntist m.a. 40 ára afmælis kirkjubyggingar sem haldið var hátíðlegt fyrir skömmu. Hann sagði einnig frá væntanlegri útgáfu sálmabókar með nótum sem Glúmur Gylfason hefir haft mestan veg og vanda af. Loftræstikerfið er nú komið í kirkjuna og góð reynsla af því. Þá sagði Steingrímur frá hugmyndum um viðbyggingu við kirkjuna milli turns og safnaðarheimilis.
Frágangi lóðar er nú fullokið. Gengið hefir verið frá tryggingum varðandi kirkju bæði muni og menn.

Þá lagði Steingrímur fram Rekstraráætlun Selfosskirkju fyrir 1996 með niðurstöðutölu 16.194.464,- kr. Einnig var lögð fram rekstraráætlun kirkjugarðs með niðurstöðutölu 8.934.835,- kr.
Þá las Karl Eiríksson gjaldkeri reikninga.
Rekstarreikningur 1995, niðurstöðutölur                            20.246.795,02 kr.
Efnahagsreikningur.: Eignir umfram skuldir.                      126.573.469,00 kr.
Reikningur Selfosskirkjugarðs. Tekjur:                                   9.091.712,00 kr.
Gjöld:                                  5.886.878,00 kr.

Hjálparsjóður Selfosskirkju       Inneign:                                     971.081,24 kr.

Þá lýsti Karl Eiríksson því yfir að hann léti nú af störfum sem reikningshaldari eftir 35 ára starf.

Guðmundur Búason safnaðarfulltrúi sagði frá aðalfundi Árnesprófastsdæmis sem var í Skálholti í október sl.

Ragnheiður Jónsdóttir spurðist fyrir um laun organista. Steingrímur skýrði launafyrirkomulag.
Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

Sr. Þórir sagði frá daglegu starfi í kirkjunni en þar fer fram margskonar félagstarfsemi í hennar húsum. Sr. Þórir ræddi einnig um stöðu þjóðkirkjunnar almennt og starf prestsins, fermingarundirbúning ofl. en fundarmenn spurðu nokkurra spurninga um þessi efni.

Fundarstjóri flutti þakkir til allra þeirra sem unnið hafa á vegum kirkjunnar á liðnum tíma.

Fundi slitið kl. 1308.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar haldinn í safnaðarheimili 18. nóv. 1996.

Fundur hófst kl. 2045.

Fundinn sátu Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson,   María Kjartansdóttir,
Friðsemd Eiríksdóttir, Guðm. Búason, Glúmur Gylfason, Garðar Einarsson,
Eysteinn Jónasson, Gunnar Á. Jónsson og Sigurjón Erlingsson.
Sr. Þórir boðaði forföll vegna lasleika.

1.    Steingrímur setti fund og sagði fundarefni vera að ræða um vetrarstarfið, fjármál ofl. Lögð var fram rekstraráætlun fyrir Selfosskirkju fyrir 1996 ásamt rauntölum (útkomu) miðað við 31/8 ´96.

Glúmur Gylfason sagði frá kórastarfinu og öðru sem snertir söngmál og hljóðfæri, hann minnti einnig á þörfina á því að ráða einhvern hæfan aðila í stað Stefáns Þorleifssonar sem lét af starfi vorið ´95 vegna brottflutnings. Ræddir voru möguleikar í þessu efni og Glúmi falið að athuga málið nánar.
Þá var rætt um kaup á ljósritunarvél sbr. samþykkt fundar 27. mars ´96.

Þá vakti athygli fundarmanna að Guðmundur Sveinsson hefir smíðað vandað skrifborð handa sóknarprestinum og er það nú komið í skrifstofu prestsins. Þá hefir Guðmundur einnig skipt um lit á prédikunarstól og gert hann dekkri til samræmis við annað tréverk.

Upplesið              Fundi slitið kl. 2215  Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Guðmundur Búason, Gunnar Á. Jónsson, Garðar Einarsson, Karl Eiríksson.

Fundur sóknarnefndar 28. nóv. 1996 í safnaðarheimili.

Mættir undirrita fundargerð.
Fundur hófst kl. 2130 .

Steingrímur setti fund og las síðan bréf sem sóknarprestur sr. Þórir ritaði stjórn prestssetrasjóðs í apríl sl. varðandi húsnæðismál sóknarprests á Selfossi. Ekki er um að ræða að sjóðurinn taki undir erindi um prestsetur á Selfossi. að svo stöddu.

Rætt var um húsnæðismál sóknarprests í framhaldi af þessu og Steingrími Ingvarssyni falið að ræða málið nánar við sóknarprest og fleiri aðila.

Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, María Kjartansdóttir, Garðar Einarsson,
Friðsemd Eiríksdóttir og Sigurjón Erlingsson fundarritari.

Sóknarnefndarfundur

var haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar 29. jan. 1997 kl. 18. Mættir voru:

Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Gunnar Á. Jónsson, Eysteinn Jónasson, Karl Eiríksson og Sigurður Sigurjónsson.

Rætt var um væntanleg íbúðarkaup sóknarprestsins, hvort og þá á hvern hátt sóknarnefndin gæti greitt fyrir að fjármagna kaupin. Engin endanleg ákvörðun tekin, en Steingrími og Guðmundi falið að athuga möguleika.

Fleira ekki tekið fyrir. Karl Eiríksson (sign).
Innfært í fundargerðabók skv. handriti Karls.                   Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 2. febr. 1997 í safnaðarheimili.

Hófst fundur kl. 1800.

1.    Rætt um á hvern hátt hægt er að stuðla að því að sóknarprestur eignist íbúð.
Samþykkt að fela Steingrími og Guðmundi Búasyni að undirbúa útgáfu skuldabréfs að upphæð 1,8 millj. eða sem næst þeirri tölu með veði í íbúð sem sóknarprestur væntanlega kaupir. Skuldabréfið yrði til 4 ára afborgunarlaust, en verðtryggt, en vextir greiddir mánaðarlega.
Ofanritað samþykkt samhljóða af fundarmönnum sem undirrita fundargerð.
Eysteinn Jónasson lýsti auk þess samþykki sínu en varð að yfirgefa fundinn áður en honum lauk.

2.    Samþykkt samhljóða að kirkjugarðssjóður greiði sem svarar 10% í orgelkaupum, eða um
4 millj. kr., en verðmæti beggja orgela er um 40 millj. kr.

Fundi lauk kl. 1857.

Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir,
Guðmundur Búason og Sigurjón Erlingsson fundarritari.

 

Sóknarnefndarfundur

var haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar 23/5 1997 kl. 1700.

Mættir: Steingrímur Ingvarsson, Karl Eiríksson, Gunnar Á. Jónsson, María Kjartansdóttir, Eysteinn Jónasson.

Lagðir fram reikningar kirkjunnar f. árið 1996 sem nú eru unnir af K.P.M.G. Endurskoðun á Selfossi og endurskoðaðir af endurskoðendum kirkjunnar.
Voru reikningarnir samþykktir og undirritaðir af sóknarnefnd.

Rætt um aðalsafnaðarfund sem verður nk. sunnudag. Fjórir nefndarmenn ganga úr að þessu sinni og hefir einn nefndarmanna, Karl Eiríksson lýst yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hefir nú verið í sóknarnefnd í 45 ár. Samþykkt að stinga upp á Ólafi Ólafssyni sem er í varasóknarnefnd í stað Karls.

Fleira ekki tekið fyrir.               Karl Eiríksson sem ritaðir fundargerð.

Innfært í fundargerðabók af Sigurjóni Erlingssyni.

Aðalsafnaðarfundur 25. maí 1997 í safnaðarheimili Selfosskirkju

haldinn að aflokinni guðsþjónustu og hófst kl. 1220.

Formaður Steingrímur Ingvarsson setti fund og tilnefndi Hjört Þórarinsson fundarstjóra.

Dagskrá:              1.       Skýrsla formanns sóknarnefndar.
2.       Reikningar sl. árs.
3.       Rekstraráætlun 1997.
4.       Kosning fjögurra manna í sóknarnefnd og jafnmargra til vara.
5.       Önnur mál.

1.    Steingrímur flutti skýrslu um starfið á liðnu ári. Þar kom fram m.a. að messur hafa verið 64. Brúðkaup 10 og jarðarfarir 31. Sunnudagaskóli hefir verið eins og undanfarin ár með 40 – 50 börnum. Kórastarfið hefir verið mikið bæði hjá Barna- Unglinga- og kirkjukór.
Karl Eiríksson lætur nú af störfum sem gjaldkeri og færði sóknanefnd honum blómvönd í þakklætisskyni, en Karl lætur einnig af starfi í sóknarnefnd.

2.    Garðar Hólm sem nú hefir tekið við gerð ársreiknings flutti reikninga kirkjunnar:
Rekstrarreikning Selfosskirkju með niðurstöðutölu:                16.359.737,- kr.
Efnahagsreikningur með niðurstöðutölu:                              132.973.857,- kr.
Selfosskirkjugarður með niðurstöðutölu:                                   6.531.566,- kr.
Efnahagsreikn. kirkjugarðs með niðurstöðutölu:                       7.048.829,- kr.
Hjálparsjóður Selfosskirkju með niðurstöðutölu:                          134.071,- kr.
Efnahagsreikningur Hjálparsjóðs með niðurstöðutölu:             1.105.152,- kr.

Sr. Þórir Jökull flutti þakkir og lýsti ánægju með reikninga.
Gunnar Á. Jónsson þakkaði einngi og sókaði frekari skýringa á nokkrum liðum útgjalda. Voru þær veitta af Garðari Hólm og Garðari Einarssyni.

 


Hjörtur fundarstjóri flutti eftirfarandi um gerð reikninga:

Enginn séð þetta áður fyrr
Hvað uppsetningu varðar,
ungir í starfi ágætir.
Öryggir báðir Garðar.

3.    Steingrímur flutti rekstaráætlun fyrir Selfosskirkju 1997.
Niðurstöðutölur:           17.000.000,- kr.

Rekstraráætlun kirkjugarðs,
Niðurstöðutölur:           6.700.000,- kr.

Halldór Magnússon spurði um liðinn Æskulýðsstarf í gjaldalið rekstraráætlunar kirkjunnar en Garðar Hólm skýrði það nánar.
Reikningar samþykktir samhljóða.

4.    Kosning 4 manna í sóknarnefnd og 4 til vara. Karl Eiríksson sem lengi hefir verið í nefndinni bast undan endurkjöri.
Kjörnir voru eftirfarandi, til 4 ára, samhljóða.

                                                        Aðalmenn:

Steingrímur Ingvarsson

Ólafur Ólafsson

Friðsemd Eiríksdóttir

María Kjartansdóttir.

Til vara:

Sigríður Bergsteinsdóttir

Hjörtur Þórarinsson

Jón Ólafsson frá Syðri Velli

Eygló Gunnarsdóttir

 

Sr. Þórir flutti þakkir til form. sóknarnefndar og allra þeirra sem hann hefir starfað með.

Steingrímur Ingvarsson gat þess að hann bæðist undan endurkjöri sem formaður sóknarnefndar.

Kaffiveitingar voru í boði kirkjukvenfélagsins.   Fundi slitið kl. 1315.

Steingrímur Ingvarsson,l Hjörtur Þórarinsson, Karl Eiríksson, Gunnar Á. Jónsson og Friðsemd Eiríksdóttir.

Fundur Sóknarnefndar 17. júlí 1997 í safnaðarheimili. Hófst kl. 2030.

Steingrímur Ingvarsson setti fund.

1. mál: Skipting starfa í stjórn. Steingrímur lagði fram tillögu um Eystein Jónasson sem formann en Sigurjón Erlingsson ritara. Samþ. samhljóða.

2.    Steingrímur skýrði frá því að leitað hefði verið eftir því af umsjónarmanni kirkjugarða hvort Selfosskirkja vildi gerast aðili að Kirkjugarðasambandi. Samþ. samhljóða.

3.    Steingrímur sagði frá nýsamþykktum „Lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar“ og kynnti nokkur atriði úr lögunum. Einnig tillögu til þingsályktunar um samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta ofl.

Fundi slitið kl. 2200. Mættir undirrita fundargerð: Eysteinn Ó. Jónasson, Þórir Jökull Þorsteinsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson,
Steingrímur Ingvarsson, Þóra Grétarsdóttir og Garðar Einarsson.
Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 19. febr. 1998 í safnaðarheimili hófst kl. 2130.

       Mættir undirrita fundargerð.

1.    Eysteinn lagði fram til kynningar teikningu af Selfosstúni, sem liggur að bílastæðum kirkjunnar. Á teikningu þessari er gert ráð fyrir byggingum norðan Þóristúns og möguleikum á bílastæðum sem liggja að núverandi bílastæðum kirkjunnar. Vera kann að spilda þessi byðist kirkjunni til kaups. Hún er 1.565 m2 . Sóknarnefnd taldi að þessi kaup gætu verið nauðsynleg.

2.    Samþykktur styrkur til Barnakórs Selfosskirkju vegna Danmerkurferðar að upphæð allt að
1 milljón kr.

3.    Ólafur Ólafsson ræddi um að ástæða væri til að athuga hvort kirkjan legði til vagn til flutninga á kistunni í kirkjugarð. Samþ. að kirkjuvörður athugi málið nánar.
Sigurjón lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sóknarnefnd samþykkir að láta gera minningarreit í kirkjugarðinum. „Til minningar um ástvini sem hvíla í fjarlægð“. Samþ. samhlj. og sóknarpresti falið að útfæra hugmyndina frekar.Fundi slitið kl. 2300.

Þ.J.Þ., Sigurjón Erlingsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Ólafur Ólafsson, María Kjartansdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Glúmur Gylfason, Garðar Einarsson.
Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Aðalsafnaðarfundur 10. maí 1998 í safnaðarheimili.

Hófst að aflokinni guðsþjónustu kl. 1200.

formaður Eysteinn Jónasson setti fund og gerði tillögu um Hjört Þórarinsson sem fundarstjóra.

1. Eysteinn flutti skýrslu fyrir liðið starfsár. Fjölda athafna sem fram hafa farið í kirkjunni og annað starf, sem kirkjunni tengist, svo sem kórastarfið.
Þá gat hann þess að Ella M. Jónasson sem nýlega er látin hefði arfleitt Selfosskirkju að helmingi eigna sinna eftir sinn dag.
Gengið hefur verið frá rakajöfnunarkerfi í kirkjuna og hátalarakerfi bætt.
Í kirkjugarði er í byggingu vinnuskúr og leitt hefir verið í hann rafmagn og vatn.

Þá lag Garðar Hólm reikninga.

Rekstrarreikningur Selfosskirkju                 Niðurstöðutala:             14.641.210,- kr.
Efnahagsreikningur Selfosskirkju                Eigið fé:                       135.495.091,- kr.
Rekstrarreikningur Selfosskirkjugarðs       Niðurstöðutala:               6.730.136,- kr.
Efnahagsreikningur Selfosskirkjugarðs       Eigið fé.                           8.910.367,- kr.
Rekstrarreikningur hjálparsjóðs Self.kirkju                                            336.917,- kr.
Efnahagsreikningur hjálparsjóðs Self.kirkju                                        1.317.069,- kr.

Spurt var um nokkra liði reikninga og þeir skýrðir af Garðari og fleirum. Rætt var um í framhaldi af fyrirspurn frá Gunnþóri Gíslasyni hvort ástæða væri til að kirkjan tæki greiðslu fyrir að lána kirkjuna ýmsum aðilum til tónleikahalds.
Sr. Þórir ræddi um starfshætti kirkjunnar almennt, hlutverk sóknarnefndar og þann mun sem er á því orði og orðinu safnaðarstjórn sem hann taldi að ætti ekki við.

Þá gat sr. Þórir þess að Guðrún Eggertsdóttir djákni væri sest hér að og ræddi þann möguleika að hún yrði djákni við Selfosskirkju.
Guðmundur Búason safnaðarfulltrúi sagði frá hlutverki sínu í því starfi.
Sr. Þórir ræddi um útvarpsmessur frá Selfosskirkju.

Gunnþór Gíslason spurði um hvað fyrirhugað væri í viðhaldi húseigna.
Eysteinn Jónasson svaraði að ákvarðanir um það yrðu teknar sem fyrst.
Sr. Þórir varpaði fram þeirri fyrirspurn til fundarins hvort ástæða væri til að stefna að samfundi eftir messu, t.d. einu sinni í mánuði – kirkjukaffi þar sem tóm gæfist til umræðna um sóknarmálefni.
Rósa B. Blöndals þakkaði sóknarpresti fyrir góða þjónustu við söfnuðinn.
Gunnar Á. Jónsson benti á nauðsyn þess að kynna meir en gert er starf innan kirkjunnar t.d í héraðsblöðum.

Þeir Hjörtur og Eysteinn þökkuðu báðir fyrir gott starf og Eysteinn sleit fundi kl. 1345.
Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Sóknarnefndarfundur 11. júní 1998 í safnaðarheimili hófst kl. 2045.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og ræddi um fundarefni. Hann skýrði frá því að Steingrímur Ingvarsson hefði ritað minningargrein um Valgerði konu Bjarna Dagssonar fh. sóknarnefndar, en Valgerður lést fyrir fáum dögum og verður jarðsungin frá Selfosskirkju nk. laugardag.
Þá kynnti Eysteinn Jónasson bréf til sóknarnefndar frá Guðrúnu Eggertsdóttur djákna sem sækir um 50% starf við Selfosskirkju frá haustinu 1998.
Sr. Þórir skýrði frá hvað falist gæti í starfi djákna ef ráðin yrði að Selfosskirkju, hann taldi það mjög æskilegt ef af ráðningu gæti orðið.
Sóknarnefnd ræddi málið og voru allir sammála um að stefna að ráðningu Guðrúnar með haustinu. Var það samþykkt með öllum atkvæðum.
Formanni, sóknarpresti og Steingrími var falið að undirbúa starfslýsingu. Stefnt er að því að Guðrún verði sett inn í embætti sunnud. 4. okt. nk.

Rætt var um messutíma, viðhald kirkju utanhúss ofl.

Fundinn sátu: Eysteinn Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson,
Steingrímur Ingvarsson, Gunnar Á. Jónsson, Garðar Einarsson, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson og Sigurjón Erlingsson sem ritar fundargerð.

 

Sóknarnefndarfundur 20. ágúst 1998 í safnaðarh. hófst kl. 2030

Mættir: Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, Steingrímur Ingvarsson, sóknarpr. sr. Þórir Jökull, kirkjuvörður Garðar Einarsson,
Gunnar Á. Jónsson, Glúmur Gylfason og Sigurjón Erlingsson sem ritar fundargerð.

Eysteinn formaður setti fund.

1. mál: Flutningavagn til flutninga á kistum. Garðar upplýsti að rætt hefði verið við Guðmund Halldórsson rennismið og Jón Vilhjálmsson hjá járnsmiðjunni. Vagninn væri í hönnun.

2. mál: Minningarreitur í kirkjugarði sbr. tillögu 19. febr. sl.   Rætt var um staðinn austast í eldri garði þar sem áhaldaskúr er nú en verður fjarlægður bráðlega. Samþykkt að athuga þennan stað frekar – stærð ofl.

3. mál: Sr. Þórir sóknarprestur skýrði frá því að hann hefði hug á að fara til frekari starfa erlendis, að ósk herra Karls Sigurbjörnssonar biskups. Þjónusta þessi byggist á svonefndum Porvoou sáttmála sem er milli kirkna á Norðurlöndum og ensku biskupakirkjunnar. Er um að ræða tímann frá októberbyrjun nk. til maíloka í launalausu leyfi. Staður sá sem hér um ræðir heitir Seunthorpe og er skammt frá borginni Lincoln í Englandi. Yrði séra Þórir f.h. ísl. þjóðkirkjunnar. Í athugun er hver gæti leyst sr. Þóri af þennan tíma. Samþ. að athuga nánar að rétt sé að því máli staðið.

4.       Sr. Þórir lagði fram drög að starfslýsingu fyrir djákna sbr. samþykkt frá fundi 11. júní sl. Rætt var um að stefna að innsetningu djákna í starfið þann 27. sept. nk.

5.       Tónleikahald. Glúmur sagði frá tónleikum sem fyrirhugaðir eru í haust í kirkjunni.
Þá hefur hann tekið saman „Tíðasöng“ fyrir alla daga vikunnar bænir ofl.
Þá lagði Glúmur fram tilboð sem hann hefir fengið í prentun á 56 síðna bæklingi „Tíðarsöngur“. Samþykkt að fresta umræðum um þennan lið til næsta fundar.

Hér hefur Sigurjón fundarritari yfirgefið fundinn og Steingrímur Ingvarsson klárað fundargerð.

6.       Rætt var um þær umræður í fjölmiðlum sem farið hafa fram að undanförnu um tónlistarflutning í kirkjunni á Selfossi. Form. mun gera grein fyrir afstöðu sóknarnefndar í Sunnlenska í n.k. viku.
Næsti fundur ákv. 3. sept.

Fundi slitið.

Steingrímur Ingvarsson, Sunnar Á. Jónsson, Ólafur Ólafsson, María Kjartansdóttir,
Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Þ.J.Þ. , G. Einarsson, G. Gylfason.

 

Sóknarnefndarfundur 7. sept. 1998 í safnaðarheimili. Hófst kl. 2035.

1.       Formaður Eysteinn setti fund og lagði fram tillögu að starfssamningi við djákna sem væntanlega mun hefja störf 15. sept. nk. í 50% starfi. Samningurinn samþ. samhljóða. Starfskjör eru kr. 132.552,- fyrir fullt starf skv. núgildandi kjarasamningi. Fer þá innsetning Guðrúnar fram við guðsþjónustu þann 27. sept. nk. og býður sóknarnefnd til kaffisamsætis á Hótel Selfoss á eftir.

2.       Sr. Þórir, skýrði frá því að sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur í Holti í Önundarfirði gæfi kost á því að gegna starfi prests á Selfossi í fjarveru sr. Þóris til næsta vors. Verða þau hjón þá búsett á Selfossi þennan tíma. Er ráðstöfun þessi gerð í samráði við biskup og vígslubiskup í Skálholti. Mun sr. Gunnar flytja messu þann 4. okt. nk. og býður sóknarnefnd til kaffidrykkju í safnaðarheimili að messu lokinni. Sóknarnefnd lýsti samhljóða samþykki við þjónustu sr. Gunnars.

3.       Eysteinn kynnti bréf um útgáfu „Víðförla“, fréttabréfs kirkjunnar. Samþ. að Selfosskirkja kaupi 15 eintök handa aðalmönnum í sóknarnefnd, en það sem umfram er liggi frammi í kirkjunni. Samþykkt samhljóða.
Rætt var um ýmis efni og stöðu þeirra, s.s. utanhúss múrviðgerðir, smíði á vagni til flutnings á kistu í kirkjugarð, stækkun á bílastæðum, fyrirhugaðan minningarreit.

4.       Glúmur Gylfason kynnti tilboð frá Prentsmiðju Suðurlands í prentun á 1.000 eintökum af „Tíðarsöng“ sem hann hefir búið undir prentun. Verð kr. 333.034,-. Samþ. heimild til Eysteins og Glúms að semja um málið.

Ályktun.:
„Vegna umræðu í sjónvarpi og blöðum að undanförnu um tónlistarflutning í Selfosskirkju, lýsir sóknarnefnd yfir fyllsta stuðningi við afstöðu sóknarprests, organista og formanns sóknarnefndar og þá tónlistastefnu sem þeir hafa staðið fyrir.
Samþykkt samhljóða.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson., Þórir Jökull Þorsteinsson, Eysteinn Ó. Jónasson,
María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, Steingrímur Ingvarsson, Gunnar Á. Jónsson, Garðar Einarsson.

Fundur sóknarnefndar 26. nóv. 1998 í safnaðarheimili hófst kl. 2130.

Mættir allir aðalmenn nema Gunnar Á. Jónsson, auk þeirra sr. Gunnar Björnsson,
Guðrún Eggertsdóttir djákni og Garðari Einarsson kirkjuvörður.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund. Hann kynnti bréf sem borist hafa.:

1. frá sambandi ísl. kristniboðsfélaga með beiðni um framlag. Ekki afgreitt.
2. bréf frá KFUM og KFUK með fjárbeiðni ca. 10 kr. pr sóknarbarn. Samþ. samhljóða kr. 10.000,- tíu þúsund.
3. bréf frá Geisla – félagi um sorg og sorgarviðbrögð með beiðni um fjárframlag. Samþ. samhlj. kr. 25 þús.

Glúmur Gylfason sagði frá því hve vel hefði gengið með sálmabókina sem Selfosskirkja stóð fyrir að undirbúa, en Glúmur vann það verk, en bókin er með bótum. Skálholtsútgáfan gaf síðan bókina út í umboði kirkjuráðs 1997. Glúmur lagði bókina fram til sýnis.
Þá lagðir Glúmur fram bókina Tíðarsöng sem Selfosskirkja er útgefandi að 1998 sbr. samþykkt sóknarnefndar 7. sept. ´98.
Þá lýsti Glúmur frábærum árangri Margrétar Bóasdóttur í kórastarfinu við kirkjuna.

Önnur mál. Sr. Gunnar vakti máls á því að kona hans fengi aðgang að píanóinu sem er uppi í safnaðarheimilinu, þegar það er ekki í annarri notkun. Samþ. samhljóða.

Stefnt að næsta fundi um miðjan janúar.
Sr. Gunnar flutti þakkir fyrir ánægjulegt samstarf.

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Steingrímur Ingvarsson, Guðrún Eggertsdóttir, Garðar Einarsson,
Glúmur Gylfason, Gunnar Björnsson og Sigurjón Erlingsson sem ritaði fundargerð.

Fundur sóknarnefndar 26. jan. 1999 í safnaðarheimili. Hófst kl. 2120.

Mættir eru.: Eysteinn, María, Friðsemd, Steingrímur, Sigurjón, sr. Gunnar, Guðrún djákni, Glúmur organisti og Margrét Bóasdóttir söngstjóri.

1.    Formaður Eysteinn setti fund og sagði fyrst frá breytingum á kjöri í sóknarnefndir, skv. nýjum starfsreglum um sóknarnefndir sem tóku gildi 1. jan. 1999. Formaður las upp starfsreglurnar og rætt var um þær.

2.    Glúmur Gylfason ræddi um kórastarf unglingakórsins og barnakórsins.
Margét Bóasdóttir sagði frá að til stæði að taka upp á geislaplötu söng unglingakórsins, hún sagði frá ýmsu öðru í starfi kórsins, s.s. ferðalög út um landið og samstarfi við aðra kóra sem fyrirhuguð eru.

3.    Stefnt skal að aðalsafnaðarfundi 28. febr. nk. að lokinni messu eða um kl. 1200.

Sigurjón ræddi um minningarreit í kirkjugarðinum sem áður hefir verið á dagskrá. Samþ. að Sigurjón ræði málið við Odd Hermannsson landslagsarkitekt og jafnframt verður Garðari kirkjuverði falið að kynna sér tilhögun slíkra reita annarsstaðar.

Guðrún Eggertsdóttir djákni sagði frá því að hún hygðist far um miðjan maí og fram í sept. til námsdvalar í Bandaríkjunum. Samþ. að veita henni launað leyfi þetta tímabil.

Fundi slitið kl. 1120.

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Björnsson, Guðrún Eggertsdóttir og Sigurjón Erlingsson (fundarritari).

Fundur sóknarnefndar 4. mars ´99 í safnaðarheimili. Fundur hófst kl. 2040.

Fundinn sátu. Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir,  Friðsemd Eiríksdóttir,
Steingrímur Ingvarsson, Gunnar Á. Jónsson, Sigurjón Erlingsson, Garðar Einarsson.

1.    Formaður Eysteinn setti fund og skýrði frá því að í smíðum væri vagn til að aka kistum á sbr. fundargerð 20. ág. ´98. Hefir Eysteinn ofl. skoðað vagninn og telur hann lofa góðu.

2.    Eysteinn kynnti tillögur Odds Hermannssonar landslagsarkitekts að minningarreit í kirkjugarði. Oddur lagði til tvær tillögur sem fundarmenn skoðuðu. Samþ. að skoða þær nánar.

3.    Eysteinn lagði fram ársreikning Selfosskirkju sem K.P.M.G. endurskoðun H/F hefir samið ásamt drögum að rekstraráætlun fyrir árið 1999 sem samin er af Eysteini ofl.
Nokkrar umræður urðu um rekstur og viðhald í tengslum við rekstraráætlunina, m.a. var Garðari falið að athuga með að koma snjóbræðslukerfi í notkun í stéttum kirkjunnar.

4.    Bréf frá kór Fjölbrautaskólans vegna ferðar kórsins til Stuttgart til þátttöku í kirkjuþingi evangelísk- lúterskrar kirkna í Þýskalandi, óskað er eftir fjárstuðningi vegna ferðarinnar. Erindinu hafnað.

5.    Rætt um aðalsafnaðarfund nk. sunnudag og kosningu í sóknarnefnd á árinu 1999, skv. „Starfsreglum um sóknarnefndir“ sem tóku gildi 1. janúar 1999. Samþ. að fjölga sóknarnefndarmönnum úr 7 í 9. Verða þeir allir kosnir nú – nk. sunnudag skv. áðurnefndum starfsreglum.

Fundi slitið kl. 2310.
Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Steingrímur Ingvarsson, Garðar Einarsson, Gunnar Á. Jónsson,
Sigurjón Erlingsson fundarritari.

Aðalsafnaðarfundur sunnudaginn 7. mars 1999
haldinn í safnaðarheimili að lokinni messu.

Fundur hófst kl. 1245. Eysteinn Jónasson setti fundinn. Fundinum stjórnaði Hjörtur Þórarinsson en Sigurjón Erlingsson ritaði fundargerð.

1.    Formaður sóknarnefndar Eysteinn Jónasson flutti skýrslu stjórnar. Hann sagði frá leyfi
sr. Þóris sóknarprests til starfa hjá ensku biskupakirkjunni en sr. Þórir er væntanlegur til starfa aftur hjá Selfosskirkju í byrjun júlí nk. Hann flutti sr. Gunnari Björnssyni þakkir fyrir góð störf en hann hefir þjónað í fjarveru sr. Þóris.
Eysteinn ræddi um kórastarfið, ráðningu Guðrúnar Eggertsdóttur í 50% starf djákna, viðhald húseigna, smíði á vagni til að flytja á kistur, þá benti hann á tillögur að minningarreit í kirkjugarði sem eru til sýnis á fundinum, tillögurnar eru gerðar af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt.

2.    Sr. Gunnar Björnsson sagði frá störfum sínum en hann hefir gegnt starfi frá 1. okt. sl. Hann hefir sungið 23 messur og séð um sunnudagsskólahald. Hann sagði einnig frá öðru kirkjustarfi.

3.    Reikningar 1998. Garðar Hólm flutti og skýrði :
1.           Rekstarreikningur Selfosskirkju              Niðurstöðutölur             20.521.579,- kr.
2.           Efnahagsreikningur                                Eignir samtals.            139.138.294,- kr.
3.           Rekstrarreikningur kirkjugarðs              Niðurstöðutölur               7.324.341,- kr.
4.           Efnahagsreikningur kirkjugarðs             Eignir                               9.953.817,- kr.
5.           Hjálparsjóður Selfosskirkju                     Rekstrarreikningur             287.388,- kr.
6.           Efnahagsreikn. hjálparsjóðs                   Niðurstöðutala                1.573.583,- kr.

Nokkrar fyrirspurnir komu sem skýrðar voru af Garðari Hólm, Eysteini Jónassyni og
Gunnari Á. Jónssyni.
Reikningar bornir upp og samþ. samhljóða.

4.    Eysteinn Jónasson lagði fram rekstraráætlun fyrir árið 1999.
Tekjur áætlaðar          16.920.000,- kr.
Gjöld áætluð               14.000.000,- kr.
Hagnaður                      2.920.000,- kr.

Rekstraráætlun fyrir kirkjugarð
Tekjur                            7.200.000,- kr.
Gjöld                             6.720.000,- kr.
Mism.                               480.000,- kr.

5.    Eysteinn Jónasson sagði frá aðalfundi héraðsnefndar og skýrði breytingar sem orðið hafa á starfsreglum um sóknarnefndir og hafa nýlega tekið gildi. Skv. því er nú ákveðið að aðalmenn í sóknarnefnd á Selfossi verði 9 í stað 7 og jafnmargir til vara.
Þá kýs sóknarnefnd safnaðarfulltrúa úr sínum hópi framvegis.
Verður nú öll sóknarnefnd, aðal- og varamanna kosin á þessum fundi. til 4 ára og skemur skv. lögum. Tillaga fráfarandi sóknarnefndar er svohljóðandi.:

Aðalmenn:

Eysteinn Ó. Jónasson

Friðsemd Eiríksdóttir

Gunnar Á. Jónsson

María Kjartansdóttir

Ólafur Ólafsson

Sigurjón Erlingsson

Steingrímur Ingvarsson

Guðmundur Búason

Eygló Gunnarsdóttir.

Varamenn skv. röð sem sóknarnefnd raðar á næsta fundi. Samþ. með 6 atkv., enginn á móti.

Hjörtur Þórarinsson

Jón Ólafsson frá Syðri Velli

Sigríður Bergsteinsdóttir

Sigurður Jónsson Heiðmörk 1

Sigurður Sigurjónsson lögm.

Þóra Grétarsdóttir

Guðmundur Jósepsson

Ingunn Guðmundsdóttir Ártúni

Jóna Bára Jónasdóttir

Skoðunarmenn reikninga:           Aðalmenn Kristín Pétursdóttir, Sigfús Þórðarson
Varamenn Garðar Eiríksson,   Halldór Magnússon

Guðrún Eggertsdóttir djákni sagði frá starfi sínu og námskeiðum sem hún hefir staðið fyrir.

Hjörtu Þórarinsson spurði um hvort ástæða væri til að opna umræðu um samstarf sóknarnefnda í hinu nýstofnaða sveitarfélagi Árborg.

Halldór Magnússon meðhjálpari óskaði eftir að þriðji meðhjálpari væri ráðinn.

Glúmur Gylfason flutti þakkir fyrir gott samstarf. Sama gerði kirkjuvörður Garðar Einarsson.

Þvínæst sagði fundarstjóri:
Tekið hafið mörg til máls
margt hef augum litið,
dagskrá lokið, farið frjáls,
fundinum er slitið.

Fundi lauk um kl. 15.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 25. mars 1999 í eldhúsi safnaðarheimilis, hófs kl. 21.

Eysteinn Jónasson setti fund.

1. mál. Verkaskipting stjórnar:

Formaður: Eysteinn Jónasson Samþ. samhlj.
Ritari: Sigurjón Erlingsson   Samþ. samhlj.

Samþykkt var að fela Garðari Einarssyni að vera gjaldkeri.
Safnaðarfulltrúi: Guðmundur Búason   samþ. samhlj.
Varaformaður Steingrímur Ingvarsson. samþ. samhlj.

Síðan fór fram kjör varamanna í sóknarnefnd. Dregið var um nöfnin sem komu í þessari röð:

1.    Jóna Bára jónasdóttir

2.    Jón Ólafsson (frá Syðra Velli)

3.    Sigurður Jónsson (Sigurðss. í Seljatungu)

4.    Sigurður Sigurjónsson (lögmaður)

5.    Hjörtur Þórarinsson

6.    Guðmundur Jósepsson

7.    Ingunn Guðmundsdóttir

8.    Þóra Grétarsdóttir

9.    Sigríður Bergsteinsdóttir.

Mættir undirrita fundargerð kl. 2150

Sigurjón Erlingsson, Eygló J. Gunnarsdóttir, Guðmundur Búason, Eysteinn Ó. Jónasson, Gunnar Á. Jónsson, Friðsemd Eiríksdóttir.

Fundur sóknarnefndar 29. apríl ´99 í safnaðarheimili. Hófst kl. 2109.

Eysteinn Jónasson formaður setti fund.

1. mál: Formaður las bréf frá sr. Gunnari Björnssyni þar sem hann óskar eftir húsnæðisstyrk þann tíma sem hann þjónar í Selfosssókn, þ.e. 8 mánuði. Samþykkt samhljóða kr. 120.000,- fyrir þetta tímabil.

2. mál: Minningarreitur. Tillaga: Sóknarnefnd fer þess á leit við Odd Hermannsson arkitekt að hann athugi möguleika á því hvort hægt sé að sameina tillögur hans á þann hátt að hringlaga reitur í tillögu A verði settur í miðju á tillögu B.
Sóknarnefnd felur Sigurjóni Erlingssyni að ræða við Odd um málið.
Samþykkt samhljóða.

Eysteinn Ó. Jónasson, Steingrímur Ingvarsson, María Kjartansdóttir,
Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Búason.   Sigurjón Erlingsson ritaði fundargerð.

 

 

Fundur sóknarnefndar 9. sept. 1999 í safnaðarheimili.

Í upphafi fundar flutti sr. Þórir Jökull ritningarlestur og bæn.

1.    Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og ræddi fyrst um framkvæmdir við minningarreit í kirkjugarði. Unnið er eftir tillögu Odds Hermannssonar sem gerð var í samræmi við samþykkt síðasta fundar. Oddi var falið að sjá um verkið og til þess er ráðinn Valdimar Árnason húsasm. Er hann byrjaður á verkinu.
Þá gat formaður þess að fyrir nokkru er fullbúinn vagninn til flutnings á kistum við útfarir. Er hann nú til taks í kirkjunni.

2.    Þá kynnti formaður bréf frá formanni Kristnihátíðarnefndar frá 16. ágúst sl. þar sem sagt er frá bæklingi sem gefinn hefir verið út um kristnitökuna og sögu kristni á Íslandi.

3.    Þá las formaður bréf sem hann ritaði sr. Úlfari Guðmundssyni prófasti vegna þess að styrkur Héraðssjóðs Árnessprófastsdæmis vegna septembertónleika í Selfosskirkju var lækkaður frá því sem áður var. Þá las formaður svarbréf frá prófasti þar sem hann ræðir m.a. um fjármál sókna og misjafna aðstöðu þeirra vegna smæðar sumra sókna.
Dálitlar umræður urðu í sóknarnefnd um rekstur kirkna þar sem til máls tóku sr. Þórir, Guðrún Eggertsdóttir, Glúmur Gylfason og Guðmundur Búason, sem lagði til að Selfosskirkja leggi fram það sem á vantar til að greiða kostnað við septembertónleika sem er talið vera um 30. þús. krónur. Samþ. samhljóða.

4.    Glúmur ræddi um að þörf væri á því að stofna annan barnakór vegna fjölgunar barna sem fyrirséð er.    Tillaga:
„Sóknarnefnd styður það sem fram kemur í máli Glúms og mun veita því fjárastuðning.“
Samþykkt samhljóða.

5.    Umræður voru síðan um æskulýðs- og unglingastarf á vegum kirkjunnar og á hvern hátt væri hægt að efla það.

6.    Þá sýndi formaður í tölvu heimasíðu Selfosskirkju sem byrjað er á og hann hefir unnið að.

7.    Sr. Þórir sagði frá því að Glúmur organisti ynni nú að því að setja saman Tíðasöng með nótum.

Þá kynnti formaður fyrirhugaðan héraðsfund Árnessprófastsdæmis þann 25. sept. nk. í Villingarholtskirkju og Þjórsárveri.

Fundi slitið: Þórir Jökull Þorsteinsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir,
Guðrún Eggertsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Eygló J. Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Glúmur Gylfason, Guðmundur Búason, Garðar Einarsson, Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 16. mars 2000 í Safnaðarheimili Selfosskirkju. 

Hófst kl. 21.

1.    Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og gaf síðan Glúmi organista orðið. Hann sagði frá vinnu sinni við Tíðarsönginn, þar kom m.a. fram að Rósa B. Blöndals og sr. Sigurbjörn Einarsson fyrrv. biskup hefðu samið texta við tíðasönginn auk þess sem sr. Þórir sóknarprestur hefir komið að verkinu. Ætlunin er að hluti tíðasöngsins verði fluttur á 1000 ára kristnihátíð á Þingvöllum á komandi sumri.

Margrét Bóasdóttir kynnti síðan helstu atriði í starfi Unglingakórs og barnakóra kirkjunnar vetur og sumar 2000 og lögðu þau Margrét og Glúmur fram „Minnisblað“ um hvað fyrirhugað er á næstu mánuðum en þar á meðal er fyrirhuguð ferð unglingakórsins til Bandaríkjanna 22. maí – 3. júní.

Þá sagði sr. Þórir frá fyrirhugaðri kristnihátíðarmessu á Selfossi 19. mars nk.
Sóknarnefnd færði þeim Margréti og Glúmi þakkir fyrir frábæran árangur í kórastarfinu.

2.    Form. kynnti bréf frá Gideonsfélaginu ásamt beiðni um fjárstuðning við biblíudreifingu
kr. 15.000,- . Samþykkt samhljóða. Undir sama lið var samþykkt kr. 2.240,- til samtaka gegn sjálfsvígum sem greiðslu fyrir söngbók sem send var með gíróseðli.

3.    Bréf frá „Geisla“ félagi um sorg og sorgarviðbrögð með beiðni um fjárstuðning. Samþ. samhlj. kr. 25 þúsund.

4.    Lagðir fram ársreikningar 1999 fyrir kirkju, kirkjugarð og hjálparsjóð.

5.    Formaður lagði fram bréf frá meðhjálpurum kirkjunnar, Halldóri Magnússyni og Sólrúnu Guðjónsdóttur þar sem þau fara fram á hækkun þóknunar. Samþykkt samhljóða að verða við þeirri hækkun sem fram kemur í bréfinu, sem gildi frá 1. jan. sl.

Rætt var um ársreikningana. Samþykkt að fá skýringar hjá KPMG endurskoðun á liðnum „Bókhaldsþjónusta“.
Stefnt að því að hafa sóknarnefndarfund nk. fimmtudag um ársreikningana.

6.    Steingrímur Ingvarsson sagði frá viðræðum við Bjarna Sigurgersson um hugsanlega stækkun á kirkjugarði.

7.    Sr. Þórir skýrði frá því að Selfosssókn hefði nú fengið prestsetursréttindi frá 1. jan. 2000. Þá ræddi hann um húsnæðismál kirkjunnar og þörf væri á stækkun safnaðarsals eða stækkun safnaðarhúsnæðis, t.d. með byggingu milli kirkjuturns og safnaðarheimilis sem áður voru gerðar tillögur um af húsameistara ríkisins.

8.    María Kjartansdóttir þakkaði fyrir afmælisgjöf frá kirkjunni.

9.    Samþ. heimild til lagfæringa á skrifstofu sóknarprests.

Fundi slitið kl. 2400.   Eysteinn Ó. Jónasson, Ólafur Ólafsson, Steingrímur Ingvarsson,
Guðmundur Búason, María Kjartansdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Eygló J. Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir.              Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 23. mars 2000 í eldhúsi safnaðarheimilis. 

Hófst kl. 2106.   Formaður Eysteinn Jónasson setti fund.

1.    Fundarefni: Skoðun á reikningum kirkjunnar fyrir liðið ár. Á fundinn kom skv. beiðni Garðar Hólm frá KPMG endurskoðun til að gefa nefndarmönnum upplýsingar um ýmsa liði reikninga sem um var spurt.

Eysteini Jónassyni, Guðmundi Búasyni og Ólafi Ólafssyni var falið að fá frekari vitneskju um einstaka liði hjá KPMG endurskoðun.

2.    Eysteinn skýrði frá því að Guðrún Eggertsdóttir djákni hefði ákveðið að fara í ársdvöl v. náms í Bandaríkjunum og fara í byrjun ágúst.

3.    Samþ. að athuga reglur um hjálparsjóð kirkjunnar.

4.    Rætt um skipulag starfa innan kirkjunnar.

5.    Rætt var um fjármál kirkjugarða en fyrirhugað er ráðstefna um þau mál í Fossvogskirkju 6. apríl nk. þar sem Eysteinn ætlar að mæta.

6.    Bréf frá biskupsstofu til allra sóknarnenda ofl. aðila um framtíðaskipan sókna ofl. Eysteinn kynnti efni bréfsins en í því eru kynntar ýmsar ályktanir kirkjuþings.

7.    Samþ. að fela þeim Eysteini, Guðmundi og Ólafi að gera tillögu að fjárhagsáætlun fyrir aðalsafnaðarfund sem ákveðinn er 9. apríl nk.

Eysteinn Ó. Jónasson, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Búason, María Kjartansdóttir,
Eygló J. Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir. Fundargerð ritaði Sigurjón Erlingsson.


 

Aðalsafnaðarfundur 9. apríl 2000.

Haldinn í safnaðarheimili að lokinni guðsþjónustu og hófst kl. 1230.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og tilnefndi Sigurð Sigurjónsson fundarstjóra en Sigurjón Erlingsson fundarritara.

1. Mál: Skýrsla formanns sem Eysteinn flutti. Hann sagði frá ýmsu starfi á liðnu ári, s.s. gerð minningarreitsins í kirkjugarði, smíði á vagni til flutnings á kistum í garð, söngmálum og kórastarfi.
Þvínæst gaf hann sr. Þóri orðið. Hann sagði frá kirkjulegu starfi þ.á.m. starfi Guðrúnar Eggertsdóttir djákna sem nú er á förum til náms í Bandaríkjunum, heimsóknum kóra sem sungið hafa í kirkjunni ofl. Fermingarbörn á þessu vori eru 62.

Þvínæst las Garðar Hólm reikninga kirkju, kirkjugarðs og hjálparsjóðs kirkjunnar fyrir árið 1999.

Rekstrarreikningur kirkju              Tekjur                                          17.924.132,- kr.
Tekjur umfram gjöld                     2.104.319,- kr.
Efnahagsreikningur                       Eignir samtals                             140.916.248,-kr.

Rekstrarreikningur kirkjugarðs     Tekjur                                            8.511.069,- kr.
Tekjur umfram gjöld                     1.024.397,- kr.

Efnahagsreikningur kirkjugarðs    Eignir                                           11.159.816,- kr.

Hjálparsjóður Selfosskirkju           Rekstrarreikningur tekjur                 353.000,- kr.
Gjöld                                                 306.609,- kr.

Efnahagsreikningur hjálparsjóðs Eignir                                             1.620.044,- kr.

Spurt var um nokkra liði í reikningum. Sr. Þórir spurði um hækkun á bókhaldsþjónustu ofl. sem Eysteinn svaraði. Garðar Hólm skýrði nokkra aðra liði sem spurt var um. Rætt var um skiptingu bókhaldskostnaðar milli kirkju og kirkjugarðs, en kirkjugarðurinn hefir ekki greitt bókhaldskostnað. Samþ. var að eðlilegt væri að garðurinn bæri hluta kostnaðar og yrði sú hlutdeild tekin fyrir og ákveðin á fundi síðar.

Þvínæst voru allir reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

Önnur mál.: Glúmur Gylfason organisti sagði frá starfinu í barnakórunum og sífellt fjölgaði börnum ár frá ári, jafnframt ykist kostnaður vegna þessa starfs. Hann varpaði fram þeirri hugmynd hvort bæjarfélagið myndi hugsanlega styrkja þetta mál.

Sr. Þórir ræddi um safnaðarsöng í kirkju og hvatti til þess að söfnuðurinn tæki sem mestan þátt í sálmasöngnum.
Eygló Gunnarsdóttir tók undir orð sr. Þóris um almenna söng í messu.
Nokkrar umræður urðu í framhaldi um almennan söng í kirkjunni og með hvaða hætti mætti efla hann.

Sr. Þórir ræddi um hringingar kirkjuklukknanna og mælti með að klukkan slægi tólf högg á hádegi í stað eins eins og nú er.

Fundinn sátu 20 manns, þar af þorri aðal og varamanna í sóknarnefnd.

Fundi slitið kl. 1340.                                 Fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 16. maí 2000.

1.    Fundur hófst kl. 20 í safnaðarheimili. Form. Eysteinn Jónasson setti fund og las bréf frá Guðrúnu Eggertsdóttur djákna þar sem hún segir upp starfi sínu vegna ferðar til dvalar í Bandaríkjunum. Uppsögnin miðast við 1. sept.
Jafnframt las Eysteinn upp bréf til sóknarnefndar frá sr. Þóri sóknarpresti þar sem hann mælir með Eygló Jónu Gunnarsdóttur í starfið en hún lauk djáknanámi hinn 19. júní 1999. Jafnframt lagði Eysteinn fram bréf frá sr. Þóri til biskups þar sem gert er ráð fyrir að vígsla Eyglóar geti farið fram í Skálholti 13. ágúst nk. Samþ. samhljóða ráðning Eyglóar frá 1. ág. nk. og verður að líkindum 50% starf.

2.    Bréf til sóknarnefndar frá Ragnhildi Ingibergsdóttur f. 15/4 1923 þar sem hún spyr hvort möguleiki sé á því að kirkjan sæki fólk til messu og aki því heim gegn einhverju gjaldi.
Fundarmenn tóku jákvætt í þetta erindi og athuga þyrfti málið nánar.

3.    Rætt var um að leitað verði eftir því við Halldór Magnússon að hann verði ráðinn í hlutastarf. Samþ. að fela sr. Þóri, Garðari, Steingrími og Guðmundi að undirbúa málið.

4.    Eysteinn flutti ósk frá Margréti Bóasdóttur varðandi launakjör. Samþ. að taka erindinu jákvætt, með nánari athugun, en samþ. 60 þús. kr. eingreiðsla vegna yfirvinnu sl. vetur.

5.    Lögð var fram tillaga frá Oddi Hermannssyni um merkingu á minningarreit. Samþ. að fela Sigurjóni og sr. Þóri að ganga frá texta til merkingar á reitnum.

6.    Stækkun kirkjugarðs. Rætt um að Steingrímur ræði frekar við landeigendur.

7.    Rætt um bókhald og endurskoðunarvinnu hjá KPMG endurskoðun. Eysteini og Guðmundi Búasyni falið að athuga málið.

8.    Sr. Þórir ræddi um þörf á því að smíðaður yrði skápur með glerhurðum fyrir bækur þær sem sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup gaf kirkjunni og einnig að undirbúin yrði útgáfa á nýjum hlut eða diski til gjafa.

9.    Samþ. að kaupa „Kristnisögu Íslands.“

Sigurjón Erlingsson, Jóna B. Jónasdóttir, Eygló J. Gunnarsdóttir, Guðmundur Búason, Guðrún Eggertsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Garðar Einarsson, Friðsemd Eiríksdóttir,
María Kjartansdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Þórir Jökull Þorsteinsson + .

 

Fundur sóknarnefndar 28. september 2000 í safnaðarheimili.

Fundur hófst kl 19:39. og sátu eftirtaldir fulltrúar fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Gunnar Á. Jónsson, Jón Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurjón Erlingsson, Þórir Jökull Þorsteinsson sóknarprestur, Garðar Einarsson kirkjuvörður og auk þess sátu fyrri hluta fundar þau Margrét Bóasdóttir og Glúmur Gylfason

Fundargerð

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og bað ritara að lesa síðustu fundargerð frá 16. maí sl.

1.         Formaður ræddi um bókhaldskostnað sbr. síðustu fundargerð og er í athugun að velja hentugt forrit til færslu reikninga.

2.         Form. las bréf frá Margréti Bóasdóttur dags. 26. sept sl. þar sem segir frá hvernig starfsemi unglingakórsins hefir aukist á ýmsan hátt og óskar Margrét eftir hækkun starfshlutfalls úr 50% í 60% frá og með 1. ágúst 2000. Auk bréfsins sagði Margrét frá ýmsu varðandi kórstarfið.
Samþ. samhljóða að starfshlutfall Margrétar breytist úr 50% í 60% frá 1. ágúst 2000.

3.         Glúmur Gylfason sagði frá því að borið hefði á því að tölvuheili orgelsins skilaði ekki alveg sínu hlutverki. Mælt var með því að Glúmur hefði samband við seljanda og leitaði úrbóta, en 10 ára ábyrgð á þessum búnaði rennur út á næsta ári.
Gunnar Á Jónsson taldi að ástæða væri til að gerð yrði áætlun um kórastarfið fram í tímann.

3.         Bréf frá Úlfari Guðmundssyni prófasti dags. 13. júní þar sem segir að Héraðssjóður Árnessprófastsdæmis hafi samþykkt 100 þús. kr. til styrktar útgáfu bókarinnar “Íslenskur tíðasöngur allra tíða”.

4.         Bréf frá Kirkjugarðasambandi Íslands, dags. 15. júní, þar sem kynnt er starfsemin. Bréfinu fylgir fundargerð aðalfundar K.G.S.Í frá 9. júní 2000.

5.         Bréf frá Biskupi Íslands dags. 1. sept. 2000 til presta og sóknarnefnda. Efni: Landsþing kirkjunnar 2001. Bréfið er sent til kynningar.

6.         Bréf frá Biskupsstofu dags. 11. sept. þar sem kynntar eru reglur um Jöfnunarsjóð sókna og framlög úr þeim.

7.         Bréf frá prófasti Úlfari Guðmundssyni dags. 14. sept. sl. þar sem hann boðar til héraðsfundar Árnessprófastdæmis þann 30. sept. nk. á þingvöllum. Mæta munu Eysteinn Jónasson og Ólafur Ólafsson fh. sóknarnefndar.

8.         Bréf frá Skálholtsskóla dags. 15. sept. sl. Kynning á starfinu og þá sérstaklega samverustundir um helgar.

9.         Rætt var um starf nýráðins djákna og sóknarpresti, ásamt Guðmundi Búasyni, falið að athuga nánar tilhögun starfsins í samráði við Eygló. Jafnframt var Eygló boðin sérstaklega velkomin til starfsins.

10.       Rætt var um fundartíma sóknarnefndar. Fram komu hugmyndir um tíma kl. 18. Samþ. að athuga þetta frekar á næsta fundi.

Séra Þórir sagði frá því að sl. laugardag 23. sept. komu í Selfosskirkju fermingarbörn frá vorinu 1962 og færðu kirkjunni kórklukku að gjöf, í tilefni af kristnitökuárinu og í minningu sr. Sigurðar Pálssonar.

Samþ. næsti fundur 10. okt. kl. 18

Fundi slitið kl. 22:21

Fundarritari Sigurjón Erlingsson

Fundur sóknarnefndar 17. október 2000 í safnaðarheimili.

 

Fundurinn hófst að þessu sinni kl. 18 með þjóðlegum rétti eftir að sungið var vers og farið með ritningargrein.

1.    Sóknarprestur gerði grein fyrir tilhögun starfs djákna sbr. fundargerð síðasta fundar. Sóknarpresti og Guðmundi Búasyni falið að ganga frá starfslýsingu og gera tillögur um ráðningarfyrirkomulag. Frá þessu var síðar gegnið og Eygló J. Gunnarsdóttir djákni ráðin í 70% starf við kirkjuna.

2.    Kosið var í valnefnd skv. 15.gr. í “Starfsreglum um sóknarnefndir nr 732/1998”. Kjörnir voru 5 aðalmenn og 5 til vara af sóknarnefnd til 4 ára. Að auki eru í valnefnd, vígslubiskup og prófastur.
Aðalmenn voru kjörnir:    María Kjartansdóttir

Jóna Bára Jónasdóttir

Sigríður Bergsteinsdóttir

Eysteinn Ó. Jónasson

Gunnar Á. Jónsson

       Varamenn voru kjörnir:     Friðsemd Eiríksdóttir

Guðrún Jóhannsdóttir

Halldór Páll Halldórsson

Halldór Magnússon

Steingrímur Ingvarsson

3.    Rætt var um að fundartími sóknarnefndar hæfust klukkan 18oo en fjöldi ekki fastbundinn. Stefnt að því að halda næsta fund á þriðjudegi um næstu mánaðarmót.

4.    Sr. Þórir sagði frá því að kona hefði óskað eftir sal safnaðarheimilis fyrir fermingarveislu, en ferming barnsins fer fram utan Selfoss, á degi sem ekki er ferming í Selfosskirkju. Samþ. að verða við þessari ósk.

5.    María Kjartansdóttir vakti athygli á að betri lýsingu þyrfti í skotið milli kirkju og safnaðarheimilis og stendur til að bæta úr því. Einnig taldi Ólafur Ólafsson að merkja þyrfti bílastæðin við kirkjuna “Aðeins fyrir kirkjugesti” og voru menn ekki alveg á eitt sáttir með það.

Fundi var slitið kl. 2015 en eftirtaldir sátu fundinn auk fundarritarans Sigurjóns Erlingssonar:

Eygló J. Gunnarsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Garðar Einarsson,

Gunnar Á. Jónsson, Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir og Steingrímur Ingvarsson.

Ákveðið hefur verið að halda næsta sóknarnefndarfund þriðjudaginn 5. desember kl. 1800 í safnaðarheimili kirkjunnar með svipuðu formi og síðast.

Sóknarnefndarfundur 5. desember 2000

Fundurinn hófst kl. 1800 eins og síðasti fundur sóknarnefndar og kom fram á fundinum ánægja með að halda fundi þetta snemma kvölds og ákveðið að stefna að því á komandi fundum.

Fundinn sátu: Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson,
Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurjón Erlingsson og Steingrímur Ingvarsson. Auk fyrrgreindra sóknarnefndarmanna sátu Eygló J. Gunnarsdóttir djákni, Garðar Einarsson kirkjuvörður og Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson fundinn.

Fundurinn byrjaði á því að formaður sýndi heimasíðu Selfosskirkju sem hann hefur unnið að í samvinnu við annað starfsfólk kirkjunnar. Hægt er að komast inn á heimasíuna m.a. með tengingum frá heimasíðumhttp://www.arborg.is þar sem stór tengihnappur með mynda af kirkjunni er á aðalsíðu.  http://sudurland.nethttp://www.kirkjan.is . Beinn “slóði” að heimasíðunni er hins vegar : http://kirkju.vina.net/~selfoss   (bylgjumerkið ~ fyrir framan “selfoss” er m.a. hægt að fá fram með því að halda niðri Alt-takka á meðan talan 126 er slegin inn á reiknivélaborðið lengst til hægri á lyklaborði, ekki fyrir ofan stafasett.)

[ Alt-126 ð ~ ]

Sr. Þórir sagði frá því að hafin væri skráning muna kirkjunnar á vegum Þjóðmynjasafnsins en safnið vinnur að þessu verkefni á landinu öllu. Þá var samþykkt að biðja Maríu Björnsdóttur bókasafnsfræðing um að skrásetja eignir kirkjunnar. Sr. Þórir flutti síðan Eysteini þakkir fyrir gerð heimasíðunnar.

Formaður las bréf frá Margréti Bóasdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 25 þús. kr. vegna ferðar á norrænt kirkjutónlistarmót í Helsinki 13. – 18. sept. sl. , þar sem aðallega var lögð áhersla á starfsemi barna- og unglingakóra innan kirkjunnar. Þessi beiðni var samþykkt samhljóða

Fram kom að núverandi heimilisfang sóknarprests er að Merkilandi 2B

Fundi var slitið kl. 1930

Sóknarnefndarfundur 5. desember 2000

Fundurinn hófst kl. 1800 eins og síðasti fundur sóknarnefndar og kom fram á fundinum ánægja með að halda fundi þetta snemma kvölds og ákveðið að stefna að því á komandi fundum.

Fundinn sátu: Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson,
Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurjón Erlingsson og Steingrímur Ingvarsson. Auk fyrrgreindra sóknarnefndarmanna sátu Eygló J. Gunnarsdóttir djákni, Garðar Einarsson kirkjuvörður og Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson fundinn.

Fundurinn byrjaði á því að formaður sýndi heimasíðu Selfosskirkju sem hann hefur unnið að í samvinnu við annað starfsfólk kirkjunnar. Hægt er að komast inn á heimasíuna m.a. með tengingum frá heimasíðumhttp://www.arborg.is þar sem stór tengihnappur með mynda af kirkjunni er á aðalsíðu.  http://sudurland.nethttp://www.kirkjan.is . Beinn “slóði” að heimasíðunni er hins vegar : http://kirkju.vina.net/~selfoss   (bylgjumerkið ~ fyrir framan “selfoss” er m.a. hægt að fá fram með því að halda niðri Alt-takka á meðan talan 126 er slegin inn á reiknivélaborðið lengst til hægri á lyklaborði, ekki fyrir ofan stafasett.)

[ Alt-126 ð ~ ]

Sr. Þórir sagði frá því að hafin væri skráning muna kirkjunnar á vegum Þjóðmynjasafnsins en safnið vinnur að þessu verkefni á landinu öllu. Þá var samþykkt að biðja Maríu Björnsdóttur bókasafnsfræðing um að skrásetja eignir kirkjunnar. Sr. Þórir flutti síðan Eysteini þakkir fyrir gerð heimasíðunnar.

Formaður las bréf frá Margréti Bóasdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 25 þús. kr. vegna ferðar á norrænt kirkjutónlistarmót í Helsinki 13. – 18. sept. sl. , þar sem aðallega var lögð áhersla á starfsemi barna- og unglingakóra innan kirkjunnar. Þessi beiðni var samþykkt samhljóða

Fram kom að núverandi heimilisfang sóknarprests er að Merkilandi 2B

Fundi var slitið kl. 1930

Fundur sóknarnefndar í safnaðarheimili 6. mars 2001.

Fundur hófst kl. 20:14.

1.    Form. kynnti bréf frá prófasti sem reyndist vera fundargerð Héraðsfundar Árnesprófastsdæmis frá 30. sept. sl.

2.     Lagt fram bréf sent af Maríu Ágústsdóttur héraðspresti dags. 22. jan sl. þar sem segir frá fyrirhuguðum kirkjudögum á Jónsmessu 22.- 23. júní 2001. Bréfið er frá Verkefnisstjórn Kirkjudaganna. Í bréfinu er kynnt sú hugmynd að söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu bjóði til sín landsbyggðarsöfnuðum.

3.     Í framhaldi af bréfinu urðu dálitlar umræður um hvort áhugi væri fyrir því að hafa samverustund að lokinni guðsþjónustu etv. með léttum veitingum þar sem tóm gæfist til umræðna. „Sóknarnefnd tók jákvætt í að gerð yrði tilraun með þetta.”

4.     Lagt fram bréf þar sem Selfosssókn fær bestu þakkir fyrir framlag til Kristnihátíðar á Þingvöllum 1. og 2. júlí sl. Undir bréfið rita Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson, forseti Alþingis Halldór Blöndal og Júlíus Hafstein framkvæmdarstjóri.

5.    Lagt fram bréf dags. 30. janúar sl. þar sem farið er fram á 100 þús. kr. styrk, eða sem nemur einu fargjaldi vegna ferðar Kirkjukórs Selfosskirkju til Ítalíu 4. – 18. júní n.k.   Undir bréfið ritar fh. stjórnar kirkjukórsins Brynhildur Geirsdóttir formaður. Styrktarbeiðnin samþykkt samhljóða ásamt heimild til efniskaupa v. endurnýjunar kórbúninga.

6.     Bréf frá Margréti Bóasdóttur stjórnanda Unglingakórs Selfosskirkju dags. 6. mars 2001, þar sem kynnt er fyrirhuguð ferð kórsins á alþjóðlega kórakeppni í Barcelóna í júlí n.k. Í bréfinu er yfirlit um helstu útgjöld vegna nótnakaupa árið 2001 samtals að upphæð 97 þús. kr. Umræður voru um bréf þetta og stöðu Unglingakórsins ásamt umræðum um kostnað við kórstarfið. Ákveðið að móta nánari stefnu í þessu. Samþykkt samhljóða að greiða þá reikninga sem fram koma í bréfinu.

7.     Formaður las bréf dags. 13. febr. frá Biskupsstofu varðandi endurkjör í sóknarnefnd og fleiri mál.

8.     Rætt um ráðningu Halldórs Magnússonar í 1/3 starf. sem kirkjuvörður. Ráðning samþykkt samhljóða.

9.     Rætt var um að heiðra Karl Eiríksson við hentugt tækifæri.

10.    Steingrímur Ingvarsson sagði frá samtölum við Jón Árna Vignisson um stækkun kirkjugarðs. Hefði Jón Árni tekið jákvætt í erindið.

11.    Garðar kirkjuvörður kvaðst hafa pantað skilti til merkingar á bílastæðum fyrir fatlaða.

12.    Sr. Þórir sagði frá fyrirhugaðri vísitasíu biskups í Selfosskirkju þann 25. mars n.k. sunnudag. Ákveðin er dagskrá vísitasíunnar sem sr. Þórir sagði nánar frá. Fundur sóknarnefndar með biskupi verður eftir messu. Nánari dagskrá kemur fram í bréfi sem sr. Þórir lagði fram og er frá Biskupsstofu.

Fundi slitið kl. 22:40                 Sigurjón Erlingsson fundarritari.

Fundinn sátu auk fundarritara: Gunnar Á. Jónsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Garðar Einarsson og
sr. Þórir Jökull Þorsteinsson.

 

Fundur sóknarnefndar 20. maí 2001 að lokinni messu.

Hófst klukkan 12:30

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund sem er haldinn til undirbúnings aðalfundar n.k. fimmtudag – uppstigningardag.

1.    Formaður dreifði síðan reikningum ársins 2000 og voru þeir skoðaðir og ræddir.

2.     Samþykkt að frá ársbyrjun 2001 greiði Selfosskirkjugarður hlut í bókhaldskostnaði kirkju og kirkjugarðs sem næst í hlutfalli við tekjur. Samþykkt samhljóða.

3.     Samþykkt að formaður sóknarnefndar ásamt sóknarpresti geri fjárhagsáætlun fyrir aðalfund n.k. fimmtudag.

4.     Kjör í hluta sóknarnefndar skv. starfsreglum um sóknarnefndir 20. gr. „ákvæði til bráðabirgða”. Dregnir voru út 4 af 9 í sóknarnefnd. Út voru dregnir: María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurjón Erlingsson og Eysteinn Jónasson. Þau gáfu kost á sér áfram.

Varamenn dregnir út: Jón Ólafsson, Guðmundur Jósepsson og Sigurður Jónsson (Sigurðssonar) .

Þeir sem kosnir verða nú eru kosnir til 4. ára sbr. bréf frá Biskupsstofu dags. 13. febr. 2001.

Fundi slitið en hann sátu auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar eftirtaldir:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Ólafur Ólafsson, Gunnar Á. Jónsson, Eygló J. Gunnarsdóttir og Garðar Einarsson.

Ég undirritaður sendi varamönnum Selfosssóknar hér með afrit af síðustu fundargerð aðalfundar sóknarnefndar Selfosssóknar, sem haldinn var 24. maí 2001 .

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2001 haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju 24. maí (uppstigningardag) að aflokinni messu.             Fundurinn hófst kl. 1230.

Form. Eysteinn Jónasson setti fund og tilnefndi Hjört Þórarinsson fundarstjóra og Sigurjón Erlingsson fundarritara.

Hjörtur hóf fundarstjórn með því að lesa tilnefningu Eysteins svohljóðandi.

Það hefur talist sómamanna siður

að setja’ í bækur, fundargerð niður.

Í fundarstjórn þarf færan mann

sem fundarsköp og stjórnun kann.

Má sóknarnefnd til þessa, nefna yður ?

Hér sé friður

Eysteinn.

1.     Eysteinn flutti ársskýrslu og fór yfir helstu þætti í rekstri liðins árs. Hafa þeir fram komið í fundargerðum ársins. s.s. heimasíðu kirkjunnar ofl. . Þá er nú lokið skrásetningu á bókaeign kirkjunnar sem María Björnsdóttir bókasafnsfræðingur hefur gert. Þá sagði hann frá þátttöku í kristnihátíð á Þingvöllum á s.l. sumri, fyrirhugaða stækkun kirkjugarðs ofl.

Síðan ræddi sóknarprestur um innra starfið og sagði m.a. frá för unglingakórsins til Bandaríkjanna en sr. Þórir var með í þeirri för. Þá sagði sr. Þórir frá þátttöku kóra kirkjunnar í kristnihátíð á Þingvöllum undir stjórn Glúms Gylfasonar og Margrétar Bóasdóttur. Þá sagði hann frá minningarreitnum í kirkjugarðinum sem vígður var á árinu, starfi við dagvist aldraðra ofl. Tíðargjörð í kirkjunni eru nú á hverjum morgni, þriðjudaga til föstudaga.

Glúmur þakkaði stuðning kirkjunnar við kórastarfið og ferðalög.

Eygló Gunnarsdóttir djákni sagði frá starfi sínu m.a. barnastarfi sem hún hefir séð um, foreldramorgnum, félaginu Geisla, morguntíðunum. Hún þakkaði fyrir gott samstarf við alla.

Sr. Úlfar Guðmundsson prófastur flutti þakkir biskups og sínar fyrir vísitasíuna í mars s.l. . Hann ræddi um kirkjustarfið á vegum Selfosskirkju og gott samstarf sitt við alla aðila hér.


2.     Reikningar sem Eysteinn formaður skýrði:

Rekstrarreikningur Selfosskirkju árið 2000 .
Tekjur 19.957.624,-                   Gjöld 18.991.824,-       Hagn. 965.800,-
Tekjur umfram gjöld með fjám.tekjum 1.414.119,-

Efnahagsreikningur Selfosskirkju: Eignir samtals 141.166.815,-

Rekstrarreikningur kirkjugarðs.

Tekjur 9.668.137,- Gjöld 7.013.738,-

Tekjur umfram gjöld : 2.654.399,-

        Efnahagsreikningur kirkjugarðs.:

Í sjóði 13.565.588,-

Hjálparsjóður Selfosskirkju:    Tekjur: 337.409,-          Gjöld 135.348,-

Tekjur umfram gjöld 202.061,-

Efnahagsreikningur hjálparsjóðs:   Í sjóði 1.822.105,-

Reikningar samþykktir samhljóða.

3.     Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi: Eysteinn formaður lagði fram skýrslu um héraðsfundinn og sagði frá nokkrum málum sem fram komu á fundinum.

Úlfar prófastur sagði frá fyrirhuguðum kaupum á prestsbústað á Selfossi en stjórn prestssetrasjóðs hafði samþykkt að hér yrði prestsbústaður.

4.     Kosning í sóknarnefnd en 4 eiga að ganga úr stjórn. Voru þau endurkjörin. Þau eru María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurjón Erlingsson og Eysteinn Jónasson.
Varamenn kjörnir: Erla Kristjánsdóttir og Ragnheiður Thorlacius, Guðmundur Jósepsson og Sigurður Jónsson en Jón Ólafsson gekk úr sem varamaður að eigin ósk.

Skoðunarmenn reikningaAðalmenn: Kristín Pétursdóttir og Sigfús Þórðarson
Varamenn : Garðar Eiríksson og Halldór Magnússon.
Eygló djákni spurði hvort kjósa ætti fulltrúa í hjálparstarf kirkjunnar. Sr. Úlfar prófastur ræddi um Hjálparstarf kirkjunnar og einnig sr. Þórir sem mælti með að fundurinn kysi tengilið til þessa starfs.

Eysteinn þakkaði síðan starfsfólki kirkjunnar og samstarfsmönnum öllum fyrir gott samstarf.

Garðar kirkjuvörður flutti öllu samstarfsfólki þakkir.

Fundarstjóri sleit síðan fundi kl. 1410 og fór með kvæði Guðmundar Inga um kirkjuna (frá 1970)

Fundarritari

Sigurjón Erlingsson

Hér fylgir með ljóð Guðmundar Inga :

Kirkjan gamla, kirkjan mín

kem ég enn að vitja þín

til að öðlast traust og fró

trúarstyrk og sálarró.

Sjá og vita heimsins hlið

huga mínum blasa við.

Tak þú enn á móti mér.

Mér finnst gott að vera hér

meðan lítillæti þitt

lýkur sig um hjarta mitt.

Sé mín auðmýkt eins og þú

yfir minni veiku trú.

Gamla kirkja gefðu mér

Guði vígða stund með þér.

Vertu bljúg og veggja lág

vörður minn himin þrá.

Kirkjan litla kirkjan mín

kenndu mér að njóta þín

Fundur sóknarnefndar í safnaðarheimili 27. maí 2001.

Fundur hófst kl. 13.30

Formaður setti fund sem var haldinn til að ný stjórn gæti skipt með sér verkum og til að draga um röð varamanna.

1.    Röð varamanna:

        1.Ingunn Guðmundsdóttir

        2.Ragnheiður Thorlasíus

        3.Sigurður Sigurjónsson

        4.Guðmundur Jósepsson

        5.Þóra Grétarsdóttir

        6.Sigurður Jónsson

        7.Hjörtur Þórarinsson

        8.Sigríður Bergsteinsdóttir

        9.Erla Kristjánsdóttir

2.    Verkaskipting stjórnar:

        Formaður Eysteinn Ó. Jónasson

        Ritari: Sigurjón Erlingsson

Fleira ekki gert. Fundi slitið.   Fundinn sátu:

Sigurjón Erlingsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Ólafur Ólafsson og Eysteinn Ó. Jónasson

Fundur sóknarnefndar í safnaðarheimili

sunnudaginn 9. sept. 2001

að aflokinni guðsþjónustu og súpu. Fundur hófst kl 12.45. Fundinn sátu. auk sóknarnefndar, starfsmenn kirkjunnar og þjónandi afleysingarprestur sr. Gunnar Björnsson.

1.    Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og las síðan bréf frá sóknarpresti sr. Þóri þar sem hann segir frá því að hann fari í námsleyfi til Danmerkur og hafi einnig sótt um embætti sendiráðsprests í Kaupmannahöfn. Verði hann fyrir valinu verði það starf til nokkurra ára. Í samtali við Karl Sigurbjörnsson biskup mæltist hann til að sr. Gunnar Björnsson leysti sig af í vetur. Frá því hefir nú verið gengið og hefir sr. Gunnar nú tekið við sem afleysingarprestur.

2.    Formaður las bréf frá formanni foreldrafélags unglingakórsins, Kristínu Gunnarsdóttur, þar sem leitað er eftir stuðningi við útgjöld en kórinn fór til Spánar á alþjóðlega kórakeppni í júlí sl.   Afgreiðslu frestað í bili.

3.    Glúmur Gylfason sagði frá kórastarfinu og að fyrirsjáanleg aukning yrði á barnafjölda og aukning útgjalda þar með, hann ræddi úrræði í þeim efnum. Þá ræddi hann fyrirsjáanlegar launahækkanir kórstjóra ofl.

4.    Margrét Bóasdóttir kórstjóri sagði frá ferð unglingakórsins til Spánar og góðum móttökum þar. Hún ræddi einnig um kostnað varðandi kórastarfið. Þá sagði hún frá því að hún færi í 6 mánaða námsleyfi frá 1. des. og myndi Glúmur hlaupa undir bagga á meðan.

5.    Formaður las bréf frá Jafnréttisnefnd kirkjunnar frá 22. ágúst vegna fyrirhugaðra kosninga til kirkjuþings og vísar til tillögu sem samþ. var á prestastefnu í júní 2001 um jafnara kynjahlutfall

6.    Formaður las bréf frá biskupi til dóms og kirkjumálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að ráðuneytið setji sr. Gunnar Björnsson sérþjónustuprest til að þjóna Selfossprestakalli frá 1. september 2001 til 31. maí 2002 í námsleyfi sr. Þóris Jökuls Þorsteinssonar. Bréfið er dags. 24. ágúst 2001 .
Sr. Gunnar lýsti ánægju sinni með að þjóna Selfossprestakalli og sagði frá högum sínum varðandi íbúðarkaup á Selfossi.

7.    Eygló Gunnarsdóttir djákni sagði frá því að nú væri sunnudagaskólinn að byrja og ræddi tilhögun varðandi hann. Umræður voru um hvernig málum yrði best fyrir komið.

Fundi slitið. “

Fundargerð sóknarnefndar mánudaginn 15. október 2001

Fundur hófst kl 1800 í safnaðarheimili. Fundur hófst með súpu og brauði, var það blómkálssúpa sem bragðaðist afburðavel.

1. Formaður setti fund og ræddi um fyrirhugaða stækkun kirkjugarðsins. Eftir nokkrar umræður um að vel kæmi til greina stækkun garðsins til norðurs með upphækkun var samþykkt samhljóða að fela Steingrími Ingvarssyni að sjá um nauðsynlegar athuganir á svæðinu og aðra þætti eftir því sem með þarf til undirbúnings.

2   Launamál organista. Formaður kynnti bréf frá Glúmi Gylfasyni ritað í október þar sem hann fer fram á endurskoðun launaliðar ráðningarsamnings síns við Selfosskirkju. Samþykkt að fela Guðmundi Búasyni og Gunnari Á. Jónssyni að ræða við Glúm og leggja niðurstöður fyrir sóknarnefnd.

3. Notkun kirkju og safnaðarheimilis til annars en kirkjulegra athafna. Rætt var um að aðilar sem fá húsakynni lánuð til tónleikahalds greiði raunkostnað.


4. Staða sóknarnefndar varðandi hvenær staða sóknarprests verður auglýst. Nú hefir
sr. Þórir Jökull sóknarprestur fengið veitingu sem sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar nú, hvenær embættið veðrur auglýst.

5. Málefni hjálparsjóðs Selfosskirkju. Samþykkt að athuga nánar reglur sjóðsins og hvort ástæða væri til einhverra breytinga.

6. Bréf frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga með beiðni um fjárstuðning. Formanni og gjaldkera falið að koma með tillögur um fjárstuðning við hina mörgu aðila sem um slíkt sækja.

7. Samsæti til heiðurs Karli Eiríkssyni. Stefnt að sunnud. 11 nóv. kl 16 (ath. verður kl. 1530 innsk. EÓJ)

8. Kirkjuvörður skýrði frá því að María Björnsdóttir bókasafnsfræðingur hefði lokið skráningu á bókaeign kirkjunnar og hefði óskað eftir því að gefa vinnu sína.

Fundi slitið kl. 2007

Fundinn sátu allir aðalfulltrúar sóknarnefndar auk djákna og kirkjuvarðar.

Til sóknarnefndar, tónlistarfólks kirkjunnar og formanns Barna- og Unglingakóra kirkjunnar.

Fundur sóknarnefndar 10. des 2001 í skrifstofu sóknarprests.

Fundur hófst kl. 18 með sameiginlegu borðhaldi. Fram var borið léttreykt svínakjöt, laufabrauð ásamt öðru meðlæti. Var máltíð þessi rómuð að verðleikum.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund.

1.     Garðar kirkjuvörður upplýsti að ákveðið hefði verið að gjald fyrir lán á kirkjunni til annarra athafna en kirkjulegra hefði verið ákveðið kr. 12.000,- sem teldist raunkostnaður.

2.   Formaður sagði frá launamálum organista og Margrétar Bóasdóttur. Var það afgreitt á þann veg að laun þeirra eru nú miðuð við laun framhaldsskólakennara. Frá þessu samkomulagi gengu þeir f.h. sóknarnefndar, Guðmundur Búason, Gunnar Á. Jónsson ásamt formanni. Urðu tónlistarmál á vegum kirkjunnar ekki fyrir neinni röskun vegna verkfalls tónlistarkennara sem skall á um þetta leyti.

3.   Formaður las bréf til sóknarnefndar undirritað af Sigurði Jónssyni f.h. byggingarnefndar Hótels Selfoss þar sem leitað er eftir því að kirkjan taki þátt í gerð 38 bílastæða norðan nýbyggingar hótelsins og greiði helming kostnaðar sem áætlaður er 7,7 milljónir króna. Formanni falið að ræða þetta mál við Sigurð Jónsson.

4.  Rætt var um fjárbeiðnir til kristniboðsstarfa. Samþykkt að halda áfram að greiða 1% af tekjum Selfosskirkju til Hjálparstofnunar kirkjunnar, en hafna sérstakri greiðslu til kristniboðsstarfsins.

5    Umræður um úthlutun úr Hjálparsjóði Selfosskirkju og hvort hægt væri að setja um það reglur til stuðnings fyrir sóknarprest sem hefir haft úthlutun með höndum í samráði við formann sóknarnefndar.

6    Rætt var um bréf frá formanni foreldrafélags unglingakórsins Kristínu Gunnarsdóttur samanber fundargerð 9. september 2001 2. liður en þar var um að ræða styrkbeiðni v. Spánarferðar (greiðslur til stjórnanda og undirleikara. Innskot. formanns). Síðan hefir komið fram beiðni um aðstoð vegna nýs geisladisks sem nú þarf að leysa út og greiða um 400 þúsund til þess sem síðan yrði endurgreitt með tekjum af sölu disksins. (Fram kom að í umræðum hefði verið rætt um að fyrri beiðni myndi falla inn í þá síðari. Innskot formanns).
þá lagði Gunnar Á. Jónsson fram skriflegar hugmyndir sínar að „skilgreiningu á starfsemi Barna og unglingakóra Selfosskirkju”. Guðmundur Búason ræddi um að þörf væri á að fela sérstakri stjórn kórastarfið. Glúmi Gylfasyni, Guðmundi Búasyni og Gunnari Á. Jónssyni falið að gera nánari tillögur um barna og unglingakórastarfið. Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða að veita bráðabirgðalán samtals 408.309,- kr. til að leysa út geisladiskinn, vaxtalaust.

7.   Rætt var um tónlistarmál kirkjunnar og starfssvið organista gagnvart öðrum stjórnendum barna og unglingakóranna. Í tilefni af þessu vill sóknarnefnd minna á „Starfsreglur um organista” 4. liður þar sem organista er falið að „Sjá um þjálfun kirkjukórs og annarra kóra við kirkjuna í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd”.

8.   Formaður ræddi um heimasíðu kirkjunnar. Rætt var um að prestur léti formanni í té upplýsingar um starfsemi sem fram fer í kirkjunni en formaður sæi síðan um að setja þær á Netið.

9.   Bréf frá Margréti Bóasdóttur þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi hjá Selfosskirkju mánuðina mars, apríl og maí 2002 þar sem Starfsmenntunarsjóður tónlistarkennara hefir veitt henni 6 mánaða námsleyfi til Bandaríkjanna. Í bréfinu kemur fram að samkvæmt samkomulagi við Glúm Gylfason organista munu þau skipuleggja starf kórsins þennan tíma. Samþykkt samhljóða.

10. Sr. Gunnar sagði frá fundi sem hann ásamt Glúmi Gylfasyni átti við útvarpsstjóra Útvarps Suðurland þar sem samkomulag var um að Útvarpað yrði á laugardögum ca. 10 mínútna kynningu á messu sunnudagsins. Er þessi kynning hafin.

Fundi slitið.

Fundinn sátu auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar : Eygló Gunnarsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson,
Friðsemd Eiríksdóttir, Garðar Einarsson, Guðmundur Búason, Gunnar Björnsson, Gunnar Á. Jónsson,
Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson og Steingrímur Ingvarsson.

 

 

Fundur sóknarnefndar í safnaðarheimili 4. febrúar 2002 kl. 18oo.

Fundur hófst með grænmetissúpu og brauði með áleggi. Fékk Eygló mikið hrós fyrir súpuna.

1. mál. Eysteinn Jónasson formaður skýrði frá viðræðum og bréfum varðandi starf Margrétar Bóasdóttur kórstjóra.

1A   Lagt var fram á fundinum bréf frá stjórn foreldrafélags unglingakórsins undirritað af Kristínu Gunnarsdóttur, Margréti Stefánsdóttur og Björgu Pétursdóttur (ekki í stjórn) varðandi Margréti Bóasdóttur. Miklar umræður urðu um stöðu mála, innan sóknarnefndar.

1B   Formaður lagði fram bréf til Margrétar Bóasdóttur sem hann undirritar fh. sóknarnefndar. Bréfið er dagsett 30. janúar 2002 og er á þessa leið:
Ég undirritaður formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segi hér með upp stöðu yðar sem aðstoðarmanns Glúms Gylfasonar við stjórnun unglingakóra kirkjunnar frá og með 1. febrúar 2002 með þeim fyrirvörum um starfslok og réttindi sem samningar kveða á um.”
Fram kom að Margrét lét af störfum 1. febr. sl. Glúmur Gylfason kvaðst myndi sjá um kórastarfið fyrst um sinn eftir því sem hann hefir möguleika á.
Ákveðið var að stefna að fundi með stjórn unglingakóranna næsta kvöld kl. 1800 . Fyrir hönd sóknarnefndar mæti þeir Eysteinn, Glúmur og Steingrímur. Fundur þessi er ætlaður til að skýra málefni þau sem fram koma í bréfi stjórnar kóranna og getið er um fyrr í þessari fundargerð.

2.     Formaður skýrði frá því að fyrir nokkrum dögum hefði komið neitun frá landeigendum um stækkun kirkjugarðs. Formaður kvaðst hafa skrifað bæjarstjóra bréf og bent á skyldu bæjarfélagsins að leggja til land fyrir grafreit.

3.     Rætt var um bílastæðismál sbr. lið 3 í fundargerð frá 10. des. 2001

4.     Garðari kirkjuverði falið að athuga reglur um leg í kirkjugarði og móta tillögur þar um.

5.     Formaður lagði fram bréf frá Eygló Jónu Gunnarsdóttir djákna þar sem hún óskar eftir styrk vegna tölvunámskeiðs. Samþykkt samhljóða að veita henni umbeðinn styrk kr. 36.800,- .

Fundi slitið.

Fundarritari var Sigurjón Erlingsson en aðrir fundarmenn:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Eygló J. Gunnarsdóttir,
Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Steingrímur Ingvarsson,
Glúmur Gylfason, Garðar Einarsson, Jóna Bára Jónasdóttir,
Gunnar Á. Jónsson, Ólafur Ólafsson og sr. Gunnar Björnsson.

 

Fundur sóknarnefndar 10. febrúar 2002 í safnaðarheimili kirkjunnar hófst kl. 1800.

Formaður Eysteinn setti fund og ræddi um málefni síðasta fundar varðandi starf Margrétar Bóasdóttur sbr. 1. lið fundargerðar frá 4. febr. sl. Formaður þakkaði nefndarmönnum fyrir stuðning í málinu. Síðan var lögð fram eftirfarandi ályktun sem gerð var í samráði við Margréti Bóasdóttur á fundi með henni í gær ásamt hluta sóknarnendar, prófasti og vígslubiskupi.

Nr.1 Ályktun:

„Fallið hefir verið frá því að leita staðfestingar sóknarnefndar á erindi því sem greint er frá í lið 1B í fundargerð frá 4. febrúar 2002 því að gert hefir verið samkomulag um starfslok”.   Fer það hér á eftir:

Nr.2„Samkomulag um starfslok.
Fulltrúar sóknarnefndar og Margrét Bóasdóttir eru sammála um að sá háttur verði á hafður við starfslok hennar að henni séu greidd laun til 1. mars 2002 og þrír mánuðir að auki. Þarna er um lokauppgjör að ræða.„

Selfosskirkju 09.02.2002

Undir þetta skrifa: Margrét Bóasdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Guðmundur Búason, Steingrímur Ingvarsson og Gunnar Á. Jónsson.

Séð og vottað: sr. Sigurður Sigurðsson, sr. Úlfar Guðmundsson og sr. Jón Helgi Þórarinsson.

Þvínæst lagði Eysteinn fram tillögu að bréfi sem sent verði foreldrum meðlima Barna- og unglingakórsins.   Bréfið fer hér á eftir:

Nr.3                                                                           Selfossi 10. febrúar 2002

„Samkomulag hefir verið gert við Margréti Bóasdóttur um starfslok. Margrét mun gera sitt til að kórstarf geti fram haldið líkt og fyrirhugað var. Yfirlýsing um að ágreiningsefni séu útrædd af beggja hálfu verður birt í Sunnlenska fréttablaðinu og Dagskránni. Verður því ekki af boðuðum fundi nk. þriðjudag.”

Sóknarnefnd.

Nr.4 Hér fer á eftir fréttatilkynning sem ætluð er til birtingar í Sunnlenska fréttablaðinu og Dagskránni:

„Sóknarnefnd Selfosskirkju og Margrét Bóasdóttir hafa gert með sér samkomulag um starfslok hennar og lýsa báðir málsaðilar því yfir að meint ágreiningsefni séu útrædd af þeirra hálfu. Margréti eru þökkuð mjög góð störf að söngmálum kirkjunnar á liðnum árum og óskað alls velfarnaðar.”

Framanritaðar samþykktir nr. 1-4 í fundargerð bar formaður síðan undir fundinn til samþykktar og voru þær samþykktar samhljóða.

Síðan voru nokkrar umræður um kórastarfið og kom þar fram hversu mikils virði það er og var þeirri nefnd sem áður var kosin til að sinna kórmálum falið að halda áfram starfinu (sbr. fundargerð 10. des. 2001) í samvinnu við foreldrafélagið. Tillaga kom fram um að bæta Jónu Báru Jónasdóttur í kóranefndina og var það samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 1945 og sá Sigurjón Erlingsson um fundargerð, aðrir sem sátu fundinn voru:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Steingrímur Ingvarsson, Jóna Bára Jónasdóttir og Gunnar Á. Jónsson.

 

 

Fundur sóknarnefndar 25. mars 2002 í safnaðarheimili hófst kl. 1800.

Formaður setti fund og kvaðst ekki hafa upplýsingar um umsækjendur um starf sóknarprests, en umsóknarfrestur er nú að verða útrunninn.

1.    Ákveðið var að varpa hlutkesti um röð varamanna í valnenfd, en þeir höfðu verið kjörnir óraðað í upphafi. Röðun varð þannig:

1.          Halldór Magnússon

2.          Halldór Páll Halldórsson

3.          Guðrún Jóhannsdóttir

4.          Steingrímur Ingvarsson

5.          Friðsemd Eiríksdóttir

2.    Ákveðið var að stefna að aðalsafnaðarfundi sunnudaginn 5. maí nk. eftir messu.

3.    Formaður lagði fram drög að reikningum ársins 2001 en þeir voru ekki að fullu frágengnir fyrir aðalfundinn. Fundarmenn ræddu ýmsa liði reikninganna.

4.    Eysteinn formaður lagði fram trúnaðarmál, er það greinargerð frá Glúmi Gylfasyni dags. 7. mars 2002 og varðar Margréti Bóasdóttur sbr. síðustu fundargerð.

Fundi slitið kl. 1905 og sá Sigurjón Erlingsson enn sem fyrr um fundargerð en aðrir sem sátu fundinn voru:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Guðmundur Búason, Eygló Gunnarsdóttir djákni, Garðar Einarsson kirkjuvörður, Jóna Bára Jónasdóttir, og Gunnar Á. Jónsson.

Fundur sóknarnefndar 29. apríl 2002 í safnaðarheimili.

Hófst kl. 18:02 með léttri máltíð, skyri með brauði og áleggi.

1.    Formaður Eysteinn setti fund og minntist á nýafstaðið kjör sóknarprests, en valnefnd var sammála um að ráða sr. Gunnar Björnsson til næstu 5 ára. Þá skýrði Eysteinn frá því að þau prestshjónin hefðu fært kirkjunni gjafir. Þegar hér var komið fundi kom sr. Gunnar á fundinn. Hann flutti þakkir fyrir kjörið og skýrði þær tvær myndir sem þau hjónin hafa fært kirkjunni að gjöf. Önnur þeirra er hekluð mynd með engilsmynstri, sem hafa mætti uppi við sérstök tilefni t.d. fermingu. Hin myndin er eftir norsku listakonuna Heidi Kristianson, er það bútasaumsmynd. Þá bauð formaður séra Gunnar velkominn til starfa og þakkaði góðar gjafir.

2.      Bréf frá djákna Eygló Gunnarsdóttur þar sem hún skýrir frá því að vinnuframlag hennar sé meira en starfshlutfall hennar er nú, en það er nú 70%. Fram kom að hún fær greitt 15% frá Sjúkrahúsi Suðurlands. Samþykkt samhljóða að hækka starfshlutfall Eyglóar hjá kirkjunni úr 70% í 85% frá 1. maí n.k.

3.      Gunnar Á. Jónsson vakti máls á fjárhagsaðstoð á vegum kirkjunnar og hvort hægt væri að bregðast við aukinni þörf, sem sóknarprestur upplýsti að færi vaxandi, en prestur hefir aðstoðað fólk við umsóknir til hjálparstofnunar kirkjunnar, sem fengið hafa afgreiðslu.

4.      Formaður ræddi tölvumál kirkjunnar og endurnýjunar væri þörf í þeim efnum. Kirkjan er nú á alnetinu undir stöfunum http//kirkju.vina.net/~selfoss.

5.      Bréf frá Blindravinafélaginu dags í apríl 2002 þar er beiðni um fjárstuðning vegna ýmissa verka – bygginga nýrra íbúða. Vísað frá.

6.      Eysteinn sagði frá því að skv. beiðni frá sr. Þóri Jökli hefði Snorri Snorrason gert mynd sem fyrirhuguð er í annan gluggareitinn sem er á suðurgafli kirkjuskips, en þier eru tveir sitt hvoru megin dyra. Ætlar hann væntanlega að gera mynd í báða glugga. Samþykkt að skoða myndina.

7.      Rætt um bílastæðismálin sbr. 3. lið í fundargerð 10.12.01. Samþykkt að sérmerkja stæði fyrir bíl sóknarprests.

8.      Rætt um nýjan skoðunarmann reikninga vegna brottflutnings Sigfúsar Þórðarsonar.

9.      Sr. Gunnar skýrði frá því að sr. Þórir Jökull óski eftir að kveðja söfnuðinn við messu nk. sunnudag og jafnframt að stefnt sé að innsetningarmessu sr. Gunnars 12. maí nk. en innsetningu framkvæmir prófastur sr. Úlfar Guðmundsson. Yrði sú messa kl. 14:oo með kaffi og meðlæti á eftir.

10.    Sr. Gunnar skýrði frá því að sú hugmynd væri uppi að fara svokallaða Njáluferð 7. júní 2002 eða etv. 9. júní nk. Verður athugað nánar.

11.      Samþykkt að kaupa gjöf handa sr. Þóri. Halldóri Magnússyni og Maríu Kjartansdóttur falið að sjá um kaupin. Einnig verði keypt blómakarfa og færð sr. Gunnari.

12.      Ársreikningar lagðir fram til skoðunar og ræddir.

Fundi slitið kl. 20:50.

Fundinn sátu: Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson,   Sigurjóna Erlingsson og Steingrímur Ingvarsson. Auk sóknarnefndarmanna sátu Garðar Einarsson og sr. Gunnar Björnsson fundinn. Ritarinn Sigurjón sá um fundargerð.

Aðalsafnaðarfundur haldinn í safnaðarheimili sunnudaginn 5. maí

að aflokinni messu þar sem sr. Þórir Jökull kvaddi söfnuðinn.

Var honum færð árituð bók að gjöf frá söfnuðinum.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund kl. 13:00 og tilnefndi Hjört Þórarinsson fundarstjóra og Sigurjón Erlingsson fundarritara.

 

2. a) Skýrsla formanns. Eysteinn flutti skýrslu liðins árs og gat um helstu þætti í starfi, breytingar á starfsmannahaldi, kórastarfið og sérstaklega starfsemi barna og unglingakóranna, málefni kirkjugarðsins ofl.

b) Þá sagði Eygló Gunnarsdóttir frá starfi sínu sem djákni, barnastarfi ofl. sem hún hefur haft umsjón með svo sem foreldramorgnum, félaginu Geisla o.s.frv.

c) Þá tók sóknarprestur sr. Gunnar Björnsson til máls og þakkaði kjörið til sóknarprests. Þá þakkaði hann sr. Þóri fyrir ágætt samstarf. Þvínæst sagði sr. Gunnar frá starfinu á Selfossi og þakkaði starfsfólki og öllum sem hann hefir unnið með. Þá flutti hann skýrslu um athafnir þá 8 mánuði sem hann hefir þjónað að þessu sinni.

d) Þá las Eysteinn reikninga:
Rekstrarreikningur Selfosskirkju : Niðurstöðutala 22.324.000,- þar af tekjur umfram gjöld 3.042.002,- kr.

Efnahagsreikningur Selfosskirkju: Niðurstöðutala 143.052.013,- kr

Selfosskirkjugarður rekstrarreikningur: Niðurst. 11.322.962,- kr.

                                                Þar af tekjur umfram gjöld 3.715.203,- kr.

Selfosskirkjugarður efnahagsreikningur:   17.639.129,- kr. eign

Rekstrarreikn. hjálparsjóðs Selfosskirkju:  Tekjur 450.727,- kr.

                                                                                         Gjöld: 330.008,- kr.

Efnahagsreikn. hjálparsjóðs Selfosskirkju:  Eignir: 1.942.824,- kr.

Þá lagði formaður fram fjárhagsáætlun 2002. og gaf orðið laust.

Gylfi Guðmundsson og síðan Valgeir Jónsson spurðust fyrir um laun organista varðandi söngnemendur og samvinnu sveitarfélagsins, kikrjunnar og tónlistarskólans. Hjörtur Þórarinsson skýrði það.

Gréta Jónsdóttir (frá Björk) tók einnig til máls um söngmálin ofl. og taldi að unglingastarf vantaði á vegum kirkjunnar fyrir þau sem ekki eru í söngnámi.

Eysteinn varaði og skýrði stöðu mála m.a. um tilraunir til barnastarfs annað en söng en þær hefðu ekki tekist nógu vel.

Sr. Þórir Jökull ræddi einnig um barnastarfið meðan hann var sóknarprestur.

Gunnþór Gíslason lagði til að farið yrði að greiða sóknarnefnd einhver laun. Þá ræddi hann um barnastarf fyrir þau börn sem ekki eru í kórastarfinu og hvernig helst yrði unnið að því máli.

Sr. Gunnar ræddi um sama efni og hvernig hægt væri að efla barnastarfið.

Þvínæst bar Hjörtur fundarstjóri upp reikninga og fjárhagsáætlun sem hvorutveggja var samþykkt samhljóða.

3.      Önnur mál: Gunnþór Gíslason lagði fram eftirfarandi tillögu:

         „Aðalfundur Selfosskirkju haldinn 5/5 2002 í Selfosskirkju. Ég undirritaður geri það að tillögu minni að sóknarnefnd Selfosskirkju verði launuð. Má þar miðast við laun kennara. Gunnþór Gíslason”

Til máls tóku sóknarnefndarmenn, Gunnar Á. Jónsson, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Búason, Steingrímur Ingvarsson, Sigurjón Erlingsson, María Kjartansdóttir og Friðsemd Eiríksdóttir. Mæltu þau öll gegn tillögunni, en Guðmundur Búason taldi koma til greina að formaður fengi einhver laun. Tóku fleiri undir það.

Fundarstjóri lagði til að sóknarnefnd yrði falið að ræða þetta atriði að formanni fjarverandi. Til máls um tillögu Gunnþórs tóku einnig sr. Þórir Jökull og Ragnheiður Thorlasíus og mæltu gegn tillögu Gunnþórs.

Ingibjörg Jóhannesdóttir tók til máls og þakkaði fyrir hvað kirkjan hefði gert fyrir börn sín varðandi kórastarf.

Glúmur Gylfason sagði frá miklum samskiptum sínum við formann sóknarnefndar og taldi að formaður legði mikla vinnu af mörkum.

Sr. Þórir Jökull tók aftur til máls og ræddi um kirkjuna í samanburði við önnur félög og stofnanir og taldi samanburð ekki alltaf réttmætan.

Þá dró Gunnþór tillögu sína til baka.

Gylfi Þ. Gíslason ræddi um kirkjuna og starf hennar. Færði hann sr. Þóri mynd að gjöf sem hann hafði málað sjálfur.

Þórður Árnason sagði frá samskiptum sínum við Glúm Gylfason. Var þar um að ræða jarðarför, sem þau hjón Þórður og kona hans Vigdís Hjartardóttir sáu um, og varð ágreiningur milli þeirra og Glúms um eitt lag við 23. Davíðssálm sem Gísli Stefánsson flutti sem einsöng.

Glúmur Gylfason svaraði og kvað vera til 5 útsetningar eða lög við textann. Sagði hann að nótur hefðu ekki verið til við þá útsetningu sem um var beðið. Urðu síðan nokkur orðaskipti milli Glúms og Vigdísar Hjartardóttur um málið og tónlistarflutning í kirkjum bæði hér og annarsstaðar og hvað væri við hæfi að flytja.

Sr. Þórir ræddi um samskipti kirkju og safnaðarfólks varðandi einstakar athafnir í kirkju sem stundum verður ágreiningur um milli prests eða organista annars vegar og sóknarfólks hins vegar um hvað væri við hæfi að flytja í kirkju – texta eða tónlist.

Sr. Gunnar taldi að það sem fram fer í kirkju mætti ekki brjóta í bága við kristna trú.

Jóhanna Þórðardóttir taldi að skýr verkaskipting þyrfti að vera meðal starfsmanna kirkjunnar um ákvörðunarvald varðandi það sem flutt er

Eysteinn Jónasson upplýsti að organisti hefði ákvörðunarvald um allan tónlistarflutning í kirkjunni í samráði við sóknarprest.

Þórður Árnason þakkaði fyrir umræðurnar og lagði til að í kirkjuna yrðu settar upplýsingar um steindu glermyndirnar í gluggunum.

Eysteinn sagði að upplýsingar um þetta mætti finna á heimasíðu kirkjunnar. Einnig kom fram að í bæklingi sem liggi frami í anddyri kirkjunnar á fjórum tungumálum séu þessar upplýsingar að finna.

Síðan sleit Hjörtur fundi kl. 15:30 og lagði fram vísu því til áréttingar. Fer hún hér á eftir:

Fundarefnið fram var rekið

flestöll þetta vitið.

Fundarefnið að fullu tekið

fundinum er slitið.

Fyrr á fundinum fór Hjörtur með aðra vísu sem hann hafði gert þegar sr. Gunnar Björnsson var valinn sóknarprestur:

Þjónaskipti um þessar mundir

þessi frétt er talin.

Guð í verki góðar stundir

Gunnar Björnsson valinn.

Fundinn sátu allir aðalmenn i sóknarnefnd auk sumra varamanna. Fundarmenn taldir milli 60 og 70.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson


Fundur sóknarnefndar 26.09.2002 í Safnaðarheimili

hófst kl. 18oo með léttri máltíð. Súpa með brauði og áleggi.

1.    Formaður Eysteinn setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Síðan flutti séra Gunnar bæn. Beðið var sérstaklega fyrir Steingrími Ingvarssyni.

        Formaður ræddi síðan um öflugt starf og góða kirkjusókn í sumar. Umhirða í kringum kirkjuna og í kirkjugarði væri til sérstakrar fyrirmyndar. Þá sagði hann frá nýjum tölvubúnaði og “tilheyrandi” á skrifstofu sóknarprests. Sagði frá legstaðaskráningu sem unnið hefur verið að hér í sumar. Nauðsynlegt reyndist að stokka verulega upp leiðanúmeringuna í kirkjugarði. Skráin er orðin aðgengileg á netinu á heimasíðunni gardur.is

        Glúmur sagði frá starfinu í sumar. Unnið hefur verið að tónsetningu Davíðssálmanna. Eygló sagði frá því að hún hefði að undanförnu flutt orð kvöldsins í ríkisútvarpinu. Þá sagði hún frá því að hún hefði verið fengin til þátttöku í NATO æfingu í Þorlákshöfn á s.l. sumri til aðstoðar “slösuðu” fólki.

        Formaður kynnti ýtarlega greinargerð um “Kirkjusöng í Selfosskirkju frá 1956” sem Glúmur hefur tekið saman.

2.    Bréf frá prófasti varðandi héraðsfund Árnesprófastsdæmis nk. laugardag. Fulltrúar frá Selfosskirkju munu verða á fundinum.

3.    Bréf frá leikmannaskóla þjóðkirkjunnar, þar sem vakin var athygli á starfi skólans.

4.    Sl. sumar fóru 4 fulltrúar frá Selfosskirkju á leiðtoganámskeið, fyrir bænastarfið, í Skálholti. Námskeiðið var haldið í lok ágúst.

5.    Rætt um fasta fundartíma sóknarnefndar í vetur. Ákveðið að stefna að föstum fundartíma eftir messu 1. sunnudag í mánuði. Næsti fundur verður því 1. sunnudag í nóvember.

Önnur mál:   Ákveðið að senda Steingrími Ingvarssyni blómakörfu ásamt óskum um góðan bata.

Fundi slitið kl. 19:30

Fundinn sátu auk fundarritara Guðmundar Búasonar, Garðar Einarsson, Eygló J. Gunnarsdóttir, sr. Gunnar Björnsson, Glúmur Gylfason, Friðsemd Eiríksdóttir, María Kjartansdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson.


 

Fundur sóknarnefndar sunnudaginn 8. desember 2002 í skrifstofu sóknarprests.

Fundur ófst kl. 18:04.

Formaður Eysteinn setti fund. Hann sagði frá heilsufari Steingríms Ingvarssonar sem fékk áfall á sl. sumri og lamaðist talsvert. Steingrímur hefir verið frá störfum í sóknarnefnd sem og öðrum störfum síðan. Er hann þó á hægum batavegi.

1.   Eysteinn ræddi um laun til söngfólks í kirkjukórnum og bar upp tillögu um að hækka úr 600kr í 700kr fyrir hverja messu. Samþ. með þorra atkv. Tillaga Ólafs Ólafssonar um hækkun í 1000kr. fékk 1 atkv.

2.   Staður fyrir nýjan kirkjugarð. Eysteinn skýrði frá því að hann hefði komið erindi á framfæri við bæjaryfirvöld, en hafði nú nýverið spurst fyrir um málið en ekki væri neitt fram komið um nýjan stað. Sigurjóni Erlingssyni falið að ræða málið við bæjarstjóra.

3.   Eysteinn ræddi um hvort ástæða væri að skipuleggja svæði fyrir duftker í kirkjugarði. Málið rætt en engin ákvörðun tekin.

4.  Þá kynnti hann bréf frá kirkjugarðasambandi Íslands sem fjallar m.a. um duftker og hvernig með þau skal fara, ásamt ýmsu sem varðar kirkjugarða. Bréfið er frá 22. júlí 2002 og segir frá breytingum á lögum um kirkjugarða frá 1. maí sl.

5.   María Kjartansdóttir sagði frá að prestshjónin hefðu fært kirkjunni að gjöf altarisdúk heklaðan af prestsfrúnni og dúk á borð í kór.

6.   Gunnar Á. Jónsson spurðist fyrir um hvort komið hefðu fram kvartanir um útdeilingu messuvíns þ.e. að allir bergðu af sama bikar. Rætt var um málið.

7.   Gunnar lýsti yfir að hann hefði heyrt góðan róm gerðan að störfum sóknarprests og tóku fleiri undir það.

Fundi slitið kl. 19:20

Fundinn sátu : Fundarritari Sigurjón Erlingsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, Ragnheiður Thorlacius, Eygló J. Gunnarsdóttir, Jóna Bára Jónsdóttir, Gunnar Á. Jónsson og sr. Gunnar Björnsson var með í byrjun, en þurfti frá að hverfa.

Fundur sóknarnefndar 2. febrúar 2003 að aflokinni messu. Hófst kl. 12:20

Form. Eysteinn setti fund og gerði grein fyrir samskiptum sínum við bæjarstjóra [varðandi framtíðarland undir kirkjugarð, innsk. E.Ó.J]. Lagði Eysteinn fram loftmynd af landinu – af miðsvæði bæjarins ásamt landinu norðan ár. Boðið er að velja megi um tvö svæði. Annarsvegar Fossnesið niður við ána og hinsvegar lægðin austan Arnbergs frá þjóðvegi til norðausturs. Eftir umræður voru fundarmenn á einu máli um að svæðið í Fossnesi væri miklu álitlegra. Var Eysteini falið að halda málinu áfram við bæjarstjórn. 

Sigurjón gerði grein fyrir viðræðum við Jón Árna Vignisson um frekari stækkun núverandi garðs sem ekki báru árangur.

Sr. Gunnar Björnsson sagði frá gjöf til kirkjunnar úr eigu sr. Sigurðar Pálssonar. Er það mynd sem var á heimili sr. Sigurðar og hefir verið það síðan. Þetta er helgimynd með róðukrossi ca. 1x1m og er undir gleri……

Fundi slitið kl. 12:55 en fundinn sátu auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar þau : Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Eygló J. Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Guðmundur Búason, Garðar Einarsson, Gunnar Á. Jónsson, sr. Gunnar Björnsson og svo eiginkona Snorra Snorrasonar, Halldóra Ármannsdóttir sem bauð fundarmönnum að koma á vinnustofu Snorra og skoða fyrrnefndar útskurðarmyndir.

                                                                                      Eysteinn Ó. Jónasson

formaður sóknarnefndar.

Fundur sóknarnefndar í skrifstofu sóknarprests

sunnudaginn 2. mars 2003 að aflokinni messu.

Fundir hófst kl. 12:30

Formaður Eysteinn setti fund og bauð velkomin Jónas Þórisson frkv.stj. hjálparstarfs kirkjunnar.

1.        Jónas kynnti hjálparstarfið og lagði fram til kynningar „Skipulagsskrá hjálparstarfs kirkjunnar” Hjálparstarfið er sjálfseignarstofnun, sem starfar á vegum Þjóðkirkjunnar á Íslandi. Þá dreifði Jónas fleiri gögnum um hjálparstarfið, um starf þess, sögu og stefnumótun ásamt „Starfsskýrslu 2001 – 2002”.
Þá lagði Jónas fram skýrslu um umsækjendur hjá hjálparstarfinu frá 1. febrúar 2002 – 31. janúar 2003. Er það töluleg samantekt um 1108 einstaklinga.
Garðar kirkjuvörður upplýsti að Selfosskirkja legði fram 1% af tekjum árlega til hjálparstarfsins og hefði gert um árabil.

2.        Um það bil er Jónas lauk máli sínu komu á fundinn Snorri Snorrason og kona hans Halldóra Ármannsdóttir. Þau höfðu meðferðis aðra af tveimur tréskurðarmyndum sem Snorri hefir gert að beiðni Þóris Jökuls og liggur sú hugmynd að baki að myndirnar verði hengdar upp í reitina tvo á suðurgafli kirkjuskipsins þar sem áður voru gluggar, áður en kirkjan var stækkuð. Skoðuðu fundarmenn myndina uppsetta í annan gluggarammann. Er þetta mynd af Móses með töflurnar.
Að því búnu fóru þau hjón Snorri og Halldóra af fundi. Nokkrar umræður urðu um myndirnar og myndskreytingar í kirkjunni en niðurstaða varð sú að fela sóknarpresti ásamt Sigurjóni Erlingssyni að leita álits sérfróðra aðila um kirkjulist. Samþykkt samhljóða.

3.        Sr. Gunnar sagði frá því að til boða stæði að Helga Steffensen kæmi með brúðuleikhús sitt og sýndi í kirkjunni eða safnaðarheimili, e.t.v. sem hluta af guðsþjónustu. Hér er um að ræða eitt af ævintýrum HC Andersen ásamt sögunni af Steini Bollasyni. Samþykkt að þiggja boðið og greiða kostnað 35 þús. kr. Þetta yrði væntanlega 31. mars n.k.

4.        Eysteinn las bréf frá starfshóp um stefnumótun þjóðkirkjunnar dags. 3. febr. 2003 undirritað af Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur verkefnisstjóra. Þá var dreift meðal fundarmanna „Vinnuhefti um stefnumótun”. Samþykkt að kynna þetta mál fyrir þeim sem sækja morgunstund í kirkjunni og sóknarpresti falið að sjá um það ef þeir myndu etv. verða starfshópur í málinu.

5.        Eysteinn ræddi um duftgarð og setti fram þá hugmynd að biðja Odd Hermannsson landslagsarkitekt að gera tillögu að duftgarði austast í nýrri hluta núverandi kirkjugarðs. Samþ. samhljóða.

6.        Eysteinn lagði fram og kynnti „Gjaldalíkan fyrir kirkjugarða á Íslandi” sent til kynningar aðildarfélögum KGSÍ haustið 2002.

7.        Sr. Gunnar sagði frá fyrirhugaðri messuheimsókn að Hvanneyri í Borgarfirði 16. mars n.k. Samþykkt að greiða bílkostnað

8.        Garðar kirkjuvörður spurðist fyrir um vinnu við undirbúning að nýjum kirkjugarði og hvatti til áframhalds í því.

Fundi slitið kl. 14:39.       Fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Aðrir sem sátu fundinn voru:

Ólafur Ólafsson, Garðar Einarsson, Gunnar Björnsson, María Kjartansdóttir,
Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Eygló J. Gunnarsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson.

Fundur sóknarnefndar 12. maí hófs kl. 18:02 með súpu og brauði.

Form. Eysteinn setti fund og útbýtti ársreikningi og öðrum reikningum kirkju og kirkjugarðs.

1.      Eysteinn gat þess að Bjarni Dagsson fyrrum formaður sóknarnefndar væri látinn. Bjarni var í sóknarnefnd frá 1975 til 1991 og lengst af formaður. Þvínæst flutti sóknarprestur bæn í minningu Bjarna.

2.      Formanni var falið að kanna hug aðalmanna og varamanna í sóknarnefnd sem ganga eiga úr stjórn hvort þeir gefa kost á sér áfram. Stefnt er að aðalfundi n.k. sunnudag eftir messu.

3.      Farið var yfir framlagða reikninga og ýmsir liðir ræddir.

4.      Sr. Gunnar og Sigurjón sögðu frá samráði við Hörð Ágústsson (sbr. lið 2 í síðustu fundarg.) varðandi myndskreytingar í kirkjunni og tréskurðarmynd þá sem Snorri Snorrason ætlar að gefa kirkjunni og formaður hefur þegar þegið fyrir hönd kirkjunnar. Hörður leggst gegn því að myndir séu settar í kirkjuskipið, nema kórinn. Myndir sem kirkjunni eru gefnar eigi frekar að vera í safnaðarheimili eða öðrum húsakynnum kirkjunnar.

5.      Rætt um fyrirhugaðan kirkjugarð utan Ölfusár og samskipti við bæjarstjóra en formaður hefur verið í viðræðum við hann um nýjan garð í Fossnesslandi (sbr. fundargerð 2. febr. 2003).

Fundi slitið kl. 19:40 Eftirfarandi voru mættir á fundinn:

María Kjartansdóttir

Friðsemd Eiríksdóttir

Ólafur Ólafsson

Hjörtur Þórarinsson

Eygló J. Gunnarsdóttir

Jóna Bára Jónasdóttir

Garðar Einarsson

Gunnar Á. Jónsson

Sr. Gunnar Björnsson

Sigurjón Erlingsson – fundarritari

Eysteinn Ó. Jónasson.

 

Aðalsafnaðarfundur haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar 18. maí 2003.

Fundur hófs kl. 12:30 að aflokinni messu.

Eysteinn Jónasson form. sóknarnefndar setti fund og tilnefndi Hjört Þórarinsson fundarstjóra en Sigurjón Erlingsson fundarritara.

Áður en fundur hófst minntist sóknarprestur nýlátins formanns sóknarnefndar á fyrri tíð, Bjarna Dagssonar, sem jarðsunginn var deginum áður.

1.      Form. Eysteinn flutti skýrslu um liðið starfsár þ.e. á milli aðalfunda. Endurnýjaður var tölvubúnaður að hluta til. Skrásett var í tölvu legstaðaskrá kirkjugarðsins og gerð ný tölusetning legstaða. Þá sagði Eysteinn frá tónlistarlífinu. Síðan gaf hann Glúmi organista orðið og sagði Glúmur nánar frá kóra og tónlistarstarfinu. Síðan gaf Eysteinn Eygló djákna orðið og sagði hún frá því starfi sem hún hefir haft umsjón með svo sem foreldramorgnum, félaginu Geisla, 48 heimsóknum á Ljósheima, heimsóknum á dagvist aldraðra, leikskóla í bænum og margt fleira.

Þvínæst flutti sóknarprestur sr. Gunnar Björnsson starfsskýrslu en þar kom m.a. fram að skírnir voru 60, fermingarbörn 93, hjónavígslur 20 og útfarir 21. Almennar messur hvern helgan dag, barnastundir vetrarmánuðina. Morguntíðir 200, guðsþjónustur á sjúkrahúsi 8 og á Ljósheimum 8. Dagvist aldraðra í kirkjunni 8 sinnum. Þá hefir prestur heimsótt leik- og grunnskóla, talað á aðventusamkomum 8 sinnum, komið til skila fjárhagsaðstoð á aðventu, bæði frá Hjálparsjóði Selfosskirkju og í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar og mæðrastyrksnefnd. Þá gat prestur um ýmsar heimsóknir í stofnanir og til einstaklinga og heimila.

Þvínæst sagði Eysteinn frá stöðu mála um staðsetningu nýs kirkjugarðs. Að hálfu bæjarstjórnar voru boðnir fram tveir staðir báðir utan Ölfusár. Sóknarnefnd hefir sóst eftir svonefndu Fossnesi sem er andspænis núverandi garði, norðan árinnar.

Eysteinn þakkaði góðar gjafir m.a. chedens-borð frá Ágústu Ágústsdóttur prestsfrú, tréútskurðarmynd frá Snorra Snorrasyni, af Móse með töflurnar. Frú Ágústa gaf einnig: Bekk með engilmynd framan á prédikunarstól og bútasaumsmynd eftir Heidi Kristiansen.

Gunnar Á. Jónsson spurði um kórastarfið, hve mörg störf eru í kórnum og hver er fjöldi kórfélaga ofl. Glúmur svaraði og gaf ýmsar tölulegar upplýsingar.
Hafsteinn Þorvaldsson lýsti ánægju sinni með starfið í kirkjunni en Hafsteinn er fyrrverandi sóknarnefndarmaður.

2.      Eysteinn las síðan reikninga:
Rekstrarreikningur Selfosskirkju : Niðurstöðutölur 23.257.158,-
Tekjur umfram gjöld 1.607.436,-
Efnahagsreikningur kirkjunnarEignir samt.: 144.084.589,-


         Rekstrarreikningur SelfosskirkjugarðsTekjur: 11.829.906,-
Gjöld:     6.378.645,-
Tekjur umfram gjöld:    5.451.261,-
Efnahagsreikningur kirkjugarðs           Eignir alls kr.   23. 658.749,-

Hjálparsjóður Selfosskirkju                   Tekjur: 414.532,-
Gjöld:      82.313,-

Efnahagsreikningur Hjálparsjóðs.   Eignir:   2.275.044,-
Þá var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Engar athugasemdir komu fram um reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.

3.      Þvínæst sagði Eysteinn frá síðasta héraðsfundi Árnesprófastsdæmis.

4.      Kosning í sóknaarnefnd. Úr aðalstjórn eiga að ganga nú:
Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Gunnar Á. Jónsson,
Jóna Bára Jónasdóttir, Steingrímur Ingvarsson.
Voru þau öll endurkjörin.
Úr varastjórn eiga að ganga :
Hjörtur Þórarinsson, Sigríður Bergsteinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og
Þóra Grétarsdóttir.
Voru þau öll endurkjörin. Auk þess var bætt við Margréti Gunnarsdóttur í stað Ingunnar Guðmundsdóttur sem er furtflutt.

Skoðunarmenn kjörnir Kristín Pétursdóttir og Garðar Eiríksson. Til vara: Halldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.

5.      Gísli Geirsson formaður kirkjukórsins ræddi um kirkjukórinn og setti fram þá hugmynd hvort hægt væri að einhverjar messur yfir sumartímann yrðu með almennum söng kirkjugesta til að létta á kórfélögum.
Sr. Gunnar ræddi um messur yfir sumartímann og hvort til greina kæmi „messufrí” einhverjar helgar.
Hafsteinn Þorvaldsson setti fram þá hugmynd að aðrir kórar á Selfossi gætu e.t.v. leyst kirkjukórinn af og borið uppi almennan söng.
Gunnar Á. Jónsson hreyfði þeirri hugmynd að e.t.v. mætti fá aðra presta til sumarafleysinga.
Gísli Geirsson lagði til að ágóða af aðventutónbleikum í desember n.k. yrði varið til kaupa á lömpum til að lýsa upp myndir sem eru í kirkjunni.
Ólafur Ólafsson sagði að til tals hefði komið innan sóknarnefndar að taka til athugunar almenna lýsingu kirkjunnar og myndi þessi hugmynd falla vel að því.
Hjörtur fundarstjóri lagði til að sóknarnefnd yrði falið að vinna úr þeim umræðum sem fram hafa farið. Var það samþ. samhljóða. Síðan flutti sr. Gunnar bæn. Hjörtur sleit fundi kl. 2:15

Fundarritari: Sigurjón Erlingsson


Fundur sóknarnefndar að afloknum aðalsafnaðarfundi 18. maí 2003

í skrifstofu sóknarprests. Fundur hófst kl. 2:20.

Fundarefni verkaskipting sóknarnefndar. Samþykkt að Eysteinn yrði formaður áfram. Einnig samþykkt að Gunnar Á Jónsson verði safnaðarfulltrúi en Guðmundur Búason baðst undan endurkosningu.

Fundi slitið kl. 2:30

Fundarritari Sigurjón Erlingsson. Eftirtaldir mættu á fundinn.

María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Jóna Bára Jónasdóttir, Gunnar Á. Jónsson.

Sóknarnefndarfundur 5. október 2003.

Fundur sóknarnefndar var haldinn að aflokinni messu sunnudaginn 5. október 2003. Formaður setti fundinn og bað Gunnar Á. Jónsson að rita fundargerð í fjarveru Sigurjóns Erlingssonar.

1.      Formaður ræddi um unglingastarfið í kirkjunni. Eygló Gunnarsdóttir og sóknarprestur ræddu um að Guðbjörg Árnadóttir hefði komið með hugmynd um klúbb innan kirkjunnar fyrir unglinga á aldrinum 14 – 15 ára. Guðbjörg er guðfræðingur að mennt. Sóknarnefnd fagnar þessari hugmynd og felur Eygló að ræða við Guðbjörgu og koma þessari tilraun í framkvæmd með aðstoð Eyglóar.

2.      Glúmur söngstjóri ræddi um störf barnakóranna og unglingakórsins, ferðalög félaganna á söngmót hérlendis og eða á norðurlöndum á þriggja ára fresti. Foreldrafundur yrði um málið á næstunni. Starfsemi kóranna er með sama formi og undanfarin ár.

3.      Formaður sagði frá aðalfundi kirkjugarðasambandsins sem Garðar Einarsson hefði farið á (í byrjun sumars). Vefur kirkjugarðanna væri vel notaður og strax uppfærður af hálfu Selfosskirkju.

4.      Formaður sagði frá því sem gert hefði verið í sumar varðandi nýtt svæði fyrir framtíðarkirkjugarð. – Formaður las bréf sem hann hafði sent bæjarstjórn Árborgar varðandi málið. Svar hefði borist nú 1/10 frá bæjarstjóra þar sem hann bendir á skipulagsmál og íbúaþing þar sem gott væri að ræða þessi mál. Nefndarmenn voru sammála um að flýta þyrfti ákvörðun um framtíðarstað kirkjugarðs.

5.      Rætt var um lýsingu í kirkjunni og þörf á að endurnýja hana. Formanni var falið að kanna þessi máli.

6.      Formaður ræddi um myndskreytingu í kirkjuskipinu og að þessi mál þyrfti að skoða vel. Einnig ræddi hann um heimasíðu Selfosskirkju.

Næsti fundur verður 1. sunnudag í nóvember (strax á eftir messu).

Fundi slitið kl. 13:13               Fundarritari: Gunnar Á. Jónsson

Aðrir sem sátu fundinn voru eftirtaldir: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Glúmur Gylfason, Eygló J. Gunnarsdóttir og sr. Gunnar Björnsson.

 

Fundur sóknarnefndar 23. nóvember 2003 að aflokinni messu.

Fundað var í skrifstofu prests.

Formaður Eysteinn setti fund og ræddi um lýsingu kirkjunnar sbr. síðustu fundargerð frá 5. október sl. Lagðar voru fram ófullgerðar teikningar um lýsingu frá fyrirtækinu Raftákni sem Jón Otti Sigurðsson er eigandi að. Sóknarnefnd fór síðan í kirkjuskipið og sett var upp prufa að lýsingu á eina af veggmyndum Grétu Björnsson ásamt því að teikningar voru ræddar frekar. Samþykkt að fela Raftækni að vinna frekar að teikningum og kostnaðaráætlun enda yrði kostnaðaráætlun miðuð við að hægt sé að skipta verkinu í a.m.k 3 hluta.

Sóknarnefnd var sammála um að lýsing í kór yrði fyrsta skref framkvæmda.

Garðar kirkjuvörður skýrði frá því að krafa hefði komið fram um endurnýjun ljósalagna í kirkjugarði. Því verki er nú lokið og komið 3.ja fasa rafmagn. Kostnaður er um 6 – 800 þúsund kr.

Fundarritari : Sigurjón Erlingsson

Auk hans sátu eftirtaldir fundinn: Sr. Gunnar Björnsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Garðar Einarsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Glúmur Gylfason og Gunnar Á. Jónsson.

Fundargerð fundar sóknarnefndar sunnudaginn 7. mars 2004

í skrifstofu sóknarprests.

Fundur hófst að lokinni guðsþjónustu kl. 12:15 með súpu og brauði.

1.        Formaður setti fund og sagði frá því sem fram hafði farið frá síðasta fundi um lýsingu kirkjunnar. Jón Otti Sigurðsson hefir komið í kirkjuna og unnið að undirbúningi lýsingar. Þá var óskað eftir kostnaðaráætlun hjá Árvirkjanum ehf um vinnu við þá lýsingu sem fyrirhuguð er. Lögð var fram á fundinum áætlun í þremur liðum unnin af þeim Gunnari Einarssyni og Halldór Gunnarssyni.
Samtals er kostnaðaráætlunin alls kr. 1.494.455,-
Gunnar Á. Jónsson spurði um lýsingu í kirkjuskipinu sem ætluð er að verða síðasti liður þessara framkvæmda. Þá skýrði Garðar Einarsson ásamt Eysteini ýmsa liði í fyrirhugaðri lýsingu.
Rætt var um að halda verkinu áfram eins og áður var ákveðið sbr. fundarg. frá 23. nóv. sl.

2.        Rætt var um hljómburð í kirkjunni og ákveðið að taka hann til athugunar þegar framkvæmdum við ljósin er lokið.

3.        Stefnt að því að halda aðalsafnaðarfund þann 28. mars nk.

4.        Formaður lagði fram drög að reikningum fyrir árið 2003 unnið af KPMG til skoðunar fyrir aðalfund.

5.        Eysteinn ræddi um kirkjugarð og fyrirhugaða stækkun hans. Hann las bréf sem hann hafði ritað bæjarstjóra um málið. Þá las hann svarbréf bæjarstjóra þar sem hann segir að „Skipulagsvinna sé í góðum gangi” og vísar í Valdísi Bjarnadóttur skipulagsráðgjafa og muni hann „óska eftir að hún haldi fund með sóknarnefndinni.” Rætt var um að kynna málið fyrir bæjarfulltrúum bréflega.

6.        Eysteinn og Glúmur sögðu frá fyrirhugaðri söngför unglingakórsins 5. júlí nk. til Danmerkur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Kvenfélag kirkjunnar hefir styrkt förina með 250 þús. kr.

7.        Þá hefir Kvenfélag kirkjunnar afhent 250 þús. kr. í Hjálparsjóð Selfosskirkju.

8.        Garðar talaði um sumarvinnu og starfsfólk til þess. Kirkjan er höfð opin frá 9 – 17 alla virka daga og frá 10 – 17 um helgar. Þá er vinna við snyrtingu á lóð. Samþykkt að þetta verði með sama sniði og áður.

9.        Garðar sagðist myndu setja upp póstkassa á kirkjuna við bakinngang hjá kirkjuturni.

10.          Snorri Snorrason hefir nú afhent tréskurðarmyndina sem áður hefir verið sagt frá. Ákveða þarf stað fyrir hana.

11.          Garðar lagði fram hugmyndir Odds Hermannssonar landslagsarkitekts, en Garðar bað hann um tillögur um merkingar á kirkjugarði, þ.e. skilti við sáluhlið, yfirlitskort, og merkingar á staðsetningu grafreita. Kostaðaráætlun kr. 675.800,-
Samþykkt að vinna skv. framkomnum hugmyndum.                     Fundi slitið.

Auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar sátu eftirtaldir fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Eygló J. Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Glúmur Gylfason, Garðar Einarsson, Ólafur Ólafsson, Gunnar Á. Jónsson, Ragnheiður Thorlacius og sr. Gunnar Björnsson.

Fundur sóknarnefndar 21. mars 2004 að lokinni messu.

Hófst kl. 12:15 í skrifstofu sóknarprests.

1.      Formaður Eysteinn lagði fram handrit að ársreikningum Selfosskirkju Selfosskirkjugarðs og hjálparsjóðs Selfosskirkju. Sóknarnefnd áritaði síðan reikningana.

2.      Rætt um nýjan kirkjugarð. Tillaga frá Sigurjóni Erlingssyni:
„Fundur sóknarnefndar 21.03.2004 felur formanni að rita bæjarstjórn bréf um nauðsyn þess að bæjarstjórn taki svo fljótt sem auðið er ákvörðun um staðsetningu nýs kirkjugarðs. Um staðarval vísast til þess, sem áður hefir farið fram milli aðila. Í bréfinu skal einnig bent á skyldur sveitarfélagsins varðandi undirbúning svæðisins, sem taka mun einhvern tíma, sbr. lög 32-2002. Bréf þetta verði sent öllum bæjarfulltrúum, bæjarstjóra og Aðalskipulagshópi sem nú starfar”
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:00 en auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar sátu eftirtaldir fundinn: Gunnar Á. Jónsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Friðsemd Eiríksdóttir, Ragnheiður Thorlacius, Guðmundur Búason og Jóna Bára Jónasdóttir.

 

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2003, haldinn 28. mars 2004 í safnaðarheimili að lokinni messu. Fundur hófst kl. 12:15.

Formaður Eysteinn kvaddi Hjört Þórarinsson til fundarstjórnar með eftirfarandi erindum:

Hjörtur minn hér kemur stundin

er heldur vor sókn aðalfundinn,

það kemur þér við

því af eldgömlum sið

hér upp við púlt eru bundinn.

Ég bið þig því bónar, svo háður,

oss bráðvantar oft eins og áður

stjórnanda’ á fund

með frábæra lund

hér bæði ertu virtur og dáður.

Hjörtur tók við fundarstjórn og bað Sigurjón Erlingsson um að rita fundargerð.

1.    Skýrsla formanns. Eysteinn sagði frá ýmsu í starfi kirkjunnar og gaf síðan sóknarpresti sr. Gunnari Björnssyni orðið og flutti hann skýrslu um starfið á liðnu ári. Helstu tölur skýrslunnar eru þessar.

Messur 69, Barnaguðsþjónustur 46, Aðrar guðsþjónustur, bæna- og helgistundir 208 eða samtals 323.

Samverustundir með öldruðum 9. Fermingarbörn eru 95, skírnir alls 69. Hjónavígslur 21. Greftranir innan prestakalls 29 en utan 10. Þá er í skýrslunni fjöldi heimsókna, svo sem á dagdvöl aldraðra, sjúkrahús, skóla ofl.

Þá sagði Eygló Gunnarsdóttir djákni frá barnastarfi sem hún hefir haldið utan um, foreldramorgnum, fundum Geisla, heimsóknum á Ljósheima og víðar, þátttöku í hjálparstafi kirkjunnar ofl.

Glúmur Gylfason organisti sagði frá kórastarfinu en kórar undir hans stjórn eru fjórir, Kirkjukórinn og þrír bara- og unglingakórar.

Síðan sagði Eysteinn frá stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð og viðræðum við bæjaryfirvöld um það. Þá sagði hann frá fyrirhugðum merkingum á kirkjugarðinum, upplýsingaskilti ofl. Þá gat hann um að rafmagn í garðinum hefði verið lagað og sett í 3ja fasa straum. Eysteinn gat um framkvæmdir sem verið er að undirbúa við lýsingu í kirkjunni. Þá gat Eysteinn þess að Ragnheiður Thorlacius sem tók sæti í sóknarnefnd vegna forfalla Steingríms Ingvarssonar gefur ekki kost á sér áfram. Næsti varamaður er þá Sigurður Sigurjónsson

Reikningar ársins 2003:

Rekstrarreikningur Selfosskirkju:

Niðurstöðutala:                                       25.044.660,-

þar af tekjur umfram gjöld:                 3.305.688,-

Efnahagsreikningur Selfosskirkju:

        Eignir samtals:                                         146.904.894,-

Rekstrarreikningur Kirkjugarðs:              

        Niðurstöðutala:                                       12.504.483,-

þar af tekjur umfram gjöld:                 3.694.796,-

Efnahagsreikningur kirkjugarðs.

        Eignir:                                                          28.177.541,-

Eigið fé:                                                      26.426.850,-

Hjálparsjóður Selfosskirkju.

        Tekjur:                                                             496.514,-

Gjöld:                                                                289.686,-

Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

Skoðunarmenn endurkjörnir: Kristín Pétursdóttir og Garðar Eiríksson.

Önnur mál:

Þórður Árnason gerði athugasemd við messu á aðfangadagskvöld. Taldi hann vanta jólasálmana alla nema „Heims um ból”. Gerði hann fyrirspurn hvort teknar yrðu upp „léttmessur” og nefndi dæmi um þær annarsstaðar.

Glúmur svaraði og sagði jólamessur vera þrjár og væri sálmunum dreift á þær og nefndi þar dæmi um einstaka sálma. Þá sagði Glúmur frá því að í messunni á aðfangadagskvöld fór rafmagn af orgelinu og raskaði það því að ekkert orgelspil varð eftir það. Varð af því óánægja margra kirkjugesta sem ekki vissu um þetta.

Þá ræddi Glúmur um svonefndar „léttmessur” og kröfur um breytta tónlist popp og rokk. Taldi hann það vel koma til greina. Skýrði Glúmur tónlist síðustu alda í kirkjum og breytingar á henni.

Þórður Árnason tók aftur til máls og vitnaði m.a. í messur í Árbæjarkirkju þar sem messur væru tvennskonar, hefðbundnar messur og léttmessur.

Eysteinn þakkaði Þórði fyrir athugasemdirnar og benti á að í raun væri synd hversu fáir utan stjórnar og starfsmanna kirkjunnar úr Selfosssókn væru mættir á fundinn því að aðalfundurinn væri m.a. haldinn til þess að fá viðhorf sóknar til innri starfsemi kirkjunnar. Kvað hann málefni Þórðar Árnasonar yrði tekið fyrir hjá sóknarnefnd og presti.

Guðbjörg Arnardóttir tók undir sjónarmið Þórðar um annars konar messu og taldi þær vel koma til greina t.d. einu sinni í mánuði samhliða hefðbundinni messu.

Eysteinn þakkaði öllu samstarfsfólki sem komið hefir að kirkjustarfeinu og sleit síðan fundi kl. 13:35.

Fundarritari Sigurjón Erlingsson

Hjörtur Þórarinsson gaukaði eftirfarandi vísu að fundarritara í fundarlok:

Matur var borinn að borðum

ég bæti við örfáum orðum.

Ég starfa við fundinn

og staðföst er lundin

að frásögnin föst sé í skorðum.

 

Fundargerð

Fundur sóknarnefndar í skrifstofu sóknarprests 17. maí 2004 hófst kl. 18:00

1.        Formaður Eysteinn setti fund og kynnti bréf dagsett 24.03.04 frá skoðunarmönnum reikninga . Vegna bréfsins var samþykkt að styðja Barna og Unglingakórinn um kr. 341.308,- . Einnig samþykkt að færa til gjalda kr. 189.480,- sem er upphæð sem ekki verður innheimt.

2.        Glúmur Gylfason sagði frá fyrirhugaðri för unglingakórsins 5. júní nk. Í kórnum eru 45 sem fara auk farastjóra. Samþykkt að styðja þessa för með upphæð í samráði Glúms og Garðars – til að mæta kostnaði við 5 fararstjóra, stjórnanda og undirleikara. Farið verður til Danmerkur.

3.        Formaður las bréf frá Einari Sveinbjarnarsyni hjá K.P.M.G. varðandi vinnu fyrirtækisins við bókhald. Samþykkt að K.P.M.G. haldi áfram þeirri þjónustu í bókhaldi sem verið hefur út þetta ár, en jafnframt – verði ákveðin tilhögun til framtíðar – fyrir næstu áramót. Guðmundur Búason vék af fundi undir þessum lið.

4.        Formaður las bréf dagsett 20. febrúar 2004 frá Halldóri Magnússyni kirkjuverði og meðhjálpara þar sem hann óskar eftir að láta af störfum frá og með 1. september nk.

5.        Formaður las bréf sem hann ritaði Sveitarfélaginu Árborg dagsett 10. apríl 2004 um stækkun kirkjugarðs Selfosskirkju.

6.        Þá las hann svarbréf dagsett 24. apríl 2004 sem Helgi Helgason bæjarritari undirritar. Í bréfinu kemur fram að „Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í starfshópi um aðalskipulag sveitarfélagsins”

7.        Formaður las bréf frá Úlfari Guðmundssyni prófasti dagsett 5. maí ’04 þar sem hann kynnir héraðsfund Árnessprófastsdæmis 23. maí n.k.

8.        Þá kynnti formaður nýtt Veffang heimasíðu Selfosskirkju sem er http://selfoss.kirkju.net.

9.        Formaður las bréf frá Landssambandi Gídeonfélaga á Íslandi um 10 þús. kr. styrk til biblíukaupa. Samþ. styrkurinn. Bréfið dagsett 3. nóv. 2003.

10.          Formaður las bréf frá Eygló Jónu Gunnarsdóttur djákna dags. 17. maí ’04 þar sem hún óskar eftir að stöðugildi hennar verði hækkað úr 85% í 100%, en Heilbrigðisstofnun Selfoss sem greitt hefir 15% launa hennar vegna heimsókna á Ljósheima hefir nú sagt henni upp. Eygló vék af fundi undir þessum dagskrárlið.   Samþykkt að fresta afgreiðslu en ræða við héraðsnefnd og forráðamenn Sjúkrahússins.

11.          Fram kom að unnið er að endurbótum á ljósabúnaði samanber fyrri samþykktir.

Fundinn sátu auk Sigurjóns Erlingssonar fundarritara:

Sr. Gunnar Björnsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir,
Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Sigurður Sigurjónsson,

Garðar Einarsson, Jóna Bára Jónasdóttir og Gunnar Á. Jónsson.

 

Fundargerð sóknarnefndar sunnudaginn 19. september 2004

að lokinni messu. Á fundi var snædd súpa og brauð.

Formaður Eysteinn setti fund og bauð sérstaklega velkominn Steingrím Ingvarsson fyrrv. formann sóknarnefndar, en hann hefir verið frá störfum um nokkurt skeið vegna heilsubilunar og ekki tekið þátt í störfum sóknarnefndar. Síðan las ritari síðustu fundargerð.

1.        Formaður ræddi síðan bréf Eyglóar Gunnarsdóttur djákna sbr. síðustu fundargerð og taldi að ræða þyrfti frekar við ráðamenn sjúkrahússins varðandi starf hennar á Ljósheimum.

Þá sagði Eysteinn frá viðræðum við bæjarstjóra um nýjan kirkjugarð en engin ákvörðun um staðsentingu virðist liggja fyrir. Þá ræddi Eysteinn um vinnu við ljósabúnað í kirkjunni sem unnið er við og stefnt að því verði lokið fyrir desember n.k. Þá gat Eysteinn um fyrirhugað skilti við – og merkingar í kirkjugarði sbr. fundargerð 7/3 2004, 11. lið. Ekki hefir enn verið tekin ákvörðun um að taka framkomnu tilboði.

Landform – Oddur Hermannsson arkitekt hefir teiknað þessar merkingar.

2.        Glúmur Gylfason sagði frá ýmsu í starfi sínu, m.a. því að hann er ásamt fleirum að vinna að útgáfu „Tíða” sem í gildi voru og fluttar til 1770. Kirkjuráð mun sjá um útgáfuna þegar þar að kemur. Þá sagði hann frá kórastarfinu, m.a. frá ferð kirkjukórsins í Skálholt á sl. sumri þar sungnar voru Tíðir, ásamt fleiri kórum.

3.        Sr. Gunnar sóknarprestur lagði fram tillögu að fyrirhuguðu vetrarstafi Selfosskirkju sem unnin er af starfsfólki kirkjunnar, presti, djákna, organista ofl.

Gunnar Á. Jónsson óskaði eftir að ýtarlegri frásögn yrði um liðinn „Kirkjuskóli”.

4.        Eygló Gunnarsdóttir djákni lagði fram erindi frá Guðbjörgu Arnarsdóttur um launamál.

Eysteini og Garðari falið að afgreiða málið.

5.        Sr. Gunnar lagði fram til kynningar áætlun um Fjölkirkjulega messu í Selfosskirkju nk. sunnudag 26. september.

6.        Ólafur Ólafsson hóf máls á svonefndum „öðruvísi messum” sem til tals komu á síðasta aðalfundi. Glúmur Gylfason, Guðmundur Búason, Gunnar Á. Jónsson ofl. ræddu málið, messusöng og fleiri atriði um messuhald.

7.        Formaður las bréf frá útvarpsstöðinni „Lindin” sem er kristileg útvarpsstöð, dags. 25. ág. 2004, þar sem óskað er eftir fjárstyrk. (Ekki afgreitt).

8.        Bréf frá biskupi Íslands um fyrirhugaða kirkjudaga 2005, þ.e. 24. – 25. júní 2005.

9.        Formaður sagði frá ferð sinni til Ísafjarðar á fund Kirkjugarðasambandsins.

10.          Ólafur Ólafsson ítrekaði að mála þyrfti bílastæðamerkingar. Garðari kirkjuverði falið að sjá um framkvæmd þessa.

11.          Eysteinn lagði fram plagg sem hann hafði tekið saman um „Þróun nokkurra kostnaðarliða í rekstri Selfosskirkju frá 1996 – 2003”.

12.          Bókhaldsmál. „Samþykkt að fela formanni að ganga frá samningum um bókhald kirkju og kirkjugarðs”.

Fundi slitið kl. 14:49

Eftirtaldir sátu fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason,

Gunnar Á. Jónsson, Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson,

Sigurjón Erlingsson ritari og Steingrímur Ingvarsson. Auk sóknarnefndar voru sr. Gunnar Björnsson, Eygló J. Gunnarsdóttir og Glúmur Gylfason.

Fundur sóknarnefndar 20. desember 2004 í skrifstofu sóknarprest hófst klukkan 18:07

1.             Formaður setti fund og sagði frá því að enginn umsókn hefði borist um starf meðhjálpara í stað Halldórs Magnússonar (í 1/3 starf). Ákveðið var að auglýsa starfið innan tíðar, en Garðar kirkjuvörður mun vera til aðstoðar í bili með hjálp Halldórs.

2.             Formaður kynnti bréf frá sóknarpresti þar sem hann skýrir frá að Árni Erlingsson Birkivöllum 22 hafi gefið Selfosskirkju fjórar gamlar sálmabækur ásamt Hugvekjum dr. Péturs Péturssonar.   Sóknarprestur hefir móttekið bækurnar.

3.             Bréf frá „Hjálparstarfi kirkjunnar” dags. 22. okt. 2004. Kynning á starfinu.

4.             Rætt um fram komna tillögu um nýjan kirkjugarð í Fossnesi. „Sóknarnefnd fagnar fram kominni tillögu um nýjan kirkjugarð í Fossnesi.
Nefndin vill þó gera þá athugasemd við tillöguna að svæði það í Fossnesi sem merkt er fyrir skolphreinsistöð verði fært út af svæðinu, út í árbakkann þar sem það skerðir um of það land sem ætlað er fyrir kirkjugarðinn” Samþ. samhljóða.

5.             Skoðuð sú nýja lýsing sem komin er í kirkjuna, en um 2/3 af framkvæmdunum er nú lokið.

Fundi slitið kl. 19:04 en eftirfarandi sátu fundinn auk ritara Sigurjóns Erlingssonar:

Eysteinn Ó. Jónasson, Guðmundur Búason, Gunnar Á. Jónsson, Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson og Garðar Einarsson.

Fundur sóknarnefndar 3. mars 2005 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 18:05.

1.       Formaður setti fund og útbýtti bréfi frá formanni stjórnar Kirkjugarðasambands Íslands. Hér er kynning á breytingum á lögum um kirkjugarða. Eysteinn kynnti bréfið nánar.

2.       Staða meðhjálpara sem auglýst var. Ein umsókn barst eftir að umsóknarfrestur var útrunninn frá Valdimar Bragasyni. Þetta er um 1/3 úr starfi. Ráðningin samþykkt samhljóða og Eysteini og Garðari falið að ganga frá samningi við Valdimar.

3.       Friðsemd og Maríu falið að velja gjöf handa Halldóri Magnússyni.

4.       Rætt var um að kaupa þurfi ca 100 stóla, 13 borð af minni gerð og 15 af stærri gerð fyrir safnaðarheimilið. Garðar hefir kannað verð og var honum falið að kanna verð og gæði frekar og fær Garðar heimild til þessara kaupa. Samþykkt samhljóða.

5.       Boðun aðalsafnaðarfundar sem er ákveðinn sunnudaginn 14. mars að lokinni messu.

6.       Guðmundur Búason lagði fram drög að ársreikningi 2004 fyrir Selfosssókn og skýrði reikningana.

7.       Beiðni frá hjálparstarfi kirkjunnar, sem heldur ca. 40 manna fund í safnaðarheimili, að Selfosskirkja leggi til veitingar. Samþykkt samhljóða.

8.       Ólafur lagði til að rætt yrði við Þorvald Halldórsson varðandi léttmessu. Samþykkt að prestur og djákni ræddu málin.

Fundinn sátu: Eysteinn Ó. Jónasson, Eygló J. Gunnarsdóttir (djákni),   Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, sr Gunnar Björnsson (sóknarpr.), Jóna Bára Jónasdóttir,
María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.

 

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2004 að lokinni messu

sunnudaginn 13. mars 2005 í safnaðarheimili.

Eysteinn formaður setti fund og bað Hjört Þórarinsson að stjórna fundi og Sigurjón Erlingsson að skrifa fundargerð.

1.     Eysteinn Ó. Jónasson form. flutti skýrslu stjórnar. Hann sagði frá því að bókhald hefði verið fært til Guðmundar Búasonar, sagði frá kórastarfinu, einnig að Halldór Magnússon hefði nú látið af störfum aðstoðarkirkjuvarðar og færði honum bók að gjöf. Hægt mun þó að leita til hans til afleysinga enn um sinn.
Halldór flutti þakkir. Þá sagði Eysteinn frá stöðu mála varðandi kirkjugarð. Glúmur Gylfason organisti sagði frá kórastarfinu, þar á meðal ferð unglingakórsins 45 manns til Danmerkur ofl.
sr Gunnar Björnsson sóknarprestur flutti skýrslu um starfið. Helstu liðir eru: Fermingarbörn 99, hjónavígslur 16, útfarir 29, almennar messur 62, barnastundir 27, morguntíðir í kirkjunni 200. Þá sagði hann frá guðsþjónustum, í sjúkrahúsi 8 og á ljósheimum 8 auk margra fleiri liða í starfinu sem hér eru ekki upp taldir.
Eygló Gunnarsdóttir djákni flutti skýrslu um starf sem hún kemur að. Þar má nefna m.a. kirkjuskóli í Vallaskóla, 18 fundir, helgistundir á Ljósheimum 42, helgistundir hjá Dagdvöl 26 sinnum, tíðasöngvar í kirkju 192, foreldramorgnar 50, Geisli 6 fundir, sunnudagaskóli 27 sinnum, æskulíðsfundir 19, Kumbaravogur heimsóttur 24 sinnum, Sólvellir heimsóttir 9 sinnum.
Sigurjón Erlingsson sagði frá stöðu mála varðandi gerð nýs kirkjugarðs.
Umræður um skýrslu stjórnar: Björn Gíslason ræddi um staðsetningu kirkjugarðs og spurði um hvort fleiri valkostir kæmu til greina, nefndi þar m.a. Laugardæli. Sigurjón svaraði og sagði að sóknarnefnd hefðu verið boðnir tveir staðir utan ár: Fossnes og lægðina austan Arnbergs.
Kjartan Björnsson ræddi um nýjan kirkjugarð og taldi staðarval í Fossnesi góðan kost.

2.     Reikningar: Guðmundur Búason las reikninga sem hann hefir gert:
Selfosskirkja rekstrarreikningur:   Niðurstöðutölur 27.212.587 kr. Tekjuhalli 86.389 kr.
Selfosskirkja Efnahagsreikningur: Niðurstöðutala 206.904.458 kr.
Rekstrarreikningur kirkjugarðs: Tekjur 11.880.500 kr.   Gjöld: 7.365.596 kr.   Tekjur umfram gjöld: 5.781.068 kr.
Efnahagsreikningur kirkjugarðs: Skuldir og eigið fé: 37.487.007 kr.
Hjálparsjóður Selfosskirkju: Tekjur 419.383 kr. Gjöld 425.000 kr.
Efnahagsreikningur hjálparsjóðs: Skuldir og eigið fé 2.573.836 kr.
Guðmundur Búason lagði fram til kynningar Rekstraráætlum Selfosskirkju fyrir árið 2005 sem sóknarnefnd á eftir að staðfesta. Einnig lagði hann fram rekstraráætlun kirkjugarðs.

3.     Kosning í sóknarnefnd. Út eiga að ganga: Eysteinn Jónasson, Sigurjón Erlingsson, María Kjartansdóttir og Ólafur Ólafsson. Þau gáfu öll kost á sér áfram og voru kosin samhljóða.
Varamenn allir endurkjörnir.
Skoðunarmenn endurkjörnir: Aðalmenn Kristín Pétursdóttir og Garðar Eiríksson, varamenn Halldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.

4.     Önnur mál: Til máls tók Björn Gíslason og vakti máls á því að vert væri að heiðra minningu sr. Sigurðar Pálssonar, fyrsta sóknarprests, sérstaklega.
Kjartan Björnsson lagði til að byggð yrði yfirbyggð göngubrú frá núverandi kirkjugarði yfir í þann nýja – þ.e. yfir Ölfusá.
Gunnar Á. Jónsson ræddi um kirkjustarfið og flutti því fólki sem þar hefir unnið þakkir.

Síðan sleit fundarstjóri fundi kl. 14:20.         og boðaði um leið nýkjörna sóknarnefnd til framhaldsfundar til að skipta með sér verkum.                              Fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Fundur nýkjörinnar sóknarnefndar í skrifstofu sóknarprests.

Formaður Eysteinn setti fund og gefur ekki kost á sér áfram sem formaður og bað um uppástungur. María Kjartansdóttir stakk upp á Jónu Báru Jónasdóttur. Samþ. með lófaklappi. Eysteinn stakk upp á Guðmundi Búasyni sem gjaldkera, samþ. samhljóða. Fundi slitið kl. 1435.

Fundarmenn undirrita báðar fundargerðir hér á eftir.:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson,
Jóna Bára Jónasdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Gunnar Á. Jónsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 12 maí 2005 í skrifstofu sóknarprests. Hófs kl. 18:00.

Nýkjörinn formaður Jóna Bára Jónasdóttir setti fund.

1.          Í upphafi fundar flutti fyrrv. formaður Eysteinn Jónasson þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginkonu sinnar. Einnig óskaði hann nýjum formanni velfarnaðar í sínu starfi.

2.          Formaður sagði frá samtali sínu við prófast sr. Úlfar Guðmundsson um ýmsa þætti varðandi væntanlegan héraðsfund 29. maí nk. á Selfossi. Fulltrúar sóknarnefndar verða þau María Kjartansdóttir og Ólafur Ólafsson.

3.          Garðar Einarsson lagði fram teikningu og kostnaðaráætlun um framkvæmdir í kirkjugarði þe. malbikun á göngustígum og uppsetningu ljósastólpa ofl. Kostnaðaráætlun er kr. 3.449.450,-. Áætlunin er gerð af Landformi. Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi samþykkt: „Sóknarnefnd felur Garðari Einarssyni að sjá um, í samstarfi við „Landform” að verk þetta verði framkvæmt með útboði sem fyrst. Sú breyting verði þó gerð að göngustígur 54,7m2 í nýrri garðinum falli brott og einu ljósi verði bætt við á vesturenda malbikaðs stígs sem er 297,7m2 . Núverandi hellulagður stígur þvert yfir eldri garð verði lagfærður.” Samþykkt samhljóða.

4.          Garðar lagði fram fundarboð um aðalfund Kirkjugarðasambands Íslands sem verður haldinn á Hótel Selfossi þann 28. maí nk. og mun Selfosssóknarnefnd sjá um ýmsa þætti svo sem venja er þar sem fundur er haldinn. Fulltrúar sóknarnefndar verða : Eysteinn Jónasson, Jóna Bára Jónasdóttir og Garðar Einarsson

5.          Eygló Gunnarsdóttir sýndi fundarmönnum borðfána sem kirkjunni var gefinn af Íþróttafélagi aldraðra í Kópavogi er félagsmenn voru hér á ferð.

Fundi slitið kl. 19:10 en eftirtaldir sátu fundinn.:

Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Jósefsson, Eygló J. Gunnarsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Garðar Einarsson, Gunnar Á. Jónsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.Fundur sóknarnefndar 2. október 2005 í skrifstofu sóknarprests að lokinni messu. Hófst klukkan 1200

1.        Formaður, Jóna Bára, setti fund og kynnti þakkarbréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir að fá að halda fund stofnunarinnar í kirkjunni 9. apríl s.l.

2.        Kynnt bréf frá kirkjugarðaráði dagsett 6. júní s.l. um nýjar reglur um greiðslu kostnaðar við útfarir.

3.        Erindi vegna væntanlegrar Færeyjaferðar í júní n.k.   Samþykkt að greiða farið fyrir Glúm og einleikara og er fargjald kr. 70 þúsund á mann. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál:

4.        Ólafur Ólafsson lagði til að hamlað verði gegn mannvirkjum í kringum einstök leiði og farið að lögum.

5.        Sigurjón Erlingsson sagði frá gangi mála varðandi nýjan kirkjugarð í Fossnesi. Samþykkt að fela Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt að taka að sér skipulagsvinnu á nýja garðinum.

6.        Garðar sagði frá útboði á stígagerð og lagfæringum á núverandi kirkjugarði. Fjögur tilboð bárust. Lægstbjóðandi var Vélgrafan ehf. 4.374.000,-. Verkið hefst á næstu dögum og lýkur í október.

            Fundi slitið kl. 1300 en fundinn sátu : Gunnar Björnsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson.
Eysteinn Ó. Jónasson, Garðar Einarsson, Gunnar Á. Jónsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar sunnudaginn 27. nóvember eftir messu
hófst kl. 1300 í skrifstofu sóknarprests.

Form. Jóna Bára Jónasdóttir setti fund.

1.            Bréf frá Landssambandi andi Gídeonfélaga sem óskar eftir 10 þús. kr. fjárstuðningi. Samþykkt.

2.            Rætt um 50 ára afmæli Selfosskirkju 25. mars nk. og hvernig það verði haldið hátíðlegt. Stefnt skal að afmælisfagnaði. Til að undirbúa málið, fyrir hönd sóknarnefndar, eru tilnefndir Jóna Bára, María Kjartansdóttir og Eysteinn Ó. Jónasson. Samþykkt.

3.            Oddur Hermannsson landslagsarkitekt sýndi sóknarnefnd vinnu sem hann hefir gert um nýjan kirkjugarð í Fossnesi. Hann hefir nú mælt garðinn upp og gert útreikninga á rýmisþörf til næstu 60 – 70 ára. Á þeim grunni hefir nú verið sent bréf til Tækni og veitissviðs Árborgar dagsett 22. nóvember þar sem sóknarnefnd sækir um stækkun á garðinum þannig að það landsvæði, sem skv. aðalskipulagi er sýnt sem 4,7 ha. og boðið er nú undir kirkjugarð, verði stækkað í 9,1 ha.

                Fundi slitið eftir kynninguna en eftirtaldir sátu fundinn.

                Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Garðar Einarsson, Eysteinn Ó. Jónasson og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.Fundur sóknarnefndar 15. janúar 2006 að lokinni messu. Haldinn í skrifstofu prests og hófst kl. 1220.

Eysteinn Jónasson setti fund skv. ósk formanns og sagði frá Gunnari Á Jónssyni sóknarnefndarmanni sem er forfallaður vegna sjúkrahúsvistar.

1.        Fram kom að formaður, Jóna Bára, hefir óskað eftir að létta af sér vinnu vegna heilsufars. Þar sem láðst hefir að kjósa varaformann var það gert nú. Tillaga kom fram um Eystein Jónasson. Samþ. samhljóða.

2.        Rætt um undirbúning vegna 50 ára afmælis Selfosskirkju þann 25. mars n.k. Samþykkt að boðið verði upp á kaffidrykkju í Hótel Selfoss að aflokinni messu.

3.        Guðmundur Búason kynnti drög að ársreikningi kirkjunnar. Þá gat hann þess að greiðslur til kirkjukórs hefðu staðið í stað síðan 1999 og lagði til hækkun, 20 þúsund kr. fyrir messu og 40 þúsund fyrir jarðarför. Samþ. samhljóða og taki þessi hækkun til ársins 2005. Þá var samþykkt samhljóða að eftirleiðis fylgi þessar greiðslur launavísitölu.

4.        Glúmur Gylfason sagði að verið væri að vinna að útgáfu geisladisks með Kirkjukór Selfoss í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar. Samþykkt að greiða allan kostnað við útgáfu disksins, enda komi tekjur af sölu hans aftur til tekna.

5.        Rætt var um undirbúning að afmælishátíð kirkjunnar. Sr. Gunnar kynnti drög að dagskrá sem ætlað er að verði bæði laugardag og sunnudag 25. og 26. mars. Þá verði einnig messa 2. apríl í tilefni afmælisins.

            Fundi slitið kl. 1320 en mættir voru: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Björnsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Guðmundur Búason, Jóna Bára Jónasdóttir, Ólafur Ólafsson, Garðar Einarsson og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 9. mars 2006 í skrifstofu sóknarprests.
Hófst kl. 2100.

Eysteinn setti fund.

1.        Guðmundur Búason reikningshaldari kirkjunnar kynnti reikningana. Samþ. að þeir fari til aðalfundar.

2.        Kynnt svarbréf frá Einari Njálssyni bæjarstjóra við bréfi sóknarnefndar um nýjan kirkjugarð dags. 22. nóvember. Bréf bæjarstjóri er dagsett 16. janúar, þar kemur m.a. fram að ekki er orðið við þeirri ósk sóknarnefndar um stækkun fyrirhugaðs garðs til norðurs. Skv. upplýsingum frá Þorvaldi Guðmundssyni formanni skipulagsnefndar bæjarins að Skipulag ríkisins er nú með nýju aðalskipulagstillöguna til skoðunar og samþykkt hennar því ekki lokið.

Fundi slitið kl. 2210.

Fundinn sátu Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir,Guðmundur búason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.Aðalsafnaðarfundur árið 2006 haldinn í safnaðarheimili eftir messu, sunnudaginn 12. mars. Hófst klukkan 1220.

Eysteinn Jónasson varaformaður setti fund og bað Hjört Þórarinsson að stýra fundi og Sigurjón Erlingsson að skrifa fundargerð.

1.        Eysteinn flutti skýrslu sóknarnefndar um það sem helst hefir gerst á liðnu starfsári. Síðan bað hann Glúm Gylfason organista að segja frá söngmálum á vegum kirkjunnar, barnakór, unglingakór kirkjunnar ásamt útgáfumálum.

2.        Sr. Gunnar Björnsson flutti skýrslu sóknarprests um starfið á árinu og sagði frá fyrirhuguðu 50 ára afmæli kirkjunnar sem fagnað verður um helgina 25. – 26. mars nk. Þar má helst telja að guðsþjónustur voru 67. Aðrar almennar safnaðarguðsþjónustur 206. Barnaguðsþjónustur 21. Aðrar guðsþjónustur, bæna og helgistundir 16. Tala fermdra 91. Tala altarisgesta 1929. Greftranir innan prestakalls 25 en utan prestakalls 21. Fermingarbörn 91. Skírnir 40. Hjónavígslur 17. Heimsóknir grunnskólabarna á aðventu 19.
Þvínæst flutti Eygló Gunnarsdóttir djákni sína ársskýrslu. Þar er helst að telja: Kirkjuskóla í félagsmiðstöð, helgistundir á Ljósheimum, tíðarsöngvar í kirkju, foreldramorgna, sunnudagaskóla, 20 heimsóknir á Kumbaravog og 8 á Sólvelli. Eygló lét þess getið að Guðbjörg Arnardóttir starfaði með henni að þeim athöfnum sem fram komu í hennar máli.

3.        Guðmundur Búason reiknishaldari og gjaldkeri kirkjunnar flutti reikningana.
Rekstrarreikningur Selfosskirkju                                    Niðurstöðutölur:                          29.475.439,-
Tekjuafgangur:                                                                       2.802.445,-
Efnahagsreikningur     “                                                      Eignir alls:                                      213.686.234,-

            Hjálparsjóður               “                                                        Tekjur á árinu:                                 1.047.361,-
Gjöld:                                                     754.000,-
Tekjuafgangur:                                   445.461,-
Efnahagsreikningur hjálparsjóðs                                   Eignir alls:                                          3.019.297,-

Kirkjugarður Selfoss                                                            Tekjur:                                             10.096.062,-
Gjöld:                                             10.928.9976,-

                                            Með fjármunatekjum eru tekjur umfram gjöld:                                   1.678.335,-
Efnahagsreikningur kirkjugarðs                                      eign:                                                  39.613.583,-

Með reikningum fylgdi rekstraráætlun fyrir árið 2006 fyrir kirkju og kirkjugarð.
Eysteinn sagði frá því að fyrirhuguð væri málun kirkjunnar og etv. viðgerðir á komandi sumri.

4.        Eysteinn sagði frá starfi héraðsnefndar, en héraðsfund sátu f.h. kirkjunnar Eygló Gunnarsdóttir og Ólafur Ólafsson.
Eysteinn og Sigurjón Erlingsson sögðu frá stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð og ráðningu Odds Hermannssonar landslagsarkitekts til skipulagningar garðsins.
Magnús Hlynur Hreiðarsson spurði um hvenær ætla mætti að nýr kirkjugarður yrði tilbúinn. Þá óskaði hann eftir meiri upplýsingum um kirkjustarfið t.d. með útgáfu fréttabréfs. Hann óskaði eftir að tónlistarfólk yrði fengið í meira mæli en nú er til að lífga upp á athafnir í kirkjunni. Þá lagði Magnús til að kirkjan gæfi sýslumannsembættinu fíkniefnahund sem nú vantar og kostar um 2 miljónir króna. Yrði það gert í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar.
Eysteinn svaraði hugmyndum og ábendingum Magnúsar.
Ólafur Ólafsson taldi að ríkissjóður ætti að kosta fíkniefnahund.

            Hjórtur Þórarinsson sleit fundi kl. 1340                         Fundarritari: Sigurjón Erlingsson

Fundur sóknarnefndar 3. apríl 2006
Haldinn í safnaðarheimili, hófst kl. 1930.

Eysteinn Jónasson setti fund.

Kosning aðal- og varafulltrúa á kjördæmisfund í 9. kjördæmi sem er Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnesprófastdæmi.

Kjörnir voru:

                Aðalfulltrúi: Ólafur Ólafsson

                Varafulltrúi: Guðmundur Búason.

Tilnefning fulltrúa fyrir kjördæmisþing til setu á kirkjuþingi.

Tveir fulltrúar verða kjörnir úr 9. kjördæmi.

                Tilnefndir eru:

                Aðalmenn:         Eysteinn Ó. Jónasson og Halldór Magnússon

                Varamenn:         María Kjartansdóttir og Friðsemd Eiríksdóttir.

Eftirtaldir sátu fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Búason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 29. maí 2006 í safnaðarheimili. Hófst klukkan 1900.

1.      Formaður Eysteinn setti fund og kynnti bréf frá Glúmi Gylfasyni organista þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum næsta haust eða 1. september 2006 af heilsufarsástæðum. Býðst hann til að vera við vinnu septembermánuð með nýjum organista. „Samþykkt samhljóða að fela Eysteini að auglýsa stöðuna”.

2.      Bréf frá Stefáni Þorleifssyni þar sem hann segir stöðu sinni lausri sem stjórnanda Unglingakórs Selfosskirkju frá 31. ágúst nk.

3.      Þá kom fram að Guðbjörg Arnardóttir er nú að láta af störfum þar sem hún hefir fengið veitingu fyrir Oddaprestakalli. Sóknarnefnd flytur þessum ágætu starfsmönnum bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

4.      Garðar Einarsson kirkjuvörður sagði frá ferð sinni á aðalfund Kirkjugarðasambandsins á Akureyri sem haldinn var helgina 20. – 21. maí sl.

5.      Þá lagði Garðar fram kostnaðaráætlun fyrir innanhúss málningu í safnaðarheimili og forstofu við hana auk stigagangs þar og á kórloft, kr. 297.410,-. Áætlunin er lögð fram af Hannesi Garðarssyni fh. Málningarþjónustunnar H/F.

6.      Sigurjón Erlingsson lagði fram bréf frá Einari Njálssyni bæjarstjóra þar sem staðfest er úthlutun á nýjum kirkjugarði í Fossnesi, 4,7 ha. að stærð. Heimilt er nú að hefja skipulagsvinnu og hefir Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt verið falið að hefja verkið. Kynnt svarbréf til bæjarstjórnar þar sem sóknarnefnd tekur við þessari úthlutun með þeim fyrirvara að hún treysti því að fá síðar viðbótarland sem hún hefir sótt um.

                                                                                                               Fundi slitið kl. 2000

Fundinn sátu auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar:

Eysteinn Ó. Jónasson, Eygló J. Gunnarsdóttir (djákni), Garðar Einarsson (kirkjuvörður),

Jóna Bára Jónasdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson og Guðmundur Búason.Fundur sóknarnefndar 20. júlí í safnaðarheimili kirkjunnar.

fundur settur kl. 1930.

1.      Farið var í gegnum umsóknir organista sem eru þessir:

         1.            Natalia Chow

         2.            Keith Reed

         3.            Edit Molnár

         4.            Julian Edu Isaes

         5.            Jörg E. Sondermann

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundur sóknarnefndar 27. júlí 2006 í safnaðarheimili. Hófs kl. 19:15

1.      Fundarefni er heimsóknir umsækjenda um starf organista og viðtöl við þá.   Mættir voru Kári Þormar og Guðmundur Sigurðsson fh. organistafélagsins sem er deild í FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna). Eru þeir sóknarnefnd til aðstoðar við val á organista sem hlutlausir aðilar. 

         Fyrst var rætt við Bataliu Chow og síðan við Jörg Sondermann. Edit Molár og Julian Edvard Isaacs eru erlendis. 

         Keith Reed hefir nú ráðið sig annarsstaðar og er því ekki lengur á skrá umsækjenda. 

         Síðan var rætt við Edit Molnár símleiðis en hún er nú stödd í Ungverjalandi og síðast við Julian Edward Isaacs í síma. Í þeim samtölum var stuðst við hátalara. Sóknarnefnd er ljóst skv. umsóknum að allir umsækjendur eru vel menntaðir og með mikla starfsreynslu. Eftir miklar umræður var samþ. að fela Eysteini að ræða frekar við Jörg Sondermann. Endanleg ákvörðun ekki tekin.

2.      Sigurjón sagði frá stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð.

Fundi slitið kl. 22:15

Mættir á fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar.Fundur sóknarnefndar 6. desember 2006 í safnaðarheimili. Hófst kl. 18:00

1.      Eysteinn Jónasson setti fund og bauð nýjan organista velkominn – Jörg Sondermann, jafnframt flutti hann fráfarandi organista Glúmi Gylfasyni þakkir fyrir frábærlega gott starf, en þeir voru báðir gestir fundarins. Jafnframt staðfestir sóknarnefnd ráðningu Jörg Sondermanns sem ákveðin var á s.l. vori en hann hóf störf 1. september s.l.

2.      Garðar kirkjuvörður sagði frá því að framkvæmdum í kirkjugarði væri nú lokið en ýmsar lagfæringar á göngustígum voru gerðar, malbikun ásamt lýsingu.

3.      Sigurjón sagði frá stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð.

4.      Þá varð staðfest ráðning Edit Monár í hlutastarf við barnakórana frá 1. sept. s.l.

5.     Eysteinn Jónasson færði fráfarandi organista Glúmi Gylfasyni blómvönd og ítrekaði þakkir til hans.

6.      Glúmur þakkaði og flutti síðan skilnaðarræðu ásamt því að hann afhenti sóknarnefnd fróðlega samantekt sem hann hefir gert um tónlistarsögu Selfosskirkju, þá færði hann nefndarmönnum og kirkjukórnum að gjöf nýjan geisladisk þar sem hann leikur orgelverk eftir Bach á orgel Selfosskirkju.

7.      Jörg Sondermann sagði frá ýmsu sem hann hefir í huga varðandi nýja starfið.

8.      Garðar sagði frá því að vestfirskar konur efndu til kaffisölu í safnaðarheimili fyrir skömmu og gáfu hjálparsjóði kirkjunnar andvirðið kr. 32.500,-

Fundi slitið kl. 19:10 og snæddur þar á eftir kvöldverður í boði kirkjunnar.

Á fundinum voru: Garðar Einarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 13. febrúar 2007. Hófs kl. 15:30 í safnaðarheimili.

Gestur fundarins er Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti sem er að vísitera kirkjuna.

Sr. Sigurður ávarpaði fundinn í upphafi og óskaði eftir því að sóknarprestur sr. Gunnar Björnsson sagði frá helgihaldi og starfsemi kirkjunnar. Sr. Gunnar ásamt Eygló djákna sögðu frá starfinu. Þá gaf Eysteinn upplýsingar um starfsmannahald við kirkjuna, kórastarf ofl.

Varðandi kirkjugarð skýrði Sigurjón Erlingsson frá því að bæjaryfirvöld hefðu fengið loforð frá landaeigendum á Selfossjörðinni fyrir stækkun á núverandi garði til norðurs – spildu sem yrði álíka stór og nýrri hluti garðsins. Yrði það nægilegt næstu 10 – 15 árin. 

Guðmundur Búason (gjaldkeri) gerði grein fyrir fjárhagsstöðu kirkju og kirkjugarðs. Þá var gerð grein fyrir gjöfum til kirkjunnar og öðrum munum sem hafa bæst við eignaskrá. 

Því næst flutti sr. Sigurður sóknarnefnd þakkir.

Sameiginleg kaffidrykkja var síðan í fundarlok.

Á fundinn voru mættir eftirtaldir.: Sigurjón Erlingsson fundarritari, Guðmundur Búason, Gunnar Björnsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir og Garðar EinarssonFundur sóknarnefndar 4. mars 2007 í safnaðarheimili að lokinni messu.
Hófst kl 12:15

1.      Eysteinn Jónasson setti fund og kynnti bréf frá prófasti um fyrirhugaðan héraðsfund 18. mars nk. í Úthlíð í Biskupstungum. Fulltrúar Selfosskirkju verða Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir auk prests og djákna.

2.      Eysteinn kynnti bréf frá launanefnd þjóðkirkjunnar þar sem boðið er uppá að Selfosskirkja gefi launanefnd umboð til kjarasamninga. Guðmundi Búasyni falið að skoða málið nánar.

3.      Eysteinn kynnti bréf frá biskupsstofu dagsett 4. febrúar 2007 þar sem segir frá fyrirhugaðri “tilraunakönnun varðandi árangur eigin kirkjustarfs”. Er sóknarnefnd beðin um “að skoða þessi mál í eigin sókn”. 

4.      Kynnt bréf frá kirkjugarðasjóði dags. 12.2.2007 um fjármál kirkjugarða.

 5.     Rætt var um nýjan kirkjugarð – viðbót við núverandi garð skv. síðustu fundargerð og mikilli þörf á að hraða því máli sem mest.

6.      Guðmundur Búason lagði fram tillögu að ársreikningi kirkju, hjálparsjóðs og kirkjugarðs og skýrði reikningana.

7.      Rætt um útimálningu á kirkjunni (og aðrar þarfir varðandi viðhald kirkjunnar. Innskot EÓJ).

Fundi slitið kl. 13:45

Mættir voru: Eygló J. Gunnarsdóttir, María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Valdimar Bragason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2006 haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar 11. mars 2007.

Hófst að lokinni messu kl. 12:30.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og lagði til að fundarstjóri yrði Hjörtur Þórarinsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson. Hjörtur fundarstjóri kynnti dagskrá.

1. mál:   Eysteinn Jónasson flutti skýrslu sóknarnefndar og sagði frá liðnu starfsári, svo sem bættri lýsingu í kirkju, stöðu mála bæði um endurbætur á núverandi garði og stöðu mála varðandi nýjan garð, en loforð hefur fengist um stækkun norðan við nýverandi garð, – svæði sem yrði álíka stórt og nýrri hluti garðsins. Eftir er að fá formlega úthlutun á þessari viðbót. Þá sagði Eysteinn frá ráðningu nýs organista Jörg Sondermann, ásamt ýmsu varðandi mannahald. Þá bauð formaður velkomna nýja meðhjálpara, Kristinn Pálmason og Magnús Jónsson.
Sr. Gunnar Björnsson flutti einnig skýrslu um liðið ár. Hann ræddi m.a. um þörf á stækkun safnaðarheimilis og lagði fram skýrslu um kirkjulegar athafnir á árinu:

 Barnamessur voru 26

Kirkjusóli 22 skipti

Helgistundir á Ljósheimum 43

Tíðarsöngvar í kirkju 192

Foreldramorgnar 49

Guðsþjónustur 62

Fermingar 89

Skírnir 37 í kirkju en 34 í heimahúsum

Hjónavígslur 22

Greftranir 40

               Eygló Gunnarsdóttir djákni lagði fram og kynnti skýrslu um starf sitt og þeirra sem með henni vinna. Til fróðleiks má nefna, auk þeirra atriða sem hér voru nefnd, kom hún m.a. einnig inn á :

Helgistund hjá Dagdvöl 32

Dagdvöl kom í kirkju 9

Æskulýðsfundir 22

Sunnudagaskóli 28

12-spora fundir 30

Alfa fundir 5

Þvínæst var orðið gefið laust.

               Björn Gíslason ræddi um krkjugarð og fagnaði því að náðst hefðu samningar um stækkun núverandi garðs. Þá ítrekaði Björn þá hugmynd sem hann hefir sett fram áður að sr. Sigurði Pálssyni fyrsta sóknarpresti Selfosssóknar yrði reistur minnisvarði. 

               Hafsteinn Þorvaldsson flutti þakkir frá sér og fjölskyldu sinni fyrir þjónustu og starf í kirkjunni.

Sigurjón Erlingsson fagnaði stækkun kirkjugarðs sem nú liggur fyrir,

Margrét Gunnarsdóttir flutti þakkir fyrir gott starf á vegum kirkjunnar.

2. mál:   Guðmundur Búason bókhaldari og gjaldkeri kirkjunnar skýrði reikninga.

Rekstrarreikningur kirkjunnar

               Tekjur: 34.184.926           Gjöld: 31.752            Tekjuafgangur: 3.963514

Efnahagsreikningur:

               Skuldir og eigið fé: 229.886.073

Hjálparsjóður Selfosskirkju – rekstrarreikningur

               Tekjur: 990.178     Gjöld: 970.000          Tekjuafgangur: 30.178

               Eignir: 3.319.423

Kirkjugarður Selfoss – rekstrarreikningur

               Tekjur: 8.424.568Tekjur umfram gjöld 1.944.782

               Efnahagsreikningur: eign 37.873.125

3. mál:   Eysteinn Jónasson sagði frá héraðsfundum Árnesprófastdæmis.

4. mál:   Ákvörðun um framkvæmdir og meiriháttar skuldbindingar. Eysteinn Jónasson sagði frá fyrirhugaðri útimálningu á kirkjunni þe: veggjum.

5. mál:   Stjórnarkjör. Úr stjórn eiga að ganga: Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Guðmundur Búason, Jóna Bára Jónasdóttir og Steingrímur Ingvarsson.
Gunnar, Steingrímur og Jóna Bára gefa ekki kost á sér áfram.

Tillögur komu fram um eftirfarandi og var kosið leynilega um þrjá aðalmenn.
Björn Gíslason                 19 atkv.
Erla Kristjánsdóttir           18 atkv.
Margrét Gunnarsdóttir     18. atkv.
Þóra Grétarsdóttir             12. atkv.

               Varamaður verður því Þóra Grétarsdóttir og auk hennar voru kosin til vara: Páll Ingimarsson og Guðný Ingvarsdóttir.

               Skoðunarmenn voru endurkjörin þau: Kristín Pétursdóttir og Garðar Eiríksson.

Önnur mál: Þvínæst tóku til máls Björn Gíslason, Hafsteinn Þorvaldsson og Hjörtur Þórarinsson og ræddu um kirkjustarfið og fluttu þakkir. Eysteinn kynnti gjöf til kirkjunnar frá Karli Eiríkssyni áður meðhjálpara og gjaldkera. Er það Vídalínspostilla útg. 1945.

Að vanda kastaði fundarstjóri Hjörtur Þórarinsson fram vísum, á meðan fundur stóð, um málefni sem þar komu fram og kom eftirfarandi eftir að prestur upplýsti að hann hefði fengið Kristinn Pálmason í meðhjálparastarfið þar sem hann hefði verið svo skýrmæltur þegar hann sem foreldri fermingarbarns las upp í kirkjunni.

Aðferðin er ekki ný

að þeim málum gætið

þú hefur mann sem heyrist í

og hrepptir hann í sætið.

Og eftir að Hafsteinn Þorvaldsson hafði sagt frá ummælum aðkomufólks um að við hefðum “alvöru prest”.

Við sitjum hér safnaðarfundin

samveran bætir flest.

Hugljúf er hátíðarstundin

við höfum hér alvöru prest.

Og eftir umræður um nýtt land fyrir kirkjugarðinn:

Í grafarreit er rofað

ræktum helga jörð

því nýju landi er lofað

lof sé þeirri gjörð.Fundur sóknarnefndar 26. mars 2007 á baðstofulofti safnaðarheimilis.
Hófst kl. 18.

Eysteinn Jónasson setti fund.

1.            Verkaskipting stjórnar. Tillaga var um að hún yrði þessi

                Formaður: Eysteinn Jónasson

                Gjaldkeri: Guðmundur Búason

                Ritari:        Sigurjón Erlingsson

Samþykkt samhljóða.

Síðan var dregið um röð varamanna:

1.            Sigríður Bergsteinsdóttir

2.            Guðný Ingvarsdóttir

3.            Sigurður Sigurjónsson

4.            Guðmundur Jósepsson

5.            Hjörtur Þórarinsson

6.            Þóra Grétarsdóttir

7.            Gunnþór Gíslason

8.            Páll Ingimarsson

9.            Sigurður Jónsson (Sigurðssonar).

2.            Ákveðið að fresta í bili kjöri valnefndar þar sem ekki eru allir aðalmenn mættir á fundinn.

3.            Sigurjón kynnti útboð á málningu á steyptum veggjum kirkju og turns. Öllum málarameisturum í Árborg sem vitað er um voru send gögn. Tilboð skilist fyrir 1. apríl nk.

4.            Erla Kristjánsdóttir lagði fram tvær hópmyndir af kirkjukór Selfosskirkju – innrammaðar. Myndirnar munu vera frá fyrstu árum kórsins. Myndirnar eru gjöf til kirkjunnar frá Guðríði Þ. Valgeirsdóttur á Arnarstöðum og eru úr eigu ömmu hennar, Unu Pétursdóttur. Eysteini falið að færa þakkir.

Fundi slitið kl. 19:05 en mættir voru: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir,

Margrét S. Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Björn Gíslason auk fundarritarans Sigurjóns Erlingssonar.Fundur sóknarnefndar 13.maí 2007 á skrifstofu sóknarprests
kl. 12:30

Mættir voru: Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Björn Gíslason, Margrét Steina Gunnarsdóttir og Erla Kristjánsdóttir. Sigurjón Erlingsson boðaði forföll. Auk sóknarnefndar mættu eftirtaldir: Séra Gunnar Björnsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni, Tómas Jónsson kirkjuvörður og Jörg Sonderman organisti.

Formaður, EJ, setti fund og bauð fundarnmenn velkomna. Óskaði konum til hamingju með mæðradaginn. Formaður fór yfir fundargerð síðasta fundar. Þar var m.a. frestað afgreiðslu á kjöri valnefndar og þyrfti að ganga frá því á þessum fundi. Sagði frá tilboðum sem borist höfðu í málun kirkjunnar, tvö tilboð bárust, það lægra frá Eðalmálun ehf. Birkivöllum 8 og hljóðaði það upp á kr:1.990.000,- Gengið hefur verið frá samningum við Eðalmálun og skal verkinu lokið fyrir 1. ágúst 2007. Ákveðið hefur verið að nota Steinvara 2000 í stað Steinakrýl og mun það hækka kostnaðinn um ca. 250 þús. Mælt er með þessu af fagmönnum, sérstaklega vegna þess að Steinvari 2000 var notaður síðast þegar kirkjan var máluð.

Kosning valnefndar.

Eftirtaldir voru kosnir í valnefnd og í þessari röð (aðalmenn og varamenn):

Óskar Ólafsson                             Dælengi 2,

Guðrún Jónsdóttir                         Vallholti 30,

Eysteinn Jónasson                        Spóarima 27,

Elín Sigurðardóttir                         Ártúni 15,

Garðar Einarsson                          Gauksrima 28,

Bryndís Brynjólfsdóttir                   Vallholti 22,

Tómas Jónsson                            Tryggvagötu 24,

Kristín Pétursdóttir                         Birkigrund 28

Valdimar Bragason                       Heiðarvegi 12.

Varamenn:

Elísabet Sigurðardóttir                   Erlurima 4,

Guðmundur Búason                     Stekkholti 12,

Þóra Grétarsdóttir                         Fossvegi 2,

Leifur Guðmundsson                    Baugstjörn 18,

Guðný Ingvarsdóttir                      Seftjörn 5,

Margrét S. Guðjónsdóttir              Ljónsstöðum,

Hróðný Hauksdóttir                       Sílatjörn 20,

Margrét Steina Gunnarsdóttir       Dælengi 2

Friðsemd Eiríksdóttir                     Eyravegi 5.

TJ boðinn velkominn til starfa, en hann kom til starfa sem kirkjuvörður frá og með 1. maí s.l. með mjög skömmum fyrirvara. Garðar Einarsson hefur verið frá vegna veikinda og liggur nú fyrir að hann muni ekki komi til starfa að nýju. Formaður sagði að veturinn hefði verið erfiður v/mannabreytinga og ýmislegt farið úr skorðum þess vegna. Svokölluð “krossamessa” verður n.k. sunnudag. Síðan var rætt um unglingastarfið. JS sagði frá tónlistarstarfinu. Tónleikar verða hjá barna- og unglingakórum n.k. laugardag og á sunnudag verður orgelstund í kirkjunni ásamt því að kirkjukórinn syngur nokkur lög. Í unglingakórnum hafa verið 22 stúlkur í vetur og samtals 36 í barnakórunum. Formaður ræddi um barna- og unglingastarfið, sem hefði verið gott, sagði þó að meiri samvinna mætti vera um þátttöku barna- og unglingakóra í kirkjulegum athöfnum. Samþykkt var að halda barna- og unglingastarfinu óbreyttu næsta vetur og skoða sérstaklega hvort unnt væri að auka þátttöku 10-13 ára í æskulýðs- og kirkjustarfinu.

Fundartími sóknarnefndar.

Fram komu hugmyndir um að fastsetja ákveðna daga fyrir fundi sóknarnefndar. Samþykkt að halda fundi á tveggja mánaða fresti, fyrsta sunnudag hvers mán. eftir messu og byrja þetta fyrirkomulag fyrsta sunnudag í sept. n.k. Aukafundi mætti halda ef þörf væri á og sömuleiðis hægt að afboða þessa föstu fundi ef engin sérstök málefni lægju fyrir.

BG ræddi um störf sóknarnefnda með tilliti til laga og reglugerða. Fagnaði ráðningu TJ í starf kirkjuvarðar. Ræddi um kirkjugarðinn, en mjög gengur nú á það pláss sem laust er í garðinum. Ræddi um hvort sóknarnefnd ætti ekki að minnast séra Sigurðar Pálssonar sérstaklega e.t.v. í samráði við bæjaryfirvöld, en séra Sigurður var heiðursborgari Selfoss. Formaður sagði frá aðdraganda að ráðningu TJ, ganga þarf frá ráðningarsamningi við hann og mun GB annast það. Hann sagði frá því að bæjaryfirvöld hefði fallið frá hugmyndum um að semja við landeigendur um stækkun kirkjugarðsins í norður. Bæjaryfirvöld væru nú að kanna hvort hægt væri að finna landssvæði í eigu bæjarins fyrir kirkjugarð, helst væri verið að horfa á svæði nær Eyrarbakka. Sóknarprestur benti á fallegt landsvæði norðan ár. Lögð var áhersla á að niðurstaða yrði að fást sem allra fyrst. BG óskaði eftir rökum fyrir því að ekki semst um stækkun garðsins til norðurs. Samþykkt að skipa nefnd til að gera tillögur um heiðrun minningar séra Sigurðar Pálssonar. Eftirtaldir voru skipaðir: Björn Gíslason, Guðmundur Búason og Margrét Steina Gunnarsdóttir.

MK lagði til að Garðari Einarsson yrði þakkað langt og farsælt starf með viðeigandi hætti. Samþykkt að gera það í haust.

Formaður ræddi um hugmyndir sem komið hafa fram um stækkun safnaðarheimilis. Samþykkt að skoða málið frekar, formanni og sóknarpresti falið að gera það og fá Pál Bjarnason verkfr. til ráðgjafar við það verkefni.

Rætt um kostnað kirkjugarðs v/organista og kirkjukórs í útförum. Formanni, gjaldkera og sóknarpresti falið að skoða málið og koma með tillögur í málinu.

JS sagði frá fyrirhugaðri söngferð unglingakórsins (22 unglingar) til Þýskalands í næsta mánuði. Kirkjan hefur styrkt svipaðar söngferðir á undanförnum árum og var samþykkt að svo yrði einnig nú. Kirkjan mun borga fargjald fyrir 4 fararstjóra, ásamt rútukostnaði hér innanlands. Áætlaður kostnaður allt að 450 þús.

MSG ræddi um námskeið fyrir nýtt fólk í sóknarnefndum (Innan dyra í kirkjunni). Stefnt er að því að halda námskeið í Bústaðakirkju í haust. Sóknarnefnd hvetur til þátttöku í námskeiðinu og samþykkir að kirkjan muni greiða námskeiðsgjöld fyrir þátttakendur.

                                                                                  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14,00

                                                                                  Guðmundur Búason, fundarritariFundur sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á skrifstofu sóknarprests í safnaðarheimilinu

sunnudaginn 2. september 2007 kl. 1230.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og stýrði honum.

Mætt voru : Eysteinn Jónasson, Erla R. Kristjánsdóttir, María Kjartansdóttir, Margrét S. Gunnarsdóttir, Ólafur Ólafsson og Páll Ingimarsson,

Auk þessa sóknarnefndarfólks sátu fund, Sr. Gunnar Björnsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni, Jörg Sondermann organisti og Tómas Jónsson kirkjuvörður.

Eysteinn bauð fundarfólk velkomið og bað sóknarnefndarfólk endilega að láta vita ef það kæmist ekki á fund svo hægt sé að kalla inn varamenn.

1.    Kirkjugarðsmál. Þar er sem komið er ekkert að gerast.

  1. Eysteinn ræddi um boðskipti í sambandi við mannaráðningar í kirkjunni. Samkv. reglugerð um starfshætti sóknarnefnda er m.a. í hennar verkahring að ráða starfsfólk í samráði við sóknarprest. Voru menn sammála um að boðskipti mætti bæta verulega.
    Spurt var um septembertónleikana í kirkjunni. Þar kom fram að Jörg Sondermann organisti hefur sem yfirmaður tónlistarstarfs innan kirkjunnar veg og vanda af skipulagningu tónleikanna.
  2. Eygló sagði frá undirbúningi TTT starfs sem væntanlega fengi inni í Félagsmiðstöðinni.
    Sr. Gunnar spurði hver ætti að sjá um samskipti við Edith Molnár varðandi söng barnakóra á hennar vegum í kirkjunni. Var Jörg falið að sjá um þau mál.
  3. Fundurinn samþykkti kaup á tölvu fyrir organistann Jörg Sondermann.
  4. Eysteinn ræddi um hvernig heiðra bæri Garðar Einarsson fyrrverandi kirkjuvörð. Var þeim Maríu Kjartansdóttur, Erlu Rúnu Kristjánsdóttur og Margréti Gunnarsdóttur falið að kaupa gjöf og annast undirbúning.
  5. Næsti fundur ákv. í byrjun nóvember n.k.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 1315.   Margrét St. Gunnarsdóttir ritaði fundargerð.Fundur sóknarnefndar sunnudaginn 23. september 2007
í skrifstofu sóknarprests kl. 1500.

1.    Á dagskrá var nýr kirkjugarður. Sigurjón gerði grein fyrir vettvangskönnun sem þeir fóru fh. sóknarnefndar, Eysteinn, Oddur Hermanns og Sigurjón ásamt fulltrúum frá Árborg. Boðið er upp á nýtt svæði milli Arnbergs og Miðtúns ofan Suðurlandsvegar. 

Ályktun sóknarnefndar:
Sóknarnefnd tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir um nýjan kirkjugarð ofan Suðurlandsvegar milli Arnbergs og Miðtúns og leggur áherslu á að undirbúnings verði hraðað sem mest, þar sem núverandi kirkjugarður endist ekki nema næstu 2 ár.
Samþykkt samhljóða. 

2.    Eysteinn sagði frá að óskað væri ferðastyrks til ferðar á vegum unglingastarfsins til Hvammstanga í október næstkomandi. styrkur samþykktur samhljóða.

 

3.    Guðmundur Búason sagði frá að greiddur hefði verið ferðastyrkur til unglingakórsins. Greiðsla staðfest.

 

4.    Guðmundur sagði frá því að hann hefði greitt að fullu útimálninguna á kirkjunni. Heildarupphæð kr. 2.385.385,-

                                                                            Fundi slitið klukkan 1545

Eftirtaldir sátu fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, sr. Gunnar Björnsson, María Kjartansdóttir,
Ólafur Ólafsson,  Guðmundur Búason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar.

Fundur sóknarnefndar 11. október 2007 í safnaðarheimili.
Hófst kl. 9 e.h.

Formaður Eysteinn setti fund en mætt voru á fundinn stjórn kikjukórsins.

Ingvar Guðmundsson í stjórn kirkjukórsins sagði að þau hefðu óskað eftir þessum fundi vegna samstarfs prests og organista. Lagði hann fram og las upp: „Minnisblað“ um þetta efni. Aðrir stjórnarmenn kórsins tóku einnig til máls og lýstu áhyggjum og óánægju með ýmis atriði sem snúa að kórstarfi. Sóknarnefndarmenn ræddu síðan um stund við kórstjórnina. 

Síðan véku kirkjukórsstjórnarmenn af fundi en eftir umræður í sóknarnefnd var ákveðið að boða þá organista og sóknarprest til fundar hjá sóknarnefnd hvorn í sínu lagi n.k. þriðjudagskvöld 16. okt.

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Friðsemd Eiríksdóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir.

Fundi slitið kl. 2230.     Fundarritari Sigurjón Erlingsson.Fundur sóknarnefndar 16. okt. 2007
í risi safnaðarheimilis. Hófst kl. 1815

Formaður Eysteinn setti fund og sagði frá fundi sóknarnefndar með stjórn kirkjukórsins 11. okt. s.l. Las hann hluta af minnisblaði því sem kórstjórnin lagði fram 11. okt. sl.

Sr. Gunnar svaraði fyrir sitt leyti. Þá las Eysteinn síðari hluta minnisblaðsins um samskipti prest og organista sem kórstjórn er ekki ánægð með. Sr. Gunnar svaraði eins og honum komu samskiptin fyrir sjónir. Taldi hann samskiptin ekki vera vandamál. 

Nokkrir sóknarnefndarmenn tóku til máls. 

Björn Gíslason ræddi um tilhögun á safnaðarstarfi og mannaráðningum og benti á að sóknarnefnd beri að sjá um mannaráðningar o.fl. í samstarfi við prest.

Þvínæst vék sr. Gunnar af fundi.

Þá kom á fundinn Jörg Sondermann. Eysteinn kynnti minnisblað kirkjukórstjórnar og Jörg skýrði frá ýmsu varðandi starf sitt sem organista, og samskipti við prest.

Samþykkt að óska eftir fundi með prófasti um þetta mál, eftir að Jörg vék af fundi.

Samþykkt að fela Sigurjóni Erlingssyni og Oddi Hermannssyni að undirbúa samning við bæjarfélagið um gerð nýs kirkjugarðs í Mógili.

Fundi slitið kl. 2020

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason,  Björn Ingi Gíslason, Margrét Gunnarsdóttir.

Fundarritari :   Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar í sal safnaðarheimilis 22. okt. 2007.

Hófst kl. 1815. Gestur fundarins er sr. Úlfar Guðmundsson prófastur.

Form. Eysteinn setti fundinn og gerði grein fyrir fundarefni sem er minnisblað stjórnar kirkjukórsins og viðtöl sóknarnefndar á síðasta fundi með organista og sóknarpresti.

Sóknarnefnd og prófastur fóru yfir stöðu mála og var síðan ákveðið að prófastur og formaður sóknarnefndar myndu óska eftir fundi með þeim sameiginlega presti og organista.

Björn Ingi Gíslason, Margrét S. Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Úlfar Guðmundsson. 

Fundi slitið kl. 1930.     Fundarritari Sigurjón Erlingsson.Fundur sóknarnefndar sunnudaginn 4. nóvember 2007 að lokinni messu.

Haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1230.

Formaður, Eysteinn, setti fund og bauð gesti velkomna, sérstaklega sr. Úlfar Guðmundsson prófast, Edith Molnnér og Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur.

1.         Sr. Úlfar ræddi um starfið í Selfosskirkju og hvatti starfsfólk og sónarnefnd að kynna sér sem best þær starfsreglur sem til eru um kirkjustarfið. Hann fór yfir hlutverkaskipan í þessum störfum, bæði um það sem heyrir undir sóknarprest annars vegar og sóknarnefnd hinsvegar , samstarf þessara aðila og samstarf við organista.
Umræður urðu eftir ræðu prófasts um tilhögun kirkjustarfsins.

2.         Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir sagði frá barnastarfinu.

3.         Edith Molnér sagði frá starfi sínu með barnakórana. Rætt var um að bæta þyrfti nettengingar og færa meira upp heimasíðu kirkjunnar.

4.         Samþykkt samhljóða að fela launanefnd þjóðkirkjunnar umboð til gerðar aðalkjarasamnings við stéttarfélög sem við á (f.h. starfsmanna kirkjunnar). 

5.         Sr. Gunnar lagði til að kirkjan keypti nýju biblíuútgáfuna og gæfi starfsfólki kirkjunnar – yrðu það 12 – 13 eintök. „Samþykkt að fela formanni, gjaldkera og sóknarpresti að ljúka málinu“.

6.         Sigurjón sagði frá kirkjugarðsáformum.

Fundi slitið kl. 1415.

Eftirtaldir undirrituðu fundargerð: Sr. Gunnar Björnsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Tómas Jónsson, Eygló J. Gunnarsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Jörg Söndermann, Margrét S. Gunnarsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 3. febrúar 2008 í skrifstofu sóknarprests.
Hófst kl. 12:30

Formaður Eysteinn setti fund.

1.    Guðmundur Búason lagði fram og skýrði reikninga. Tekjuafgangur kirkjunnar eru rúmar 9 millj. kr.   Hann lagði einnig fram reikning hjálparsjóðs og kirkjugarðs. Reikningar samþykktir.

2.    Stefnt er að aðalsafnaðarfundi 2. mars n.k. kl. 1300.

3.    Sigurjón las bréf frá bæjarritara þar sem segir að sveitarfélagið Árborg hefur fest kaup á landi undir kirkjugarð úr jörðinni Selfossi 2 sem er svæði norðan við núverandi kirkjugarð :7.687m2 . Jafnframt er sóknarnefnd boðuð til fundar um málið n.k. miðvikudag 6. febrúar. Með bréfinu fylgir kaupsamningur og kort af svæðinu.

4.    Björn Gíslason kynnti hugmyndir um minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson. Samþykkt að minnisvarði um þau hjónin bæði, sr. Sigurð og Stefaníu, verði reistur á lóð kirkjunnar og var samþykkt samhljóða að svo yrði gert.

5.    Sr. Gunnar vakti máls á að ráðin yrði til starfa Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Samþykkt að formaður og sóknarprestur athuguðu það mál nánar.

6.    Formaður kynnti bréf frá nýskipuðum prófasti, sr. Eiríki Jóhannssyni.

7.    Formaður las bréf frá Eygló Jónu Gunnarsdóttur djákna þar sem hún óskar eftir bílastyrk og greiðslu fyrir notkun á GSM-síma. Samþykkt samhljóða.

8.    Rætt um starf kirkjuvarðar við kirkjuvörð Tómas Jónsson.

9.    Samþykkt tillaga frá Birni Gíslasyni um samverustund starfsmanna kirkjunnar. Honum, ásamt Margréti og Erlu falið að útfæra hugmyndina fyrir næsta fund.

10.    Samþykkt að kaupa fax- og ljósritunartæki.

11.    Björn Gíslason lagði til að dagskrá aðalsafnaðarfundar yrði dreift meðal fundarmanna. Þá lagði hann til að gefinn yrði út upplýsingabæklingur um Selfosskirkju og alla starfsemi hennar. Samþykkt til athugunar.

12.    Samþykkt að stefna að mánaðarlegum fundum sóknarnefndar.

                                                                                       Fundi slitið kl. 1515

Eftirtaldir sátu fundinn auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar:   Eysteinn Ó. Jónasson,
María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Tómas Jónsson, Jörg E. Sondermann, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Björn Ingi Gíslason, Margrét S. Gunnarsdóttir.   Sr. Gunnar Björnsson sat meirihluta fundar en þurfti frá að hverfa vegna skírnar, svo og Valdimar Bragason.

Fundur sóknarnefndar að lokinni messu sunnudaginn 24. febrúar 2008

haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1220.

Í upphafi fundar afhentu þau hjón Kolbeinn Ingi Kristinsson og Þorbjörg Sigurðardóttir kirkjunni til varðveislu ýmis gögn frá föður Þorbjargar, Sigurði Óla Ólafssyni. Gögnin eru aðallega um byggingarsögu Selfosskirkju en Sigurður var þar meðal forystumanna að byggingu hennar.

Voru þeim færðar þakkir.

Formaður Eysteinn setti fund.

1.      Rætt var um fundartíma sóknarnefndar. Samþykkt að fundir verði mánaðarlega 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 18öö og verði fundur afboðaður sérstaklega ef talið er fært að fundur falli niður.

2.      Kynnt gögn frá Aicon vefumsjónarkerfinu þar sem boðin er þjónusta kerfisins sem nánar er kynnt í bréfinu. Samþykkt samhljóða að taka upp þjónustu þessa kerfis og formanni falið að sjá um samninga varðandi þörf og kostnað kerfisins.

3.      Formaður kynnti reglur um Hjálparsjóð Selfosskirkju sem settar voru í nóvember 1986 þegar sjóðurinn var stofnaður og eru í fundargerðarbók frá aðalsafnaðarfundi 16/11 1986. Umræður voru um reglurnar en saþykkt að taka þær upp síðar til frekari athugunar t.d. að afloknum aðalsafnaðarfundi.

4.      Formaður ræddi þá hugmynd að fækkað yrði í sóknarnefnd úr 9 í 7 sem heimilt er skv. „lögum um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar“. Samþykkt að tala nefndarmanna verði óbreytt eða 9 manns.

5.      Formaður lagði fram teikningar, frumtillögur að stækkun á húsakynnum kirkjunnar. „Frumáætlun“ frá Húsameistara ríkisins frá 1986 ásamt hugmyndum frá Páli Bjarnasyni. Samþykkt að ræða þessi mál sem fyrst. Óskaði sóknarnefnd eftir áliti sóknarprests, organista, djákna og annars starfsfólks á byggingaþörf.

6.      Tómas Jónsson kirkjuvörður óskaði eftir því að bekkir yrðu settir í kirkjugarðinn. Sóknarnefnd tók mjög jákvætt undir það og verður málið skoðað nánar.

7.      Rætt um hvort hægt væri að gera duftreit í nýju viðbótinni við núverandi kirkjugarð. Samþykkt að biðja Odd Þ. Hermannsson landslagsarkitekt að hafa það í huga við hönnun hans.

8.      Erla Kristjánsdóttir sagði frá því að Héraðsskjalasafn Árnessýslu væri reiðubúið að taka til varðveislu eldri fundargerðabækur kirkjunnar. Samþykkt að fela formanni að afhenda elstu gerðabækur.

9.      Björn Gíslason kynnti hugmyndir starfshóps um samverustund starfsfólks og starfsmanna. Dagsetning var ekki ákveðin.

10.    Djákni kynnti auglýsingabækling um safnaðarstarfið sem unnið er að. Kostnaður um 25 – 30 þúsund að gefa út kynningarbæklinginn. Einnig rætt um tónleikahald yfir sumarið fyrir erlenda ferðamenn er gista á Selfossi sem haldnir yrðu eftir kvöldverð.

11.    María spurðist fyrir um upphitun stétta við kirkju, hún kvað vera búið að leggja þar leiðslur. Málið athugað nánar.

Eftirtaldir undirrituðu fundargerðina. Sóknarnefndarmennirnir: Sigurjón Erlingsson, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Margrét S. Gunnarsdóttir og Björn Ingi Gíslason. Guðmundur Búason sat einnig fundinn en þurfti að yfirgefa hann áður en honum lauk. Einnig sátu fundinn: Tómas Jónsson kirkjuvörður, Jörg E. Sondermann organisti, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni og sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur.

 Aðalsafnaðarfundur haldinn í Selfosskirkju 2. mars 2008

     Formaður, Eysteinn Jónasson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

     Bað hann Hjört Þórarinsson að taka að sér fundarstjórn og Margréti 

     Gunnarsdóttur að vera fundarritara. 

1.    Eysteinn Jónasson flutti skýrslu um starfsemi og rekstur sóknarinnar á liðnu starfsári. Sagði hann m. a. frá fyrirhugaðri stækkun kirkjugarðs. Þakkaði hann Sigurjóni Erlingssyni ómetanlegt vinnuframlag í því sambandi. Stærsta framkvæmd sem unnið var að á árinu, var hreinsun og málun kirkjunnar að utan. Eysteinn þakkaði Garðari Einarssyni frábær störf við kirkju og kirkjugarð. Eysteinn sagði frá minnisvarða sem ákveðið væri að reisa í minningu sr. Sigurðar Pálssonar og frú Stefaníu Gissurardóttur. Eysteinn sagði að Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir hefði unnið frábært starf með börnum og unglingum hjá kirkjunni s.l. vetur. Hann þakkaði gjafir til kirkjunnar, myndir frá fyrstu árum kirkjukórsins frá Guðríði Þ. Valgeirsdóttur á Arnarstöðum úr eigu ömmu hennar, Unu Pétursdóttur. Einnig hefðu þau Þorbjörg Sigurðardóttir og Kolbeinn Kristinsson afhent kirkjunni til varðveislu ýmis gögn frá Sigurði Óla Ólafssyni, föður Þorbjargar. Gögnin eru aðallega um byggingarsögu Selfosskirkju, en Sigurður var í forustusveit um byggingu hennar.

Séra Gunnar Björnsson flutti skýrslu sóknarprests. Þar kom m. a. fram að Guðþjónustur á árinu voru 60 og barnaguðþjónustur 20. Fermingarbörn á árinu voru 99.

Eygló Gunnarsdóttir djákni flutti skýrslu um barna og unglingastarfið. Þar kom m. a. fram að bæjarstjórn Árborgar hefði boðið kirkjunni að koma að skipulagi unglingastarfs í Árborg.

Jörg Sondermann organisti sagði frá kórstarfinu sem hann var mjög ánægður með. Tónleikar barnakóranna verða n. k. sunnudag 9. mars í Selfosskirkju.

2.    Guðmundur Búason gjaldkeri lagði fram og skýrði út reikninga sóknar og kirkjugarðs. Voru þeir bornir upp og samþykktir samhljóða.

3.    Eysteinn Jónasson sagði frá héraðsfundi en hann sótti formaður og tveir fulltrúar.

Séra Gunnar sagði frá nýskipuðum prófasti, sr, Eiríki Jóhannssyni í Hruna. Kvaðst Gunnar hafa lagt til við prófast að ráðinn yrði æskulýðsfulltrúi Árnessýslu og hefði prófastur tekið vel í það.

4.    Ákvörðun um meiri háttar framkvæmdir og skuldbindingar. Eysteinn sagði frá tillögum og sýndi teikningar varðandi stækkun safnaðarheimilis.

5.    Kosningar. Úr stjórn áttu að ganga þau Ólafur Ólafsson, Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir og Sigurjón Erlingsson. Þau gáfu öll kost á sér áfram nema Ólafur Ólafsson. Tillögur komu úr sal um Þórð Stefánsson, Magnús Jónsson, Valdimar Bragason og Pál Ingimarsson. Kosningu hlutu: Eysteinn Jónasson 19 atkv., Sigurjón Erlingsson 15 atkv., María Kjartansdóttir 12 atkv. og Þórður Stefánsson 9 atkv.

6.    Skoðunarmenn reikninga voru kosnir: Kristín Pétursdóttir og Guðmundur Theódórsson.

7.    Önnur mál. Guðmundur Búason skilaði kveðju á fundinn frá Sigurjóni Erlingssyni og jafnframt að Jón Árni Vignisson myndi hefja jarðvegs-flutninga í þessari viku vegna kirkjugarðs. Þórður Árnason gerði athugasemd við að ekki væri lögð fram dagskrá á fundinum. Hann spurði m. a. um hvort starf kirkjuvarðar hefði verið auglýst og hvort starfslýsing væri til. Einnig spurði hann um léttmessur og hvort ekki væri hægt að virkja fleiri til starfa, sama fólkið væri að vasast í öllu og meðalaldur í sóknarnefnd sl. ár hefði verið 70 ár og 60 í varanefnd. Eysteinn svaraði spurningum Þórðar og sagði að erfitt væri að fá yngra fólk til starfa og ómetanlegt væri að hafa fólk með reynslu í sóknarnefnd. Gott væri að hafa í huga meiri breidd í aldurskiptingu, þótt hún skipti ekki endilega máli. Séra Gunnar kvaðst sammála Þórði, gaman væri að fá meiri fjölbreytni, poppmessum mætti fjölga og fleiri koma að guðþjónustum. Guðmundur Búason upplýsti að ágæt starfslýsing kirkjuvarðar væri til. Tómas Jónsson svaraði gagnrýni gagnvart kirkju-garði. Bað hann menn að koma að máli við sig ef þeir væru ekki sáttir við sín störf. Margrét Guðjónsdóttir spurði hvort ekki væri hægt að leyfa barna- og unglingakórum að koma oftar fram í kirkjunni. Eftir að Glúmur hætti hefðu þau ekki fengið næg tækifæri. Sr, Gunnar sagði að úr því yrði bætt í samvinnu við Jörg og Edith. Sr. Gunnar þakkaði Ólafi Ólafssyni frábær störf í sóknarnefnd og samstarf. Ólafur Ólafsson þakkaði sóknarpresti hlý orð og félögum sínum ánægjulega samvinnu í sóknarnefnd. Hjörtur þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi kl. 15:10.

Fundargerðin lesin upp og undirrituð af sóknarnefnd á fundi hennar 060308.Fundur sóknarnefndar 6. mars 2008 haldinn í eldhúsi safnaðarheimilis.
Hófst kl. 18:00

Eysteinn Jónasson setti fund.

1.    Margrét Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð aðalsafnaðarfundar s.l. sunnudag las fundargerðina. Engar athugasemdir komu fram og var hún samþykkt.

2.    Verkaskipting stjórnar. Tillaga kom frá Maríu Kjartansdóttur um Eystein Jónasson sem formann, Guðmund Búason sem gjaldkera og Sigurjón Erlingsson sem ritara. Voru þeir sjálfkjörnir. Þá kom fram tillaga frá Margréti Gunnarsdóttur um Björn Gíslason sem varaformann. Var hann sjálfkjörinn. Erla Kristjánsdóttir lagði fram tillögu um Margréti Gunnarsdóttur sem vararitara. Var hún sjálfkjörin.   Tillaga var um Maríu Kjartansdóttur sem varagjaldkera. Var hún sjálfkjörin.

3.    Rætt var um kosningu safnaðarfulltrúa. Samþykkt að fresta kosningu til næsta fundar.

4.    Rætt var um reglur um Hjálparsjóð Selfosskirkju sem samþykktar voru upphaflega 16. nóv. 1986. Samþykkt að endurskoða reglurnar sem fyrst.

5.    Rætt var um hugsanlega stækkun á húsnæði kirkjunnar. Samþykkt að óska eftir áliti sóknarprests, organista og djákna ásamt kirkjuverði og öðrum þeim sem málið varðar.

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundinn sátu allir réttkjörnir fulltrúar sóknarnefndar, þ.e. auk ritara Sigurjóns Erlingssonar,
Björn Ingi Gíslason, Erla Kristjánsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir,
Guðmundur Búason, Margrét Gunnarsdóttir, María Kjartansdóttir og Þórður Stefánsson.

Fundur sóknarnefndar 3. apríl 2008 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 18:03

Eysteinn form. setti fund og kynnti dagskrá.

1.    Eysteinn sagði frá för sinni ásamt Maríu Kjartansdóttur og Margréti S. Gunnarsdóttur á héraðsfund.

2.    Þá sagði Eysteinn frá að verið væri að leggja lokahönd á nýja hönnun heimasíðu kirkjunnar.

3.    Sigurjón kynnti fyrstu drög að skipulagi við stækkun núverandi kirkjugarðs og fékk sóknarnefndarfólk eintak af tillögunni til skoðunar fram að næsta fundi. Landform = Oddur Hermannsson gerir tillöguna. Fram kom að fyllingu jarðvegs í nýja garðinn er nú að ljúka. Þessi stækkun er 7.690 m2, þannig að þetta er um helmings stækkun. Þá er gert ráð fyrir duftreit.

4.    Rætt um fyrirhugaða samverustund. Stefnt að 19. apríl n.k.

5.    Rætt um ráðstöfun á húsnæði kirkjunnar. Sr. Gunnar taldi að enginn árekstur væri eða hefði verið á notkun hennar. Áréttað var að notkun kirkjunnar ætti að vera með samráði prests og sóknarnefndar.

6.    Sóknarnefnd felur kirkjuverði að athuga lyklamál kirkjunnar og koma með tillögur um fyrirkomulag að aðgangi að kirkjunni fyrir næsta fund.

7.    Eygló Gunnarsdóttir sagði frá ýmsu sem verið hefur og fyrirhugað er í hennar starfi.

8.    Eysteinn ræddi um fundargerðabækur kirkjunnar frá upphafi og taka þyrfti afrit af þeim (á tölvutæku formi) áður en þær fara á skjalasafn. Eysteini og Sigurjóni falið að sjá um þetta.

9.    Margrét Gunnarsdóttir spurðist fyrir um hvernig sóknarnefnd hefði þótt til takast með kirkjukaffið á páskadagsmorgun sem þær Margrét og Erla Kristjánsdóttir sáu um.   Voru þeim færðar þakkir fyrir framtakið.

Fundi slitið kl. 19:23. Þessir sátu fundinn auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Friðsemd Eiríksdóttir,
Björn Ingi Gíslason, Margrét Gunnarsdóttir, Þórður Stefánsson, Tómas Jónsson kirkjuvörður, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni og einnig sat sóknarpresturinn sr. Gunnar Björnsson fundinn.

Fundur sóknarnefndar 16. apríl ´08 í safnaðarheimili Selfosskirkju.
Fundur hófst kl. 18:15.

1.    Eysteinn formaður setti fund og byrjaði á að afhenda sóknarnefndarfólki lista með nöfnum sóknarnefndar, aðal- og varamanna, sóknarprests, kirkjuvarðar, endurskoðenda og starfsfólks kirkjunnar með heimilisföngum símanúmerum og netfangi. Óskaði hann eftir athugasemdum ef einhverjar væru.

2.    Viðbót við kirkjugarð. Eftir umræður var gerð eftirfarandi samþykkt: „Sóknarnefnd hefir á fundi sínum 16/4 ´08 yfirfarið „Tillögur að skipulagi við stækkun kirkjugarðs“ – Fyrstu drög, frá landform ehf dags. 3. apríl ´08. Tvær tillögur merktar A og B.
Sóknarnefnd mælir með tillögu B með eftirfarandi ábendingum til frekari vinnslu:
 Malbikaður stígur verði breikkaður úr 3m. í 4 – 4,5m.
   Snúningsplan verði á báðum gatnamótum.
 Bílastæði sem teiknuð eru á austurjaðri, framan við athafnasvæði, verði felld út.
Athafnasvæðið verði lagt möl og geti nýst sem bílastæði ofl.
 Þá óskar sóknarnefnd eftir því að fyrir næsta reglulegan fund í byrjun maí leggi „Landform“ fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir komandi sumar, þ.e. gerð götu og gangstígs, lögn vatns og rafmagns, þökulagningu, plöntun á trjám og runnum og annað sem framkvæmdin útheimtir. Trjágróður verði á norðurkanti og meðfram athafnasvæði. Þá óskar sóknarnefnd eftir tillögum um þær trjá- og runnategundir sem notaðar verða. „Samþykkt samhljóða“.

3.    Eysteinn ræddi um lyklamál kirkjunnar sbr. síðustu fundargerð. Rætt var um hvort ástæða væri til breytinga. Samþykkt að taka þetta til frekari athugunar á næsta fundi.

4.    Rætt um húsnæðismál og möguleika á viðbyggingu. Vísað var til samþykktar sóknarnefndarfundar 6. mars sl. að fá álit prests og starfsfólks.

5.    Rætt um starf kirkjuvarðar. Samþykkt samhljóða að auglýsa starfið. Jafnframt verði stöðu kirkjuvarðar sagt lausri.

6.    Umræður um hjálparsjóð Selfosskirkju. Samþykkt að fela Eysteini, sr. Gunnari og Margréti að fara yfir reglur sjóðsins.

7.    Umræður um samstarf sóknarprests og organista. Sr. Gunnar sem sat fyrri hluta fundarins skýrði sín sjónarmið. Samþykkt að stefna að næsta fundi sóknarnefndar 7. maí kl. 18:15. Þar verði Jörg organisti fenginn til viðtals.

8.    Kosning safnaðarfulltrúa. Þórður Stefánsson kosinn samhljóða.

9.    Björn Gíslason sagði frá stöðu mála um gerð minnisvarða um Sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu Gissurardóttur konu hans.

Athugasemd frá Margréti Gunnarsdóttur við fundargerð síðasta fundar: „Vegna fyrirspurnar varðandi morgunkaffi á páskadag er nauðsynlegt að komi fram að við sóknarnefndarkonur unnum allar saman að undirbúningi: Friðsemd, María, Erla og Margrét. Einnig var Björn mjög liðtækur við frágang og annað um morguninn. Ég spurði hvort fólki litist á að sóknarnefndin sæi framvegis um morgunkaffi á eftir páskamessu og fékk það góðar undirtektir“

Fundi slitið um kl. 22:00. Auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar sátu eftirfarandi fundinn: 

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Gíslason,
Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson, Margrétt Gunnarsdóttir og lengst af sr. Gunnar Björnsson.

Fundur sóknarnefndar 7. maí ´08 í risi safnaðarheimilis.

Fundur hófst kl. 18:14. Gestir fundarins var sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup og sr. Úlfar Guðmundsson fyrrverandi prófastur auk Tómasar Jónssonar kirkjuvarðar, Eyglóar Gunnarsdóttur djákna og Jörg Sondermann organista.

1.    Form. Eysteinn setti fund og gaf sr. Sigurði Sigurðarsyni orðið. Hann ræddi um nýliðinn atburð þar sem sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur hefir nú farið í 6 mánaða leyfi frá 2. maí s.l. að telja, vegna framkominna kæra tveggja unglingsstúlkna um kynferðislega áreitni eins og nú hefir komið fram í fjölmiðlum. Sr. Sigurður sagði frá atburðarásinni að því leyti sem hún snýr að kirkjustjórninni og upplýsti að eftir að rannsókn hefir farið fram hjá lögreglu fer málið til ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákæra verði gefin út. Þessi málsmeðferð gæti tekið 6 mánuði.
Jörg organisti ræddi um viðtal sem við hann birtist á visir.is um mál sr. Gunnars og stúlknanna. 

2.    Eysteinn ræddi um hjálparsjóð Selfosskirkju sem stofnaður var 1986 í prestsskapartíð sr. Sigurðar og leitaði álits hans um hlutverk sjóðsins og reynslu hans í þeim efnum. Þetta er í athugun hjá sóknarnefnd sbr. 6. lið síðustu fundargerðar.
Gert var stutt fundarhlé og snæddur kvöldverður sem Eygló djákni hafði veg og vanda af.

3.    Eysteinn sagði frá stöðu mála um fyrirhugaða stækkun á húsnæði kirkjunnar. Það mál er í athugun hjá Páli Bjarnasyni.

4.    Tómas Jónsson kirkjuvörður gerði tillögur um læsingar að dyrum kirkjunnar. Lagði hann til að sett yrði svonefnt „Master-kerfi“ á allar hurðir og gerðir lyklar sem gengju að öllum hurðum. Aðalhurð er með sérstakri læsingu. Samþykkt að form. sóknarnefndar og kirkjuvörður gerðu nánari tillögur um þetta. 

5.    Guðmundur Búason taldi að halda þyrfti sérstakan starfsmannafund vegna þeirra aðstæðna sem nú eru vegna fjarveru sr. Gunnars Björnssonar. Samþykkt að formaður boði til starfsmannafundar þar sem hann skýrir stöðu mála vegna fjarveru sr. Gunnars Björnssonar.

6.    Rætt var um prestþjónustu í sókninni næstu 6 mánuði. Fyrir liggur að sr. Úlfar Guðmundsson mun gegna embættinu til maíloka en biskup mun útvega prest í starfið þar næstu 5 mánuði.

7.    Rætt um auglýsingu á stöðu kirkjuvarðar. Samþykkt að auglýsa sem fyrst, þannig að nýr kirkjuvörður gæti hafið störf 1. júlí.

8.    Eygló djákni upplýsti að núverandi æskulýðsfulltrúi væri hætt störfum. Eygló falið að athuga málið.

9.    Tómas kirkjuvörður sagði að búið væri að ráða 3 stúlkur til sumarstarfa í kirkjugarði. Myndu þær byrja í lok maí.

10.    Eygló spurðist fyrir um hvort suðurlandsdeild Soroptimista gæti fengið aðstöðu til funda í húsakynnum kirkjunnar. Samþykkt að óska eftir formlegu erindi.

11.    Jörg organista heimilað að leita til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs varðandi varahluti í orgel kirkjunnar.

12.    Sigurjón kynnti nýjar tillögur frá Landform ehf. um nýja kirkjugarðinn ásamt drögum að framkvæmdaáætlun fyrir næstu 2 ár. Gerð var eftirfarandi samþykkt:

 „Sóknarnefnd hefir á fundi 7. maí ´08 farið yfir tillögur frá Landform ehf. um stækkun kirkjugarðs dags. 7. maí ´08. Er þar um minniháttar breytingar að ræða á fyrri tillögu sem dags. er 3. apríl ´08 og til samræmis við óskir sóknarnefndar sem bókaðar eru í fundargerð 16. apríl ´08. Þá hefir sóknarnefnd farið yfir framlögð „Drög að framkvæmdaáætlun“ dags. 7. maí ´08 þar sem lagt er til að boðið verði út snemmsumars gerð stíga ásamt lögnum og grastyrfingu svæðisins og fleiri atriða sem fram koma. Í 2. áfanga sem fram fari 2009 verði boðin út malbikun, hellulögn, hleðsla á grjótgarði og hluta gróðursetningar. Sóknarnefnd samþykkir framlögð gögn og felur Landformi ehf. framkvæmd verksins.“
Samþykkt samhljóða.

13.    Eysteinn las bréf frá fjórum mæðrum barna sem starfað hafa í eldri barnakór kirkjunnar og fækkun sem orðið hefur í kórnum. Lýsa þær áhuga sínum á að kórinn geti orðið eins öflugur eða öflugri en áður. Undir bréfið rita: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir.
Samþykkt að óska eftir fundi með bréfriturum þar sem verði af hálfu sóknarnefndar, Guðmundur Búason, Björn Gíslason, Jörg Sondermann og Edit Molnár.

14.    Erla Kristjánsdóttir lagði fram hugmyndir varðandi fyrirhugaða endurskoðun á starfsreglum kirkjuvarðar.

Fundi slitið kl. 22:00 en auk fyrrnefndra gesta sátu allir kjörnir fulltrúar í sóknarnefndar fundinn og ritaði Sigurjón Erlingsson fundargerð.   Vígslubiskup yfirgaf fundinn í fundarhléi (eftir 2. lið fundargerðar), en sr. Úlfar Guðmundsson sat mest allan fundinn.Fundur sóknarnefndar 20. maí ´08 hófst kl. 20:00 í eldhúsi safnaðarheimilis.

1.    Eysteinn formaður setti fund og óskaði eftir að þeir Guðmundur Búason og Björn Gíslason gerðu grein fyrir fundi sínum um unglingakórinn sbr. síðustu fundargerð lið 13. Þeir höfðu átt fund með Jörg organista, Edit Monár og þeim konum sem rituðu sóknarnefnd um málið.
Samþykkt að óska eftir því við Edit Molnár að hún taki að sér stjórn unglingakórsins. Fram kom í umræðunni að Jörg organisti sækist ekki eftir kórstjórninni og Edit hefir gefið vilyrði fyrir því að taka kórinn að sér.

2.    Eysteinn las bréf frá Soroptimistum Suðurlands þar sem þær óska eftir að fá aðgang að sal hjá kirkjunni næsta haust – annan miðvikudag í mánuði milli kl. 18 – 20. Þær reikna með að verða
20 – 30.
Samþykkt að verða við þessu erindi.

3.    Eysteinn kynnti bréf til Tómasar Jónssonar kirkjuvarðar þar sem honum er sagt upp störfum frá og með 1. maí. Starfslok 31. 07.08.

4.    Eysteinn kynnti drög að starfslýsingu kirkjuvarðar.

5.    Eysteinn kynnti auglýsingu um starf kirkjuvarðar. Samþykkt að auglýsa.

6.    Umræður um gerð nýs kirkjugarðs.

Fundinn sátu auk Sigurjóns Erlingssonar ritara: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Þórður Stefánsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Friðsemd Eiríksdóttir og Margrét Gunnarsdóttir.

Fundur sóknarnefndar 23. júní í sal safnaðarheimilis. Hófs kl. 20:00

1. Eysteinn Jónasson setti fund og kynnti umsóknir um ráðningu kirkjuvarðar. Um starfið sóttu sex umsækjendur sem allar voru mjög svo frambærilegar til starfsins og var því gripið til þess ráðs að kjósa leynilega um umsækjendur. Lokaniðurstaða var að Gunnþór Gíslason Erlurima 4 kt.: 0805482309 var kjörinn til starfsins.

     Áður hafði Eysteinn lagt fram tillögu að starfslýsingu kirkjuvarðar. Margrét Gunnarsdóttir og Þórður Stefánsson lögðu til viðbætur við tillöguna og einnig hafði Erla Kristjánsdóttir lagt fram tillögur. Fram komnum tillögum var bætt inn í starfslýsinguna eftir umræður þar um. Samþykkt að fel a Eysteini og Guðmundi að ganga endanlega frá starfslýsingunni og leggja fyrir nýjan kirkjuvörð- um leið og þeir ganga frá ráðningarsamningi.

     Þvínæst var rætt um ráðningu kirkjuvarðar. Eysteinn, Björn og Guðmundur höfðu farið yfir umsóknirnar og lögðu fram þá tillögu að fram færi leynileg atkvæðagreiðsla um umsækjendur.

     Gunnþór Gíslason fékk flest atkvæði og var því réttkjörinn til starfans. Samþykkt að fela Eysteini og Guðmundi að ganga til samninga við Gunnþór Gíslason.

2. Rætt um jarðskjálftaskemmdir á kirkjuturni og kirkju í nýafstöðnum jarðskjálfta. Málið er í höndum verkfræðinga viðlagatryggingar og verkfræðinga verkfræðistofu Sig. Thoroddsen. Von er á tillögum um styrkingu á turni innan frá.

3. Rætt um stöðu nýja kirkjugarðsins, en hann er ekki fullgerður til afhendingar eins og hann á að vera af hálfu bæjarfélagsins, þ.e. í fullri jarðvegshæð. 

4. Björn Gíslason sagði frá því að Landform væri að ljúka tillögu um minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson og frú.

Fundinn sátu auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar. : Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Þórður Stefánsson, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir,
Guðmundur Búason og Margrét St. Gunnarsdóttir.

Fundur sóknarnefndar 30. júlí 2008 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1200.

Formaður Eysteinn setti fund og bauð sérstaklega velkomna Guðbjörgu Jóhannesdóttur sem nú gegnir störfum sóknarprests í stað sr. Gunnars Björnssonar. Þá bauð hann einnig velkominn til starfa nýjan kirkjuvörð Gunnþór Gíslason. Sr. Guðbjörg þakkaði góðar móttökur og sagði frá forsendum þess að hún tók þetta tímabundna star að sér.
Sr. Guðbjörg skýrði frá því að eftir að sr. Gunnar Björnsson fór í leyfi hefði hann haldið áfram að sinna ýmsum athöfnum í kirkjunni t.d. útförum ofl.
Hefir sr. Gunnari verið tilkynnt í bréfi frá vígslubiskupi að hann eigi ekki að sinna prestverkum í Selfosskirkju á meðan á leyfi hans stendur. Er það gert í fullu samráði við sr. Guðbjörgu.

Kynnti sr. Guðbjörg sóknarnefnd efni bréfsins frá vígslubiskupi og einnig efni bréfs frá henni til sr. Gunnars. 

Ályktun.: „Sóknarnefnd staðfestir að starfandi sóknarprestur hverju sinni hefir umráð yfir húsakynnum kirkjunnar til allra kirkjulegra athafna“. Samþ. samhljóða“.
Sr. Guðbjörg vakti máls á því að starfsfólk kirkju ásamt sóknarnefnd og kirkjukór kæmi saman í haust til stefnumótunarvinnu og samráðs. Var vel undir það tekið.

Fundi slitið kl. 1340.

Guðbjörg Jóhannesdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason,   Björn Gíslason, Gunnþór Gíslason, Þórður Stefánsson, Margrét S. Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir sat fundinn í fjarveru Maríu Kjartansdóttur (1. varamaður) en þurfti frá að hverfa vegna starfa fyrir undirritun. Fundarritari Sigurjón Erlingsson.Fundur sóknarnefndar sunnud. 24. ágúst 2008 að aflokinni messu.
Fundur haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1225

Eysteinn Jónasson form. setti fund.

1.      Eysteinn kynnti bréf frá Guðm. Þór Guðmundssyni lögfr. framkvæmdastjóra Kirkjuráðs og er um hugmyndir um breytingar á skipan prestakalla þar sem sú hugmynd er sett fram að Selfoss-, Villingaholts-, Hraungerðis- og Laugardælaprestaköll sameinist. Að loknum umræðum var samþ. : „Sóknarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar góðrar samvinnu um framhald málsins.“ Samþykkt samhljóða.

2.      Rætt um gjaldtöku kirkjuvarða vegna sérathafna. „Samþ. að fela Eysteini og Guðmundi að athuga málið frekar og gera síðan tillögur til sóknarnefndar.“ Þ.e. starfssamning við Valdimar Bragason.

3.      Umræður um kostnað við athafnir í kirkju og verk í kirkjugarði vegna útfara. Sr. Guðbjörg upplýsti að þess mætti vænta að sérgreiðslur til presta vegna annarra athafna en messu yrðu felldar niður og yrðu hluti af launakjörum.
Tillaga: „Sóknarnefnd samþykkir að greiða framvegis aðeins það sem garðinum ber að greið-a skv. reglugerð um kirkjugarða, þ.e. prestsþjónustu og grafartöku. Ástæða þess er sú að tekjur garðsins hafa minnkað gríðarlega á síðustu árum“. Samþykkt samhljóða.

4.      „Sóknarnefnd samþykkir að kirkjuvörður og gjaldkeri hafi prókúru vegna reikninga.“ Samþ. samhljóða.

5.      „Sóknarnefnd samþykkir kaup á tölvubúnaði fyrir djákna“. Samþ. samhljóða.

6.      Útboð á nýja kirkjugarðinum.: Lögð var fram fundargerð sem gerð var á skrifstofu Landform ehf. 15. ágúst sl. en þá voru opnuð tilboð í framkvæmdirnar, það sem gert verður í suma.

         Eftirfarandi tilboð bárust:
1.         Vörðufell ehf.                                                                  kr. 22.291.806,-
2.         Vörðufell frávikstilboð                                                 kr. 18.631.806,-
3.         Slitlag ehf.                                                                         kr. 36.171.090,-
4.         Ræktunarsamb. Flóa og Skeiða                                kr. 28.018.195,-
5.         Drífandi ehf.                                                                     kr. 17.625.150,-
Kostnaðaráætlun er uppá:                                                      kr. 19.542.100,-

Sigurjón sagði frá því að 22. ágúst sl. var undirritaður við lægstbjóðanda Drífanda ehf., Valdimar Árnason, verksamningur með tilboðstölunni. 17.625.250,- kr. Verklok eru 15. okt. nk.

7.      Gunnþór kirkjuvörður sagði frá því að viðgerðir á kirkju og kirkjuturni myndu hefjast í næstu viku, en verkfr. st. og Línuhönnun sér um verkið í samráði við Viðlagatryggingu.

8.      Samþykkt heimild til kirkjuvarðar að láta mála kjallarann undir safnaðarheimili.

9.      Eysteinn lagði fram kvittun frá Héraðsskjalasafni Árnesinga fyrir móttöku á þremur fundargerðabókum sóknarnefndar, þ.e. frá 1953 – 2005.

10.   Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir kynnti umsóknir um starf æskulýðsfulltrúa en auglýst var um þetta starf fyrir skömmu. Sr. Guðbjörgu og Guðmundi Búasyni falið að ganga frá ráðningu.

11.   Sr. Guðbjörg kvaðst myndu byrja fermingarundirbúning í 3. viku sept. nk.

         Fundi slitið kl. 250

         Guðbjörg Jóhannesdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Jörg E. Söndermann, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir og fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 7. sept. 2008 að lokinni messu.

Fundurinn er haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 12:30.

Form. Eysteinn setti fund.

1.      Eysteinn kynnti bréf frá starfandi sóknarpresti sr. Guðbjörgu og varðar fermingarfræðslu. Samþ. heimild til að hún kaupi bókina „Í Stuttu máli sagt“ sem er um fermingarfræðslu. Bókin kostar 1200 kr. og yrðu um 110 – 120 stk.   Tillaga um að börnin greiði 600 kr. fyrir hverja bók. Samþ. samhljóða.

2.      Í bréfi sr. Guðbjargar kom einnig fram ósk um að sóknarnefnd styrkti væntanlega ferð fermingarbarna á Landsmót æskulýðsfélaga. Samþ. samhlj. að greiða 2000,- kr. styrk vegna hvers barns sem yrðu 20 – 40 börn eða hugsanlega fleiri. Foreldrar greiði 3000 kr. pr. barn.

3.      Jörg Sondermann kynnti fyrirhugaða septembertónleika í kirkjunni.

4.      Þórður Stefánsson kynnti vinnu sína við að yfirfara læsingar kirkjunnar. Er hún langt komin.

5.      Þórður Stefánsson ræddi um samþ. síðasta fundar um gjaldtöku vegna jarðarfara (liður 3) Form. mun halda fund með stjórn kirkjukórsins.

6.      Herdís Styrkársdóttir nýráðinn æskulýðsfulltrúi kynnti fyrirhugað starf.

7.      Björn Gíslason kynnti tillögu frá Landform. ehf. um minnisvarða til heiðurs sr. Sigurði Pálssyni og Stefaníu Gissurardóttur konu hans. Þetta verði stuðlabergsstöpull með ágröfnu letri, sem standi hægra megin (frá kirkjudyrum séð) við gangstíg, framan við kirkjuna eins og sýnt er á teikningu. Rætt um endanlega áletrun á steininum og áður kjörinni nefnd falið að ganga endanlega frá málinu. Jafnframt verði leitað eftir stuðningi frá sveitarfélaginu þar sem sr. Sigurður var heiðursborgari Selfosskaupstaðar.

8.      Björn Gíslason rifjaði upp áður fram komna hugmynd um útgáfu upplýsingabæklings um kirkjustarfið.

9.      Gunnþór kirkjuvörður kynnti ósk frá Lionsklúbbi Selfoss um að fá afnot af kirkjunni í 2 daga vegna landsþings Lions, 22. – 23. maí nk. Samþykkt að athuga þetta mál nánar. Þá sagði hann frá því að viðgerðir eftir jarðskjálfta væru langt komnar.

         Fundi slitið kl. 14:45.

         Fundinn sátu.: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Herdís Styrkársdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Gunnþór Gíslason, Jörg E. Söndermann, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórarinn Stefánsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.Fundur sóknarnefndar 23. september 2008,

haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst klukkan 1815.

Formaður Eysteinn setti fund.

1.      Guðbjörg starfandi sóknarprestur sagði frá stöðu mála varðandi mál sr. Gunnars Björnssonar en biskup Íslands hefir nú vikið sr. Gunnar frá starfi tímabundið. Sr. Guðbjörg hefir nú hafið fermingarundirbúning og einnig fallist á þá ósk biskups að þjóna Selfossprestakalli til næstu áramóta.
Fram kom í sóknarnefnd þakkir til sr. Guðbjargar fyrir gott starf.

2.      Umræður um vetrarstarfið og ýmsa þætti sem framundan eru eins og útgáfu kynningarbæklings um starfið á komandi vetri.

3.      Sagt frá framkvæmdum í nýja kirkjugarðinum.

         Fundi slitið um kl. 2000  og allir sem sátu fund undirrituðu upplesna fundargerð:
Guðbjörg Jóhannesdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir (sem sat sem varamaður fyrir Guðmund Búason sem er erlendis), Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson, Margrét Steina Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, María Kjartansdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

 

Fundur sóknarnefndar 21. okt. 2008 í skrifstofu sóknarprests. 

Hófst kl. 1830 að aflokinni myndatökum af sóknarnefnd og öllu öðru starfsfólki kirkjunnar, sem fram fór í sal safnaðarheimilis (tilefni þessa var áætluð útgáfa kynningarits varðandi stafsemi fram að áramótum EÓJ).

1.         Eysteinn formaður setti fund og kynnti bréf frá launanefnd kirkjunnar um launamál. Boðaður er fundur um þessi mál í Reykjavík. (..í nóvember, samþykkt að Guðmundur Búason færi á fundinn, EÓJ til vara.)

2.         Formaður kynnti bréf frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma og er um greiðslur kostnaðar þegar um bálför er að ræða, en þá sér KGRP um að greiða prestkostnað vegna kistulagninga og útfarar auk akstur til presta, óháð því hvar hinn látni átti lögheimili eða duftker grafið.

3.         Kynnt bréf frá Sambandi ísl. kristniboðsfélaga með beiðni um framlag. Umsókn hafnað.

4.         Formaður kynnti fundargerð samráðsfundar um hugsanlegar stækkanir á húsnæði Selfosskirkju dags. 14. október sl. en Eysteinn formaður sat þennan fund ásamt Páli Bjarnasyni, Anne Hansen og Kristbirni Guðmundssyni á Verkfræðiskrifstofu Suðurlands. Samþykkt að gerð verði þarfagreining sem Anne Hansen verður aðili að fh. verkfræðistofunnar.

5.         Rætt um Hjálparjóð Selfosskirkju og reglur um hann, sem gerðar voru við stofnun hans 1986. Formaður kynnti minniháttar breytingar sem Eysteinn, Margrét Steina og sr. Guðbjörg leggja til.  Samþykkt að reglurnar yrðu lagðar fram sem fyrst með umræddum breytingum.
(Breytingar fólust í því að í stað safnaðarfulltrúa, kæmi gjaldkeri, fundur samþykkti að nefndin gæti úthlutað úr sjóðnum þótt ekki væru um dauðsfall að ræða ef ekki væri í aðra sjóði að ræða varðandi óvænt tilvik, innskot EÓJ sem samþykkt var samhljóða á fundinum.)

6.         Rætt um tónleikahald og kórastarf að undanförnu og voru þeim Jörg Söndermann og Edith Molnár færðar þakkir fyrir frábært starf í þessum efnum.

7.         Rætt um framkvæmdir í nýja kirkjugarðinum. Verkið er langt komið en hefir tafist vegna mikilla rigninga . Stefnt er að þökulagningu á næstu dögum ef veðurtíð leyfir.

8.         Eygló djákni sagði frá unglinga og barnastarfinu en þátttaka er nú meiri en nokkurn tíman áður.

9.         Rætt um ráðningarsamning við aðstoðarkirkjuvörð. Samþykkt að fela formanni og gjaldkera að ganga frá ráðningarsamningi.

10.          Um sameiningu prestakalla. Fundurinn samþykkti að senda frá sér ályktun til kirkjuþings og kirkjuráðs svohljóðandi. „Sóknarnefnd Selfosskirkju fer þess á leit við Kirkjuþing að ræddar verði á þinginu 2008 fyrirhugaðar breytingar á kirkjulegri þjónustu hér á svæðinu sem boðaðar voru í bréfi frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs dagsettu 5. ágúst 2008.“

11.          Björn Gíslason sagði frá tillögum varðandi útg. á safnaðarblaði frá Kirkjunni sem hugsanlega gæti komið út í byrjun nóv. n.k. Var fundurinn samþ. seim tillögum.

12.          Bj. kynnti tillögu að nýrri lýsingu á kirkju.   Samþykkt að vinna að málinu án sérstakrar tímasetningar.

13.          Stefnt verður að samveru sóknarnefndar og starfsfólks Selfosskirkju á næstunni. Sr. Guðbjörg kannar málin. Fundi slitið kl. 22:00

Þeir sem náðu að undirskrifa fundargerð í lok þessa tæplega fjögurra tíma fundi voru:
Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson, Margrét Steina Gunnarsdóttir sem tók við starfi ritara, Sigurjóni, sem þurfti að hvera af fundi vegna annarra erinda.

Þeir sem sátu fyrri hluta fundar ásamt sóknarnefnd voru: Herdís Styrkársdóttir (barna og unglingastarf), Gunnþór Gíslason kirkjuvörður, Jörg Sonderman organisti, Edith Molnár kórstjóri barna- og unglingakóra og djákninn Eygló Jóna Gunnarsdóttir. Þau viku af fundi þegar 8. lið hér að ofan lauk.Fundur sóknarnefndar 18. nóv. 2008. Hófst kl. 1815 í skrifstofu sóknarprest.

Formaður setti fund og bauð sérstaklega velkoma: Edit Molnár kórstjóra barnakóra og unglingakórs Selfosskirkju. (Ath. skáletranir hér eru nánari skýringar formanns við innslátt á netið. )

1.      Edit sagði síðan frá kórastarfinu að undanförnu og hvað fyrirhugað er. Hún sýndi sóknarnefnd heiðursskjal frá Menningarráði Suðurlands en Minningarráð veitti Unglingakór Selfosskirkju 500 þú. kr. styrk til verkefnisins „Íslenskir söngdansar“. Heiðursskjalið er dagsett 6. nóv. 2008.
Í kórunum sem Edit stjórnar eru nú 85 félagar (í yngri- og eldri barnakórum, en þar að auki 20 í Unglingakór Selfosskirkju).

2.      Sr. Guðbjörg sagði frá því að ákveðin er ferð í Skálholt nk. laugardag, þar sem verður samverustund sóknarnefndar og starfsfólks.

3.      Eysteinn flutti þakkir fyrir blaðið „Kirkjufréttir“ sem Selfosskirkja gaf út í nóv. 2008. Blaðið er skráð 1. tbl. 1. árg. en í blaðinu er starfið í kirkjunni kynnt í máli og myndum. Samþ. að senda styrktaraðilum blaðsins sérstakt þakkarbréf.

4.      Einnig var samþykkt að senda Landsbankanum á Selfossi þakkarbréf fyrir sjónvarp 42“ sem kirkjunni var fært að gjöf í tilefni af (90 ára) afmæli bankans.

5.      Rætt um stöðu framkvæmda í nýja kirkjugarðinum, en þökulagningu er enn ólokið vegna erfiðrar tíðar.

6.      Björn sagði frá gangi mála varðandi minningarstöpul sr. Sigurð Pálsson (og frú). Kostnaðaráætlun telur Landform ehf. verða í heild um 350 þús.

7.      Eygló djákni spurði um hvað liði gjöf frá bæjarfélaginu Árborg vegna 50 ára afmælis kirkjunnar í maí 2006. (Formanni falið að kanna með gjafarbréfið og gang mála).

8.      Gunnþór sagði frá ýmsu varðandi viðhaldsframkvæmdir í kirkju og fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári.

9.      Eysteinn lagði fram og kynnti endurskoðuð lög Hjálparsjóðs Selfosskirkju sbr. 5. lið fundarg. frá 21. október sl. Samþykkt samhljóða. (Sjá hér að neðan).

10.      Samþ. að taka þátt í hjálparstarfi sem er samtök hjálparaðila hér um slóðir undir forystu Rauða krossins. Samþykkt að leggja (allt að) 1% af tekjum kirkjunnar til sjóðsins.

Sigurjón Erlingsson fundarritari þurfti að víkja af fundi kl. 2000 (..og við tók Margrét Steina Gunnarsdóttir.)

11.      Rætt um sameiningarmál. (Þ.e. sameiningu sókna eins og fram hefur komið á síðustu fundum).

12.      Sr. Guðbjörg sagði frá vígslu nýrrar kapellu á Sjúkrahúsinu s.l. sunnudag. Einnig sagði hún frá starfinu framundan og öflugu safnaðarstarfi.

13.      Erla Rúna kynnti hugmyndir að samúðarkorti frá kirkjunni teiknað af Sólrúnu Guðjónsdóttur.

Fundi slitið kl. 2010Eftirfarandi undirrituðu fundarger, en geta má þess að Edit, Gunnþór og Eygló viku af fundi eftir almennar umræður um starf innan kirkjunnar fram að 9. lið þessarar fundargerðar.

Margrét Gunnarsdóttir fundarritari (eftir að Sigurjón þurfti frá að hverfa), Erla Rúna Kristjánsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, María Kjartansdóttir, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir.

 

Hjálparsjóður Selfosskirkju.

Stofnaður 16. nóvember 1986

Lög sjóðsins endurskoðuð og breytt á fundi sóknarnefndar 18. nóvember 2008.

1.    Sjóðurinn er eign Selfosskirkju og í vörslu féhirðis hennar. Þannig er sjóðurinn ekki sjálfstæð stofnun, heldur sé um að ræða þá fjármuni safnaðarins sem sérstaklega eru fráteknir til hjálparstarfs safnaðarins og lagðir fram af gefendum í því augnamiði.

2.    Sóknarprestur, sóknarnefndarformaður og gjaldkeri sóknarnefndarmynda sjóðsnefnd er sjái um úthlutun úr sjóðnum eftir umsóknum, aðeigin frumkvæði, og/eðaábendingum sóknarnefndarfundar og annarra starfsmanna kirkjunnar.

 

3.    Úthlutun úr sjóðnum skal, eins og til var stofnað, fyrst og fremst vera í sambandi við slysfarir og þörf sem verður við óvænt og ótímabær dauðsföll svo og þau önnur tilfelli sem koma kynnu upp þar sem ekki er hægt að sækja til annarra stofnana varðandi aðstoð. Breytingar frá ofangreindu þurfa að hlíta samþykki a.m.k. 2/3 hluta sóknarnefndar.

4.    Komi upp þau tilfelli sem ekki megi bíða úrlausna og einhverjir tilnefndra í sjóðsnefnd eru fjarverandi, skal djákni leysa prest af, varamaður formanns koma í hans stað og ritari koma inn í stað gjaldkera.

5.    Halda skal reikning sjóðsins sérstaklega og skal hann endurskoðaður með kirkjureikningum og borinn undir safnaðarfund á sama hátt.

Selfossi 18. nóvember 2008.Fundur sóknarnefndar 6. des. 2008 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 15:34

Gestur fundarins er sr. Eiríkur Jóhannsson prófastur.

Form. Eysteinn Jónasson setti fund.

1.      Staða mála eftir að nú er fallinn sýknudómur í máli sr. Gunnars Björnssonar sóknarprests.
Eftir umræður var Eiríki prófasti falið að ræða málin við biskup.

2.      Sigurjón Erlingsson afhenti kirkjunni gjöf frá Erlu Guðmundsdóttur, mynd af kirkjukór Selfosskirkju með nöfnum á bakhlið. Myndin er úr eigu móður Erlu, Elínborgar Sigurðardóttur frá Stað á Selfossi.

Fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Undir fundargerð rita.: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Þórður Stefánsson, Sigríður Bergsteinsdóttir, Margrét S. Gunnarsdóttir, Guðmundur Búason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, sr. Eiríkur Jóhannsson prófastur og sr.Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur.

Fundur sóknarnefndar 2. jan. 2009 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1815

Formaður Eysteinn Ó. Jónasson setti fund og flutti starfsfólki kirkjunnar sem mætt er á fundinn þakkir fyrir störfin á liðnu ári.

1.      Síðan bauð hann sérstaklega velkominn sr. Óskar Hafstein Óskarsson sem ráðinn hefir verið afleysingarprestur í Selfosssóknnæstu mánuði þar sem sr. Guðbjörg getur ekki sinnt því lengur. Síðan tók sr. Óskar til máls og sagði frá fyrri störfum og ástæðum þess að hann getur tekið að sér þetta starf a.m.k. næstu fjóra mánuði frá 1. jan. sl. Kemur þá í hans hlut að sinna fermingarundirbúningi og fermingum sem fram fara á næsta vori.

2.      Eysteinn formaður las bréf frá Margréti Steinu Gunnarsdóttur sóknarnefndarmanni þar sem hún óskar eftir að víkja sæti í sóknarnefnd um tíma, en Margrét er móðir sr. Óskars. Fyrsti varamaður Sigríður Bergsteinsdóttir er mætt á fundinn. Fundarmenn sem eru 15 að tölu (þ.e. auk sónarnefndar nánustu samstarfsmenn prests) kynntu sig síðan fyrir sr. Óskari og sögðu deili á sér.

3.      Björn Gíslason sagði frá stöðu mála minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu Gísladóttur konu hans. Samþ. að stefna að því að minnisvarðinn verði kominn upp í febr. nk. en þá er fæðingardagur frú Stefaníu 100 ára.

4.      Sigurjón lagði fram fundargerð verkfundar um nýja kirkjugarðinn dags. 17. des 2008 en þar er ákveðið að fresta lokafrágangi þannig að honum verði lokið 15. júní nk.

5.      Lagt fram minnisblað frá Sigurjóni um lóðir kirkju og kirkjugarðs á Selfossi. Er þar tekið upp úr hreppsbók Sandvíkurhrepps frá 1944 bókun um kaup hreppsins á lóð fyrir kirkju og kirkjugarð. 14.493m2 fyrir 3 kr. pr. m2 eða kr. 43.480,-kr.

6.      Eysteinn sagði frá því að eftir jólamessu sr. Guðbjargar sem hennar síðasta messa í afleysingarstarfinu, hefði Björn Gíslason (í fjarveru formanns) fært henni blómvönd fh. sóknarnefndar. Einnig fékk hún gjöf frá kirkjukórnum.

Fundi slitið kl. 1910 Eftirfarandi undirrituðu fundargerð: Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Sigríður Bergsteinsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir. Farin voru af fundi: Sólrún Guðjónsdóttir, Valdimar Bragason, Jörg Söndermann. Magnús Jónsson, Herdís Styrkársdóttir og Eygló Jóna Gunnarsdóttir.

Fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 1. febrúar 2009 í skrifstofu sóknarprests að aflokinni messu.

Hófst kl. 12:30.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund.

1.         Rætt var um starfið sem framundan er. Herdís Styrkársdóttir sagði frá því sem framundan er í æskulýðsstarfinu og einnig Eygló Gunnarsdóttir djákni.

2.         Þá sagði Edith Molnár frá áætlun Barnakóra Selfosskirkju fyrir vorið 2009 en þar er m.a. fyrirhuguð ferð kóranna til Vestmannaeyja 1. – 3. maí og tónleikar þar.

3.         Jörg Sondermann sagði frá því sem varðar starf kirkjukórsins og því helsta sem fyrirhugað er.

4.         Rætt var um útgáfu næsta fréttabréfs fyrir næsta vor. Björn Gíslason hafði framsögu um það.

5.         Eysteinn sagði frá vinnu við húsnæði kirkjunnar bæði vegna jarðskjálfta ofl. Gunnþór kirkjuvörður lagði fram lista um „Viðhaldsóskir“ fyrir næsta – eða næstu ár þar á meðal kostnað við eldvarnarkerfi áætlað 1.900 þús. Þá las Eysteinn upp bréf frá Elfu – verkfræðistofu um brunamál Selfosskirkju. Rætt var um að taka brunavarnarmál kirkjunnar til frekari athugunar.

6.         Eysteinn kynnti tvö bréf frá kirkjuráði um kosn. sóknarnefnda – bréf dagsett 23. janúar 2009 og bréf um sameiningu prestakalla dags. 27. jan. 2009 þar sem fram kemur að rætt var á síðasta kirkjuþingi 2008 að „Hraungerðis- og Selfossprestakall sameinist í eitt prestakall með tveimur prestum“. Óskað er eftir umsögn um tillöguna.
Sr. Óskar H. Óskarsson sagði frá hugmynd sem rædd hefir verið að skipan yrði óbreytt, en stefnt að samstarfssamningi milli allra sókna í prófastdæminu um samstarf prestanna og gagnkvæmar afleysingar.

7.         Lögð fram ósk frá Drífanda ehf. um hækkun fyrir grafartöku og frágang, en Drífandi er með samning til næsta vors. Samþ. að fela Gunnþóri kirkjuverði að kanna kostnað annarsstaðar – til samanburðar.

8.         Guðm. Búason lagði fram mat Viðlagatryggingar á jarðskjálftatjóni8 á kirkjunni kr. 9.684.800,- Sóknarnefnd samþykkir tjónamat þetta.

9.         Sigurjón Erlingsson kynnti kostnaðaráætlun frá Landform ehf. um lokafrágang í nýja kirkjugarði eftir að Drífandi ehf. hefir skilað sínu verki 15. júní n.k. Þarna er um að ræða malbikun, hellulagning og hlaðinn veggur á norðurkanti. Kostn. áætlun um 12 millj.

10.          Sr. Óskar kynnti komu guðfræðinema 14. – 15. febrúar í Selfosskirkju. Samþ. að bjóða þeim í léttan hádegisverð að lokinni messu. Þeir munu vera 15 – 20.

11.          Samþ. að stefna að aðalsafnaðarfundi 8. mars nk.

12.          Björn Gíslason ræddi um þörf á að setja handrið á miðjar aðaltröppur kirkjunnar. Samþ. að fela Gunnþóri kirkjuverði að ræða við Valdimar Friðriksson járnsmíðameistara um smíðina.

Fundi slitið kl. 15:30. Eftirfarandi undirrituðu fundargerðina:

Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Jörg E. Sondermann, Hjörtur Þórarinsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir og Eygló J. Gunnarsdóttir.

Fundinn sátu varamennirnir Hjörtur Þórarinsson og Guðný Ingvarsdóttir í forföllum Sigríðar Bergsteinsdóttur og Þórðar Stefánssonar.   Fundarritari : Sigurjón Erlingsson

Eins og fram kemur í fundargerð sátu Herdís Styrkársdóttir og Edit Molnár byrjun fundar. (EÓJ).

Sóknarnefndarfundur 1. mars 2009
að aflokinni messu. Fundurinn haldinn í skrifstofu sóknarprests og hófst kl.12:15.

Formaður Eysteinn setti fund.

1.     Herdís Styrkársdóttir sagði frá því að hópur danskra ungmenna komi til Íslands 6. – 18. júlí nk. KFUM og K. Þau óska eftir að fá að gista í húsakynnum Selfosskirkju. Samþ.   Þá kynnti Herdís fyrirhugað námskeið um málefni ungmenna sem óskað hafa eftir aðstöðu í kirkjunni. Herdís verður aðili að þessum dagskrárliðum. Samþykkt.

2.      Björn Gíslason sagði frá fyrirhuguðu fréttabréfi Selfosskirkju.

3.      Rætt um fyrirhugaða athöfn 22. mars nk. um afhjúpun minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson og konu hans, sem verður að aflokinni messu þar sem sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup sonur þeirra hjóna mun predika.

4.      Eysteinn formaður kynnti bréf sem Sigurjón Erlingsson hafði tekið saman skv. heimildum um upphafleg kaup Sandvíkurhrepps á kirkju- og kirkjugarðslóð ásamt heimildum um síðari viðbætur.

5.      Þá las Eysteinn formaður upp gjafabréf frá landeigendum á Selfossjörðinni þar sem gefin er viðbót við upprunalegan kirkjugarð, stærð er 3.856,4 m2. Gjafabréfið er dagsett í nóvember 1984. Gjafabréf þetta hefur legið á skrifstofu Árnessýslu þar til nú. Samþ. að færa gefendum þakkir fyrir.

6.      Guðmundur Búason gjaldkeri las upp og kynnti ársreikninga kirkjunnar fyrir árið 2008. Sóknarnefnd samþykkti og áritaði reikningana

7.      Rætt var um kostnaðaráætlanir fyrir árið 2009 bæði á núverandi húsakynnum og einhvern hönnunarkostnað til verkfræðistofu vegna hugsanlegrar viðbyggingar þar sem tengt er saman turn og safnaðarheimili. Guðmundur Búason taldi þörf á heildarskoðun á brunavörnum kirkjunnar sem gerð yrði með tengslum við hugsanlega nýbyggingu.

8.      Sr. Óskar H. Óskarsson sagði frá ferðum fermingarbarna í Skálholt 11. – 12. mars og óskaði eftir að bílkostnaður hópferðabifreiða yrði greiddur af Selfosskirkju. Samþ.

9.      Sr. Óskar bar fram ósk frá sr. Jakobi Ronland fh. kaþólsku kirkjunnar um athafnir í kirkjunni. Samþykkt að verða við þessari beiðni.

10.      Samþ. að bjóða út kostnað við grafartöku og frágang

11.      Erla Rúna Kristjánsdóttir ræddi um leiðréttingar á heimasíðu kirkju, svo og hönnun á minningarkorti teiknuðu af Sólrúnu Guðjónsdóttur. Henni falið að fylgja því máli eftir. Einnig var rætt um sölu á geisladiskum með Unglingakór Selfosskirkju og svo Kirkjukórnum. Ákveðið að stilla verði í hóf og kom upp tillaga um 500 kr. á disk.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 1420.

Eftirtaldir sátu fundinn . Í byrjun fundar var Herdís Styrkársdóttir sbr. 1. lið en fór að því loknu.

María Kjartansdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir, Guðmundur Búason, Björn I. Gíslason, Guðný Ingvarsdóttir, Þórður Stefánsson, Erla R. Kristjánsdóttir, Sigurjón Erlingsson, Eysteinn Ó. Jónasson, sr. Óskar Óskarsson, Eygló J. Gunnarsdóttir djákni og Gunnþór Gíslason kirkjuvörður.

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2008, haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju
8. mars 2009 að aflokinni messu. Hófst klukkan 1230.

Formaður sóknarnefndar Eysteinn Jónasson setti fund. Fundarstjóri var Hjörtur Þórarinsson en fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Aðalfundarstörf:

1.      Sigurjón Erlingsson las fundargerð síðasta aðalsafnaðarundar frá 2. mars 2008. Var hún samþykkt samhljóða.

2.      Skýrsla formanns Eysteins Jónassonar. Hann sagði frá atburðarás, þegar biskup Íslands setti sóknarprestinn í leyfi frá störfum vegna málshöfðunar unglingsstúlkna um kynferðislegra áreitni hans. Í leyfi sr. Gunnars leysti sr. Guðbjörg Jóhannsdóttir hann af fram að síðustu áramótum, en sr. Óskar H. Óskarsson leysir af frá áramótum og fram í maí nk. Þá sagði Eysteinn frá stækkun kirkjugarðs, jarðskjálftatjóni sem varð á sl. vori ásamt ýmsu öðru í starfi kirkjunnar frá síðasta starfsári. Þá sagði hann frá áformum um stækkun safnaðarheimilis og undirbúningsvinnu um þá framkvæmd. Fumkostnaðaráætlun liggur fyrir: Ýmsar breytingar á núverandi húsnæði 23.000.000,- kr.   Nýbygging milli turns og safnaðarheimilis 53.300.000,- kr. og Hönnun og eftirlit 8.200.000,- kr.

         Þá flutti Herdís Styrkársdóttirskýrslu um æskulýðsstarfið.

         Eygló Gunnarsdóttir djákni sagði frá starfi sínu á sl. ári, en samstarf er mikið milli þeirra Herdísar og Eyglóar, en þær eru m.a. með kirkjuskóla fyrir 6 – 9 ára börn í báðum grunnskólum á Selfossi, sunnudagaskóla, æskulýðsfélag o.fl.

         Sr. Óskar H. Óskarsson flutti skýrslu um starf sitt sem settur sóknarprestur frá sl. áramótum og las upp samantekt á fjölda hinna ýmsu athafna á liðnu ári, úr kirkjubókum Selfosskirkju (innsk.EÓJ)

         Edit Molnár sagði frá starfi sínu við kóra barna og unglinga við Selfosskirkju og lagði fram bækling sem hún hefur unnið um kórastarfið en 75 krakkar eru í kórunum á þessu vormisseri.

         Jörg Sondermann organisti sagði frá starfi kirkjukórsins en 37 kórfélagar eru nú í starfi.

3.      Guðmundur Búason gjaldkeri og bókhaldari kirkjunnar, dreifði, las og skýrði reikningana fyrir árið 2008.
Selfosskirkja: Rekstrarreikningur: Tekjur krónur 55.020.453,- . Gjöld 42.702.180,-. Tekjuafg.: 17.167.680,- .
Efnahagsreikn.: Eignir alls kr. 313.876.097,- . Handbært fé í árslok 37.169.879,- .
Hjálparsjóður Selfosskirkju Tekjur 150.078,- Gjöld 200.000,-
Eigið fé: 3.528.027,-
Kirkjugarður Selfosskirkju:  Tekjur 7.759.898,- Gjöld: 23.053.566,- þar af er búið að greiða vegna stækkunar kirkjugarðs 13. 626.543,- . Efnahagsreikningur kirkjugarðs: Eignir alls 35.766.866,- .
Umræður um reikninga: Þórður Árnason óskaði eftir að reikningar væru lagðir fram í upphafi fundar. Árni Valdimarsson lýsti ánægju með útfærslu reikninganna og uppsetningu þeirra. Reikningar samþykktir samhljóða.

4.      Eysteinn sagði frá síðasta héraðsfundi Árnesprófastdæmis þann 29. mars, s.l. en hann sótti fundinn ásamt Maríu Kjartansdóttur og Margréti Steinu Gunnarsdóttur. Fundurinn var í Félagsheimili Hrunamanna.
Sr. Eiríkur Jóhannesson prófastur sagði frá ýmsu í kirkjustarfinu í prófastdæminu.

5.      Ákvörðun um framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar. Guðmundur Búason kynnti áætlun fyrir árið 2009. Í þeirri áætlun eru 50 millj. kr. í fyrirhugaðar endurbætur á núverandi húsnæði og fé til nýbyggingar. Þá kynnti Guðmundur fumtillögur að þessum framkvæmdum.

         Tillaga: „Aðalsafnaðarfundur 2009 heimilar sóknarnefnd að vinna að breytingum á núverandi húsnæði kirkjunnar og hugsanlegri nýbyggingu, eftir því sem aðstæður og fjárhagur leyfir.
Samþykkt samhljóða.

6.      Önnur mál: Eysteinn Jónasson las upp bréf frá Kirkjuráði um sameiningu prestakalla. Sr. Eiríkur Jóhannesson prófastur sagði frá umræðum innan þjóðkirkjunnar um samstarf, presta ofl. Hann ræddi um þá hugmynd að í stað sameiningar prestakalla hér yrði gerð tilraun til samstarfs þeirra þriggja presta sem nú eru í Selfoss- Eyrarbakka- og Hraungerðisprestaköllum etv. með sameiginlegum þjónustusamningi til að jafna störfin.

         Björn Gíslason ræddi um þessa stöðu mála og var hlynntur samstarfi, frekar en breytingu á prestaköllum.

         Baldur Róbersson taldi ekki tímabært að taka afstöðu til þessa máls nema það yrði kynnt betur.

         Sr. Óskar H. Óskarsson tók undir hugmyndir um samstarf.

         Björn Gíslason lagði fram tillögu í málinu.

         Sólrún Guðjónsdóttir lagði til að boðað yrði til sérstaks fundar um þetta mál.

         Tillaga Björns Gíslasonar lögð fram svohljóðandi. : „Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar haldinn sunnudaginn 8. mars 2009 í Selfosskirkju ályktar að taka undir þau sjónarmið að skipan prestakalla verði óbreytt en stefnt að samstarfssamningi sókna í prófastdæminu um starf prestanna og gagnkvæmar afleysingar.“ „Samþ. samhljóða“.

         Greinargerð með tillögu Björns: Á biskupafundi 31. júlí 2008 var rætt um þann möguleika að sameina Hraungerðis- og Selfossprestakall í eitt prestakall með tveimur prestum. Hugmyndin var kynnt sóknarnefnd og öðrum hlutaðeigendum. Á fundi sóknarnefndar 24. ágúst er tekið jákvætt í málið og aftur á fundi 21. okt. 2008 samþykkir sóknarnefnd ályktum svohljóðandi. „Sóknarnefnd Selfosskirkju fer þess á leit við Kirkjuþing að ræddar verði á þinginu 2008 fyrirhugaðar breytingar á kirkjulegri þjónustu hér á svæðinu sem boðaðar voru í bréfi frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs dagsettu 5. ágúst 2008“. Á kirkjuþingi 2008 var tillagan samþykkt og vísað til umsagnar prófastdæmanna. En á kirkjuþingi 2009 er fyrirhugað að taka málið fyrir og staðfesta. Þegar málið er skoðað og þær hugmyndir sem prestar í Árnesprófastsdæmi eru að vinna, teljum við best að fara þessa leið sem hér er lagt til. Undirskr. Björn Ingi Gíslason.

         Þórður Árnason lagði til að haldnar yrðu 4 „poppmessur“ á ári. Sr. Óskar H. Óskarsson taldi ekki rétt að binda slíkt með samþykkt.

Hjörtur Þórarinsson fundarstjóri sleit fundi með eftirfarandi vísu:

Áföngum er áfram náð
enn sem fyrr er mikil þörfin
þökk og blessun þýðleg tjáð
til þeirra er vinna kirkjustörfin.        Hj. Þ.

                                                                                                        Fundarritar Sigurjón Erlingsson.

Á fundi sóknarnefndar 15. mars 2009 var fundargerðin, sem send hafði verið fundarmönnum, borin undir fundinn til samþykktar og kom þá fram athugasemd frá Guðmundi Búasyni sem var skráð þannig: „Guðmundur Búason gerir þá athugasemd við fundargerðina að hann lagði til að tillögu Björns Gíslasonar – 6. mál, yrði vísað til sóknarnefndar. Fundarstjóri bar ekki þá tillögu upp.“

Þar sem þetta hafði heldur ekki komið fram í fundargerð var þessu bætt við hér. (EÓJ)

Ofangreint samþykkt með undirskrift eftirfarandi: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Sigríður Bergsteinsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson og Sigurjón Erlingsson.Fundur sóknarnefndar 15. mars 2009 að lokinni messu
í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1220.

1.    Eysteinn formaður setti fund og ræddi um hátíðamessuna n.k. sunnudag þegar afhjúpaður verði minningarsteinn um sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu konu hans. Kynnti hann tillögu að boðskorti til ýmissa aðila.

2.    Eysteinn ræddi um fyrirhugaðar framkvæmdir við húnæði kirkjunnar sbr. lið 5 í síðustu fundargerð. Stungið var upp á 3. fulltrúum að sinna þessu máli í umboði sóknarnefndar, þeim Sigurjóni Erlingssyni, Guðmundi Búasyni og Þórði Stefánssyni. Samþ. samhljóða.

3.    Eysteinn rifjaði upp umræður og bréf um sameiningu prestakalla. Selfoss- og Hraungerðisprestakalla, þ.e. sóknir Villingaholts, Hraungerðis og Laugardælasóknar. Umræður voru um þetta mál. Eysteini falið að leita eftir fundi með áðurnefndum sóknarnefndum. Samþ. samhljóða.

4.    Rætt um héraðsfund í Þingborg 28. mars n.k. Formaður Eysteinn mun mæta ásamt Birni Gíslasyni.

Fundi slitið kl. 1400.   Undir fundargerð skrifuðu: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Stefánsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson. Þess ber að geta að sr. Óskar H. Óskarsson sat mestallan fundinn, en þurfti frá að hverfa vegna skyldustarfa.

Fundur sóknarnefndar 24. mars 2009
í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1930.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund, sem er haldinn vegna þess að komin er niðurstaða í hæstarétti í máli sr. Gunnars Björnssonar sem er sýknudómur í máli tveggja unglingsstúlkna gegn honum. Samþykkt að fela Eysteini að koma á fundi með fulltrúum biskupsstofu sem allra fyrst.

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson Fundi var slitið kl. 2030.Fundur sóknarnefndar 26. mars 2009.
haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1800.

Gestir fundarins eru Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri biskupsskrifstofu og Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri kirkjuráðs.

Eysteinn formaður sóknarnefndar setti fund og kynnti bréf frá biskupsstofu dags. 23. mars þar sem fram kemur sú ákvörðun biskups að sr. Gunnar Björnsson taki aftur við embættinu frá og með 1. maí nk. Staða mála var rædd.

Fundi slitið kl. 1930.   Sigríður Bergsteinsdóttir, María Kjartansdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Björn Ingi Gíslason. Auk þess sat Guðmundur Búason fundinn og fundarritari var Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 6. apríl 2009 í skrifstofu sóknarprests.
Hófst kl. 18:30

1.      Eysteinn Jónasson formaður setti fund. Á dagskrá var trúnaðarmál.

2.      Formanni var falið að taka saman frásögn af athöfninni þegar afhjúpaður var minnisvarðinn um sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu konu hans og færa hér í fundargerðabók.

Fundi slitið kl. 19:30.

Undirritun: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Vígsla minnisvarða um heiðurshjónin sr. Sigurð Pálsson og frú Stefaníu Gissurardóttur,
sunnudaginn 22. mars 2009.

Sóknarnefnd Selfosskirkju ákvað á fyrri hluta ársins 2008 að fá Odd Þ. Hermannsson hjá Landformi til að vinna að hugmynd um minnisvarða um fyrstu presthjónin á Selfossi, en þá hafði málið verið alllengi í umræðu og nefndin sammála um að reistur yrði minningarsteinn sem staðsettur yrði fyrir framan kirkju. Á haustdögum var komin fullmótuð tillaga að minnisvarða sem sóknarnefnd samþykkti að unnið yrði eftir í samráði við Odd. Stefnt var að því að vígsla steinsins myndi tengjast 100 ára fæðingarafmæli frú Stefaníu, þ.e. 9. febrúar. Þar sem sr. Sigurður var einnig fyrsti heiðursborgari Selfoss var ákveðið að bjóða bæjarstjórn að taka þátt í minnisvarðanum, sem þeir samþykktu fúslega.

Að morgunmessu lokinni flutti forseti bæjarstjórnar Þorvaldur Guðmundsson ávarp um þau heiðurshjónin þar sem fram komu ástæður þess að sr. Sigurður Pálsson var kjörinn fyrsti heiðursborgari Selfoss.   Rakti hann hin ýmsu störf þeirra hjóna í okkar samfélagi og þakka sóknarnefndinni fyrir að hafa átt frumkvæði að því merka framtaki að reisa þeim minnisvarða við kirkjuna „…til að undirstrika þakklæti fyrir þeirra mikilvæga starf í þágu samfélagsins hér.“ eins og hann orðaði það. Því næst rakti hann stofnun Selfosshrepps frá 1947 sem þá átti enga kirkju og þróun þess að kirkjubygging hófst hér 1952 og var vígð 1956. Einnig kom fram í máli hans þörfin á félagslegri þjónustu sem við þekkjum í dag, og nefndi í því sambandi „Má því segja að prestsheimilið hafi verið nokkurs konar félagsmálastofnun þess tíma þar sem fólk fékk úrlausn sinna mála bæði í sorg og í gleði.

Varðandi samstöðu þeirra hjóna sagði hann: „Það er ekki hægt að ræða störf sóknarprestsins á Selfossi án þess að störf prestsfrúarinnar fylgi þar með svo stórt var hlutverk hennar.“ ..og kom þar inn á hina ótrúlega sterku samvinnu þeirra hjóna, gestrisni, fórnfýsi í öllu því sem takast þurfti á við. Einnig minntist hann á eftirminnilega söngfegurð Stefaníu, stjórnun sunnudagaskólans með maka sínum, sem naut mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni. Einnig að hún var aðalhvatamaður að stofnun Kvenfélags Selfosskirkju og varð fyrsti formaður þess og sagði í framhaldi af því að varðandi samkomur eldri borgara: „Með þessu starfi Kvenfélags Selfosskirkju undir forustu Stefaníu Gissurardóttur má segja að fyrstu skrefin í félagsstarfi eldri borgara á Selfossi hafi verið stigin.

Rakti hann síðan kynni sín af sr. Sigurði Pálssyni í gegnum fermingarfræðslu sína sem hann rómaði mjög og sagði síðan : „Góðir gestir sr. Sigurður Pálsson var gerður að að heiðursborgara Selfossbæjar þann 8. júlí 1981 en þann dag varð hann áttræður. Hann var fyrsti íbúi sveitarfélagsins sem hlaut slíkan heiður en það sem lagt var til grundvallar var að það væri sannur heiður fyrir sveitarfélagið að einn virtasti fræðimaður íslensku kirkjunnar byggi þar og hefði helgað byggðarlaginu krafta sína til margra ára.

Flutti hann að lokum hamingjuóskir og kveðju bæjarstjórnarinnar í Árborg til fjölskyldu og aðstandendum Stefaníu og sr. Sigurðar með von um: „…að minnisvarðinn muni geyma minningu Stefaníu Gissurardóttur og sr. Sigurðar Pálssonar um langa framtíð og bera komandi kynslóðum vitni um þeirra mikilvæga og góða starf í þágu samfélagsins hér á Selfossi og reyndar miklu víðar“.

Að lokinni ræðu forseta bæjarstjórnar tók formaður sóknarnefndar, Eysteinn Ó. Jónasson til máls og rakti í grófum málum frá aðdraganda þess að sóknarnefnd tók ákvörðun um að reisa þeim hjónum minnisvarða við Selfosskirkju. Benti hann á að auk alls þess sem Þorvaldur hafði rakið um störf þeirra hjóna við Selfosssöfnuð að þá hefði sr. Sigurður átt stóran þátt í hönnun kirkjunnar ásamt Bjarna Pálssyni skólastjóra Iðnskólans á Selfossi sem teiknaði hana. Einnig um þátt hans í hönnun mynda sem skreyta kirkjuskipið, en þar eru 12 myndir gerðar af Grétu Björnsson sem ásamt manni sínum Jóni Björnssyni voru fengin til að mála kirkjuna og var hún höfundur mynda og flúrs en þar var leitast við að fylgja kirkjuárinu. Benti hann á bæklinga í forstofu kirkju þar sem fram koma nákvæmar lýsingar á verki hennar svo og Höllu Haraldsdóttur sem gerði glugga kirkjunnar.

Einnig benti hann fróðleiksfúsum gestum á að allar fundargerðir frá því í ágúst 1953 til dagsins í dag mætti lesa á heimasíðu selfosskirkju selfosskirkja.is undir liðnum sóknarnefnd, einnig upplýsingar um myndir og um steinda glugga kirkjunnar, sögu kirkju, kirkjugarðs, presta og kirkjukóra svo eitthvað sé nefnt. Síðan sagði hann: „Ég get ekki endað þessa umfjöllun án þess að nefna það sem sr. Sigurður Pálsson mun eflaust lengst verða minnst fyrir, en það var barátta hans fyrir endurnýjun sígildrar guðsþjónustu. Í grein Gunnlaugs A. Jónssonar er mjög góð grein um Litúrgísku hreyfinguna og þar segir m.a. að „Hreyfingin vill endurvekja hina sígildu messu og tíðargjörð vesturkirkjunnar með gregoríönsku tónlagi. Í hinni sígildu messu er altarissakramentið þungamiðjan.
Og ekki má gleyma baráttu sr. Sigurðar Pálssonar fyrir endurreisn Skálholts. Af mörgum er honum þakkað að sú endurreisn tókst.

Fram kom í máli sóknarnefndarformanns að arkitekt og prestur hafi ekki fengið því ráðið að kirkjan snéru öfugt á sínum stað, en þar tóku aðrir ráðin. Svo hefði einnig orðið með minnisvarðann sem snúið var um 180° þegar hann var settur niður, en þar réð bakgrunnurinn endanlegri niðurstöðu hjá hönnuði verksins, Oddi Þ. Hermannssyni landslagsarkitekti.

Formaður bauð síðan gestum til málsverðar í safnaðarheimili að vígslu lokinni fyrir framan kirkju en þar flutti sr. Óskar H. Óskarsson bæn, formaður sóknarnefndar og forseti bæjarstjórnar afhjúpuðu minnisvarðann og Kirkjukór Selfosskirkju söng sálminn „Indælan blíðan blessaðan fríðan“ sem var fyrsti sálmurinn sem hljómaði í fyrstu helgiathöfn í selfosskirkju að kvöldi 30. ágúst 1953.

Mikið fjölmenni var saman komið í safnaðarheimili að athöfn lokinni og þurfti því einnig að leggja á borð í efri sal til þess að koma öllum fyrir. Kvenfélag kirkjunnar sá um veitingar sem voru ríkulegar að vanda. Margir tóku þar til máls og voru Selfosskirkju færðar gjafir m.a. af afkomendum þeirra heiðurshjóna. Ingveldur Sigurðardóttir afhenti gjafarbréf fyrir stórri mynd sem er tákn heilagrar þrenningar, tekin af silfurpatínu í Þjóðmynjasafni sem líklega er frá fyrri hluta 14. aldar. Verk þetta höfðu börn Sigurðar Pálssonar gefið honum í tilefni sjötugsafmælis hans. Ólafur Sigurðsson afhenti einnig gamlar ljósmyndir sem höfðu tilheyrt þeim hjónum. Bryndís Brynjólfsdóttir færði kirkjunni gjafarbréf frá fermingarbörnum sr. Sigurðar fyrir 50 árum, upp á 50.000,-kr. sem renna skuli upp í kostnað minnisvarðans.   Einnig gaf einn ættingi sem ekki vildi láta nafn síns getið 40.000,-kr. í sama tilgangi. Þá steig móður eins þessara fermingarbarna í pontu, Ólöf Árnadóttir frá Oddgeirshólum, en hún hafði verið meðal fyrstu fermingarbarna sr. Sigurðar Pálssonar fyrir 75 árum. Færði hún einnig kirkjunni peningagjöf af því tilefni.

Voru allir á einu máli um að athöfn þessi hefði farið fram eins og best hefði verið á kosið og ekki spillti veðrið fyrir athöfn útidyra.

Skráð í apríl 2009
Eysteinn Ó. Jónasson

Fundur sóknarnefndar 21. apríl 2009. Haldinn í skrifstofu sóknarprests.
Hófst klukkan 18:33.

1.      Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og ræddi stöðu mála varðandi sr. Gunnars Björnssonar, en leyfi hans frá starfi hefir verið framlengt til 1. júní nk.

2.      Guðmundur Búason sagði frá stöðu mála í byggingarnefnd kirkjunnar. Lagðar voru fram fyrstu þrjár fundargerðir byggingarnefndar en hún hefir þegar átt fund bæði með hönnuðinum Anne B. Hansen og Kristbirni Guðmundssyni á Verkfræðistofu Suðurlands, og einnig hefir nefndin átt fund með Bygginga- og listanefnd þjóðkirkjunnar. Guðmundur sagði frá því að þegar hefðu verið teknar prufuholur til að kanna jarðvegsdýpt og virðist dýpt á fyrirhuguðum kjallara geta verið sú sama og dýpt á núverandi kjallara undir safnaðarheimili.
Sóknarnefnd samþykkir framlagðar fundargerðir og felur byggingarnefnd að halda áfram með það markmið að gerð verði á árinu fokheld bygging milli kirkjuturns og safnaðarheimilis. Áætlaður kostnaður er um 45 millj. kr.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 19:10

Auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar undirrituðu eftirtaldir fundargerð: Þórður Stefánsson, Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir.