Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2013

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar fyrir árið 2013 haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Formaður sóknarnefndar Grímur Hergeirsson setti fund og tilnefndi Jóhann Snorra Bjarnason sem fundarstjóra og Höllu Dröfn Jónsdóttur, fundarritara. Samþykkt samhljóða.

Jóhann Snorri fundarstjóri kynnti dagskrá fundar sem er í sex liðum.

1.A

Skýrsla formanns Gríms Hergeirssonar fyrir árið 2013:

Grímur upplýsti fundinn um að allar fundargerðir sóknarnefndar frá upphafi væri  hægt að nálgast inn á heimasíðu Selfosskirkju. Grímur sagði mikila endurnýjun hafa orðið á skipan sóknarnefndar á síðasta ári en í sóknarnefnd sæti breiður hópur karla og kvenna á ólíkum aldri. Frá síðasta aðalsafnaðarfundi hefur sóknarnefnd fundað þrettán sinnum þar sem farið hefur verið yfir daglegan rekstur og starfsmannahald svo fátt eitt sé nefnt. Grímur sagði Selfosskirkju einstaklega lánsama með starfsfólk en í kirkjunni væri einvala lið öflugra og áhugasamra einstaklinga sem unnið hafi óeigingjarnt og dýrmætt starf á niðurskurðartímum.  Formaður sagði nauðsynlegt að setja fjármuni í viðhaldsverkefni á komandi árum þar sem undanfarið hafi viðhald húsakosts og lóðar verið í algjöru lágmarki. Á árinu hafi þó verið ráðist í að endurbæta og leggja loftræstingu á salerni í nýbyggingu kirkjunnar en lýsing í nýja kirkjugarðinum  hafi einnig verið kláruð og tengd. Formaður sagði mikilvægt að finna viðunandi lausn á aðkallandi viðhaldsverkefnum en viðgerðir á þaki safnaðarheimilis væru hvað mest aðkallandi en á sama tíma nokkuð kostnaðarsöm aðgerð. Grímur sagði að þrátt fyrir þröngan fjárhag kirkjunnar væri mikið gleðiefni að sóknin væri skuldlaus en margar stærri sóknir á landinu glímdu nú við verulega fjárhagserfiðleika.  Formaður hrósaði sr. Ninnu Sif og Edit Molnar fyrir öflugt kóra, barna og æskulýðsstarf sem væri kirkjunni dýrmætt. Grímur þakkaði ýmsar góðar gjafir á árinu s.s bekk í nýja hluta kirkjugarðarins, hjólastól og málverk en samhliða því hafi Selfosssókn safnað einni og hálfri milljón króna í söfnun á landsvísu fyrir línuhraðli. Formaður sagði í lokin lauslega frá endurnýjun heimasíðu Selfosskirkju, en Sr. Axel ætti heiðurinn að nýju síðunni.

1.B

Skýrsla sóknarprestsins sr. Óskars H. Óskarssonar um almennt helgihald og safnaðarstarf

Séra Óskar kynnti skýrlsuna á nýjan hátt en prestar krikjunnar ásamt nokkrum starfsmönnum hennar höfðu tekið saman kynningu á safnaðarstarfinu sem, sr. Axel hélt utan um og sýndi á 15 mínútna langri myndbandsupptöku sem fundargestir fengu að sjá á skjávarpa.

Jörg Sondermann organisti sagði að á starfsárinu 2013 hafi verið 31  söngvari í krikjukórnum og að sungnar hefðu verið  63 messur ásamt því sem kórinn söng við 23 jarðarfarir. Jörg sagði frá tónleikahaldi og öðrum menningarviðburðum á árinu.

Séra Ninna Sif sagði að barna og unglingastarfið hefði gengið vel á árinu eins og síðustu ár, en þátttaka væri góð og samstarf við leik-, grunn- og mennta/framhaldskóla á svæðinu hefði jafnframt gefist vel. Ninna Sif sagði frá starfi leiðtogaskólans og þakkaði að lokum samstarfsfólki sínu í krikjunni sérstaklega ánægjulegt og gott samstarf á árinu.

Edit sagði frá barna og unglingakórastarfinu en í kórnum væru nú 65 börn og unglingar sem tækju þátt í guðþjónustum kirkjunnar, héldu tónleika ásamt því að hafa einnig tekið þátt í  spennandi samstarfsverkefnum á árinu. Framundan væru söngtónleikar kóranna þann 15.mars nk. ásamt öðrum öðrum spennandi verkefnum.

 

Sr. Óskar fór yfir hápunkta starfsins á árinu og fjölda kirkjulegra athafna. Óskar sagðist þakklátur fyrir gott starf innan kirkjunnar en góður árangur í söfnun fyrir línuhraðli sýndi hvað best hvers söfnuðurinn væri megnugur þegar allir leggðust á eitt.

Sr. Axel sagði tímann á Selfossi hafa verið góðan en nú hafi mörgum spennandi nýjungum og verkefnum verið ýtt úr vör.

 

Myndbandsupptökuna er hægt að nálgast hér: http://youtu.be/1PQWyD1XN6Y

 

Fundarstjóri þakkaði fyrir skýrslurnar og gaf orðið laust.

Eysteinn Ó. Jónasson vildi vita hvort heimasíðan væri að fullu tilbúin og hvort búið væri að færa allar fundargerðir af gömlu síðunni yfir á þá nýju.

Grímur Hergeirsson sagði að síðan væri enn í vinnslu en yrði fljótlega tilbúin

 

2.      Afgreiðsla reikninga ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Guðmundur Búason gjaldkeri kynnti reikninga og áætlun.  Reikningar eru áritaðir af skoðunarmönnum og sóknarnefnd.

Rekstrarreikningur Selfosskirkju fyrir árið 2013 :
Tekjur alls 39.817.000,-kr.        Gjöld  34.932.862,- kr.   Tekjuafgangur 5.066.279,- kr.
Efnahagsreikningur Selfosskirkju         Fastafjármunir 320.947.626,- kr.
Skuldir og eigið fé  330.911.853,- kr.
Þess má geta að Selfosskirkja er algerlega skuldlaus.
Hjálparsjóður Selfosskirkju :   Tekjur 150.871,- kr.        Gjöld 0,- kr.
Tónlistar og menningarsjóður Selfosskirkju : Tekjur alls: 335.157-kr.  Gjöld: 95.000,-kr.   Tekjuhalli   240.157,-kr.
Efnahagsreikningur tónl. og menningarsjóðs.:  Eigið fé  354.157,-kr.

Kirkjugarður Selfoss.  Rekstrarreikningur.
Tekjur 8.393.533 -kr.                    Gjöld   8.744.348 -kr.                                        Tekjur umfram gjöld 54.991-kr.

Kirkjugarður Selfoss.  Efnahagsreikningur
Skuldir og eigið fé alls  15.160.169,-kr.

Fjárhagsáætlun Selfosskirkju fyrir árið 2014.

Rekstrartekjur  42.593.000, -kr.  Rekstrargjöld 42.096.535,kr.   Heildartölur  536.465,-kr.

Fjárhagsáætlun Hjálparsjóðs fyrir árið 2014.
Rekstrartekjur 300.000,-kr.     Rekstrargjöld 0,-kr.      Heildartölur  300.000,-kr.

Fjárhagsáætlun kirkjugarðs fyrir árið 2014 :                                                 Tekjur  8.827.431,-kr.         Gjöld  13.275.770,-kr.  Heildartölur  –3.948.540,-kr.

Eygló Gunnarsdóttir djákni spurði hvort ekkert hefði verið lagt til í sjóðinn góða.

Guðmundur Búason sagði að ekki hefði veri lagt til sjóðsins ár, þar sem ekki hefði verið kallað eftir því.

Ekki voru fleiri  spurningar eða athugasemdir sem komu fram við reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

3.     Grímur Hergeirsson formaður sagði frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.  Héraðsfundur Suðurprófastdæmis var 6. apríl 2013 að Höfðaberku í Mýrdal. Formaður sóknarnefndar og safnaðarfulltúi, Þórður Stefánsson, voru fulltúar sóknarnefndar þar.  Grímur kynnti ýmis atriði úr ítarlegri fundargerð héraðsfundar.  Á héraðsþingi leggur prófastur fram skýrslu og starfsreikninga en þar liggja einnig fyrir starfsskýrslur sókna  og nefnda. Á héraðsfundi voru meðal annars á dagskrá svokölluð kirkjuþingsmál, n.t.t. kynning á ákveðnum málum sem eru fyrir kirkjuþingi en þar fór mest fyrir 41. máli eða tillögu til þingsályktunar til sameiningar pretakalla. Um það urðu miklar umræður á héraðsfundinum en málið mun nú hafa verið afgreitt á Kirkjuþingi.

4.     Kosning tveggja skoðunarmanna á reikningum Selfosssóknar og varamanna þeirra til árs  í senn.  Fundarstjóri kynnti að Guðmundur Theódórsson og Kristín Pétursdóttir skoðunarmenn gefi áfram kost á sér og einnig varamenn Halldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.  Samþykkt með lófaklappi. 

5.   Jóhann Snorri Bjarnason fundarstjóri sagði frá því að ekki væru kosningar um aðalmenn og varamenn í sóknarnefnd árið 2014        

6.      Önnur mál.

Sr. Úlfar Guðmundsson tók til máls og þakkaði prestum og öllu starfsfólki fyrir frábært starf en í kirkjunni væri unnið öflugt lista og menningastarf. Úlfar sagði að kirkjan hefði vissulega þurft að þola skert fjárframlgög frá ríkinu síðustu ár en mikilvægt væri þó að líta til baka þar sem kirkjan hefði þurft að treysta á óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf en kirkjan þyrfti ef til vill að  grípa til þess í auknu mæli á komandi árum. Sr. Úlfar nefndi að lokum að hann liti svo á að átök innan kirkjunnar hefðu ekki átt sér stað svo árum skipti en átök ættu að hans mati aðeins við atriði sem snertu grundvallaratriði kirkjusatrfsins m.a. kirkjusöng og trúfræði.

 

Hjalti Tómasson bað um orðið en hann sagðist hafa haft sérstaklega gaman af myndbandinu sem prestarnir og starfsfólkið tóku saman. Hjalti sló á létta strengi en hann sagði að þátttakann í kirkjustarfinu gæfi sér mikið og væri honum ákaflega mikilvæg.

 

Guðmundur Búason: Þakkaði góðar ræður en vildi aðeins koma inn á það sem sr. Úlfar nefndi fyrr á fundinum varðandi tekjur kirkjunnar. Guðmundur sagði sóknargjöldin hafa hækkað í takt við vísitöku, lengi framan að, en eftir það fór ríkisvadið að skerða þennan hluta. Það þýðir að í dag vantar okkur 18-20 milljónir uppá tekjurnar frá því sem hefði verið ef þessi vísitölutenging hefði haldist óbreytt.  Guðmundur sagðist samt sem áður geta tekið undir það með Úlfari að mikið væri breytt frá því að sóknarnefndirar fóru sjálfar að innheimta sóknargjöldin.

 

Björn Gílsason sagði þáttökuna í krikjustarfinu einstaklega ánægjulega og gefandi. Hann væri sérstaklega stoltur af öflugu starfi kirkjunnar, m.a. kraftmiklu kórastarfi en vel heppnað starfið myndi endurspeglast í góðri messusókn. Björn endaði á að ítreka mikilvægi þess að fræða ungdómin um kristin fræði.

 

Jóhann Snorri Bjarnason fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund.

Grímur Hergeirsson þakkaði jafnframt fyrir góðan fund og sleit i framhaldinu fundi með fundahamri sem Sigurjón Erlingsson gaf kirkjunni að gjöf á aðalsafnaðarfundi árið áður.

Fundarmenn voru u.þ.b 50

Fundi slitið kl. 1410  en fundarritari var Halla Dröfn Jónsdóttir.