Samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju
Nú í mars fer að stað fræðsla og samtal um sorg, sorgarviðbrögð og úrvinnslu í Selfosskirkju. Það gerir mörgum gott sem gengið hafa í gegnum sorg eða önnur áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum.
Fyrsta samveran verður fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 og áfram þrjá næstu fimmtudaga á eftir, eða 20. og 27. mars og 3. apríl.
Samtalið hefst á stutti innleggi eða fróðleik og síðan gefst þátttakendum færi á að ræða í einlægni og trúnaði um líðan sína, deila reynslu sinni og hlusta á aðra.
Umsjón með hópunum hefur Guðbjörg Arnardóttir, hægt að fá nánari upplýsingar í gegnum gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is .
