Sorgarhópar

Í Selfosskirkju hafa verið sorgarhópar.

Í nóvember munum við vera með sorgarhópa og fræðslu um makamissi.

Makamissir

Að missa maka gerbreytir lífi fólks og eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á breyttum forsendum. Í nóvember verður boðið upp á fyrirlestra og samtal um makamissi. Eru samverurnar samstarfsverkefni Árborgar-, Hveragerðis- og Þorlákshafnarprestakalls.

2. nóvember kl. 19:30 í Selfosskirkju
K. Hulda Guðmundsdóttir frá Sorgarmiðstöð flytur erindið: ,,Að missa makann – hvað hjálpar?“

9. nóvember kl. 19:30 í Selfosskirkju
Ólafur Teitur Guðnason flytur erindi og deilir eigin reynslu.

16. og 23. nóvember og kl. 19:30 í Selfosskirkju, verður boðið upp á samtal um sorg og sorgarviðbrögð vegna makamissis og mun prestarnir Ninnna Sif Svavarsdóttir og Guðbjörg Arnardóttir leiða samtalið.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir, enginn aðgangseyrir og ekki þörf á skráningu en frekari upplýsingar má finna hjá prestunum Guðbjörgu Arnardóttur, Ninnu Sif Svavarsdóttur.  Þá má benda á að á Facebook er að finna hópinn „ekkjur og ekklar á Selfossi og nágrenni“ og eru þau sem það á við hvött til þess að skrá sig í hópinn.

Þriðjudaginn 7. desember verður almenn samvera sem við nefnum Jól í skugga sorgar og verður hún kl. 20:00 í Selfosskirkju. Stundin er byggð upp af fallegum orðum, bænum og hugvekju, sömuleiðis æfum við okkur í að heyra jólasálmana í öruggu umhverfi. Kveikjum síðan á kerti í minningu látinn ástvina og að stundinni lokinni verður boðið upp á kaffi í Safnaðarheimilinu.

Á nýju ári 2023 verður Guðbjörg Arnardóttir með almenna sorgarhópa.