Krílasálmar

Krílasálmar er tónlistarnámskeið í Selfosskirkju fyrir foreldra og börn þeirra á aldrinum 3ja til 18 mánaða. Á námskeiðinu er foreldrum kennt hvernig nota má tónlist og söng til að efla tengslin við börnin og örva þroska þeirra. Á námskeiðinu er stuðst við tónlistararf kirkjunnar en jafnframt eru sungnar þekktar vísur, leikið á bjöllur og spilað á hristur. Það verður einnig dansað, notast við slæður, blöðrur og sápukúlur til að örva öll skynfæri barnanna.

Börn eru tónelsk að eðilisfari en að syngja fyrir lítil börn eykur einbeitingarhæfileika þeirra og ýtir undir tilfinninga-, og hreyfiþroska. Sönghæfileikar skipta þar engu máli. Raddir foreldranna er það fyrsta sem ungbörn læra að þekkja. Börnin tengja raddir foreldra sinna við öryggi og það veitir þeim mikla ánægju að heyra í þeim.

Hvert námskeið er fjögur skipti, og fer fram á baðstofulofti Selfosskirkju.

Umsjón með námskeiðinu hefur Sjöfn Þórarinsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar.

Ekkert þátttökugjald er fyrir námskeiðið en takmarkaður sætafjöldi er í boði. Nauðsynlegt er því að skrá sig til að tryggja sér sæti.

Næsta námskeið verður auglýst síðar.