Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarstundir í Selfosskirkju fyrir foreldra og börn þeirra á aldrinum 3ja til 18 mánaða. Stundirnar eru á miðvikudögum kl. 10:30, og strax í kjölfarið eru foreldramorgnar kirkjunnar.

Í Krílasálmum notum við tónlist og söng til að efla tengslin við börnin og örva þroska þeirra.
Stuðst er við tónlistararf kirkjunnar í bland við aðra tónlist. Við dönsum, leikum á hristur, notumst við fingrabrúður, blöðrur og sápukúlur til að örva öll skynfæri barnanna.

Börn eru tónelsk að eðilisfari. Það að syngja fyrir lítil börn eykur einbeitingarhæfileika þeirra og ýtir undir tilfinninga-, og hreyfiþroska. Sönghæfileikar skipta þar engu máli. Raddir foreldranna er það fyrsta sem ungbörn læra að þekkja. Börnin tengja raddir foreldra sinna við öryggi og það veitir þeim mikla ánægju að heyra í þeim.

Umsjón hefur Sjöfn Þórarinsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, og Sr. Gunnar Jóhannesson.
Þátttaka er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi. Nauðsynlegt er því að skrá sig til að tryggja sér pláss í tímunum. Skráð er í hvern tíma fyrir sig og opnar skráning fyrir næsta tíma opnar í hádeginu á miðvikudegi.

Skráning í næsta tíma Krílasálma.