Barna- og unglinakórar

Barnakór (2.-4.bekkur)
Æfingar eru á þriðjudögum kl. 16:00-16:45

Kórstjórar eru Edit A. Molnár og Kolbrún Hulda Tryggvadóttir.

Skráning
https://selfosskirkja.skramur.is/input.php?id=5

Unglingakór (5.-10. bekkur)
Þriðjudagar kl. 15:00-16:00
Fimmtudagar kl. 15:00-16:00

Skráning:
https://selfosskirkja.skramur.is/input.php?id=6

Kórstjóri er Edit A. Molnár síminn hennar er:  8617428 og netfangið er edit@simnet.is

Að syngja með Barna- og Unglingakór Selfosskirkju

Nokkrir punktar um starfið

Öll börn með fallega rödd og löngun til að koma fram eru velkomin í kórana.   Raddprófun fer fram áður en börn eru tekin inn í kórana og fjöldi kórfélaga er takmarkaður. Kórarnir skiptast í Barnakór, fyrir börn í 3. – 6. bekk og Unglingakór,  fyrir börn í 7. – 10. bekk.   Kórastarfið er skóli, þar sem raddir barnanna eru þjálfaðar jafnt og þétt með það að markmiði gera hvern og einn einstakling að góðum söngvara, því  er ekki mælt með að hætta og byrja aftur seinna.   Kórstjóri heldur utan um starfsemi kóranna í samráði við sóknarnefnd og presta kirkjunnar. Í upphafi starfsársins á haustin er lagt fram skiplag fyrir allan veturinn.

Æfingar og þátttaka í viðburðum

Æfingar eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Kórarnir koma reglulega fram í messum kirkjunnar.  Auk þess syngja kórarnir á ýmsum öðrum viðburðum t.d.  á bæjarsamkomum og í fyrirtækjum og stofnunum í kringum jólin. Kórinn syngur í kórbúningum. Kórfélagar ábyrgjast að mæta reglulega á æfingar og taka þátt í þeim viðburðum sem fyrir liggja á starfsárinu. Mikilivægt er að foreldrar tilkynni um forföll.

Ferðalög og hápunktar í starfinu

Unglingakór fer í æfingabúðir einu sinni á ári. Meðal fastra liða í starfinu eru æfingabúðir hjá Unglingakór og svo fara báðir kórar í vorferðalag í lok starfsársins.   Þriðja hvert ár fara elstu þrír árgangarnir (börn í 8., 9. og 10. bekk) í kórferðalag til útlanda, þó hefur það riðlast núna vegna covid. Vortónleikar eru einn af hápunktunum í starfinu og krossamessan sem er uppskeruhátíð kórastarfsins í kirkjunni en þá fá þau börn sem eru að ljúka starfinu með Unglingakórnum afhenta silfurkrossa frá kirkjunni í viðurkenningar- og þakklætisskini.

Foreldrastarf

Áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra í kórastarfinu. Hlutverk  foreldra er að styðja við starfið og vera til staðar þar sem kórinn kemur fram. Þá er einnig treyst á hjálp foreldra við bakstur fyrir kökubasar og veitingasölu í tengslum við fjáröflun kóranna.  Hvor kór hefur þrjá tengla, sem skipuleggja ferðalög, búningamál, ofl. í samráði við kórstjóra.

Allar nánari upplýsingar um kórastarfið veitir kórstjórinn Edit A. Molnár (s. 861 7428 og netfang: edit@simnet.is ).

Dagskrá9 (002)
Dagskrá2 (002)
Dagskrá7 (002)

Breyta