Kvenfélag Selfosskirkju

Kvenfélag Selfosskirkju

Kvenfélag Selfosskirkju hefur verið lagt niður og eru þeim þökkuð hin mörgu og trú störf í þágu Selfosskirkju.  Var starf þeirra ómetanlegur stuðningur við kirkjuna.  Hér má sjá ágrip af sögu félagsins.

Kvenfélag Selfosskirkju var stofnað 20. mars 1966 og er tilgangur félagsins tíundaður í annarri grein laga félagsins sem sjá má hér neðar á síðunni.

Félagið hefur í gegnum árin stutt dyggilega við uppbyggingu kirkjunnar og starfsemi hennar með fjárframlögum sem meðlimir hafa með ýmsu móti safnað saman í gegnum tíðina. Á árum áður fór fjársöfnun meira fram með því að meðlimir kæmu saman og föndruðu til að afla fjár til starfseminnar, en breyttir tímar hafa sett mark sitt á fjáröflunaraðferðirnar og er rekstur félagsheimilis kirkjunnar aðal tekjuöflunarleið félagsins nú síðari árin.

Um 30 félagar eru skráðir, en misjafnlega virkir í starfseminni. Formenn Kvenfélags Selfosskirkju hafa verið 8 frá upphafi.

For-mennNöfnTímabil
1.Stefanía Gissurardóttir1966-1971
2.Guðbjörg Ólafsdóttir1971-1975
3.Sigríður Sveinsdóttir1975-1976
4.Steinunn Úlfarsdóttir1976-1978
5.Valgerður Guðmundsdóttir1978-1994
6.Ingveldur Guðbjörnsdóttir1994-1998
7.Ingibjörg Ingadóttir1998-2000
8.Eygló Gunnarsdóttir2000-

Lög fyrir kvenfélag Selfosskirkju

Endurskoðuð 2010

  1. Nafn félagsins er: Kvenfélag Selfosskirkju. Heimilisfang þess er heimilisfang formanns á hverjum tíma.
  2. Tilgangur félagsins er að efla kristilegt safnaðarlíf og vinna að þeim nauðsynjamálum safnaðarins sem eru aðkallandi hverju sinni í samráði við presta kirkjunnar.
  3. Félagi getur hver kona orðið, sem þess óskar og hefur kynnt sér starfsemi þess.
  4. Stjórn félagsins skipa 5 konur. Formaður og gjaldkeri skulu kosnir til tveggja ára sitt hvort árið. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og vararitara. Árlega skulu tvær konur ganga úr stjórn og aðrar tvær kosnar í þeirra stað.
  5. Formaður stýrir fundum og kveður til funda, en varaformaður í hennar stað ef þörf krefur. Halda skal minnst tvo stjórnarfundi á ári.
  6. Aðalfund skal halda í mars ár hvert og boðaðir með 7 daga fyrirvara.
  7. Félagsfundi skal halda eftir því sem stjórn telur nauðsynlegt hverju sinni
  8. Störf aðalfunda eru:

a.       Fráfarandi stjórn gefur skýrslu um störf félagsins næstliðið ár.

b.      Endurskoðaðir reikningar skulu lagðir fram til samþykktar.

c.       Skrifleg kosning í stjórn til næsta árs samkvæmt ákvæðum 4. greinar.

d.      Kosning tveggja endurskoðenda og varamann þeirra að reikningum félagsins.

e.      Lagabreytingar.

f.        Önnur mál, sem fyrir liggja eða fram kunna að vera borin.

  1. Gjaldkeri annast innheimtu og útborganir félagsins og skilar endurskoðuðum reikningi þess í hendur félagsstjórnar fyrir aðalfund.
  2. Stórar fjárhæðir má ekki greiða úr félagssjóði án samþykkis stjórnar.
  3. Lögum félagsins verður eigi breytt nema á aðalfundi og sé þá mættur a.m.k.   helmingur félagskvenna.

Reynist fundurinn ekki lögmætur ræður afl atkvæða á næsta félagsfundi.