Æfingar fyrir fermingu

Fermingarathöfnin tekur í kringum klukkutíma og rúmlega það ef tekinn er með tími fyrir myndatöku.  Í Selfosskirkju verður merktur einn bekkur fyrir hvert fermingarbarn og er þá nánasta fjölskylda þar.  Hins vegar er nóg pláss í kirkjunni og öll sem vilja koma í kirkju og fylgja fermingarbarni eru velkomin.  Það sama gildir um hinar kirkjurnar það verður alltaf nóg pláss bara gaman að hafa fulla kirkju af fólki sem vill gleðjast með fermingarbörnunum.  Fermingarbörin er eðlilega mjög spennt fyrir fermingardeginum en líka stressuð fyrir athöfninni sjálfri og hrædd um að gera eitthvað vitlaust, þó við segjum þeim að það sé ekkert að óttast þá vilja þau vanda sig.  Einmitt þess vegna og til að gera þau öruggari með sig eru við alltaf með æfingu fyrir fermingardaginn.  Það er mjög mikilvægt fyrir þau að mæta á þessa æfingu og einmitt þess vegna og þeirra vegna biðjum við ykkur að setja æfingarnar inn í dagatalið ykkar svo þið getið gert ráð fyrir þeim í undirbúningi. Það er líka þörf á því að foreldri eða einhver fullorðin úr fjölskyldunni komi með á æfinguna.  Á æfingunni máta þau fermingarkyrtlana. 

Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega heyrið í okkur.

Selfosskirkja
Ferming 6.apríl kl. 11:00 – æfing
Ferming 13. apríl kl. 11:00 – æfing
Ferming 17. apríl kl. 11:00 – æfing
Ferming 3. maí kl. 11:00 – æfing
Ferming 3. maí kl. 14:00 – æfing
Ferming 4. maí kl. 11:00 – æfing

Laugardælakirkja
Ferming 17. arpíl kl. 14:00 – æfing

Stokkseyrarkirkja
Ferming 27. apríl kl. 11:00 – æfing

Eyrarbakkakirkja
Ferming 11. maí kl. 11:00 – æfing

Gaulverjabæjarkirkja
Ferming hvítasunnudag 8. júní kl. 14:00 – æfing

Hraungerðiskirkja
Ferming annan hvítasunnudag 9. júní kl. 14:00 – æfing

Villingaholtskirkja
Ferming hvítasunnudag 8. júní kl. 14:00 – æfing