ORGELKRAKKAHÁTÍÐ

sunnudaginn 2. október

DAGSKRÁ
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.

Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organistar heimsækja okkur og spila fræg orgelverk og Eurovisionslagara. Barnakór Selfosskirkju syngur og hver veit nema það verði fleiri óvæntir gestir?

Kl. 12:30 og 13:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili.
Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar.

Skráning fer fram með tölvupósti á orgelkrakkar@gmail.com

Nánari upplýsingar á facebook.com/orgelkrakkar

Safnaðarstarf hefst á ný

Nú hefst allt safnaðarstarf í ný í Selfosskirkju

Morgunbænir alla þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9:15 og kaffisopi eftir stundina.
Barnastarf á þriðjudögum:
6-9 ára barnastarf kl. 14:30-16:00
TTT (10-12 ára) barnastarf 17:00-18:30
Kórastarf á þriðjudögum og fimmtudögum:
Unglingakór (6.-10.bekkur) kl. 14:30-16:00 þriðjudögum
og fimmtudag kl. 15-16
Barnakór (3.-5.bekkur) kl. 16:00-16:45 á þriðjudögum
Kyrrðarstund miðvikudaga kl. 17-17:30.
12 spora starf hefst með kynningarfundi mándaginn 12. september kl. 18:00.
Æskó-fundir á mánudögum kl. 20:00-21:30

Safnaðarstarf að hefjast að nýju

Nú fer safnaðarstarf í Selfosskirkju að hefjast að nýju eftir sumarfrí.

Fermingarfræðslan hefst í vikunni og eiga ferminarbörn að mæta báða þessa daga í Selfosskirkju:
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 14-16:  Vallaskóli og BES
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 16-18:  Sunnulækjarskóli og Flóaskóli
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 14-16:  Vallaskóli og BES
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 16-18:  Sunnulækjarskóli og Flóaskóli

Þau sem ekki eru skráð í fræðsluna eiga að skrá sig hér:

Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)

Sunnudaginn 28. ágúst verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju kl. 11:00 og eftir messuna verður kynning á safnaðarstarfinu í vetur.