Leikjanámskeið í Selfosskirkju

Við ætlum að breyta til og bjóða upp á leikjanámskeið í Selfosskirkju áður en formlegt barnastarf hefst í haust. Í boði verða námskeið fyrir 5-9 ára krakka og 9-12 ára.
Umsjón með námskeiðunum hefur Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, en í sumar var hún með hin geysivinsælu sveitanámskeið GobbiGobb.
Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hér:

Leikjanámskeið Selfosskirkju

Útiguðsþjónusta í Hellisskógi sunnudaginn 20. júní kl. 20:00

Helgihald sunnudagsins 20. júní verður í Hellinum í Hellisskógi kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur, stjórnandi með þeim verður Magnea Gunnarsdóttir, félagar úr Tónlistarskóla Árnesinga spila á blásturshljóðfæri. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Þetta verður falleg guðsþjónusta úti í náttúrunni. Gott væri ef þau sem treysta sér til komi gangandi eða hjólandi, þar sem bílastæðapláss er ekki mikið við Hellinn.

Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna

Boðað til fundar með foreldrum verðandi fermingarbarna
Við prestarnar í Selfosskirkju, Eyrarbakkakirkju, Stokkseyrarkirkju, Laugardælakirkju, Villingaholtskirkju, Hraungerðiskirkju og Gaulverjabæjarkirkju boðum til fundar fyrir þau sem áhuga hafa á því að kynna sér og skrá sig í fermingarfræðslu hjá okkur.
Við boðum til fundar í Selfosskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 18:00.  Á fundinum förum við yfir skipulag fermingarfræðslunnar, gefum upp fermingardaga vorsins 2022 og opnum fyrir skráningu í fermingarfræðsluna.
Fyrir þau sem ekki komast á fundinn munu allar upplýsingar sem fram koma verða aðgengilegar á heimasíðu Selfosskirkju að fundi loknum.
Við hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja
Guðbjörg Arnardóttir, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Arnaldur Bárðarson, arnaldur.bardarson@kirkjan.is
Gunnar Jóhannesson, gunnar.johannesson@kirkjan.is