Sunnudaginn 9. febrúar verður fjölbreytt helgihald í Árborgarprestakalli.
Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00.
Í Stokkseyrarkirkju verður hefðbundin messa kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason og prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Um kvöldið verður spennandi kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00. Unglingakórinn syngur og með þeim kemur fram hljómsveitin Villingarnir frá Tónlistarskóla Árnesinga, stjórnandi þeirra er Vignir Ólafsson. Kórinn mun syngja nokkur Disney lög, við heyrum fallega lestra og biðjum saman. Kórstjóri Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
