Fræðslustundir – dagsetningar

Fermingarfræðsla fyrir veturinn 2022-2023 byrjar á sama tíma og skólarnir í ágúst / september.
Hvaða daga og tíma nákvæmlega setjum við hér inn og sendum í tölvupósti þeim sem skráð eru í fræðsluna.


Við verðum með fræðslu í 2 daga, 2 tíma í senn í tveimur hópum, þar sem krakkar úr Vallaskóla og Flóaskóla verða saman og krakkar úr Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verða saman.

Síðan koma krakkarnir úr Vallskóla og Sunnulækjarksóla eitt skipti mánaðarlega í fræðslustund í Selfosskirkju með bekknum sínum eða hópnum sínum úr skólanum.

Við prestarnir förum eitt skipti í mánuði í Flóskóla og BES og hittum krakkana þar.

Varðandi messur:Hluti af fermingarfræðslunni er að kynnast lífinu í kirkjunni. Fermingarbörnin mæta í 10 messur. Í anddyri kirkjunnar er spjaldskrá, þar sem þau finna nöfnin sín og kirkjuvörður stimplar. Ef þau fara í messu annars staðar endilega láta okkur eða kirkjuvörð vita sem stimplar fyrir þau.