Skírn

Ef þú vilt bóka skírn í Selfosskirkju eða kirkjum í Árborgarprestakalli sem eru:
Laugardælakirkja – Hraungerðiskirkja – Villingaholtskirkja – Gaulverjabæjarkirkja – Stokkseyrarkirkja – Eyrarbakkakirkja hefur þú samband við presta kirkjunnar í síma eða í gegnum tölvupóst.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir  s: 865 4444 Netfang: gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is
Sr. Gunnar Jóhannesson  s: 892 9115 Netfang: gunnar.johannesson@kirkjan.is
Sr. Ása Björk Ólafsdóttir s. 6617763 Netfang: asabjork@kirkjan.is

Að skíra í messu og skíra í kirkjunum kostar ekkert.  Skírn í heimahúsi eða sal kostar samkvæmt gjaldskrá 8.186.-

Hér á heimsíðu Þjóðkirkjunnar má finna ýmsan fróðleik um skírnina, en þar segir meðal annars: Í heilagri skírn er skírnþegi tekinn inn í kirkju Krists. Í hinni evangelisk – lúthersku kirkju, sem Þjóðkirkjan er hluti af, er algengast að barn sé skírt meðan það enn er ómálga. Samkvæmt fyrirmælum Jesú Krists er barn skírt til nafns föður og sonar og heilags anda. Það er helgað Guði með Orði hans og bæn og ausið vatni.

Það eru þrjár mikilvægar sögur um skírn í Biblíunni

– Frásögnin af skírn Jesú (Matt 3.13-17). Frásögnin af skírn Jesú er sögð á nokkrum stöðum í Biblíunni. Þær eru ekki alveg eins, en allar frásögurnar segja að Jesús hafi verið skírður af Jóhannesi skírar í ánni Jórdan. Eftir skírnina hafi svo himinninn opnast yfir Jesú. Rödd Guðs hljómar frá himni sem segir að Jesús sé hans elskaði sonur. Skírn Jesú er sú stund, þar sem ljóst verður að hann er sonur Guðs.

Þegar Jesús sagði: Leyfið börnunum að koma til mín (Mark 10. 13-16). Þessi frásaga segir að einu sinni hafi foreldrar komið með börnin sín og óskað eftir að Jesús blessaði þau. Lærisveinarnir vildu ekki láta fólkið trufla og reyndu að reka það á brott. En Jesús sá það sárnaði honum og sagði að börnin væru velkomin til hans. Hann lagði áherslu á að Guðs ríki væri barnanna og hann sagði að börnin sýndu hvernig við eigum að taka á móti Guðs ríki, opin og full trausts eins og lítið barn. Og Jesús lagði hendur yfir börnin og blessaði þau.

– Skírnarskipunin eru niðurlangsorðin í Matteusarguðspjalli (Matt 28.18-20) og þá sem síðustu orð Jesú um vald hans og falið hlutverk lærisveinanna um að gera allar þjóðir að lærisveinum, um að skíra þá í nafni Föður, Sonar og Heilags anda og kenna þeim að halda allt það sem Jesús boðaði.

Við skírn í þjóðkirkjunni er tvær seinni frásögurnar lesnar.