Kirkjukrakkar (1.-4. bekkur)

Selfosskirkja býður öll börn í 1. – 4 . bekk velkomin í Kirkjukrakka-starf kirkjunnar á þriðjudögum frá kl. 14:30-15:45.

Fram á vor verður starfið í smiðjuformi

Myndlistarsmiðja – 9. janúar til og með 13. febrúar
Í smiðjunni vinnum við listaverk út frá sögunni um Örkina hans Nóa, og verðum með sýningu á afrakstrinum í fjölskylduguðsþjónustu 11. febrúar.

Leiklistarsmiðja – 27. febrúar til 19. mars
Í smiðjunni förum við í leiklistarleiki, gerum leiklistaræfingar og vinnum með persónusköpun.

Tónlistarsmiðja – 2. apríl til 28. apríl
Í tónlistarsmiðjunni munum við vinna með tónlist á ýmsan máta, til dæmis munum við búa til okkar eigin hljóðfæri. Krakkarnir í smiðjunni munu svo spila í sunnudagaskólanum 28. apríl.

Útivistarsmiðja – 30. apríl til 14. maí
Eins og nafnið ber með sér stefnum við á að njóta góða veðursins utandyra og verða útileikir kjarni smiðjunnar.

Þátttaka er ókeypis og frístundavagninn stoppar við kirkjuna fyrir þátttakendur.

Skráning í smiðjurnar fer fram hér:

https://forms.gle/Roj442XboG311WbaA

Kl. 16:00 hefst kóræfing barnakórs Selfosskirkju, og því geta börnin farið beint úr smiðjunum á kóræfingu.

Sjöfn æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju heldur utanum starfið.
Netfangið hennar er sjofn@selfosskirkja.is.