Í kirkjunni er að finna barnastarf fyrir börn á öllum aldri.
Markmið okkar er að börnin fái að njóta sín innan veggja kirkjunnar. Þess vegna er skemmtun og gleði í fyrirrúmi í öllu barnastarfinu.
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn er haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju á sunnudögum kl. 11:00.
Í sunnudagaskólanum er sungið, sprellað og haft gaman. Allir eru velkomnir!
Kirkjukrakkar
Í kirkjukrakka-starfinu tökum við á móti hressum krökkum í 1. – 4. bekk grunnskóla. Í starfinu er lögð áhersla á leiki og skemmtun.
Börnin geta nýtt frístundaakstur Árborgar en vagninn stoppar beint fyrir utan kirkjuna.
Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hér: Kirkjukrakkar
TTT – starfið
Í TTT tökum við á móti fjörugum krökkum í 5. – 7. Bekk grunnskóla. TTT vísar nefnilega í tíu til tólf ára starf kirkjunnar.
Starfið einkennist af leikjum og skemmtun fyrir krakkana. Þátttaka er ókeypis.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér: TTT starf Selfosskirkju
Æskulýðsfélag Selfosskirkju
Æskulýðsfélag Selfosskirkju, sem í daglegu tali er bara kallað Æskó, er fyrir krakka í 8. – 10. Bekk grunnskóla. Í Æskó tökum við á móti kröftugum hóp af krökkum. Á hverjum fundi gerum við eitthvað skemmtilegt, en einnig er reglulega farið á æskulýðsmót þar sem við hittum fyrir krakkar úr öðrum æskulýðsfélögum.
Öll börn 13. – 16. ára eru velkomin og þátttaka er ókeypis. Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér: ÆSKÓ
Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar er í höndum Sjafnar Þórarinsdóttur tómstundafræðings.
Hún hefur komið víða við á ferli sínum og unnið með börnum á öllum aldri með góðum árangri.
Sjálf var hún þátttakandi og leiðtogi í barnastarfi kirkjunnar á sínum yngri árum og hefur því sterka tenginu við starfið.